Tíminn - 23.08.1935, Síða 3
TÍMINN
143
hlaut að hafa, voru einkum
þrjú atriði.
Þessi ungi stjórnmálaflokk-
ur trúði á framtíð sveitanna og
barðist fyrir jafnvægi atvinnu-
veganna, en á þessunr árum
sköpuðu sjávarsíðuatvinnuveg.
irnir óvenju mikinn auð, svo að
við lá að flótti bryzti í lið
þeirra, er trúað höfðu á land-
búnaðinn sem farsælan og ó-
missandi atvinnuveg.
Annað atriðið, sem lagðist á
sveif með því, að Tryggvi Þór-
liallsson tækist á hendur rit-
stjórn Tímans, var afstaða sú
til siamvinnumálanna, sem hið
unga blað hafði tekið.
0g loks skilningur hans á
því, að starf þessa nýja stjórn-
málaflokks yrði einskonar ó-
slitið framhald af Ungmennafé-
lagshreyfingunni.
Baráttan fyrir frelsi þjóðar-
innar var orðin langvinn, árang-
urinn að vísu mikill, en upp á
síðkastið voru deilurnar, að því
er almenningi virtist, orðnar
um hégómleg aukaatriði, „fyr-
irvara“ og „eftirvara“, sem
upp voru fundnir í einskonar
pólitískri spákaupmennsku um
völd. Allur almenningur var því
orðinn langþreyttur og veitti
liina beztu áheyrn þegar ungir
inenn komu til sögunnai- og
kváðu viðhorfin til málanna
útávið ekki lengur grundvöll
undir flokkaskiptingu, heldur
viðhorfin til málanna innan-
lands.
Fyrir þessum ungu mönnum
var ungur bóndasonur úr Þing-
eyjarsýslu. Og þegar biskups-
sonurinn, Tryggvi Þórhallsson,
tók sér stöðu við hlið hans og
gerðist ritstjóri aðalmálgagns
hins nýja flokks, þá orkaði það
miklu um öran vöxt flokksins.
Og einkum þegar á það var lit-
ið, að biskupinn, faðir þessa
manns, hafði orðið ástsæll af
almenningi sem frjálslyndur
kirkjuhöfðingi, landbúnaðar-
frömuður og var jafnframt einn
hinn mesti gáfumaður og rit-
smillingur sinnar tdðar.
Enda kom það brátt í ljós,
að Tryggvi Þórhallsson hafði
erft hina vinsælu eiginleika
föður síns.
Framsóknarflokkurinn varð
brátt að stórveldi í landinu
undir forustu þessara tveggja
manna og hafði haft hin djúp-
tækustu áhrif á landsmálin
löngu áður en þar kom, að hann
fengi aðstöðu til fullkominnar
stj órnaimyndunar árið 1927.
Ekki skal leitast við að rekja
hér hin margháttuðu áhrif,
sem Tryggvi Þórhallsson hefir
haft á landsmálin á undanföm-
um árum. Til þess eru þau of
umfangsmikil, enda í aðalat-
riðum öllum fulltáða mönnum
meira og minna kunn. En ofar
öllum áhugamálum hans voru
málefni landbúnaðarins, enda
hefir verið komið á undir aðal-
handleiðslu Tryggva Þórhalls-
sonar því kerfi af umbótum,
bæði í löggjöf og framkvæmd-
um!, sem halda mun áfram að
gera gagn í landinu um langa
framtíð.
Að unnum kosningasigri
Framsóknarflokksins 1927 en
áður en til stjómarmýndunar
kom það ár, gerði sjúkdómur
'Sá fyrst vart við sig, sem nú
hefir svo sviplega gert enda á
æfi Tryggva ÞórhaJlssonar, og
þá strax svo hastarlega, að
heita mátti að líf hans hengi
þá í hári.
Aldrei síðan gekk Tryggvi
I>órhallsson heill til skógar.
öll árin síðan varð hann að
gæta hinnar mestu varúðar.
Alla þessa tíð varð hann að
njóta sérsitaks matarræðis. Við
anna í þinginu, og því í sam-
ræmi við fortíð hans sem
stjórnmálamanns og atriði það
í stefnuskrárgreininni í hinu
nýja flokksblaði, sem til hefir
verið vitnað, og hann hafði rit-
að, og lagði svo mikla áherzlu á.
að sjálfur dauðinn gæti verið í
námunda við mann svo þrung-
inn af lífi og gróanda.
