Tíminn - 02.10.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.10.1934, Blaðsíða 1
©jaíbbagi 6la«0loe •« I. |6o(. ^ieaaggtlin loetoc IO fc. 09 ttmf>8lmta d £augaoeg tO. 6iml 2353 — ^póatbólf 061 framleiðslutolla. — Hækkun hátekju- og stóreignaskatts og toUa á munaðarvörum. — Dýrtiðaruppbót felld niður á launum yfir 4600 kr. — Stóraukin framlög til at- vinnuveganna og verklegra framkvæmda. stjórn á i Morgxmbl. birti í s. 1. viku ýmsar upplýsingar, sem það taldi sig hafa „komizt á snoð- ir um“ úr fjárlagafrum(varpi stjómarinnar. En vitanlega eru stjómarfrumvörpin ekki lögð fram fyr en í þingbyrj- un, enda ekki venja að ,gera þau að opinbera umræðuefni fyr en þá. En úr því, að bráðlæti Morgunblaðsins er svona mik- ið hefir Tíminn talið sjálf- sagt að afla sér réttra upplýs- inga um þetta mál. — Hafði blaðið þessvegna tal af Ey- steini Jónssyni fj ámiálaráð- herra. Tók ráðherrann það fram, að upplýsingar þær, sem birzt hefðu í Mbl., væm eklci frá honum', enda á ýmsan hátt rangar og villandi. Gaf ráðherrann þvínæst blaðinu eftirfarandi upplýsing- ar: Tekjur og gjöld. Stjómin hefir í hinu nýja fjárlagafrumvarpi orðið að gera all verulegar breytingar frá þeim fjárlögum, sem1 nú gilda fyrir árið 1984. 1 fyrsta lagi hefir stjóminni þótt alveg óhjákvæmilegt, að leiðrétta ýmsar gjaldaupphæð- ir, sem undanfarið hafa verið allt of lágt áætlaðar, miðað við reynslu, því að það er vitan- lega ekki annað en blekking, að áætla upphæðir vísvitandi lægri en menn vita, að muni verða. 1 öðru lagi hefir orðið að taka upp í frumvarpið ýms gjöld, sem bvrndin eru með sérstökum lögum, þótt ekki hafi" verið tekdn upp í fjárlög fyr. Er hér í raun og veru líka um einskonar leiðrétting- ar að ræða. í þriðja lagi ger- ir svo stjómin ráð fyrir nýjum útgjöldum, til atvinnuveganna og verklegra framkvæmda. Útgjöld samkvæmt frum- varpinu, að meðtöldum afborg- unum en að frátöldum fym- ingum, em 13,7 milj. kr. Það er um 2 milj. kr. hærra en í núgildandi fjárlögum. — Þó reyndust gjöldin 1932 hærri en þetta, og voru þau þó lægri það ár en þau hafa ver- ið mörg ár fyr og síðar. Af þessari 2 milj. kr. hækk- un frá núgildandi fjárlögum (sem er þó lækkun miðað við raunveruleg útgjöld undanfar- inna ára), em ca. lVz milj. kr. leiðréttingar og lögbundin gjöld, samkvæmt sérstökum lögum. Um Vz miljón eru ný útgjöld til atvinnuveganna og verklegra framkvænida eins og áður var sagt. Hækkunin til atvinnuvega og verklegra framkvæmda er þó rrieiri en þessi Vt milj., því að fé, sem stjórnin leggur til að spara annarsstaðar, bætist þama við. Dýrtíðaruppbót af launumj yf- ir 4600 kr. á að falla niður samkv. frv. stjómarinnar. Með f j árlagaf rumvarpinu, sem lagt verður fyrir þingið, svo og frumvörpum þeim urri tekjuauka og niðurfelling tekna, sem fram verða lögð, leggur stjórnin grundvöll að greiðsluhallalausum fjárlögum fyrir árið 1935. Ef reikna mætti með því, að núverandi tekjustofnar gæfu jafn miklar tekjur og þeir gáfu 1933 og væntanlega gefa 1934, myndu þær hafa nægt til, að standa straum af þeim 13,7 milj. útborgunum, sem frv. gerir ráð fyrir. En með tilliti til minnkandi tolltekna, með því að vöruinnkaup frá útlöndum verða að minnka, verður að lækka