Tíminn - 13.03.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.03.1935, Blaðsíða 3
T f M I N N 41 Kvennaskélinn i Beykfavik. Starfsár skólans er frá 1. október til 14. maí ár hvert. Inntökuskilyrði til 1. bekkjar er: Að umsækj- andi hafi lokið fullnaðarprófi úr 7, eða 8. bekk barna- skólanna í Reykjavík, eða hafi annan álíka undirbúning. Vegna margra fyrirspurna, sem skólanum hafa borist, er sú breyting gerð, að framvegis geti þeir umsækjend- ur, er þess óska, tekið inntökupróf að vorinu í þann bekk, sem þeir hafa búið sig undir. Þó geta námsmeyj- ar einnig, eins og að undanförnu, gengið undir ihntöku- próf að haustinu. Þar eð vorprófln hefjast 26. apríl n. k. verða skrifiegar umsóunir þeirra, sem þessu vilja sinna, að sendast sem fyrst til forstöðukonu skólans og láta þess getið í umsókninni, ef þær óska að fá heimavist í skól- anum næsta ár. Húsmæðradeild skðlans hetst einnig 1. október ár hvert og starfar í námsskeiðum. — Kennslukona deildarinnar er Q-uðbjörg Jónasdóttir frá Sauðárkróki, sem lokið hefir kenslukonupróti frá Ankerhus í Danmörku Ingibjörg H. Bjarnason. Ný framleið Reynið niðursoðna Kjötbúðinginn og þór munuð sannfærast um, að hann er Ijúffengur, hand- hægur og drjúgur. ■ Slátnríélag1 Suðurlands Jörðin Brú í Biskupstungum er laus til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefa: Þórður Kárason Stóra-Fljóti og Jóhannes Kárason, Grettisgötu 28 Reykjavík. sem þarf að nota á því land- svæði, alveg eins og sjómaður- inn hefir rétt til að stunda at- vinnu sína á hafinu. Mjólkur- lögin sem J. Þ. berst á móti, eru beinlínis sett til þess að skipuleggja atvinnulífið að þessu leyti, að tryggja bænd- um lífsuppeldi af starfi sínu við ræktun og framleiðslu. Og J. Þ. og hinar reiðu en gáfnatregu frúr, sem standa í mjólkurstyrjöldinni með hon- um, hafa ekki gáð að því, að mjólkurlögin hafa bjargað bændunum í Rvík frá yfirvof- andi hættu. Ef ekki hefði komist á skipulag það sem nú g'ildir um mjólkurmálin í Rvílc, er alveg víst að mjólkurstríð hefði verið dunið á og eigendur kúnna í lögsagmarumdæmi Rvíkur komnir í vandræði, sem orðið hefðu þeim minnisstæð. Ég vil skýra þetta með dæmi úr mjólkurmálasögu Ey- firðinga. Fyrir fáeinum árum var útsöluverð mjólkur á Akur- eyri 35 aurar á lítra. Bæjarbú- ar voru óðum að fjölga kúm sínum og með þessu verði á mjólkinni leit út fyrir að fram- leiðslan yrði svo arðvæn á landinu kring um bæinn, að þar yrði framleidd mest öll mjólk er neytt var í bænum. Eyfirskir bændur sögðu þá: Á hverju eigum við að lifa, ef bæjarmenn, sem starfa að verzlun, iðnaði og útveg, taka af okkur markaðinn fyrir okk- ar einu framleiðsluvöru ? Þeir sögðust eiga rétt á að selja landbúnaðarvörur, úr því þeir væru bændur. Og svo létu þeir mjólkurbú sitt á Akureyri setja mjólkina niður í 25 aura lítrann. Þetta hreyf. Löndin kring um Akureyri voru of dýr til þess að hægt væri að keppa við bændurna. Mjólkursalan og mjólkurframleiðslan lenti í höndum bænda, og með góðu skipulagi hafa þeir gert báðum gott, framleiðendum og neyt- endum. J. Þ. og lið hans getur af þessu dregið nytsaman lær- dóm. Landeigendur í Rvík segj- ast nú þurfa 32—35 aura fyr- ir lítrann. Bændur í Mosfells- sveit segjast þurfa 28 aura og bændur austanfjalls 20 aura. Braskið með lönd