Tíminn - 16.07.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1935, Blaðsíða 3
TlMINN 11» Ef bændur nota ekki til eig-in þarfa allar húðir og skinn, sem falla til á heitnilum þeirra ættu þeir að biðja kaupfélag sitt að koma þessum vörum í verð. — Samband ísl. sarnvinnufelaga seldi naufgpipahuðir, hrosshúðir, kálfskinn. lambskinn og selskinn síðast- liðið ár til útlanda fyrir fullar 80 þús. krónur. Nauf- gpipahúðir, hrosshúðip og kálfskinn er bezt að salta, en gera vetður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum. borgar sig. Þeir stúdentar, sem ætla að sækja um garðsvist næsta vetur, sendi umsóknir sínar fyrir 1. ágúst næstk. Garðstjórnin Bændaskólinn á Hólum í HJaltadal starfar í tveiraur deildum næsta vetur. Kenndar verða aðal greinar búfræðinnar, auk stuðningsgreina. Einnig smíðar, söngur og ieikfimi. Verkleg kennsla verður vor og haust. Nokkrir piltar geta fengið atvinnu sumarlangt. Dvalarkostnaður s.l. vetur var tæpar 300 kró'nur. Umsóknir um skólavist sendist undirrituðum að Gunnarsholti á Rangárvöllum. Krfstján Karlsson 9. — Hvít og mislit úrgangs- haustull. 10. — Hvít haustulþ óþvegin, laus vi8 skarnsnepla, blóðskorp- ur og skinnsnepla. 11. — Öll mislit haustull óþvegin, sem að öðru leyti en lit full- nægir sömu skilyrðum og 10. flokks ull. 2. gr. Sú ull, sem eigi er vel þurr, er ekki hæf til útflutnings, eigi heldur ull, sem ekki fullnægir skilyrðum neins af íramangreind- um flokkum, eða ull, sem talin verður svikin verzlunarvara. 3. gr. Merkja skal ullarsekk þannig: Efst á hliðina sé stimplað orðið „Icelund". í línu neðar sé rómversk tala, er sýni úr hvaða flokki ullin sé. í línu þar fyrir neðun sé skamm- stafað, þó ekki með færri en tveim bókstöfum, nafn seljanda. I línu þar fyrir neðan skal vera áframhaldandi töluröð sekkja úr hverjum flokki, svo að sjáist sekkjatala sú af hverjum flokki, sem liver einstök verzlun eða kaup télfeg sendir eða selur til útflutn- ings. Reglur þessar eru hér með sett- ar, samkvæmt lögum nr. 107, 11. ágúst 1933, um ullarmat, til þess að öðlast gildi og birtast til eftir- breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máii. Jafhframt falla úr gildi reglur um sama efni frá 1. sept. 1926. Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytið, 1. apríl 1935. Hermann Jónasson. /Vigfús Einarsson. Ég hefi nú þegar sent öll- um ullarmatsmönnum í Suður- landsumdæmi og öllum! ullar- matsmönnum landsins ofan- skráðar reglur og matsvottorð í samræmi við þær, með beiðni um að þeir sjái um útbreiðslu þeirra sem mest meðal bænda og annara manna, sem ull selja. Auk þess vil ég birta þær í þeim blöðum, sem víðast fara um byggðir landsins, svo að hver maður, sem þau les, geti átt þær sér til leiðbeiningar við heimaaðgreiningu ullarinnar, — regla, sem nú orðið tíðkast all- víða, en sem æskilegt væri að yrði almennt upp tekin meðal allra, sem ull selja og fram- leiða. Ég álít það þýðingarmikið atriði, að bændur öðlist sem beztan skilning og æfingu í mati ullarinnar, með því að und irbúa og aðgreina ullina heima áður en metið er, og á þann hátt flýta matinu að miklum mun. Eins vænti ég þess að ullar- matsmenn ræki starf sitt af vandvirkni og samvizkusemi, fari sem allra mest eftir erind- isbréfi