Tíminn - 16.10.1934, Blaðsíða 2
176
T í M I N N
('kki framleng-dur á aukaþir.ginu í haust er
ieið. Með þessum skattauka 1934 reiknaði
Sjálfstæðisflokkurinn líka við afgreiðslu fjár
laga fyrir yfirstandandi ár. Datt og engumj
í hug annað en að þessi 40% viðauki væri
viðurkendur réttmætur á meðan svipað á-
stand héldist og var 1938.
Samkvæmt vfirlitinu lækkar skattur allra
þeirra, sem hafa undir 5000 kr. hreinar tek j-
ur og meðalfjölskyldu utan Reykjavíkur, en
hækkar skattur þeirra, sem hærri tekjur
hafa. Það getur vel verið að ólafur Thors
sé svo gjörsamlega ókunnugur högum manna
utan Reykjavíkur að hann álíti að með þessu
se verið að hækka skatt á „lágtekjumönn-
«m“. En allir þeir, sem nokkuð þekkja til
og vilja ekki láta blekkjast, vita það, að það
eru varla til menn í sveitum landsins, sem
hafa 5000 kr. tekjur og þar yfir, að undan-
teknum nokkrum embættismönnum. Jafnvel
þótt gengið sé inn á röksemdafærslu Ól. Th.
og miðað við skattinn samkv. lögunum frá
1921 um tekj u_ og eignaskatt fá hrópyrði
hans enga stoð. Taflan sýnir að skattur
hækkar ekki miðað við lögin frá 1921 fyr en
hreinar tekjur eru orðnar 3500 kr. Þykja
það ekki lágtekjur í sveitum.
Þá set ég hér yfirlit um skattgjald ein-
hleypra manna utan Reykjavíkur, samkv.
lrumvarpinu og núverandi ástandi:
Einstaklingar utan Reykjavíkur.
c8 í: C E3 C m « 05 J* 05 CS S* íO aj lil 69 p p
w- B 6 bC B ga S>> o /ío- æ w
<n s wS. S
600 0,60 0,60 0
800 1,80 1,80 2,00 n
1000 3,00 3,00 4,00 83
1500 7,00 7,00 9,00 29
2000 14,00 20,30 18,00
3000 32,00 44,80 50,60 18
4000 57,00 79,80 107,80 35
5000 92,00 128,00 193,60 50
6000 137,00 191,80 301,40 57
7000 192,00 268,80 426,80 59
8000 257,00 359,80 563,20 57
10000 417,00 583,80 869,00 49
12000 617,00 863,80 1214,40 41
14000 857,00 1199,80 1581,80 32
Eins og þessi tafla sýnir þótti ekki ástæða
til að lækka skattgjald einhleypra frá því
sem verið hefir nema á allra lægstu tekj um,
enda hefir skattgjaid einhleypra verið hlut-
fallslega lægra en fjölskyldumanna. Stendur
skattgjaldið því nær í stað þangað til komið
er í 3000 kr. hreinar tekjur*) og eru slíkar
tekjur hjá einhleypum mönnum í sveitum
ekki taldar lágar.
Eins og upphaflega var talað um, er
fyrirsögn greinar Ölafs „Tekjuskatturinn
meir en tvöfaldaðar á lágum tekjum“. ól.
Herkostnaður íhaldsins
Arnljótur Jónssor hefír feng-ið greiddar
kr. 7864,49 fyrir þjónustu sína i kollu-
málinu og kosningingahneykslismalinu
i Vestur-Skaftaiellssýslu og ónýta rann-
sókn i brennivinsmali
Enginn íslenzkur maður í
ráðherrasæti hefir verið jafn
óheppinn í vali opinberra trún-
aðarmanna og Magnús Guð-
mundsson. Hefir hann hvað
eftir annað valið menn, sem
leystu störf sín þannig af
hendi, að af þeim hefir ekki
leitt nema minnkun fyrir ríkið
og aukin útgjöld.
Einn af þessum mönnum er
Arnljótur Jónsson, sem Magn-
ús hefir falið rannsókn í nokkr-
um málum.
