Tíminn - 22.01.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1935, Blaðsíða 2
10 T 1 M I N N Úr stjórnmálasögu Islendinga 1P34 Framh. En áður en málum var hér komið, var annað flokksþing haldið í Reykjavík, heldur en það, sem heyrði boðskap Knúts prests um afnám menningar á íslandi. Það var flokksþing Framsóknarmanna. — Þingið sóttu áhugamenn úr öllum kjör- dæmum landsins. Voru1 fnlltrú- amir um 200 og hafði slíkt mannval aldrei sézt á nokkru flokksþingi, nema hjá Fram- sóknarmönnum' árið áður. Á þessu flokksþingi undirbjuggu' leiðtogar Framsóknarmanna úr öllum kjördæmum landsins sókn á hendur íhaldinu, naz- istum, kommúnistum og hinum „prýðilegu embættismönnum". Flokksþingið gaf út djarflega og þróttmikla málefnaskrá uni starfsemi næstu ára. öllum flokksþingmönnum var ljóst hvað við lá. Öll spillingaröfl landsins voru í bandalagi gegn flokknum og stefnu hans, og ef andstæðingarnir sigruðu, var allt 1 veði, sem sæmileg- um! mönnum er kært: Frelsi borgaranna, menning þjóðar- innar og frelsi hennar u|m alla fyrirsjáanlega framtíð. Á flokksþingi Fram'sóknar- manna var ekkert af hinu væmna smjaðri Þorsteins Briem né hinum frekjukénnda glannaskap Thorsbræðra og Knúts Húsavíkurklerks. Það sem einkenndi starfsskrá Framsóknarmanna, var yfir- lætisleysi, framsýni og þrek til að berjast og sigra. Og það voru þessir eiginleikar í fari kjósenda-fylkingar Framsókn- armanna, sem bjargaði mál- stað þeirra og framtíð lands- ins. Viðhorfið til Alþýðuflokksins var með nokkuð einkennilegum hætti um þessar mundir. Um haustið 1933 hafði einn af leiðtogum verkamanna, Héðinn Valdimarsson, skrifað sköru- lega grein í tilað flokksins og sýnt fram á óhjákvæmilega nauðsyn þess, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn störfuðu saman til vamar móti hinni erlendu glæpastefnu, sem miðaði að því, að imdir- oka vinnandi stéttir landsins og svifta þær öllu frelsi. í það sinn varð ekki úr stjórnarmyndun, af því að í- haldið réði þá yfir hinum „prýðilegu embættismönnum" og gat látið þá gera vilja sinn í öllu. En ef rétt var að vinna skipulega og samningsbundið móti íhaldinu á síðustu mán- uðum ársins 1933, þannig, að Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn mynduðu stjórn saman, þá var hin sama nauð- syn fyrir kosningamar vorið 1934, þegar verið var að undir- búa stjómarfar margra næstu ára og ef til vill um langa framtíð. Miðstjórn Framsóknannanna var á sömu skQðun og H, V. haustið áður, og áleit vel geta komið til mála gagnkvæma samvinnu við kosningarnar í því skyni, að halda íhaldinu og hjúum þess í minnihluta og verja þannig þjóðfrelsið. En leiðtogar socialista voru yfirleitt á annarri skoðun. Þeir hafa sennilega álitið, að í- haldið og hinir „prýðilegu“ myndu vinna kosningarnar, og munu bæði hafa treyst á mátt sinn í bæjunum og að flokki þeirra myndi enn meir vaxa fiskur um hrygg, ef þeir væru í andófi við íhaldssama stjóm. Niðurstáðan var sú, að socia- listar buðu frarn í nálega öll- um' kjördæmum, og það engu síður þar sem fylgi þeirra var sáralítið. Þeir vildu safna öllu sínu atkvæðamagni, bæði til að sýna mátt og vöxt flokksins og til að fá sem flesta uppbólannenn. Þegar kosningadagurinn 24. júní rann upp, þótti flestum sem dimmt væri í lofti í svéit- unum. Kr. Albertson, fóstrí þeirra Thors Jensen-feðga hafði þá látið sér sæma að skrifa í útlent blað grein, sem var full af illyrðum og per- sónulegum skætingi um Fram- sóknarflokkinn og lauk máli sínu með því að spá honum mikilla hrakfara. Ileima fyrir í landinu vorul