Tíminn - 20.05.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1936, Blaðsíða 2
80 tiatsrs I Halldór Vílhjálmsson I skólastjóri á Hvanneyri skólastjó I. Hann lézt eftir stutta legu á Landakotsspítalanum í Reykja vík, að.morgni þess 12. þ. m. Hafði hann þjáðst mestallan síðastliðinn vetur af maga- sjúkdómi, sem reyndist vera krabbamein og dró hann til dauða. Þó að Halldór heitinn væri nokkuð við aldur, höfðu þeir er þekktu hann, vænst þess til skamms tíma, að honum yrði lengra lífs auðið. Hefir víst eng'um er heimsóttu hann á sextugsafmælinu fysir rösku ári, dottið í hug að þeir yrðu svo bráðlega að sjá honum á bak. Svo þrunginn var hann lífsfjöri og þrótti, að þá var enn að sjá, sem í honum byggi kraftur handa hálfri öld. II. Halldór var fæddur í Laufási í Þingeyjarsýslu á heimili afa síns, sr. Bjöms Halldórssonar, hins mikla prestahöfðingja og búmanns, 14. febr. 1875. Faðir hans var Vilhjálmur Ljarnarson síðar bóndi að Rauð ará við Reykjavík, alkunnur búhöldur og jarðræktarfröm- uður. Móðir hans var Sigríður Þorláksdóttir prests að Skútu- stöðum, af hinni alkunnu Reykjahlíðarætt. Hann ólst síðan upp fyrst hjá Birni afa sínum og síðan í föðurgarði. Skólanám sitt hóf hann í Möðruvallaskólanum, en fór nokkru síðar til Danmerkur. Stundaði hann fyrst nám á bændaskólanum á Dalum og fór því næst á landbúnaðarhá- skólann . í Kaupmannahöfn, og lauk þar kandidatsprófi vorið 1904. Árið 1904—1905 var j hann á námsferðalagi í Dan- mörku og um veturinn á lýðhá- 1 skólanum í Askov. Vorið 1905 kemur hann heim og starfar í ' B.A.F., Búnaðarsambandi Aust- i fjarða, og stundar kennslu við Eiðaskóla fram á árið 1907. Þá um vorið vei-ður breyting á búnaðarskólanum á Hvann eyri. Þá tekur ríkið við honum af. Suðuramtinu, sem þá rak hann, og þá nýskeð höfðu ver- ið samþykkt á Alþingi lög um bændaskólana, og tilhögun þeirra verið breytt í það horf, er síðan hefir haldizt í aðalat- riðunum. Hvanneyi Þá um vorið fær Halldór veit- ingu fyrir bændaskólanum á Hvanneyri, og tekur við rekstri skólabúsins, á eigin reikning og ábyrgð. Þar með byrjar til fulls hans mikla og merka æfi- starf, er nú lauk svo óvænt og skyndilega. III. Samkvæmt framansögðu var H. V. skólastjóri Hvanneyi’ar- skólans rétt 29 ár. Óx álit skól- ans og aðsóknin að honum fjjótlega eftir skipulagsbreyt- inguna, undir stjórn hins unga, áhugasama og glæsilega skólastjóra. Var hann flest ár- in fullskipaður, og nemendur úr öllum sýslum landsins. Og löngum varð að neita fjölda manna um skólavist, sökum rúmleysis, og stundum allt að því eins mörgum og að kom- ust. Það var líka tæpast hægt að hugsa sér mann betur kost- um búinn til að veita þess- konar skóla forstöðu. Þekking- in var mikil og góð, bæði í hinu verklega og vísindalega, auk hinnar daglegu reynslu í öllu, er að búnaði laut. Hæfi- leikamir, til að gjöra kennsl- una lifandi, að breyta hinum þungmeltu vísindum í áþreif- anlega hluti hinna daglegu við- fangsefna, voru fágætir. Eld- móðurinn og hrifningin í starf- inu, einkum í eftirlætisnáms- greinum hans, voru svo, að þau hlutu að kveikja líf, jafn- vel í hverju dauðýfli, og gera kennslustundirnar eftirsóknar- verðar og ógleymanlegar. Einn nemenda H. V. hefir látið svo um mælt, að af öllum námsgreinum skólans, hafi sú, er hann bjó lengst að, verið námsgreinin: Halldór á Hvann- eyri. Og það er ekki að efa að sú lífsorka, bjartsýni og áhugi, er hann hlóð nemendur