Við, sem þekktum Tr. Þór-
hallsson ungan og fylgdumst
með honum uppeldis- og
þroskaár hans, byggðum á
Laufás í Reykjavík, á æskuáruni Tryggva pórhallssonar.
sérhverja máltíð var hann ó-
beinlínis minntur á vanheilsu
sína.
En þrek hans var líka mikið.
Og ekki veit ég til þess að
hann hafi nokkru sinni látið
það eftir sér öll þessi ár, að
brjóta í bága við lífsreglur þær,
sem honum höfðu verið gefnar
til heilsuverndar.
En ekki fer hjá því, að slík
aðstaða þreyti. Og þegar ofan
á bætist allt það, sem mæðir á
þeim, sem fremstir fara í
stjórnmálaflokkum og tekizt
hafa á hendur veg og vanda
hinna vanþakklátustu starfa,
sjálf landstjórnarstörfin, og
enn kemur til það, sem jafnan
er erfiðast, en það er ágrein-
ingur við eigin samherja. um
sjónarmið og vinnubrögð, þá
var ekki að undra, að Tryggvi
Þórhallsson léti orð falla. um
það, að ef til vill ætti hann
eins og á stæði, að draga sig í
hlé frá stjórnmálastörfum.
Var honum þetta mjög í hug
um það leyti, sem tók að bera
á ósamlyndi innan þingflokks
F ramsóknarmanna.
En örlögin höguðu því á ann-
an veg.
Tryggvi Þórhallsson mun
hafa heitið því að skiljast ekki
við þá menn, sem telja, mátti
til hægri arms Framsóknar-
flokksins. En eftir að fullvissa
var um það fengin, mun hafa
vaxið áræði hjá þessum sömu
mönnum, um að hætta á klofn-
ing og myndun nýs flokks.
Tryggvi Þórhallsson mundi
ekki við þá skiljast.
Og hann skildist ekki við þá,
heldur tók þátt í nýrri flokks-
myndun. Skyldi þessi flokkur
einkum vinna fyrir bændur, og
bar þeirra nafn. Enginn mað-
ur efast um einlægni Tryggva
Þórhallssonar og áhuga um að
vinna bændastéttinni. Og sjálf-
ur trúði hann því, að þetta
væri einasta leiðin til þess að
tryggja það, að frjálslyndir
menn yrðu í mieirahluta á Al-
þingi
En kosningarnar skáru úr.
Flokknum hlotnaðist eklri
fylgi það, sem forustumenn
hans höfðu vænzt.
Hinn nýi flokkur varð fyrir
vonbrigðum.
Það hefir Tryggvi Þórhalls-
son hlotig að verða líka.
En hann átti hægra méð að
taka þeim vonbrigðum vegna
þess, hve skapfellt honum hefði
verið að draga sig út úr stjórn-
málunum áður en til þeirra
kom.
Og því má ekki gleym'a, að
áður en til kosninganna kom,
þá hafði Tryggvi Þórhallsson
lýst því yfir í blaði flokksins í
ritgerð, sem hann reit undir
fullu nafni, að þessum nýja
flokki væri ætlað að vinna með
frjálslyndu flokkunum í þing-
inu.
■ Hann náði ekki kosningu
■ sjálfur.
Flokkurinn náði ekki þeirri
aðstöðu, sem hann hafði vænzt
eftir, að eiga úrslitaatkvæði í
þinginu.
Vinstri flokkamir tveir urðu
einfærir með aðstoð utan flokka
þingmanns.
Eftir þetta var Tryggvi Þór-
hallsson ráðinn í því að draga
sig í hlé frá stjórnmálabarátt-
unni.
Að hann gerði það formlega
drógst að vísu lengur en sum-
ir af hans gömlu vinum og
samherjum hefðu kosið, eins
og komið var.
En rétt er að geta þess hér,
að sú ráðstöfun, sem komin var
undir hans atkvæði og skipti
miklu máli einsi og á stóð, veit-
ing búnaðarmálastjóraembætt-
isins, var að vilja vinstri flokk-
Ef til vill vitnar ekkert full-
komnar um það, hver maður
og hver stjórnmálamaður
Tryggvi Þórhallsson hefir ver-
ið, en aðbúð sú öll, sem gamlir
samherjar hans veittu honum,
á þessum viðkvæmu tímum,
þegar hann, dáði foringinn,
vinurinn og samherjinn tók sig
upp og skipaði sér í öndvegi
fyrir nýjum stjórnmálaflokki.