og reglum þeim, sem nú ligg'ja fyrir. Og að endingu vil ég minna á þetta þrent: Bændur, munið, að gott kjöt og góð ull fylgjast ávalt að. Bændur, munið, að góð verk- un ullarinnar er ykkar hagur. Matsmenn, munið, að gott og rétt mat vekur og viðheldur tiltrú og trausti ullarkaupend- anna og útilokar öll klögumál og málaferli. Farsælasta. og heilbrigðasta ráðið til þess að draga úr yfir- standandi kreppu og viðskipta- öi’ðugleikum er vöruvöndun. Bezta varan er ávalt seljanleg- ust. Þorvaldur Ámason. yfirullarmatsmaðui- FrétHr Silelldir óþurkar hafa verið á Suðurnesjum undanfarinn mánað- artíma og hefir fiskur aldrei ver- ið breiddur allan þann tíma. Sláttur byrjaði snemma, en öll hey eru óhirt og liggja þau undir skemmdum. Samkvæmt fregn, sem birzt hef- ir i dagbiaði í Kaupm.höfn, hafa danskir kaupmenn ákveðið að kaupa 6 þúsund tonn af íslenzk- um saltliski með það fyrir augum, að fullverka hann á Amager og flytja hann til Spánar, sem dansk-íslenzkan þurrfisk. Jónas Jónsson alþm. og frú fara utan með Brúarfossi í kvöld. Fer Jónas til að sækja fund lögjafn- aðarnefndarinnar. Hermann Jónasson forsætisráð- herra kom í gær heim úr ferða- lagi sínu um Strandasýslu. í Dölum vestra hefir grasspretta verið ágæt og er sláttur byrjaður fyrir nokkru. En mjög óþurka- samt hefir verið þar að undan- förnu og hefir m. a. gengið mjög erfiðlega með ullarþurkun. Talsamband við útlönd. Undan- farið hefir verið unnið að því að fullkomna talsambandið við út- lönd um hina nýju talstöð í Gufu- nesi. Er hún orðin svo fullkomin, að hægt er að tala á milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, en stöðin verður þó ekki opnuð til almennra afnota fyr en um 1. á- gúst n. k. För Staunings til íslands og Ameríku hefir verið frestað um ó- ákveðinn tima, og er ekkert látið uppi um orsakir til þess að svo stöddu. Enska stjórnin hefir sett nefnd á laggirnar til þess að rannsaka bver muni vera heppilegasta flug- leið milli Ameríku og Evrópu. — Flugleiðin um ísland og Grænland er að dómi sérfræðinga flugfélags- ins Imperial Ainvays talin hin bezta. Sömuleiðis hefir verið á- kveðið að flugfélagið Imperial Air- ways fái ríkisstyrk til þess að gera tilraunir um smíði flugvéla, er nota skuli á þesari leið. V erzlunar jölnuðurinn. Fyrstu 6 mánuðina hefir innflutningurinn numið 22,9 milj. kr. en útflutning- ininn 16.6 milj. kr. Á sama tima í fyrra var innfl. 24.5 milj. kr. en útflutningurinn 10.2 milljónum króna. Afli og flskbirgðir. l. þ. m. var iiskaflinn á öllu landinu orðinn 47.265 smál., miðað við fullverkað- an fisk. Er það tæpum 10 þús. smál. minna heldur en í fyrra. — Fiskbirgðimar voru á sama tíma í ár 38. 763 smál., en voru í fyrra 44.301 smál. Útfiutningur á Laxi. Fyrstu sex mánuði ársins hafa verið flutt út 7.670 kg. af laxi fyrir 13.900 kr. Á sama tíma í fyrra var útflutning- urinn 3.820 kg. fyrir 5.560 kr. Á Melrakkaslóttu hafa verið þurkar og blíðviðri seinustu daga. Sláttur er ný byrjaður en tún eru víðast illa sprottin. Fjarðarheiði bílfær. Lokið er nú við að hreinsa snjó af Fjarðar- heiðarvegi og verður heiðin vænt- anlega bílfær á næstunni. Hitar eru nú dglega á Seyðisfirði og far- ið að hirða fyrstslegin tún. íþróttamót Borgiirðinga var háð á bökkum Hvítár sunnud. 