sína af, befir ekki verið veigaminnsta veganestið, er þeir lögðu með út í lífið að náminu loknu. Auk hinna búfræðilegu náms- greina, lagði H. V. mjög mikla áherzlu á aðrar þær greinir skólanámsins og skóla- lífsins, sem líklegastar voru til að manna nemendur og gjöra skólaveruna ánægjulegri. Má þar einkum minna á þá miklu áherslu, er hann lagði á lík- amsrækt og sönglist. Hann var sjálfur á unga aldri mikill í- þróttamaður, og alla tíð söngv- inn og söngelskur. Þessa gætti mjög í skólastjórn hans. Kom hann þegar á fyrstu árum á mikilli og góðri íþróttakennslu við skólann. Hann gekkst fyx*ir því að einn kennai’anna lærði leikfimiskennslu erlendis, og hafði ætíð fullkomnum leik- fimiskennurum á að skipa alla sína tíð. Gekk hann ríkt eftir að námssveinar iðkuðu leikfimi alla vii’ka daga skólaái’sins. Hann bi’auzt í að koma upp á- gætu leikfimishúsi með nauð- synlegum áhöldum, á fyrstu árum sínum í hálfgerðu trássi við yfirstjórn skólans, sem ekki gat skilið „hvað bændur ættu að gera með að læra leik- fimi‘‘ — og af eigin fé í fyrstu. Söngstjóxnina hafði hann ætíð sjálfur á hendi og stundaði hana af lífi og sál. Vöktu söng- og leikfimis- fiokkar skólans ekki hvað sízt athygli, er samkomui’ voru haldnar á Hvanneyri og nem- endur léku þessar listir sínar. IV. Eins og fyrr er sagt, tók II. V. við skólabúinu samtím- is skólastjórninni. Rak hann það til dauðadags af þeim myndarskap, sem frægur er orðinn. Jörðin Hvanneyri, með hjá- leigum, er mikil og góð, og fékk hann hana á leigu með mjög góðum kjöi’um. Honum græddist brátt fé, enda var ár- ferði gott og uppgangstímar í landinu um skeið. En hitt er jafnvíst, að þar var „hálfur auður und hvötum“. H. V. var afburða búmaður, stórhuga, stórvirkur, og þó að- gætinn. Hann snéri sér fyrst að engjum og stórbætti þær með uppistöðugörðum og nýjum á- veitum. Síðan að túnræktinni, og jók töðuvöllinn ár frá ári. Heyfengui’inn óx með hverju ái’inu. Bústofninn sömuleiðis. Og jafnframt því að bústofn- ! inn stækkaði, batnaði hann stöðugt fyrir kynbætur og úr- ! val. Þar voru notaðar allar fullkomnustu vinnuvélar og verkfæi’i, og komið á nýjum og | bættum vinnuaðfei’ðum alls- 1 staðar þar sem við var komið. 1 Einnig gerði H. V. margvísleg- ax tilraunir með nýjar verk- unaraðferðir heyja. Má þar einkum nefna votheysverkun- ina, er hann lagði mikla alúð við að bæta og fullkomna frá því sem áður þekktist, og sem hann notaði mikið í búskap sínum. Þá kom hann og á hjá sér fullkomnustu mjólkui’- vinnslu er þá þekktist hér, og var Hvanneyrarskyr, smjör og rjómi, lengi nafntoguð vara á markaðnum. Laxveiði jarðai’innai’ notaði hann í það ýtrasta, enda hafði hann mikið yndi af veiðiferð- urn og veiðiskap. Það var sama hvar var lit- ast um á hinu rnikla búi. Al- staðar voru athafnir og líf. Það var sama á hverju gekk. Hvanne.vrarbóndinn var alltaf á undan öðrum. Hann var fyrstur með voryi’kjuna. Hann byi’jaði fyrstur sláttinn. Hann hirti fyrstur töðuna, og lauk fyrstur heyvinnu hvemig sem viðraði. Það voni „tvö höfuð- á hverri skepnu“, og allt jókst í höndurn hans. Þannig reis Hvanneyri hærra og hæri’a með hverju árinu. Það hilti undir hana út um héraðið, og bráðlega út um gervalt landið. En þar runnu saman í eitt, bóndinn og býlið. Vöxtur þeii’ra og viðgangur var sam- eiginlegur. Menn gátu vart hugsað sér Hvanneyri án Halldórs eða Halldór án Hvanneyrar. V. Halldór vai’ fríður maður og