Tíminn - 23.08.1935, Qupperneq 4

Tíminn - 23.08.1935, Qupperneq 4
144 TlMINN Nýlega hefir öllum laúdslýS horizt andlátsfregn Tryggva Þór- hallssonar. Mun sú harmafregn hafa vakið tilfinningu aUs þorra íslendinga fyrir því, að með Tryggva Þórhallssyni hefir þjóðin misst einn hinn áhrifamesta stjórnmálamann sinnar samtíðar, og einn af sínum glæsilegustu mannlcostamönnum og beztu sonum. Einkanlega mun þó bændastétt landsins finna til þess, að hún hefir nú misst — og einmitt á hinum erfiðustu tímum — þann manninn, sem af meiri einlægni og djörfung, meira trausti og trú á íslenzka bændur og 'sveitamenningu en nokkur annar stjórn- málamaður, gerðist brautryðjandi hverskonar velferðarmála bændastéttarinnar og landbúnaðarins. Viðurkenning bændanna fyrir þessu kom líka greinilega fram við útför hans í því, að bændur, jafnvel úr hinum fjærstu sveitum landsins, tókic sig upp frá búum sínum, til þess að fylgja honum til grafar. En það er ekki nóg að heiðra minningu Tryggva Þórhalls- sonar á þennan hátt einan. Slíkum mönnum, sem hann var, er þjóð- inni skylt að reisa varanlegan minnisvarða, með einhverju móti. Til þess að gefa öllum landslýð — og þá fyrst. og fremst íslenzkum bændum — tælúfæri til þess að sýna Tryggva Þórhallssyni virð- ingu sína og þakklæti, að halda uppi minningu hans, um ókomna tíma, var það samþykkt einróma á fundi, er stjórnarnefnd Bún- aðarfélags íslands átti með öllum föstum starfsmönnum félagsins og 9 búnaðarþingsfulltrúum 9. þ. At., að efna til samskota um land allt, og verður samskotafénu varið til þess að reisa Tryggva Þór- hallssyni minnisvarða eða (og) til sjóðstofnunar, er beri nafn hans, og starfi í anda þeirrar hugsjónar hans, er hæst bar á í hans opinberu störfum, að hér megi vera sterlc bændastétt í sjálfstæðu landi. Vér undirritaðir, sem kosnir vorum á áðurnefndum fundi í nefnd, til þess að gangast fyrir samskotunum, leyfum oss hér með að mælast til þess, að allir þeir, sem heiðra vilja minningu Tryggva Þórhallssonar á þann veg, sem að frama?i greinir, og þá sérstak- lega bændur landsins, sem til þess hafa brýnastar skyldur, bregð- ist við vel og drengilega og svo sem maklegt er eftir málavöxtum. Þá, sem lítið hafa af mörkum að leggja, biðjum vér að minn- ast þess, að „margt smátt gerir eitt. stórt“, og að ?ninningu mætra manna er ?nestur sómi sýndur með almennri viðu?'kenningu, þótt í s?náu sé. Hinir, sem meira. megna, s?jna virðingu sína látnum leiðtoga. með stærri framlögum. Ávarp þetta, ásamt samskotalista, se?ulu?n vér formönnum allra búnaðarfélaga i landinu í því trausti, að þeir gangist fyrir samskotum, hver í sinni sveit, hjá öllum almenningi. Einnig send- um vér það einstökum mönnum óðrum, er vér treystum bezt til að veita því máli lið, og vér efumst eklci um góðar u?idi?'tektir hvarvetna. Að lokinni fjársöfnun ber að senda samskotalistana og sam- skotaféð til gjaldkera og ritara. nefndarinnar, Metúsalems Stef- ánsso?iar, ritstjóra, Reykjavík, og væntir nefndin, að það geti orðið fyrir næstu áramót. Reykjavík, 13. ágúst 1935. Virðingarfyllst. Sigurður Sigurðsson. Steingrímur Steinþórsson. Metúsalem Stefánsson. ing-u, sem bjartast hefir verið yfir allra slíkra hreyfinga um langt skeið — ung-mennafélaga- hreyfingunni — og geymdi á- hrif hennar alla tíð. Á fullorðinsaldri varð hann svo gæfusamur að geta hrund- ið í framkvæmd óvenjumiklu af því, sem hann, og hundruð æskumanna á hans reki, hafði dreymt um. Hann var valda- mesti maður þjóðarinnar það tímabilið sem hvað mestur stór- hugur