Tíminn - 16.07.1935, Blaðsíða 1
C?5faí!>bagt
|i£o&sins tt S. í A«i
Átaanguttac iouias 7 ft.
S^fecelööki
•B <i £an0ap*g IO.
6&d £553 — }>í«ttit(86l
29. blað
FlyijiÖ ekki
á mölina
Afkoma sveitafólkains er að
sjálfsögðu erfiðari hin síðari ár
en áður um nokkurt skeið.
Margir haía lagt í kostnað við
húsabætur og ræktun, og eiga
því örðugt með að láta bú-
skapinn bera sig með því af-
urðaverði sem er.
En lífsbaráttan er víðar erfið
en í sveitunum. Kaupgjald er
að vísu hátt, einkum í þeim
bæjum, þar sem verklýðssam-
tökin eru sterk. En hátt kaup-
gjald hjálpar ekki nema því
aðeins, að vinnu sé hægt að
ía.
Hugur fólks virðist einkum
stefna til Reykjavíkur. Þar
muni ánægjulegast að eiga
heima. Þar sé lífsþægindin
fullkomnust og flestir afkomu-
möguleikar. Allt er þetta rétt
að vissu leyti. En fólkið í
Reykjavík er orðið of margt í
lilutfalli við atvinnufyrirtækin.
Það sýna skráningar hinna at-
vinnulausu. Það sýna hinar
háu fjárhæðir, sem varið er í
atvinnubótavinnu, og þó kann-
ske einkum kröfurnar um
margfalt hærri fjárhæðir í
þessu skyni en unnt er að
veita. Og loks hinar hraðvax-
andi fjárhæðir, sem' varið er til
fátækraframfæris í Reykjavík.
Og þótt kaupgjaldið sé hátt
fyrir hverja klukkustund, þá
kemur það ekki að haldi, ef
litla eða enga vinnu er að hafa
mánuðum sæman.
Enda er neyðin orðin svo
mikil út af atvinnuskorti í höf-
uðstaðnum, að meirihluti bæj-
arstj órnarinnar hefir heitið
þeim skipum sérstökum íviln-
unum í hafnargjöldum, og þeim
ekki smávægilegum, sem láti
Reykvíkinga eina sitja. fyrir at-
vinnu.
Loks kemur svo til greina,
hin míkla dýrtíð, sem hér er á
öllum sviðum. Fiskurinn, al-
gengasta fæðan, kostar hér
margfalt við það, sem er ann-
arstaðar, húsaleigan er eins og
allir vita,, og „þægindin“ gas,
rafmagn og miðstöðvarhitun,
allt kostar þetta mikla peninga.
Og enn eru þær kröfur gerðar
hér um klæðnað og skófatnað,
sem krefja meiri tilkostnað en
víðast annarstaðar, og óhægra
en margur heldur að brjóta í
bága við þá tízku.
Hjón nokkur bjuggu búi sínu
norður í landi við góðar ástæð-
ur. Einkabam þeirra var
heilsulítið og þurfti læknis-
hjálpar og sjúkrahúsvistar.
Mun það hafa verið aðalorsök-
in til þess að þau seldu búið
og fluttust til Reykjavíkur á
síðastliðnu hausti. Hjónin eru á
miðjum aldri, og bæði vel vinn-
andi Allan veturinn gekk bónd-
inn atvinnulaus, þar til komið
var fram á vor, þá fékk harui
atvinnubótavinnu í 4—5 vik-
ur en konan vann af og til
að þvottum hér og þar í hús-
um.
Hefir þessi bóndi skýrt svo
frá, að andvirði búsins yrði
fljótt að fara, ef ekki rættist
úr um atvinnuna, og nú er hann
kominn í atvinnuleit sumar-
Framh. á 4. síðu.
Reykjavík, 16. júlí 1935.
Svafar
Guðmimdsson
nerfar sáiiabo 6>i og
er sagt upp siarfi
Stjórn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga hefir með bréfi
dags. 1. júlí sagt Svafari Guð-
mundssyni starfsmanni Sam-
bandsins upp starfi, frá 1. jan.
n. k.
