Tíminn - 23.08.1935, Qupperneq 1
©jaíbbagl
fclaÍJiní e t 1. |4ni
Átganguxmo foatat 7 b>
S^gtei&eki
•9 ttra&elmta á Sengaoeg tO.
€&nl 2355 - P6«tfcútf OÞl
35. blað
Reykjavík, 23. ágúst 1935.
XIX. kf.
Trygévi Þórhallsson
Fæddur 9. febrúar 1S89
31. júlí 1935
Hann andaðist kl. 9 x/i að morgni miðvikudags 31. júlí.
Nokkur síðustu ár æfi sinnar, eða síðan 1927, hafði hann
verið haldinn af hættulegum innvortis sjúkleika, er öðru hverju
magnaðist svo, að hann þá var rúmfastur um lengri eða skemmri
tíma.
* f vikunni áður en hann lézt hafði hann tekið sér ferð á
hendur austur á Suðurláglendið í erindum fyrir Búnaðarfélagið.
í þeirri för kenndi hann óvenjumikillar þreytu. Hann kom heim
úr förinni á fimmtudagsnótt. Næstu daga var hann é fótum og
sinnti störfum. En um kl. 4 síðdegis á sunnudag ágerðist lasleiki
hans og fór hann þá í rúmið. Á manudag var hann rúmfastur
en leið eftir atvikum vel. En síðari hluta þriðjudags versnaði
honum mjög. Bjarni Bjarnason læknir, sem áður hafði stundað
hann í þessari legu, var skyndilega tilkvaddur, en hann lét þegar
senda boð eftir Halldóri Hansen lækni. Var Tryggvi síðan um
kvöldið fluttur á sjúkrahús Hvítabandsins við Skólavörðustíg.
Um nóttina var gerð tilraun til að bjarga lífi hans með
uppskurði. Auk hinna áðurtöldu lækna, voru læknarnir Guðmund-
ur Gíslason og Þórður Þórðarson viðstaddir.
Læknisaðgerðinni var lokið kl. 4 um nóttina. Leiddi hún
í ljós, að sjúkdómurinn hafði aukizt meir en ætlað hafði verið.
Tryggvi vaknaði eftir læknisaðgerðina og þá við bærilega líðan.
En þegar kom fram á morguninn, tók að draga af honum og mun
hjartabilun hafa orsakað andlátið.
Hann hafði fulla rænu til síðustu stundar.
Jajrðárförin fór fram á laugardag þann 10. ágúst. Að lok-
inni húskveðju í Laufási, fór fram sérstök kveðjuathöfn hjá
liúsi Búnaðarfélags Islatnds. En formaður þess félags hafði Tr.
Þ. verið í 10 ár. Var þá skýrt frá því, að félagið hefði ákveðið
að láta gera brjóstmynd af hinum látna formanni sínum, og
skyldi hún vera eign ekkju hans æfilangt, en félagjsins eftir
Iheinnar dag. — Að lokinni athöfn í dómkirkjunni, fór fiarn
önnur kveðjuaithöfn í forsal Alþingishússins.
Tryggvi Þórhallsson var
fæddur í Reykjavík 9. febrú-
a.r 1889*). — Foreldrar hans
voru, svo sem kunnugt er,
frú Valgerður Jónsdóttir
bónda Halldórssonar á Bjarna-
stöðum í Bárðardal, fóstur-
dóttir Tryggva Gunnarssonar,
og Þórhallur Bjarnarson biskup.
Tryggvi lauk stúdentsprófi
19 ára að aldri vorið 1908
heimspekisprófi við Hafnarhá-
skóla 1909 og embættisprófi í
guðfræði í Reykjavík vorið
1912 á fyrsta starfsári hins
íslenzka háskóla.
Árið eftir fluttist hann að
Ilesti í Borgarfirði og var
prestur þar til 1917. Var hann
þá um hríð settur kennari í
guðfræði við háskólann.
Haustið 1917 tók hann við
ritstjórn Tímans og var rit-
stjóri í 10 ár samfleytt eða
fram í ágústmánuð 1927. í
stjórn Búnaðarfélags íslands
var hann kosinn árið 1924, en
*) í Tímanuin 1. þ. m. er Tr.
]). talinn íæddur 1888, og er það
misskilningur vegna prentvillu í
gömlu blaði.
varð formaður félagsins 1925
og jafnan síðan.
