Tíminn - 08.08.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.08.1935, Blaðsíða 4
182 TlMINN numið fram til 1. ágúst 2476 smálestum af framleiðslunni 1934. Hinn 1. sept. f. árs var eitt- hvað óselt af kjötframleiðsl- unni 1933, en ekki er vitað, hversu mikið það var, ef til vill eitthvað minna en nú er óselt. Verðj öfnunartillagið, 6 aur- ar af kg., sem innheimt var af öllu sauðfjárkjöti, nema af mylkum ám, nam alls kr. 293513,14. Af útfluttvi kjöti bar að end- urgreiða gjaldið, og nam sú upphæð kr. 154666,14 og er það þegar greitt. Eftirstöðv- unum kr. 138847,00 auk fram- iags ríkissjóðs kr. 150000,00 alls kr. 288847,00 verður út- hlutað á útflutta dilkakjötið, sem verðuppbót, og hefir nefndin ákveðið, að hún verði 9'/z eyrir á kg. af freðkjöti, en 14*4 eyrir á kg. af saltkjöti. Verð á freðkjöti, sem selt var erlendis, svarar til þess að vera 71 >4 eyrir pr. kg. til l'ramleið- enda að meðaltali, og er þá frá- dreginn allur kostnaður við sölu, flutninga, geymslu, fryst- ingu og slátrun. Erlenda verðið á saltkjötinu svarar til þess að vera 54 aur- ar pr. kg. til' framleiðenda, meðaltal af báðum flokkum og er þá frádreginn samsvarandi kostnaður og á freðkjötinu. Meðalverð ú samskonar kjöti árið áður var 78 aurar pr. kg. af freðkjöti og 58 aurar kg. af saltkjöti og nemur því verð- lækkunin á erlendum markaði 4—6V2 aurum á kg. Þegar verðuppbót þeirri, sem ákveðið hefir verið, er bætt við, .verður verðið á útflutta kjötinu til framleiðenda 81 eyrir fyrir kg. af freðkjöti og rúmir 68 aurar fyrir kg. af saltkjöti. Samkvæmt upplýsingum frá Sláturfélagi Suðurlands, sem hefir mesta kjötsölu á Reykja- víkurmárkaði, er meðalverð þess til framleiðendanna á dilkakjöti 86 aurar pr. kg. 1934, en 68 aurar 1933, hvorutveggja miðað við 10 kg. kroppþunga og nefnd í sjávarútvegsmálum, sem kostaði rúml. 47 þús. kr. 1 þeirri nefnd átti Sigurður sjálfur sæti, það starf hans var vitanlega hreinn „bitlingur", því að engum óhlutdrægum ráðherra hefði komið til hugar að velja S. K. í slíkt starf. Til þess hafði hann ekkert til brunns að bera. Hér hafa verið nefnd nokk- ur dæmi. Þau eru ekki nefnd sérstaklega fyrverandi stjórn til áfellis. Allar stjómir þurfa að láta vinna hin og önnur störf og greiða fé fyrir, svo íramarlega, sem ekki ríkir fullkomið sinnuleysi af hálfu hins opihbera. En Miml allt þetta og margt fleira þagði Sigurður Kristjánsson árin 1932, 1933 og 1934. En nú leyfir hann sér að bera fram langar skrár af ósann- indaþvættingi, sem hver mað- ur sér við minnstu athugun, að er ekkert annað en versta teg- und af blekkingum, og svo bamalegum að* undrum sætir (sbr. t. d. greiðslurnar úr sveit- arsjóðum!). Þetta góðgæti, sem S. K. hefir sett saman, er nú sent út um allar sveitir ókeypis og : ætlað mönnunum með „mosann í skegginu“. Það á að vera nógu gott handa þeim! En ekki veit Tíminn, hvort S. K. hefir haft liugulsemi til að senda þeim j ,,sápu“ til að „þvo sér úr“ áður en þeir byrja á lestrinum! Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta. meiri, og er frá dreginn sam- svarandi kostnaður bæði árin. Verðhækkunin til framleiðenda, á þessu kjöti er því 18 aurar á kg. Heildsöluverð á 1. fl. dilka- kjöti á 1. verðlagssvæði var í aðalsláturtíð haustið 1934 kr. 1,15 og á frystu kjöti út úr ís- husunum kr. 1,22 frá miðjum nóv. til 15. jan., en eftir það kr. 1,30 pr. kg. Verðframfærsla í smásölu mátti vera allt að 15 af hundr- aði, en mun áður oftast hafa verið ca. 20 af hundraði í Reykj avík. Allskonar innanlandskostnað- ur á kjötinu er að sjálfsögðu breytilegur og mismunandi á hinum ýmsu siáturstöðum, bæði við söluna og annað, og slátur- leyfishafar seldu líka mis- munandi mikið á innlendum markaði, af því leiðir að verðið til framleiðendanna, hlýtur að verða nokkuð mismunandi hátt, og víða annað en meðalverð það eftir sölunni erlendis, sem að framan er greint. Reykjavík, 7. ágúst 