Slík atvik koma við.
En svo voru innstæðurnar
iniklar og góðai1 í hugum hinna
gömlu samherja, að dómum var
stillt í hóf langoftast og bezt
af þeim, sem lengst og nánast
höfðu notið 'Samstarfsins við
hann. En hlýhugur og vinarþel
hélzt á bak við fáleika þá, sem!
hin breytta aðstaða hlaut að
skapa..
Síðustu árin hagaði því svo
til, að Tryggvi Þórhallsson
hlaut það ‘Sitarf, sem sú stétt
manna átti svo mikið undir,
sem hann kaus helzt að helga
starfskrafta sína. En það var
forstaða Búnaðarbankans og
Kreppulánasjóðs. Naut hann
sín vel í þessu vandasama
starfi, og gekk að því með al-
kunnum áhuga og starfsgleði.
Örlögin voru honum holl, að
þessu skyldi svona farið, úr
því hann ekki lengur kaus að
ganga fram fyrir skjöldu í fé-
lagsmálabaráttunni.
Og nú er hann fallinn frá á
miðjum aldri.
Veri blessuð minning hans.
Guðbrandur Magnússon.
Okkur er það fyrst nú fylli-
lega ljóst, vinum og kunn-
ingjum Tr. Þórhallssonar, að
við hefðum mátt búast við því
á hverri stundu síðastliðin
átta ár, að verða að kveðja
hann í hinzta sinn. Svo þrálát
og illkynjuð voru þau veikindi,
sem þjáðu hann þessi ár, en
fyrst nú nýskeð drógu hann til
dauða. Þess vegna kom hin
snögglega fregn um andlát
hans eins og reiðarslag yfir
hans mörgu vinj nær og fjær.
Það var enginn búinn að sætta
sig við þá hugsun, að verða að
sjá að baki honum svona
fljótt.
Hann var enn á bezta skeiði.
Og þó að nú þegar lægi eftir
hann óvenjumikið og dáðríkt
æfistarf, þá væntum við svo
mikils af honum enn, hans
miklu hæfileikum og starfs-
orku. Og nú eftirá, þegar við
hugleiðum það, sem hann hef-
ir orðið að leggja á sig öll
þessi ár, mestan hluta áveðra
í hinni miskunnarlausu stjóm-
málabaráttu, með sigð dauðans
yfir höfði sér, þá undrumst
við það þrek og þá bjartsýni,
er hann var gæddur. Og það
villti okkur sýn Við gátum
ekki og vildum ekki trúa því,
' ÍIF*'
• á
í
Tryggvi pórhallsson 24 ára.
honum miklar vonir. Og þær
hafa ekki látið sér til skamm-
ar vcrða.
Þaö - hefir stundum verið
sagt um menn, að þeir hafi
verið „bornir til mannafor-
ráða“. Það mátti að vissú
leyti segja urn Tryggva Þór-
hallsson. En það var ekki fyrir
auð né erfðavald, heldur hans
eigin mannkosti og hæfileika.
En ætt hans og uppeldi, sem
hvorutveggja var með ágæt-
um, átti vissulega sinn þátt í
því, sem síðar varð.
Sá, er þetta ritar, kynntist
Tryggva Þórhallssyni fyrst
fyrir rúmum! 30 árum í hópi
glaðra og tápmikilla drengja.
Tryggvi var sjálfur glaðastur
allra og tápmestur, öllum þótti
vænt um hann og hann varð
ósjálfrátt foringinn. Ég mixm-
ist hans næst á blómaskeiði
ungmennafélaganna. Hann var
þá orðinn stúdent og hafði lok-
ið heimspekiprófi við Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann var
þá formaður Ungmennafélags
Reykjavíkur, og sökkti sér í
félagsstarfið með sínum mikla
lifandi áhuga og starfsgleði.
En félagsskapurinn tók hann
svo fanginn, að aðstandendur
hans óttuðust, að það múndi
standa námi hans, fyrir þrifum,
og gengust fyrir því, að hann
segði af sér formannsstarfinu
og gæfi sig- óskiptan við nám-
inu'. Félag þetta var þá vafa-
laust eitt hið glæsilegasta ung-
mennafélag landsins og hafði
á að skipa mörgum ágætum
kröftum. Samt sló við þetta
einskonar óhug á okkur alla,
og enginn kom til að byrja
með auga á eftirmann hans.
