Tíminn - 13.03.1935, Blaðsíða 2
40
T 1 M I N H
Laun hátekjumanna í Reykjavík
Óláns fjós og óláns tala
Sigurður Eggerz sagði eitt
sinn í blaðagrein um Jón Þor-
láksson, að nornirnar hefð’i
mælt svo um yfir vöggu hans,
að hann skyldi jafnan vanta
einn humlung á að ná sínu tak-
marki.
Sigurður Eggerz leiddi þá
rök að því, að umsögn norn-
anna hefði orðið að áhrínsorð-
um. Jón hefði alltaf vantað
einn þumlung að hverju því
takmarki, sem hann hefði
reynt að ná.
Saga síðari ára hefir ekki
breytt þessu. Jón Þorláksson
hefir haft viðleitni á margan
hátt. En hann hefir jafnan
strandað. Ráðagerðir hans hafa
borið í sér einhverja innri
meinsemd, sem orðið hefir
þeim að aldurtila.
Jón Þorláksson er búinn að
viðurkenna ósigur lífs síns.
Hann hefir dregið sig í hlé í
landsmálabaráttunni. — En á
gamalsaldri hefir hann þó gert
tillögu sem er alveg óvenjulega
langt frá að nálgast takmark-
ið. Það er tillaga hans í bæjar-
stjóm Reykjavíkur um að
koma upp 13 hundruð kúa búi
í Reykjavík, til að eyðileggja
lífsmöguleika meginhlutans af
bændum á landinu sunnan- og
vestanverðu.
Ef til framkvæmda kæmi
vrði fyrirtæki þetta áreiðan-
lega ólánsstofnun fyrir höfuð-
staðinn og ólánstala er á
höfðatölu kúnna, sem Jón Þor-
láksson vill setja í þetta risa-
vaxna íhaldsfjós.
Jón Þorláksson lýsti þessari
hugmynd þannig, að tilgangur-
inn væri sá, að gera bæinn al-
veg sjálfstæðan um mjólkur-
framleiðslu. 1 bæjarlandinu
segir hann að nú séu 700 kýr,
en 2000 þurfi handa bænum.
Nú er það tilgangur Jóns að
skera niður alla mjólkurað-
aðflutninga til bæjarins og
gera bæinn að stórfelldum
landbúnaðarbæ, auk atvinnu
bæjarbúa o. s. frv. Þó er þessi
framkvæmd ekki huguð fyrst
og fremst sem blessun fyrir
bæinn, heldur sem bölvun og
eyðilegging fyrir nokkur blóm-
legustu héruð landsins.
Þessi ólánstillaga J. Þ. er
svo ólánleg, hvar sem á hana
er litið, að alstaðar blasa við
smíðalýtin. Það sem J. Þ. fer
hér fram á, er fyrst og fremst
stefnusvik gagnvart íhalds-
mennskunni. Þar sem socialist-
ar hafa sett upp bæjarbú, eins
og á ísafirði og Siglufirði,
hefir J. Þ. og allt hans lið ó-
virt jafnaðarmenn fyrir slíkar
framkvæmdir og talið kúabú,
)-ekin af bæjarfélagi, hreina
fjármálaglópsku. Og þegar
jafnaðai-menn í Rvík hafa lagt
til að koma hér upp bæjarfjósi,
þá hefir Mbl. svívirt þá fyrir
að láta sér detta annað eins í
hug. J. Þ. svíkur þess vegna í-
haldsstefnuna og fleygir sér í
fang socialista með þessari til-
lögu.
En látum nú svo vera, að
Jón og lið hans vildi skifta um
stefnu og ganga socialistum á
hönd í þessu máli, þá er eftir
að framkvæma hina nýju
stefnu.
Og hvemig yrði framkvæmd-
m. Ræktun og húsiabyggingar
og bústofnskaup eftir tillögu J.
Þ., er miljónafyrirtæki. Og
bærinn hefir enga peninga, og
er í mestu vandræðum með
smáupphæðir í atvinnubætur,
hvað þá það sem meira er. J.
Þ. vantar landið til að rækta,
beitilandið fyrir kýmar, og
fjármagnið til að hrinda verk-
inu áfram, þó að ekki vantaði
annað.