og lóðir í Rvílt og nágrenninu veldur því, að svo dýrt er að framleiða hér. En það hefir fólgna í sér Snérist einn fundarboðandinn, Eiríkur á Hesti, öndverður gegn sínu eigin frv. þegar hon- um var bent á, að samkoman yrði frjálslynd, eins og til var stofnað. Framsóknarmenn fóru hóflega með vald sitt á fundin- um. Þeir kusu í stjórn Lands- sambandsins og í fulltrúaráð þess úr öllum flokkum, en í- haldsmenn fundu því meira til angurs yfir framkomu sinni, þar sem þeir vissu að tilgang- urinn með fundarboðuninni var ag útiloka Framsóknarmenn eins og bezt sást á undirbúnings fundunum á Hvammstanga og á Strönd í Rangárþirigi. En Framsóknarmenn urðu samt í svo sterkum méirahluta, að þeir áttu allskostar við andstæðinga sína, en létu þá ekki gjalda þess, heldur buðu þeim þátt- töku í framtíðarstarfi fyrir heill sveitanna. Jón á Akri, Jón í Stóradal, sýslumennirnir Gísli og Þorsteinn, Eiríkur á Hesti og fleira stórmenni gengu' af fundi er þeir sáu að félagsskap- urinn myndi verða opinn fyrir öllum þeimi félagsskap, ungra manna og aldraðra, karla og kvenna, sem standa með mál- efnúm sveitanna. En í stað þeirra munu vafalaust aðrir komía, svo að sízt mun félags- hættu fyrir þá sem framleiða mjólk á þessu dýra landi. Ef J. Þ. sýnir sig í að byrja á ólánsfjósi sínu, í þvi skyni að eyðileggja bændur á Suður- landi, þá er enginn vafi á, að þeir fylgja dæmi eyfirzkra bændia. 1 áttamánuði ársins geta bændur austanfjalls sent þúsundir lítra daglega á mark- aðinn í Rvík. Og ef þeir eru að bjarga lífi sínu og atvinnu, þá myndu þeir áreiðanlega selja mjólkina því verði, að bæði J. Þ., Magnúsi á Blikastöðum og Thor Jensen færi að sortna fyrir augum. Einmitt þetta — mjólkur- stríðið sjálft — vofði yfir í haust setn leið. Samstarf Fram- sóknarmanna og Alþýðuflokks- ins um að skipuleggja mjólk- ursöluna, bjargaði bændum á dýru löndunum frá algerðri fjárhagslegri eyðileggingu. Og úr því stríði verður aldrei neitt, nema ef tilefni verður gefið til ófriðar af hálfu manna, sem vantar þumlung á vitsmuni og skilning á almenn- um málum, eins og á sér stað um manninn, sem fann upp hugmyndina um óláns fjós í- haldsins í Rvík. J. J. Fréttír Nýlátinn er Vigíús Bjarnason hreppstjóri i Dalsmynni vestra, 83 ára að aldri. Mannalát. Á Seyðisfirði eru ný- lega látin Sólveig Sigvaldadóttir 83 ára, Ólafía Blöndal 'öð ára, Einar Guðmundsson 81 árs og Guðmund- ur Jónasson 69 ára. Fiskaflinn á öllu landinu 1. þ. m. var 4.718 tonn miðað við þur- fisk. í fyrra á sama tíma var afl- inn 2,603 tonn. Ársskemmtun Reykjaskóla i Hrútafirði var haldin nú alveg nýlega. — Kennslukonum og námsmeyjum kvennaskólans á Blönduósi var boðið og tóku þær auðvitað boðinu. Báðir skólarnir eru fullskipaðir, á Reykjum em 35 nemendur og á Blönduósi 33 nem- endur. Framfaramál í Skagafirði. Unn- ið hefir verið með áhuga að und- irbúningi ýmissa framfaramáia byggðarlagsins austan Skagafjarð- ar og hafa Skipulagsnefnd atvinnu- mála verið sendar tillögur í nokkr- um undirstöðuatriðum. — Svein- björn Jónsson byggingarmeistari á Akureyri dvaldi á Hofsós nokkra skap þennan vanta liðsafla. Nú víkúr sögunni að fjármál- unum. Tekjuhallinn árið sem leið á deilduiú Þ. Briem og M. Guðm. varð nokkuð á 3. miljón króna. Sama var sagan undan- farandi ár. Þessir