Tíminn - 08.08.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.08.1935, Blaðsíða 1
Ojaíbbagl fclttftatti* Ít 1. |úai ÁxBCmamiua teotat 7 ts» 09 löufeelmta d Zau£c.v*Q ip, <5fia» 2353 — PóBtfcóiJ 031 32. blað. Reykjavík, 8. ágúst 1935, XIX. árg. Snorvasafn i Reykholti. Þegar Reykholtsskólinn tók til stai*fa haustið 1931, var á- kveðið að stofna við skólann sérstakt bókasafn til minning- ar um Snorra Sturluson og skyldi safnið heita Snorrasafn. 1 safninu skyldi vera: Allar út- gáfur af ritum Snorra, Heims- kringlu og Eddu ásamt ólafs- sögu hinni sérstöku, íslenzkar og erlendar. Ennfremur rit og ritgerðir um Snorra Sturluson og rit hans. Skyldi safnið verða, þegar tímar liðu, full- fullkomið bókasafn um Snorra- bókmenntir. Þessi hugmynd hefir verið borin undir ýmsa erlenda íræðimenn, einkum norræna, og hafa þeir tekið henni ágæt- lega og heitið safninu stuðn- ingi sínum. Nú mun vera í saíninu rösklega 100 bindi, og eru það mestmegnis gjafir er- lendra manna. Meðal þeirra, sem sent hafa safninu gjafir, má nefna próf. Finn Jónsson, félagið Sverige—ísland, Miss Morris, dóttur William Morris, íslandsvinarins góðkunna, Ein. ar Hilsen, rithöfund o. fl. Þá hefir próf. Paascke í Oslo lof- að að senda safninu nokkuð af bókum, seiri gefnar hafa verið út í Noregi og heima eiga í safninu. Frá Islendingum, búsettumi á íslandi, hefir engin bókagjöf borizt enn. Hinsvegar hefir bæði Alþingi og ríkisstjóm sýnt þessari hugmynd skilning og stuðning. Alþingi veitti safninu eitt árið nokkum fjár- styrk og nú hefir kennslumála- ráðherra falið landsbókaverði að láta gera bókskrá yfir allar þær bækúr og rit, íslenzk og erlend, sem eiga að vera í safn. inu. Vonandi eiga Islendingar eft- ir að hlúa að þessu safni með því að útvega því eldri og yngri útgáfur af ritum Snorra eða ritum um Snorra og rit hans. Betur verður eigi unnt að varðveita minningu frægaata sagnfræðings Islendinga og mesta ritsnillings, en með því, að koma sem fyrst upp í Reyk- holti fullkomnu safni um Snorrabókmenntir. Virðulegri og óbrotgjamari minnisvarða geta Islendingar ekki reist Snorra Sturlusyni. Fjöldi erlendra fræðimanna, sem til landsins komá, leggur nú leið sína að Reykholti. Einkum þó þeir, sem leggja stund á sögu, bókmenntir og l málvísindi og koma til að kynn- ast þjóðinni og tungu hennar. Mun a. m. k. mega fullyrða, að svo að segja enginn slíkur vís- indamaður af Norðurlöndum dvelji hér sem neinu nemur án þess að heimsækja hið fræga höfuðból Snorra. Fornminjar þessa sögustaðar eru vitan- lega litlar eins og gerist hér á landi, þar sem mannvirki voru byggð úr óvaranlegu efni. Því meiri nauðsyn er bókasafns, seiri þessa. til að minna á þann manri, er gerði garðinn frægan. Kjötlögin. Höfundur „mosagreinaiinnar" (Sigurður Kristjánsson) hefir farið af stað í Morgunblaðinu, og samið greinarkorn um kjöt- lögin. Þó greinin í sjálfu sér sé ekki svaraverð, frekar en margt annað, sem höfundur skrifar, þá finn ég ástæðu til að leið- rétta nokkrar verstu villur hennar, því það er alltaf betra að vita í'étt, en hyggja rangt. Undangengin ár hefir verið 20—30% munur á heildsölu- verði kjöts hér í Reykjavík og smásöluverðinu. Haustið 1934 var hann 15% þegar um súpu- kjöt er að ræða, en við það er miðað. Höfundur mosagrein- anna fær þá niðurstöðu af þessu að enginn milliliðakostn- aður hafi sparast