tekjuáætlun- ina. Ennfremur leggur stjórn- in til, að lækkaður sé tollur á kaffi og sykri og útflutn- ingsgjald á síld, og fellt niður útflutningsgjald á landbúnað- arafurðum'. Við þetta kemúr fram halli. Verða lögð fram tekjuöflunarfrumvörp til að jafna þann halla. Með þeim er þó, eins og áður var fram tekið, ekki farið fram á hærri heildartekjur en ríkissjóður hafði 1938 og væntanlega fær 1934. Skattahækkanli. Stjómarfrumvörp til tekju- hækkunar verða: Frv. um tekju- og eigna- skatt, sem fer fram á ca. 25 —30% hækkun á heildarupp- hæðinni, miðað við þann tekju- og eignaskatt, sem í gildi var 1933 og gert er ráð fyrir á árinu 1934 (40% álag irieð- reiknað). Frv. um hækkun á tóbaks- tolli á tóbak, kakaó, súkkulaði, konfekt o. fl. þvíl. Frv. um hækkun á innflutn- ingsgjaldi af benzíni upp í 8 aura pr. lítra. Til samanburð- ar má geta þess, að innflutn- ingsgjaldið á benzíni í Dan- mörkui er um 13 aurar, og hið stórkostlega aukna vega- viðhald hér gerir það óumflýj- anlegt, að auka þetta inn- flutningsgjald. Frv. um afnám undanþágu frá gjaldi af innlendum toll- vömm, er þau fyrirtæki hafa notið, sem' stofnsett voru fyrir 1. jan. 1927. — Kemur þetta aðallega fram sem hækk- un á ölskatti. Frv. um einkasölu á eld- spýtum. Frv. um að Áfengisverzlun ríkisins hafi einkasölu á ilm- vötnum, hárvötnum, andlits- vötnum, bökunardropum, kjömum til iðnaðar og pressu- geri. Skattalækkanlr. Frumvörp til lækkunar eru: Frv. um lækkun á útflutn- ingsgjaldi á síld og niðurfell- ing útflutningsgjalds af land- búnaðarafurðum. Nú í vikunni tekur Einar M. Einarsson aftur við skip- stjóm á varðskipinu Ægi. — Fyrir fáum dögum tók Pálmi Loftsson aftur við yfirstjórn landhelgisgæzlunnar og björg- unarmála. íhaldið hefir um tvö undan- farin ár eyðilagt landhelgis- gæzluna og björgunarstarf- semi þá sem áður var rekin í sambandi við Skipaútgerð rík- isins. Nú er því fargi létt af. Nú byrjar aftur framsýn og sterk yfirstjórn á björgunar- og landhelgismálum. Nú fer hraustasti skipstjórinn, sem varið hefir landhelgi íslands aftur að beita í þágu íslenzkra sjómanna bezta skipinu, sem ríkið hefir eignazt. íhaldið hefir á undanfömurn tveim árum sýnt hversu alger- Frv. um framlenging geng- isviðauka. Felur það í sér nið- urfelling gengisviðauka & kaffi og sykri. Framlenglng aldrl laga o. s. írv. Þá em nokkur fmmvörp um framlengingu eldri tekjulaga: Frv. um' framlenging á gildi laga um verðtoll, frv. um fram- lenging bráðabirgðaverðtolls og frv. um1 framlenging tekju- og eignarskattsaukans fyrir árið 1934. Loks er svo frv. um! fram- lenging á frestun á fram- kvæmd nokkurra laga. Er frestunin framlengd um eitt ár enn, þó að undanskildum Verkfærakaupasjóði. Ennfrem- ur framlenging á bráðabirgða- breyting á skemmtanaskatts- lögunum. Helztu viBfangsefnln. Erfiðleikamir við undirbún- ing fjárlaga að þessu sinni, eru miklir, segir ráðherrann að lokuiri. 1 fyrsta lagi sökum þess, að undanfarin ár hefir verið greiðsluhalli, þrátt fyrir óeðlilega mikinn innflutning, sem hefir skapað ríkissjóði meiri tolltekjur en eðlilegt er, eftir afkomu þjóðarinnar út á við. 1 öðru lagi vegna þess, að reikna varð mleð núnni tolltekjum en undanfarin ár, | þar sem eigi verður annað séð en að innflutningur 1935 verði , að vera minni en í ár og í ' fyrra. 