tveir dánu- menn höfðu hrúgað upp lausa- skuldum innan lands og utan. Eysteinn Jónsson hafði strax og hann tók við, risið á móti þessu skuldafargani og neitað að halda áfram sífelldum ríkis- ábyrgðum og lántökum erlend- is. En á hinn bóginn hvíldi skuldaflækja Þorst. og Magn- úsar eins og óveðursský yfir höfði stjórnar og þings. Ey- steinn Jónsson fékk Magnús- Sigurðsson til að fara utan upp úr áramótunum og freista að sameina hengingarvíxla M. G. og Þorsteins í föstu láni með betri kjörum. Þetta tókst, og var það bæði að þakka for- göngu Magnúsar Sigurðssonar og þeirri tiltrú, semj ísland naut eftir að það hafði losnað við hina ráðdeildarlausu stjóm íhaldsins og vina þess. Meðan verið var að vinna að því að festa lausu lánin erlend- is, tóku að berast ískyggilegar fréttir um markaðshorfur ls- lendinga á Italíu og Portúgal, og er þar allt enn i óviasu. Má daga í sl. mánuði tíl þe*s að leið- beina mönnum um hversu haga skyldi . tiilögum tii framkvæmda. Lei7.t honum mjög vel á skiiyrði til ýmsra.jnannvirkja. — Pálmi Ein- iirsson ráðunautur hefir nýlega mælt og kortlagt til ræktunar allt nágrenni Hofsóss. Jarðskjállta varð vart enn á ný 7. og 8. þ. m. í uppsveitum Borg- arfjarðar. Vitavarðarstaðan við vitana und- ir Svörtuloftum og á Öndverðar- nesi er auglýst laus til umsóknar. Innlend kartöfluframleiðsla. — Landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur frv. um sölu og innflutn- ing á kartöflum. Er innflutnings- nefnd hcimilt samkvæmt því, .ið takmaika, svo sem frekast þykir hægt eða fella algerlega niður inn- flutning á erlendum kartöflum, ef nægar birgðir eru til af innlend- um, markaðshæfum kartöflum. þó skal þess gætt, að þetta leiði ekki til óeðlilegrar verðhækkunai', miðað við verðlag undanfarinna þriggja ára á sama tíma. Fjallagrös frá íslandi. í vestan- biaðinu Heimskringlu 6. þ. m. stendur m. a. þessi klausa: „f skýrslum Ottawastjórnarinnar, sem út komu 26. jan. 1935, er þess get- ið, að Canada hafi keypt 3.000.000 punda af fjallagrösum frá fslandi é síðastliðnu ári (1934). — Fjalla- grösin eru notuð í brauðmat og til drykkjar. þau eru möluð og blönduð hveiti og þykja bæta bragð brauðsins. En þau eru einn- ig gerð eða hl.eypt og þannig not- uð í drykki. — Beizkjubragðið, sem aö grösunum er upprunalega, er burtu tekið með sodium, herm- ir fréttin". — Hvað segja Hag- stofuskýrslurnar um útflutning fjallagrasa árið 1934? Frá Flóabúinu. þann 23. f. m. var uðalíundur Mjóllcurbús Flóamanna haldinn að Skeggjastöðum f Hraun gerðishreppi. Mættir voru 17 deildarfulltrúar frá deildum bús- ins í Árness- og Rangárvallasýsl- um og auk þeirra um 110 aðrir meðlimir búsins. Gefin var skýrsla um starf búsins á árinu. AIls var á árinu flutt í búið 2,081,158 kg. af mjólk og félagsmönnum greitt fyrir hana alls kr. 352,373,86 og varð útborgað meðalverð á litra 17,72 aurar. Að fráteknum greiðsl- um búsins í stofnsjóð þess og vara- sjóð var yfirfært til næsta árs sem óráðstafað kr. 21,328,29. Einn af þeim íhaldsmönnum er þátt taka í „mjólkurverkfallinu", er Pétur Magnússon þingmaður Rangæinga og hefir hann minnk- að mjólkurkaup sin um meira en helming. Með Goðafossi síðast komu 2 Dieselvélabílar til Sturlaugs Jóns- sonar & Co. og eru það fyrstu vænta þar hinna miestú erfið- leika