Uppsögn þessi er eingöngu
byggð á því, að blað sem Svaf-
ar ber ábyrgð á, hefir stutt
þær upplognu ásakanir, sem
Morgunblaðið hefir borið á
húsbónda hans, forstjóra Sam-
bandsins.
1 engu verzlunar. eða at-
vinnufyrirtæki er hugsanlegt,
að undirmanni geti haldist
uppi að vera riðinn við róg-
mælgisofsóknir á æðsta mann
þeirrar stofnunar, sem hann
vinnur við, og jafnhliða haldið
áfram að vera starfsmaður
þess.
Morgunblaðið hefir sagt um
forstjóra, Sambandsins, að
hann hafi um ákveðið efni gef-
ið falsvottorð og sé í þjónustu
lyginnar. Forstjórinn stefnir
fyrir þessi ummæli og eru þau
dæmd dauð og ómerk. En þrátt
fyrir dóminn heldur Morgun-
blaðið áfram sömu dylgjuml og
ósannindum og undir þennan
áróður tekur blað Svafars Guð_
mundssonar, og' það svo áber-
andi, að Tryggvi Þórhallsson,
sem ásamt Svafari er í útgáfu-
stjórninni, birtir samstundis
yfirlýsingu um, að þessi árás
sé komin fram án hans vilja og
vitundar.
Morgunblaðið leit einnig
þannig á, að blað Svafars hefði
á mjög áberandi hátt stutt mál-
stað þess gagnvart forstjóra
Sambandsins.
Þegar stj órn Sambandsins
kom saman til fundar næst á
eftir þessum atburðum, litlu
eftir áramótin síðustu, liggur
málið þannig fyrir, að undir-
máður í Sambandinu ber á-
byrgð á málgagni, sem látið er
taka undir hina auðvirðilegustu
lógmælgi um yfirmann hans 1
stofnuninni. Stjóm Sambands-
ins gefur þá Sv. G. kost á að
hreinsa sig af ábyrgðinni á þess
um verknaði, með því að Svaf-
ar segi sig úr útgáfustjórn
þess blaðs, sem hlut átti að máli
og þá jafnframt, til að fyrir-
byggja, að hið sama kæmi fyrir
aftur.
Þegar stjórn Sambandsins
kemur næst á fund, í sambandi
við aðalfund Sambandsins í
júnímánuði s.l., þá hefir Sv. G.
neitað þessu sáttatilboði skil-
yrðislaust, og sendi þá sam-
bandsstjórnin honum uppsögn
með hálfs árs fyrirvara.
Uppsögnin byggist þessvegna,
eingöngu á þeim sjálfsögðu og
alviðurkennudu siðferðiskröfum
sem gilda um allan heim í heið.
arlegum fyrirtækjum.
Til frekari áréttingar má geta
þess, að Sambandið hefir, bæði
nú og áður, í þjónustu sinni
menn af öllum stjórnmálaflokk-
um, án þess að það hafi nokk-
urntíma haft áhrif á starfsað-
stöðu þeirra þar.
En stjórn Sambandsins hefir
sýnt Sv. G. alveg sérstakt um-
A víðavangi
Lítil er sýslumannsgleðin.
Magnús sýslumaður á Eski-
firði hefir fimm sinnum fallið
við þingkosningar fyrir Fram-
sóknarmönnum og ber illa harm
sinn. Einkum ber hann þungan
hug til Sveins í Firði, sem allra
rnanna mest hefh' unnið að því
að gera stefnu Framsóknar-
flokksins vinsæla í Suður-Múla-
sýslu. Símaði sýslumaður í Mbl.
að Sveinn í Firði hefði ráðist
á forna samherja á fundi í
Mjóafirði og telur Mbl. þetta
mikinn feng fyrir íhaldið.
En reynslan var önnur. Á
þessum fundi voru 80 íundar-
menn, þar af einn íhaldsmaður
annar en yfirvaldið. Allt hitt
Framsóknarrnenn. — Jörundur
keyrði sýslumann í kútinn og
rak ofan í hann hvert atriði,
þar sem hann reyndi að fegra
mál íhaldsins. Fundurinn var al-
veg eindregið fylgjandi Fram-
sóknarmönnum, að því fráteknu
að Sveinn lýsti ósk um aðra af-
greiðslu á tveim smámálum, og
var hvorugt þeirra flokksmál
Framsóknarmanna.
