Tíminn - 05.02.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1936, Blaðsíða 3
TIMINN 19 shire og Berkshire þegar í upphafi rannsóknarinnar. Skipstjóri á Belgaum er Að- alsteinn Pálsson, en nafn hans munu menn kannast við frá hinu fræga Belgaumsmáli fyr- ir nokkrum árum síðan. Eitt dulskeytið, sem þýtt hefir verið, er frá „Vin“, 5. október 1935, kl. 10 og hljóð- ar svo: CAPTALN BELGAUM LJCBW MSDFV JTYJC JYO sem þýðir á ensku: LAST NIGHT ÆGIR LANGA- NES THIS MORNING DAN- ISH-DENMARK GUNBOAT-S THORLAK STEAMING TO VESTMEYJAR. í íslenzkri þýðingu: ÆGIR VAR I NÓTT VIÐ LANGANES. DANSKA VARÐ- SKIPIÐ VAR I MORGUN VIÐ ÞORLÁK, ER NÚ Á LEIÐ TIL VESTMEYJA. („Þorlák“ er sennilega Þor- lákshöfn). Að fenginni þessari vitneskju virðist full ástæða til þess að leita að gögnum, sem orðið gætu til þess að taka mætti upp hið gamla Belgaumsmál að nýju. I skjölum skipsins er eins- konar dagbók yfir skeyti send og meðtekin og ennfremur skeyti milli annara skipa, sem . loftskeytamaður hefir hlustað á og skrifað niður jafnóðum og ennfremur þýðingar á mörgum þessum skeytum. Eitt af þessum skeytum er svohljóðandi (í íslenzkri þýð- ingu): „Daginn eftir að við fórum í þessa veiðiför var rannsóknin stöðvuð af Haraldi vegna þess að fjórir foringjar jafnaðar- manna voru ákærðir fyrir að liafa gefið fullkomnar upplýs- ingar um hreyfingar varðskip- anna". Er þetta skeyti innfært í bók skipsins 29. janúar og vís- ast meðtekið þann dag. Daginn eftir, 30. janúar, var togarinn tekinn að landhelgisveiðum. Og nú mun hann hafa rekið sig á, að rannsóknir séu ekki með öllu stöðvaðar(!), en sá, sem skeyt- ið sendi, hefir gert það í trú á rógburð íhaldsins, sem á gangi hefir verið í Reykjavík. Lögreglan hefir komizt að raun um, að ýmsir menn hér á landi hafi rokið til og eyðilagt dulmálslykla, sem notaðir hafa byggðarinnar. Skylt er að leggja uppdrætti að húsum og skipulags- uppdrátt samvinnubyggðar undir álit stjórnar þess samvinnubyggða- iélags, sem við byggðinni á að taka, og ber að taka til greina til- lögur hennar, að svo miklu leyti scm mögulegt er. Nánari ákvæði um þessi atriði skulu sett með reglugerð. 14. gr. Landbúnaðarráðherra er heimilt að veita félögum, er hafa að markmiði að reisa samvinnu- byggðir, svo og bæjar- eða sveitar- íélögum, sem vilja koma upp ný- býlum eða samvinnubyggðum í löndum sínum, rétt til þess að gera það. Slík félög verða að uppfylla þau skilyrði og hlíta þeim fyrirmæl- um, sem nýbýlastjórn ríkisins setur þeiin um framkvæmd verks- ins. 15. gr. Skilyrði til þess, að um- sækjandi geti fengið aðstoð ríkis- ins við stofnun nýbýlis eða fengið ábúðarrétt á nýbýli, sem stofnað er eftir lögum þessum, eru þessi: 1. Að hann eigi ekki og hafi ekki árlangt átt aðra jörð eða býli, sem fjölskylda geti liaft lífsframfæri af. 2. Að hann, að dómi nýbýla- nefndar, sé svo efnum búinn, að hann geti lagt fram sinn hluta af verið við 'skeytasendihgar til veiðiskipa, þegar upp komst um njósnarstarfsemina og hefir það orðið til þess að tefja að mun störf rannsóknarlögregl- unnar. Eru því líkur til, að hið óven j u-f yrirf erðarmikla safn dulmálslykla, sem tekið var hjá loftseytamanninum á togaran- um „Vin“, geti orðið til þess að létta lögreglunni starf hennar að nýju. t viðtali við Pálma Loftsson, forstjóra, fullvissaði Tím- inn sig um það, að „viðbit- arlykill“ Skipaútgerðar ríkis- ins, sem var í fórum „Vinar“, var