Tíminn - 09.10.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1935, Blaðsíða 2
170 TlMINN Tvö fimmtugsafmæli Vanhöldín i iénn og fram- leiðslnverð dilhakjötsins Frú Guðrún Stefánsdóttir; Guðrún Stefánsdóttir, kona Jónasar Jónssonar alþingis- manns átti fimmtugsafmæli 5. þ. mán. Guðrún er komL in af merkum ættum í Þingeyj- arsýslu. Faðir hennar, Stefán, var Sigurðsson Kristj ánssonar frá lllugastöðum og voru þeir bræður Sigurður afi Guðrúnar og séra Benedikt, er prestur var í Múla. 1 móðurætt er Guð- rún náskyld þeim Fjallsbræðr- um í Þingeyjarsýslu. Guðrún missti í æsku föður sinn og átti nokkuð örðugt í uppvexti, eins og títt er um börn, sem verða fyrir þess- háttar áföllum. Hún giftist Jónasi Jónssyni 25 ára gömul og hafa þau hjón eignast tvær efnilegar dætur, Auði, konu Ragnars Ólafssonar endurskoð- unarmanns Samb. ísl. samv.fél. og kaupfélaganna og Gerði, sem nú dvelur í Englandi. Guðrún Stefánsdóttir er gerfileg kona og fríð sýnum, suðræn að yfirbragði, svart- hærð og brúneyg. Andlitsfar hennar, svipur og fas er allt markað fátíðri skapfestu og þreklyndi. Æfistarf Guðrúnar hefir ver- ið eitt hið merkasta, sem kon- um hlotnast. Hún hefir um tvo tugi ára staðið við hlið þess manns, sem hefir í stjórnmála- lífi landsins gerzt stórvirkast- ur sinna samtíðarmann og sem hefir látið sig flest varða um þjóðarhagi og menningu ís- lendinga. Unr.| það verður ekki deilt, að Jónas Jónsson hefir ekki setið á friðstóli síðan hann hóf stjórnmálastarf sitt. Ber það til að hann hefir verið róttækur umbótamaður og ó- væginn gagnrýnandi. Þau óvægilegu átök, sem auðkenna starf fremstu manna í skipu- lagsbaráttu tuttugustu aldar hafa í starfi Jónsar Jónssonar einnig orðið átök Guðrúnar konu hans. Og Guðrún hefir aldrei skirrst við erfiði og fullri þátttöku á þessu merkilega starfsskeiði. Hún hefir þolað það möglunarlaust, að heimili hennar væri langtímum saman breytt að kalla má í opna mal- stofu, þar sem stjórnmál hafa verið rædd og þar sem gestir Ég hefi oft, bæði í þingræð- um og blaðagreinum tekið það fram, að milli mín og Mbl. væri eitthvert gagnkvæmt, dularfullt samband. Hlutverk Mbl. er að búa til um mig og dreifa út sem víðast eins miklu af staðlausu heimskufleipri og ósannindum eins og geta rit- stjóranna leyfir og í öðru iagi að freista að tefja fyrir og spilla hverju umbótamáli, sem ég' vinn fyrir. Eigendur Mbl. hafa þann hagnað af þessu framferði, að þeim verður betra til um aug- lýsingar í blaðið frá mörgum lítilfjörlegum fépúkum í bæn- um. Páll Steingrímsson ritstjóri Vísis hefir játað við mig per- sónulega, að hann hafi vetur- inn og vorið 1930 orðið að taka í blað sitt allar þær gr-einar,sem Pétur Benediktsson lögfræðing- ur, nú til dvalar í stjómar- skrifstofunum í Kaupmanna.- höfn skrifaði þá nafnlaust í Vísi um að ég væri vitskertur. hafa skipt tugum marga daga. Iláttprúð og jafnlynd hefir hún tekið á móti atburðum daganna, sigrum þeirra og þreytu. Og hún hefir, þrátt fyrir umsvif stjórnmálastarfs- ins, kunnað góð skil þess, að skipta háttum heimilis síns rr.illi starfs og hvíldar. Merkur, erlendui' blaðamað- ur hefir í skálaræðu líkt Guð- rúnu við konurnar í riddara- borgum miðaldanna. Riddarar miðaldanna lágu í stöðugum hernaði til sóknar eða til land- varnar. En er þeir sneru heim sárir og vígmóðir úr herförum, varð það hlutverk