Tíminn - 25.09.1935, Page 2

Tíminn - 25.09.1935, Page 2
162 TlMINN Nýju domárarnir í hæstarótti Ræktun og nýting skóga Dómsmálaráðherrann, Her- mann Jónasson, hefir ákveðið, að skipa í dómaraembætti í hæstarétti þá Gissur Berg- steinsson settan skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðUneytinu og- dr. jur. Þórð Eyjólfsson prófessor í lögum við háskól- ann. Staðfesting á skipun þess- ara tveggja dómara kom frá konungi í gær. Gissur Bergsteinsson hæstaréttardómari. Hann er 33 ára að aldri, íæddur að Árgilsstöðum í Hvol- hreppi í Rangárvallasýslu 18. apríl 1902. Lauk gagnfræða- prófi utanskóla og stúdents- . prófi vorið 1923. Lauk embættis- • prófi í lögum við háskólann vorið 1927 með hárri 1. eink- unn. Dvaldi síðan erlendis um hríð við framhaldsnám í Dan- mörku og Þýzkalandi. Endur- skoðaði f. h. stjórnarráðsins, embættisfærslu hjá sýslumönn- um og bæjarfógetum 1928—29. Skipaður fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu 1. ágúst 1929. Gegndi skrifstofustjóraembætti í sama ráðuneyti mestan hluta árs 1930 og fram á árið 1931, í forföllum þáv. skrifstofustjóra. Formaður ríkisskattanefndar síðan í ágúst 1934. Settur skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu 6. des. 1934 og hefir gegnt því embætti síðan. Auk þess, sem nú er nefnt, hefir Gissur Bergsteinsson hin síðari árin oft verið skipaður setudómari í einstökum mál- j um. Hann var meðstarfsmaður : við útgáfu Lögbókarinnar. Hann hefir lagt mikla stund á að kynna sér lögfræðileg mál- efni og hefir auk þeirra lög- fræðigreina, sem kenndar eru við háskólann hér, lagt stund á alþjóðlegan einkamálarétt, þj óðarétt, stjórnarframkvæmda- rétt o. fl., og fylgst mjög með nýjum ritum og stefnum er- lendis um lögfræðileg málefni. þóröur Eyjólfsson hæstaréttardómari. Ilann er 38 ára að aldri, fæddur að Kirkjubóli í Hvítár- síðu í Borgarfirði 4. maí 1897. Lauk gagnfræðaprófi utan skóla, og stúdentsprófi vorið 1920. Lauk embættisprófi í lög- um við háskólann vorið 1924 með hárri I. einkunn. Réðist þá strax sem fulltrúi til bæjar- fógetans í Reykjavík og gegndi því starfi til ársloka 1927. Vann hann þau ár mjög að samningu dóma. Var einnig þessi ár kennari í verzlunar- rétti við Verzlunarskóla ís- lands.. Erlendis var hann árin 1928 og 1929 og dvaldi lengst af við háskólann í Ber- lín, en síðar í Khöfn. Vann þá að undirbúningi ritgerðar um lögveð, en fyrir þá ritgerð var hann sæmdur doktorsnafnbót í lögum við háskólann hér vorið 1934. Eftir utanförina sinnti hann um hríð skiptaráðanda- og setudómarastörfum í ýmsum málum, en hefir einnig unnið að samningu ýmsra laga. Hann hefir verið í yfirskattanefnd Reykjavíkur, spítalanefnd, for- maður í Byggingarsamvinnufé- lagi Reykjavíkur o. fl. I fe- brúar 1934 var honum falin kennsla í lagadeild háskólans, og 12. nóv. sama ár var hann skipaður prófessor í lögum við háskólann. Því embætti hefir hann gegnt síðan. Það mun ekki verða með rökum í efa dregið,að skipun þessara tveggja embætta í æðsta dómstól þjóðarinnar hafi mjög vel tekizt. Báðir eru hin- ir nýju dómarar áhugasamir gáfu- og lærdómsmenn á glæsi- legasta aldri til að hefja hið vandamikla og veglega lífs- starf, er þeirra bíður — að tryggja hinni íslenzku þjóð réttlæti og jafnrétti fyrir landslögum í samræmi við lífs- skoðun hins nýja tíma. í Vopnafirði voru miklar stór- rigningar um seinustu helgi. Hafa oröið skemmdir á húsum og heyjum og allmiklar skemmdir hafa oi'ðið á vegum bæði af skriðuhlaupum og vatnagangi. Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri er fyrir skömmu heim l’ominn úr eftirlitsferð um- hverfis landið. Tíminn hefir átt tal við hann og spurt hann um ferð hans. — Ég er búinn að vera næst- um tvo mánuði á stöðugu íerðalagi umhverfis allt land- ið, segir Hákon, og komið á l'lesta þá staði, þar sem er telj- andi skóggróður, til að athuga meðferð skóganna og þroska þeirra. — Hvernig áraði í vor og sumar fyrir skóggróðurinn ? — Frekar illa. Stórfellt hret, sem kom skörcmu eftir hvíta- sunnuna í vor, hefir hnekkt mjög vextinum, og auk þess er viðarmaðkur í Hallormsstaða- skógi og sumstaðar á Vest- fjörðum. Hitt er þó miklu verra, hve bændur fara yfir- leitt illa með skóga sína. Má hiklaust segja, að meiri hluti þeirra brjóti allar reglur um meðferð skóga. Kemur þar fyrst og fremst til greina búpeningsbeitin, sem er hrein asta eyðilegging. Ennfremur er grisjun víðast ófullkomin eða engin og- fjöldinn gengur á það lagið, að höggva upp eí'nilegasta og stærsta gróður- inn. Að nokkru mun mega um kenna ófullkomnu eftirliti sök- um peningaskorts, þótt ?líkt sé að vísu lítils virði, ef bænd- ur skilja. ekki þörfina að efla skóggróðurinn. Auk þess er ekki von að þessi mál séu í fullkomnu lagi, þegar ekki er veitt til skóggræðslu og vernd- unar svo miklu, sem svarar 10 aurum á hvert mannsbarn í landinu. Langsamlega beztu skóglendi íandsins eru á Vöglum í Fnjóskadal og Hallormsstað á Fljótsdalshéraði. Báðir þeir skógar eru eign ríkisins og fullkomnlega friðaðir. Um 30 ár eru síðan skógurinn á Hall- ormsstað var girtur. Er ljóst dæmi um mátt friðunarinnar hve stórkostlegur munur er skógarins utan girðingar og innan þar sem skógargróður- inn var jafnmikill áður fyrr. Bæði á Hallormsstað og Vögl- um má fá efnivið í smærri stíl, aðallega girðingarstaura. Girð- ingarstaurar, sem þar eru tekn- ir, birktir strax og geymdir i eitt ár, eru eins endingargóðir og aðfluttir grenistaurar. — Hvar eru hæstu tré á landinu ? — Hæsta tréð, sem við mældum í sumar er 10,6 metra hátt og er í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal. Eru mörg tré í Vaglaskógi og Bæjarstaðaskógi næstum því eins há og eiga eftir að hækka um 2—3 metra, — Eru ekki einhver sérstök nýmæli á döfinni um nýtingu skóganna? — Jú, búið er að kaupa ofn til að brenna viðarkol. Verður hann á Vöglum og mætti þar framleiða um 50 tonn af viðar- kolum á ári. — Eru viðarkolin góð mark- aðsvara ? — Já, þeim er blandað í fóð- ur hænsna og grísa og einnig notuð til eldsneytis með koksi. Ennfremur má nota viðarkol sem eldsneyti á bifreiðar------- — Eldsneyti á bifreiðar!? — Já, slíkt er vel þekkt víða erlendis eins og t. d. í Noregi, Svíþjóð, Englandi og Italíu. Má setja sérstakan útbúnað til við- arkolabrennslu á allar almenn- ar bifreiðar. Myndi sá útbún- aður kosta hingað kominn 1400 kr. Ég mun reyna hvað ég get til að fá á næsta sumri vöru- bifreið — því að þetta tíðkast mest á þeim — með þessum útbúnaði. Getur verið um tölu- verða möguleika að ræða í þessu efni hér á landi og má í því sambandi geta þess, að með því verði sem nú er á viðarkolum í Noregi er 2/3 ódýrara að nota þau til bif- reiðaaksturs heldur en