aðeins notaður við eitt varðskipanna svo skamman tíma og fyrir nokkrum árum, að hann hefir ekki orðið veiði- þjófunum að gagni. Lyklamir frá dómsmálaráðu- neytinu eru flestir gamlir, enda hafði ekki enn verið skipt um lykil síðan breytingin var gerð á yfirumsjón landhelgisgæzl- unnar í tíð núverandi stjómar. Að lokinni yfirheyrslu var kveðinn upp dómur, og skip- stjórinn, Edward Littíe dæmd- ur í þyngstu sekt, sem lög hveöa á um ólöglegan umbún- ing veiðarfæra, 20,300 kr. Skipstjórinn setti fullt veð fyrir sektinni, en um leið áfrýj- að dómnum til Hæstaréttar. Páll Sigfússon, sem verið hef- ir fiskiskipstjóri á enskum tog- urum, var einnig kallaður fyr- ir rétt, en neitaði með öllu að svara. Páll var með „Vin“ frá 27. dez. síðastliðinn til 10. jan- úar. Var hann yfirheyrður skömmu eftir að hánn kom þá í land, sökum þess, að i-ann- sóknir á skjalasafni loftskeyta- stöðvarinnar hér höfðu leitt í ljós, að dulskeytasamband hafði verið milli símanúmers hans og togarans „Vinar“. Lyk- ill að þeim dulskeytum var þá ekki fundinn, og kvað Páll þau hafa verið einkaskeyti milli sín og heimilis síns, og algjörlega ósaknæm, en lykilinn hafði hann eyðilagt í ógáti. En nú fannst lykillinn að þessum „einkaskeytum“ Páls, meðal lyklanna í „Vin“. Hefir hann því verið notaður til að þýða skeytin og kemur þá í ljós, að þau eru um ferðir varðskipanna. Eru þau mörg og nafn Páls undir sumum þeirra. Mörg skeyti hafa farið á milli símanúmers Páls og „Vinar“ í janúar, meðan Páll var á fiski, og er því lítill vafi á að hann hefir haft aðstoðarmann í landi. Það er Daníel nokkur Odds- son, loftskeytamaður á tog- aranum „Venus“, sem á ein- hvern hátt hefir komizt að þýðingu dulmálslykla danskra og íslenzkra stjórnarvalda. Á hvern hátt það hefir skeð, vitnast sjálfsagt ekki fyr en til Mbl. minntist nýlega fremur óvingjarnlega á mann, sem það nefndi „Hálfdán í Búð“. Blaðið lét í veðri vaka, að téður Hálf- dán í Búð stæði á fremur lágu þroskastigi siðferðilega og að í- haldið mætti hrósa happi yfir því að verða af með þvílíkan liðsmann úr sinni sveit. Einu sinni var tónninn í garð Hálfdánar í Búð öðruvísi í Morgunblaðinu. Hálfdán var þá kærður fyrir það, að hafa fals- að atkvæði vestur í Hnífsdal, frambjóðanda íhaldsins í hag. Aðstandendur Mbl. vissu vel, að Hálfdán var sekur um þetta. En þeir treystu því, að sekt hans myndi ekki sannast fremur en sum önnur herbrögð íhaldsins fyr meir í kosningum vestur þar. Og 10—20 íhalds- blöð gengu eins og skæðadrífa út um allar landsins byggðir með fullyrðingar um sakleysi Iíálfdánar í Búð og gifuryrtar árásir á rannsóknardómarann, Halldór Júlíusson sýslumann í Strandasýslu. En Mbl. hafði reiknað skakkt. Sekt Hálfdánar sannaðist. Hann var dæmdur í undirrétti. Þá setti íhaldið von sína á hæstarétt. En þetta mikla krosstré brast undir hinum þungu sönnunum. Atkvæðafals- ararnir báru lægra hlut. Síðan hefir Mbl. ekki viljað kannast við Hálfdán í Búð. Það hefir reynt að láta stóru orðin um Ilalldór Júlíusson gleymast. En skrifin um Hnífsdalsmálið vaka enn í minni manna. Og allir vita, að Mbl. yfirgaf ekki Hálfdán í Búð vegna þess, sem hann hafði gert, heldur vegna þess, að hann hafði beðið ósigur hans næst. Ekki verður heldur vitað, að svo stöddu, hver laun hann hefir þegið fyrir starfa sinn. Daníel hefir verið í þjónustu Landssímans frá stofnun hans. Símritarastöðu fékk hann 1915, en varð stöðvarstjóri í Vest- rnannaeyjum 1921. Árið eftir missti hann þá stöðu sökum óreglu. Síðan hefir hann verið loftskeytamaður á „Belgaum“ og „Júpíter“ með Þórami 01- geirssyni sem skipstjóra, en nú síðast á „Venus“. og ekki tekizt að dylja sekt sína. Sama sagan gerðist í við- skiptum íhaldsblaðanna við Einar Jónasson fyrv. sýslu- mann. Ihaldið varði embættis- færslu hans eins og það ætti lífið að leysa — þangað til yf- ■ ir var lokið. Nú kannast eng- I inn Mbl.