Arnljótur þessi er nýslopp-
inn frá prófborðinu. Magnús
gat valið mílli hans og margra
velmenntaðra, álitlegra lög-
fræðinga. Magnús valdi Am-
ljót.
Gjábakkamálið. *.
Magnús réð Amljót til að
rannsaka svonefnt Gjábakka-
mál. Framkvæmdi hann ein-
hverja málamyndarrannsókn
og dæmdi síðan í málinu, þrátt
fyrir það, að hann hefði enga
heimild til þess. Hæstiréttul’ ó-
merkti síðan dóminn eins og
kunnugt er.
Annar maður hefir nú verið
skipaður til að rannsaka þetta
mál. Er ljóst af rannsókn hans,
að öll meðferð Arnljóts í mál-
inu hefir verið hreinasta kák.
T. d. gekk hann út frá því, að
ákærði hefði eyðilagt bruggun-
artæki sín og væri hættur
þeirri starfsemi. En nú hefir
ákærður játað að hafa átt og
notað bruggunartækin allt til
þessa dags. Sýnir þetta m. a.
hverskonar kák rannsókn Am-
ljóts hefir verið.
En fyrir þessa rannsókn
ásamt einhverju litlu starfi
öðru hefir hann fengið greidd-
ar kr. 2260,25. Er sú upphæð
borguð 14. sept. 1933.
Kosningahneykslið í
V estur-Skaptaf ellssýslu.
í fyrrasumar rak flokksbróð-
ir Gísla Sveinssonar bílstjóra
úr vegavinnu, að því er bíl-
stjórinn segir sjálfur, vegna
þess að hann vildi ekki kjósa
Gísla. Magnús sendi Arnljót til
að rannsaka þetta mál. Málið
var ósköp einfalt og umfangs-
lítið. En það virðist hafa tekið
Arnljót langan tíma, því fyrir
þetta verk fær hann greiddar
kr. 3478,39.
Kollumálið.
Seinast var svo Arnljóti fal-
in rannsókn í hinu svonefnda
„Kollumáli“, sem bakað hefir
honum, Magnúsi og íhaldinu
ævarandi skömm og fyrirlitn-
ingu. En Magnúsi hefir þótt
Amljótur launaverður fyrir
þessa þjónustu, sem átti að
tryggja íhaldinu kosningasigur,
því rétt fyrir stjómarskiptin
fær Arnljótur greiddar kr.
2125,85 fyrir þetta starf.
Magnús Guðmundsson hefir
þannig á 10 mánuðum greitt
Arnljóti nær 8000 kr. fyrir
verk, sem að engu gagni hefir
komið og sumpart verið tilraun
til skemmdar á mannorði eins
helzta stjórnmálamannsins í
landinu.
Og það er ekki ólíkleg skýr-
ing á því, hversvegna Magnús
elur mann eins og Amljót við
brjóst sér, að íhaldið hafi ætlað
honum ákveðið starf, og því
verið ósárt á aurunum1, í þeirri
von, að það myndi heppnast.
SðHiDpriiii i Helia líoin
Th. á við tvöföldun frá því, sem var samkv.
Jögunum frá 1921. Aðeins til fróðleiks um
það hvað Ólafur kallar „lágar tekjur“ í
sveitum, er rétt að athuga á hvaða tekjum
skattgjald tvöfaldast, miða, við 1921. Á töfl.
unum sézt, að það er á 5000—6000 kr. tekj-
um hjá einhleypum mönnum og 7500—9000
kr. tekjum hjá manni með meðalfjölskyldu.
Þetta eru lágtekjur í sveitum að dómi Ól-
afs Thors!
Ól. Thors minnist á það í grein sinni að
skatthækkunin sé hlutfallslega ekki eins
n.-ikil á mjög háum tekjum eins og á tekj-
um frá 6—12 þús. krónum, sem hann kallar
lágar. Eins og ég gat um við 1. umræðu
frumvarpsins, hafði átt sér stað misgáning-
ur þegar skattstiginn var settur í frum-
varpið, sem olli því, að hækkun skatts á
liærri tekjur var lægri í frumvarpinu en
stjórnin ætlaðist til. Gefst því Ólafi Thors
tækifæri á að fylgja leiðréttingu á þessu.
