Tíminn - 13.11.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1934, Blaðsíða 4
198 T 1 M I N N bæjarfógetum (og í Rvík tollstjóra) inn- heimtu prestgjalda, og renni feau beint í ríkissjóð, sem launar starfsmönnum þjóð- kirkjunnar. Allmiklar umræður hafa orðið um frum- vörp þau, er sex íhaldsmenn í neðri deild ílytja um skuldaskilasjóð útgerðarmanna (einskonar Kreppulánasjóð fyrir sjávarút- veginn) og um Fiskiveiðasjóð, enda er i'ramkoma íhaldsflokksins í því máli næsta kynleg. Frumvörp þessi eru samin af milli- þinganefndinni í sjávarútvegsmálum, og hefir hún rannsakað fjárhag sjávarútvegs- ins, og nú, síðan frumvörpin komu fram, gefið um þær rannsóknir prentaða skýrslu til Alþingis. Sýna þessar rannsóknir, sem yið mátti búast, að hagur útgerðarinnar, sérstaklega bátaútgerðarinnar, er mjög slæmur, og mikil þörf á að eitthvað sé hægt að gera af hálfu hins opinbera til að koma viðunandi skipun á skuldamál þeirra n anna, sem þama eiga hlut að máli. Frum- vörp þessi voru af atvinnumálaráðherra fengin sjávarútvegsnefnd neðri deildar til athugunar. En sama daginn, sem þau voru tekin fyrir í nefndinni, og áður en fulltrú- ar stjóniarflokkanna höfðu haft ráðrúm til að kynna sér efni þeirra, heimtuðu íhalds- mennimir tveir í nefndinni atkvæðagreiðslu um að nefndin flytti frumvörpin þegar í stað. Gátu fulltrúar stjórnarflokkanna þá eklti annað en greitt atkvæði gegn því að fiytja frumvörpin ólesin. Ruku þá íhalds- menn til og fluttu frumvörpin, og hafa síð- an viljað notá áðurnefnda atkvæðagreiðslu því til sönnunar, að stjómarflokkarnir væru á móti málinu í heild. Er þetta hin furðulegasta framkoma, og ber fremur vott um veiðihug eftir atkvæðum en alvarlega umhyggju fyrir sjávarútveginum. Frumvörp þessi fara fram á útgjöld eða tekjumissi fyrir ríkissjóð, sem nemur a. m. k. rúmlega 800 þús. kr. á næsta ári. En í- haldsmenn virðast ekki láta sér til hugar koma, að sjá þurfi fyrir tekjum' í þessu skyni. Þegar fjármálaráðherra spurðist fyr- ir um hug þeirra í því efni, svöruðu þeir Ólafur Thors og Sigurður Kristjánsson með því, að vísa í einkasölufrumvörp, sem flutt eru af stjórninni! Vakti þá ráðherrann at- hygli á því, að það bæri vott um undarlega ábyrgðartilfinningu í íhaldsflokknum, að fara fram á að hjálpa sjávarútveginum 'nieð tekjuöflunaraðferðum, sem flokkurinn hefði greitt og ætlaði að greiða atkvæði á móti! Alvöruleysi flutningsmanna sézst m. a. á því, að einn af þeim, Guðbrandur Isberg, fly-tur tillögu mn, að þriðjungurinn af út- i'iutningsgjaldi sjávarafurða gangi til land- helgisgæzlu, en í frv. um skuldaskilasjóð leggur hann til, að allt innflutningsgjaldið renni í skuldaskilasjóð! Er þó vitanlega eicki hægt að gera hvorttveggja með sömu peningana. Eins og nú er, rennur þetta gjald allt til ríkisins, sem svo ber uppi kostnaðinn við landhelgisgæzluna. I sambandi við 2. umr. um frv. Gísla Guðmundssonar um styrk til frystihúsa, en ]?að var afgreitt með yfirlýsingu neðri deildar um að styrkákvæðin skyldu gilda áfram — hélt Garðar Þorsteinsson áfram árásum sínum á samvinnufélögin, og bar á þau, að þau notuðu frystihús sín til að „okra“ á síldarfrystingu. En í umræðunum komu fram þær upplýsingar, að frysting síldar hjá samvinnufélögunum er ódýrari en annarsstaðar. Hefir forseti Fiskifélagsins í fyrra í blaðagrein kvartað um það, að sam- vinnufélögin seldu frystinguna of ódýrt og gerðu með því