Tíminn - 19.03.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1935, Blaðsíða 2
V ! M I H N Samvinn Skipulagsnefnd atvinnumála hefir nýlega lokið samn- ing frumvarps til laga um ný- býli og samvinnubyggðir og sent bað til landbúnaðarráð- herra. Hefir það nú veríð lagt fyrir Alþingi. Steingrímur Steinþórsson skólastjóri hefir unnið mest að samningu frumvarpsins. Er frumvarpið langt og ítarlegt, 43 greinar í 6 köflum. Fylgir því einnig löng og fróðleg greinargerð um nýbýlamálið, áætlanir um stofnkostnað og rekstrarkóstnað samvinnu- byggða o. fl. Er frv. þetta án efa lang- merkasta málið, sem enn hefir verið afgreitt frá skipulags- nefndinni og Alþingi fær til meðferðar að þessu sinni. Það er stórfelldasta tilraunin, sem enn hefir verið fyrirhuguð, til þess að stöðva flóttann úr sveitunum og skapa nýtt við- horf æskunnar til landbúnað- arins. Verður hér vikið að nokkr- um helztu ákvæðum frv.: 60 nýbýli á ári. t 1. gr. frv. segir að ríkið skuli vinna að því, að skapa skilyrði þess, að 16—20% af árlegri fólksfjölgun þjóðarinn- ar eigi kost á að fá býli í sveit- um til ábúðar, og veiti ríkið þann stuðning við stofnun býl- anna, að stofnverð þeirra verði ekki meira en það, að meðal- fjölskylda geti haft þar sæmi- leg afkomuskilyrði. Fólksfjölgunin nemur nú um! 1800 manns árlega. 15—20% af henni eru því nálægt 300 manns. Ef gert er ráð fyrir að 5 menn séu til jafnaðar heim- ilisfastir á býli hverju, verða það um 60 ný býli, sem reisa þarf árlega. Þr jár tegundir nýbýla. Frv. gerir ráð fyrir þrem tegundum nýbýla með dálítið breytilegum stofnkostnaði og fjárframlögum úr ríkissjóði. Þessar þrjár nýbýlategundir, sem nefndin hugsar sér, eru þessar: Nýbýli, sem eru reist á landi, sem nýbýlingur á sjálfur, eða trygging er fyrir, að hann eignist. Er þetta einkum hugs- að þannig, að jörðum, sem nú ubyggðir eru í sjálfsábúð, verði skift í tvö eða fleiri býli af þeim sem jörð erfa. Hefir þetta m. a. þann kost, að kunnugir menn og vanir öllum staðháttum taka við hinum nýju býlum. Nýbýli reist á landi ríkis, bæjar eða sveitafélaga. Samvinnubyggðir reistar í landi ríkis, bæjar- eða sveitafé- laga. Yrði þá fleiri býli reist saman, aldrei færri en 10, og yrði náin samvinna milli býl- anna í hverfinu. Ríkið byggir þessi nýbýli og leigir þau síð- an félagi nýbýlinga. Styrkur og lánveitíngar til nýbýla. Styrk og lánveitingar til þessara nýbýlastofnana hefir nefndin hugsað sér á þessa leið: Til nýbýla, sem reist eru á landi nýbýlings, skal veita ræktunarstyrk til að fullrækta 1 ha., þó aldrei meira en 1000 kr., og byggingarstyrk allt að 20% af byggingarkostnaði, þó aldrei meira en 2000 kr. Þá skal veita lán til að reisa bygg- ingar, þó ekki hærra en 6000 kr. til hvers býlis. Árlegt gjald af láninu er 4% af lánsupp- iiæðinni í 42 ár. Hver sá, sem nýtur þessarar aðstoðar til nýbýlastofmmar, niá ekki eiga býli annarsstað- ar, sem veitt getur fjölskyld- unni lífsframfæri, og sé svo efnum búin að geta lagt fram 20% af stofnkostnaði. Býlið má ekki selja hærra en nemur fasteignaverði, að frá. dregnum óafturkræfum styrk ríkisins, þar með talinn jarða- bótastyrkur, en að viðbættu matsverði á umbótum, sem gerðar hafa verið síðan fast- eignamat fór fram. Til nýbýla, sem reist eru á landi, sem er opinber eign, skal veita ræktunarstyrk