Tíminn - 23.08.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1935, Blaðsíða 2
142 TÍMINN mgabaráttunni eftir þingrofið 1931. Þá hefir haim verið rit- stjóri að áhriíamesta blaði landsins í tíu áx-, og í fjögur ár íormaður landstjórnarinnar á >ví tímabih, þegar mest hefir verið unnið að því að gera að veruleika hugsjónir þeirra æskumanna, sem myndað höfðu ungmennafélögin. Framsóknarflokkurinn hefir fengið meginið af liðsafla sín- um frá samvinnumönnumj landsins og frá hinni íyrstu kynslóð ungmennaféiaganna. Samvinnumennirnir fluttu með sér í flokkinn, úr sínu fjöl- þætta starfi, hugsjónir og lífs- reynslu um viðskipti og félags- mál. Úr þeim skóla hefir Framsóknarflokkurinn fyrr og síðar fengið mikinn hluta trún- aðarmanna sinna, til vanda- mestu starfanna. Og frá ung- mennafélögunum, kom mikið starfsþrek, hiti æskuimar, hug- sjónir og vonir urn skjótar að- gerðir. Ritstjóri Tímans og forustumaður Fi’amsóknar- ílokksins varð í félagsmálefn- um eins og rikur erfingi. Hann stóð í íararbroddi fyrir mikilh alþjóðlegri hreyfingu. Með honum stóðu þúsundir manna að verki. Og í þessum hóp var óvenjulega mikið af mönnum með sterkum vilja og skapandi þrótti. Út um land, svo að segja í hverri byggð, voru Framsóknarmennirnir sístarf- andi að verzlunar-, búnaðar. og menningar-umbótum. Þar sem svo er háttað, styrkir hver annan og þeir sem eru í farar- broddi, gera átök sín með sam- eiginlegum stuðningi allra. Tryggvi Þórhailsson naut þessarar góðu aðstöðu í ríkum mæli, eins og hver sá forystu- maður, sem| á því láni að fagna, að eiga marga dugandi samherja. En Tryggvi Þór- hahsson fyUti vel sitt for- mannssæti. Ég man ekki til að ég heyrði nokkumtíma, frá samherjum hans, ósk um að hann hætti við ritstjóm Tím- ans, eða íorustu flokksins, meðan heilsan leyfði honum mikla áreynslu. 1 hinni ríku sameign flokksins var hann eins og aðrir, bæði gefandi og þiggjandi. Og árangurinn af því samstarfi varð alveg ó- venjulegur, af því að af miklu var að taka. Þegar á, í mjög stuttu máh, að meta hina varanlegu þýð- ingu Tryggva Þórhallssonar á þessu 14 ára tímabili, þá hygg ég, að þar sé um tvennt þýð- ingarmest að ræða. Annars- vegar er þáttur hans að efla Framsóknarflokkinn. Það starf er geysimikið. Hann vann að því jöfnum höndum með blaða- greinum, ferðalögum, fundar- höldum, með bréfaskriftum en ekki sízt með persónulegri kynningu. Tryggvi Þórhallsson var á þeimj árum manna bjart- sýnastur um sigur góðra mál- efna og hafði til að bera marga þá eiginleika, sem mjög auka vinsældir við persónukynningu. — Hinn þátturinn var barátta hans fyrir sérstökum málum og þá fyrst og fremst fyrir land- búnaðarmálum. Ég Iæt nægja að benda á fáein þekkt dæmi um stórmál, sem hann beitli sér fyrir og átti mikinn þátt í að hrinda í framkvæmd. Efl- ing Búnaðarfélagsins, framlög til jarðabóta, verkfærasjóður, kæliskip og kæhhús, stofnun Búnaðarbankans, efhng hinna nýju mjólkurbúa, ríkisverzl- un með tilbúinn áburð o. s. frv. Síðar kom1 hin áhrifa- mikla forganga um lagningu nýrra vega, brúagerðir og aukning símakerfisins. Eitt af andstöðublöðum Framsóknarmanna hefir lýst um sama leyti í útvarpinu um kjördæmamálið. Það er al- kunnugt, að útvarpsræður hafa venjulega ekki mikil augna- bliksáhrif, en það var talið, að sú ræða. hefði snúið ekki allfá- um til fylgis við Framsóknar- crkan. En hann náði aldrei fullri heilsu aftur. Hann mátti helzt ekki ferðast. Veikindin tóku sig upp hvað eftir annað meðan hann var forsætisráð- herra, og hann var þá oft sárþjáður, þótt hann léti lítt á og bóndinn á fiofi á Rangár- völlum beitti við Skarphéðinn, f ins' og sagt e.i frá í Njálu. Þá var reynt að nota sér þreytu Tryggva Þórhallssonar, veikindi hans, þörf hans að njóta hvíldar. Öllu var snúið að ]xví eina tákmarki, að draga hann frá fortíð hans, vinum j hans og samherjumí, frá Fram- sóknarflokknum. En góðir drengir skifta ekki um flokk jafnauðveldlega, og þeir breyta um föt. Og fyrir Ti’yggva Þór- hallsson var þetta raunveru- lega ómögulegt. Allt hans líf, allt hans starf, öll hans frægð var tengd við Framsóknar- flokkinn. Ef Tryggvi Þórhalls- son átti að flytja þaðan, var það eins og þegar miðaldra maður er dæmdur í útlegð til framandi lands. 