öðrum frystihúsaeigendum tjón! Komu ásakanir Garðars illa heima við þessar staðreyndir. En Garðar er samt ekki af baki dottinn, því nú hefir hann flutt sér- stakt frumvarp til að koma í veg fyrir „síldarokrið“ hjá samvinnufélögunum. Sýnir hann þar hug sinn til samvinnubændanna í. Eyjafirði. Frumvarp það, sem ólafur Thors flutti á dögunum, um svokallað Fiskiráð, sem átti að vera höfuðbjargráð fyrir fiskmarkað landsmanna, hefir fengið heldur daufar und- irtektir í sjávarútvegsnefnd neðri deildar. Lýsir meirihluti nefndarinnar yfir því í nefndaráliti, að frumvarpið sé „svo losara- lega samið og vanhugsað, að engin leið er til að breyta því, svo að vit verði í“. Er lagt til að því verði vísað frá. Sannast þar það, sem Tíminn hefir sagt, að frumvarpið væri næsta ómerkilegt, enda ekkert annað en ráðleysisfálm þeirra manna, sem hvorki geta né vilja finna úrræði til hagsmuna fyrir sjávarútveginn í heild. Hinsvegar verða nú næstu daga, að til- hlut ríkisstjórnarinar, fluttar í þinginu ákveðnar og ítarlegar tillögur um ráðstaf- anir viðvíkjandi fiskverzluninni. John Inglis Á Sons L Millers, Leith EdinbuFgh 6. td. Vöruv vorar eru alþektar á íslandi INGLIS — blandað hænsnafóður. ING-LIS — alifuglafóður. INGLIS — maísmjöl. INGLIS — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur. Alt í „Blue Star“-sekkjum. Pantanir annast. Samband ísl. samvínnufélaga INDIA TYRES ERU BEZTU BÍLADEKKIN. NotiS India bíladekk og þér verðið ávalt ánægðir. INDIA SUPER NONSKID: Bcztu bíladekkin, sem völ er á. INDIA STANDARD: Betn en öll önnur „standard" bíladekk. INDIA STERLINC kaupa þeir, sem vilja fá góð en þó ódýr biladekk. Pantanir annast SUPERTYRES P. W. Jacobsen & Son Timburverzlnn Simnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og hciln skipsfarma frá Svíþjóð. — Sis og umlioftssalar annast pantanir. :: :: EIK OG EFNI 1 ÞILFAR TII. SKIPA. HAVHENI8LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu al við urkennda RÚGMJÖLI OG H V E ITI Meirí vörugæðí ófáanleg S.I.S. síkptir eingöngu við okkur. Árið 1904 var i lynta »lnn þaklagt í Dan- mörku ár ICOPAL Bezta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt. ------- Þótt. ------- Hlýtt. Betra en bárujém og máimar. Endiat eina vel og aklfuþök. Faeat alataðar á Islandi. Jens Villadsens Fabríker. Kalvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið um verðskrá vora og aýniahom. Auglýsing um útflutning á fískí til Bretlands Þar sem fyrirsjáanlegt er, vegna viðskiptasamn- ingsins við brezfcu ríkisstjórnina, að fiskmagn það, er vór getum selt í Bretlandi, er að þrotum komið, eru fiskútflytjendur alvarlega áminntir um, að leyta upp- lýsinga hjá Fiskifélagi íslands, áður en þeir ákveða útflutning á ísfiski. Atvínnu- og samgöngumálaráðuneytið 8. nóvember 1934 T. W. Bttch (Iiitasmiðia Buchs) <á Tietgensdage 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“ og og „Evoiin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitlr. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst allstaðar á Islandi Munntóbakið er frá . : 1 \ _ 1 Brödrene Braun KADPMANNAH ö F N Biðjið kaupmann yðar um B.B. munntóbak Fæst allsstaðar. REYKIÐ J. GRUNO’S ágæta hollenzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAG - kostar kr. 0,90 Vao kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95- fæst í öllum verzlunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.