Framsóknar- menn milli tveggja andstæð- mga. Kjördæmunum hafði ver- ið skipt með tilliti til þess að geta misnotað aðstöðuna gagn- vart Framsóknannönnum. M. a. hafði Þ. Br. komið svo máli sínu við Á. Á., að Rvík skyldi aðeins fá 6 þm. í stað 8, sem Tr. Þ. lagði til árið 1932. Gekk Þ. Br. það eitt til að reyna að hindra Framsóknarflolckinn frá að fá mann kosinn í höfuðstaðn um, og láta atkvæði flokksins þar ekki hafa bein áhrif. En i stað þess varð íhaldinu og Alþýðufl. full not að atkv. sín- um í Rvík. Auk þess vmun Þ. Br. hafa talið, að hann hefði hertekið þrjár stofnan'ir, sem Framsóknarmenn höfðu eflt og færði hann þær íhaldinu, en það var Bún.fél. Isl., Búnaðar- Imnkinn og Kreppulánasjóður- inn. Er sú saga of kunn til þess að hana þurfi að rekja hér. Þegar kosningafréttimar tóku að berast voru íhaldsmenn all- kátir í fyrstu. Þó þótti þeim ískyggilegt í Rangárþingi að varla skyldi muna nemá hárs- breidd íhaldinu í vil, og Jón Ólafsson sýnilega stórum lækk- aður á einu árí. En því meir sem á leið talningu í kjördæm- um, því þyngri varð brúnin á því liði, sem trúði Knúti Arn- grímssyni, um að öll menning og frelsi væri í þann veginn að vera harðfjötruð og lagt í rústir. Leiðtogar íhaldsins tóku ósigi’inum með jafnlítilli still- ingu eins og frekja þeirra hafði verið mikil áður. Sigur- vissan og hinn einkennilega siðlausi ruddaskapur, sem kom fram í því að vega að andstæð- ingum sínum á erlendum vétt- vangi, snerist nú upp í tilfinn- ingu fyrir varanlegu gengis- leysi, sem einkennt hefir alla framkomni Mbl. og fylgifiska þess síðan talningu lauk, og Ríkisábyryðir í fyrra 3 milj. 770 þúsundir. Samkvæmt fjárlögiim í ár 1 milj. og 600 þús. kr. síðan það varð augljóst, að um- bótaflokkamir hlutu að fara með stjóm landsins saman. Hannes Jónsson á Hvamms- tanga komst inn á lánuðu fylgi íhaldsins, og úr öllum bauga- brotum hinna föllnu kandidata mátti búa til tvö uppbótarsæti. íhaldið þóttist eiga Hannes og Þ. Br„ enda hefir sú orðið raunin á, að þeir hafa veríð hin dyggustu atkvæði Mbk- stefnunnar allan þingtímann 1934. En að öðru leyti urðu nokkur missmíði á uppskera íhaldsins. Magnús Torfason var kosinn uppbótarmaður, en ekki Stefán í Fagraskógi, sem íhaldið vonaðist eftir að fengi hærri tölu. Mátti heita að allur iandslýður stæði á öndinni meðan verið var að telja í Eyjafirði, út af því, hvort Stefán fengi hærri atkvæðatölu en Magnús Torfason. íhaldið og hinir „prýðilegu" báðu heitt og lengi, að Stefán sigraði, en írjálslyndir emnn vildu, að M. T. yrði hærri, eins og líka varð. Kom það síðar á daginn, að miklu skiptl hvor maðurinn vann. Það var miklum erfiðleikum bundið að mynda stjórn. Um- bótaflokkarnir höfðu 25 menn í sameinuðu þingi, en jafntefli í annari deildinni. Lausaskuldir höfðu safnast í stórum stíl síð- an. Einar Árnason lét af for- ustu fjármálanna vorið 1931. Síðan þá hafði verið stöðugur tekjuhalli og íhaldið sýnt hið mésta tómlæti í skiptum við fjármálaráðherra að hjálpa honum til að afla nauðsynlegra skatta. Auk þess var þrengt að markaði erlendis, bæði um fisk og kjöt. Aðkoman var þessvegna fremur óskemmtileg fyrir stjórnarflokkana. En umbótaflokkamir skildu hver var vilji kjósenda. Á fá- um dögum höfðu flokkamir samið um starfsgrundvöll, þav sem tekið var tillit til hags- muna þjóðarinnar í heild, og sérstaklega til smáframleiðend- anna til sjávar og sveita og til verkalýðsins. Umbótaflokkarair völdu þrjá unga menn í stjórn. íhalds- menn héldu í fyrstu að það væri veikleikamerki að fá unga menn í ráðherrastöðumar, en