1 þriðja lagi sökum þess, að ástand atvinnuveg- f anna krefst aukinna framlaga til verklegra framkvæmda. 1 fjórða lagi sökum þess, að stjórnin hlaut að leggja til, að léttir yrðu tollar & neyzlu- og framleiðsluvörum, og er þó minna hægt að gera að því en æskilegt væri. Verði fjárlögin, ásamt tekju- frv. í samþ. í þinginu á þeim grundvelli, seiri lagður er af stjóminni, og takizt sæmilega um framkvæmd, má, að öllu athuguðu, vel við una. lega óhæft það er til að stjórna vandasörririm málum. Sú raunasaga er löng. Hér verður ekki drepið á nema að- aldrættina. Undir eins og M. Guðm. var kominn í stjómina vorið 1932, tók hann yfirstjóm gæzlunnav af Pálma Loftssyni og fékk valdið 1 hendur Guðm. Svein- björnssyni. Um leið borgaði M. G. G. Sv. 4000 kr. fyrir þetta aukastarf. Tilgangurinn sá, að gefa G. Sv. bitann, og að taka valdið af hinum1 á- hugamikla og æfða sjómanni og fá það skrifstofulögfræð- ingi, sem engin skilyrði hafði til að sinna þessu máli. Næst ákvað íhaldið að gera skyldi ítarlega tilraun að eyði- leggja mannorð Pálmá Lofts- sonar. M. Guðm. fékk til ná- unga, sem nýlega var orðinn gjaldþrota á mjög leiðinlegan hátt, Luðvig C. Magnússon, til að ganga í gegnum reikn- inga Skipaútgerðarinnar, til að freista að finna höggstað á Páliria. Skipaútgerðin viar látin borga gjaldþrotamánni íhalds- ins á 5. þús. kr. fyrir ofsókn- ina. Gott sýnishom af vinnu- brögðum Lúðvígs C. Magnús- sonar er það, að hann gerði „Þór“ að hafa fengið 500 þorska í hvert sinn, sem hann kastaði botnvörpu, líka erhann var að gæzlu. Síðan vildi Lúð- víg halda að Pálmi Loftsson hefði dregið sér alla þá þorska eða andvirði þeirra, sem vant- aði upp á töluna. Pálirii hrakti lið fyrir lið allar aðdróttanir íhaldsins, M. a. sannaði hann með vottorðum frá togaraskip- stjórum hvílík reginvanþekk- ing kom fram í kenningu Lúð- vigs um 500 þorska í hverjum vörpudrætti. Varð Lúðvíg og húsbændur hans að athlægi um allt land, en Pálmi óx af málunum. Með hinni iriestu ill- gimi í langri leit á ríkiskostn- að hafði ekki tekizt svo mikið sem að finna eina hænufjöður til að byggja á tortryggni eða grunsemdir. Meðan Pálmi hafði gæzluna, hafði verið stórminnkuð eyðsla við úthald skipanna mleð betra skipulagi og frairisýni. Ríkið hafði miklar tekjur af að bjarga skipum, og varðskipin vom þrásinnis til bjargar sjó- mönnum í lífsháska. Búið var að komá því skipulagi á, að margar símstöðvar nærri hættustöðum! vom opnar á nóttum, ef tala þurfti við Skipaútgerðina um! björgunar- mál. Og þar var vörður hald- inn í því skyni allar nætur. Ekkert af þessu gat önnum kafinn skrifstofu-lögfræðing- ur gert af neinni mynd. Ihalds- stjómin tilkynnti skipstjórun- um1, að það væri fjarstæða, sem Framsóknarstjómin hafði heimtað, að ekkert vín væri haft um hönd á varðskipurium. Ihaldið lét segja, að það væri Framh. á 2. aíðu. Þessi mánuður hefir verið viðburðaríkur í landinu. Hin óhagstæða veðrátta hélst að heita mátti allan mánuðinn bæði á Norður- og Austurlandi. Skömmu fyrir göngur komu 3—4 góðir þurkdagar og þomaði þá mestallt hey sem til var. Náðu margir bændur miklu af því heyi sem úti var, en á miklum