Og hvar hefði J. Þ. bústofn-
inn? Og ekki sízt kunnáttu-
mennina til að stýra slíku fyr-
irtæki? Og hve mörg ár tæki
að koma í lag svo stórfelldri
ræktun og svo miklum húsa-
byggingum!
Þetta eru að vísu fáránlegar
hliðar á fyrirtækinu, en þó er
annað enn fjarstæðara, og það
er hugsunin, sem liggur næst á
bak við sjálfa hugmyndina. J.
Þ. heldur í sinni vanmáttugú
drýldni, að einhver einn lands-
hluti geti tekið sig út úr þjóð-
arheildinni og verið „sjálfstæð-
ur“. J. Þ. heldur, að Reykjavík
geti orðið sjálfstæð urn mjólk-
urkaup, aðeins af því að honum;
líkar ekki i bili við sunnlenzka
bændur.
En hefir J. Þ. gætt að hvort
Rvík getur um allt staðið á
eigin fótum? Hversvegna fær
bærinn aldrei nokkurt lán er-
lendis, nema „bændurnir" skrifi
upp á víxilinn? J. Þ. veit afar-
vel um Sogslánið. Hann gat
ekkert fengið nema landið
gengi í ábyrgð fyrir hann eða
„bæinn“ hans? Hvar var þá
sjálfstæði hans og hvar var
„drýldniri', sem hann hyggur
nú að dugi sér í mjólkurmál-
inu? Nei. Jón var þá auðmjúk-
ur og ríkisstjórnin varð að
senda tvo valda menn til að
hjálpa honum við Sogslánið í
Stockhólmi, þá Sigurð Jónasson
og Jón Krabbe.
Jón skildi þá hve mikil
nauðsyn það var að þjóðin
öll stæði á bak við fjár-
málaútvegun lians fyrir höfuð-
staðinn. I bili hefir hann
gleymt því, að alveg eins og
þjóðin varð að standa saman
um Sogsmálið, þannig þarf hún
Öil að taka á að leysa mjólkur-
málið.
En á bak við þessa vansköp-
uðu hugsun Jóns um hið full-
komna fullveldi Rvíkur gagn-
vart byggðum landsins, er
samt ein hugsun, enn lægri og
enn ómannlegri: Hefndartil-
finning gagnvart sunnlenzkum
bændum, sú hugsun, að vilja
setja á stofn risafyrirtæki, ein-
göngu til að komá þeim á von-
arvöl.
Segjum að einhverjar illar
nornir hefðu gefið J. Þ. óska-
stund á síðasta bæjarstjómar-
fundi, og hann notað tækifærið
og fengið óskina úppfyllta: 13
hundruð kýr í risavöxnu fjósi.
Nóg ræktarland handa kúnum
og jafnvel beitiland orðið til úr
melum og hraunum í nánd við
• Rvík. Hvaða blessun thefði svo
fylgt þessu fyrir bænduríMýr-
arsýslu, Borgarfirði, Kjós,
Gullbringusýslu, Árnessýslu og
Rangárvallasýslu ?
Með uppfylling óskar sinnar
hefði J. Þ. fengið þá ánægju,
að koma miklum hlutaaf bænd-
um þessara svæða á vonarvöl,
fella í verði eignir þeirra, og
valda því, að þeir hefðu þús-
undum saman flæmst frá jörð-
um sínum. Draumsjón J. Þ.
hefði í uppfyllingu! sinni verk-
að eins og Kötlugos á hag
þessara manna.
Vöntun síðasta þumlungsins
í hugsun J. Þ. er þessi: Hann
skilur ekki verkskiptinguna í
þjóðfélaginu. Hann skílur ekki
að bændumir á landinu sunnan-
og vestanverðu hafa eðlilegan
rétt á að framleiða þá mjólk,
Tekjur framleiðslustétt-
anna.
Álit og tillögur launamála-
nefndar hafa nú verið lagðar
fyrir Alþingi.
Eins og áður hefir verið sagt
frá, aflaði nefndin sér upplýs-
inga eins nákvæmra og kostur
var, um þjóðartekjurnar og svo
um tekjur einstakra stétta
þjóðfélagsins.
