Tíminn - 20.02.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.02.1935, Blaðsíða 4
28 T 1 M I N N Mjólkurverðið og mjólkurlögin Framh. aí 1. aíðu. inni. Og sú skipun varð að fá lögvemd til hess að ná tilgangi sínum. Það var þetta er vakti fyrir Framsóknarflokknun’., er hann tók afurðasölumál bændanna upp í málefnasamninginn við Alþýðuflokkinn í sambandi við stjórnarmyndunina síðastliðið sumar. Og einmitt þessi skilningur á málinu kom skýrt fram í út- varpsumræðu Jóns Baldvins- sonar form. Alþýðuflokksins nýskeð í umræðum um mjólk- urmálið. Enda var þess að vænta af honum, að hann skildi nauðsyn þess, að vérkumenn sveifanna, — bændurnir —, fengju viður- kenndan sinn kauptaxta, er tryggði þeim eitthvert lágr.'.ark þeirra lífsgæða, er aðrar stétt- ir þjóðfélagsins ýmist kvefjast eða hafa. Annars hlyti að því að koma, að þeir, nauðugir viljugir, yfirgæfu bú sín í hóp- um og flykktust til kaupstað- anna ofan á þá erfiðleika og atvinnuleysi, sem þar er þó fyrir. Af því sem að framan er sagt, verður það ljóst, að það sem fyrst og fremst vakti fyrir öllum þeim, sem gengust fyr- ir afurðasölulögunum, voru hagsmunir og sjónarmið bænd- anna, og það eru þeir, sem fyrst og fremst ber að taka til- lit til við framkvæmd laganna. Hitt er annað mái og um það eru flestir sammála, að sjálf- sagt sé að vinna að hagsbótum þeirra þannig, að sem minnst komi niður á neytendum og unnt er, og snúa sér fyrst og, fremst að því, að lækka sölu- og dreifingarkostnaðinn svo sem verða má. Og einmitt í því á lausn þessa máls að vera fólgin. En það verða allir að gjöra sér ljóst, að hver sú niðurstaða máls þessa sem ekki tryggir bændunum viðunandi afkomu, er engin lausn. B. Ásg. ■ Nýiu Rósarsápa, Möadlusápa. Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlend- ar sápur. Biðjið um Sjafnar handsápur. Fóðurbætír Beztí föðurbætirinn er S.I.S. - Fóduxfblanda. Samband ísi. samvinnuíéiaga Síml 1080. Tilkynning Smásöluverð frá GJaldeyris- og innflutningsnefnd. \ f Þeir Islendingar, sem stunda nám í öðmm löndum, eða aðstandendur þeirra, eru beðnir að veita nefndinni upplýsingar um eftirfarandi atriði: 1. Nöfn námsmanna og hverjar náms- greinar þeirra eru. 2. Hve mikið fó þeir þurfa að fá „yfir- færtu á yfirstandandi ári til greiðslu á náms- og dvalarkostnaði. Upplýsingar þessar sendist nefndinni fyrir 15. marz næstkomandi. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. RETEID J. GRUNO’S ágæta holienzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAQ koatar kr. 0,90 Vso kZ- FEINRIECHENDER SHÁG — — 0,95- Fæst í öllum verzlunum Hesfamenn Höfum til fóðurhafra á smávindlum má ekki vera hærra en hér segir: Danitas 10 stk. pakkinn kr, 2,16 Perla 10 — — — 1,20 Mignon 10 — — — 1,40 Geysir 10 — — — 1,65 Sonora 10 — . — — 1,70 Phönix 10 — — _ 1,25 London 10 — — — 1,80 Bristol 10 — — — 1,65 Edinburgh 10 — — — 1,45 Mocca 10 — — — 1,60 Pepitana 10 — — — 2,20 Morgan 10 — — _ 1,95 Laudabilis, cerut 10 — — — 2,15 London Docks 10 — — - 2,35 Million 10 — — — 2,50 Collegio 10 — — _ 2,25 Golf 3 — — — 0,60 Danitas 100 — — — 21,60 Do. 50 — — — 10,80 Copelin 50 — — - 6,60 Patti cerut 50 — — — 12,30 Phönix . 