til að full- rækta IV-i ha., þó ekki meira en 1500 kr. til býlis og bygg- ingastyrk allt að 20% af kostn- aðarverði, þó ekki meira en 2000 kr. Þá skal veita lán til að reisa byggingar, þó aldrei hærra en 7000 kr. Afborgun og' vextir 4% af lánsupphæðinni árlega í 42 ár. Hver sá, sem fær slíkan styrk til nýbýlaatofnunar, v«rð ur að geta lagt fram .15% stofnkostnaðar. Árlega leiga til ríkissjóðs er 8% af land- verði býlisins. Stjórn nýbýlamála. Landbúnaðarráðherra skal hafa yfirstjóm nýbýlamála. Hann skipar nýbýlastjóra, sem er framkvæmdastjóri ríkis^ stjórnarinnar unj. öll nýbýla- mál. Hann athugar skilyrði til nýbýlastofnunar og samvinnu. byggða og hefir eftirlit og yf- irumsjón með öllum fram- kvæmdum. Auk þess skal skip- uð þriggja máhná nýbýia- nefnd, einn maður tilnefndur af Búnaðarfélaginu og tvéir skip- aðir af landbúnaðarráðherra. Hún skal vera ríkisstjóm og nýbýlastjóra til leiðbeiningar og aðstoðar og verða störf hennar ákveðin nánar með reglugerð. Einn nefndarmaður- inn skal vera sérfræðingur í l»yggingarmálum. Til nýbýla og samvinnu- byggða yrði samkv. frv. varið 715 þús. kr. á ári. Eins og áður er sagt, er það tilætlun nefndarinnar, *ð ár- lega verði reist 60 nýbýli. Ger- ir hún ráð fyrir, að þau skiptist þannig milli hinna þríggja nýbýlategunda: Ótti við umbðtamann Blöð íhaldsmanna, hafa lagt á það mikið kapp nú um nokk- urra mánaða skeið, að tala um síra Sveinbjöm Högnason, for- mann Mjólkursölunefndar. Og þau hafa gert það eftir innræti sínu og eftir boðum h úsbændanna. Og undan því umtali er ekki að lcvarta, hvorki fyrir síra Sveinbjöra sjálfan né þann flokk, er hann hefir verið í svo mikilvirkur og glæsilegur kraft- ur. Mjólkursolunefndin hefir sætt þeim fima rógi, að dæmafátt má kallast. Hún hefir átt að gegna geysi þýðingarfullu máli og starfi, þar sem var að sjá um fram- kvæmd þeirrar búnaðarlöggjaf- ar, sem hér um ræðir og sem vitað var að lagt mundi á móti af þungri óvild forráðamanna íhaldsflokksins. Og vitanlega var sú óvild fyrst og fremst látin bitna á formanni nefndarinnar. Og enn fleira bar til þess, að níðið um Siveinbjörn Högna- son, var sungið svo rammt og sleitulaust. Hann hefir um mörg ár ver- ið einhver þróttmesti umbóta- maður í Rangárvallasýslu, en um leið kvíðvænlegasti andstæð ingur íhaldsmanna, svo sem Jóns Ólafsspnar og Péturs Magnússonar. í umbótamálum héraðsins hefir síra Sveinbjörn unnið margfalt meira en þingmenn kjördæmisins. Hann er prýði- lega röksnjall ræðumaður og ber í þeim efnum líka stórlega af íhaldsfulltrúum kjördæmis- ins. Allt þetta hefir eflt gegn honum andúð og ótta meðal and stæðinganna, sem fundu, að fylgi þeirra fór þverrandi, en hans vaxandi. En þá keyrði óvíld íhaldsins fyrst um þverbak, er hanh var settur formaður nefndar, er rramkvæma skyldi mikilsverða löggjöf í þágu landbúnaðarins. Gegn engu af hinum fjöl- mörgu framkvæmdum stjórnar- flokkanna hefir Mbl.flokkurinn hamast jafn heiftúðlega sem þeirri löggjöf. Og enginn maður hefir sætt öðru eins aðkasti í þessum mál- um sem Sveinbjöm Högnason. Það er ef til vill augljósasta tryggingin fyrir því, að starf hans hefir verið mikils virði og vel unnið. Ef formaður Mjólkursölu- nefndar eða meiri hluti hennar hefði fengið hól og viðurkenh- ingu Mbl., Vísis og íhalds-„hús- mæðranna", hefði það