af því að Islendingar þurfa að selja þessum þjóðum mikið, en geta lítið keypt af þeim í staðinn. Undir þessum kringumstæð- um þótti Eysteini fjármálaráð- herra ógætilegt að lokið -yrði nú á útmánuðunum við fjárlög fyrir 1936. Enginn maður getur nú séð fyrir hversu fer um af- Ujrðasöluna. Ef ekki tekst að selja allan fiskinn og kjötið, verður að spara stórlega á fjár- lögunum, meii’a en nokkru sinni fyr, því að nú vill stjómin ?kki talca eyðslulán eins og ííTaldið og vinir þess. Samkvæmt þessari skoðun er nú ráðgert að fresta yfirstand- andi þingi þar til í sumar eða haust, að séð verður um afkomu atvinnuveganna. Nú eru komin fram fjölmörg og stór umbóta- mál. Þingið vinnur að þeim, lýkur sumum af en tekur til ó- spilltra málanna síðar á árinu með hin, sem verða að bíða. Ihaldið unir illa þeirri var- færni, sem ríkisstjómin sýnir í þessu, sem öðru. En athugul- um borgurum mun þykja stór- um betra, að nú situr að völd- um landsstjóm, sem gerir sitt ítrasta til að eyða ekki meira en aflað er. J. J. Dieselvélabílamir, sem til iandsins bafa flutzt. í námunda við strandstað Langa- ness hafa rekið tvö lík og nokkur hluti hins þriðja. Öll líkin voru flutt t.il þingeyrar og jarðsungin. Fiskbirgðimar. 1. þ. in. voru fiskbirgðirnar í landinu 19.221 tonn, miðað við verkaðan fisk. A sama tíma í fyrra voru birgð- irnar 7.348 tonn og 1933 voru þær 8.514 tonn. Nýlátnir eru tveir þingeyingar hér á Landspítalanum: Jón Jóns- son bóndi á Sigurðarstöðum i Bárðardal og unglingsstúlka, Helga að nafni, einkadóttir Bjöms liónda Sigtryggssonar á Brún. — Voru þau bæði nýkomin að norð- an til að leita sér heilsubótar. Skálda- og listamannastyrkur þessa ára hafa þedr hlotið, sem bér segir: María Markan söngkona, Sveinn Hannesson skáld, Soffía Guðiaugsdóttir leikkona, Eggert Laxdal listmálari, Elsa Sigfúss, söngkona, Finnur Jónsson, listmál- ari, Jóhannes Kjarval listmálari, Jón Thorarensen prestur, Magnús Ásgeirsson skóld og Jón þorleifs- son listmálari. Styrkurinn er 500 kr. til hvers. Af Smefellsnesi. Fólki fækkaði í öllurn sveitum í Nesþingapresta- kalli 1934. 1. janúar 1934 voru á Hellissandi 579 manns, en 31. des. 564. 1. jan. 1934 voru í Ólafsvík 456 manns, en 447 31. des. í Fróðár- hreppi voru 135 manns 1. jan. 1934, en 130 31. des. — þess má geta, að af 11 manns, sem dóu í Nesþinga- prestakalli 1934, var enginn karl- maður, og hefir það ekki komið fyrir i öll þau ór, sem bælcur, liggjandi við prestakallið, sýna, en þær eru frá 1897. Gjafamjólkin. Ragnhildur í Há- teigi hafði látið það boð út ganga, að hún gæfi alla sína mjólk með- un ó mjólkurverkfallinu stæði. — Kona ein hringdi til hennar og spurðist fyrir, hvenær hún mætti koma með ílát undir mjólk- ina. Hún fékk það svar að mjólkin væri ekki afhent í ílátum, en kon- an mætti koma og drekka mjólk lijá sér. þá kvaðst konan hafa 3 bam og eitt gamalmenni. „þá væri að koma með það allt“, sagði röddin á Háteigii! Dósamjólk og súpur úr flsksoði. Morgunblaðið gefur undir dul- nefninu „húsmóðir" ráðleggingar um það í gær, hvernig komast megi af án nýmjólkurkaupa. Ráð- leggur blaðið að notuð verði dósa- mjólk og búnar til súpur úr fisk- soði! Segist það ætla ab halda slíkum uppskriftum áfram. Mun enginn letja blaðið þeirri starf- semi, því fæstir