Verður ekki ófróðlegt að sjá, hversu hann
lekur henni. En ástæðan til þess, að hækk-
ur.in verður samt vafalaust hlutfallslega
ekki jafnhá endanlega á hæstu tekjum og
hún verður á 10—12 þús. kr. tekjum, er sú,
að skattstiginn er saminn með hliðsjón af
útsvarsstigum, m. a. útsvarsstiganum í Rvík,
og honum er þannig háttað, en annarsstað-
ar er vart um hinar hæstu tekjur að ræða,
að stighækkunin er mjög rífleg á hæstu
tekjunum, enda sá útsvarsstigi ákveðinn í
sámræmi við skattamálastefnu Framsóknar-
flokksins. Mun bráðlega verða birt hér í
blaðinu yfirlit um samanlagðar skatt. og
útsvarsgreiðslur í Reykjavík.
Læt ég svo útrætt um tilraunir ól. Th.,
til þess að læða þeirri trú inn hjá mönnum,
að núverandi stjóm sé að hækka skatta á
lágtekjumönnum — einkum í sveitum. Læt
ég menn um að dæma réttmæti slíkra full-
yrðinga eftir að réttar upplýsingar hafa
nú komið fram.
Eysteinn Jónsson.
öllum eru ennþá í fersku
minni árásir Helga Tómas-
sonar á Jónas Jónsson fyrv.
ráðherra. Aldrei hefir í manna
niinnum verið gerð jafn ó-
drengileg og svívirðileg árás
á pólitískan andstæðing, með
þeim ásetningi að ryðja hon-
um úr vegi.
Þegar sleppt er allra æst-
ustu íhaldsmönnum, má segja
að jafnt samherjar sem and-
stæðingar Helga Tómassonar
fordæmi þetta athæfi hans og
telja að með því hafi hann
glatað allri tiltrú, sem nauð-
synlegt er að bera til manns
í ábyrgðarmikilli stöðu.
Þessi dómur kemúr m. a.
skýrt fram í eftirfarandi um-
mælum Vilmundar Jónssonar
landlæknis:
„Mér er ánægja að taka það
fram, að þrátt fyrir alla póli-
tik, sem frá öndverðu hefir
verið nærri óaðskiljanleg þessu
máli, eru læknar yfirleitt svo
óblindaðir, að allir hinir mörgu
þeirra, sern ég hefi fætt málið
við, mega heita hafa verið á
einu máli um, að áminnst
framkoma Helga Tómassonar
sem læknis hafi verið fyrir
neðan allar hellur og bókstaf-
lega enginn viljað réttlæta
hana með einu orði. Ég hefi
einnig borið málið undir er-
lendan sérfræðing, geðveikra-
lækni, sem jafnframt er dokt-
or í lögum, og er úrskurður
hans alveg eindregið á sömu
leið“.
En Helgi var þjónn íhalds-
ins og íhaldið taldi hann launa-
verðan. Þvert ofan í vilja alls
almennings í landinu og til-
lögur landlæknis, var Helgi
Tómasson settur að nýju yfir-
læknir nýja geðveikraspítalans
á Kleppi.
Mun marga fýsa að heyra
skipunarbréf Helga Tómasson-
ar, sem er hið eina afrek
„hundadagaráðherrans", en
það er svohljóðandi:
„8. des. 1932.
Með þessu bréfi ræður ráðu-
neytið yður, herra doktor, til
þess,, frá þessum degi og ufti
næstu 6 — sex ár, — frá 1.
jan. 1933 að telja, að vera yf-
irlæknir á Nýja spítalanum á
Kleppi, með yfirlæknisskyldum
og réttindum og að öðru leyti
með þeim réttindum er síðar
greinir, og til þess að vera
umráðamaður á spítalanum að
öllu leyti, þar með til að hafa
með höndum allt er viðkemur
ráðningu starfsfólks, enda séu
launakjörin svipuð og á öðrurn
spítölum landsins. Ekki má þó
fjölga starfsfólki frá því sem
nú er nema méð samþykki
ráðuneytisins. Þér skuluð eiga
rétt til þess fyrsta ár ráðning-
artímans að segja upp starfa
yðar með 6 mánaða fyrirvara,
hvenær sem er.
