Tíminn - 07.01.1935, Síða 2

Tíminn - 07.01.1935, Síða 2
2 T í M I N N Guðspjall Nazismans Boðskapur nazismans á Is- landi stendur skrifaður í grein Ólafs Thors í Mbl. 31. desem- feer, 2. síðu, 5. dálki og hljóðar þannig: „Þéissi stjórn á sér því ekki langan aldur. Hvað á eftir fer er í óvissu. Óvenjulegir at- burðir eru í vænd- um. Það hlýtur að draga til úrslita um það, hvort íslendingar eru þess megn- ugir að slíta af sér viðj- ana“. I þessum anda hafa ofbeldis- flokkar allra landa ritað á móti þingræðinu. Þannig hljóðuðu upphrópanirnar, sem voru inn- gangurinn að harðstjórn Hit- lers í Þýzkalandi, og málaðar voru stói;im stöfum á forsíður skrílblaðanna eða æptar yfir try’vnm múg í fundasölum btórlj- . ganna. „Þessi stjóm á sér ekki lang- an aldur“ sögðu nazistamir í Þýzkalandi um stjóm Brunings og Sleichers. Á eftir henni kemur „hið þriðja rikí „Óvenjulegir atburðir eru í vændum“ sögðu þeir. Þessir „óvenjulegu atburðir" voru af- nám prentfrelsis og ritfrelsis, thnlestingar, manndráp, fanga- búðir og bókabrennur. Og alveg eins og ólafur Thors hvöttu þeir þjóðina til að „slíta af sér viðjana". Hvaða viðja? Viðja frelsisins. Þeir hvöttu þjóðina til að óvirða sitt eigið þing, þingið, sem er hið eina tákn um vald fólksins, þingið, sem hún sjálf hafði kosið. Þingflokkur þýzkra nazista lagði það í vana sinn að hleypa upp fundum í þinginu. Þeir höfðu í frammi háreysti undir umræðum. Þeir vörpuðu hróp- yrðum að forsetum. Þeir gengu af fundum eða mættu ekki á fundum til að sýna að þeir virtu löggjafarstarfið að vett- ugi. Tíminn lætur séi’ vitan- lega ekkert koma í hug um það, að „ólafur“ og hans nótar ætli að „kveikja í Al- þingishúsinu“ eins og Alþýðu- blaðið og Morgunbl. eru að tala um þessa dagana. Blaðið læt- ur sér nægja að halda sér við itaðreyndir um það, hváða hug- ir ríkir innan herbúða Sjálf- ;tæðisflokksins, í garð lýðræð- 'sins. Það er ekki í anda lýðræðis - ' ns að nota hótanir um „óvænta ',tburði“ í stað þess- að standa yrir máli sínu með rökum. Það er ekki í anda lýðræðis- | ins, að vaða að forseta samein- aðs Alþingis inni í þingsaln- um og tala um að „draga hann r.iður úr forsetastólnum“, eins og formaður Sjálfstæðisflokks- ins gerði á s. 1. Alþingi. Það er ekki í anda lýðræðis- ins að hlaupa af fundi út af ósigri í atkvæðagreiðslu með þeim ummælum, að réttast væri að fleygja þingmönnum út úr Alþingishúsinu, eins og einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins gerði við 3. umræðu fjár- laganna. Það eru engar lýðræðisæfing- ar, sem fram hafa farið í Kveldúlfsportinu undanfarin ár. Ýmsir munu segja, að Ólafur Thors sé óvitur maður og fljót- fær og þessvegna ekki ástæða til að taka orð hans alvarlega. En halda menn, að forkólfar ofbeldisflokkanna, sem mest tjón hafa unnið lýðræðinu úti í heiminum, hafi allir verið djúphyggjumenn, eða sérstakir siækingar að viti? Nei, síður en svo. Af hinum óvitru mönnum, angurgöpun- um, af hinum yfirlætisfullu og grunnfæru mönnum stafar lýð- ræðinu mikil hætta í hverju landi. Og svo er einnig hér. Fréttír pýðviöri hafa verið langan titrm um land allt og alauð jörft. Virft ist veturinn ætla að bæta mjög úr þeirn vandræftuin, sem sumarið bakaði bændum í stórum hluta landsins. Látinn er 2. þ. m. á Landspít- alamim í Rvík sr. Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal, faðir Haralds Guðmundssönar atvinnu- málaiáðberra pg þeirra systkina. Sr. Guðmtindui' var lengi ritstjóri Skutnls á ísafirði, og með af- brigðum ritsnjall. Hann var kvæntur Hebekku dóttur Jóns 6 Gautlöndum. Bæjarstjórnarkosning á Ísafirfií fór fram sl. laugardag 5. þ. m. Vai' sú kosning fyrirskipuð af at- viiinumálaróðberra, samkv. lögurn seni kveða svo á, að hægt sé að láta nýja kosningu l'ram fara, ef ekki iÁi'/A samstæður meirihluti. I'.n sl. ár hafa Alþýöufl. og ihulds- flokkurinn haft jöfjj atkvæði, en kommúnisti verið oddamaður, og því öll stjórn bæjarmála faríð á ringulreið. Urslitin urðu þau, að ibaldið og kommúnistar töpuðu. f’ékk Alþýðuflokkurinn 0ö9 atkv. og 5 fulltrúa, íhaldið 503 atkv. og í fulltnia. og kommúnistar í)3 afkv., en engan fulltrúa. þetta eru í'yrstu kosningar, sem fram fara síðan um stjórnarskipti, og sner- isí kosningabaráttan mjög urn störf síðasta Alþingis. Rr ástæða lil fyj'ir ríkisstjórnina að vera sæmilega ánægð með þær bend- ingar, sern þessi úrslit gefa um bug almennings. — Jens Hólm- geirsson mun verða bæjarstjóri ó Isafirði. Eldur kom upp í kaupfélagshús- imt í Stykkishólmi að næturlagi i sl. viku. Ætla menn, að kveikt hafi verið i húsinu. Tókst að slökkva eldinn án þess að húsið skemmdist til tnuna, en vörutjón \ arð talsvert. Eldur kom upp í fjósi aðfard- uótt 4. þ. íir. í Tungu i Svínadal í Borgarf jarðarsýslu. Fórust þar fimm kýr og einn lambhrútur, en nýlega borinn kálfur var lifandi, þegar bóntlinn, Árni Helgason, kom út i fjósið um morguninn. 4- iitið er, að neistar hafi fokið úr reykháfi íhúðarhúss og valdið eldinum. Úti-íþróttir, bók, sem allir þeir sem íþróttum unna þurfa að eiga — er nýkornin á bókamarkaðinn. í bókinni, sem er 230 síður, eru 120 myndir og nákvæmar lýsingar á beztu þjálfunaraðferðum í úti-íþróttum. — Bókiu kostar í góðu bandi kr. 4.50 — fæst hjá bóksöluui og hjá útgefendum, sem er Iþróttafélag Reykjavíkur Giitiuyaraldurmu. Á árunum 1926—30 hefir meðalaldur brúð- guma viö giftingu verið 30.0 ár og brúða 26.4 ár hér á landi. Á Vatnsleysuströud hefir í vetur fisk-azt töluvert af smáýsu, en ýsu hefir ekki orðið vart þar í síðást 1. 6 ár. Gamlir fiskimenu þar i gi'enndinni spá því, að þetta viti á sílisgöngu á vetrarvertíð- inni og þar af leiðandi góðan afla í uet þar á grunnmiðum. Á uýjársdag gengu þeir Kjartan Stefánsson frá Kálfafelli og Eyj- ólfur Hannesson frá Núpsstað upp á Súlutinda til þess að skygnast. c-ftir eldsumbrotum, en urðu eink- is varir. Skygni var gott og af- Súþjtindum sést alla leið til eld- stöðvanna frá í fyrra. þeir Kjart- n11 og Eyjólfur voru báðir í leið- angrum, sem voru farnir til eld- stöðvanna, og vita gjörla stefnu til þeirra. Dánardægur. Nýlátinn er þórður þórðarson bóndi að Fossi í Vopna- íirði, á sjötugsaldri. — 1. þ. m. lézt Stefán Stefánsson bóndi og utgerðannaður, Miðgörðum í Greni- vík á sjúkrahúsinu á Akureyri, að loknum uppskurði. I Vopnafirðl hafa undanfarið verið íadæma rigningar og óvana- lega heitt í veðri á þessum tíma árs. Jörð er alþýð í sveitum og blómhnappar springa út í görðum. Trúlofun. Á gamlársdag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Svan- liildur þorvarðardóttir og Sigurður Jónsson verzlunarmaður hjá S. í. S. Eldgosið. Frá Blönduósi sáust á nýjársdagsmorgun eldbjarmar í suðaustri. Daginn fyrir gamlaárs- (iag sáust siiemma um morguninn af hálsinum vestan Blöndudals l eykjaratekkir í sömu átt. Manuslát. Guðni þórarinsson bóndi á Völlum i Vöðlavík er ný- látinn. Hann var háaldraður. Ann- m Austfirðingur, Stefán Ásbjörns- son frá BóndastöðUin, er einnig ný- látimi, 79 ára gatnall. Sífelldar rigningar hafa verið á Austfjörðum undanfaríð. Snjólaust er í byggð og sauðfé gengur víð- ast úti. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðar- kaupstaðar var Jögð fram laust fyrir áramót. Tekjur eru 135.000,00 kr. þar af útsvör 40.00,00. Helztu gjaldaliðið eru: Stjórn kaupstaðar- ins og löggæzla 9500,00 kr. Verk- logar framkvæmdir unr 34.000,00 kr. lieilbrigðismál 35.500,00 kr. Menntamál 14.300,00 kr. Fótækra- Iramfærsla 17.000,00 kr. og vextir og afborganir 21.100,00 kr. Sigurður Sigurðsson hefir sagt búnaðarmálastjórastarfinu lausu frá áramótum. Seinasta Alþingi samþykkti að veita honunt 4500 Ur. eftirlaun, ef hann léti at störf- um. Fleirburafæðingar. Árin 1926—30 voru hér á landi 215 tvíburafæð- ingar og 1 þríburafæðing. Næstu finrm árin á undan (1921—25) voru tvíburaíæðingamar 181 og þribura- fteðingarnar 4. Tvær útsprunguar sóleyjar fuud- ust í túngarði ú Vatnsleysuströnd Þrjú merk aivinnumál. Éramh. af 1. síðu. fundur var haldinn og- grund- vallaðar þær tillögur, sém J. Á. hafði beitt sér fyrir. Sám- bandsfundur hélt áfram starf- inu. Síðan komu bráðabirgða- lögin og meðferð Alþingis. Nú eru þessi þrenn skipulagslög að byrja að hafa áhrif. I þeim er fólgin sókn hinna framsýnu og gætnu landsmanna í atvinnu- málunum. Á þeim bjargráðum sem fólgin eru í þessum þrem lagabálkum, er fólgin framtíð- arvon landsmánna í núverandi erfiðleikum. J. J. á aðfatigudag jóla. Hefix- einmuna tið verið þtti' undanfarið. Björu pórðarson lögmaður hefir N'erið andurkosinn sáttasemjari í virtnudeilum og gildir kosnirigin til þriggja ára. Sáttasemjari er kosinn af fulltrúum Alþýðusam- bandsins og tulltrúum útgerðar- manna. — Undanfama daga hefir staðið yfir vinnudeila milli útgerð- armanna og sjómanna á togur- um, sem flytja bátafisk til Eng- lands, og er hún enn óútkljáð. Eri kaup manna við slíka flutninga, éj- ekki ákveðið i þeim samning- um, sem í gildi hafa verið milli sjómanna og útgerðarmanna siðan 1929, en þá komust ó sættir fyrir tilhlutun rikisstjórnar Framsókn armanna, eins og kunnugt er. Fjárlög\ I fjárlagafrumvarpinu, sem ríkisstjómin lagði fyrir Alþingi voru útgjöld ríkisins árið 1935 áætluð samtals 13 milj. 7-56 þús. kr. I meðferð þingsins hækkuðu útgjöldin um 291 þús. kr.*) og eru því nú, samkvæmt hinum nýsamþykktu fjárlögaim rétt um 14 miljónir króna (nán- ar tiltekið 14 milj. 47 þús). I þessari útgjaldaupphæð eru m. a. taldar afborganir af skuld um, en þær afborganir eni um 976 þús. kr. Ennfremur það fé, sem ríkið ver til að auka eignir sínar á árinu. Ef þessar upp- hæðir væru dregnar f)vá, mundi upphæðin lækka um nokkuð á aðra miljón króna. *) Til samunburðar er það, að í fjirra (1933) hækkuðu útgjöld fjér- lagarma i meðferð þingsins um 547 þús. kr. og voru fjáriögin þá (fvrir árið 1934) afgreidd með 477 þús. kr. greiðsluhalla. Gefa þosstu' tölur út af fyrir sig rtokkra hug- mynd um þá breytingu, sem orðið hefir ó vinnubrögðum þingsins í fjármálunum. Fins og kunnugt o.r ftafa hin svokölliiðu „hrossakaup" milli éinstakra þingmanna, án til- litfi r-.í flökka, um að greiða at,- kvæði hver mo.