bensín. Annars hafa aðrar þjóðir, eins og t. d. Frakkar, í hyggju að nota viðarkol á allar sínar bif- reiðar, ef til stríðs kemur og erfitt verður um aðflutning á bensíni. — Og hvaða viðfangsefni bíða framundan? — Þau eru mörg og krefjast skjótrar úrlausnar. — Kvikleg- ur áhugablær birtist í fasi skógræktarstjórans. — Fyrst er að fá hingað plöntur af harðgerðum barrtrjám, greni, furu og lerki og planta þeim inn undir birkið á Vögl- um og Ilallormsstað. Geta þess- ar tegundir vaxið vel, þannig að eftir 30—40 ár verði komn- ir vænlegir girðingastólpar. Ennfremur verður að auka trjáplöntuframleiðsluna mnan- lands. Eru nú framleiddar 8000 trjáplöntur árlega, en plantað út 50—60 þúsundum, svo að innflutningur er mikill. Á nú að tvöfalda framleiðsluna á Morgunblaðið er sjaldan orð- heppið. En í eitt skipti bregð- ur nú út af þessari venju, því að nýlega hefir blaðið fundið upp hið ágætasta snjallyrði, sem líklegt er að muni. lengi uppi vera og festast við vissa tegund af mannflokki þeim, er Morgunblaðið styður. Það er orðið „luxus-flakkari“! Því að ekki þurfa moðhaus- arnir, þótt einfaldir séu, að ímynda sér, að slíkt viðurnefni sé hægt að tengja við mann eins og Jónas Jónsson. Til þess þekkir þjóðin þann mann of vel. Jafnvel andstæðingar vita og viðurkenna, að J. J. er eng- inn óhófsmaður og hefir aldrei verið, og yfirleitt ekki gefinn fyrir skemmtanir eða annan „luxus“. Og þó að hann hafi dvalið erlendis í sumar urn hríð nokkru lengur en nefnd- arstörf hans þar útheimta — vegna veikinda í fjölskyldu sinni — er ekki líklegt, að neinir, að fráteknum þeim Mbl.-piltum, verði til þess að álasa honum af þeim ástæð- um*). *) Mbl. segir í sömu grein, að Eysteinn Jónsson ráðherra hafi siglt með fjölskyldu sína til út- landa. þetta er alveg tilhæfulaust, og hefðu Mbl.-mennirnir vafalaust getað fengið að vita það, ef þeir hefðu hirt um að spyrjast fyrir, í næstu tveimur árum og fjór- falda á fjórum árum og eftir sex ár verðum við að geta framleitt allar þær trjáplönt- ur, sem þarf til útgræðslu. Má þá gera ráð fyrir, að verð- ið lækki og útgræðslan aukist. — Er ekki mikils um vert að menn hafi trjágarða við hús sín? — Jú, það er hlutverk Skóg- ræktarfélags íslands að efla trjárækt við heimkynni manna. Er þetta eitt mikilvægasta grundvallaratriðið til eflingar skógræktinni, því að á þann hátt læra menn almennt að meta skóggróðurinn og hvern- ig með hann skal fara. En snjallyrðið „luxus-flakk- ari“, sem þarna hefir á undur- samlegan hátt barizt út úr sljó um kvörnum moðhausanna, er skemmtilega 1 j óslifandi lýsing á þeim annálaða „flottræfla“- og landevðulýð, sem alla tíð, síðan á blómaöld Islandsbanka hefir verið að flækjast milli landa, með hverri einustu skipsferð, býr á dýrustu er- lendum hótelum, slær um sig með brjálæðisfullu yfirlætimeð lánstrausti fátækrar þjóðar, og þykist vera að „gera, for- retningar“, til að verða ríkir m'enn. Þessir „luxusflakkarar“, sem rétt að segja undantekn- ingarlaust hafa verið úr liði Mbl., hafa sett smánarblett á þjóðina í augum erlendra manna, Og því miður er það auð- sætt, þótt ekki sé annað gert en líta yfir farþegalista milli- landaskipanna, að „luxusflakk“ „forretningsmannanna“ í Mbl.