Tíminn - 22.07.1936, Síða 2

Tíminn - 22.07.1936, Síða 2
116 TlMINN V erksmiðjur »g iðnrekstur Sambands ísl. samvínnufélaga 1935 Úr aðalfundarskýrslu Jóns Árnasonar framkvæmdarstjóra Þær verksmiðjur, sem heyi’a til rekstri útflutningsdeildar Sambandsins eru: Klæðaverk- smiðjan Geíjun, Gæruverk- smiðjan, Sútunarverksmiðjan, allar á Akureyri, Garnastöðin og Reykhúsið í Reykjavík. í verksmiðjum þessum og saumastofum Sambandsins, vinna alls að vetrinum um 190 manns. Garnastöðin: Alls voru hreinsaðar 288.870 garnir vet- urinn 1935—36. Reksturstryggingai'sjóður verksmiðjunnar er nú kr. 63.651,43. Verksmiðjusjóður, sem er sameiginlegur fyrir Gæruverk- smiðjuna og Garnastöðina, er kr. 95.221,09. Reykhúsið: Hagnaðurinn vet- urinn 1934—35 var um 2.100, krónur. Síðan í haust er búið að selja frá luisinu 25.561 kg. af kjöti. Alls hefir verið reykt um 34 tonn af nýju kjöti. Gæruverksmiðjan: Vinna l)yrjaði í verksmiðjunni í októ- bermánuði. Voru afullaðar rúm- lega 100.000 gærur og var því lokið í byrjun apríl. Reksturstryggingarsjóður er nú kr. 19.585,66. Sútunarverksmiðjan: Byrjað var að súta skinn og leður í nóvembermánuði. Þorsteinn Davíðsson verksmiðjustjóri hefir yfirumsjón, en við sút- unina vann í vetur norskur sút- ari E. A. Bendiksen að nafni. Alls hefir vérið unnið í verk- smiðjunni: Ti1 s ölu: 505 Húðir, 3683 Sauðskinn, 258 Kálfskinn, geitarskinn o. fl., 1156 Gærur, loðsútaðar, 130 Kanínuskinn, hundskinn o. fl„ Fyrir a ð r a: 146 Húðir, 166 Gærur, 160 Skinn, allskonar. Samtals hefir því verið sútað 6.204 skinn og húðir. Vörumar frá verksmiðjunni hafa yfirleitt líkað ágætlega, betur en flestar aðrar íslenzk- ar iðnaðarvörur, sem komið liafa í fyrsta sinn á markaðinn. Verðið á framleiðsluvörum verk- smiðjunnai' er nokkumveginn samkeppnisfært við innfluttar vörur sömu tegunda, a. m. k. ef jafnframt er litið á gæðin. Vör- urnar hafa selst mjög greið- lega. Valda því innflutnings- hömlur að einhverju leyti, en þó hafa innflutningsleyfi ekki verið takmörkuð enn að neinu ráði fyrir skinn og leðui’vörur. Að líkindum verður tekin upp sú viðskiptaregla jafnframt sölunni, að taka skinn og húð- ir til sútunar, fyrir þá, sem þess kunna að óska, og var það gert lítið eitt í vetur, eins og að framan segir. í ráði er að koma upp skó- gerðarverkstæði í sambandi við Sútunarverksmiðjuna, og eink- um haft í huga að búa til vatnsleðurskó og stígvél. Þá hafa ennfremur verið keyptar saumavélar, svo hægt verði að sauma kápur, jakka o. fl. úr skinnum. Verður þetta gert í saumastofu Sambandsins á Ak- ureyri. Ullarverksmiðjan Gef jun: Enginn hagnaður varð af rekstri verksmiðjunnar á ár- inu. Olli því að sjálfsögðu að nokkru leyti öll sú truflun, sem orsakaðist af byggingu kam- garnsverksmiðjunnar og að byrjað var á nýrri framleiðslu, kamgarnsspunanum. Starfsfólk- ið var eðlilega óvant þessari nýju íðju og þess utan varð að ráða margt óvant fólk í verk- smiðjuna, vegna stækkunarinn- ar. Framleiðsla verksmiðjunnar hefir verið, sem hér segir und- anfarin ár: Árið 1930: Unnið úr 40.243 kg. ullar, sem skiptist þannig: Dúkar 8.187 metrar Kembing 23.003 kg. Band 