1 stað þess að gefa Tryggva Þórhallssyni fi*ið og hvíld var honum gefin kvöl og sorg. Ofan á líkamleg veik- indi og þreytu var bætt því, sem sízt skyldi, megnasta and- legum sársauka. stjórnartímabili Tr. Þórhalls- sonar vel og réttilega: „Þá voru gjafir gefnar, brýr, heilar stórbrýr, skólar, símalínur, verksmiðjur og stórhýsi . . .“. Viðhoi-f Tr. Þórhallssonar var raunverulega í þessum1 efnum * / I Almannagjá 1930: Forsætisráðherrann setur Alþingishátíðina. Frá setning Alþingis eftir hinn mikla kosningasigur Framsóknar- iiokksins sumarið 1931. Alþingismenn ganga úr dómkirkjunni. — Fremstir ganga Tryggvi pórhallsson íorsætisráðherra og sr. Svein- bjöm Högnason, sem þá prédikaði við þingsetningu. Næstir ganga Sigurður Kristinsson þáv. atvinnumálaráðherra og Ingólfur Bjarnar- arson fyrv. alþm. í Fjósatungu. (Ljósm.stofa Alfreðs D. Jónssonar). líkt og móður, sem er um- kringd af stórum barnahóp og aldrei finnst hún geta venð nógu örlát og nógu gjafmild. | — Kyrstöðumönnum landsins | brunnu í augum þessi miklu | framlög aí almannafé til al- | mannaþarfa. En það mun sann- | ast, því betur sem að er gáð, að ef ekki hefði, á þessum 14 ár- um, látlaust verið barizt fyrir að beina fjáx*magni þjóðarinn- ar til sveitanna, þá væri nú engin sveit og enginn landbún- aður tii á Islandi, nema t ún- blettir kring um kaupstaðina. Gullnáma vertíðarinnar sunn- anlands og síldarinnar norðan- lands, hefði sogað til sín allt landsfólkið, ef ekki hefðu verið jöfnuð metin með opin- berum fjárframlögum. Og það þarf ekki lengi að bíða eftir sönnununum. Nú fær þjóðin ekki að selja allar sínar ágætu sjávarvörur á erlendum1 mark- aði. Nú verður landið að geta að miklu leyti fætt sín eigin börn með heimaframleiðslu. Nú koma að góðu liði „gjafir“ þær til dreifbýhsins, sem fyrr þóttu úr hófi fram. Meginlífsstarf Tryggva Þór- hallssonar liggur í því að hjálpa til að gera íslenzka landbúnaðinn að vélaiðju. Á þann einan hátt getur búnað- urinn lifað, samhliða hinum bylgjótta námuiðnaði við sjó- inn. Vitaskuld er mikið af því verki óunnið, en byrjunin er hafin, og nú þegar má full- yrða, að í yfirstandandi erfið- ieikum er sú byrjun, sem var hans hugðarmál, raunverulega aðaluppistaða í þeirri „hringa- brynju“ sjálfbjargarinnar, sem1 landsmenn hlífa sér með í erf- iðleikum þeim, sem þjóðin á nú við að búa. VI. Tryggvi Þórhallsson var á- hlaupamaður. Hann var betur gerður til að sækja á en að verjast. I blaðagreinum sínum í Tímanum, og í ræðum sínum á fundum og þingi, lét honum bezt sóknin. Og undirstaða þeirrar sóknar var bjartsýni hans og trú á framgang góðra málefna. Hann var á baráttu- árum sínum álitinn áhrifa- mesti ræðumaður á stórum mannfundum, og stundum í út. varpi. Mér eru fyrir minni tvær slíkar ræður, vorið 1931. Aðra ræðuna hélt hann á afar- fjölmennum kjósendafundi í Búðardal, og átti með henni mikinn þátt í sigri flokksins við þær kosningar í því kjör- dæmi. Hina ræðuna, flutti hann flokkinn, og það jafnvel í kaupstöðum landsins. Trú ræðumannsins flutti fjöll efa og andúðar. Eftir 14 ára samfelda sigur- göngu kom, vorið 1931, upp úr kosningunum, undarleg breyt- ing yfir Tryggva Þórhallsson. Hann virtist hætta að eiga samieið með gömlum