kvennanna að binda sár þeirra og búa þeim hvíld og frið. Ég hygg að þetta hafi orðið hlutskipti Guðrúnar Stefánsdóttur um- fram flestra eða allra samtíðr- kvenna. Engin vindubrú eða illkleif einstigi hafa friðað um heimili hennar eins og títt var um riddaraborgirnár. Enda mun lengi verða minnst þrek- prýði Guðrúnar, þegar mest reyndi á að standa gegn atlög- unum innan vébanda heimilis- helginnar. Ytra borðið á hversdagsvið- burðurn og stórframkvæmdum í lífi þjóðanna er jafnan eink- um markað athöfnum karl- manna. Hið þögula fórnarstarf kvenna, hverfur svo oft að baki í endurtekið strit sérhvers dags. Þó mun það sannast, að það eru konurnar, sem leggja, undirstöður lífsins, ekki ein- ungis í uppeldi heldur og í hversdagslífi og athöfnum manna. Og þó að yfirlæti karl- manna heimti sér til handa óskoraða sæmd af verkum þeirra, þá liggur þáttur góðrar konu oftast dulinn hamingju- megin í lífi og verkum sér- hvers afreksmanns. Vinir Guðrúnar Stefánsdótt- ur og kunningjar hafa ríku- lega ástæðu til þess að gleðj- ast með henni yfir því, að hún hefir borið gæfu til þess að eiga þátt í stórbrotnu athafnalífi og að hún hefir við vaxandi æfistarf öðlast þá björtu hamingju, sem ríkir yfir heimili hennar og ástvin- um. Og við erum mörg, sem tök- um þátt í gleðinni. Jónas Þorbergsson. Annars sagði Páll, að ýmsir af beztu viðskiptamönnum Vísis hefðu hætt að auglýsa í blað- inu. Fyrir Mbl. og Vísi er það þessvegna, óhj ákvæmilegur at \ innuvegur að ljúga upp á mig, og herða róðurinn, þegar harðn- ar í ári og meira þarf til að hreyfa hjartastrengi þeirra manna, sem þessi blöð telja beztu skiptavini sína. Framkoma Mbl. og Vísis í minn garð er skiljanleg, eink- um þeim, sem þekkja gáfnafar, persónugildi og menningarstig hinna svokölluðu ritstjóra við þessi tvö blöð. En þó undarlegt sé, hefir minn ávinningur af framkomu þessara. blaða ekki verið jafn- lítill og vænta mátti. Þau hafa iialdið upp ókeypis auglýsinga- starfsemi um áhugair.ál mín. Og með því að afflytja hverja umbót, sem ég vann að, hafa þessi blöð sett á sig svo djúp- sett brennimark heimsku og menningarleysis, að andóf AðalsteiDD KristiDssoD framkv.stj. Haustið 1903 komu í gagn- fræðaskólann á Akureyri margir ungir og glæsilegir menn (framan úr Eyjafirði. Þeir héldu mjög saman um veturinn og voru í skólafélag- inu eins og „ríki í ríkinu“. Þeir áttu í sínum flokki mestu fríðleiksmenn, íþróttamenn og ræðumenn, sem þá voru í skól- anum. Einn af þessum ungu Eyfirð- ingum var Aðalsteinn Krist- insson framkvæmdastjóri í Sambandi ísl. saminnufélaga, sem varð finnntug 4. þ. mán. Síðan eru liðin mörg ár, en Aðalsteinn hefir haldið meiru af einkennum æskunnar en títt er urn flesta menn. Hann er enn léttur í spori og snar í öllum: hreyfingum, eins og hann var þegar Jóhannes hinn sterki Jósefsson valdi hann með sér til glímuferðar út um fíest lönd Evrópu. Þegar Aðal- steinn kom heim úr þeirri ferð, gerðist hann verzlunarmáður á Akureyri eins og tveir af eldri bræðrum hans. Þótti hon- nm farast það með afbrigðum vel. Hann varð hugþekkur af framkomu sinni öllum sem kynntust honum. Hann átti marga vini en enga övini. Hann hafði í einu listrænan smekk og mikla þekkingu á öllu, sem laut að íslenzkri verzlun. Og þegar Sambandið hóf heildsölu sína, í Reykjavík, var Aðalsteinn Kristinsson sjálfkjörinn forstöðumaður fyr- ir