Tíminn - 02.10.1935, Qupperneq 1

Tíminn - 02.10.1935, Qupperneq 1
0ja(bbagi b 1 a B o i n í> ct 1. fáni ÁzganQuzlna foatas 7 (u 2lf9rEi5sla ltmí)clmta d íaugaocg 10. ©Ína 2353 - Póetfeólf 061 XIX. árg. Reykjavík, 2. október 1935. 41. blað. Landsbankinn fimmtugur Allt er ungt á íslandi nema, bókmenntirnar. Landið er ung’t að jarðmyndun. Fullveldið er ekki orðið tuttugu ára. Fyrir fimmtíu árum mátti heita að enginn vegur væri til í land inu, enginn skipastóll og ná- lega engin bygging til al- mennra þarí'a nema nokkrar fátæklegar kirkjur. Og það var enginn banki til á landinu, þegar Landsbanka- lögin voru staðfest 18. septem1- ber 1885. Landsbankinn var stofnaður mitt í harðri kreppu og hall- æristíð. Ár eftir ár lokaði ís- inn mikinn hluta landsins inni í kuldagreipum sínum, Sr. Matthías sá þennan ægilega ,,silfurflota“ koma og henda. „hungurdiskum" yfir landið. Og á hverju ári fluttu þúsund- ir Islendinga vestur um haf, af því að þeir gátu ekki lifað í landinu. En mitt í þessum erfiðleik- um stofnuðu þeir menn, sem tóku við hinu fjárhagslega sjálfsforræði 1874 þennan litla vísi til banka, sem! síðan er orðinn að þjóðbanka, sem! hef- ir verið og er enn höfuðvirki í fjármálasjálfstæði landsins í hálfa öld. Landsbankinn óx hægt hin fyrstu ár, eins og trjágróður- inn hér á landi. Þegar hann var 15 ára, um aldamótin, gekk sterk en unggæðisleg fram- farabylgja yfir landið. Sumum áhugamönnum umbótanna fannst Landsbankinn svo lítill, að hann væri að engu gagni. Þeir vildu fá stóran banka, þó hann væri útlendur, og undir erlendum yfirráðum. Þá var talað um á Alþingi, að eyði- leggja banka landsins, og- fela útlendum f j árplógsmönnum seðlaútgáfu landsins og bankamálastjórn í nærri heila öld. Þessi banaráð höfðu verið samþykkt í neðri deild, en féllu með nálega jöfnum at- kvæðum í efri deild. Magnús Stephensen bjargaði lífi bank- ans. Það verk er glæsilegust minning í lífi þess manns, sem lengst hefir verið landshöfð- ingi á Islandi. Landsbankinn lifði að vísu, en eins og vanrækta barnið í cskustónni. íslandsbanki var stofnaður. Hann hafði meira fé, og utan um hann safnað- ist sterkur lífvörður nálega allra þeirra manna, sem enn lifa sem máttarstólpar í flokki spekulantanna í landinu. Ein af tilraunum íslands- bankamannanna var herferðin á hendur Tr. Gunnarssyni og brottrekstur hans; úr bankan- um 1909. Björn Kristjánsson stóð fyrir því athæfi. Um kvöldið, þegar fullbúið var að telja, sjóðinn í fjárhirslu bank- ans í kjallaranum, þreif Tryggvi Gunnarsson lyklakipp- una úr vasa, sínum og kastaði henni með dj arfmannlegri fyr- irlitningu á gólfið framan við Björn og mælti um leið: Framh. á 4. síðu. Fjávlögin 1936 Eftir Eysiein Jónsson, fjármálaráðherra I fjárlagaræðunni 1985 minntist ég á, að vegna þess, hversu óvenjulega óvíst væri allt um afkomu landsmanna, n.yndi jafnvel verða að grípa til þess að afgreiða ekki fjár- lögin fyrir árið 1936 fyrr en nú í haust. Fór svo, að þetta var afráðið. Liggur nú fyrir á næstunni, að ganga frá fjár- lögum fyrir árið 1936, og hefir fjárveitinganefndin þegar haf- ið starf sitt. Að vísu er ekki ennþá hægt að segja með neinni vissu um al'urðasölu landsmanna á næsta ári. Þó má telja, að ekki séu líkindi fyrir því, að niðurfærsla á innflutningi okkar til Ítalíu verði eins mikill á