Árið 1923 var hann kosinn á
þing í Strandasýslu og endur-
kosinn þrisvar sinnum. Alls sat
hann 10 ár á Alþingi. Þegar
fyrstu þingár sín og raunar
fyr var hann kosinn til
margra ábyrgðarmiikilla starfa.
Var t. d. í milliþinganefndinni í
kæliskipsmálinu, gengisnefnd,
endurskoðandi Landsbankans o.
fl.
í fimm ár samfleytt var
hann forsætisráðherra íslands,
eða frá því í ágústmánuði 1927
og þangað til í júnímánuði
1932. Var hann lengst af jafn-
framt atvinnumálaráðherra. Þó
var hann einnig við fráfall
Magnúsar Kristjánssonar síð-
ara. hluta árs 1928 um hrið
settur fjármálaráðherra og
gegndi því starfi fram á þing-
tímann næsta ár, er Einar
Árnason tók við. Vorið 1931,
er breyting varð á ráðuneyti
hans, var hann um skeið dóms-
ldrkju- og fjármálaráðherra,
en Sigurður Kristinsson var þá
atvinnumálaráðherra.
Lengst af þeim tíma er Tr.
Þ. fékkst við landsmál, var
hann í stjórn Framsóknar-
flokksins og mörg ár form'aður
hans.
Þegar Tr. Þ., vorið 1932, lét
Ilann kvæntist ánð 1913
Önnu Klemenzdóttur Jónssonar
síðar ráðherra, sem nú lifir hann
ásamt sjö börnum þeirra. Elzti
sonurinn, Klemenz, stundar nú
hagfræðinám við Kaupmanna-
af starfi sem forsætisráðherra,
var hann skipaður aðalbanka-
stjóri við Búnaðarbankann, og
því starfi gegndi hann til
dauðadags. Tvö síðustu árin
var hann einnig formaður
nefndar þeirrar, er annaðist j
kreppulánaveitingar til bænda. :
Árið 1933 var hann forseti i
sameinaðs Alþingis.
hafnarháskóla. Ilin sex, Val-
gerður, Þórhallur, Agnar,
Björn, Þorbjörg og Anna Guð-
rún dvelja á heimili foreldra
sinna.
Nokkrir elztu og nánustu
samstarfsmenn Tryggva Þór-
hallssonar minnast hans í eft-
irfarandi greinum:
Frá jarðarför Tryggva pórhallssonar 31. júlí sl. Ráðherrar og þing-
menn bera kistuna frá dómkirkjunni til Alþingishússins (Ljós-
myndastofa Alfreðs D. Jónssonar).
Ísiand er heimkynni mikilla
storma. Sjómennirnir eiga í
daglegri baráttu við óveðrin.
Sum árin farast tiltölulega
jafnmargir Islendingar af slys-
förum á sjó, eins og stórar
þjóðir missa í grimmum styrj-
öldum.
En á íslandi eru fleiri en sjó-
menn, sem eiga skamma æfi
vegna mikilla storma. Ef litið
er yfir sögu íslands síðan
þjóðin fékk innlenda .stjóm og
þingræði, laust eftir aldamót-
in, kemur í ljós, að nálega allir
helztu leiðtogar þjóðarirmar í
stjórnmálum hafa fallið frá fyr
en vænta mátti eftir áratölu.
Og svo að segja allir þessir
menn hafa borið með sér í
gröfina merkin eftir hin póh-
tísku óveður í heimi íslenzkra
félagsmála. Það nægir í þessu
sambandi að nefna Hannes Haf-
stein, Björn Jónsson, Skúla
Thoroddsen, Jón Magnússon,
Bjarna frá Vogi, Jón Þorláks-
son og nú síðast Tryggva Þór-
hallsson.
Ég- hitti Tryggva Þórhallsson
hér um bil hálfum mánuði áð-
ur en hann andaðist. Hann var
þá hressari og léttari í bragði
en ég hafði séð hann undan-
íarin 4 ár. Iiann sagðist vera
hættur að starfa að pólitískuml
málum. Hann væri að losa
um síðm.tu böndin, sem| tengdu
sig- við hið gamla baráttustarf.