samherj- um sínum. Hann hætti að sækja fram, og hugði mest á vörn. Að lokum kom þar, að hann sagði sig úr Framsóknar- flokknum. Hann kom norður á Strandir til sinna gömlu vina, en þeir þekktu ekki aftur sinn kæra leiðtoga. Og þegar hann talaði til þjóðarinnar allrar, í blaðagreinum eða útvarpi, var hið forna fjör og kraftur að nokkru leyti horfið. Eina und- antekningin var kafli í út- varpsræðu vorið 1934, þegar hann útskýrði m,eð fullri orku umbótabaráttu Framsóknar- manna. Þá fundu menn, að hann var aftur kominn heim. Að lokum fór svo, að hinir ný- fengnu félagar, sem hann hafði mest fyrir gert, urðu óánægðir, af því að hann vildi halda friði við fyrri sam- herja. Þannig leið að kvöldi. Þannig voru fjög*ur síðustu æfiár Tryggva Þórhallssonar. VH. Meðan Tryggvi Þórhallsson stýrði Tímanum, var hann allra manna hraustastur og fjörmestur. Hann þoldi þá erfið ferðalög á sj ó og landi og langa samfelda vinnu. En upp úr kosningafundunum 1927 lagðist hann hættulega veikur af þarmablæðingu. Um tíma var honum ekki hugað líf, en í það sinn sigraði lífs- því bera. Vitaskuld hlutu slik veikindi að hafa meir en lítil áhrif, ekki sízt á ungan og stórhuga mann. Síðan komu fjögur hörð bar- áttuár. Tryggvi Þórhallsson var í fararbroddi. Framsóknar- flokkurinn beitti sér fyrir al- hliða umbótum. Andstöðuflokk- urinn beitti sér gegn hverri umbót. Hinir köldu pólitísku hvirfilbyljir geysuðu dag eftir dag og ár eftir ár um manninn semj var með veika heilsu í fararbroddi hinnar miklu sókn- ar. Loks kom fjórtánda og síð- asta baráttuárið með þingrof- ið. Aðalandstöðuflokkur Fram- sóknarmanna lagði sig þá fram til að brjóta þrek Tryggva ÞórhaJlssonar, í því skyni að taka sjálfur við völdum. Börn hans voni ofsótt í skólum bæj- arins. Hús hans var umsetið fram á nætur, kvöld eftir kvöld, af organdi niannhafi. Dag eftir dág líktu blöð and- stæðinganna forsætisráðheiT- anum við mestu skaðræðis- menn söguimar. Sókn andstæðinganna mis- heppnaðist. Tryggvi Þórhalls- son hélt velli í þingrofinu og vann mikinn kosningasigur. En þá var orka hans þrotin. Lang- vinn veikindi og drengskapar- laus framkoma andstæðing- anna höfðu endanlega lamað þrek hans og sóknarhug. VIII. Tryggvi Þórhallsson þurfti, eftir þingrofið, að fá rð og hvíld. Hann fann það sjálfur og leitaðist á ýmsan hátt við að ná því marki. Þá var líka óspart reynt að beita. við hann sama sálarlega áróðrinum IX. Þannig liggja hin dýpri rök í æfi Tryggva Þórhallssonar. Hann verður manna skammlíf- astur þeirra, sem á síðustu ára- tugum hafa verið leiðtogar í íslenzkum stjórnmálum. En dagsverk .hans er meira en margra. hinna vöskustu, sem náð hafa háum aldri. Og árang- ur starfsins skiptir meiru en lengd vinnudagsins. Hörup, hinn frægi danski ritstjóri hafði að orðtaki fyrir flokk sinn: „Vér skulum bera foringja voin á skjöldum!* — Þannig fer Framsóknarmönn- um við Tryggva Þórhallsson. Þeir saka hann ekki fyrir að særast í sameiginlegri baráttu fyrir djarfmannlegum1 hugsjón- um. Þeir vita, að hann verður aldrei frá þeim skilinn. Þeir vita, að hann stóð í fylkingar- brjósti þeirra, þar sem mest reyndi á, meðan orkan leyfði. Þessvegna bera þeir Tryggva Þórhallsson til grafar á skjöld- um. J. J. Ayfirreið 1904 gisti Þórhall- ur biskup heimili það.er ég sem unglingur hafði dvalið á um nokkur ár. 1 þeirri ferð var Tryggvi Þórhallsson méð föður sínum. Ég var að heiman þeg- ar þá feðga bar að garði. En eftir þessa heimsókn voru af heimilisfólkinu felldir þeir dóm. ar um Tryggva Þórhallsson, sem ollu því, að ég hlaut að fá dálæti á honum, þrátt fyrir það, að ég hafði aldrei séð hann sjálfur. Þegar unnið var að stofnun Ungmennafélags Reykjavíkur tveim árum síðar, mun það hafa verið fyrir