Sú niðurstaða, sem nefndin
komst að við þessa athugun, er
á þá leið, að meðaltekjur full-
vinnandi fólks, sem vinnur að
framleiðslu, hafi verið árið
1933, sem hér segir:
Karlar Konur
Við iðnað 2100-2400 1400-1600
Við sjávarútveg 1800-2100 1200-1400
Við landbúnað 1400-1600 1000-1600
Eins og gefur að skilja hef-
ir margt þeirra manna, sem
stiíída þessar atvinnugreinar
talsvert lægri tekjur en þetta,
en aðrir líka nokkru hærri. En
eigi að síður er það ljóst af
þessum tölum, að framleiðslu-
stéttirnar yfirleitt búa við lág-
ar tekjur, yfirleitt lægri tekj-
ur en þær stéttir þjóðfélags-
ins, sem ekki vinna að fram-
leiðslustörfum, því meðaltekj-
ur þjóðarinnar eru talsvert
hærri.
Hátekjumenn í Rvík.
Jafnframt þessari athugun
fékk nefndin leyfi fjármálaráð-
herra (Á. Á.) til þes's að at-
huga skattaframtöl í Reykja-
vík árið 1934 og gerði hún síð-
an skrá yfir þá, sem höfðu yf-
ir 6000 kr. tekjur árið 1933
og birtast skýrslur um niður-
stöður þeirrar athugunar í áliti
nefndarinnar. Sýna þær tölur
ljósast hversu gífurlegur mun-
ur er á tekjum manna og að
fólkið, sem starfar að fram-
ieiðslunni, hinn óbreytti vinnu-.
lýður, verður langharðast úti.
Fer hér á eftir útdráttur úr
þessum skýrslum nefndarinnar:
120 kaupmenn hafa yfir 6
þús. kr. tekjur. Þrjátíu og sex
hafa frá 10—15 þús. kr.,
fjórtán frá 15—20 þús. kr.,
fjmm frá 20—25 þús. kr.,
fjórir frá 25—30 þús. krónur,
fjórir frá 30—35 þús. krónur,
tveir frá 35—40 þús. kr., fimm
frá 40—45 þús. kr., fjórir frá
45—50 þús. kr. Fjórir þeir
Stjórnmál
Janúai' lauk þannig, að íhald-
ið var í miklum vígahug út af
rnjólkurmálinu. — Þegar þeir
Pétúr Halldórsson og Jakob
Möller sáu að mótstaða þeirra
var þýðingarlaus í Rvík, en
skaðleg fyrir fylgi íhaldsstefn-
unnar úti í sveitum, drógu þeir
sig í hlé á yfirborðinu og aðrir
af þekktari leiðtogum flokks-
ins, en stóðu hinsvegar á bak
við og ýttu konum sínum sín-
um fram. Mynduðu íhaldskonur
félagsskap all víðtækan um að
forðast mjólkurkaup. Mbl. birti
ráðleggingar um matreiðslu,
þar sem ekki var notuð mjólk,
en í staðinn soð og ýmisleg
önnur nýstárleg efni. Mbl. og
Vísir létu vel yfir samtökum
kvenna sinna og þóttust hafa
ráð bænda í hendi sér. Töldu
blöð þessi að samsalan skaðað-
ist Um nokkur þúsund lítra á
dag vegna verkfallsins. Stjórn
samsölunnar sá að framferði
kvennanna og áðurgreindra
blaða mundi stórlega v&rða við
lög. Fól stjóm saansölunnar for-
manni sínum, sr. Sveinbirni
Högnasyni, að hefja þessi mála-
ferli. Verða fyrir þeim ritstjór-
arnir Páll Steingrímsson, Jón
tekjuhæstu hafa þessi laun:
Einn 64 þús. kr., annar 78
þús. kr., þriðji 90 þús. kr. og
fjói-ði 96 þús. kr.
I þessum flokki eru taldir
fjórir lyfsalar.