1985. Jón tvarsson. Helgi Bergs. Jón Árnason. Ingimar Jónsson. Þorleifur Gunnarsson. Áthugasemd um leiðarþingin í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Á meðan ég dvaldi fyrir norðan, barst mér í hendur blað af ísafold dags. 3,- júlí. í þessu blaði voru birtar „frétt- ir“ af landsmálafundinum á Skinnastað. Telur ísafold, að fundur þessi hafi’ verið hald- inn á sunnudegi 23. júní, en hann var raunar á laugardeg'i þann 22. júní. 1 fundarfregn þessari er m. a. sagt svo frá: „Gísli Guðmundsson tilkynnti fundarmönnum, að hann myndi halda leiðarþing í héraðinu, en ekki fékkst hann til að segja, hvenær það yrði; vill sennilega ekki fá fulltrúa frá Sjálfstæð- isflokknum“*). Ekki man ég eftir því, að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kristjánsson, spyrði mig’ um það, hvenær ég ætlaði að halda leiðarþingin. Það er þessvegna nokkuð skrítið hjá honum, að láta blað sitt skýra svo frá, að ég hafi „ekki feng- ist til“ að segja frá því. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þurfti heldur ekki að spyrja. Áður en ég fór úr Reykja- vík í vor birti ég í útvarpinu og einu dagblaði í Reykjavík eftirfarandi auglýsingu: „Leiðarþing í Norður-þingeyjarsýslu held ég á hcssiim stöðum: Raufarhöfn 25. júní, Svalbarði 27. júní, þórshöfn 30. júní. l'undirnir hefjast kl. 3 síðdegis. Fulltrúar ílokka íá sama ræðutíma cg á landsmálafundum. Önnur leiðarþing i kjördæminu boða 6g síðar“. Auglýsing þessi var lesin í útvarpinu að kvöldi þann 14. júní og birtist í Nýja dagblað- inu morguninn 15. júní eða viku fyrir Skinnastaðafundinn og 10 dögum áður en fyrsta leiðarþingið (á Raufarhöfn) var haldið. Auk þessa lét ég með nokkurra daga fyrirvara berast út skriflegar auglýsing- ar um leiðarþingin í viðkom1- andi hreppum. Seint í júlímánuði hélt ég svo leiðarþing á Kópaskeri, Víðihóli og Grásíðu. Ég aug- *) Leturbr. mín. G. G. Gagnfræðaskólinn í Flensborg. Eldri nemendur og nýir, er hafa í hyggju að sækja um skólan næsta vetur, sendi undirrituðum umsókn fyrir 10. sept. Skólinn starfar 7 mánuði, frá 1. okt. til aprílmánaðarloka. Skóla- gjald er ekkert. — Skilyrði fyrir inntöku í skólann eru: a. Að umsækjandi hafi óflekkað mannorð og engan næman sjúk- dóm. b. Að umsækjandi hafi lokið fullnaðarprófi barnafræðslunnar. Þeir, sem vilja setjast í 2. eða 3. bekk og hafa ekki tekið bekkjarpróf, verða að ganga undir próf, sem haldið verður fyrstu dagana í októbermánuði. Hafnarfirði, 2. ágúst 1935 Lárus Bj&rnason. Líftryggingardeild Það er aðeins eiii ís- lenzki lijiryggivgaifélag og það býður betri kjör en nokkurt annað líf- iryggingafélag starfandi hér á landi. Liftryggingardeild Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 Kjöilögin Framh. af 1. síðu. þess varir að bændur sjá gngn- ið. Þeir verða því ekld blekkt- enda mun skýrsla kjötverð- lagsnefndar segja þeim sann- leikann. En hverja á þá að reyna að blekkja, Sigurður Ivristjánsson? Eru það neyt- endurnir? í hópi þeirra veit ég að eru margir, sem skilja til fulls þá sanngirniskröfu bænda, að fá þessa umbót. Ef til vill eru þeir ánægðir með Sigurð, sem kjöt selja, og óánægðir voru með það í fyrra að mega ekki leggja nema 15% við heildsölu- ; verðið. Ef til vill eru þeir líka. ánægðir, sem vona, að svo ! margir bændur hætti á næst- i unni við búskap, og flytj- I ist á mölina, að eftirspurn- in eftir vinnu verði það mikil, að kaupgjald gæti lækk- að. Væri greininnl trúað, mætti ætla að hún stuðlaði að því, og það virðist tilgangur ýmsra skriffinna, sem ekkert skyn bera á búskap, en eru þó að skrifa um hann, að vinna að því. En slíkir flugumenn verða ekki vel séðir hjá bændum, og ég vildi mega ráða S. K. frá því að vera einn í hópi þeirra. En jafnvel þótt áðurnefndir tveir hópar manna kunni að þakka S. K. blekkingar sínar, þá verða hinir fleiri, sem fyrir- líta þær, og ég held að hann ætti ekki að láta líða eins mörg ár