innflutningsdeildinni. Hann hefir verið það síðan og er af því starfi kunnur og metinn af þúsundum heimila í land- inu. Eyjafjörður hefir fóstrað þrjá bræður, sem hafa skapað og unnið fyrir Samband ísl. samvinnufélaga. Aðalsteinn er yngstur af þessum! bræðrum. Samvinnumenn um allt land munu á þessum merkisdegi í lífi hans senda honum hug- heilar árnaðaróskir, þakka honum langt, einlægt og heilla- drjúgt samstarf, og óska þess, að hann eigi eftir að vinna lengi enn fyrir samvinnufélög- in méð jafn mikilli giftu og hingað til. J. J. þeirra er orðið örugg meðmæli, bæði með mönnum og málefn- um. Það er talið að Mbl. og Vísir i'ærist heldur í aukana með sína prúðmannlegu iðju, þegar ég er til lengdar á ferðalagi, af því ritstjórarnir vita þá, að ég muni tæplega sjálfur leiðrétta til muna ósannindi þeirra. Ég ætla að m'innast á tvö eða þrjú atriði úr þessum áróðri íhaldsblaðanna, og þó einkum eitt, sem er almennt landsmál og talsvert þýðingar rnikið. Haustið 1933 fór ég til Spán- ar til kynningar og athugunar. Um sama leyti var Magnús Jónsson fyrrum dócent þar líka í sumarleyfi sínu. Mbl. datt ekki í hug að för M. J. gæti haft neina þýðingu, nema fyrir hann sjálfan. Eu það bjó til langa skáldsögu um mig, og skrifstofa íhaldsins dreifði henni í vélrituðum bréfum út um land. Ég átti að vera búinn að koma af stað háskalegum leynisamningí við stjórn Spán- ar, sem væri óhagstæður bröskurunum í Reykjavík, en mjög vilhallur kaupfé- lögunum og Sambandinu. Til- efnið til þessarar skemmtilegu Oft hefi ég reynt að minna bændur landsins á þá höfuð- nauðsyn að minnka, vanhöldin í sauðfénu og auka öryggið í búskapnum. Enn vil ég reyna þetta, því að mér virðist svo sem þessu rnáli sé gefinn of lítill gaumúr. Það er mikið rætt um fram- leiðsluverð dilkakjötsins. Menn greinir á um hvert það sé. Milli þinganefnd Búnaðarþings hefir kornizt að þeirri niðurstöðu, að það sé að meðaltali 1,27 pr. kg. Sumir telja þetta of hátt, en aðrir of lág-t, eins og gengur, og enginn getur sagt, hvert hið rétta, meðalframleiðsluverð er. Þær skýrslur, sem nefndin byggir þetta 1,27 kr. verð á, eru nýkomnar til Kjötverðlag's- nefndar, og ég var að blaða í þeim í dag. Mér þótti þær tala svo glöggt til bænda, að ég verð að láta þá sjá hvað þær segja. 17 skýrslur af þeiml 19, sem nefndin byggir athuganir sínar á, notaði ég. Tvær varð ég að láta ónotaðar, aðra af því að bóndinn hafði keypt fé vorið 1934, og ekki sást hve margt það var. Hina af því, að hún er svo ógreinilega færð. 1. jan. 1934 áttu þessir 17 bændur 2013 kindur með gemlingunum. 1. jan. 1935 áttu þeir 1661 kind fyrir utan gemlingana, og haustið 1934 höfðu þeir lógað alls 206 fullorðnum og vetur- gömlum kindum. Þeir hafa því misst 146 kindur, og eftir því sem bezt verður séð eru 141 a,f því ær, hitt gemlingar. Þetta er yfir 8% af ánum og yfir 7% af öllu fullorðna fénu. Ég vil biðja bændur að at- huga, hver áhrif það mundi hafa á framleiðsluverðið og afkomu búskaparins, ef þessi vanhöld hefðu engin orðið. Kostnaður við þessar kindur hefir víst ekki orðið minni en við hinar, sem lifðu. Og ekki hefir fyrirhöfnin við þær orðið minni. En arðinn vantaði á móti. Af þeim 1676 ám, sem1 þessir bændur áttu, voru 219 lamblausar vorið 1934. Hvort þær hafi verið hafðar það með vilja, eða misst lömbin, verður ekki séð. Meiri líkur erp þó til