En vel má sýslumaður gæta
að, hvílíkur munur er á mann-
dómi og æfistarfi þeirra Sveins
og hans. Sýslumaður hefir ver-
ið þýðingarlaus embættisbrúða,
en Sveinn staðið í fylkingar-
brjósti umbótamanna í landinu
í heilan mannsaldur.
Vinnudeilurnai'.
Gálauslega fara þeir með eld.
inn á Siglufirði, útvegsmenn og
kommúnistar. Hafa þeir efnt til
vinnudeilu með mikilli heift.
Alþýðuflokksménn hafa síðan
tekið að sér bam kommúnista.
Sennilega athuga þeir það ekki,
sem að deilu þessari standa,
hve vís ósigur bíður beggja.
Nú er veðurblíða norðanlands
og gnægð síldar. En á meðan
er rifist um kaup fyrir vinnu
við síld, sem er óveidd í sjónum.
Allir vita, að nú eru ekki tímar
til að hækka kaup, samfara
vantandi markaði og mikilli
sölutregðu. En takist að hækka
kaup í landi, þá lækkar það um
leið kaup sjómannanna, sem
ekki hafa á að treysta nema
hlutinn sinn. Því meiri sem
kaupstreitan er í landi, því
verri verður kostúr sjómann-
anna, einmitt þeirra, sem erfið-
asta hafa vinnuna og leggja
mest í hættu.
Sennilega heldur uppboðið í
sjávarútveginum áfram þar til
bankarnir, atvinnurekendumir,
verkamenn og sjómenn verða
allir þrotnir að kröftum. En
varla verður þeim mönnum
hælt fyiir djúphyggni, sem láta
kommúnista hefja slíkan dans.
Rrottrekstur Tr, Þ.
Eftir því sem Dagur hermir
eftir góðum heimildum, stóð
burðaiiyndi, fyrst gefið honurn
margra mánaða frest til þess
að ákveða, hvort hann yfirleitt
vildi halda starfi sínu, og loks,
þegar til uppsagnar kom, gefið
honum lielmingi lengri frest en
venja mun vera til í verzlunar-
fyrirtækjum.
meira en lítið til hjá litla-íhald-
inu hér á dögunum. Bjarni Ás-
geii’sson og Tr. Þ. höfðu ákveð-
ið í stjórn Búnaðarfél. Isl. að
ráða' Steingrím skólastjóra á
Hólum fyrir búnaðarmálastjóra.
Hafði Tr. Þórhallsson leitt orð
að slíkri ráðningu fyrir mörg-
um árum og með henni féll nið-
ur hin óvinsæla tvískipting á
forstöðu búnaðarmálanna. En
litla-íhaldið vildi ekki fá dug-
andi mann að félaginu. Það
fylltist af mikilli gremju, og
bar Svafar Guðmundsson
fram tillögu um að reka
Tryggva úr sprengiliðinu. Jón í
Stóradal studdi tillöguna. Mátti
minnstu muna að Sv. Guðm.
hefði sitt fram, en ekki varð
þó úr því í það sinn.
Vel sýnir það innræti litla-
íhaldsins, að það telur það skóg
gangssök, ef einhver félagsmað.
ur á þeim bæ leyfir sér að vera
ekki með íhaldinu í málum1.
Magnús Torfason fékk að kenna
á því og það sýnist vera bláber
tilviljun að Tr. Þ. er ekki kom-
inn sömu leið.
Stórmerk samgöngubót.