ð annars tiilöguni, stórspillt fjárlögunum fyr eða síð- ar. þetta er hið fyrsta Alþingi, þar sem tekist hefir að kveða þeun an óvana niður — með sterkri stjórn af háífu fjármálaráðhemt og samtökum innan stjórnar- ílokkanna. n 1935 í sumum blöðum stjórnar- andstæðinga hefir verið gefið í skyn að útgjaldaupphæðin (14 milj.) væri óvenjulega há. Ef gerður er samanburður við út- gjaldaupphæðir þriggja síðast- liðinna ára, eins og þær hafa reynst og nú liggja fyrir í lands i eikningum, kemur þó allt annað í ljós. Árið 1932 reyndust út- gjöldin, talin á sama hátt og nú 13,9 milj. árið 1933 um 15 mil.i. og árið 1931 18,2 milj. kr. — Þessi sjarnanburður sýnir, að tvö árin, 1931 og 1933 hafa útgjöldin verið til muna hærri en þau eru nú í fjárlögunum, en þriðja árið svo að segja jöfn, og eru því ásakanir stjórnar- andstæðinga í þessum efnum algerlega gripnar úr lausu lofti. Um útkomu ársins 1934 er enn ekki vitað, en allar líkur eru til að þau muni reynast nokkuð á 15. miljón, eða fullt svo há og gert er ráð fyrir í fjárlögunum nú. Tekjurnar eru í fjárlögunum um 100 þús kr. (nánar tilgreint 99800) kr. lægri en útgjöldin. En til þess að vega móti þeim greiðsluhalla veitti þingið stjórn inni heimild til að setja á stofn einkasölu á bifreiðum, raf- magnstækjum o. fl., og eru fjár- lögin þannig raunverulega af- greidd greiðsluhallaiaus. Hefir þannig verið framfylgt þeirri stefnu, sem fjármálaráðherra lagði mesta áherzluna á í ræðu sinni, er hann lagði fjárlaga- frumvarpið fyrir þingið. Til þess að ná því marki hefir að vísu af hálfu stjómarflokkanna orðið að spara margskonar út- gjöld, smærri og stærri, sem æskilegt hefði verið að inna af hendi, bæði í þágu ríkisins sjálfs, sérstakra héraða og jafn- vel einstaklinga í sumum tilfell- um. Flestir, og sennilega allir þingmenn stjórnarflokkanna, hafa, til þess að ná þessu marki orðið að horfast í augu við það að þurfa að greiða atkvæði gegn útgjöldum, sem þeir gjaman hefðu stutt, ef fjárhagur ríkis- ins hefði leyft að gera það nú. Fjöldi slíkra hækkunartillagna var borinn fram af þingmönn- um andstöðuflokkanna, þar sem sumstaðar var um að ræða hækkun á útgjialdaliðum, sem búið var að taka upp af stjórn- inni eða fjárveitinganefnd, en sumstaðar alveg nýja útgjalda- liði. Er ekki hægt að veijast þeirri hugsun, að eitthvað af þessum hækkunartillögum hafi verið borið fram af andstæð- ingunum, eingöngu til þess, að setja þingmenn einstakra hér- aða í vanda og knýja þá til að gera annað tveggja: Að bregð- ast þeirri ábyrgð, sem stjórn- arflokkarnir bera á fjárlögun- um eða fella með atkvæði sínu útgjöld, sem hefðu verið kjör- dæmum þeirra til hagsbóta. En í öllum slíkum tilfellum tóku viðkomandi þingTnenn síðari kostinn, og verður það að telj- ast bera vott um ríkari ábyrgð- artilfinningu og traustari sam- tök en þekkst hafa áður hjá nokkrum meírahluta á Alþingi. Það eru þessi samtök um að afgreiða greiðsluhallalaus fjár- lög, sem ísafold og fylgiblöð hennar kalla nú „handjámin" í þinginu. Munu stjórnarflokk- arnir ekkert um það kvarta, þó að þeim sé lagt það út til lasts að hafa sett þessi „handjám" á „eyðsluna". Hitt er annað mál hvort þetta ,,handjáma“-skraf íhajldsblaðanna nú er í góðu samræmi við sparnaðarprédik- anir Jóns Þorlákssonar í gamla daga! Við alla afgreiðslu þessara fjárlaga hefir Sjálfstæðisflokk- urinn sýnt svo mikið ábyrgðar- leysi að mestu furðu gegnir. Skal hér að því vikið, að finna þessum orðum