skáldsögu var það, að Jensens- synir og fleira fólk af því tagi hefir rekið verzlunina við Suð- urlönd á þann hátt, að þá lang- ar ekki til að hafa samvinnu rcenn sem sjónarvotta að úr- ræðaleysinu og eymdarblæn- um, sem er á þessum viðskipt- um; Mér hefir stundum dottið í hug, að Ríkharður Thors hljóti að finna, hvað þa,ð er kýmileg hæðni örlaganna, að nánustu vinir hans skyldu haustið 1933 búa til og dreifa út lygasögum um þjóðhættu- lega leynisamninga við méiri háttar menn á Spáni. Það er mikið lán fyrir manneskjurn- ar, að vita ekki í dag, hvað ör- lögin úthluta þeim á morgun. Nú í sumar komu í danska blaðinu Politiken eftirmæli um Tryggva Þórhallsson eftir danskan blaðamann, sem heitir Tilge Rasmussen. Hann var hér á Alþingishátíðinni 1930, og fylltist þá, af óþekktum ástæðum, beizkri gremju og öfundarhug til íslands og fs- lendinga, og birti þá í Politiken svo mikið af staðleysum um há- tíðina, að landar búsettir er- lendis, sem lásu greinar hans, héldu að hátíðahöldin hefðu öll farið í handaskolum. Þessi hins síðara, því að litlu er lógað haustið 1934 af geldum ám. Þetta, eru 13,1% af öllum lömbunum. Hver áhrif það hef- ir á framleiðsluverðið, að þau koma hvergi til innleggs, sjá menn fljótt. En hafa, menn gert sér þess fyllilega grein? Ég efast um það. Enn láta menn lömbin drepast úr pest- inni að haustinu, þó hægt 'sé að fyrirbyggja það. Og enn er margt látið ógert, sem getur dregið úr vanhöldunum. Mér sýnist sá liðurinn í kostnaðinum við, sauðfjárrækt- ina, sem stafar af vanhöldun- um, vera mjög hár, ég held að það orki ekki tvímælis, að það megí lækka hann. Og með honum iækkar fram'- leiðsluverðið. Menn geta gert sér í hugar- lund mismuninn á framleiðslu- verðinu hjá eftirtöldum tveim bændurn, sem báðir eru inni í meðaltölum nefndarinnar. Annar átti 216 ær. Hann missti enga. Um haustið 1934 'setti hann á 36 lömb og lógaði 180, og hafði því lamb á á. Hinn átti 155 ær. Hann missti 27 þeirra. Um haustið átti hann 25 lömb, sem hann setti á og 69, sem hann lógaði. Fyrri bóndinn fékk 85 aura fyrir sitt kjöt, sem allt var í fyrsta flokki. Hann hefir sjálf- ur sagt mér, að með því verði hafi hann haft hag af fénu á árinu. Síðari bóndinn átti fátt í fyrsta flokk. Kjötverðið þar var 83 aurar fyrir fyrsta, flokkinn, en 73 fyrir annan. Ég hefi ekki hitt hann, en ég veit, að hann hefir tap á sauðfénu og það töluvert. Ég gæti tilfært mýmörg dæmi svipuð. Dæmi þar sem allt hefir gengið svo vel, að 60 aura verð á kg. hefði nægt til að gera sauðfjárbúið halla- laust, og önnur þar sem1 allt upp í 5 kr. pr. hefðu ekki nægt. Og langméstan hlut að þessu eiga vanhöldin. Veturinn fer í hönd. Búið ykkur svo undir hann að þið verðið ekki fyrir vanhöldum af völdum hans. Og hugsið um vanhöldin, athugið hvert af- hroð þau gera í arðinn af bú- maður ritaði nú dánarminningu um Tryggva Þórhallsson í þess- um sama anda. Tilgangurinn auðsær með hinum lítilsvirð- andi ummælum um Tryggva og konu hans, að lítillækka þjóðina alla. Nú gerðist tvennt í einu. Mbl. og Vísisménn dreifðu út um landið þeirri sögu sinni, að ég rnyndi hafa staðið að árás Politiken á Tr. Þ. dáinn. En um sama leyti vann ég að því, í hinni ítarlegustu greinargerð, sem enn hefir verið rituð um Tr. Þ. og birtist hér í blaðinu, að sanna hvílíkur afkasta- og og manndómsmaður hann var, meðan heilsan