fyrir neyt- endur. Engan mun sér hann á 20—30% og 15%. En ég hygg að flestir aðrir sjái hann. Haustið 1933 var fyrsta ílokks dilkakjöt til bænda hér á 72 aura pr. kg. 1934 var það 92 aura. Sannleikurinn er sá, að heildsöluverðið á dilkakjöt- inu 1934 gat kringum allt land gefið 86 aura að meðaltali til bænda. En höfundur „mosa- greinanna“ segir að verðið innanlands hafi ekkert hækkað. Engan mun sér hann á 86 aur- um og 68 aurum, sem var með- alverð,ið í Reykjavík 1933. Þó er þetta gamall barnakennari og ætti að kunna einfaldan frá- drátt. Þegar frá er dreginn meðal innlendur kostnaður, þá geta bændur eftir sölu dilkakjötsins til útlanda, fengíð 54 aura pr. kg. af dilkasaltkjöti (meðal- verð) og 71x/2 eyrir pr. kg. fyr- ir meðal dilkafreðkjöt. Þetta er 1 aurum lægra á saltkjötinu og 6 aurum lægra á freðkjötinu en 1933. Þrátt fyrir þetta, þá verður nú verðið á saltkjötinu heldur hærra en í fyrra, því á það kemur 14% eyris uppbót pr. kg. og freðkjötið talsvert hærra, því á það kemur 9x/2 eyrir í uppbót. En engan mun sér ,,mosagreinar“-höfundurinn á þessu, frá því sem var í fyrra. Mega þó allir sjá, að verðið hefði verið lægra nú, eftir sölunni úr landi hefðj ekk- ert verið aðgert. Og allt þetta segir höfundur gegn betri vitund. Á fundi á Fossvöllum vorum við saman. j Þar sagði ég honum og öðrum ' að það væri aldrei undir hálf miljón króna, sem kjötlögin hefði gefið bændum í aðra hönd. Enginn reyndi að mót- mæla þessu, og ekki hann. Hann veit því vel hver sann- leikurinn er. En því skrifar hann þá ósatt og reynir að blekkja? Hver er tilgangurinn ? Ef hann telur sig hlynntan anda laganna, en sér á þeim misfellur, því þá ekki að rök- ræða þær, í stað þess að tala með skætingi og fara með tóm ósannindi? Eða er verið að reyna að villa mönnum' sýn svo þeir sjái ekki það mikla gagn t sem kjötlögin hafa þegar gert? Ég geri ráð fyrir, að Sigurð- ur og aðrir, sem sátu lands- málafundina í vor, hafi orðið Framjh. á 4. síðu A víðavangi Talsambandið við útlönd Austurleiðin. Regiubundnar bifreiðaferðir eru nú komriar á milli Akureyr. ar og Reyðarfjarðar og sér- leyfi veitt til fólksflutninga á þeirri leið samkvæmt hinum nýju lögunr. Er hér um geisi- mikla vegalengd að ræða og opnaðir nýir og miklir mögu- leikar fyrir þá er kynnast vilja fegurð landsins. Frá Ak- ureyri liggur leiðin austur yfir Vaðlaheiði og fram hjá hinum fagra. Vaglaskógi. Þá er farið um Ljósavatnsskarð, yfir Bárð. ardal, Reykjadal og niður Aðal- dal til Húsvíkur. Frá Húsavík liggur leiðin yfir Reykjaheiði og tekur þá við Norður-Þing- eyjarsýsla. Liggur vegurinn um Kelduhverfi, Öxarfjörð og Hólsfjöll og þaðan um öræfin austur á Jökuldal. í Keldu- hverfi er Ásbyrgi, einn feg- ursti og einkennilegasti staður landsins, og er sá staður sem og fleiri staðir þar í héraði, frægur úr kvæðum Einars Bene diktssonar. En Öxarfjörður er ein fegursta sveit landsins, skógi vaxin mjög. Og eigi er annað fjall fegurra hér á landi, og jafnvel þótt víðar sé leitað, en Herðubreið, séð af HólsfjölL um. En mein er að því, hve vegir eru hér enn ógreiðir, og er þar mikilla bóta þörf. Hafa Norður-Þingeyj arsýsla og Múla_ sýslur hingað til verið sá landshluti, sem langminnst op- inber framlög hefir fengið til vegagerða, þeirra héraða, þar sem annars er sæmilegt vegar- stæði. Á þessu ári hefir þó ver. ið meir en áður