7. þ. m. Sótti það fjöldi manna, en þó eitt- hvað færra úr Reykjavík og lengra að vegna ills veðurútlits. En veðrið var gott allan daginn og fór mótið tiið bezta fram. Nokkuð varð vart þess að allmargir höfðu neytt á- fengis, en þó ekkl svo að truflun vlli eða friðarspjöllum. þátttaka í íþróttum var ekki góð. Virðast þeir vngri standa að baki þeim eldri um getu eða vilja til að taka þátt í þeim, því í gamla daga var þátt- taka jafnan góð. Fyrstur í 100 m. sundi varð Jóhann Sigurðsson frá Vogi. í drengjasundi (50 m.) Jón jJórisson frá Reykholti, í kvenna- sundi (50 m.) þórdís þorkellsdóttir Borgarnesi. Synt var í Norðurá. í 3000 m. hlaupi varð fyrstur Bjami Bjarnason frá Máfastöðum, en ann- ar Hjörleifur Vilhjálmsson, Tungu- felli. I 100 m. hlaupi varð fyrstur Jakob Sigurðsson Hömrum, annar Kjartan Bergmann frá Flóðatanga. I hástökki og iangstökki vann Jak- ob Sigurðsson, Hömrum. Reiptog ínr fram milli Borgfirðinga og Mýramanna og unnu Borgfirðing- ur eftir harða viðureign. Nokkrir söngmenn úr Karlakór Reykjavík- ur skemmtu öðru hvoru og gátu þeir sér að vanda hinn ágætasta orðstír. Ennfremur voru ræðuhöld og loks stiginn dans af miklu fjöri á danspalli, sem girtur var með laufskrúði á aila vegu. Embættisprófi í læknisíræði luku nýlega þessir kandídatar: Bjarni Jónsson, Guðmundur .Gíslason, Kristján þorvarðsson og Ölafur Gíslason, allir með I. eink. Daníel Daníelsson, Erlingur Tulinius, Kristján Hannesson, Ólafur Hall- dórsson og Viðar Pétursson, allir með II. betri einkunn. Sundkunnátta bjargar mannslifi. Nýlegu reyndi stúlka að fyrir- fara sér á Akureyri með því að fleygja sér í sjóinn fram af Ytri- Torfunessbryggjunni. Háseti af síld arskipinu Súlan, Gunnar Klemenz- son frá Álftanesi, steypti sér eftir henni og tókst honum með frábær- um vaskleik að bjarga henni frá drukknun á síðustu stundu. Knattspyrna virðist sú íþróttin, sem langmest ítök á t. d. í höfuð- staðarbúum. í fyrrakvöld voru þúsundir áhorfenda á íþróttavell- inum til þess að horfa á fyrsta kappleik, sem þýzkur úrvalsflokk- ur knattspyrnumanna háði þar við Knattspyrnufélag Reykjavík- ur, og þó mátti telja, að veður væri eins óhagstætt eins og það getur orðið hér á Suðurlandi um þetta leyti árs. Leikslok urðu þau, að þjóðverjarnir skoruðu 3 mörk cn íslendingamir ekkert. En allt um! það var leikur þeirra sem töpuðu um margt hinn röskvasti. Og báðir léku mjög drengilega. Hjónaband. 12. þ. m. voru gefin saman i lijónaband Auður Jónas- dóttir (Jónssonar alþm.) og Ragn- ar Ólafsson lögfræðingur. Forstjórarnir Bjami porsteinss. oy Gústavsson frá Reykjavík Jiafa verið á Seyðisfirði undanfarið að tilhlutun stjórnarinnar, til að at- liuga skilyrði fyrir frystihús, beina mjölsverksmiðju o. fl. Símablaðið, 1. og 2. tbl. yfirstand- andi árg. er komið út. það er gefið út af Félagi ísl. símamanna og eru á þessu ári liðin 20 ár frá stofnun þess og síðan blaðið hóf göngu sína. Blaðið flytur að þessu sinni margar greinar um símamál og félagsmál símamanna. Ferdameun ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Munid aö gjalddagi blaðs- ins var 1. júní flest undanfarin ár selt allt kjöt sitt innanlands, og því þótti varla gerlegt að takmarka það nú. Smákaupmenn, sem höfðu