2.703 kg. Árið 1931: Unnið úr 53.701 kg. ullar, sem skiptist þannig: Dúkar 10.615 metrar Lopi 32.003 kg. Plata 439 kg. Band 2.892 kg. Árið 1932: Unnið úr 63.265 kg. ullar, sem skiptist þannig: Dúkar 16.800 metrar Lopi 37.200 kg. Band 2.400 kg. Árið 1933: Unnið úr 85,000 kg. ullar, sem skiptist þannig: Dúkar 24.000 metrai’ Lopi 46.000 kg. Band 3.000 kg. Árið 1934: Unnið úr 76.511 kg. ullar, sem skiptist þannig: Dúkar 24.000 metrar Lopi 40.971 kg. Band 2.492 kg. Árið 1935: Unnið úr 73.765 kg. ullar, sem skiptist þannig: Dúkar 22.087 metrar Lopi 33.027 kg. Ullarband 2.551 kg. Kambgam 4.249 kg. Á 5 mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári er búið að vinna úr um 40 tonnum af ull. Framleidd ir hafa verið 16.068 metrar af dúkum, 9.113 kg. lopi, 6.716 kg. kamgam og 923 kg. ullar- líand. Með hlutfallslega sömu vinnu allt árið ætti að vera hægt að vinna úr 95 tonnum af ull, en verði lopaframleiðslan hlutfallslega jafn mikil og undanfarin ár, ætti ullarnotk- unin að verða talsvert yfir 100 tonn. Sú breyting var gerð á starf- rækslu verksmiðjunnar á árinu, að ráðinn var sérstakur sölu- stjóri, sem annast viðskiptin út á við. Hefir salan gengið mjög greiðlega, alltaf verið fyrir- liggjandi meiri dúkapantanir, en hægt hefir verið að af- greiða, og eru þó allir vefstólar verksmiðjunnar í gangi dag og nótt. Framleiðsluvörur hafa batn- að mikið. Bæði kamgarn- ið og kamgarnsdúkamir líka ágætlega og er nú svo komið, að vörur verksmiðjunnar selj- ast mjög greiðlega í bæjunum, en á því hefir verið talsverður misbrestur undanfarið. Auðvit- að valda innflutningshömlumar rniklu um hina greiðu sölu, en ég held þó, að vörurnar væru allvel samkeppnisfærar, þó ekki væru innflutningshömlur, enda er það að mínum dómi undir- stöðuskilyrði, sem reyna verður af fremsta megni að fullnægja, ' sambandi við hinn nýja iðnað í landinu, að ekki þurfi að gera óeðlilegar ráðstafanir honum til verndar. Saumastofurnar hafa gengið fremur vel árið sem leið, eink- um á Akureyri. Þær hafa unnið sem hér segir: 1447 pör pokabuxur og síðbuxur, 766 karlmannafatnaði, , 128 karlmannayfirfrakka, 351 kvenkápur og dragtir, 122 jakka og stórtreyjur, 12 ,,smoking“ og kjólföt, 13 skíðaklæðnaði, 76 krakkafatnaði, 64 ýmislegt. Á saumastofunni á Akureyri vinna nú um 25 manns. í Reykjavík hefir saumastofan heldur dregið saman seglin, en dúka og bandsala frá útsölunni hefir aukizt að mun. Hefi ég álitið rétt að leggja ekki mikla áherzlu á stækkun saumastof- unnar í Reykjavík. Vinna verð- ur þar talsvert dýrari en á Ak- ureyri og því rétt að auka held- ur starfsemi þeirrar sauma- stofu. í Reykjavík kaupa líka klæðskerar nú orðið mjög mik- ið af dúkum verksmiðjunnar. Nokkur áhugi er vaknaður fyrir því meðal kaupfélaganna að koma upp saumastofum, og hefir ein slík saumastofa verið starfrækt í Styltkishólmi und- anfarið. Síðan mjög tók fyrir innflutning tilbúins fatnaðar, hefir orðið ei-fitt að fá klæðskera til að setjast að í kauptúnum úti um land. Nýr sérlrædingnr i sanðtjérrækt Hingað er nýkominn til j landsins Halldór Pálsson stúd- ; ent frá Guðlaugsstöðum í Húnavatnssýslu. Hann