á því misseri, sem liðið er síð- an stjórnin var mynduð, hafa þeir margfaldlega orðið að við- urkenna að æskuþróttur Her- manns Jónassonar er nota- drýgri en „lífsreynsla" Magn- úsar Guðmundssonar. Stjórnin gerðist þegar í stað rnjög athafnasöm. Verkefnin lágu alstaðar þvert yfir götu, einkum í atvinnumálunum. Haraldur Guðmundsson gaf út bráðabirgðalög um skipulag á síldarsölunni meðan hann var að flytja sig frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og hinir ráðherr- arnir gáfu á næstu vikum ú,t umbótalöggjöf um skipulag á mjólkursölunni, kjötsölunni, Kreppulánasjóði o. s. frv. Þjóð- in var orðin dauðleið á svefn- göngum Þ. Br. og M. G. og þótti hressandi að finna and- blæ sterkra athafna berast yfir landið. Leið svo fram til Al- þingissetningar í byrjun októ- ber. íhaldið hafði vonast eftir að með lagi mætti ónýta kosninga- sigur umbótaflokkanna með því að stöðva öll meiriháttar um- bótamál í þeirri deild, þar sem stjórnarflokkarnir sjálfir höfðu jafntefli. Ólafur Thors og Þ. Br. voru, áður en þing kom saman, búnir að vefa mikinn kænskubragða- vef, að því er þeir sjálfir hugðu. Þeir ætluðu annaðhvort að kúga M. T. til að fara í efri deild og ,,kviksetja“ hann þar, eða að hnupla einhverjum af stuðningsmönnum stj órnarinn- ar, t. d. Héðni Valdimarssyni og koma þeim manni nauðug- um til efri deildar, þannig að stjórnin hefði mikið af liði sínú í efri deild, en of lítið í neðri deild. Þar átti síðan að snúa við og' eyðileggja umbóta- mál stjómarinnar, og neyða hana út í nýjar kosningar áð- ur en henni gæti unnizt tími til að sýna í verki, hvað gera mætti fyrir þjóðina. En öll þessi vélabrögð mis- heppnuðust og niðurstaðan varð sú, að Jón Baldvinsson úr- skurðaði upphafsmann hinna fávíslegu klókinda, Þorstein Briem, til setu í efri deild, þar sem tilætlunin var að molda M. T., svo að hann gæti ekki neytt atkvæðis í neðri deild, þar sem umfram allt vantaði fleiri menn óháða íhaldinu. En Þ. Br. mætti kenna sjálfum sér uml ólán sitt. Hann hafði for- dæmt allt flokksskipulag og brotizt út úr Framsóknar- flokknum til að geta farið sínu fram, hvað sem flokkuriun vildi. Þegar Hannes og Þ. Br. skipuðu M. T. að fara til efri deildar, þá vitnaði hann í ein- staklingsfrelsi sinna flokks- manna. Þ. Br. hefir á hinum stutta starfstíma síðan í haust margoft haft ástæðu til að fella beizk iðrunartár út af því að Fjármálastefna íhaldsmanna: 4,7 milj. greiðsluhalli á fjárlögum 1935. hafa með öllu fordæmt sam- hald í flokki, en það er það, sem þeir félagar kalla „hand- járn“ og telja sig nú mest van- haldna af að hafa ekki til heimilisþarfa. Niðurl. Fréttir Jónas porbergsson útvarpssí, >ri, fyrverandi ritstjóri og alþitigis- maður á fimmtugsafmæli í dag. I tilefni af því lialda vinir hans og samstarfsmenn honum samsæti að Ilótel Borg í kvöld. Grein um -T. ]>■ verður birt í næsta blaði. Kosning í útvarpsráS. Samkv. lögum fró síðasta Alþingi verður litvarpsráð nú skipað 7 mönnum. þrír þeirra eru kosnir af Alþingi, og liefir nú kosning þegar farið fram. Formann skípar kennslu- málaráðherra. En þrjá eiga ut- varpsnotendur að kjósa, og fer sú kosning fram ó tímabilinu fró 1. febr. til 22. marz Samkvæmt lög- unum verða bornir fram listar, og er kosningin hlutfallskosning. Tíminn hefir heyrt, að fyrverandi fulltrúi útvarpsnotenda, Jón Ey- þórsson, muni verða efstur á lista lijó öðru útvarpsnotendafélaginu hér. Er Jón vinsæll í útvarpinu og verður sjálfsagt kosinn af mörg- um. þá hefir blaðið heyjd. óljósar fregnir um, að von sé á 1—2 list- um