verið ískyggilegur dómur í augum frjálslyndra manna og þeirra, sem skipulagsins áttu að njóta. En þeir, sem á annað borð þekkja framkomu Mbl.flokksins til þjóðnýtra mála og hættir eru að fást um gremjulegu hlið- amar á þeirri framkomu, þeir finna, að hér er yfir éngu að kvarta. Það er nú éinu sinni lögmál í lífi hinna ráðandi í- haldsmanna; að vera á móti því nær öllum stórþýðingarmiklum málum, er snerta hag almenn- ings í landinu. Styrkur og lánveitingaj til samvinnubyggða. Til samvinnubyggða leggur ríkið fram fullræktað land, sem svarar 3 ha. fyrir hvert býli. Ivostnaðarverð landsins, eins og þá er orðið, er nefnt grUnnverð þess. Helmingur þess er lagður lram sem styrkur, þó ekki meira en 2000 kr. til býlis. Af hinum hluta grunnverðsins greiða ábúendur 3% í ársleigu til ríkisins. Styrkur til bygg- inga skal vera allt að 20%, þó ekki meira en 2000 kr. á býli. Lán má veita til bygginga og girðinga, þó ekki hærra en 8 þús. kr. á býli. Til kaupa á bú- peningi og búslóð má veita lán allt að 1500 kr. fyrir hvem meðlim samvinnubyggðafé- lagsins. Áður. en hafizt er handa um stofnun samvinnubyggðar, skal tryggja nægilega marga ábú- endur og skulu þeir hafa með sér félagsskap, . samvinnu- byggðafélag, og skal tilgangur þess m. a. vera sá, að stunda búskap að einhverju leyti eða öllu leyti sameiginlega, samkv. samþykktum, sem félagsmenn gera sjálfir þar um. Nýbýli og samvinnubyggðir skulu leigð með erfðafestu. Nýbýli reist í landi jarð- ar í sjálfsábúð .. .. 30 býli Dreifð nýbýli í landi ríkissjóðs. .........10 — Samvinnubyggðir .... 20 — Alls 60 býli Samkvæmt þeim styrk og lánveitingum, sem nefndin leggur til í frv. að veitt verði til nýbýla og samvinnubyggða, mundu þær upphæðir, samkv. þessari býlafjölgun, nema samanlagt: Þús. kr. Styrkur á ári til nýbýla 205 Lán á ári til nýbýla .. 510 Samtals 715 „Hér er að vísu um allmikið fé að ræða“, segir í greinar- gerð frv. „og má vera að fjár- magnsmáttur ríkissjóðs leyfi slíkt trauðla. Hitt þolir þjóðin þó hálfu ver, að svo fari fram eins og gerst hefir að undan- fömu, að sveitimar tæmist af fólki. Þetta fólk hópast svo saman í kauptúnum og kaup- stöðum og vantar þar at- vinnu, en ríki og bæjarfélög verða að halda því uppi með arðlítilli atvinnubótavinnu“. Frestun I. Stjórnarflokkarnir hafa tek- ið þá ákvörðun að fresta Al- þingi því, er nú situr, þangað til síðar á árinu. Mun þinginu verða frestað nálægt næstu mánaðamótum. Ennþá er óá- kveðið hvenær á árinu það kemur saman aftur, og fer það eftir ástæðum, getur vel dreg- ist þangað til í haust, um miðj- an október. Þess ber vel að gæta að þing- frestun er allt annað en að halda tvö þing á árinu. Þegar þingi er frestað, eru öll mál, er fram komu á fyrra hluta þings- ins, tekin upp aftur á sama stigi og frá þeim var horfið á fyrra hluta þingsins. Hafi t. d. verið lokið tveim umræðum um mál í annari hvorri deild- inni, þarf ekki að fara fram um það nema ein umræða í deild- inni í haust. Mæri aftur á móti um nýtt þing að ræða, þyrfti að taka upp alveg að nýju þa».i mál, sem nú væru óafgreidd. Af þessu er það ljóst, að sú vinna, sem nú fer fram, verður að fullum notum, þó að málin verði ekki endanlega afgreidd fyr en síðar á árinu. Auka- Alþingris kostnaður við þingfrestunina er því ekki annar en ferðapen- ingar