þangað til hann bæði fyrir- gefningar á þeim, eins og hann lét líða frá því að hann skrif- aði „mosagrein" hina fyrri, og þar til hann bað fyrirgefning- ar á henni. Því að batnandi manni er bezt að lifa, Sigurður Krist- jánsson, og það bæri að skoða sem vott um framför, ef þú nú þyrftir ekki nema álíka marg- ar vikur til að iðrast eftir þessa grein, eins 0g þú þurftir mörg ár til að iðrast eftir hina. Páll Zóphóníasson. lýsti þau aðeins innanhéraðs mönnum, enda hafði enginn | fulltrúi frá íhaldsflokkunum lát- | ið sjá sig á hinum fyrri leiðar- þingum. Gísli Guðmundsson. Á víðavangi. Framh. af 1. síðu. semja uppkast að lögum fyrir félagið og leggja fyrir fram- haldsstofnfund. Bjarni Ásgeirsson alþm. var j staddur á fundinum og flutti ! stutt ávarp til hinna ungu J manna. ! Sama dag var í Reykholti haldinn fundur í fulltrúaráði j Framsóknarfélags Borgfirð- inga. Formaður fulltrúaráðsins er nú sr. Einar Guðnason í I Reykholti. S. 1. vor var, eins og áður hefir verið skýrt frá, ákveðið að stofna félag ungra Fram- : sóknarmanna í Skagafirði. i „Ég vona* ... - í íhaldsblaðinu Vísi í Reykja- vík birtist 1. þ. m. grein, sem nefnist „Fylgi Bændaflokks- ins“. I grein þessari er það gef- ið í skyn, að ýmsir íhaldsmenn hafi í fyrra verið dálítið óánægðir méð „varaliðið", en nú sé sú óánægja að hverfa. Má það vera þeim til mikillar gleði Jóni í Dal og Hannesi, að þeim skuli nú hafa svo vel tek- izt að ávinna sér hylli sinna, nýju húsbænda. I greininni standa svo að lokum eftirfarandi ummæli: „ ... Ég vona, að Bænda- flokkurinn eigi fyrir sér að vaxa og eflast að sama skapi og Framsóknarflokkniftn hnign. ar“. Þannig eru óskir þess Reykjavíkurblaðsins, sem mest- áberandi fjandskap hefir sýnt í garð sveitanna, blaðs- ins, sem sýnkt og heilagt hefir talið eftir jarðræktarstyrkinn, reynt að koma á samtökum1 í höfuðstaðnum um að kaupa ekki framleiðslu bænda, hvatt Reykvíkinga til að hætta að leggja sparifé sitt inn í sam- eiginlegar lánsstofnanir þjóð- arinnar og jafnvel viljað láta Reykjavík segja sig úr lögum við sveitirnar. Og menn geta kynnt sér nánar þessar hjart- ans vonir Reykjavíkuríhaldsins með því að biðja einhvern kunningja sinn að senda sér 206. tbl. Vísis. Greinin um „Bændaflokkinn“ er þar á 2. síðu 5. dálki. Iþróttaskólínn að Laugarvatni tekur til náms stúlkur og pilta, og býr þau undir íþrótta- kennslu. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Skólinn starfar frá 1. okt. til júníloka. Umsækjendur snúi sér til undirritaðs, að Narfastöðum í Þingeyjarsýslu, sem gefur nánari upplýsingar, eða Bjarna Bjarnasonar, skólstjóra á Laugarvatni. — Um- sóknir þurfa að vera komnar til þeirra, fyrir miðjan sept. í síðasta iagi. Björn Jakobsson Jobn Inglis <$ Sons Millers, Leith Edinburgh 6. Vörur vorar eru alþektar á íslandi FYRIR GÆÐI: INGrLIS — blandað hænsnafóður. INGLIS — alifuglafóður. INQ-LIS — maísmjöl. INGiLIS — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur. Alltí „Blue Staru-sökkjum. Pantanir annast. Samband ísl. samvinnufélaga. er viðurkennt að fullnægi hinum ströng- ustu kröfum. YOUNG’S baðdnft: Drepur algerlega lús og annan óþrifnað. YOUNG’S »Red Label Paite«-baðlyf: Auk þess að lækna kláða og drepa öll snýkjudýr, hefir það þann mikla kost, að að útrýma algerlega nit (færilúsaeggjum) YOUNG’S „Springb0ku-baðlyf: Er fram- úrskarandi gott til allra venjul. notkunar. Allar nánari upplýsingar gefur Samband ísl. samvínnufélaga Búið til hjá: Robert Young & Company Limlted, Glasgow, Scotland. j REYEIÐ J. GEUNO’S ágæta hollenzka reyktóbak • VBBÐ: A ROMATI3CHER SHAQ koster kr. 0,90 */„ kf. FEINRIBCHKNDER SHÁG — — 0,95 tæst í öilum verziunum. TRÚl.OFUNARHRINGAR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Austurstr. 8. Sími 8890 Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Simn.: KOL. Reykjavík. Siml 1111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.