þessa afspum af Tryggva Þórhallssyni, að ég gerði mér ferð heim til hans að Laufásd og skýrði honum írá félagshugmyndinni. Hann slóst í hópinn og varð frá fyrstu tíð einn af áhrifamönn- um, ekki aðeins í félaginu, heldur í þeirri æskulýðshreyf- ingu, sem kennd er við þessi félög. Alla tíð síðan hafði ég náin kynni af Tryggva Þórhallssyni. Þeir voru skólabræður Tryggvi Þórhallsson og síra Jakob Ó. Lárusson, sem síðar vai*ð prestur að Holti undir Eyjafjöllum. Jakob lauk em- bættisprófi ári á undan Tryggva, þótt þeir yrðu stúd- entar jafn snemma. Tryggvi var ár á Hafnarháskóla áður en hann fór í Prestaskólann, en Jakob fór til Vesturheims þegar er hann hafði lokið em- bættisprófi og var þar rúmt ár. Þannig orsakaðist það, að þeir urðu vígðir saman, Tryggvi og Jakob, annar til Hestþinga, en hinn að Iiolti. 1 fyrstu hugðist Tryggvi Þór. hallsson að sækja um Garða á Alítanesi. Man ég eftir ferð, sem við íórum til Hafnarfjarð- ar þessir þrír félagar. Var þá erindi Tryggva, að hitta að máli áhriíamenn í prestakalhnu áð- ur en til kosninga kæmi. Voru undii*tektir þeirra hinar ákjós- ánlegustu. En um þetta leyti losnuðu flestþing í Borgarfirði. Kaus Tryggvi þá fremur að sækja um þau. Mun því hafa valdið erfð og ásköpuð ást á sveitalííi annarsvegar og ná- lægð við nákomna ættingja hin-svegar. Seint á árinu 1916 dó Þór- iiallur biskup. Tryggvi Þórhallsson var sett. ur kennari við guðfræðideild iiáskólans um það leyti og fiutti izt liann að Laufási. Um kenn- araembættið var síðan ákveðið að fara skyldi fram samkeppni. iákyldu umsækjendur skrifa íræðilega ritgerð um Gizzur biskup Einarsson. — Lauk Tryggvi Þórhallsson miklu verki og mun hafa verið fallizt á niðursitöður rannsókna hans í aðalatriöum af meira hluta dómnefndar, og því einkenni- legri urðu úrslitin, þegar öðr- um manni var dæmdur sigurinn i samkeppni þessari. En einmitt þessi dómsúrslit virðast hafa, haft djúptæk á- hrif í lífi Tryggva Þórhalls- sonar. Hneigð hans og hæfileikar til íræðistarfa var svo rík, að hefði hann orðið háskólakenn- ari, þá bendir allt til þessi, að hann hefði fyrst og fremst helgað krafta sína fræðistörf- um. öllum þeim, sem nákomnast- ir voru Tryggva Þórhallssyni og fylgst höfðu með áhuga þeim og dugnaði, semj hann lagði í vinnuna við þetta fyrir- lagða rannsóknarefni, kom það mjög á óvart, að þetta skyldi ekki nægja til þess að tryggja honum þann kennarastól, sem hann hafði þó áður verið sótt- ur til að skipa. Á sunnudegi barst fregnin um niðurstöðu dómnefndarinnar að Laufási, rétt áður en Tryggvi Þórhallsson fór inn að Lauga- nesi til þess að flytja þar guðs. þjónustu með sjúklingunum í iörföllum síra Haralds heitins Níelssonar. Þegar hann kom til baka, man ég að hann lét þess getið, að það væri hann viss um, að engan af þeim, sem á hann hlýddu í þetta sinn, hefði grun- að að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum þennan dag. Tryggvi Þórhallsson og vandamenn hans kusu helzt að hann gæti sezt að í Laufási, föðurleifðinni, enda hafði hann flutzt þangað með fjölskyldu sína um miðjan vetur í þeim tilgangi. Sunnudagskvöldið sama, semj úrskurðurinn féll um háskóla- kennaraembættið, spurði ég Tryggva Þórhallsson hvort hann vildi verða ritstjóri Tím- ans. Engu svaraði hann ákveðið um þetta það kvöld. En ég gekk þó til hvílu þá um kvöldið með það hugboð, að úr þessu mundi verða. Og Tryggvi Þórhallsson varð ritstjóri Tímáns. Honum var það fullkomlega ljóst, að með- því að takast þetta hlutskipti á hendur, þá var hann að taka sitöðu í fylk- ingarbrjósti fyrir ungum st j órnmálaflokki. Það sem orkaði þeirri stefnu. breytingu í lífi Tryggva Þór- hallssonar, semj þessi ákvörðun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.