29 heildsalar hafa yfir 6 þús.
kr. tekjui', þar af enginn neð-
an við 7 þús. kr. Sex hafa frá
10—15 þús. kr., fjórir frá J.5
—20 þús. kr., þrír frá 20—25
þús. kr., þrír frá 25—30 þús.
kr., einn frá 30—35 þús. kr.,
þrír frá 35—40 þús. kr. og
tveir þeir tekjuhæstu hafa frá
41—43 þús. kr.
52 aðrir verzlunarmenn hafa
yfir 6 þús. kr. tekjur, þar af
þrír yfir 10 þús. kr. Sá tekju-
hæsti hefir 15—16 þús. kr.
67 forstjórar (til þeirra eru
m. a. taldir útgerðarmenn) hafa
yfir 6 þús. kr. tekjur. Tuttugu
og fjórir hafa frá 10—15 þús.
kr., þrettán frá 15—20 þús. kr.,
átta frá 20—25 þús. kr. og
þrír frá 25—30 þús. kr. Sá
tekjuhæsti hefir 75 þús. kr.
6 skrifstofustjórar hafa yfir
6 þús. kr. tekjur, og hefir eng-
inn þeirra neðan við 8 þús. kr.
Sá tekjuhæsti hefir 14—15
þús. kr.
II eignamenn (menn, sem
eingöngu hafa tekjur af eign-
um) hafa yfir 6 þús. kr. tekj-
ur. Tveir hafa frá 18—19 þús.
kr., einn 21—22 þús. kr., annar
28—29 þús. kr., þriðji 32—33
þús. kr. og fjórði 43—44 þús.
krónur.
53 fulltrúar, gjaldkerar, bók-
arar og skrifarár hafa yfir 6
þús. kr. Fimm þeir tekjuhæstu
hafa milli 11 og 12 þús. kr.
36 skipstjórar hafa yfir 6
þús. kr. tekjur. Tíu hafa 10—
15 þús. kr., tíu 15—20 þús. kr.
og sex 20—27 þús. kr.
79 stýrimenn og vélstjórar
hafa yfir 6 þús. kr. tekjur.
Þar af hafa 12 yfir 10 þús. kr.
26 læknar hafa yfir 6 þús.
kr. tekjur. Átta hafa 10—15
þús. kr., tveir 15—20 þús. kr.
og sá tekjuhæsti 25—26 þús.
krónur.
15 lögfræðingar hafa yfir
6 þús. kr. tekjur, þar af 7 með
10—15 þús. kr.
6 hæstaréttarmálafl.menn
lrafa yfir 6 þús. kr. tekjur,
þar af fimm 11—14 þús. kr.
13 verkfræðingar og sér-
í febrúar
Kjartansson og Valtýr Stefáns-
son og auk þess höfuð skörung-
arnir í liði kvennanna, en það
eru þær systur Ragnhildur í
Háteigi og Guðrún Pétursdóttir,
móðir þeirra Bjarna Benedikts-
sonar og Sveins, sem féll fyrir
íhaldið í Norður-Þingeyjarsýslu
í vor sem leið. Er búizt við að
þetta fólk verði að borga bænd-
um eftir dómi all verulega fjár-
hæð. Verður sú upphæð vafa-
laust greidd úr flokkssjóði í-
haldsins. En mjög brá íhalds-
mönnum við málaferlin og útlit
með skaðabætur og hafa haft
betri gát á orðum sínum og at-
höfnum síðan.
Ihaldið skilur vel, að ef sam-
vinnumönnum í sveit og verka-
mönnum í bæjum tekst að
leysa þetta mikla vandamál
þanníg, að bændur fái stórum
bætta aðstöðu og almenningur
í bæjum betri vöru og með eitt-
hvað hagstæðara verði, þá muni
fleira á eftir fara, búðum verða
fækkað og óþörfum milliliðum,
en hlynt að starfandi kaupfé-
lögum.
Nýlega var haldinn fundur í
Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Bar
þar á góma sá möguleiki, að
fræðingar hafa yfir 6 þús. ltr.
Fjórir hafa yfir 10 þús. kr, og
sá tekjuhæsti hefir 15—16
þús. kr.
10 skólastjórar og kennarar
hafa yfir 6 þús. kr. tekjur.
Þrír hafa yfir 10 þús. kr.
