Tíminn - 20.02.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1935, Blaðsíða 2
26 T 1 M I N N Fundirnir í Rangárþingi Einróma ánægja yfir skipulagslögunum um af- urðasöluna og framkvæmd þeirra. — Tveir fjöl- mennir fundir bænda, annar með 70—80 bænda og hinn með ca. 300 kjósenda I héraðinu samþykkja einróma, að lýsa ánægju sinni yfir því sem gert hefir verið í þessum málum og víta tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til að spilla fyrir fram- kvæmd þeirra. I. Bændafundir. Fundahöldin í Rangárvalla- sýslu undanfarið hafa leitt það greinilega í ljós, að bænda- stéttin fylgir með áhuga átök- um þeim, sem nú standa um afurðasölu þeirra. Er þeim vel ljóst um hvað baráttan stend- ur. Undanfarið hafa verið haldn- ir þar nokkrir almennir fundir, og er einsdæmi um þetta leyti árs, hve vel þeir hafa verið sóttir. — Á síðasta fundinum- á Stórólfshvoli var fjölmenni eins og þegar mest er að sum- arlagi, og er þó allur fjöldi yngra fólksins, og margt bænd- anna einnig, farinn til vers. Á öllum fundunum hafa af- urðasölumálin verið rædd meira og minna. Er augljóst, að það eru þau, sem nú eru að þoka bændastéttinni saman, og opná augu hennar fyrir því hve mik- ið tjón hún er búin að bíða undanfarið við að láta blekkj- ast af blíðmælgi og fleðulátum stóreigna- og hátekjumanna- flokkanna í kaupstöðum lands- ins. Mannanna, sem! hugsa mest um, og hafa mestan hag af því að milliliðastéttin sé sem fjölmennust og græði sem mest, og horfa á það með vel- þóknun þó að framleiðendur sveitanna fái ekki nema þriðj- ung af verði vöru sinnar í sinn vasa og sé að blæða út fjár- hagslega. Því er heldur ekki að neita, að íhaldið og „samfylkingin“ hefir hjálpað mjög til að skerpa þennan skilning bændanna með fjandskap sínum og fíflskulát- um í garð þessara fram- kvæmda. Fundurinn á Strönd 21. janúar. Þessi fundur var boðaður til að kjósa fulltrúa á landsfund bænda, sem á að hefjast hér næstu daga. — Var hann boð- aður í aðalhreiðri íhaldsmanna í sýslunni og auk þess smöluðu þeir rækilega annarsstaðar að. Með hinum fáu „sveitakom- múnistum" sem til eru í sýsl- unni, voru þeir þama í ofur- litlum meirahluta og notuðu hann óspart til að sýna, að trúboð Knúts Arngrímssonar, um ofbeldi og skoðanakúgun, fyrir kosninguna í vor, hafði fallið hjá þeim í frjóa jörð. — Var fundurinn allur með þeim endemum, að engin dæmi munu slíks. Fyrst samþykkti „sam- fylking“ þessi, með þá nafn- ana, Guðmund á Stóra-Hofi og Guðmund Erlendsson á Núpi í fararbroddi, að þeir skyldu kjósa fulltrúa fyrir Búnaðar- samband sýslunnar, auk þeirra 2ja, sem fundurinn var boðaður til að kjósa. — Síðan báru þeir fram lista með 4 mönn- um, neituðu samkomulagi um tilnefningu maxmanna við minnahlutann, sem var nær helmingur fundarins, — ekki einn máttu þeir fá. (Árinu áð- ur, þegar Framsóknarmenn voru í meirahluta á sama stað, buðu þeir samkomulag og fengu hvor sína 2 fulltrúa). Það var neitað hlutfallskosn- ingu, neitað að láta kjósa um nema þá 4, sem þeir tilnefndu, og hnefarnir reiddir framan í þá, sem voguðu sér að mæla gegn ofbeldinu. Hinum gætnari mönnum 1- haldsins ofbauð og 2 af 3 fundarboðendum boðuðu þegar til nýs fundar til að kjósa þá fulltrúa, sem þessum fundi hafði verið ætlað að kjósa, en sem reyndist honum ofraun að gera. Fundurinn á Stórólfs- hvoli 7. febrúar. Þessi fundur var haldinn að Stórólfshvoli hinn 7. febrúar og var fjölsóttur, 70—80 bændur úr öllum hreppum