þeirra þingmanna, sem eiga heima utan Reykjavíkur og nágrennis, og er þar ekki um teljandi upphæð að ræða. n. Tíminn telur sjálfsagt, að gera nú þegar grein fyrir því, af hvaða ástæðum þingfrestun er talin hyggileg. Andstæðingar stjómarínnar munu gera sitt til að breiða út rangar hug- myndir um þetta mál, og þykir ekki rétt að láta þá vera hér eina til frásagnar. Eins og kunnugt er var Al- þingi 1934 ekki haldið á venju- legum tíma, því að aukaþingið 1933 kom óreglu á þinghaldið. Var þinginu 1934 eigi lokið fyr en síðara hluta desembermán- aðar. Hins vegar varð þing þessa árs, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar, að komá saman um miðjan febrúarmán- uð. Þannig voru ekki nema tæpir tveir mánuðir milli þing- anna. Liggur það í augum uppi, öllum, er til þekkja, að mjög erfitt er að halda tvö regluleg þing með svo stuttu millibili. Mál þau, sem hvert þing á að taka til meðferðar, þurfa, ef vel á að vei’a, all ítai’legan undir- búning milli þinga, og þing- mönnum og öðrum þarf að hafa unnizt tími til að athuga þau sem bezt. Þá er það og mjög æskilegt, að löggjöf næsta þings á undan sé sem mest komin til framkvæmda og reynzlu áður en nýtt þing tekur sínar á- kvarðanir. Báðar þessar ástæð- ur eru fyrir hendi nú í ríkum mæli. Síðasta þing- samþykkti óvenju umfangsmikla og merlti- lega löggjöf á mörgum sviðum, og er enn, svo sem von er til, lítil reynzla um hana fengin. Og þess þings sem nú situr biðu líka mjög víðtæk verkefni, sem fyllilega þarfnast gaumgæfi- legrar athugunar. Má þar t. d. nefna hina fyrirhuguðu, nýju, landbúnaðarlöggjöf um sam- vinnubyggðir og nýbýli, nýja framfærzlulöggjöf, lög um al- mennar tryggingar, launalögin o. fl. Em öll þessi verkefni þannig vaxin, að æskilegt er að bæði þing og þjóð hafi sem rýmstan tíma til athugunar. Þó ekki hefði verið aðrar i- stæður fyrir hendi en þær sem nú eru nefndar, væru þær út af fyrir sig talsverð almenn rök fyrír þingfrestun. Fram- sóknarflokkurinn myndi þó fyr- ir sitt leyti varla hafa talið þær nægilegar. III. Ákvörðunin um að fresta þinginu hefir verið tekin fyrst og fremst vegna afgreiðslu íjárlaganna fyrir árið 1936. Afkoma ríkissjóðsins á hverj- um tíma er eins og gefur að skilja, mjög mikið komin undir utanríkisverzluninni. Verulegs hluta af ríkistekjunum hefir allt að þessu verið aflað með tollum af innfluttum vörum (auk þess sem ríkið einnig hef- ir nokkrar tekjur af útfluttum vömm). Ennfremur hlýtur gjaldgeta atvinnuveganna mjög að byggjast á því hversu fram- leiðslan selst erlendis. Þegar fjárlög eru samin, er þess vegna alveg nauðsynlegt að gera sér sem nákvæmásta grein fyrir því, hvernig útflutningur og innflutningur muni verða á því ári, sem fjárlögin eiga að gilda fyrir. Sé þetta ekki gert, er fjárlagaáætlunin markleysa að því er tekjuhliðinni viðkem- ur, en við tekjuöflunarmögu- leikana verður hins vegar að miða allar þær útgjaldaákvarð- anir sem ekki eru öðruvísi lög- boðnar. En það eru m. a. út- gjöldin til verklegra fram- kvæmda. Þegar núverandi fjármálaráð- herra tók við stjórn, ákvað hann þegar, í samráði við flokk sinn, að taka upp ákveðna bar- áttu fyrir því, að koma við- skiptum þjóðarinnar út á við í sæmilegt horf. Þess vegna lagði hann fram, og fekk samþykkt á síðasta þingi, ný lög um inn- flutning og