hefir : undanfarin þrjú ár stundað landbúnaðamám við háskólann i Edinborg, og lauk þar í vor ! kandidatsprófi með mjög lof- 1 samlegum vitnisburði. Hann hefir þar stundað kvikfjárrækt j sem aðalnámsgrein, og sér í lagi sauðfjárrækt, en Bretar eru eins og kunnugt er meðal fremstu þjóða í þeim efnum. I Auk bóklega námsins við há- j skólann hefir Halldór einnig ' stundað verklegt nám í sveit á ■ Skotlandi. j Að prófinu loknu, tók Hall- dór þátt í samkeppni, sem fram fór á vegum háskólans í ýmsum greinum landbúnaðar- 1 námsins. Vann Halldór í þess- ari samkeppni, og hlýtur þar með 300 sterlingspunda styrk til framhaldsnáms á næstu tveim árum, 150 pund hvort árið. Fer hann því aftur utan í haust, og stundar að líkindum framhaldsnámið í Aberdeen og Cambridge og e. t.v. víðar. Halldór er fyrsti útlending- urinn, sem unnið hefir þennan styrk. Hefir hann þar með leyst af hendi mikið og merki- legt afrek. Það er vert að vekja athygli á því, að Halldór er fyrsti ís- lenzki stúdentinn, sem stundað hefir landbúnaðarnám, og fyrsti maðurinn, sem- þjóðin eignast með brezkri sérmenntun í sauð- fjárrækt. Hitt er þá ekki síður mikils um vert, að hann er sjálfur frá blautu barnsbeini upp alinn á einu myndarlegasta sveitaheim- ili landsins, í sauðfjárræktar- sveit, og hefir sjálfur lengst af lagt hönd að því starfi, sem hann nú á að verða leiðbein- andi 1 fyrir hina íslenzku bændastétt. Hann er sonur merkisbónd- ans Páls Hannessonar á Guð- laugsstöðum í Blöndudal, sem um langa fíríð hefir verið einn þeirra bænda, sem stærstan sauðfjárbúskap rak norðan- lands. Sjálfur hefir Halldór raun- verulega, jafnframt námi sínu, verið bóndi heima á Guðlaugs- stöðum. Hann á þar álitlegan fjárstofn, sem hann lengst af hefir unnið fyrir á sumrum, og með afurðum af fé sínu kost- aði hann sig til náms alger- lega fram til stúdentsprófs. Af manni, sem þannig hefir unnið sig áfram, myndi íslenzk bændastétt eiga góðs að vænta. P.W. Jacobsen & Son TimburTerziun Slmn.: Granfuru. Stofnað 1824 Carl Lundsgade. — Köbenhavn Afgr. frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annastpantanir Gik og efni í þiifar tii skipa M&gnúsarnir og danska flugrvélin í síðastl. viku játar Mbl. það hreinlega, að fulltrúar íhalds- flokksins í lögj afnaðamef nd- inni, þe’ir Magnús Guðmunds- son og AÍag'nús Jónsson, hafi í ; fyrra verið því fylgjandi að fá hingað til lands danska flugvél j til landhelgisgæzlu. Og Mbl. j játar ennfremur, að Magnús j Guðmundsson hafi, sem þáver- j andi formaður íslenzka nefnd- j arhlutans, ritað bréf um þetta mál bæði til íslenzku og dönsku j ríkisstjórnarinnar. Hinsvegar leggur Mbl. á- herzlu á það, að Magnús Guð- mundsson hafi ekki átt hug- ; myndina að því, að þessu máli | var hreyft, heldur hafi hún ; verið frá öðrum komin. ■ Tíminn getur mjög vel i trúað, að þetta sé rétt, því að ! Magnús hefir aldrei hug- j myndaríkur verið. Ef sá „mæti j maður“ ætti ekki að bera á- byrgð á öðru en því, sem hon- um sjálfum hefir dottið í hug fyrstum manna, mætti sjálf- sagt telja hann að mestu leyti ábyrgðarlausan í íslenzkum stjórnmálum! Hinsvegar hefir i M. G. á