taka mikið mark á hótunum þessum og rógs- Yerðgildismál Höfuðatvinuveg'ir Islendinga eru landbúnaður og fiskveið- ar, svo sem verið hefir frá önd- verðu. Auk þess hefir skapast nokkur iðnaður á síðari árum, en telja má að iðnaðarvörur framleiddar hér, séui nær ein- göngu til notkunar innanlands, og gætir þessa atvinnureksturs því ekki í útflutningi lands- manna. Þau verðmæti, sem þjóðin hefir til að verzla með við önnur lönd, eru því ein- göngu sjávarafurðir og land- búnaðarvörur. Fyrir þessi verð- mæti kaupa Islendingar allar þær vörur, sem þeir flytja til landsins, og með þeim verð- mætum eru greiddir vextir og afborganir af skuldum við aðr- ar þjóðir. Af þessu er ljóst, að fjár- hagsleg velferð landsmanna byggist eingöngu á öflun þess- ara gæða úr skauti náttúrunn- ar og á því, að sala þeirra í öðrum löndum takist svo vel að andvirði framleiðsluvaranna hrökkvi fyrir nauðsynlegum gveiðslum til annara þjóða. Til þess að greiða fyrir við- skiptum innanlands, eru notað- ar ávísanir eða verðmælir, sem iöju, en hinsvegar gott að það op- inberi sem greinilegast illvilja sinn nefnast peningar. Peningamir eru verðlausir í sjálfu sér, en eru aðeins ávísanir á verð- mæta hluti. Verðmætin eru) fólgin í framleiðsluvörunum, sem, eins og áður er fram tek- ið, eru sá eini gjaldeyrir, sem þjóðin hefir í viðskiptunum við önnur lönd. Á síðari árum hefir kaup- máttur peninganna sífellt tekið breytingum, niiðað við verð framleiðsluvaranna, og hefir það valdið miklum glundroða í öllu viðskiptalífi. Þessar breyt- ingar hafa sérstaklega verið framleiðendum óhagstæðar að undanfömu, þar sem verð framleiðslunnar hefir farið lækkandi móts við verðgildi peninganna. Af þeim sökum hafa tekjur þeirra manna, sem starfa að framleiðslustörfum, farið lækkandi, meðan tekjur fastlaunaðra manna hafa hald- izt óbreyttar. Það hefir því á- þreifanlega komið í ljós, að bændur, sjómenn og aðrir verkamenn, sem vinna að fram- leiðslu þeirra vara, sem! fjár- hagsafkoma landsmanna bygg- ist á, búa við minnst öryggi um efnahagslega afkomu í þjóðfélaginu. Launamenn krefj- ast fastákveðinna tekna fyrir sín störf, og miða kröfurnar til bændastéttarinnar, svo þeir fá sýn, sem ekki hafa séð hann áður. við það, sem þeir telja sig þurfa til að framfleyta sér og sínum. Þeir fá þessi ákveðnu laun greidd gieð skilum, án til- lits til þess hvernig þeim mönnum vegnar, sem verðmæt- in skapa. Það misrétti um fjár- hagslegt öryggi, sem hér kem- ur fram, stafar af því, að kaup- máttur íslenzkra peninga er á- kveðinn eftir verði erlendrar myntar á hverjum1 tíma, í stað þess að hann ættí að ákveðast eftir vierði íslenzkra fram- leiðsluvara. Höfuðorsök rang- lætisins og glundroðans í fjár- málunum er sú, að svokallaðir peningar, semi eru verðlausir pappírsmiðar, eru látnir ráða verði framleiðslunnar, í stað þess að sjálf verðmætin, fram- leiðsla landsmanna, ætti að ráða verði peninganna. Á nýafstöðnum landsfundi bænda í Reykjavík var kosin nefnd manna til að athuga þetta mál. Nefndin lagði fram þær tillögur, sem hér fara á eftir, og voru þær samþykktar á landsfundinum með sam- hljóða atkvæðum: TILLÖGUR . um verðgildi peninga. 1. Verðlagsnefnd, kosin af sameinuðu Alþingi, skal ákveða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.