-maður við Einar Jón- asson. En almenningur veit, að ef íhaldið hefði ekki brostið þingmeirahluta, væri Einar enn sýslumaður í Barðastrandar- sýslu. Nú nýskeð hafa nokkrir stöð- uglyndir íhaldskjósendur í Reykjavík orðið uppvísir að því að láta kaupa sig til smán- arlegrar njósnarstarfsemi fyrir erlenda landhelgisþjófa. Mbl. hefir í 10 ár vitað það eins vel og rannsóknardómarinn í njósnarmálinu veit nú, að því- lík starfsemi var rekin hér í landi. En blaðið og fulltrúar þess á Alþingi hafa neitað því hátíðlega, að þetta athæfi ætti sér stað. Þeim, sem vildu koma lögum yfir spellvirkjana, var brigslað um, að þeir færu með róg og ástæðulaus illmæli um saklausa menn! En nú stendur ekki á máltól- um íhaldsins að fordæma hina ákærðu njósnara. Og sök þeirra í augum Mbl. er auðvitað sú, að þeir hafa ekki reynzt þess umkomnir að dylja sekt sína! Þess vegna sparka nú íhalds- blöðin í þá hvert í kapp við annað. En allir vita það, að ef íhaldsmaður hefði verið dóms- málaráðherra ennþá — en ekki Hermann Jónasson — væri „togaraverndunarfélagið“ full- komlega óhult með starfsemi sína, og gjafabíll Þorgeirs Pálssonar þjónustureiðubúinn í næstu Jakobína-uppreisn. Ennþá heldur Mbl. áfram að verja framkomu ólafs Thors í „ömmu“-málinu, og ennþáheld- ur það áfram að leggja blessun sína yfir Gismondi-hneykslið. En jafnvel íhaldskjósendur eru orðnir vantrúaðir á vamir Mbl. og hátíðlegar yfirlýsingar um sakleysi samherja sinna í hneykslismálum. Kaldyrði Mbl. í garð Hálf- dánar í Búð, stjaka við sálar- friði óbreyttra íhaldsmanna, eins og óheillavænlegur fyrir- boði. þess, sem koma skal. Og þá verður þeim að spyrja: Kemur ekki bráðum að því, að þessir dánumenn, sem nú er verið að verja, verði bornir út og yfirgefnir af Morgunblaðinu rétt eins og Hálfdán í Búð, Einar Jónasson og njósnar- arnir, sem orðið hafa^ sannir að sök um hjálp til erlendra landhelgisþ j óf a ? Hvenær verður umkomuleysi þessara manna orðið það mik- ið, að Mbl. þyki borga sig aÖ sparka í þá eins og Hálfdán í Búð? Fundur á Egílsstöðum Landsmálafundur var hald- inn á Egilsstöðum á Fljótsdals- héraði 30. f. m. Var fundurinn mjög fásóttur, enda illa boðað- ur og í sumum hreppum alls ekki. Viðrar líka illa til fundar- sóknar þar eystra nú, þar sem harðindi eru mikil og bændur, einkum einyrkjar, því við- bundnir og eiga ekki heiman- gengt. Notuðu stjórnarandstæð- ingar þessa aðstöðu til að smala saman ýmsum liðsmönn- um sínum, sem minna munu hafa verið viðbundnir en al- mennt gerist, og urðu þeir sam- an 34, en fundarmenn alls 50— 60. Þótti þessum 34 bera óvana- lega vel í veiði, er liðsmunur var nokkur, þeim í hag og fengu eigi stillt sig um að nota hann. Samþykktu þeir 34 því m. a. að lýsa vantrausti á nú- verandi ríkisstjórn og stjómar- flokkana. ■ii ji—i»i P<n »uf*»j—im/wiriji Óþægileg mála ferli fyrir ÓJaf Thórs Þegar Helgi Guðmumlsson bankastjóri íékk ekki birt í 1 Morgunblaðinu mótmæli