sýsl- ; unnar nema tveim. Fór hann fram hið bezta og voru kosn- ; ir fulltrúar á landsfundinn, S eins og boðað hafði verið. i Einnig ræddu bændumir af- urðasölumálin og samþykktu með samhljóða atkvæðum, að þakka ríkisstjóminni fyrir að gerðir hennar í þessum málum, og víta framkomu og æsingar íhalds og kommúnista um þau. Einnig lýsti fundurinn ein- dregnu trausti sínu á meira- hluta mjólkursölunefndarinnar. Létu bændur, sem fundinn sóttu, á sér skilja, að þeir myndu hafa vakandi auga á þessum framkvæmdum og fylgja því eftir, að engum yrði liðið óátalið, hvorki innanhér- aðs eða utan, að ala á rógi og tortryggni í garð þessara mála, meðan þeim væri mest hætta búin, í byrjun framkvæmdar- innar, þar til árangur færi að koma í ljós. Þessi ásetningur var heldur ekki orðin ein. II. Þingmálafundir. Þingmenn kjördæmisins, bankastjóramir úr Reykjavík, fóru nú eitthvað að rumska, er þeir heyrðu um þennan hug bændanna. Hertu þeir sig nú upp og skriðu úr híði sínu til að vita hvort eigi myndi kleift að slökkva áhuga bændanna um þessi mál, og reyna að tor- tryggja þau í augum þeirra. Til þess átti að reyna að beina hugunum að gömlum flokkarig og fjármála-„snilld“ íhalds- manna. Boðuðu þeir 2 fundi. annan á Ægisíðu og hinn á Stórólfshvoli. Gátu þeir þá not- að íhaldssömustu sveitina, Rangárvellina, á báða fundina. I aðrar sveitir voguðu þeir bér ekki. Fundurinn á Ægisíðu 9. febrúar. Á þessum stað eru ílialds- menn vanir að vera alltaf í meirahluta. Þegar fundur byrj- aði, voru komnir um 50 bændur úr næstu sveitum. Var þá sjá- anlegt, að Framsóknarmenn voru þama í meira hluta, enda báru þingmennimir sig svo illa um vanmátt sinn og at- hafnaleysi fyrir hag héraðsins, að engu var líkara en þeir væru að leita eftir vorkunnsenu hjá fundamiönnum. Enda mun ekki laust við, að sumir fundar- manna hafi kennt í brjósti um þá. En meðan þessu fór fram, höfðu þeir sent til næstu bæja, safnað þaðan konum og ung- lingum, eftir því, sem til vannst, cg þóttust nú mega fara að tefla djarfara. Kallaði nú fund- arstjóri eftir tillögunum, sem áður höfðu verið útbúnar, og piltur einn úr liði „sveitakom- múnista“ látinn lesa þær upp. Var það þakklæti til þing- manna, ávítur til ríkisstjómar og tortryggni í garð afurða- sölumálanna. Var þetta sam- þykkt með 10 atkv. mun, — atkvæðum unglinga og íhalds- kvenna af næstu bæjum. Fundurinn á Stórólfs- hvoli 10. febr. Næsta dag var fundur á Stórólfshvoli. Hafa Ihaldsmenn \enjulega haft þar mikið um sig tmdanfarið, enda stóð nú mikið til. Urðu menn jafnvel varir við smala frá þeim um nóttina á undan. Þegar leið að íundartíma, sást líka brátt mannaferð um héraðið. Fund- arhúsið varð fljótt troðfullt, og þegar leið á fundinn, varð margt að hafaot við uti. Mun ];ama hafa verið, þegar flest var, um 300 manns. Þingmennirnir byrjuðu með því að tala upp undir klst. hvor. Snérust allar ræður þeirra um það, að deila á þing- meirahlutann og ríkisstjórnina fyrir afgreiðslu fjárlaganna og narta í afurðasölulögin og framkvæmd þeirra. Öll afrek, sem þeir töldu fram fyrir hér- aðið frá þeirra hendi, var það, að P. M. hefði komið nokkrum hangikjötsskrokkum undan kjötsölulögunum (sem raunar var þó ekki hans afrek). Of- bauð fundarmönnum aumingja- háttur og illgimi frásagnar þeirra. Sýndu fulltrúar Fram- sóknarmanna, sem þarna töl- u.