og bjartsýni hefir ríkt með þjóðinni, nú um langt skeið, og árgæzkan gaf henni aðstöðu til að sýna þann stór- hug í verki m,eir en nokkru sinni fyr, þessi ár, sem nú eru eins og sólskinsblettur á milli tveggja stórra skugga — styrj. aidar og kreppu. Við minnumst hans sem æðsta manns þjóðar- innar árið 1930, er fulltrúar frá iiestum menningarþjóðum heimsins sóttu okkur heim, til minningar um okkar forna menmngartímabil, sem við vorum að tengja öðru nýju, er við væntum að yrði ekki síður giæsilegt. Það er sólskin yfir þessum minningum. Og að lokum vil ég nefna það, sem hann mundi sízt hafa gleymt, hann eignaðist ágæta konu og yndislegt heimili. Og nú kveðjum við hann öll með þessum orðum: Hér er góður maður til moldar genginn. Bjarni Ásgeirsson. Um leið og Tryggva Þór- hallssonar er sérstaklega minnzt í blaði Framsóknar- rnanna, Íangar mig til að bæta þar við nokkrum orðum um hann sem húsbónda. Innsti kjarni í skapferli manna og við- horfi til náungans kemur ef til vill aldrei betur í Ijós, heldur en þegar lífið fær þeim i hend- ur vald yfirboðarans. Sam- vinnuþýðleiki og nærgætni í umgengni geta máske talizt minni háttar dyggðir í fari þess manns, sem enn á hlut sinn og sigurvonir að miklu undir viðhorfi samstarfsmanna sinna. Hinsvegar verða slíkar dyggðir ótvíræðar í fan yfir- boðarans. Ég hygg ekki, að jafnvel n ælska Tryggva Þórhallssonar og glæsileg persóna hafi átt meginþátt í að gera hann, bæði sem æskumann og síðar sem st j órnmálarpann, að svo ást- sælum samstai-fsmanni, sem hann var í raun og veru, heldur hafi það verið Ijúfmennska hans og hlýindi í umgengni. Því mun nú vera svo háttað, að hversu spm af kann að bera um orðsnilli manna og glæsileg viðbrögð í þjóðmálabaráttunni, þá verða það hlýindi handtaks- ins, sem lengzt verma og sem sízt eyðast í umhvörfum tím- anna. Þessvegna er það, að svo margir af samherjum Tryggva Þórhallssonar fyr og síðar ganga nú við brottför hans með sársauka í hjarta á fund minn- inga sinna umí samstarfið með honum og samverustundirnar. Ég, sem þetta rita, hafði nánust kynni af Tryggva Þór- hallssyni sem ráðherra. Hann var fyrsfi húsbóndi minn eftir að ég tók að starfa fyrir út- varpið. Okkur var í þessu sam- starfi báðum vandi á höndum. Útvarpið, skipulag þess og verkbrögð varð að reisa frá grunni. Hér varð ekki byggt á reynslu, heldur varð að styðj- ast við erlendar fyrirmyndir, sem urðu aðeins að nokkru leyti hagnýtar vegna ólíkra staðhátta. Skipulag íslenzka útvarpsins hlaut því að verða í mörgum efnum framsmið. En frumstörf við unga stofnun eru, eins og undirstaða sér- hverrar nýmyndunar, háð þeim vanda, að þau fái staðist reynsluna og að stofnunin geti tekið vexti, án þess að undir- staðan raskist. Stofnunin hóf starf sitt við mikla fátækt, í mjög ófullnægjandi húsakynn- um og varð í byrjun fyrir megnum aðfinnslum, sem voru ekki nema að mjög litlu leyti bornar fram af góðvild né sanngirni. Hlutverk þeirra manna, sem tóku upp störf fyrir útvarpið og liöfðu með höndum stjórn þess, varð því það, að fullnægja ætlunarverki útvarpsins, án þess að reisa stofnuninni hurðarás um öxl. Stofnunin varð, með öðruml orðum, að reka útvarp við fá- tæklegri kjör og með minni kostnaði, en dæmi munu vera til hjá nokkurri annari þjóð í heimi. Mér er ljúft og skylt að minnast Tryggva Þórhallsson- ar frá þessum fyrstu og mestu órðugleikatímum útvarpsins. Við áttum oft löng samtöl um útvarpið, þar sem ég varð að leita samþykkis hans eða úr- sk'urðar. Frá þessu samstarfi okkar Tryggva