gegn þeim áburði Ólafs Thors, að * 1 hann heiði verið kominn 1 til Spánar áður en nokkr- ar ákvarðanir voru t e k n a r um hina frægu samninga Richards Thors og | Ásgeirs Ásgeirssonar, þá höfi- , *; aði hann mál gegn blaðinu um' { brot á prentfrelsislögunum og I stendur þetta mál nú yfir. | Hafði Helgi Guðmundsson íyrst farið þess á leit við rit- ( stjórana, að fá andmæli birt. Síðar sendi hann stefnuvotta | með þau til blaðsins, en allt kom fyrir ckki. Andmælin feng- ust ekki birt. > p& höfðaði hann mállð gegn i blaðinu. Svona hræddir eru aðstand- i endur Morgunblaðsins við , sannleikann um það, hverjir bera ábyrgðina á samninga- gerðinni. Hefir þessi hópur þó ekki verið upplitsdjarfur stundum áöur, þegar boðað hefir verið til landsmálafunda á Héraði, þannig að fundarsókn hefir getað orðið svo sem venjulegt er. Svo langt muna menn að minnsta kosti, að ekki var framganga þeirra stjórnarand- stæðinga með miklum skör- ungsbrag á landsmálafundun- um eystra síðastliðið vor. Það er eftirtektarvert, að hvorki Morgunblaðinu né blaði Jóns í Dal, hefir þótt fengur í því að nefna þessa vantrausts- yfirlýsingu á nafn enn sem komið er! Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLATSSOMAB Simn.: KOL. Reykjavfk. Siml 1133 Morgunbl. og Hálfdán í Búð stofnkostnaði býlisins og rekið bú á því, en sé þó eklú svo efnum búinn, að liann geti byggt býlið af eigin rammleik. 3. Að hann hafi þá þekkingu á fcúnaði, sem nauðsynleg verður að teljast, að dómi nýbýlanefndar, og hafi starfað1 við landbúnað minnst 2 ár. 16. gr. Um nýbýli, sem eru í tinkaeign, en hafa hlotið styrk frá ríkinu samkvæmt lögum þessum, gilda eftirfarandi ákvæði: 1. Skylt er að tilkynna nýbýla- stjóra, ef nýbýli eru seld, og er kaupsamningur því aðeins gildur, að nýbýlanefnd samþykki hann. 2. Ekki má selja býli þessi meira en nemur fasteignamatsverði, að fiádregnum hinum óafturkræfu framlögum ríkisins til þeirra, þar mcð talinn jarðræktarstyrkur, en að viðbættu virðingarverði þeirra framkvæmda, sem gerðar hafa ver- ið frá því að síðasta fasteignamat fór fram. 3. þegar býlin skipta um eigend- ur við erfðaskipti, þá skal mat á þeim háð sama eftirliti og um s.ölu væri að ræða. 4. Ekki má veðsetja þann hluta af matsverði býlanna, er svarar til þess styrks, sem. ríkið hefir til þeirra lagt. 17. gr. þau nýbýli, sem ekki eru í einkaeign, skulu byggð sam- kvæmt lögum um erfðaábúð og óðalsrétt. 18. gr. Ef nýbýli 1 einkaeign kemst í niðurníðslu, að dómi ný- býlanefndar, þannig að húsum og mannvirkjum er eigi við haldið, er styrkur ríkisins til stofnunar býlisins endurkræfur, og má þá selja býlið til lúkningar honum, ef þörf krefur. IV. KAFLI. Um iramlög ríkissjóðs og lán til nýbýla og samvinnubyggða. 19. gr. Ríkissjóður veitir styrk til stofnunar nýbýla og samvinnu- fcyggða. Styrkur þessi er ekki aft- urkræfur, en skoðast sem stofnfé, er ábúandi hefir fengið að láni vaxtalaust, en þarf að viðhalda og skila í hendur næsta ábúanda fullgildu. 20. gr. Til ræktunar nýbýlis, sem síofnað er eftir lögum þessum, svo og til bygginga á því, má verja allt að 3500 kr. í styrk á hvert býli. þó skal styrkur aldrei vera hærri en það, að hann nemi 7 /n af stofn- lcostnaði býlisins, og má aldrei verja meiru en 2 3 * * */7 af því til rækt- unar. Styrkur ríkisins greiðist eft- ir því sem um semst milli nýbýla- nefndar og þess, er nýbýlið reisir, með vinnu eða peningum, og greið- ist eftir því sem framkvæmd við byggingar og nýrækt miðar áfram, en þó aldrei fyrr til nýbýla, iém eru i einkaeign, en byrjab er á byggingum. Til þeirra fram- kvæmda, sem styrlcur er veittur til samkv. lögum þessum, má ekki veita styrk samkvæmt jarðræktar- lögunum. 