stað svo að ekki verði um deilt. Fyrir kosningarnar 1933 og á s. 1. sumri gerðu íhaldsmenn flokkssamþyktir um það á landsfundum sínum að leggja niður ríkisfyrirtæki, sem sam- tals hafa gefið af sér 600—700 þús. kr., og svifta ríkissjóð þeim tekjustofni. Á þinginu var því svo haldið f'ram af sama fiokki, að ríkið ætti að gefa eftir allt útflutningsgjaldið af sjávarafurðum og láta það renna í skuldaskilasjóð til að standast straum af töpum út- gerðarmanna. Lá það þó jafn- framt fyrir,. að stjórnin varð að lækka stórlega áætlun um tolltekjur vegna þeirrar miklu nauðsynjar sem er á að draga úr innflutningi frá útlöndum og spara gjaldeyri. í öðru lagi lögðust íhalds- mein, þ. á m. Hannes Jónsson og Þorsteinn Briem, fastlega gegn öllum tillögum stjómar- innar um öflun nýrra tekna, og eigi heldur fekkst flokkurinn til að styðja spamaðartillögur stjórnarinnar (t. d. niðurfell- ing dýrtíðaruppbótar). Menn skyldu nú ætla að þetr sömu þingmenn, sem þannig höfðu lýst yfir þeim vilja sínum að iækka stórkostlega tekjur ríkissjóðs án þess að sjá fyrir nokknmi nýjum tekjum í stað- inn, hefðu talið sér beinlínis skylt, að koma fram með til- svarandi tillögur um niður- færzlu á útgjöldum ríkisins, til þess að eitthvert samræmi yrði í framkomu þeirra. En því fór ákaflega fjarri að svo væri. Að vísu kom fram úr þeirra flokki einstaka lækkunartillaga, þar á meðal ein unt að minnka fram- lög til verklegra framkvæmda og samgangna um 600 þús. kr. Lýsir sú tillaga vel hvar þess- um mönnum finnst helzt mega spara! En hækkunartillögurnar voru þó algerlega yfirgnæfandi. Við aðra umræðu f járlaganna námu tillögur um hækkun útgjalda (umfram .lækkanir) frá þingmönnum stjórnarand- stæðinga samtals um 420 þús- undum króna og hækkunartil- lögiur við þriðju umræðu um 950 þúsundum króna. Niðurstaðan, sem fengist hefði, ef í ölltt hefði verið farið eftir tillögum stjórnarandstæð- inga og stefnu, er sú, að á fjár- lögunum hefðu orðið ca.: Útgjöld 15,2 milj. kr. Tekjur 10,4 milj. kr. Greiðsluhalli 4,8 milj. kr. Um það takmarkalausa á- byrgðarleysi, sem lýsir sér 1 svona fjármálastefnu, þarf eng- um orðum að eyða. En við þetta má bæta því, og leggja á sér- staka áhérzlu, svo að engum misskilningi valdi, að við at- kvæðagreiðslumar um fjárlög- in stóð Sjálfstæðisflokkurinn óskiptur með svo að segja öllum hækkunartillögum ein- stakra þingmanna sinna. Þar var því sýnilega um flokksá- kvörðun að ræða, og þýðir því ekkert fyrir flokkinn að skjóta sér á bak við ábyrgðarleysi þeirra einstöku þingmánna, er tillögurnar báru fram, enda báru allir íhaldsmenn í þinginu undantekningarlaust fram ein- hverjar hækkimartillögur, en enginn þeirra sýndi viðleitni til að bera fram spamaðartil- lögur, sem unnt væri að taka alvarlega*). Ein af þeim tillögum, sem fram komu úr Sjálfst.flokkn- um, var um að hækka framlag ríkisins til atvinnubóta um hvorki meira né minna en hálfa miljón króna, og leysa jafnframt kaupstaðina undan þeirri skyldu að leggja nokkuð fram á móti ríkisframlaginu í þessu skyni! Var tillaga þesai flutt af einum miðstjómar- manni flokksins, Jakob Möllér. Mun þessi tillaga vafalaust vekja nokkuð mikla undrun í *) Hér má þó undansliilja þær íáu sparnaðartillögur, sem minní hluti fjárveitinganefndar (Ihalds menn) bar fram ásamt meirahlut anum, en þær voru samþykktar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.