entist, og hve ranglátt væri að dæma, fyrri framgöngu hans eftir veik- indaárunum. Jafnframt því rit- aði ég þá á útlendu máli svar við árás Rasmussens á Laufás- hjónin og íslenzku þjóðina í heild sinni, og mun það birtast áður en langt um líður. En mér þótti eðlilegt, að hlaupa þar ekki í kapp um of fljóta birt- ingu, við þá menn, sem á seinni árum töldu sig meiri vini Tryggva Þórhallssonar en mig. En engin merki sjá'st enn um' að þeir menn telji sig þess um komna, að halda uppi í þeim inu, og ef þið gerið það, þá veit ég að þau rninnka, því sem betur fer má fyrirbyggja mörg þeirra. 6. okt. Páll Zóphóníasson. »8ibiria« Ritstjóri Nýja Dagblaðsins var fyrir skömmu samferða forsætis- og landbúnaðarráð- herra austur að Klaustri á Síðu. I-Ivorugur hafði áður komið lengra austur en að Rangá ytri. En austan hennar sem vestan, var alstaðar hið sama að sjá, þar sem foksand- ur, jökulfljót og eldgos hafa ekki náð til, í Landeyjum, undir Eyjafjöllum, í Mýrdal, á Höfðabrekkuheiði, í Skaftár- tungu, á Síðu, alstaðar gróð- urskrýdda frjómold, mýrar, móa, grundir, sem aðeins bíða gröfu, plógs og herfisi til þess að metta þúsundir munna, tugi þúsunda, hundruð þús- unda. Ráðherrann hafði oft orð á þessu um daginn. Þama lá landið, langmestur hlutinn ósnortinn eins og fyrir þúsund árum, lá þarna í sóldýrðinni eins og það væri að breiða faðminn móti nýjum land- námsmönnum, jafn þakklátt, þótt þeir kæmu úr skugga- hverfum Reykjavíkur, eins og „um brimhvít höf“, jafn gjaf- milt öllum sem1 jafnt starf á sig leggja. Óendanleg framtíð: Þegar Ölfusið og Flóann væru numin, þá uppsveitimar. Og svo lengra austur: í Holtin, undir Eyjafjöll, á Síðu og áfram lengra,, allt landið kögrað grænu eftir því sem aldir liðu, — kynslóð eftir kynslóð. Var nokkur furða þótt ráð- herranum! og förunautum hans fyndist til um? Hver getur án þess yfir þessar sveitir farið? Og víst er ánægjulegt fyrir landbúnaðarráðherra og Fram- sóknarflokkinn, sem fyrir ný- býlaræktinni hefir barizt, að sjá nú verkið hafið austan- fjalls, lítinn vísi mikillar sögu. Annar ráðherra íslenzkur sá þessa sýn í anda og batt hana í ódauðleg orð: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, sveitirn- ar fyllast, akrar hylja móa. .. “ efnum sæmd þjóðar sinnar. Nú í sumar var ég um stund á ferð á Norðurlöndum, stund- um með Gísla sýslumanni í Vík, stundum! með Magnúsi Guðmundssyni og Magnúsi fyr- verandi dócent. Mbl. hefir gert þessi ferðalög að umtalsefni. Eins og vant er, heldur það mínum hlut hærra en sinna manna. Mínar ferðir kallar blaðið „luxus-flakk“, því að það treystir mér til meiri hluta en sínum mönnum. Ferðalög Gísla og þeirra nafna eru að því er skilja rná eingöngu hversdags- legt „flakk“, og þeir hversdags- legir „flakka.rar“. Þessi gremja Mbl. yfir því, að ég nota oft sumarleyfi mJn til ferða og dvalar erlendis, er ekki ný, og hún er heldur ekki eins heimskuleg, frá sjónanniði hinna lægstu íhalds-vesal- menna, eins og virzt gæti í fljótu bragði. Þessi gremja Mbl. stafar af ótta við utanferðir, sem eru farnar í sambandi við framfarabaráttu fátækari stétt- anna í landinu. Frá sjónarhól Mbl. eru synd- ir mínar í sambandi við utan- ferðir í þessu skyni miklu meiri en mín eigin ferðalög. Ég hefi staðið að því að út- Um flakk, „luxusfIakk“ og utanferðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.