8 byggingameistarar hafa yf-
ir 6 þús. kr. tekjur. Fjórirhafa
12—15 þús. kr. og sá tekju-
hæsti 22—23 þús. kr.
31 tré_ og járnsmiðir hafa
yfir 6 þús. kr. tekjur. Tveir
hafa yfir 10 þús. kr. og sá
tekjuhæri-i þeirra hefir 15—16
þús. kr.
8 klæðskerar hafa yfir 6 þús.
kr. tekjur. Tveir hafa 13—15
þús. kr. og tveir 17—-20 þús.
krónur.
12 bakarar hafa yfir 6 þús.
kr. tekjur. Fimm liafa yfir 10
þús. kr. og tveir þeir tekju-
hæstu 14—15 þús kr.
8 rakarar hafa yfir 6 þús.
kr. tekjur. Sá tekjuhæsti hefir
17—18 þús. kr.
Enginn þeirra, sem nú hafa
verið taldir, er í þjónustu rík-
isins. Alls voru 739 menn hér í
Reykjavík árið 1933, er ráku
einkarekstur og höfðu yfir 6
þús. kr. árstekjur. 151 höfðu
frá 10—15 þús. kr., 55 frá 15—
20 þús. kr., 24 frá 20—25 þús.
kr., 13 frá 25—30 þús. kr., 6
frá 30—35 þús. kr., 5 frá 35—
40 þús. kr., 8 frá 40—45 þús.
kr. og 4 frá 45—49 þús. kr. —
Auk þess eru þeir allra tekju-
hæstu, sem hafa yfir 50 þús.
og áður hafa verið skilgreindir
sérstaklega.
Auk þessara manna voru í
Reykjavík sama ár 273 starfs-
menn rikis og ríkisstofnana
(bankar meðtaldir) sem höfðu
yfir 6 þús. kr. tekjur. 54 höfðu
frá 10—15 þús. kr., 16 frá 15
—20 þús. kr. og 4 frá 20—27
þús. kr.
Það var vegna þessara há-
tekna, sem breytingin á skatta.
lögunum var gerð á Aiþingi
1934. Yfirleitt dylst ekki nein-
um, sem þessa skýrslu les, ið
hinn gífurlegi múnur á tekjum
þeirra, sem vinna að fram-
leiðslunni hörðum höndum og
hinna, sem taka laun sín af
framleiðslunni á annan hátt,
er langt um meiri en hóf sé á.
Sauðfjárkvlllar. Talsvert. hefir
liorið á vanheilsu í fénaði í Skaga-
firði og kenna menn um slæmum
lieyjum frá síðastliðnu sumri.
samsalan keypti mjólkurstöð
félagsins, ef til vill að hún yrði
tékin eignarnámi. Sagði Eyjólf-
ur Jóhannsson, að þá myndu
bændur losna úr verzlunar-
tengslum við hann og yrði þá
félagið ekki lengur á neinn
hátt riðið við mjólkurmeðferð,
heldur verzlunarfyrirtæki utan
um skrifstofuhúsið við höfnina.
Hvað úr því verður bíður síns
tíma.
Alþingi kom saman 15. febr.
eins og til stóð. Hermann for-
sætisráðherra var þá nýkom-
inn úr utanför. íhaldið var í
daufu skapi Sótti minna þing-
setningarathöfnina en vant var.
Mátti á ýmsum merkjum sjá,
að undangengin átök við Fram-
sóknarmenn hafa tekið á leið-
togana. Einkum var Ölafur
Thors gleðilaus.
Forsetar voru kjörnir hinir
sömu og áður og þingmenn yf-
irleitt í sömu nefndum og áð-
ur. Voru nú engir snúningar
við Þorst. Briem eins og í haust
er Jón Baldvinsson setti hann
niður í efri deild.
Heldur var dauft yfir þing-
inu fyrstu dagana. Mjög stutt
var milli þinga og stjóminni
vannst ekki tími til að fullgera
nema fá frv. En unnið var í
nefndum að mörguim þýðingar-
miklum málum og voru þau að
koma í deildimar fyrstu vikur
þingsins. íhaldið kom ekki méð
nein frv. sem máli skiptu og
enn síður varaliðið.