1 árslaun skulu þér hafa
5000 — fimm þúsund — krón-
ur, auk dýrtíðaruppbótar eins
og embættismenn, og ennfrem-
ur ókeypis húsnæði, ljós og
hita. Ráðuneytið heitir yður
því, að þó skuli árslaun yðar ’
aldrei verða lægri en yfirlækn-
Ræðuhöld á Alþingi
Stjórnarflokkamir á Alþingi
hafa sent öðrum þingflokkum
svohljóðandi bréf:
„Alþingi, 9. okt. 1934.
Þingflokkar þeir, sem standa
að núverandi ríkisstjóm, bjóða
hérmeð (nafn hlutaðeigandi
flokks) að ganga til samninga
um takmörkun ræðuhalda
a Alþingi. Skuli ræðuhöld aðal-
lega bundin við framsögumenn
flokka og nefnda, flutnings-
menn mála'og ráðherra í ríkis-
stjórninni. Jafnframt sé ræðu-
fjöldi hvers einstaks ræðu-
manns og ræðutími takmark-
aður, og þá sérstaklega ræðu-
tími þeirra, sem ekki em fram-
sögumenn flokka eða nefnda,
flutningsmenn mála eða ráð-
herrar í ríkisstjórninni.
Vér viljum benda á, að tak-
markanir, samskonar og hér
er um að ræða, tíðkast í þing-
um nágrannaþjóðanna, og eru
t. d. lögfestar í þingsköpum
danska Fólksþingsins. Myndu
þær hafa í för með sér mikinn
tímaspamað fyrir Alþingi og í
sambandi við það, verulega
lækkun á kostnaði við Alþingi.
Vér óskum þess, að þér til-
nefnið 1-2 menn úr flokki yðar
til þess að semja við fulltrúa
frá öðrum flokkum um þetta
mál.
Svar yðar óskast fyrir 12.
þ. m.
Fyrir hönd Framsóknar-
flokksins á Alþingi.
Bernharð Stefánsson.
Gísli Guðmundsson.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins
á Alþingi.
Héðinn Valdimarsson.
Stefán Jóh. Stefánsson“.
Á það hefir oft verið bent í
blöðum Framsóknannanna að
spara mætti drjúgum þing-
kostnaðinn við stytting ræðu-
halda á Alþingi.
anna á Vífilsstöðum og í
Laugamesi.
Þér skuluð hafa rétt til sex
vikna orlofs árlega. Ennfrem-
ur heitir ráðuneytið yður því,
að svo framarlega sem sett
verður gjaldskrá samkvæmt
lögum nr. 47 frá 1932, og það
hefir í för með sér rýrnun
tekna yðar fyrir læknisstörf, er
þér kunnið að vinna fyrir ein-
staklinga, utan spítalastarf-
semimiar, þá skuli yður þegar
eftir hvert ár, í fyrsta sinn í
árslok 1933, sýnið fram á slíka
tekjurýmun, greidd uppbót,
sem nemur þeirri tekjurýmxm,
þó aldrei meira en 4000 —
fjögur þúsund — krónur á ári,
um það er þó í þessu efni á-
skilið, að ef þér hafið á hendi
kennslu við Háskólann, og tak-
ið laun fyrir, þá falli niður hin
umrædda uppbót, að því leyti,
sem nemur kennslulaunum frá
háskólanum. Eins og það verð-
ur að telja sjálfsagt að þér,
að ráðningartímanum liðnum,
og ef til ráðningar kæmi á ný,
sitjið fyrir öðrum um ráðn-
ingu, ef þér óskið, eins sjálf-
sagt er það, ef um stöðu þessa
verða sett lög og hún þar með
lögfest sem embætti eða lífs-
tíðarstaða, að þér þá, að ráðn-
ingartíma liðnum, sitjið fyrir
öðrum til að fá það embætti,
ef þér óskið.