ðu, þeir Helgi Jónasson iækn- ir, sr. Sveinbjörn Högnason og Ágúst Einarsson kaupfélags- stjóri, fram á, hve mikið á- byrgðar- og skeytingarleysi um hag bændanna lýsti sér í um- ræðum þingmannanna, þegar verið væri að ráða fram úr mestu vandamálum bændanna og hve mjög væri rangt frá skýrt og vísvitandi rangfært flest af því, sem þeir höfðu fram að bera. Voru umræður hinar hörðustu á köflum.' Loks létu íhaldsmenn bera fram hinar sömu tillögui og daginn áður á Ægisíðu. Bar þá sr. Sveinbjöm fram tillögu í afurðasölumálinu, sem umræð- ur höfðu aðallega leiðst að. Kvað húu hispurslaust og hreint á um það, sem að ,þess- um málum snýr: Að þakka rík- isstjórninni fyrir aðgerðir hennar í þeim, að víta íhald og kommúnista fyrir framkomu þeirra og átelja blöð þeirra fyrir ábyrgðarleysi og illvilja til málanna. Brá íhaldsmönnum heldur illa við, því að sam- tímis gerðist það tvennt, að einn af áhrifamönnum íhalds- ins lýsti sig samþykkan tillög- unni með ofurlítilli breytingu og um 30 Þykkbæingar, sem allir eru einhuga í þessum mál- um, bættust við á fundinn. Sáu nú íhaldsmenn sitt ó- vænna. Nú þýddi ekki að beita hnefunum, ekki heldur að sýna hlutdrægni í fundarsköp- um. Þeir höfðu misst tök á fundinum. Komu þá foringjar þeirra að biðjast sátta. Vildu þeir aðeins fá mildara orðalag á tillögu sr. Sveinbjamar og kváðu sig þá fúsa að fylgja henni, því að þeir voru búnir að finna inn á, að allir bændur þama voru henni sammála í hjarta sér. — Og þar sem Framsóknarmenn leggja það aldrei í vana sinn, að fara harkalega að sigruðum mönn- um, datt þeim eigi í hug að fylgja fordæmi íhaldsmana frá Strönd. Þeim var leyft að milda tillöguna. Lýsa ánægju yfir því, sem gert hefir verið í af- urðasölumálinu og víta þær tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið til að spilla fyrir árangri þeirra. — En þeim var settur sá kostur, að afturkalla allar sínar tillögur, sem þeir höfðu borið fram og gengu þeir fús- lega að því. Átu þeir þar með ofan í sig samþykktir kvenn- anna og unglinganna frá Ægi- síðu. Síðan samþykkti fundurinn allur, án mótatkvæða, tillögu sr. Sveinbjamar, eins og í- haldsmönnum hafði verið leyft að milda hana. Þó bætti sr. Sveinbjörn aftan við hana, ávítum á hendur þeim, sem gerst liefðu sekir um að spilla þessum málum, og segir „Vís- ir“, að það hafi hann gert af áhuga fyrir að skamma sjálfan sig!! Það, sem fundirnir benda til. Aldrei hefir komið jafn ber- lega í ljós, hve fylgi íhaldsins er hraðminnkandi í Rangár vallasýslu. Óttinn og ofstopinn hjá tryggustu og trúustu srnöl- unum, er líka ótvírætt veik- leikamerld. Óttinn þegar þeir verða í minnahluta, og ofstop- inn og ofbeldið þegar þeir mega sín betur. Áhuginn er almennur í sýsl- unni fyrir umbótunum, sem verið er að gera, og það leynir sér ekki, að jafnvel þeir, sem eklci sjá annað en róg og níð í ísafold um þær og hina fram- kvæmdasömu stjórn, þeir- hugsa gott til þeirra og styðja þær eftir megni. Það má telja alveg víst, enda munu Pétur Magnússon og Jón Ólafsson hafa litið svo á, er þeir snéru heimleiðis, að Reykjavíkur-íhaldið sé' fyrir fullt og allt búið að drepa af sér það traust og fylgi, sem það hefir náð með blekkingum í Rangárþingi. Og muni það aldrei verða endurreist, hvorki með loforðamildum bankastjór- um, trosi né saltfiski, mis- jafnlega höldnum atvinnulof- orðurn né öðrum tálvonum. Allt verður það að engu þegar bændurnir nú hafa séð, að hugurinn er rotinn og spilltur í þeirra garð, sem]að bald þessu öllu stendur. Morgunblaðið segir að Lands- fundur bænda sé .skrípasamkoma. Á fundinum eiga sæti fast. að liÁlfu öðru hundraði — langflest bændur — kjörinna fulltrúa. úr flestum héruðum laiidsihs. Örfáir menn úr Reykjavík fara með um- boð úr fjarliggjandi héruðum á fundinum. — Sárríar- Mbl'.