Svo sjálfkjörinn fannst öllum
hann til að vera foringi félags-
ins. Eftir það gaf Tryggvi Þór-
hallsson sig óskiftan að guð-
fræðináminu og lauk því með
prýði, enda var hann afbragðs
námsmaður. Ég hitti Harald
prófessor Níelsson að máli um
það leyti sem Tryggvi Þór-
hallsson var að taka embættis-
próf. Mér er í minni með hve
mikilli hrifningu hann talaði
um þennan unga, glæsilega
lærisvein sinn, og hv» milrils
hann vænti af honum. En það
átti eklri íyrir Tryggva Þór-
halissyni að liggja, að helga
kennimannsstarfinu líf sitt.
Hanu var að vísu trúmaður
nrikill, frjálshuga og kreddu-
laus. En örlögin höguðu því
þaxmig, að annar þáttur eðlis
•lians, sem einnig má rekja til
ættar lians og uppeldis, varð
mest.u ráðandi í líii hans. Hann
gjörðist trúboði Irimiar gró-
andi moldar.
Eg heimsótti hann skömmu
eftir að hann var tekinn við
prestakalli sínu. Ég hlýddi á
messu hjá honum og var ó-
blandin ánægja að. Ræðan vai-
full af sól og yl, meir en þá
var títt hjá prestum.
En mér er þó amiað minnis-
stæðai-a. IJann liafði þá ný-
skeð hafizt handa um myndar-
legai' framkvæmdir á prests-
setrinu. Og ég nrinnist alltaf
irinnar innilegu gleði bóndans
yfir því að geta bætt og prýtt
býli sitt. Mig grunaði þá ekki
að þetta væri fyrirboði þessi er
koma skyldi; að hann ætti
sjálíur eftir að veita þúsund-
um aí bændum landsins hina
sömu gleði síðar og sjálíuin
sér um leió, því að Jiann unni
iivei'ju býli landsins eins og
væri þaö hans eigig óðal.
Það var margt sem stuðlaði
að því að gjöra Tryggva Þór-
hallsson að þeim bændafor-
ingja, sem hann varð og ætíð
mun halda minningu hans
uppi. Er þá fyrst að nrinnast
hins lifandi áhuga á öllum
þeinx málum, er hann vann að
í hvert sinn. Hann var aliur í
starfinu, heitur og aðsúgsmik-
ill ef því var að skipta, með
óbilandi trú á málstað sinn.
Hann var starfsglaður og stór-
virkur meg afbi’igðum; sann-
kölluð hamhleypa að hverju
sem hann gekk, og hafði auk
þess ówijulegt starfsþrek, og
það ■ lt til síðustu stundar,
þrátt fyrir hina langvarandi
og lamandi vanheilsu. Má í því
sambandi minna á það, með
hve mikilli atorku og aðförum
hann gekk að hinu mikla verki,
sem honum var falið sem for-
manni krepp'.lár.asjóðs. Enda
munu aJlir sem kynntust hon-
um í gegnum það, hafa lokið
lofsorði á þá starfshæfileika,
er hann sýndi í því vandasama
og vanþakkláta starí'i.
En það sem út í frá réði
hvað mestu um foringjaáhrif
Tryggva Þórhalissonai', var
hin sjaldgæfa glæsimennska
hans; bæði á ritvelii og í ræðu-
stól. Við samherjar hans minn-
umst hans ætíð, er hann á
blómaskeiði sínu fór um
byggðir landsins og blés í her-
iúðurinn.
Það sópaði að honum þar
sem hann stóð í ræðustólnum
hár og herðibreiður, fríður og
drengilegur, og eggjaði bænd-
ur lögeggjan til sóknar og
varnar í málum þeirra, af
fljúgandi mælsku og eldmóði.
Sátu menn oft þessa fundi
hans tímum saman eins og
bundnir við bekkina, þangað til
síðustu setningunni var lokið.
Hann gat þá oft verið þung-
höggur og óvæginn andstæð-
ingunum. En undirstraumur-
inn í öllum flutningi hans
mestu mála, var eldheitur á-
hugi fyrir velferð sveitanna
og þeiira, senx þar bjuggu, og
örugg trú á, að það sem þar
væri gjört til hagsbóta og
menningar, yrði þjóðinni giftu-
drýg-st í bráð og lengd.