Yður ber þegar í stað, að
taka við yfirlæknisstarfinu af
Lárusi lækni Jónssyni, sem nú
samstundis hefir verið vikið
úr yfirlæknisstöðunni, og er
yður hér með sent endurrit
af bréfi ráðuneytisins til hans.
Ó(lafur) Th(órs).“
Sumarið 1932 skrifaði land-
læknir bréf til stjómarinnar i
Hvað segir
ísafoldL nú ?
ísafold hefir talað mikið um
það síðustu vikurnar, hversu
óheppilegt það væri og dýrt
f.vrir þjóðina, þegar nefndir
væru skipaðar til að annast
rannsóknir eða inna af hendi
opinber störf. Hefir helzt mátt
skilja á blaðinu, að slíkar
nefndaskipanir mættu alls ekki
eiga sér stað.
En íhaldsmenn á Alþingi
virðast ekki vera þessarar
skoðunar eins og nú standa
sakir.
Sex íhaldsmenn í efri deild
bera nú fram frumvarp um
stofnun ríkisgjaldanefndar,
sem skipuð sé jafn mörgum
mönnum og flokkar eru á Al-
þingi. Þessi nefnd á að hafa
umsjón með umframgreiðslum
úr ríkissjóði. En eins og frá
þessu er gengið í frv. á minni-
hluti nefndarinnar alltaf að
geta ráðið, því að til þess að
tillaga nái samþykki þarf at-
kvæði allra nefndarmanna! Er
á þessu auðsætt, að íhaldið
býst ekki við að kom&st í rík-
isstjómina fyrst um sinn. En
nefndin á að vera launuð úr
fíkissjóði.
Ólafur Thors ber fram í
neðri deild frumvarp um
„fiskiráð". Fiskiráðið á að vera
skipað sjö mönnum. Kostnaður
af störfum þess á að greiðast
úr „verðjöfnunar- og markaðs-
leitarsjóði fiskútflytj enda“. -—
Þessi nefndarkostnaður er því
hreinn „blóðskattur á hinn
þrautpínda sjávarútveg" eins
og Isaf. myndi hafa orðað það,
ef ríkisstjómin hefði átt í
hlut.
Hér skal ekki mælt á móti
því út af fyrir sig, að nefnd
eins og þarna er stúngið upp
á, kunni að geta gert gagn.
Verkefni hennar, eins og það
er hugsað í greinargerð, virðist
þó aðallega eiga heima hjá
skipulagsnefnd atvinnuveg-
anna, sem nú er starfandi.
En þessi tvö frumvörp sýna
átakanlega ábyrgðarleysið og
ósamræmið í orðum og gerðum
íhaldsflokksins. Blöð flokksins
ausa úr sér fáryrðum yfir rík-
isstjórnina fyrir það, að hún
hafi skipað nýjar nefndir. En
sömu dagana keppast íhalds-
menn á Alþingi við að búa til
nýjar nefndir. Og þá 1 eggur
Isaf. blessun sína yfir „fargan-
ið“.
Og nú flytur Gunnar Thor-
oddsen frv. um opinberan
ákæranda, nýjan embættis-
mann á sömu launum og hæsta.
réttardómarar. Er það líka
sparnaður?
og gerir þar að tillögu sinni að
báðir spítalamir á Kleppi yrðu
sameinaðir undir eina yfir-
stjórn og hún falin próf. Þórði
Sveinssyni yfirlækni.
Færði landlæknir m. a- þau
rök fyrir þessu, að með þessu
mætti spara laun annars yfir-
læknisins, því forstaða beggja
spítalanna væri ekki meira
verk en það, að hún væri vel
kleif einum manni.
Þessar tillögur landlæknis
hafði Ólafur Thors að engu.
Og ekki nóg með það. Hann
veitti Helga Tómassyni þau
sérréttindi fram yfir aðra
lækna, að hann skyldi ekki vera
háður lögum landsins um borg-
un fyrir störf sín. Ef ríkið
breytir læknatextanum, er það
samkv. samningi Ólafs Thors,
skoðabótaskylt til Helga Tóm-
assonar!