næsta ári eins og út leit fyrir að hún vrði í ár, þegar þinginu var frestað. En þótt líkur séu fyrir þessu, þá er ástandið þannig á Italíu, og í iheiminum yfirleitt, að litlu verður um framtíðina spáð. Hinsvegar verður því ekki neitað, að af ýmsum ástæðum' má fara nær í tilgát- um um árið 1936 nú en í vor, er þingi var frestað. Aðallega vegna þess, að nú má sjá nokk- uð um afkomu ársins í ár. Það er nú þegar vitað, að ár- ið, sem er að líða, verður mjög erfitt fyrir afkomu lands- manna, sérstaklega þó við sjáv- arsíðuna. Fiskaflinn er t. d. nú um 12 þús. tonnum. minni en á sama tímá í fyrra. Síldarafli, lagður í bræðslu um 20% minni en í fyrra, og annar síldarafli meira en helmingi minni en í fyrra. Sérstaklega verður þetta gífurlega aflatjón þó þungbærara en ella fyrir sjávarútveginn og landið í heild, vegna þess, að meira hefir verið lagt í kostnað við veiðarnar a. m. k. síldveiðam- ar, heldur en oft áður. Þannig verður innflutningur útgerðar- \arnings á þessu ári óvenjulega mikill. Þessi erfiða afkoma hefir vitanlega áhrif á afkomu ríkissjóðs nú. þegar á þessu ári, en áhrifin ná lengra. Þau munu einnig ná yfir á næsta ár. Beinir skattar næsta ár verða lægri vegna lágra tekna á þessu ári, og öll viðskipti hljóta að dragast saman, ekki aðeins á síðari hluta þessa árs, heldur einnig a. m. k. framan af næsta ári. Af þessu leiðir, að við af- greiðslu fjárlaganna verður að reikna með því, að ýmsir tekjustofnar ríkisins gefi jafn- vel minni tekjur næsta ár en þeir nú gera, t. d. tekjuskatt- urinn. Við afgreiðslu fjárlag- anna kemur það og til greina, að síðan gengið var frá fjár- lagafrv., sem fyrir liggur, hef- ir Alþ. samþ. ýms lög og fyrir- mæli, sem hafa í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóðinn.. Má nefna: Framlag til Skuldaskila- sjóðs, vaxtatillag úr ríkissjóði til að lækka landbúnaðarvexti, framlag til Iðnlánasjóðs, fram- lag vegna ofviðristjóns á Norðurlandi, framlag til brirn- brjótsins í Bolungarvik o. fl. Nemur þetta, allverulegri upp- hæð. I fjárlögum fyrir yfirstand- andi ár eru mjög verulegar leiðréttingar gerðar á ýmsum áætlunarliðum fjárlaganna frá því sem áður var venja. Samt sýnir reynslan, að lengra þarf að ganga í þessum leiðrétting- um. Má í því sambandi benda á, að ýmsir óviðráðanlegir áætlunarliðir munu fara fram úr áætlun 1935. Jarðræktar- styrkurinn hefir farið fram úr áætlun, berklavarnakostnaður- inn, vegaviðhald o. fl. Kemur raunar hér í ljós, það, sem ég hefi margoft bent á í þinginu, að leiðin fyrir Alþingi til þess að ráða fyllilega við fjárveit- ingarnar, er, að binda allar út- gjaldaupphæðir samkv. sér- stökum lögum, við ákveðna há- márksupphæð. Að því verður að hverfa. Af framannefndum upplýs- ingum, þótt ekki séu tæmándi, má ráða, að ekki verður hjá -því komizt, að færa, niður út- gjöld fjárlagafrumvarpsins, er fyrir liggur. Verður það erfitt verk, og mun ég ekki hér fara út í nein einstök atriði þess hér. Hinsvegar er víst, að þótt gengið verði að því með oddi og egg að færa niður bein rekstr- arútgjöld rikisins, skrifstofu- kostnað og annað slíkt, þá verður með því einu móti ekki einu sinni hægt að fá rúm fyrir hinar nýju útgjaldaupp- hæðir, sem Alþingi hefir þegar samþykkt (með góðu samkomu- lagi allra flokka) síðan frum varpið var samið. Verður því