hafizt handa í þessum héröðum, og munu þeir sjá, er að koma, að eigi er van- þörf að svo verði áfram haldið. Er t. d. þjóðvegurinn um byggðir frá Kópaskeri um' Sléttu, Þistilfjörð, Langanes og Langanesströnd til Vopna- fjarðar ennþá skammt á leið kominn, og er þar þó um að ræða ágætar sveitir og þorp með góða útgerðarmöguleika. Sements. og áburðarvinnsla á íslandi. Um fátt hefir verið meira talað í Reykjavík þessa viku en greinar þær, seml Nýja dag- blaðið hefir flutt um möguleika til sements- og áburðarvinnslu á íslandi, úr íslenzku efni. Hef- ir sú skoðun verið talsvert uppi á síðustu tímum, að slíkir möguleikar myndu vera fyrir hendi á landi hér, þótt ekkert hafi verið aðhafst til að fá það staðfest fyr en nú. S. 1. haust íol Hermann Jónasson forsæt- isráðherra einum af einkasölu- forstjórum ríkisins, Sigurði Jónassyni, að gera athuganir um þessi mál og láta gera bæði frá viðslriptalegu og vísinda- legu sjónarmiði. Hefir Sigurð- ur síðan kynnt sér þessa hluti með aðstoð íslenzkra og er- lendra vísindamanna og sér- fræðinga annaxa. — Samkv. upplýsingum þeim, er nú liggja fyrir, eru í landi Sauðlauksdals í Barðastrandarsýslu og víðar miklar birgðir af skelja-kalk- sandi, sem er ágætur til se- mentsframleiðslu og nothæfur í kalksaltpétur til áburðar. Leir Kæðumeim af íslands hálfu sitjandi við hljóðnenvaborðið í útvarpssalnum, þegar talsambandið við útlönd var opnað 1. þ. m.: Hennann Jónasson forsætisráðherra, Eysteinn Jónsson fjármáfaráð- herra og Guðm. J. Hliðdal póst- og símamálastjóri. — Á bak við hljóðnemann er þulurinn. i Athöfn sú, er áformuð hafði verið í sambandi við opnun tal_ : sambandsins, hófst kl. 11 f. h. 1. þ. m. Var þá opnað samband j við Danmörku. Kristján kon- j ungur X., sem staddur var í i sumarhöll sinni á Jótlandi, á- \ varpaði íslendinga. Þá svaraði l Hermann Jónasson forsætisráð- j herra. Næst ávarpaði settur j samgöngumálaráðherra, Ey- steinn Jónsson, samgöngumála- ráðherra Dana, Friis-Skotte og danski ráðherrann svaraði. Þá töluðu Guðm. J. Hlíðdal póst- og símamálastjóri og póst. og símamálastjóri Dana, Vilhelm- sen. Kl. 12 var opnað sambandið við Bretland. Þulur útvarpsins flutti fyrst stutta lýsingu á Is- landi.. Síðan ávarpaði brezki póst- og símamálaráðherrann, Mr. Tryon, Eystein Jónsson ráð. . lierra en E. J. svaraði. Þá tal- j aði Stanhope jarl fyrir hönd ; brezka utanríkisráðherrans og á j varpaði forsætisráðherra Is_ j lands og forsætisráðherra svar- | aði. j Athöfnin hér fór fram í út- I varpssalnum og stjómaði vara- þulur útvarpsins, Þorsteinn ö. j Stephensen viðræðunum af Is- j lands hálfu. Ræðunum var út- j varpað. Konungur talaði á ís- j Ienzku. Forsætisráðherra svar- aði konungi á íslenzku og dönsku og póst og símamála- stjóri talaði líka á báðum þess- um málum. Aðrar ræður voru fluttar á ensku og dönsku. Talsambandið reyndist mjög gott. Viðstaddir athöfnina voru sendiherra Dana, konsúll Breta, útvarpsstjóri, forseti Alþingis, nokkrir blaðamenn og ^tarfs- menn landsíma og útvarps. Nokkru eftir athöfnina var blöðunum gefinn kostur á að reyna talsambandið. Um kl. 3%2 átti Gísli Guðmundsson rit- stjóri, af skrifstofu Nýja dag- blaðsins tal við formann Fram- sóknarflokksins, Jónas Jónsson, sem staddur var á ferð í Sví- þjóð. Sambandið var ágætt. Síðari hluta dags hringdu þrjú Norðurlandablöð, Politik- en, Berlingske