- liðinu er hvergi nærri úr sög- unni ennþá, þrátt fyrir gjald- eyrishöftin. Og það er ekki nóg með það, að þetta fólk eyði peningum í „flakk“ sitt. Sumt af því stórskaðar þjóðina, einn- ig á annan hátt með því að koma á hinum og öðrum „sam- slað þess að láta kæruleysið og ó- ráðVendnina hlaupa með sig i gönur. ,Luxusííakkarar‘ íhaldsíns Nokkar vandamál Auður og örbii'gð. Þó að íslendingar hafi minna af auð og fátækt að segja á síðasta mannsaldri en margar aðrar þjóðir, þá et*u sarnt kjör manna hér á landi mjög mis- jöfn. Nokkrir menn hafa jafn- vel mai'ga tugi þúsunda ki'óna tekjur á ári, en aðrir hafa tæpast fyrir fæði. Sumir lifa í stórum skrauthýsum, er þeir reisa að nokkru leyti yfir dýra hægindastóla og önnur stofu- ajásn, en aðrir búa í lélegum moldarbæjum, þröngum kjall- araholum eða litlum kuldakytr- eyðileggja heilsu þeirra vegna oíreynslu meltingarfæranna, meðan aðrir hálfsvelta eða draga fram lífið á því ódýr- asta og lélegasta, sem hægt er að fá til að seðja með hung- ur sitt. Allt þetta og margt fleira er óholl misskipting- lífsgæðanna, sem mjög oft'fer alls ekkert eftir verðleikum þeirra er njóta eða gjalda. Of mikill auður í einstakra manna höndum er jafn hættu- legur — meðfram af því hve fáir kunna að fara vel með hann — og örbirgð og bágindi þeirra, sem undir hafa orðið í lífsbaráttunni. Á milli þessara aðila skapast fjarlægð, hatur og fyrirlitning. Og þó hafa venjulega báðir málsbætur nokkrar. Ég man eftir að greindur maður vestur í hinu mikla auðsöfnunarlandi Ameríku sagði eitt sinn við mig: „Mik- i! auðsöfnun einstaklings er venjulega ofvöxtur í sjálfs- bjargarviðleitni hans“. Þetta er mjög oft alveg rétt. I núver- andi þjóðfélagsskipulagi er lega verða ríkari og ríkari, þótt þeir ætli sér það ekki í fyrstu, og eftir því sem a.uð- urinn vex er auðveldara að bæta við hann. Valda þar rr.iklu um hinir ranglátu vext- ir, er gera þann efnaðri ríkari og þann fátæka ætíð snauðari. Öreiginn á aftur á móti erfið- ara og erfiðara uppdráttar, eftir því sem fátækt hans er meiri, en fátæktin kemur oft af ómegð, heilsuleysi eða tæki- færaskorti og því miður líka stundum af eyðslusemi og ráð- leysi. Það er fullt réttlæti að sá er leggur mikið að sér við vinnu og er fyrirhyggjusamur og sparsamur, beri meira úr být- um en letinginn athafnalitli, sen. sóar því, er hann heíir handa á milli, kannske tii að svala sínum augnabliksnautn- um með eiturlyfju;.a eða öðru, sem dregur líkama hans og sál niður á við. En þegar auður- inn, sem einn niaður liefir ráð yfir, er orðinr: mikdl, þá er einstaklingsvaldið, sem af því leiðir, orðið of sterkt og almenningi óhollt. Það hefir komið ofvöxtur í sjálfsbjargar- viðleitni einstaklingsins. Hégómi og tildur. Þegar menn hafa náð ráðum yfir peningum, einkum hafi það verið á auðveldan hátt, hættir þeim við að sóa. þeim í gáleysi. Eitt í þessunJ efnum m. a., sem valdið hefir þjóð- inni tilfinnanlegu fjárhags- tjóni, er hve miklu fé Islend- ingar eyða erlendis að óþörfu á ferðalögum. Til dæmis um þetta vita flestir, sem kunnug- ir eru í Höfn, að þegar íslend- ingar, sem hafa dálítil peninga- x’áð, koma þangað, þá fara þeir ekki á þokkaleg, meðaldýr hótel, til að dvelja í góðum hei'bergjum, er kosta 3—5 kr. á dag, heldur fai’a þeir á allra dýrustu hótelin, (Palace, Phön- ix o. s. frv.), og eyða þar frá 30—40 kr. á dag og meiru. Og því man ég eftir, að hafa séð mestan íbui’ð í húsakynn- um og húsgögnum hjá einstök- um manni, er