öðrum, en fresturinn til að koma fram með lista er til næstu mánaðamóta. Allir eigendur við- tækja hafa kosningarrétt. Réttarrannsókn hefir staðiö yfir undanfarið, bæði hjá lcgreglustjór- anum í Reykjavík og sýslumann- inum í • Kjósarsýslu út af mjólk- urflöskum fró búi Thoi’s Jensen á Korpúlfsstöðum. Hefir orðið upp- víst, að mjólkurflöskur fró búinu, sem á stóð „1 lítri" voru 5% of litlar. Thor Jensen hefir nú játað, að Korpúlfsstaðabúið hafi átt 3 þúsundir af þessum litlu flöskum. Aðalfundur Eimskipafélags Is- iands hefir verið boðaður 22. júní n. k. Morgunblaðid dæmt. í vikunnj, sem leið, féll dómur í meiðyrða- máli, sem Sigurður Kristinsson forstjóri Samb. ísl. samvinnufélaga höfðaði i sumar gegn ritstjórum Mbl., þeim Jóni Kjartanssyni og Valtý Stefánssyni. Hafði Moí. haft þau ummæli um Sigurð m. a- að hann hefði gefið „falsvottorð — — í þjónustu lyginnar*. þeip Jón og Valtýr voru dæmdir í 3?b kr. sekt og málskostnað, eða 10 daga fangelsi til vara, og ummæl- in dauð og ómerk. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra gegnir störfum forsætisráð- íierra nteðan Hermann Jónasson er erlendis. Nýtt kirkjurán. í síðasta blaði var sagt frá því, að brotizt hefði verið inn i kii’kju í Keflavík og stolið samskotafé. Nú í vikunni, sem leið, var brotizt að næturlagi inn í katólsku kirkjuna í Reykja- vík. Ilafði spellvirkinn farið inn um kórdyr og sprengt upp tvær hurðir. þá hafði hann brotið upp „guðskistu" kirkjunnar, en í Harðfitkverkun. I. Fyrsta verkefni fiskimála- nefndarinnar nýkjömu verður að úthluta verkunarleyfum og- ákveða hve mikið hver fram- leiðandi megi salta af fiski sínum. Nú um áramótin voru til 18000 smálestir af saltfiski í landinu, en það er 38% af þurfisksútflutningi okkar síð- astliðið ár. Þetta er all-ískyggilegt, því þó svipaðar birgðir hafi- oft veríð hér á landi áður um áramót, hefir markaðurinn færst mjög saman á Spáni og útlitið ekki gott í Portúgal og ítalíu. En saltfiskur tapar sér mjög við geymslu og og meg- um við því helzt ekki þurfa að halda nýju framleiðslunni aft- ur, því neyzlan er mest, þegar hún kemur á markaðinn. Annað verkefni fiskimála- nefndar er að gera ráðstafanir til þess, að gerðar séu tilraun- ir með nýjar veiðiaðferðir og útflutning á fiski með öðrum verkunaraðferðum en nú eru mest tíðkaðar. Þær verkunaraðferðir, sem koma til greina, eru naumast nema tvær: hraðfrysting og herzla. Um hraðfrystingu mun ég ekki tala hér, því margir munu hafa í höndum álit milliþinganefndar í sjáv- arútvegsmálum, en þar er prentað bréf mitt um hána. Við verðum að snúa okkur nú þegar að því að byggja upp skipulag til að koma hraðfryst- um fiski á markað, því sá markaður þarf fyrirhyggju eins og hjá þeim sem gróður- setur tré, sem ekki ber ávöxt um árabil. II. Til að leysa vandamál þessa árs og hinna * næstu, verðum við, að minni hygg’ju, að snúa okkur að herðingu fiskjarins. Fyrir rúmum tveimur árum ritaði ég ríkisstjórninni all- rækilegt bréf um nauðsyn þess að gera þá þegar tilraunir á ýmsum stöðum með herðingu á fiski til útflutnings. Þóttist ég þá sjá fram á að markaður okkar í Miðjarðarhafslönduh- um mundi heldur ganga til þurðar og væri okkur því nauðsyn á að kunna aðra verk- unaraðferð, er grípa mætti til. Norðmenn seldu árlega meira magn af harðfiski úr landi en svaraði öllum afla okkar. Væri því áreiðanlega meiri markað- ur fyrir harðfisk en okkur grunaði nú. Um verðlagið væri svipað að segja og um salt- fisksverðlagið, að það væri breytilegt, en þó teldu Norð- menn það svara kostnaði að