sínum langa og mis- fræga stjórnmálaferli tekið á- ltveðna afstöðu til margra mála og ber vitanlQga ábyrgð á því á sama hátt og hann ber á- byrgð á afstöðu sinni í þessu máli. Og allt, sem Tíminn hefir um þetta sagt, stendur óhaggað. Tímanum hefir aldrei haldið því fram, að M. G. sé faðir hugmyndarinnar, um að fá flugvél hingað, en aftur á móti hinu, að hann hafi stutt hana og borið hana fram í lög- jafnaðamefndinni'. — Hvort- tveggja ei' ótvírætt játið í Mbl. í gær. y Mbl. tekui- það nú fram, að það sé þeim Magnúsi Guð- mundssyni og Magnúsi Jóns- syni „ósammála“ um þetta efni. Má þá segja, að mikið sé að gert, þegar aðalmálgagn íhalds- flokksins finnur sig knúið til að lýsa opinberlega ágreiningi við tvo menn úr miðstjóm flokksins. En Mbl. gerir meira en að lýsa ágreiningi. Það lýsir yfir því, með feitu letri, að „slíkur hugsunarháttur“ (þ. e. hugs- unarháttur Magnúsar Guð- mundssonar og Magnúsar Jóns- Landbúnaður Norðurlanda Eftir Björn Konráðison bústjóra á Yífilsstöðnm [Höf. þossarar grcinar vai’ ásamt nokkrum öðrum Islendiugum á norræna búnaðarþinginu, sem lialdið var í Svíþjóð í vor. í eftir- farandi grein segir hann frá þing- inu, og ýmsu öðru viðkomandi landbúnaði Norðurlandaþjóðanna]. Hér verður ekki rætt um landbúnað Norðurlanda á víð- um eða breiðum grundvelli né dregnar fram um hann neinar niðurstöður í heild, heldur að- eins drepið á nokkur atriði hans eins og þau koma ferða- manni fyrir sjónir. Nokkrir íslenzkir bændur hafa nú nýlega lokið ferðalagi um Noi’ðurlönd um leið og þeir sóttu fvrir íslands hönd hið þriðja búnaðarþing norrænna bænda, sem haldið var í Upp- sölum og Stokkhólmi dagana 8. til 16. júní. Þátt-takendur þess- arar bændafarar voru þeir Kristján Karlsson skólastjóri á iíólum, Þórir Steinþórsson bóndi í Reykholti, ólafur Sig- urðsson bóndi á Hellulandi, Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi og sá, sem þetta ritar. Norræna félagið hefir geng- j izt fyrir þessum búnaðarmót- j úm og hafa tvö verið haldin . áður, annað í Danmörku en hitt í Finnlandi. Á mótum ; þessum er fluttur fjöldi fræð- andi fyrirlestra, sem fjalla um j vísindalegar og hagnýtar nið- urstöður hinna ýmsu búnaðar- greina, en er auk þess ætlað ! að efla kynningu og samstarf allra Norðurlandaþjóðanna. — Svíarnir lögðu auðvitað fram aðalkrafta mótsins og höfðu á ! hendi alla stjóm þess og for- j ustu og þótti þeim takast það afburða vel. Margir af beztu búvísindamönnum þeirra fluttu þar fyrirlestra og leiðbeindu þátt-takendum mótsins á sam- eiginlegum ferðalögum. Um Svíþjóð má í stuttu máli segja, að hún sé land auðæfa og allsnægta. Landið er frámunalega fagurt og fullt af gæðum og gjöfum. Atvinnu- vegir þess standa í miklum blóma, einkum landbúnaður g iðnaður. Okkur íslendingum finnst að vonum mikið til um alla þessa auðlegð landsins og manndóm og myndarskap þessarar þrekmiklu þjóðar. Það af landinu, sem ekki er ræktað, er klætt þróttmiklum skógi, fjöll og hæðir upp á efstu tinda, en á milli þeirra liðast árnar ýmist stríðar og straum- þungar eða lygnar og breiðar, þar sem þær leggja leiðir sín- ar gegnum dimmblá stöðuvötn. Um