ég kom einu sinni til íslenzks kaupsýslu- manns í annari stærstu heims- borginni, þar sem hann bjó um tíma. Ég spui'ði hótelþjón að því, þegar ég var kominn út frá kaupsýslumanninum, hvað svona skrautsalir kostuðu, eins og íslendingurinn hafði til af- nota. Svarið var: Um 80 krón- ur á dag (í ísl. mynt). I annað skipti man ég eftir, að ísl. fésýslumaður, er ég mætti er- lendis, var að segja frá því, að þann dag væri hann búinn að eyða þúsund krónum í á- fengi og' álíka vöru. Og þótt- ist mikill af! — Merk dönsk kona sagði þeim, er þetta rit- ar, fyrir nokkuru síðan: Ég þekkti til forstjórakonu frá Reykjavík, sem var að leita sér að loðkápu hér í Höfn. Hún vildi fá kápu, sem bæri af öllum öðrum loðkápum. Loks sætti hún sig við að kaupa eina er kostaði rúml. 3000 krónur (danskar). Og þetta var löngu eftir að krepp an var skollin yfir. Svipuðum fordildai’- og eyðsludæmum úir og grúir af ei’lendis, þar sem íslendingar fara, — einkum kaupsýslu menn. Það er eins og -þeir, sem komast yfir peninga, vilji verða miklir menn á því, að eyða sem allra mestu í fæði, klæði, húsnæði og svo ýmsa ó- þarfari hluti. Og með þessari eyðslusemi og íburði, stoi’ka þeir beinlínis þeim, er auðsins afla, sem eru auðvitað vinnandi menn, er að framleiðslunni starfa. — Þegar komið er í ná- gi’annalöndin, t. d. austur í Noreg og Svíþjóð, er ekki sízc áberandi hvað fólkið klæðir sig tildursminna en hér í Reykjavík. Þá er ekki síður minna tildrið í ýmsu öðru, svo sem bifreiðunum o. fl. Þar sést hverfandi lítið af álíka luxus- bílum og hér eru yfirgnæf- andi. Það þarf ekki mikið að kynnast þessum þjóðum til að finna hve fánýtt tildur hefir þar verri jarðveg en hér á ts- landi. Æskulýðsskólai'. Lýðskólamir þar hafa átt mjög mikinn þátt í að ala vissa lífsstefnu upp, er einkennist af orðum Björnsons, að ekki sé mest um vert að „teljast þeim mestu með, en maður í reynd að vera“: Tildurslaus, raun- verulegur maður. — Við Is- lendingar höfum mikla ástæðu til að gleðjast yfir hinum góðu húsakynnum á Laugarvatni, Reykholti o. fl. æskulýðsskól- um' okkar, er núlifandi kyn- slóð veitir æsku sinni til náms- iðkana — ekki sízt þegar bor- ið er saman við húsakynni helztu íýðháskóla Norðmanna og Svía, svo sem Voss, Sigtuna o. fl., sem hafa gömul, köld, og að ýmsu leyti ófullkomin timburhús fyrir sína skóla. En svarar uppeldið í þessum skól- um til húsakynnanna á hverj- um stað? Er ekki vöntun í öllu uppeldi hjá okkur? Er ekki of mikill lexíulærdómur? Er ekki of lítil stund lögð á að þekkja og skilja náttúruna og margt það nálægasta, sem við lifum og hrærumst með daglega? Er ekki of lítið unnið á móti tildr- inu og hégómanum, en með ,,einföldu“ lífi? Er ekki of lítið aukinn skilningur á því, að í raun og veru er hver tengdur öðrum í þessu litla þjóðfélagi — eins hagur sé annars hag- ur? Er skólanemendunum kennt nógu vel að bera ábyrgð gjörða sinna,? Vinna skólaáhrifin að því að m'enn heimti a. m. k. eins mikið af sjálfum sér og öðrum ? Eru menn hvattir nóg í skól- um uppi undir þaki í forn- um húshjöllum. Og ekki fáir langoftast bráðnauðsynlegt að vera efnalega vel sjálfstæður troða sig út af dýrum kræs--,og að því keppir fjöldi dug ingum, sem reyndar stundum andi manna. En „ágirnd vex með eyri hverjum“ og menn vilja vana-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.