Ýmsum fannst bæði fyrr og
síðar, að hann væri næsta ein-
sýnn í þessum málaflutningi
sínum. En í þessum efnumlifði
hann ekki eingöngu í skoðun,
heldur urðu þessi mál hon-
um æ mieir og meir sem helg-
ur dómur; þau voru hans atóra
köllim í lífinu, sem hann vildi
vera trúr til dauðadags.
Það er oft örðugt að greina
á milii, hvaða menn eða jafn-
vel ílokkar, hafi úrsiitaáhrif
um lokaafgreiðslur eða sam-
þykktir einstakra mála og um
það er löngum lengi deilt eftir
á. Og ég ætla elriri að telja
hér upp nein sérstök m»ál er
Tryggvi Þórhallsson barðist
fyrir og kom í framkvæand.
En um það verður ekki deilt,
að Tryggvi Þórhallsson varni
að því allra manna mest, að
ilytja stjórnmálabaráttuna yf-
íi á vettvang landbúnaðarins
og gjöra hann að brennidepli
hennar um nokkurt árabil. Og
upp úr þeirri baráttu komu
landbúnaðinum til iianda meiri
og margháttaðri framkvæmdir
en áður höfðu þekkst alla tíð
írá upphafi Islands byggðar.
Ég veit ekki hvort að dóm-
ur síðari tima verður sá, að
hér liafi verið fullgeyst riðið
úr lilaði. En ég hygg, að þá
megi svipað segja um ýmsai'
aðrar hliðar íslenzks athafna-
lífs undanfarna áratugi. og á
hitt ber einnig að líta, að lriut-
ur landbúnaðarins hafði lengi
legið eftir, og til þess að knýja
hann úr því aldagamla fari,
sem hann sat í, þurfti feikna
átak.
En það tókst.
Og það mega allir vita, að
þó að nú verði um stund að
hægja á framkvæmdmn í land-
inu, eítir hið stórkostlega
framfaratímabil síðustu ára,
þá skal það sýna sig að þeir
fjármunir, sem varið hefir ver_
ið til að rækta og byggja
landið, reynast eitt hið óbrot-
gjarnasta af því, sem þetta
tímabil skilur eftir. Og
Ti-yggvi Þórhallsson þurfti
ekki að fyrirverða sig fyrir
þann minnisvarða er hann
þar hefir reist sér.
Eitt var það enn er miklu
orkaði til að gjöra Tryggva
Þórhallsson jafn áhrifaríkan og'
vinsælan foringja innan síns
flokks og raun varð á, og það
var hans mikla ástúð við alla,
sem hann umgekkst, hjálpfýsi
og samyinnulipurð. Sá er
þetta ritar hafði af honum
mjög náin kynni nú um nokk-
urt skeið, sem samflokksmað-
ur á Alþingi, meðstjómandi í
Búnaðarfélagi Islands og’ nú
síðast í Búnaðarbanka Islands,
auk stöðugrar persónulegrar
umgengni. Og ég segi það hik-
laust, að elskulegri og ánægju-
legri samstarfsmann er ekki
hægt að hugsa sér.
Þó að hann væri ákveðinn og
einbeittur í hverju því máli
sem hann tók að sér, þá var
það fjarri skapi hans, að
þröngva nokkrum til fylgis við
sig, en þeim mun auðveldara
að laða m'enn til fylgis. Og
engan hefi ég vitað lægnari en
hann að sœtta menn og sam-
eina, þegar ágreiningur reis
upp, hvort heldur var í flokki
hans eða þeim félögum, * er
hann starfaði fyrir. Það var
sjaldnast unt að jafna ágrein-
ing, ef honum tókst það ekki,
og leit hann þá jafnan smærri
augum á aukaatriði málsins en
títt er um mikla málafylg’ju-
menn, ef hann hugði sig geta
bjai'gað aðalatriðinu.
í sambandi við aðra foringja..
•hæfileika Tr. Þ., varð þessi
mjög áhrifaríkur. Slíkum manni
þótti öllum er þektu gott að
fylgja, en að sama skapi sárt
ef leiðir þurftu að skiljast.
Það mun ætíð verða bjart yf-
ir minningu Tryggva Þórhalls-
sonar. Ungur átti hann því
láni að fagna að fá uppeldi og
menntun sem bezt varð á kos-
ið. Á æskuárum sínum varð
hann snortinn af þjóðernisvakn