Hið nýja skip, Laxfoss, sem
fyrst og fremst hefir verið
byggt til ferða milli Borgar-
ness og Reykjavíkur, er ný-
komið og hefir þegar hafið
ferðir sínar. Um ganghraða og
flestan útbúnað tekur Laxfoss
langt fram þeim farartækjum
sem notuð hafa verið á þess-
ari leið. En auk þeirrar sam-
göngubótar, sem1 af komu
þessa. nýja skips hljóta að
leiða beinlínis, hefir verið kom-
ið skipulagi á bifreiðasamgöng-
ur til og frá Borgarnesi, sem
ástæða er til að vekja sérstaka
eftirtekt á. Verður nú t. d.
farið milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar á einum degi hvort
heldur lag-t er upp að norðan
eða sunnan, með því að nota
hina hröðu ferð Laxfoss milli
Borgarness og Reykjavíkur, og
jafnvel fyrir lægri fargjöld en
áður, meðan ferðir þessar tóku
lengri tíma. Hefir nú orðið
mikil umbót á samgöngum
hins víðlenda Faxaflóaundir-
lendis, sem jafnframt hefir á-
hrif fyrir fjarlæg byggðarlög
og landsfjórðunga.
„Að slá“.
Ekki er víst að allir aðkomu-
menn sem til höfuðstaðarins
koma þekki merkingu þessara
oi ða eins og þau eru stundum
notuð hér í höfuðstaðnum.
Hér eru sem sé til „sláttu-
menn“ og þeir allmiklir fyrir
sér sumir hverjir. Eru þetta
rnenn, sem geta haft það til að
,,róa“ í hvern sem er, biðja þá
um „lán“ eða „hjálp“ eða jafn-
vel að gefa sér 10 krónúr, 5
krónur, 2 krónur, eina krónu,
og geta jafnvel látið svo lítið
að færa sig niður í 25 a,ura.
Og skýringarnar sem gefnar
eru á því, hversvegna þetta sé
alveg sérstakt gustukaverk,
eru „heilsuleysi“, þeir hafi
ekki „smakkað mat“ dögum
saman, „eigi hvergi inni“, hafi
verið „reknir út af Hernum“.
Ellegar þá þeim mun átakan-
legri lýsingai- af ástæðum ná-
komins skyldmennis. En und-
antekningarlítið eru þetta
XIX. áif.
Pálmi Hannesson rektor
lagði af stað í gær við áttunda
mann í rannsóknarför á öræfa-
svæðin norðaustur og austur
af Vatnajökli. Verða stundað-
ar grasafræði- og gróðurrann-
sóknir á hálendinu, dýrafræði-
athuganir, einkum allt það er
lýtur að fuglum, jöklarann-
sóknir og jarðfræðiathuganir.
Þetta er fjölmennasti íslenzk-
ur leiðangur, sem farinn hefir
verið til rannsókna á náttúru-
fari landsins.
menn, sem „hafa. þetta fyrir
atvinnu“ og langoftast drekka
þá út meginið af því sem þeir
„slá“. Ástæðan til að frá þessu
er skýrt, er sú, að sá sem þetta,
ritar, hefir veitt því athygli,
að þeir aðgangsfrekustu þeirra
manna, sem „halda sér uppi“
með þessum hætti, eru hvað
helzt á eftir aðkomumönnum
sem til bæjarins koma. En þeir
stilla þá fremur „hjálpinni" í
hóf, ef þeir vita að það er ekki
öldungis víst, að það megi
reiða sig á hvert orð sem
„sláttumennirnir“ kunna að
segja um hagi sína.
„Flakk“.
Valtýr Stefánsson lætur
Morgunblaðið að vanda senda
J. J. kveðjur sínar, í hvert
sinn er hann fer að heiman. Að
þessu sinni bölsótast hann út
af því, að gjaldeyrisnefnd skuli
úthluta J. J. nokkur hundruð
króna gjaldeyri, en aðalerindi
J. J. er að sitja fund lögjafn-
aðarnefndarinnar í Kauj>
mannahöfn. Kallar Valtýr þetta
„flakk“. Þetta hugtak, sem
Valtýr er svo s mekklegur að
nota undir kringumstæðunum,
mætti verða til þess, að m'eira
eftiriiti yrði komið við héreftir
en hingað til m'eð utanförum
til skemmtiferða. Er það opin-
bert leyndarmál, að fjöldi
fólks fer utan með að kalla
hverju skipi, án þess að hafa
íengið gjaldeyri með lögform1-
legum hætti. Þykir líklegast að
ýms verzlunarfyrirtæki hafi
þai' í frammi einskonar smygl-
un, láti erlend viðskiftafirmu
sín greiða skjólstæðingutti! sín-
um fé. Mætti þrengja að slíkri
misnotkun gjaldeyris með því,
að lögákveða, að enginn fengi
far með skipi til útlanda, sem
ekki hefði vottorð gjaldeyris-
nefndar um, að hann hefði
tryggt sér gjaldeyri til dvalar
eriendis. Er ekki öldungis víst
að allir þeir sem aftur kynnu
að setjast við slíka ráðstöfun,
þættust hafa átt það að Valtý,
að hann yrði upphafsmáður
slíkrar aðgerðar.