engjajörðum var stórmikið úti um réttir og víða er mikið eftir enn. Skömmu fyrir mánaðamót kom afarstórfelld rigning norðaniands og skemmdist hey þá til stórra muna undir torfþökum. Ástandið er þannig í hálfu landinu, að heyfengurinn er víða lítill og stórskemmd- ur. Bústofninn hlýtur að minnka, og það sem verra er, víða verða í mikilli hættu, ef ekki er gætt mikillar varúðar og framsýni. Þegar sýnilegt var um hið mikla óþurka- hallæri norðanlands fól Hermann Jónasson Páli Zoplióníassyni að standa í sambandi við bændur og félög bænda á óþurkasvæð- inu og undirbúa ráðstafanir um fóðurbætis- kaup. Verksmiðja ríkisins geymdi nær þrefalt magn af síldarmjöli til innanlands- nota, við það sem þurfti 1 fyrra. En nú var það of lítið, og því meir sem þrengdi að um óþurkana, því meiri varð þörfin að tryggja fóðurbæti. Kveldúlfur notaði sér það, að hann hafði meirahluta í stjóm síld- arverksmiðjunnar frá tíma M. G. og lét Thor Jensen fá 50 tonn af síldaimjöli frá ríkisverksmiðjunni, en seldi sitt eigið síldarmjöl beint til útlanda. Forsætisráð- herra gi-eip þá til þess úrræðis að banna um stundarsakir útflutning á síldarmjöli, meðan sveitarfélög á harðindasvæðinu eru að ljúka við varnarráðstafanir sínar. Baráttan við íhaldið og dilk þess, einka- fyrirtækið, hefir mánuðinn sem leið snúist um hin þýðingarmiklu skipulagslög um sóknina á aðalframleiðsluvöm bænda, kjöti og mjólk. Eitt er alveg fullkomlega víst, og verður elcki um deilt lengur, að ef íhaldið og sam- herjar Jóns í Stóradal hefðu verið í meira- hluta á Alþingi eftir kosningamar 24. júní s. 1., þá hefði ekkert orðið úr neinum tilraunum, sem nokkurs voru virði, til að bæta innanlandsmarkaðinn fyrir bændur landsins. Vísir, Mbl., ísafold og Lesbók ísafoldar hafa öll tekið í sama strenginn, að níða skipulagninguna og tortryggja hana. Magnús Guðmundsson og Jón á Reynistað og Jónas Kristjánsson héldu hörðustu ræður á litlum fundi á Sauðár- lcróki nýlega um að kjötverðið væri of hátt. Blað Jakobs Möllers hamast dag eftir dag móti skipulagningunni. í fyrra- dag segir Vísir að kjötið hækki um 33% og reynir af ítrasta megni að spilla fyrir sölunni. Mbl. gerir hið samá, og vill helzt gera bæjarbúa að grasætum, til þess að þeir hætti að neyta kjöts. Birti það mynd af Sigurjóni á Álafossi í byrjun sláturtíð- ar með lofsamlegri lýsingu á hans andlegu og líkamlegu yfirburðum, sem hvergi sæi á fellingri eða hmkku, eftir 16 ára kjöts- bindindi. Er auðséð að hér er um að ræða skipu- lagði herferð móti bændastéttinni, tilraun til að benda fólki í bænum á að kaupa heldur útlend matvæli en innlenda fram- leiðslu. Má og minnast þess, að eftir kosn- ingamar 1931 ráðlagði Jakob Möller í Vísi, að Reykvíkingar færu í verzlunarstríð við bændur á Suðurlandi, úr því að þeir kysu samvinnumenn á þing. Mjög kveður við annan tón hjá góðum borgurum við sjávarsíðuna. Man ég að haustið 1932 er kjöt féll gífurlega, að út- gerðarmenn í Keflavík lýstu yfir að þeim þætti hörmulegt, að vita vöru bænda svo verðlitlá og þeir óskuðu að verðið gæti hækkað, því að hallæri hlyti að verða í sveitum landsins, ef þessu færi fram. Sama má segja um verkamenn og sjómenn, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.