50 — — — 6,25 Sirena 50 — — — 10,50 Salon loo — — — 15,30 Laudabilis, cerut loo — — — 21,5o Roosevelt 5o — — - 9,5o Pepitana 5o — — — 11,00 Morgan 50 — — — 9,6o Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má álagning í smásölu vera 3°/0 hærri vegna flutningskostnaðar. Athygli skal vakin á þvi að hærri álagning á smávindla í smásölu en að ofan segir er brct á 9. gr. reglugerðar frá 29. des. 1931 um eínkasölu á tóbaki og varðar frá 20—20ooo króna sektum. Reykjavík, 8. febrúar, 1935. Tóbakseinkasala ríkisins. beztu tegund Samband isl. samvinnufélaga TRYGGINGU hafa menn fyrir að fá góðar vörur með góðu verði, með því að verzla við Kaupfélag Reykjavíkur. Kolaverzlun SIOTJRÐAH ÓLAFUSONAB Simn.: EOL. Reykjavik. Siml 1933 Prentsmiðjan Acta. in vildi fara að laga Búnaðar- félagið. Ég benti honum á dæmi hliðstætt þessu: Óstjóm hans á Reykjaskóla í Hrútafirði. Við Framsóknarmenn komum þeim skóla af stað. Þá gekk allt vel, skólinn blómgaðist, aðsókn var mikil og vaxandi tiltrú. En þá snerist Hannes, sem oddamað- ur í skólanefndinni, og myndaði meirihluta með tveimur íhalds- mönnum. Þá kom upp sundr- ung og deilur í skólanum. Góðir kennarar voru reknir og sví- virtir af „vinum“ Hannesar. Um leið og Hannes og íhald- ið tók við ráðum í skólanum, þvarr aðsókn og tiltrú. Ástand- ið varð eins og á heimili, þar sem mannskæð pest hefir geng- ið. Dómur þjóðarinnar var kveðinn upp yfir stjómarhæfi- leikum Hannesar og Eggerts Levy. í sumar gat Hannes lát- ið Þorstein Briem framlengja formennskuumboðið í þessari skólanefnd. En hann þorði það ekki. Hann vissi að skólinn myndi sökkva dýpra og dýpra í óáliti og vanrækslu og giftu- leysi hans sem forráðamanns koma enn gleggra í ljós. Hann- es gerði rétt. í að gefast upp. Skúli Guðmundsson kom í hans stað sem formaður. Um leið byrjaði sólin aftur að skína á skólann. Hann fylltist af nem- endum og friður ríkti í starf- inu. Skólinn er aftur að verða það, sem hann átti að vera: Glæsilegt heimili fyrir ung- menni úr þrem sýslum. Ég benti Hannesi þrívegis á þennan ófarnað hans, og að ástæðan hefði eingöngu verið sú, að hann og Levý voru of litlir fyrir sér til að gera vel það verk, sem þeir sóttust eft- ir að fá að vinna. Ég benti á, að vaxandi gengi skólans nú, eftir að Hannes og hans lið væri hætt að hafa þar afskipti. Muninn er að þakka því, að nú hafa hæfir menn tekið við af óhæfum, um stjóm og forráð skólans. Ég benti Hannesi á, að ná- kvæmlega sama sagan væri að gerast í Búnaðarfélagi Islands. „Vinir“ hans og stéttarbræður hefðu ráðið þar húsum. Sundr- ungin og giftuleysið hefir ver- ið engu minna en á Reykja- tanga. Reynslutíminn með fé- lagið væri orðinn nógu langur. Nú yrði að gera það sama í Búnaðarfélagi íslands og á Reykjum, að fá nægilega mik- ið af nýju lífslofti í stofnunina, koma þar á friði í stað sundr- ungar og tvídrægni. Tillaga fjárveitinganefndar væri miðuð við þetta. Hún væri lyfseðill byggður á mjög nákvæmri at- hugun á eðli sjúkdómsins. Hannes Jónsson fann að þetta var sök, sem hann var ekki maður til að hrekja. Þess- vegna þagði hann og verður að þegja, að sök snertir um þessi tvö mál, það sem hann á eftir ólifað. Nú er sagt, að tveir lágsigld- ustu undirráðamenn í varaliði íhaldsins, tveir frændur, sem ekki eiga sæti á búnaðarþingi, séu að reyna að fá ihina gömlu liðsmenn Sigurðar búnaðar- málastjóra til að krefjast þess, að hinn væntanlegi búnaðar- málastjóri leyfi sér ekki að hafa skoðun á landsmálum;. Þessi síðasta aðgerð þeirra frænda er mjög skemmtileg. Hræsni þurfti að bætast ofan á hinn andlega húsgangsbrag, sem hefir einkennt vinnubrögð þessara manna. Því hvað gerði „varalið" íhaldsins við Búnaðarfélag Is- lands síðastliðinn vetur? Það gerði Búnaðarfélagshúsið að höfuðvirki þeirra manna, sem reyndu að sundra bændum landsins. Afgreiðsla þeirrar út- gáfu af Mbl., sem þetta fólk stóð að var sett í þetta hús. Og nálega allir starfsmenn fé- lagsins voru gerðir að fram- bjóðendum. Tr. Þ. fór á Strand- ir. Magnús á Blikastöðum ætl- aði að koma sem kandidat í Vestur-Húnavatnssýslu, en féll við prófkjör fyrir