föngulegur. Hann var meðal- maður á hæð, þrekvaxinn mjög og rammur að afli. Fjör- og áhugamikill, svo að af bar. Hann var skapmikill og ör- geðja, og gat verið hvass og ó- væginn er honum rann í skap. En kunnugir erfðu það sjaldan við hann, enda var hann fljótur til sátta. Og þá sem ekki kynntust nema ytra borði á persónu hans, hefir e. t. v. ekki grunað að með þessum harðgerða, þróttmikla manni leyndist óvenjulega viðkvæmt tiIfinningalíf.Hann gaf því ekki að jafnaði lausan tauminn. En þeir sem þekktu hann bezt, munu hafa kynnst þeirri hlið hans vel. Daglega var hann hress og glaður, og hrókur alls fagnað- ar í vinahóp. Var oft glatt á hjalla á heimili hans, því hann var bæði vinmargur og vin- sæll, og gestkvæmt mjög aila tíma árs. Nemendum sínum xeyndist hann hinn bezti vinur og hjálpaði þeim iðulega áfram með ráðum og dáð. Mun hann þeim hinn mesti harmdauði. VL Halldór heitinn gaf sig mjög lítið að opinberum málum, öðr- um en þeim, sem hann ekki komst undan, svo sem ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni og héraði, svo og búnaðaimál- um. Hann sat nokkur ár á bún- aðarþingi, sem skólastjóri á Hvanneyri. Hann var og skip- aður í milliþinganefnd þá er undirbjó lögin um ræktunar- sjóðinn nýja, og var einnig oft sendur af íslands hálfu á fulltrúafundi erlendis, þar sem rædd voru búnaðarmál. Ann- ars helgaði hann alla krafta sína bústjórninni og skóla- stjórninni, og ritstörfum um búvísindi og búskap. Liggur eftir hann mikið starf og merkilegt á því sviði. Auk fjölda blaða- og tímarita- greina um búnaðarmál, hefir hann samið mikið rit um fóð- urfræði, sem nú er kennt við bændaskólana, og gefið hefir verið út fyrir almenning af Búnaðarfél. íslands. Af tíma- rita- og blaðagreinum hans skal einkum minnst á hina ó- þreytandi baráttu hans fyrir aukinni votheysverkun og not- kun, sem hann árum saman eggjaði bændur lögeggjan að taka upp. Er það sannarlega ekki hans sök, þótt ekki hafi unnizt meir á en raun ber vitni um, að fá bændur al- mennt til að taka upp þá sjálf- sögðu heyverkunaraðferð í þessu rigningarlandi. -Það var um allt sem hann skrifaði eins og ræður hans og fyrirlestra. Það var lifandi, bressandi mettað því fjöri og þeim þrótti, sem höfundurinn var svo ríkur af. Halldór hafði fyrir löngu unnið viðurkenningu þjóðar sinnar, sem einn hinn mesti brautryðjandi og frömuður bændastéttarinnar, það sem af er öldinni. Síðasta búnaðarþing viðurkenndi þetta með því að kjósa hann einróma heiðursfé- laga Búnaðarfélags Islands. Hann hefir með lífi sínu og starfi í þágu landbúnaðarins, skapað sér nafn og minningu, er seint mun firnast. Halldór var kvæntur Svöfu Þórhallsdóttur biskups Bjam- arsonar. Þeim varð 5 bania auðið, þriggja dætra og tveggja sona. Eru þau öll á lífi og hin mannvænlegustu. Bjarni Ásgeirsson. sídasta Alþíngís Þingið kom saman 15. febrú- ar og var slitið 9. maí. Það var annað styzta þing, sem háð hefir verið síðustu 12 árin, og er þingtíminn nú, 85 dagar, nál. 15 dögum neðan við meðal- lag. Því að meðal þingtíminn hefir reynzt nál. 100 dagar. Þó að þingið væri ekki lengra en þetta, hefir það ó- neitanlega afgreitt mörg mjög merk mál. Alls hefir það sam- þykkt 55 lög og 10 tillögur til þingsályktunar. Skal hið helzta rifjað upp í örfáum dráttum: Fjármál. Fjárlögin voru af- greidd í svipuðu horfi og s. I. ár. Tekjustofnar að mestu óbreyttir, en framlög fullt svo mikil og áður til