gjaldeyrisverzlun, í því skyni að koma í veg fyrir, að þjóðin héldi áfram að kaupa inn meira en framleiðslan get- ur borgað. En til þess að koma á aftur viðunandi greiðslujöfn- uði við útlönd, þarf að gera sér grein fyrir söluverði útfluttrar framleiðslu og talariarka síðan innflutninginn eftir því. En þegar þessi nýja stefna var upp tekin, að takmarka inn- flutninginn við greiðslugetu, varð að taka tillit til þeirra af- leiðinga, sem þær ráðstafanir hlutu aðhafaátekjuöflunríkis- sjóðs. Þetta gerði líka núver- andi fjármálaráðherra, þegar hann undirbjó fjárlagafitim- varpið fyrir árið 1935. Fjár- lagafrumvarpið var miðað við ]>að, að ástandið á þessu ári, Siggelr Pétarsson bóndi á Oddsstöðum í Norður- Þingeyjarsýslu. Oft er hljótt er aldinn hnígur enda þótt hann gefi lýði göfug dæmi og gangi reifur grýtta slóð í friði og stríði. Sýni að orkan á sér rætur ávallt þar sem manninn reynir. — Ef til sigurs sókn er hafin sálin aldrei kostum leynir. Skal ei starfið varpa á vegi vegfaranda yl og ljósi; gefa sýn um gengnar slóðir, gefa þrótt að hinzta ósi. Veita sálu þrek og þroska, — þrá er eykur mannsins gildi. Lyfta hug frá lægri hvötum, lífið fegra og auka mildi? Heima var þinn hugur allur, hjartað ekkert þaðan seiddi. Bernsku, starfs og elli-árin ávalt sama hönd þig leiddi. Þín var köllun þar að starfa, þreyttur hvílast, frjáls að vinna. — Þeim er ljúft að lifa og deyja, sem leggja allt til vina‘linna. Þú,, sem áttir gæfu og gengi, gleði og sorg við nyrzta hjara', vannst með dyggð til þjóðarþrifa, þráðir ei til betri kjara. Fannst að heima allt var yridi. Oft hið nýja misjafnt reyndist. Og hið innra í heilum huga hrein og vökul starfsþrá leyndist. Finna má við yztu ála orkumenn til sigurs leita. Menn, sem hopa aldrei undan, efla þrá til dýrra heita. Menn er sigra í kyrþey kuldann, —. kuldann sinna eigin bræðra. Aðeins veita yl og hlýju í annara sálir. Hvað er æðra ? Far þú vel til hærri heima. Heill sé þeim er kunna að meta lífsstarf sitt og leggja á veginn með ljóssins þrá; og fundið geta auðnukjör í fátækt fólgin, frið og sátt við allt og alla. En mest er þörf á þroska lífsins þegar hinztu tjöldin dalla. Snæbj. Einarsson frá GarSi. að því er útflutning snerti, yrði svipað eða þó heldur lakara en 1934. Hinsvegar var gert ráð fyrir, að innflutningurinn yrði miklu minni en 1934, en sá inn- flutningur hefir verið um 48l/2 milj. kr. samkvæmt bráðabirgða skýrslum. Eru fjárlög þessa árs við það miðuð, að innflutning- urinn verði svipaður og 1932, en það ár var hann um 37,3 milj. kr. Er þó sennilegt að hann megi ekki verða svo mik- ill, eftir því sem nú er komið á daginn um útflutninginn. En jafnframt því, sem áætlunin um tekjur af innflutningi var færð niður sem þessu svaraði, þurfti að sjá fyrir nýjum' tekjuöflunarliðum, til þess að ekki þyrfti að skera niður framlög til landbúnaðarins og verklegra framkvæimda. Þetta var gert á síðasta þingi, með því að auka skatt á hátekjur og stóreignir, hækka einstaka lúxustolla og taka einkasölu á sumum arðvænlegum vöruteg- undum. Niðurstaðan varð svo sú, að fjárlögin 1935 voru af- greidd með um 14 milj. kr. út- gjöldum, og framlög til land- búnaðarins og verklegra fram- kvæmda talsvert aukin. Mátti telja þetta mjög vel viðun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.