Tíminn - 11.09.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1934, Blaðsíða 4
T í M I N N öðru lyfi en því, sem fá má á rannsóknar- stofu Háskólans og sem reyndist vel í fyrra og virtist víða bjarga fénu frá óþrifum og uppdrætti. 1 fyrra var meðalið selt í pillum á stærð við lambaspörð, en nú er það selt í brúsum, lítri í hverjum brúsa, og því hæfileg inn- gjöf handa 200 fjár. Brúsinn mun kosta um 6 krónur og sprauta til að gefa inn með um kr. 1.50. Þetta er vitanlega aukakostnaður, en þeir sem þurfa að gefa hröktu heyin, ætti ekki að horfa í hann og sprautuna geta margir átt saman. 1 þriðja lagi ættu menn nú að gæta þess vel að reyna að láta mótstöðuafl fjárins ekki minnka áður en það er tekið í haust. Það verður gert ódýrast með því að byrja að hýsa féð tímanlega og gefa því þá ofur- lítið af síldarmjöli með, t. d. 20—25 grömm á kind. En þess má vel gæta, þegar snemma er farið að hýsa, að stytta ekld um of beit- ai'tímann, og það má vel vera, að víða hagi svo til, að betr sé að gefa síldarmjölið í stokka í haganum, en að reka féð heim til hýsingar. Hvorttveggja getur aftrað megi'- un, en það er aðalatriðið. 1 fjórða lagi þarf að gefa fóðurbæti með hröktu heyjunum. Með beit er síldarmjölið bezt, á því leikur enginn vafi. En standi kindin inni, er það ónóg með hröktum heyjum. Þá þarf að blanda það hafra- fóðurmjöli, eða maís. — Trúlegt er líka, ao lítil lýsisgjöf með sé nauðsynleg og gild- ír jafnt hvort sem beitt er eða gefið inni. í fimmta lagi hygg ég að menn eigi nú eins og raunar æfinlega að nota beitina eins og mögulegt er. Hún mun reynast betri en heyin í vetur, en vitanlega má ekki oftreysta iienni, frekar en öðru. í haust þurfa menn að birgja sig upp af nægum fóðurbæti handa fénu. Má þá ætla, að auk venjulegs heymagns þurfi þeir, sem eiga hröktu heyin að ætla kindinni um 60 grömm af fóðurbæti á dag, tómt síldarmjöl, þegar beitt er að ráði, en allt að 1/3 blandað hafraíoðui'mjöli þegar inni stendur. Verzlanir þurfa að vera birgar af fóður- bæti til vetrarins, því þess er vart að vænta, eins og kaupgeta bænda er, að þeir þegar í naust geti birgt sig upp vetrarlangt og tryggja þarf það, eins og Árni G. Eylands benti á hér í blaðinu, að nóg síldarmjöl verði til í landinu, og' þá helzt á þeim höfn- um, sem mest eru líkindi til að það verði notað, því þess eru dæmin, og þau mörg, að ekki hefir verið auðflutt á milli hafna að vetrinum þegar hafís hefir teppt eða lok- að siglingunum. Ekki eru líkur til þess, að kýr í vetur komizt í nema mjög lága nyt, af hröktu töð- unni. Mér þætti gott ef 20 marka kýrin gæti komizt í og haldið sér í 10 mörkum, eftir því sem látið er af töðunni víða á land- inu. Vilji menn láta kýrnar mjólka vel í vet- ur, þá er öldungis óhjákvæmilegt að gefa þeim fóðurbæti. Er það þá auk ærkjötsins, sem áður er bent á, síldarmjöl og maís eða síldarmjöl og hafrafóðurmjöl, sem bezt er að gefa. Er því þá blandað saman þannig, að 1/4—1/3 verði af síldarmjöli, en hitt maís eða hafrafóðurmjöl. Hver bóndi verður, áður en hann fer að gefa fóðurbætinn, að leggja niður fyrir sér hvort það borgi sig. Verður hann þá annars- vegar að taka verð eins kíló af fóðurbæti og hinsvegar hvað hann geti fengið fyrir mjólkuraukann, annaðhvort með því að selja hann eða nota hann í bú sitt, og má hann þá reikna með því að hann fái 2—3 kg. af mjólk