dr. Bimi. Sig. Sigurðsson fór í Ámessýslu og sagðist vera „viss“. Pálmi Ein- arsson var settur í Skaftafells- sýslu, og svo sjálfsögð þótti barátta hans þar, að á fram- boðsfundi á Borðeyri, lýsti Tr. Þ. því grafalvarlega yfir, að hann væri nýlega búinn að eiga símtal við Reykjavík, sem sannaði að Pálmi væri „viss“. Ragnar Ásgeirsson var af þeim „bændum“ mjög hvattur til að vera sprengimaður í Rangár- þingi, en hann hafði næga stjómkænsku til að láta ekki renna sér ofan í vökina. Ás- geir L., sem verið hafði naz- isti af svörtustu tegund, var settur austur í Múlasýslu til að þjóna fhaldinú og fékk að laun- um1 30 atkvæði, og mun hafa þótt jafnræði um verðleika og viðurkenningu. Það skal að vísu; játað, að þessi frammistaða er brosleg. Það hlýtur að spilla fyrir stofn- un, að forráðamenn hennar geri hana fyrst að húsi sorgar og sundurlyndis eins og segja má um Búnaðarfélagið frá 1925— 1933, og síðan að breyta því í gamanleikjahús eins og gert var með framkomu íhaldsins og „varaliðsins" vorið 1934 í kosn- ingunum. Ég álít, ag ef áberandi hæfi- leikamenn starfa við Búnaðar- félag lslands, þá sé skaðlegt fyrir félagið og landið að vama þeim þingsetu af því að þeir séu starfsmenn við þá stofnun. En hitt er áreiðanlega gífurleg fjarstæða, sem1 íhaldið og vinir þess gerðu sig seka um í vor, að knýja áhuga- og þekkingar- lausa menn út í framboð, og nota að einhverju leyti til þess aðstöðu þeirra sem vinnuþiggj- enda í þágu búnaðarmála. Þannig er þá sorgarsaga Búnaðarfélags Islands frá 1923 —1935. Þórarinn á Hjalta- bakka og lið hans verður ekki beint ásakað fyrir framkomu sína, því að það er hlutverk íhaldsins að standa móti fram- förunum. Það var í anda íhalds- ins að leggja fjötra á Sigurð Sigurðsson 1923, þegar hann var með fulla starfsorku og hinn mesta áhuga. En Sigurði gengur til pólitískur vanmáttur er hann lætur lokka sig í gildru íhaldsins og framselur félagið. Síðan tekur Tr. Þ. við, og vegna deilunnar við Sigurð tek- ur hann aðstöðu, sem raunar hlaut að vera honum móti skapi að halda félaginu í „jámum“ íhaldsins. En vegna þessarar illkynjuðu deilu, þar sem hann lendir, í góðri trú, raunveru- lega við hlið Magnúsar á Blika- stöðum, missir hann marks, og geymir tækifærið að leysa fé- lagið úr læðingi íhaldsins, og hefja það til vegs og virðingar í augum landsmanna, handa eftirmanni sínum, núverandi þingmanni Strandamanna. Framsóknarflokkuriim er bú- inn að draga Reykjaskóla upp úr völcinni, þar sem íhaldið og vinir þess skildu við þá stofn- un. Nú er röðin komin að Bún- aðarfélagi íslands. I fimm1 ár mundi flokkur Framsóknar- manna hafa fylgt Tryggva Þór- hallssyni, ef hann hefði hvatt hann til að styðja sig við að bjarga félaginu. Sú ósk kom aldrei fram. En það mun ekki standa á hinum gömlu sam- herjum Tr. Þ. og núverandi stuðningsmönnum Hermanns Jónassonar, að höggva af Bún- aðarfélagi íslands alla óeðlilega fjötra, að komá þar á friði í stað ófriðar, vinna fyrir land og þjóð í stað þess peninga- freka iðjuleysis, seiri nokkuð hefir gætt þar, og rök hafa ver- ið leidd að áður í þessari grein. En leiðtogar íhaldsins og „vinir“ þess mega ekki vera mjög undrandi, þó að ráðlegg- ingar þeirra manna um búnað- armál verði ekki tekin sérlega alvarlega. Þeir hafa haft tæki- færi með Búnaðarfélagið og Reykjaskóla. Niðurstaðan er hin sama á báðum stöðun- um. Þörfin til að lækna gömul mein var hin sama um báðar þessar stofnanir. Og Fram- sóknarmenn munu ekki skorast undan því að leggja fram vinnu til að græða sár félagsins, jafn- vel þó að þau hafi verið opin síðan 1923. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.