herða. Salt væri þó dýrara hér en þar og fiskur að jafnaði ódýrari. Sjálfsagt væri að gera tilraunir um hvemig okkur reyndist harðfisksverkun Norð- manna og þyrfti því að fá nokkra athugula menn til að herða fisk, er héldu bækur er sýndu hagsvon af herðingunni og hvers þyrfti að gæta ef óþurkar gengju. Slíkt gæti síðarmeir sparað okkur stórfé, ef við þyrftum snögglega að grípa til þessarar verkunar í allstórum stíl. Því miður reyndist það svo, að markaðurinn hefir minnkað, en við> höfum ekki enn gert nauðsynlegustu undirbúnings- rannsóknir um tilkostnað af mannvirkjum, sem ef til vill þyrfti að láta gera, hve mikið fiskurinn rýi’naði, hver áhætta væri af óþurkum á hverjum stað og hvers bæri að gæta um verkunina. Slíkar tilraunir eru mjög ódýrar og hefðu jafnvel ekki þurft að kosta neitt. Nú fyrst á fiskimálanefnd að gera tilraunir um þessa verk- unaraðferð og aðrar, þegar komið er í allmikið óefni, ver- tíð að byrja, en útgerðarmenn og sjómenn geta ekki beðið eftir. þeim leiðbeiningum, sem fást að þeim loknum. Það er þó bót í máli, að hér suður með sjó og í Grindavík eru allmargir menn sem feng- ist hafa við verkun á harðfiski til útflutnings, því • sú verkun féll ekki niður fyr en 1908—9. Tel ég íslenzku verkunina að ýmsu leyti fullkomnari en norsku verkunina, en méð þein-i norsku mun hægt að ráða við meira magn og hún er vinnusparari. Auk þess eru neytendurnir vanir að fá fisk með norsku verkuninni, en ekki með þeirri íslenzku. Erlendis kunna menn naurn- ast að borða harðfisk hráan, heldur er hann allur bleyttur upp í þrjá daga og síðan soð- inn. Hefi ég borðað hann á Spáni og finnst hann svipaður signum fiski á bragðið. Hafa menn vanizt honurn mjög vel og hefir því ekki dregið úr eft- irspuminni þó verðið hafi hækkað til muna sum árin. III. Norski harðfiskurinn er tvennskonar: bútungur og rá- skertur fiskur. Því miður héfi ég' hvoruga verkunina séð, en vil þó lýsa þeim, samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefi getað aflað mér. Bútungurinn er afhöfðaður og# kviðristur, en ekki skorið fram úr kverkinni, síðan er tekið innan úr honum, en svarta himnan og sundmaginn látið vera í honum. Fiskurinn er þá skolaður lítið eitt úr sjó, spyrtur við annan fisk og þeir hengdir upp í trönur. Norð- menn kalla þær trönur hjell og hefi ég því kallað þær hjalla. Þetta nafn getur þó valdið misskilningi, því við er- um vanir að hugsa um fisk- hjalla með þaki og’ rimlaveggj- um. Þessar trönur eru mjög einfaldar. Búkkar eru settir upp með 10—12 stikna mllli- bili og tvær grannar grenispír- ur lagðar milli þeirra. Lengd grenitrjánna ræður fjarlægð- inni milli búkkanna. Á milli þeirra eru lagðar þverslár úr grenibútum, 2—4 þumlunga gildum, og er spyrðan hengd á þá, og reynt að varast að fisk- urinn snertist nema sem allra minnst. Eru þessir bútar venjulega 3—4 metrar á lengd. Er fiskurinn fer að þoma, er hann færður saman á þessum þverslám og þær einnig þéttar sarnan, svo að þær notist sem bezt. Trjáviður sá sem Norð- menn nota, er að langmestu ' leyti keyptur frá Rússlandi, því þeir tíma ekki að höggva sinn unga skóg. Yerður trjá- viðurinn okkur því mjög lítið dýrari en þeim. Börkurinn er á trjánum, því bæði ver hann fúa, og einnig slepjar fiskur- inn minna, er hann liggur að berki, en að viðnum. Veðráttan í Lófoten og Finn- inörku er talin vera svipuð og hér sunnanlands og sízt betri í Lófoten en hér. Aðaláhættan er sú, að fiskurinn fari að úldna, ef langvarandi óþurkar ganga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.