21. gr. Byggingar- og landnáms- sjóði Búnaðarbanka íslands skal sldpt í tvær deildir. Önnur deildin skal veita lán til þess að endur- byggja hús á jörðum, sem eru í ábúð. Hún skal veita lán til þess að endurbyggja hús á jörðum, sem eru í ábúð. Hin deildin kallast ný- býladeild. Hún skal veita lán til þess að reisa nýbýli og samvinnu- byggðir. Nýbýladeild hefir heimild ti! að gefa út verðbréf, er innleys- ist á 20—40 árum, og skal gerð fcréfanna og nánara fyrirkomulag um sölu þeirra ákveðin af ráðu- neytinu í reglugerð. 22. gr. Úr nýbýladeild byggingar- og landnámssjóðs skal veita lán til stofnunar nýbýla samkv. lög- um þessum, og má það vera allt að 3500 kr. á býli, og þó aldrei yfir 7/17 af stofnlcostnaði býlisins. Lánin skulu veitt gegn 1. veðrétti i býlinu og afborgist á 20—40 ár- UB4 eftir gerð húsa, og með eigi liærri vöxtum en greiða þarf af verðbréfum þeim, er sjóðurinn gef- ur út. Eigi má veðsetja býlin til tryggingar hærri upphæð en þeirri, sem getur í grein þessari, nema rneð leyfi nýbýlanefndar. 23. gr. Með hvers árs fjárlögum skal ákveðið, hve mikið fé sé lagt ti! stofnunar nýbýla á komandi ári. Skal svo nýbýlanefnd gera til- lögur um, hvernig því fé skuli skipt milli héraða og hvaða um- sækjendur sltuli sitja fyrir styrk. A sama hátt gerir nýbýlanefnd til- lögur til stjórnar Búnaðarbankans um lánveitingar úr nýbýladeild byggingar- og landnámssjóðs. Nýbýlastjóri skal leggja tillögur nefndarinnar um styi'kveitingu til nýbýla fyrir landbúnaðarráðherra, sem tekur um þær fullnaðaákvarð- anir í samráði við hann. 24. gr. Ábúendur allra nýbýla og samvinnubyggða, sent stuðnings njóta samkvæmt lögum þessum, skulu greiða fyrningargjald af húsum býlisins. Fyrningargjaldið miðast við varanleik húsanna og er ákveðið af nýbýlastjóm í eitt skipti fyrir öll sem jafnt hundraðs- giald, og skal það ekki vera yfir 1% af kostnaðarverði þeirra. Fyrningargjaldið skal lagt í sjóð, er nefnist endurbyggingar- sjóður nýbýla og samvinnubyggða. Sjóðinn skal ávaxta 1 nýbýladeild byggingar- og landnámssjóðs, og annast sýslumenn Imiheimtuna á manntalsþingum, og fylgir gjöld- unum lögtalisréttur. Hvert nýbýli og hver samvinnu- byggð hefir sérreikning i sjóðnum og á tilkall til séreignar sinnar, þegar endurreisa þarf hús býlisins. Að fengnum tillögum nýbýla- stjóra, setur landbúnaðarráðherra með reglugerð nánari fyrirmæli um sjóðinn. 25. gr. Nýbýlastjóri skal haldu skýslu yfir nýbýli og samvinnu- fcyggðir, sem reistar verða sam- kvæmt lögum þessum. þar skal ná- kvæmlega skýrt frá stofnkostnaði hvers býlis, hvað rtkið hefir veitt til þeirra sem styrk, um allar lán- tökur vegna þeirra og um eigin framlög nýbýlinga. Árlega skal færa í skýrslur þessar allar árs- greiðslur býlanna af lánum sín- um. þá skal og nýbýlastjóri afla sér þeirra upplýsinga, sem unnt er, um rékstrarafkomu hvers býlis. I því skyni getur nýbýlastjórn lagt þá kvöð á nýbýlinga, að halda einfalda rekstrarreikninga um afkomu búa sinna, eftir reikn- ingsformum, sem nýbýlastjórn geí- ur út. Heildarskýrslur um þessi efni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.