En eftir nokkra daga barst
mér til annars lands fregnin
um sviplegt fráfall hans. Sjálf-
ur þurfti hann ekki að leysa
fleiri bönd við íslenzkt bar-
áttulíf. Hinn mikli friður hafði
komið og- boðið honum langa
og varanlega hvíld.
II.
Þegar litið er yfir æfiferil
Tryggva Þórhallssonar, þá
skiptist hann í tvo ójafna og
ólíka þætti, og vandinn að
skilja líf hans og störf, og að
meta þau réttilega, liggur í því
að finna hina réttu skýringu
á .sambandinu milli hins fjör-
uga og þýðingarmikla starfs
morgunmlannsins, og hinnar
torskildu komu kvöldsins. —
Fram um fertugsaldur er
Tryggvi Þórhallsson fremstur
í sókn og skapandi starfi. En
skyndilega fellir hann saman
fána sinn, og breytir sókn í
vörn. Meðan hann sækir fram,
er æfi hans samfelld sigur-
ganga. En um leið og hann
snýr við og byrjar að horfa til
baka, hverfa hin ytri giftu-
merki, og aðstaöan verður sú,
að hinuin djarl'a og baráttu-
glaða rnanni, verður hugstæð-
ast að leita að hvíld og ró.
III.
Tryggvi Þórhallsson var
i'æddur og alinn upp undir hin-
um beztu þroskaskilyrðum.
Faðir hans var einn hinn bezt
gefni, og bezt mennti maður
meðal sinna samtíðarm'anna, og
heimilið í Laufási var um
marga hluti alveg óvenjulegt,
þjóðlegt, og með yfirlætislaus-
um blæ íslenzkrar og alþjóð-
legrar menningar. Biskupsson-
urinn fékk þá skólagöngu, sem
bezt var völ á í landinu. Og á
æskuárum hans gekk yfir land-
ið hin sterkasta, þjóðlega vakn-
ingaralda, sem Islendingar
hafa þekkt síðan á dögum
Fjölnismanna. — Æskumenn
iandsins stofnuðu félög svo að
£egja í hverri sveit og hverju
þorpi. Takmarkið var stórt:
Að gera þjóðina. frjálsa og
menntaða nútímaþjóð. Tryggvi
Þórhallsson varð einn af braut-
ryðjendum þessarar stefnu.
Eðli hans, uppeldi og lífsskoð-
unin g-erði hann að sjálfkjörn-
um leiðtoga í sveit hinna bjart-
sýnu og þjóðlegu æskumanna.
Tryggví Þórhallsson hafði
þannig í skóla markað isér á-
kveðna braut fyrir baráttu
manndómsáranna.
IV.
Tryggvi Þórhallsson varð á-
hrifamikill stjórnmálamaður.
En hann hefði getað valið sér
onnur þýðingarmikil verkefni.
Hann hefði getað verið ágætur
forstöðumaður fyrir stórum
skóla, þar sem hundruð ung-
linga hefðu stundað nám og
fengið aukið fjör og áhuga af
kynningu við hann. Og Tryggvi
Þórhallsson hefði áreiðanlega
sómt sér vel við háskóla lands-
ins. Það lá nærri, að hann yrði
þar kennari í kirkjusögu. Þá
n.yndi hann hafa brugðið, með
ritverkum sínum, skýru ljósi
yfir þann hluta af sögu þjóð‘
arinnar, sem minnst er vitað
um, en það er saga kaþólska
tímabilsins eftir að landið fékk
konungsstjórn. Ég heyrði
Tryggva Þórhallsson stundum
halda smáræður um vissa
þætti úr sögu þeirra alda, og
ég hefi engan mann heyrt tala
. um það tímabil með meiri
þekkingu og meiri samuð. Á-
liugi hans fyrir sögulegum
rannsóknum um þetta tímabil
var svo mikill, að hann greip
hverja tómstund til slíkra iðk-
ana, meðan heilsan leyfði.
En atvikin höguðu því svo.
að Tryggvi Þórhallsson varð
hvorki skólamaður né rithöf-
undur um sagnfræði. I stað
þess varð hann í 14 ár at-
hafnamikill og umdeildur
stjórnmálamaður, jafnan í far-
arbroddi um hin þýðingar-
mestu þjóðmál. Þessi þáttur í
æfi Tryggva Þórhallssonar
hefst, er hann gerist ritstjóri
Tímans, og er lokið með kosn-