áreiðanlega, ef veruleg niður- færsla á að verða, að lækka ýmsar þær upphæðir á fjárlög- unum, sem ætlaðar eru til verk- legra framkvæmda og til at- \ innuveganna. Eins og oft hefir verið frá skýrt, þá er stefna núv. stjórn- ar við afgreiðslu fjárlaga, að hafa fjárveitingar til verklegra íramkvæmda og atvinnuveg- anna eins ríflegar og unnt er á hverjum tíma. En hinu verða menn jafnframt að reikna með að leitast verður við að sníða íramlögin eftir fjáröflunar möguleikum ríkissjóðs, að svo miklu leyti sem,1 unnt er að vita þá fyrirfram á jafn óstöð- ugum tímum og nú eru. Dæmalaus árás „Pað eru óskapleg ódæmahljóð sem eru i hungruðum manni I tilefni af ráðstöfunum fjár- málaráðherra um áfengisverzl- unina hér í Reykjavík hefir Morgunblaðið undanfarið ráð- izt á hann og Ólaf Sveinsson, er taka skyldi við forstöðu á- fengisverzlunarinnar 1. ágúst í sumar. Þrátt fyrir það, að ólafur Sveinsson hefir hrakið stað- leysur Mbl. og Nýja Dagblaðið stuttlega gert hið samá, sam- kvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu, birtir Morgunblaðið grein um þetta, og kvikinzkan, sem í hana er lögð, lyginni til viðbótar, ekki valin af verri endanuni. Greinin er annars eins flónsleg og bezt gærist í Mbl., og því aðeins viðlitsverð, að slíkar álygar og orðbragð i garð ráðherra af hendi aðal- málgagns andstæðinga, eru til skammar siðuðu mannfélagi. Það sem fyrir liggur í mál- inu er blátt áfram þetta: I fyrsta lagi • Að samkvæmt lögum um aldurshámark var ákveðið að Hannes Thoraren- sen léti af forstöðustarfi við áfengisverzlunina í Reykjavík 1. ágúst 1935, og að Ólafur Sveinsson tæki við starfinu. I öðru lagi: Að samkvæmt sérstakri beiðni Hannesar Thorarensen gerði fjármálaráð- herra það fyrir hann, að lofa honum að halda stöðunni til áramóta, gegn því að hann tæki Ólaf Sveinsson eða mann frá honum í starf og greiddi Ólafi 800 kr. á mánuði af sínu fé. Auðvitað var þetta sjálf- sagt; Ólafur Sveinsson þurfti bæði að kynnast starfinu og svo beið hann álitlegt fjárhags- tjón við þessa breytingu, sem gerð var vegna Hannesar Thorarensen. I þriðja lagi: Að í stað þess að fara sjálfur í útsöluna læt- ur Ólafur Sveinsson þann niann fara fyrir sig, sem á að verða starfsmaður hans við út- söluna, til þess að geta efnt við hann vilyrði um atvinnu frá 1. ágúst. Sjálfur tekur Ól- afur 300 kr. af þessum 800 upp í tjón sitt við þá breyt- ingu, sem gerð var fyrir Hann- es Thorarensen. I fjórða lagi: Að þrátt fyrir það tapar Ólafur Sveinsson 50 kr. á mánuði við það að fara ekki sjálfur í útsöluna, og að það gerir hann til þess að bregða ekki loforði því um at- vinnu, sem hann hafði gefið atvinnulausum mánni, forða honum frá því að krafsa gadd- inn fimm mánuðum lengur. — Það er „ágóði" Ólafs Sveins- sonar af því sem gagnrýnanai Mbl. kallar „beinaverzlun“ og lögspekingur þess — sama er reyndar nú höfuðið — telur að höfða eigi sakamálsrannsókn fyrir!! Þetta snýr -nú að Ólafi Sveinssyni sérstaklega. En Mbl. heimtar líka sakamáls- rannsókn á hendur fjármála- ráðherra, og þá helzt er ráða má af dálkaglundri þess fyrir þetta: 1. Að hafa mútað Ólafi Sveinssyni, keypt hann burt úr héraði af pólitízkum ástæðum, ótta við keppni hans til þing- mennsku. 