-, að menn í fjarlægð, sem ekki' hafa aðstöðu tii að senda fulttrúíú að heiman, skuli bera það traust til manna hér, að fela þeim að mæta fyrir sig. Hvemig skyldi svo frá- sögnin verða í Isafold? . . „Handjárnin" á Búnaðarfélagi Isiands Á yfirstandandi fjárlögum er fjárveiting til Búnaðarfél. Is- lands 200,000 kr. En hún er bundin þrem skilyrðum: 1. Að landbúnaðarráðherra samþykki fjármálaáætlun félagsins. 2. Að búnaðarmálastjóri sé ekki nema einn. 3. Að landbúnað- arráðherra samþykki þennan búnaðarmálast j óra. Eitt af þessum skilyrðum er gamalt, hefir verið á fjárlög- um Þorsteins Briem. Tvö þau síðari eru ný. Þau eru úrræði, sem miða að því, að lækna sjúkdóm, sem Búnaðarfél. ísi. hefir þjáðst af síðan 1923. Skilyrðið um eftirlit með fjármálum félagsins er í einu eðlilegt og mjög áhrifamikið. Búnaðarfélagið hefir að kalla má engar tekjur nema fjárveit- ingar Alþingis. Og 200 þús. kr. á ári er mikil upphæð. Al- þingi ætlast til með þessu skil- yrði, að eftirlit ráðherrans nægi til að hafa heilsusamlegt aðhald að félagsstjórninni. En ekki verður því neitað, að þetta skilyrði er „hand- jám“ svo sterkt, að félagið getur hvenær sem er, orðið að sætta sig við gagnrýni og bann á framkvæmdum og eyðslu, sem ríkisstjómin vill ekki sam- þykkja. Viðbótarskilyrðin um búnað- armálastjórann, eru eins og barnaleikur í samanburði við liandjám þau, sem Þorsteinn Briem skildi eftir á félaginu. Fyrsta skilyrðið gerir ríkis- stjóminni kleift að hafa úr- skurðarvald um hvert þýðing- armikið málefni félagsins, þar á meðal hver er búnaðarmála- stjóri. Af þessum inngangi er það ljóst, að allt skraf Þorsteins Briem og félaga hans um „handjárn" á Búnaðarfél. Is- lands, er, ef nokkuð á að marka, ásökun á þá sjálfa. Bætist þó þar við ærið margt fleira, sem sannar ótvírætt, að núverandi landsstjórn er að bjarga Búnaðarfél. íslands úr neyðarástandi, sem það hefir haldið í um alllangt árabil, fyr- ir atbeina og aðgerðir íhalds- manna og varaliðs þess. Skal nú vikið að því, hversu íhaldið lagði Búnaðarféíag íslands í fjötra. Eftir að Tr. Þ. tók við rit- stjóm Tímans árið 1918, lét hann sér mjög umhugað að efla fjárráð Búnaðarfélagsins. Skrifaði hann margar greinar í blaðið og átti mikinn þátt í að félagið fékk með ári hverju meiri framlög fyrir atbeina Framsóknarmanna. Eftir því sem áhrif Tr. Þ. í flokknum fóru vaxandi, varð Búnaðar- félag íslands meðal þeirra mála, sem hann skifti sér af og háfði forgöngu um er flokkurinn studdi að fram- kvæmdum félaginu í hag. Hallgrímur Kristinsson var kosinn í stjóm Búnaðarfélags- ins og Sigurður Sigurðsson varð forráðamaður þess. Þess- ir tveir menn undirbjuggu jarðræktarlögin og tóku á því máli með miklum stórhug. Hall- grímur andaðist meðan stóð á undirbúningnum, en hafði þá, meir en nokkur annar maður, sett mót sitt á þessa lagagerð. Frv. kom inn á Alþingi 1923, og var samþykkt þar mótstöðu- lítið á yfirborðinu. En á því þingi var gerð sú mikla breyt- ing, að Búnaðarfél. íslands var með landslögum svift frelsi sínu, um leið og bændur fengu j arðræktarstyrkinn. Sigurður búnaðarmálastjóri sagði þessa sorgarsögu á al- inennum bændafundi að Flúðum í Hrunamannahreppi. Hann við- urkenndi, að Þórarinn á Hjaltabakka