verklegra framkvæmda. Ihaldsmenn töl- uðu á þessu þingi mikið um sparnað eins og endranær, en aldrei kom frá þeim nein spam- aðartillaga, og hefir nánar verið að þessu vikið hér í blaðinu. Landbúnaðarmál. Þar hafa verið samþykkt þrjú stór ný- mæli: Jarðræktarlögin nýju, lögin um jarðakaup ríkisins og lög um garðyrkjuskóla. Jarð- ræktarlögin nýju miða að því, að gera þátttöku bænda í rækt- uninni almennari en áður, en hætta að styrkja einkastór- ræktun eins og á Korpúlfsstöð- um, og gera jarðabætur vand- aðri og varanlegri en þær hafa verið. Þá eru í nýju jarðrækt- arlögunum ákvæði, sem tryggja eiga betur en áður al- mennan rétt og virka þátttöku bænda í Búnaðarfélagi íslands. Ennfremur ákvæði, sem eiga að hindra það, að jarðabóta- styrkurinn gangi kaupum og sölum og verði fluttur aftur úr sveitunum. — Jarðakaupalögin eru sett til þess að standa á móti því eins og við verður komið, að skuldugir bændúr flosni upp frá jörðum sínum og að jarðir þeirra lendi 1 braski. Mun jarðakaupasjóður yfirtaka lán á jörðum þeim, er hann kaupir, og á að verja leigunni af opinberum jörðum til að standa straum af þeim lánum. Enga jörð má þó kaupa fyrir meira en á henni hvílir og eigi hærra en fasteignamati nemur. — Loks má nefna lög um fóð- urtryggingar í sveitum, sem dagaði uppi á þingi 1935, af því að íhaldsmenn neituðu um afbrigði. Sjávarútvegsmál. Samþykkt var að heimila ríkisstjóminni að ganga 1 ábyrgð fyrir allt að Landbúnaður og éengislækkun eftir Þóri Steinþórsson, bónda í Reykholti. Eins og eðlilegt er, verður- þéim sem landbúnað stunda tíð- rætt um hag hans og horfur nú á þesSum tímum. Afkoma bænda'ér svo slæm, að von er, að þeir leiti að leiðum til bóta, því það er ekki nægilegt að \ ita það, að aðrir atvinnuvegir ei’U ékki betur á vegi staddir. Það er að vísu nægilegt til þess, að kenna það, að frá land- búnaði þýðir ekki að flýja, heldur verði að ráða bót á því sem þrengir að þeim er hann stunda eftir því sem- unnt er. Þó margar séu tillögur þær sem fram koma, og bæði mis- viturlegar og ekki allai’ fluttar aí jöfnum heilindum, er þó eitt sameiginlegt með þeim flest- um, og það er að krefjast af- sk-ipta ríkisvaldsins. Sumir heimta aukna styrki landbún- aðinum til handa, aðrir krefj- ast þess að ríkið sjái um að bændur fái fullt framleiðslu- verð fyrir afurðir búa sinna o. s. frv. En þó þessar kröfur séu gerðar, mun tæplega til þess ætlast að ríkið hafi önnur af- skipti af búrekstrinum. Fáir munu þeir, og sízt meðal mann- anna sem kröfuharðastir eru um framleiðsluverð til bænda fyrir atbeina ríkisins, sem vilja láta það ráða miklu um búskap- arlag eða framleiðsluhætti, og þeir munu ekki heldur margir, sem vilja láta ríkið ráða hvar búskapur sé styrktur, þó þeir krefjist aukinna fjárframlaga til hans. En við því mætti bú- ast, að frá einhverjum kæmi kröfur um aukin afskipti þess opinbera og eftirlit frá ríkisins hálfu um þessi atriði, ef því er ætlað að bera ábyrgðina á af- komu atvinnuvegarins. Verður eí til vill vikið nokkru nánar að þessu síðar. Nú mun enginn neita því, að þess sé full þörf allra hluta \egna að landbúnaðurinn verði lífvænlegur atvinnuvegur, held- ur munu allir óska og vona að svo verði. Og sá flokkur, Fram- sóknarflokkurinn, sem markað hefir stefnuna í þeim málum, sam hann varða á undanförn- um árum hefir sýnt að hann trúir á framtíð þess atvinnu- vegar. Hann mun því eins og fyr vinna að öllu því sem