Þórhallssonar á ég einungis ánægjulegar end- urminningar. Mér virtist að í fari hans kæmu fram ýmsir mestu kostir húsbóndans. Ljúf. mannlegri og hlýrri yfirboðara væri ekki hægt að hugsa sér og enginn maður gæti verið lausari við þótta og embættis- mannahroka heldur en Tryggvi Þórhallsson var. Þó skifti það mestu máli, að hann lét mig á- valt finna traust sitt. Okkur varð það báðum ljóst, að und- ir trúmennsku og ótrauðu starfi þeirra manna, sem unnu að málefnum útvarpsins í byrjun, var komin ekki ein- ungis fai'naður stofnunarinnar heldur og sæmd okkar sem Sitarfsmanna og hans sem æðsta valdsmanns hennar. Ilvenær, sem á milli bar og hann óskaði að víkja á aðra leið um úrlausnir, var það á- valt gert af vinsamlegri nær- gætni. Lítilmannleg íhlutunar- semi, byggð á skapbrigðum eða hégómlegri löngun, til þess að láta gæta valds og aflsmun- ar, var mjög fjarri eðli hans. Og mér virtist hann kunna góð skil þess leyndardóma húsbóndavaldsins, að veita þeim, sem hann var yfir settur, traust sitt, en eignast aftur íullan trúnað þeirra og áhuga í starfi. Ég hefi einskorðað þessar fáu línur um Tryggva Þórhalls. son við kynni mín af honum, siem húsbónda mínum. Aðrir hafa meiri kynni af honum sem æskulýðsfélaga og stjórn- málamanni. Það, sem að minni reynslu einkenndi Tryggva Þórhallsson mest, var alúð hans og hófsemi. Tryggvi Þór- hallsson var fræðimaður mikill og gagnfróður um sögu þjóðai' sinnar. Andstæðingar hans lientu stundum gaman að til- vitnunum hans í Sturlungu og önnur fornrit. En hann mun hafa verið einn þeirra manna, sem lesa fombókménntir okk- ar sér til sálubótar. Margir liafa veitt því eftirtekt, að fátt hvílir betur þreyttan huga og uppnæman, heldur en lestur fs- lendingasagna. Hinn goðkynj- aði frásagnarstíll tekur huga lesandans þegar föstum tökum, en fjarlægð sagnritaranna og óhlutsemi veitir undraverða hvíld. Tryggvi Þórhallsson mun marga stund hafa baðað huga sinn í þessum heiðsvala norrænnar gerhygli, þegar tóm vannst til. Og þaðan mun honum hafa aukizt jafnvægi og hófsemi. Sturla lögmaður Þórðarson, einhver hinn ágætasti maður Sturlungaaldarinnar, hefir í fomiála, fyrir prestssögu Guð- mundar góða Arasonar hlotið fegurstu eftii-mæli, sem á verð- ur kosið. Sturla ritaði íslend- ingasögu er greinir frá öllum stórbrotnustu viðburðum ald- arinnai’, þar sem frændur hans og sjálfur hann áttu í hlut. Sagnritun Sturlu mun ávalt verða talinn einstæður gim- steinn meðal bókmennta fyrir sakir snilldar og óhlutsemi í frásögn um samtíðarviðburði. Sá, sem ritar áðumefndan for- mála, telur sig hafa vitað hann „alvitrastan og hófsamastan“. Tryggvi Þórhallsson var mikill aðdáandi Sturlu Þórðarsonar og svipaði til hans um hóf- semi, þrátt fyrir málafylgju, og um ást á þjóðlegum fræðum. Ég get ekki kosið til handa Tryggva Þórhallssyni fegurri bæn en þá, sem fyrmefndur sagnaskrifari endar með sín fáorðu eftirmæli um Sturlu Þórðarson: „Láti guð honum nú raun lofi betri“. Jónas Þorbergsson. Eg kynntist Tryggva Þór- hallssynj fyrst árið 1923, þegar ég flutti til Reykjavíkur. Eftir það hittumst við oft og í nokkra mánuði vorum við nán- ir samverkamenn. Ég get ekki hugsað mér betri mann í samvinnu en Tryggvi Þórhallsson var, allt af hress og glaður og bjartsýnn á fram- tíðina, og hlýr og alúðlegur í viðmóti. Og ég hygg, að fáir hafi farið svo af fundi hans, að þeir hafi ekki verið léttari í skapi en þegar þeir komu. Við- mót hans og framkoma öll var á þann veg, að hann hlaut að laða menn að sér, og þessir eiginleikar