Utan úr heimi
Abessiníudeilan.
Abessiniddeilan hefir verið
nelzta umræðuefnið seinustu
viku. Virðist flest benda til þess
að deilan ætli ekki að leysast
friðsamlega og að Mussolini
haldi fast við þá ákvörðun, að
útkljá hana með vopnum. Hef-
ir hann nýlega birt þær kröfur,
að Ítalía fái svipuð yfirráð í
Abessiníu og Englendingar í
Egiptalandi, og landamærunum
\erði breytt ítölum í hag.
Segja ítölsk blöð, að Itölum
gangi gott til, þeir vilji auka
menninguna í Abessiníu, efla
verklegar framfarir og afnema
þrælahald. Hefir mörgum þótt
býsna furðulegt, að helzta ein-
ræðisþjóð álfunnar skuli hafa
það síðastnefnda fyrir ástæðu
til ófriðar við aðra þjóð.
Enski þjóðabandalagsráðherr.
ann, Antony Eden, fór fyrir
nokkru til Rómaborgar og
íæddi um utanríkismálin við
Mussolini og mun Abessiniudeil-
an hafa helzt borið á góma. En
Abessinia hefir, sem kunnugt
er, óskað eftir milligöngu og
aðstoð þjóðabandalagsins, og
takist því ekki að leysa deiluna,
er það jafnframt dæmt ómátt-
ugt til að afstýra ófriði. Er
Englendingum, sem öflugustu
verndurum þjóðabandalagsins,
því mikið áhugamál, að deilan
verði leyst friðsamlega.
I þessu samtali lagði Eden
fram þá tillögu í úrnboði og
nafni brezku stjórnarinnar, að
Englendingar létu Abessiníu
eftir aðgang að sjó og 50
mílna langt og 12 mílna breitt
landssvæði, gegn því að Abes-
sinía léti Itölum eftir nokk-
urn landshluta, og yrði deilan
leyst á þeim grundvelli.
En Mussolini svaraði þessu
tilboði hiklaust neitandi. Og
ítölsk blöð hafa tekið því með
miklum kulda í garð Englend-
inga, Sömuleiðis frönsk blöð,
sem telja að Englendingar séu
hér að skipta sér af málum, er
þeim séu óviðkomiandi. Er það
helzt að heyra á Frökkum, að
þeir muni vinna það til vin-
fengis Itala að vera hlutlausir.
Skýrslur hafa nýlega verið
birtar um herflutninga Itala,
cg samkvæmt þeim hafa þeir
flutt yfir 100 þús. hermenn
austur, vel búna af hverskon-
ar stríðstækjum. Hermálaráð-
herra Abessiníu hefir nýlega
sagt í samtali vi blaðamann,
að Abessinía gæti á skömttium
tíma aukið her sinn í 900 þús.
manns, og þó þessi her væri
ver búinn en ítalski herinn að
vopnum, væri hann vanari öll-
um staðháttum og fús til þess
að berjast og deyja meðan
nokkur maður stæði uppi.
Hafa Abessiníumenn jafnan
verið álitnir mjög herskáir og
ófúsir að láta sinn hlut. Og
landshættir og óhagstæð veðr-
átta gerir Itölum aðsóknina
örðuga. Þannig bannar veðr-
átta þeim að hefja hernaðar-
starfsemina fyr en í haust. Það
bendir því margt til, að þeirú
muni veitast erfitt að sækja
gull í greipar Abessiíumanna.
Og einu sinni áður hafa Italír
háð við þá ófrið, og beðið hina
mestu hrakför.