fær- ir hann á öruggari grundvöll, og láta sig litlu skipta brigsl um stefnusvik og dylgjur um fkoðanabrigði foringja flokks- ins, þvi enn kom öll þau ný- mæli frá Framsóknarflokknum, sem einhverju orka um fram- gang landbúnaðarins og svo mun verða áfram. Mætti leiða- að þessu skýr rök ef þyrfti. En skylt er að taka til at- hugunar þær tillögur, sem koma úr öðrum áttum, og taka til greina ef þær reyndust noklcru nýtar, og í öllu því sem rætt er og ritað um afkomu landbúnaðarins mætti ætla að eithvað fælist, sem gæti orðið að gagni. Úr vissum áttum ber niest á röddum um það, að gengisbreyting, það er að segja það, að lækka íslenzku krónuna í verði leiði af sér hækkun á verði framleiðsluvar- anna og jafnframt bæti af- komu atvinnuveganna. Einkum er það blað hins svonefnda bændaflokks, sem lætur eins og þetta sé fullsannað. Birtist þar hver greinin eftir aðra, sem slær þessu föstu án þess að íökstyðja þó á hvern hátt það megi verða, eins og þeir, sem þar rita, hafi ekki áttað sig fyllilega á málinu. Það skal strax tekið fram, að sá sem þetta skrifar telur gengislækkun vel geta komið til mála. Hún myndi ef til vill valda einhverjum breytingum til bóta á framleiðslukostnaði, bæði til sjávar og sveita, en miklu minni en margir vilja vera láta. En aðaláhrifin yrðu þau að minnka að verðmæti sparifé þeirra, sem það eiga, cg létta eitthvað undir með skuldamönnum, en sá léttir verður án tillits til þess, hvort þeir eru framleiðendur eða ekki. En gagn gengislækkunar verður að metast eftir því, hvaða áhrif hún hefir á fram- leiðsluna, þvi á afkomu hennar byggist velferð þjóðarinnar. En hversu mikil yrðu þá áhrif gengislækkunar á hag framleiðslunnar í landinu og sér í lagi hvað landbúnaðarvör- ur snertir? Að því er „Fram- sókn“ og þeir, sem þar rita, segja, hefði hún þau áhrif, að bændur fengju „fram- leiðsluverð" — og það þýðir á þeirra máli stórhækkað verð — fyrir afurðir sínar, og skal sú staðhæfing athuguð nánar útfrá sjónarmiði þess, sem er leikmaður í þeim málum. Sennilegt er að tekjur bænda vaxi að krónutölu við gengis- lækkun en ólíklegt að meira verðmæti fáist fyrir vörumar eftir en áður. Á útlendum markaði fást aðeins þeim mun fleiri krónur fyrir vömr okk- ar sem þær eru minni, og það má teljast gott ef á innlendum markaði fæst þeim mun hærra verð sem krónan er minni. Á því er ekki leiðréttingar að vænta við gengisbreytingu, enda munu flestir búast við hinu, að þessar fleiri krónur, þó verðminni séu, muni reyn- ast betur af því að útgjöldin vaxi ekki að sama skapi, og verður því að athuga það. Aðalútgjaldaliðir hvers bús eru fernskonar. Skattar og önnur opinber gjöld, vextir af skuldum, kaupgjald og að- keyptar vörur, innlendar og erlendar, bæði til búrekstrar- ins og líka til þarfa fjölskyld- unnar, sem á að fá framfæri sitt af búinu. Einhver þessa gjaldaliða eða helzt þeir allir, verða því að vaxa minna en því nemur sem krónunum hefir fjölgað, sem fást fyrir afurðir búsins, ef gagn á að vera að, gengislækkun. Síðasti liðurinn, aðkeyptar vörur, er langhæsti gjaldalið- urinn hjá flestum þeim, sem landbúnað stunda. Nú er það auðskilið, að gengislækkun hefir engin áhrif á þau útgjöld- Eftir því sem krónan verður. minni þarf fleiri til þess að greiða þær útlendu vörur, sem kaupa þarf. Verð þeirra mið- ast við gjaldeyri þeirra landa, sem þær koma frá, og hækkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.