hans, sem hann átti í svo ríkum mæli, hjálpuðu honum máske meira en nokkuð annað til að koma fram þeim mörg-u, góðu málum, sem hann barðist fyrir. Eins og öllum er kunnugt bar Tryggvi Þórhallsson land- búnaðarmálin fyrst og fremst fyrir brjósti og það eru stór- virki hans á því sviði, sem lengst munu halda nafni hans á lofti. Hann unni íslenzkri mold og íslenzkum bændum og barðist ótrauður fyrir eflingu landbúnaðarins. En hann var líka eindreginn samvinnumað- ur. Hann sá í samvinnufélög- unum eina af sterkustu stoðum landbúnaðarins og- sú ástæða var í raun og veru næg til þess að hann var samvinnu- maður. Annars hygg ég, að hann hafi litið svo á, að tvennskonar félagsskapur í landinu væri þess sérstaklega megnugur, að styðja og efla landbúnaðinn: annarsvegar búnaðarfélögin, sameinuð í Búnaðarfélagi íslands, og hins- vegar samvinnufélögin, sam- einuð í Sambandi ísl. sam- vinnufélaga.. Þess vegna vildi hann efla hvorntveggja þenn- an félagsskap á allan hátt. í gegnum búnaðarfélögin áttu bændur að fá leiðbeiningar og hvatningu til jarðræktarfram- kvæmda og bættra búnaðar- hátta, en samvinnufélögin að veita þeim betri fjárhagslega aðstöðu með því að koma af- urðum þeirra í hærra verð og veita þeim hagkvæmári kaup á neyzluvörum. Eftir að Tryggvi Þórhallsson gerðist ritstjóri Tímans má segja, að hann yrði hinn eigin- legi forustumaður landbúnað- armálanna hér á landi. Hann fékk líka óvenju góða aðstöðu til að beita sér fyrir þessum málum: fyrst sem ritstjóri að víðlesnu og áhrifaríku blaði, og síðan sem formaður Búnaðar- félags íslands, þing-maður og ráðherra. Og því má heldur ekki gleyma, að á meðan hann var að koma fram þeim málum landbúnaðarins, sem hann barðist fyrir, var hann í farar- broddi fyrir stórum og áhuga- sömum stjórnarflokki, sem frá upphafi hefir verið einhuga í því að vinna að eflingu land- búnaðarins. Ég ætla ekki að telja upp þau mál, sem Tryggvi Þór- hallsson kom fram í þágu landbúnaðarins, en eitt þeirra var stofnun Búnaðarbanka ís- lands, þar sem hann varð að- albankastjóri eftir að hann hætti stjórnarform;ennsku. Þar vann hann gott og mikið starf seinustu æfiárin, og bændur og samvinnumenn harma það mjög, að honum skyldi ekki endast aldur lengur til þess að vinna landbúnaðinuni og sam- vinnufélögum bænda gagn með starfsemi sinni við bankann. Hinn ágæti forvígismaður landbúnaðarins, Tryggvi Þór- hallsson, er falhnn í valixm fyrir aldur fram. Mimnngu hans verður bezt haldið á lopti með því að vinna áframj að ræktun landsins og efhngu landbúnaðarins og samvinnu- stefnunnar. Siguiður Kristinsson. Við kynntumst fyrst í Kaup- mannah. Við komum þar saman með nokkrum öðrum til að lesa kafla úr biblíunni og ræða um þá. Þar varst þú sá frjálslyndi og bjartsýni maður. Frjálslyndi og bjartsýni var þér í merg borið. Síðar kynnt- ist ég þér sem presti. Kirkjan þín var rúmgóð. Þú lagðir meiri álierslu á breytnina en trúna, þú vildir sjá mánninn gegnum verk hans, en ekki gegn um orðin tóm, þú vildir iáta trúarskoðunina móta líf- ernið. Við störfuðum saman sem ungmennafélagar. Ég fann þann logandi eld trúar á landi og þjóð, sem með þér brann. Ilann smitaði. Hann hvatti til starfa. Sami eldurinn, sami á- huginn logaði þér ætíð í brjósti. Hann var driffjöðrin í störfum) þínum sem þingmanns, ráðherra, formanns Búnað- arfélags Islands og banka- stjóra. Hann var driffjöðrin, sem hvatti þig til að beita þér til forustu fyrir framkvæmd margra velferðarmála bænda- stéttarinnar. Vegna hans og góðs samstarfs við skoðana- bræður