fyrir eitt kg. af fóðurbæti. Þó gildir ]>etta vitanlega ekki, hvað hverja einstaka kú snertir lengra en sem nemur því, sem henni er eðlilegt að geta mjólkað, en það þekkir bóndinn af fyrri reynzlu sinni af kúnni. Ég hefi þá nokkuð reynt að lýsa hvemig ástandið er með heyjaforðann og heygæðin undir veturinn. Jafnframt hefi ég bent á' það, sem ég tel að menn þurfi sérstaklega að hugsa um viðvíkjandi undirbúningi und- ir hann og viðvíkjandi því, að sleppa sem bezt yfir hann. En á það vil ég svo benda síðast, sem mestu skiptir, en það er dugn- aður, hagsýni og búmannsvit einstakling- anna. Það skiptir ef til vill allra mestu. En það byggist aftur á þekkingu þeirra á bú- skapnum, trú þeirra á sjálfa sig og landið sitt, og því, hve heilir þeir eru í því starfi, sem þeir hafa með höndum. Og því má eng- inn gleyma, að það, að starfið, hvort sem það er bóndastarfið eða annað, fari vel úr hendi, byggist fyrst og fremst á því, að að því sé unnið með alhug og óskipt af þeim, sem það eiga að framkvæma. 30. ágúst 1934 P. Z. P. W. Jacobsen & Son Timburverzlun Símnefni: Granfuru. Stofnaö 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum fré Kaupmannahöfn bœöi stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Sviþjóö. — Sís og umboössalar annast pantanir. EIK OG EFNI t ÞILFAR TIL SKIPA. Girðingarefni Girðingarnet allar venjulegar gerðir. Garðanet Refanet Hænsnanet Járnstaurar Víriykkjur Samband ísl. samvínnufélaga Hvernig sem mjólkurlögin verða, verð- ur mjóikin altaf að vera hrein þegar hún kemur úr fjósinu. Notíð ARGDS vattbotnaí mjólkursigtin % Samband ísl. samvinnufélaga Sjálfs er höndin hollust Kaupið innlenda framleiöslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýraii. MAUSER fjár- og stórgripabyssur á kr. 20,00. Sport-rifflar kal. 22, með 60 cm. hlaupi á kr. 30,00. Super-X riffla og fjárbyssu skot eru 50% kraftmeiri en venjuleg skot. JJað bezta er ódýrast. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR, Reykjavík. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Sínin.: KOT,. Reykjnvfk. Simi 19T3. Nvja Flóra er nú komið á markaðinn og selst nú um land allt. Enn á ný höfum við lækkað verðíð stórkostlega. Það er tvöfaldur hagnaður að kaupa nýja Flóra smjörlíkið Það er bezt. Það er ódýrast Húsmæður! Biðjið aðeins um Flóra smjörlíkið. Kaupfélög og kaupmenn! Sendið pantanir yðar til Smjörlikisgerðarinnar Flóra Akureyri. John Ingíis & Sons Millers, Leith Edinburgh 6. Vörur vorar eru alþektar á íslandi FYRIR GÆÐI: ING-LISH — blandað hænsnafóður. INGrLISH — alifuglafóður. INGLISH — maismjöl. INGLISH — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur. Alt í „Blue Staru-sekkjum. Pantanir annast. framlefOir: Kristalsápu, grsensápu, stansfa- sápu, handaápu, raksápi:, þvott&efni (Ilreins hvítt), kerti allskonar, skósvertu, skóyulu, leðurfeiti, jíólfáburO, vagn- áburð, í ægilög og kreólin-bað- lög. Kaupið H R E IN S vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landa- ins. Hí. Hreinn Skólagðto. Bcykjavfk. Sfmi i«25. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta. © (@ (@ B e z t a Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANN AHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B. B. munntóbak Fæst allsstaðar. @) @) @) Qi Q) ^jj) ^i) ©©©©©©©©©oooooooo©© i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.