Tidenda og Aft- enposten til Herm. Jónasson- ar forsætisráðherra og áttu við hann viðtal. Sænsk blöð höfðu líka gert tilraun til að ná tali af ráðherranum, en tókst ekki í það sinri. Eins og kunnugt er, annast I hin nýja stuttbylgjustöð í Gufu- ! nesi og á Vatnsenda talsam- í bandið. Senditækin hafa verið sett í byggingu á norðurhluta V atnsendahæðarinnar og eru senditækin á hæðinni norðan við útvarpsstöðina. Viðtökustöðin hefir verið reist í Gufuneslandi. Þegar talað er milli Islands og útlanda, fer það fram með þessum hætti: Talið berst frá hérlenda sím- talandanum út frá taltæki hans eftir innanbæjarlínunni eða landsímalínunni, — ef hann er utan Reykjavíkur — til land- símastöðvarinnar í Reykjavík, þaðan eftir jarðsíma til sendi- stöðvarinnar á Vatnsendahæð- inni og svo frá henni þráðlaust, sem ljósvakabylgjur, til erlendu viðtökustöðvarinnar og þaðan eftir talsímalínunni til manns þess, sem talað er við. Á sama hátt berst talið frá hinum1 er- lenda talanda, sem rafsveiflur til viðtökustöðvarinnar í Gufu- nesi, og þaðan eftir jarðsíma- þráðum til landsímastöðvarinn- ar í Reykjavík og svo þaðan á- fram eftir víralínum til hlust- andans. Er þessu hagað þann- ig, að báðir geta talað og hlust- að í senn (duplextal) alveg eins og við venjulegt þráðsamtal. Þá er í sendi og móttöku- tækjunum útbúnaður, sem ger- ir talið óskiljanlegt eða leyni- i legt öðrum en þeim, sem tala saman og ætlast er til að heyri. j Auk talsambandsins við út- lönd eru stuttbylgjustöðinni ætluð þessi verkefni: 1. Sending veðurfrétta til út_ landa. Þegar sæsíminn var lagð ur, skuldbundu nokkrar Evrópu" þjóðir sig til þess að borga honum visst árgjald fyrir flutn- ing veðurfrétta til útlanda. Þessi fréttaflutningur þótti orð- inn svo ófullnægjandi, að greiðslum hefði verið hætt, þegar útvarpsstöðin reyndist heldur ekki fær um þetta, ef stuttbylgjustöðin hefði ekki verið reist. Skeyti eru firðrituð. 2. Varasamband fyrir rit- símasambandið við útlönd. Sæ- síminn slitnar orðig mjög oft, eins og kunnugt er. 3. Afgreiðsla skipa. 4. Útvarp til íslendinga e»- lendis og endurvarp. til sementsvinnslunnar er fáan- legur á Akranesi og í nágrenni Reykjavíkur, — Hið ódýra raf- ■ magn, sem fást mun frá Sogs- ! stöðinni, gefur alveg sérstaka ! möguleika einkum til áburðar- vinnslunnar. Gert er ráð fyrir, að sementsverksmiðja mýndi kosta um 1 milj. 800 þús. kr. og áburðarverksmiðja um 1 milj. kr., hvortteggja miðað við að ' fullnægja notkuninni hér á landi. Mun þessu stórmerka máli, sem Nýja dagblaðið hefir vakið athygli á, áreiðanlega verða gaumur gefinn almennt 1 landinu í framtíðinni. Félag ungra Framsóknarmanna í Rorgarfirði. Á sunnudaginn var komu saman í Reykholti nokkrir ungir menn úr héraðinu báðu megin Hvítár í því skyni að i ræða um stofnun félags ungra Framsóknarmanna fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Hreyfði Bjarni Ásgeirsson alþm. þessu máli s. 1. vor, og var því þá vel tekið. Á fundinum í Reykholti var ákveðið að stofna félagið og rituðu stofnendur rúml. 20 að tölu nöfn sín á skjal, sem síð- ar mun ganga til undirskrifta. 1 bráðabirgðastjóm félagsins voru kosnir Daníel Kristjáns- son á Hreðavatni (formaður), Ingimundur Ásgeirsson á Reykjum og Leifur Finnboga- son í Hítardal. Á stjómin að Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.