þína, tókst að fá mörg mikilsverð mál leyst. En þó hefir það kannske mesta þýðingu, hvemig þú með áhuga þínum gazt vakið aðra til starfa, fengið þá til að fara að trúa á framfaramögu- leika lands og þjóðar, og aukið þeim bjartsýni og baráttuþrek. Fyrir það verður þér aldrei þakkag sem skyldi, því þau verk, sem upp af því hafa sprottið, eru ekki eins augljós og hin, sem til verða fyrir nýja löggjöf, sem þú tókst þátt í að skapa, eða ný viðhorf sem auðnazt hefir að gefa. En nú erum við skildir sjón að sinni. Aftur munum við hittast og saman vinna, en þangað til óska ég, vinur, að þér megi sem. bezt ganga að vinna að þeim áhugamálum þínum, sem þú nú vinnur að öðrum til gagns og þér til á- framhaldandi þroska. Páll Zóphóníasson. Tryggvi Þórhallsson var rit- stjóri Tímans í 10 ár. — Undir hans stjórn náði Tíminn því takmarki, að verða áhrifa- mesta blað landsins. Sem ung- ur maður lagði haim nafn sitt við framtíð þessa blaðs og sigraði. Og nú, eftir að hann er til jarðar hniginn, vill Tíminn leggja sinn skerf til, að minn- ing lians geymist, og lýsa sinni þakkaiskuld. Því er nú í þessu blaði, sem sérstaklega er lionum lielgað, saman safnað endurmpningum, umj hann, sem hér eru nú skráðar af nokkrum þeim mömium, er lengst liafa með honum unnið að landsmálunum, þekktu hann bezt og virtu hann mest. Ég er ekki í hópi iiinna elztu og nánustu samstarísimanna Tryggva Þórhahssonar, enda skildi okkur hálfur annar tug- ur ára. Þó kynntist ég honum nokkuð, og þá aðallega í starfi, um 12 ára skeið. Ég sá hann fyrst haustið 1923, er ég um nokkurn tíma dvaldi á heimili hans. Það var í kosningabaráttu, eimnitt þeirri, sem fyrst bar hann sjálfan inn á Alþingi. Hann var þá allan daginn önnuml kaf- inn, sem leiðandi maður í fiokksstarfinu um land allt. Ég sá fjölda mamia víðsvegar að, koma á fund hans, og liverfa þaðan aftur með ný á- form og aukna starfsgleði, Og þá fannst mér Tryggvi Þór- hallsson bera, af öUum öðrum', er ég hafði þekkt, um glæsileg- . an skörungsskap og heiUandi lífsgleði hins þroskaða manns. Ég man hann sem slíkan, og ég man hann Uka, sem, einn af fremstu mönnum landsins í orðsins list, þeirri hst, sem kom fram í starfi hans við þetta blað, ræðum hans á manníundum og í viðtölum við samstarfsmenn sína, ofin í þá alúð viðmótsins, sem gerði hann manna ástsælastan. AUa tíð, það er ég man, bar hann hátt í íslenzku þjóðlífi. Ég sá hann, sækja fram í bar- áttu, meðan vafasamt var um úrslit. Ég sá hann þó enn bet- ur hafandi í hendi æðsta vald landsins. Þess valds bæði naut hann og galt, sem verða vill. Hann naut þess að láta að sér kveða til góðra framkvæmda. En hann átti þá líka erfiða daga. Sjálfur tók hann sér í munn eitt sinn á sikilnaðar- stund samjherja á flokksþingi Framsóknarmanna, orð skálds- ins: „það er ei hollt að hafa ból hefðar uppi á jökultindi." Það lá í hans skapferli að njóta baráttugleðínnar. Hann naut hins engu miður að semja friðinn, sem er afleiðing orust- unnar. En hann lifði ekki á friðartímum. Síðari tímar munu kveða upp hinn varanlega dóm um störf Tryggva Þórhallssonar og skipa honum ses-s meðal ís- lenzkra stj órnmálamanna. En I hitt mun þá tæpast vitað, hversu „röm var sú taug“, er tengdi þá, er með honum unnu, við persónu hans, jafnvel þótt á milli bæri, hversu tómlegt þeim finnst eftir hann látinn, og hve minnisstæður hann mun verða þeim öllum til síðustu stundar. Gísli Guðmundsson. Ritstjóri: GísM Guðtrwandsson. Prentsmiðjan Acrta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.