fátt sláturfé, fengu yf- irleitt núklu hærri leyfi hlut- fallslega, en sambandsfélögin. Átti það og nokkurn þátt í þessu, að félögin stóðu yfir- leitt betur að vígi um útflutn- ing, en margir aðrir. Reynt hefir verið að æsa menn til mótstöðu við kjötlög- in og til fjandskapar við Sam- bandið, með því að læða þeirri hugsun inn, að bændur hér í nærsýslum Reykjavíkur „eigi‘‘ Reykjavíkurmarkaðinn, hafi „borgað“ hann með verðjöfn- unargjaldinu, og því megi aðr- ir þar ekki nærri koma. Til þessa er því fyrst og fremst að svara, að allir sem selja á inn- lendum markaði, borga sama verðjöfnunargjald, að enginn „á“ markaðinn, umfram það sem aðstaðan leyfir, og að framleiðendur í nærsveitum Reykjavíkur hafa verulega taetri aðstöðu aðeins í slátur- tíðinni, en frosið kjöt er nú orðið jafn auðvelt að selja hér, livaðan sem er af landinu, þar sem aðstaða er til kjötfryst- ingar. Ég hefi áætlað, að bændur hafi fengið 25 aura hærra verð að meðaltali fyrir hvert kg. af dilkakjöti sem selt var á inn- lendum markaði frá haust- kauptíð 1934, en árið áður. Nemur þetta þá á dilkakjötið um 450 þús. kr. Hér fyrir utan er svo verðjöfnunargjaldið, sem mun verða um 150 þús. kr„ og ekki of í 1 agt, að á öðru kjöti muni verðhækkunin nema um 70—100 þús. kr. — Verðhækkun alls vegna að- gerða kjötlaganna nemur þá um 700 þús. króna. Ef ekkert hefði verið að- hafst, er að vísu líklegt, að reynt hefði verið hér í Reykja- vík að setja verðið í kauptíð- arbyrjun svipað því sem var haustið 1933, þó lakar liti út með sölu á dilkakjöti í Bret- landi; en þegar komið hefði fram á kauptíð og séð varð, hvað fyrir kjötið fékkst á er- lendum markaði, hefði verið með öllu ómögulegt að halda verðinu uppi. Tjónið, sem af Jæssu hefði hlotizt fyrir fram- leiðendur, reyni ég ekki að meta til peninga. Þann 1. júní voru óseld um1 190 tonn af dilkakjöti og 118 tonn af ærkjöti og sauðakjöti. Þegar útflutningskjöt, um 74 tonn, er frádregið. Ennfremur 270 tn. dilkakjöt og 420 tn. roskið, sem ætlað er til sölu innanlands. Tel ég nokkumveg- inn víst, að frosna dilkakjötið verði allt selt fyrir júlílok og rnikið af ærkjötinu. Saltaða dilkakjötið ætti einnig að selj- ast í júlí og ágúst, en hætt við að menn brenni inni með eitt- hvað af saltkjöti af rosknu fé, en þó ætti að vera hægt að selja það í sumar, ef verðið er sett nógu lágt. Álít ég þennan árangur ágætan, eftir því sem útlitið var í fyrrahaust. Hefir ekkert áskort um hrakspár þeirra manna, sem óskuðu ó- farnaðar öllu „skipulagi“ og skynsamlegum vinnubrögðum í sölumálum landbúnaðarvar- anna. Mega samvinnumenn ó- neitanlega vera ánægðir, að á- rangurinn þessa fyrsta árs liefir orðið svo góður, eins og útlitið var ískyggilegt í haust. Fisksölumálin. Svo sem áður er getið, af- greiddu Sambandsfundirnir til- lögur um framtíðarskipun fisk- sölunnar. Sambandsstjórnin sendi þessar tillögur til stjórn- ar Fisksölusambandsins, sem lofaði að taka þær til athugun- ar og koma þeim á framfæri við fiskframleiðendur. Hélt svo Fisksölusambandið fund um málið í októbér og kallaði til nokkra fulltrúa fré fiskfram- leiðendum. Fyrir Sambandsfá- lögin mætti V. Þór. Hélt hann þar fast fram tillögum sam- vinnumanna. Svo sem vænta mátti vildi meirihluti fundar- manna