2. Að hafa farið fram á það við Hannes Thorarensen, að hann greiddi 800 kr. á mánuði af sínu fé fyrir starf Ólafs Bankaiáðsformaður og framkvæmdastjórar Landsbank- ans. — Að ofan, frá vinstri: Jón Árnason formaður banka- ráðsins, Georg Ólafsson bankastjóri, Ludvig Kaaber banka- stjóri, Magnús Sigurðsson bankastjóri. Sveinssonar við útsöluna í 5 mánuði. 3. Að ætla að veita frá ára- mótum „nokkrum tugum þús- unda yfir í buddu Ólafs“. Um þetta þrefalda góðgæti er lið fyrir lið þessu til að svara: 1. Það er Sjálfstæðisflokkn- um fremur lítil fremd að aðal- málgagn hans skuli gera sig bert að því siðleysi, að jafn alvarleg ákæra. og sú, er það ber á fjármálaráðherra, að hann hafi af pólitízkum ótta mútað manni burtu úr héraði, skuli vera byggð á rakalausri lygi. Það hefir aldrei legið fyrir að Ólafur Sveinsson keppti við hann um þing- mennsku í Suður-Múlasýslu; það er vel kunnugt öll- um forystumönnum Framsókn- arflokksins þar. Og því auð- virðilegri er kjassmælgi Mbl. í garð Sveins í Firði, sem hún birtist í sömu dálkunum og til- raunin til þess að brennimerkja son hans sem mútuþega. 2. Mbl. segir í sinni hjartan- legu og illgirnislegu einfeldni svo frá, að fjármálaráðherra „lofaði upp í ermina og Ólafur komst ekki í krásina fyr en 5 mánuðum síðar“. Það er rétt eins og það hafi verið í valdi Hannesar Thorarensen, eða t. d. Mbl., hvort fjármálaráð- herra gæti veitt Ólafi Sveins- syni stöðuna 1. ágúst eða ekki! Nú veit hver heilvita maður, að samkvæmt lögunum1 um ald- urstakmark embættismanna hafði ráðuneytið fullan rétt tii þess að láta Hannes Thorar- ensen fara frá starfi 1. ágúst, eins og ákveðið var. En fyrir beiðni hans — og það er opin- berlega skjalfest af H. Th. sjálfum í Tímanum 25. f. mán. — er honum leyft að sitja til áramóta, en af því leiddi blátt áfram að ólafi Sveinssyni hlaut að verða tryggð atvinna frá 1. ágúst, þeim degi, er hann skyldi taka við starfinu, enda gekk H. Th. glaður að því, gegn því að njóta starfs- ins fimm mánuðum lengur en honum bar. En Mbl. ber Hann- es Thorarensen svo fyrir brjósti, að fyrir þessa góðsemi fjármálaráðherra í hans garð, á að höfða sakamál á hendur ráðherranum!! Hitt skipti ráðherra. vitan- lega engu, þótt Ólafur Sveins- son setti fyrri sig mann, sem Hannes Thorarensen tók gild- an. En um Ólaf Sveinsson má annars endurtaka þetta: Hann tapar á þeirri góðsemi sinni við H. Th„ að bíða eftir for- stöðustarfinu í fimm mánuði, þótt hann vitanlega fái það að nokkru bætt. Og þegar þær bætur eru fengnar, afsalar hann sér nokkru af þeim til þess að halda gefið loforð til atvinnulauss manns. Og allt ber að sama brunni: Fyrir góð- semi hans við Hannes Thorar- ensen og drenglund hans að standa við loforð sitt, heimtar Mbl. á hann sakamálsrann- eókn!! 3. Hér missir Mbl. alla stjórn á kvikinzkunni. Að fjár- málaráðherra veitir Ólafi Sveinssyni embættið eftir Hannes Thorarensen, heitir á þess máli að veita frá áramót- um „úr ríkissjóði nokkrum tugum þúsunda yfir í buddu Ólafs“, og segir ennfremur að vitað sé, að nokkur hluti þeirra renni í sjóð „Tímaklík- unnar“. Þar lá héppi grafinn! Það var ekkert athugavert um þessa „nokkra tugi þúsunda“ meðan þeir runnu í buddu Hannesar Thorarensen. Og Mbl. hefði ekki hljóðað. svo hátt, ef einhver íhaldsmaður- inn hefði átt að fá þær í budd- una, að H. Th. föllnum1 fyrir Frh. á 4, síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.