hefði gert þá kröfu til félagsins, að ef það fengi til umráða jarðabóta- styrkinn, þá yrði Alþingi að velja tvo af þremur stjómar- mönnum þess. Sigurður viður- kenndi að í þessum aðgerðum hefði komið fram tortryggni gagnvart sér. Þórarinn og vin- ir hans hefðu ekki trúað sér fyrir miklu. Þess vegna hefðu þeir tekið stjóm félagsins úr höndum bændanna og fengið hana í hendur tveimur stærstu flokkum þingsins. Sigurður fann vel, að íhaldið var með þessu að klippa flug- fjaðrir hans. Hann vissi, að þetta var persónuleg og almenn árás á hann sem mann og bún- aðarmálaforkólf. En vegna bændanna sagðist hann hafa gert þessa verzlun. Til þess að þeir fengju jarðabótastyrk- inn árinu fyr samþykkti hann að frelsið væri tekið af Bún- aðarfélagi Islands. Þessi verzlun milli Þórarins og Sigurðar Sigurðssonar gerðist bak við tjöldin. Ekkert neyðaróp heyrðist frá Búnaðar- félaginu. Engin ósk kom frá því til Framsóknarflokksins um að hjálpa því gegn íhaldinu. Sá maður í flokknum, sem! sér- staklega hafði þá forustu um jarðræktarmálin, Tryggvi Þór. hallsson, hreyfði hvorki legg né lið. Árásir Þorsteins Briem á mig fyrir að hafa ekki verið á verði og risið móti sókn Þór- arins á Hjaltabakka, er þess- vegna ærið bamaleg. Foringi Búnaðarfélagsins, Sigurður Sigurðsson, gerði samninginn við Þórarinn og lið hans bak við tjöldin. Og sá maður í flokki Framsóknarmanna, sem átti að hafa forustu um þessa hlið búnaðarmálanna, hreyfði ekki legg eða lið. Búnaðarfé- lagið var þá frjáls stofnun. Leiðtogar þessarar stofnunar verzluðu við höfuðandstæðinga bændastéttarinnar um frelsi og sjálfstæði félagsins fyrir fé til handa þeim, sem vinna jarða- bætur. Ef eitthvert félag og forkólfar þess verzla sjálfir með frelsi og sjálfstæði sitt, þá verður þar við að sitja. Stofn- un, sem selur frumburðarrétt sinn fyrir peninga, verður að búast við að það taki nokkur ár, að endurheimta frelsið. Verzlun Sigurðar Sigurðssonar og Þórarins varð að veruleika, Alþingi tók við stjórn Búnað- arfélagsins. Tr. Þ. varð um- boðsmaður Framsóknarflokks- ins í stjóm félagsins, en Magn- ús á Blikastöðum fyrir ihaldið. Fyrstu missirin bar ekld til tíðinda. En eftir skamma stund var friðurinn úti. Þá kom upp hið svonefnda áburð- armál. Sigurður búnaðarmála- stjóri hafði ýtt undir kaup- mann einn í Reykjavík að verzla með tilbúinn áburð, og selja bændum. Magnús á Blika- stöðum og Jón bróðir hans voru svarnir óvinir Sigurðar, af því þeir kunnu illa við bjart- sýni hans og sveitamannafjör. En Tr. Þ. studdi Sigurð móti Magnúsi og íhaldsliðinu. En er hér var komið, kom upp sá kvittur í Búnaðarfélagiríu, að Sigurður hefði persónulegan hagnað af áburðarsolunni, að hann skattlegði bændur í sambandi við þessa verzlun. Mag-nús trúði þessu afarvel, og Tr. Þ. kom að mjög verulegu leyti yfir á hans band. Nú hófst afargrimm styrjöld í Búnaðarfélaginu um heiður og völd og embætti Sigurðar Sig- urðssonar. Miklar rannsóknir voru gerðar á Búnaðarþingi um þetta mál. En allt í einu1 datt Ijotninn úr sókninni á hendur Sigurði Sigurðssyni. En á hann voru lögð handjárn. Hann var sviftur valdi yfir hálfu félag- inu. Annar maður var settur yfir bókhald og fjárgæzlu!. Sigurður átti að vinna í félag- inu — en í fjötrum. Og fjötr- ana lögðu á hann þeir tveir menn, sem Alþingi kaus. Sigurð Sigurðsson, hinn mikla búnað- arfrömuð, en hinn skammsýna stjórnmálamann, hafði ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.