lítið gera og lauk þar málum um sinn. Framsóknarflokksmenn og jafnaðarmenn á þingi sáu að ekki varð hjá því komizt, að löggjafarvaldið skærist eitt- hvað í þessi mál, þar sem inn- ílutningstakmarkanir í mark- aðslöndunum gátu valdið hin- um mestu vandræðum fyrir fiskframleiðslu landsmanna. Með harðfylgi þessara flokka tókst svo að fá samþykkt lög um Fiskimálanefnd. Þegar að þeim tíma kom, að úr því skyldi skorið, hvort fiskframleiðendur vildu halda Fisksölusambandinu áfram, var ekki hægt að ganga fram hjá lögum þessum. Fóru fram samningar um málið milli nokkurra forustumanna fiskút- flutningsins og atvinnumála- ráðherra Haralds Guðmunds- sonar. Eftir að fullvíst þótti, að ekki væri óbrúanlegt djúp milli þeirra, sem mestu höfðu ráðið í fisksölumálunum1 og samvinnumanna, sem gert höfðu tillögur um skipulags- breytingar, boðaði Fisksölu- sambandið til fulltrúafundar. Var þetta óbeinlínis þvingað fram í skjóli fisksölulaganna. V. Þór mætti enn fyrir sam- bandsfélögin á þessum fundi. Varð niðurstaðan sú, að Fisk- sölusambandið var stofnað í höfuðdráttum eftir tillögum samvinnumanna. Þó varð að víkja all-langt úr leið um at- kvæðisréttinn. Tel ég engan vafa á því, að það er V. Þór mikið að þakka, að svo góður árangur náðist þó á fundinum, sem raun varð á. Stofnun Fisk- sölusambandsins í sinni núver- andi mynd, er ef til vill stærsti sigur sem unninn hefir verið í samvinnumálum hin síðari ár hér á landi. — Fyrirkomulag íélagsins er ekki algerlega að óskum samvinnumanna, enda munu þeir vinna ótrauðir að nauðsynlegum breytingum á félagsskapnum. Grundvöllurinn er lagður og er það aðalatriðið. Við umræður og meðferð fisk- sölumálsins hefir það komið glöggt í ljós, að formælendur samkeppninnar i viðskiptum hafa tekið ekki svo litlum sinnaskiptum. Nú heyrist ekki á það minnst, að rétt sé að taka upp aftur samkeppnis- glundroðann, sem var einráður í fiskverzluninni fram á síð- ustu ár. Sigurinn er þó ekki fullunninn enn, svo vel verður að vaka yfir því, að ekki sæki í gamla horfið, en ég hefi þá trú á samvinnu og mætti sam- takanna, að ekki þurfi að ótt- ast um endanlegan sigur, eins og málinu er nú komið. Ég- hefi rakið nokkuð gang afurðasölumálanna á árinu sem leið og það sem af er þessu árí. Það hafa verið unn- in stórvirki, en verkefnin eru óþrjótandi framundan. í við- skiptastyrjöld þeirri, sem nú er háð þjóða á milli, erum við að lokast inni. Lokun markaða fyrir aðalframleiðsluvörur okk- ar eru nærstæðustu erfiðleik- arnir. Ríkisstjórn og þeir sem verzlunina eiga að annast, verða að vera vel á verði um samninga við viðskiptalöndin og um hagnýtingu markaðs- möguleika þar. — En við verðum líka að haga okkur viturlega heima fyrir. Bændur mega ekki gleyma því, að þeir verða sjálfir fyrst og fremst að nota eigin framleiðslu til matar og fata, eins og þeim er unnt. Mér er sagt — veit þó ekki fullar sönnur á því — að þar sem bændur eiga auðvelt með mjólkursölu, noti þeir mjög lítið af mjólk, ostum, smjöri og- skyri. Sé þetta rétt verður að verða h ér breyting á. Áður en langt líður verður að fara að flytja út o sta og smjör, ef nokkur ný mjólkur- og rjómabú bætast við, og mjólkurframleiðslan eykst enn,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.