Meðan Hermann forsætisráð-
herra dvaldist í Danmörku
ræddi hann við Stauning for-
sætisráðherra Dana um verzl-
unarmál landanna. Varð það til
þess, að Danir sendu þrjá menn
til Islands í þeim erindum, að
freista að ná samkomulagi um
bætt viðskipti milli landanna.
Nú er það svo, að frá fornu fari
kaupa íslendingar mikið í Dan-
mörku, eri kaup Dana á íslenzk
um vörum haí'a minnkað ár frá
ári, eftir því sem meira hefir
orðið um bein viðskipti við hin
stærri lönd. Hér heima var val-
in nefnd úr öllum þrem flokk-
unum til að semja við Danina.
Vann nefndin að þessum mál-
um í Jiðuga viku, að því er talið
er með þeim árangri, að báðir
megi við una. Á þessum erfiðu
tímum verður hönd að selja
hendi í viðskiptum þjóðanna
eða jöfnuður að koma milli
fleiri ríkja. Þannig geta Danir
t. d. keypt minna af íslandi
heldur en íslendingar af þeim,
en í þess stað vísað á einskonar
innieign um verzlunarjöfnuð í
Póllandi, þar sem er mikill
markaður fyrir síld og 1 Portú-
gal, þar sem ísland þarf að
selja mikinn saltfisk. Um þessa
samningatilraun er það að
segja, að smáþjóðirnar finna á
yfirstandandi erfiðleikatímum
milda nauðsyn að standa samán
um lausn hinna erfiðu viðskipta
mála.
Landsfundur bænda kom sam-
an um líkt leyti og Alþingi. Til
fundarins var boðað af legát-
um „varaliðsins". Hafði sú
manntegund leikið með þessa
hugmynd tvo undanfarna vetur.
Var tilgangurinn sá, að véla
bændur úr Framsóknarflokkn-
um og koma þeim í þjóns að-
stöðu við íhaldið. I undirbún-
ingsnefndinni áttu sæti, auk
„vina“ íhaldsins, Sigurgrímur
bóndi í Holti,Björn Birnir bóndi
í Grafarholti og Guðmundur
Jónsson á Hvítárbakka. Þeir
réðu því að til fundarins * var
boðað með miklu meira víðsýni
en áður. Auk fulltrúanna frá
almennum bændafundum og
búnaðarsamböndum, skyldu nú
korna fulltrúar kaúpfélaga,
mjólkurbúa, héraðssamböndum
kvenna, ungmennafélögum og'
nemendasamböndum sveitaskól-
anna. Voru þessi ákvæði tekin
eftir fyrirmynd norska bænda-
sambandsins, þar sem unnið hef
ir verið að þessúm máluin í
alvöru og einlægni. Á fundinn
komu um 140 fulltrúar víðsveg-
ar af landinu. Allur undirbún-
ingur fundarins var að öðru
leyti í niestu handaskolum, ekki
séð fyrir fundahúsi, eða öðru,
sem með þurfti Snemma á fund-
inúm var borin upp tillaga um
að kjósa Sigurð Bjarklind sem
aðal fundarstjóra, en Pétur á
Oddstöðum og Páll á Ásólfsstöð
um til aðstoðar. Ihaldið og vin-
ir þess risu æfir á móti því að
kjósa fastan fundarstjóra fyr-
ir alla fundina. Þeir vildu hafa
allt laúst og opið, því að engin
var alvaran. En er til kom,
var Bjarklind kosinn með 80
atkvæðum en á móti voru
greidd 38.
Nú sló óhug miklum á íhald-
ið og vini þess. Undu þeir verst
hag sínum Gísli Sveinsson, Jón
í Stóradal og sr. Eiríkur á
Hesti. Þorsteinn Dalasýslumað-
ur bar Framsóknarmönnum
þann vitnisburð, að þeir kæmu
eins og flugur allsstaðar að af
landinu ef halda ætti landsfund
í Reykjavík. Varð nú deila um
skipulagið. Vildu íhaldsmenn og
vinir þess binda félagsskapinn
við eldri bændur, en útiloká
æskuna, bæði karla og konur,
og þá ekki sízt kaupfélögin.