vötnin ganga svo gufubát- ar fram og aftur, margir þeirra stritandi með stærðar viðarfleka aftan í sér, en á bökkunum standa rjúkandi verksmiðjur með himinháa reykháfa, sem spegla sig langt bruna jámbrautarlestir fram og aftur, flestar knúnar raf- magni. Allt er með lífi og fjöri, stálið stritandi og mennirnir starfandi. Landbúnaður Svía stendur á- kaflega föstum fótum. Hann befir í aldaraðir þróazt fram á sterkum og öruggum grund- velli. Þjóðin er orðlögð fyrir menningu sína og dugnað, bæði að fornu og nýju. Vísindi síð- ustu ára hafa verið tekin í þjónustu landbúnaðarins, í rík- um mæli, svo að Svíar munu ! nú vera taldir í röð heimsins ! beztu búnaðarþjóða. Þegar rætt er um sænskan landbúnað og hans öruggu af- komu, má ekki gleyma því, að iðnaðurinn stendur honum við j hlið eins og sterkur bróðir. Af- setning landbúnaðarafurða fer svo að segja öll fram í land- inu sjálfu, vegna hins mikla iðnaðar. Svíar eru því og geta veríð sjálfum sér nógir í hví- út í sléttan vatnsflötinn. Niðri um sléttlendið skiftast á borgir og bæir, akrar og engi, en á milli landshlutanna vetna og þurfa lítið til annara að sækja. Nágrannar þeirra Danir, hafa ekki sömu sögu að segja, því þó þeir aéu landbún- i I aðarþjóð engu síður, en Svíar og ef til vill meiri, þá vantar þá iðnaðurinn landbúnaðinum við hlið. Fyrir um það bil hálfri öld síðan breyttu þeir búnaðarháttum sínum þannig, að þeir drógu mjög úr korn- yrkju, en juku húsdýrastofn sinn, nautgripi og svín. Afleið- ingin varð sú, að síðan hafa þeir orðið að flytja verulegan hluta af sínum landbúnaðar- afurðum á erlenda markaði. Á meðan viðskipti þjóðanna gengu sjálfráð og óhindruð gat þetta gengið vel, en nú hin síð- ari árin hafa þeir orðið fyrir óþægilegum og jafnvel hættu- legum verðsveiflum, en hafa auk þess orðið að standa í örð- ugum samningum við við- skiptaþjóðir sínar vegna hins mikla útflutnings á landbúnað- arafurðum sínum. j , . i ! I viðtali við marga merka búnaðarfrömuði þeirra þriggja Norðurlanda, sem leið mín lá | um, þ.|e. Danmerkur, Noregs og j Svíþjóðar, kom mjög greinilega j í ljós hinn vakandi áhugi fyrir \ ' farsæld og framþróun landbún- j aðarins í þessum löndum. Þessi áhugi beindist einkum að því að endurbæta öll hin minni býli og koma upp nýjum til handa hinni ungu og uppvaxandi kyn- slóð, sem þeir töldu að legði of mikið leiðir sínar í borgir og bæi. Að vísu yrði ekki hjá því komizt að leggja til þess all- miklar fjárhæðir fr' ríkinu, en engar fjárhæðir, sem ríkið ráð- stafaði, myndu þó svara betri vöxtum um síðir. Landbúnaðarlöggjöf allra þessara þjóða er mjög fullkom- in og hefir verið aukin og end- urbætt mikið á síðustu árum. Á okkar mælikvaða verja þær offjár í þarfir landbúnaðarins. Til dæmis má geta þess, að Norðmenn verja nú um 5 milj. kr. ár ári, aðeins til mennta- mála landbúnaðarins. Og á síð- ustu 14 árum hefir norska rík- ið styrkt milli 10 og 11 þús. nýbýli. Af öllum búnaðarframkvæmd- um í Noregi er nýræktin lang- mest styrkt, enda er nýyrkjan þar ákaflega dýr og erfið vegna þess, að öll auðræktanleg jörð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.