Tíminn - 17.12.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1936, Blaðsíða 1
jZKfgreibsla og ltm()sinitc! SH?4\tateti. 16 (Sfinl 2353 - Poetíjéíl 95.1 ©jaíbbagi b laðo ln» ei ! í A n i Áiganguclnu fostar 7 (». ,;,,* I XX. ár. Reykjavík, 17. desember 1936. 52. blað Vökumenn Seint á síðastliðhum vetri kom upp ný f élagshréyf ing; meðal skólafólks i Reykholti, á Laugarvatni og nokkrum öðr- um skólum. Þeir, sem að henni stóðu, efndu síðan til fundar, s,em haldinn var á Þingvöllum í júlí síðastliðið sumar og sam- þykktu þar stefnuskrá í tíu liðum. Nú í haust hefir þessi félagsskapur náð útbreiðslu í ýmsum fleiri skólum, bæði í Reykjavík og úti á landi. Þeir, sem í þessum félags- skap starfa, hafa valið sér nafnið „Vökumenn". Nafmð gefur til kynna markmið þessara nýju æskulýðssamtaka, það markmið að vera á verði um hag og heill þjóðfélagsins og einstaklinganna innan þess og beita sér fyrir hverri þeirri nýjung,, ev til þjóð- þrifa mætti verða, en sporna af alefli við hinu, sem óheillavæn- legt er. Ýmsar ytri aðstæður á und- angengnum tímum hafa valdið því, áð þessi hreyfing hefir yaknað og jafnframt hafa þær Undirþúið jarðvéginn, hugi þess bluta hinnar ungu kynslóðar, sem skynjað hefir og skilið, tákn tímanna og ekki vill fljóíá sofandi að ósi feigðarinnar. 1 fyrsta lagi hafa margsháttar örðugleikar steðjað að um at- yinnumöguleika. Annarsvegar .er/fólksfjölgunin, sem. kref3t stöðugrar nýsköpunar á at- vinnusviðinu, hinsvegar erfið- leikar, sem kreppa að starf- rækslu margra fyrirtækja. I öðru lagi hefir ofbeldishneigð- in færzt í aukana meðal hinna yngstu æsku innan vissra stétta. En ástandið á Spáni, þar sem bræður og systur og samborgarar hafa borizt á banaspjótum í marga mánuði, hefir sýnt mönnum nægjanlega greinilega, hvílíkur voði vofir yfir þjóðfélagi, þar sem öfga- stefnurnar og ofbeldishneigðin nær tökum á hugum fólksins. Loks hefir sú lífsskoðun, er vill fórna öllu fyrir hina líð- andi stundu einnig deyft eggj- arnar á vopnum þjóðarinnar. Með því verður skýrð sú und- arlega staðreynd, að til kaupa á víni og tóbaki ver íslenzka þjóðin árlega miljónum króna, enda þótt hún hafi ekki ráð á að veita sér ýmislegt það, sem nauðsynlegt er í siðmenntuðu landi. En auk hinnar fjármuna- legu eyðslu, neytir áberandi fjölmennur hópur manna á- fengisins á þann hátt, að þeir verða sjálfum sér, heimili sínu, stétt og föðurlandi til óafmáan- legrar minnkunar. Hér eru hin stóru atriði í þjóðlífinu, sem „Vökumenn" vilja snúa sér að. Þeir vilja vinna að f jölgun heimilanna og aukningu atvinnunnar í land- inu í samræmi við fólksfjölg- unina. Þeir vilja hamla upp- gangi öfgastefnanna. Og þeir munu kref jast hófsemi í nautn áfengra drykkja af sérhverj- um íslenzkum þegni. Vökumannahreyfingin á upp- tök sín í héraðsskólunum. Þar var næmust tilfinningin f yrir því hvar skórinn kreppti íírskurður í útsyarsmálj Kaupfélags Eyfirðinga Ríkisskattanefnd hefir ný- íega fellt úrskurð í merkilegu útsvarskærumáli. Kaupf élagi Eyfirðinga var árið 1935 gert að greiða 62 þús. kr. útsvar til Akureyrar- bæjar. Kærði félagið fyrir yfir- skattanefnd og fékk lítils- háttar lækkun, en óverulega. Var kæran þá lögð undir úr- skurð ríkisskattanefndar. Úr- skurður hennar er svohljóð- andi: „5. des. 1936. Út af útsvarskæru félagsin3 hefir ríkisskattanefndin kveðið * upp svofelldan úrskurð: „Kaupfélag Eyfirðinga, Ak- ureyri, hefir áfrýjað til ríkis- skattanefndar úrskurði yfir- skattanefndar Akureyrar og Eyjaf jarðarsýslu um útsvar f élagsins f yrir útsvarsárið 1935, og krafizt þess, að út- svarið verði verulega lækkað. Kaupfélag Eyfirðinga er samvinnufélag og fer því um greiðslur þess til sveita og bæjarsjóða, og útsvarsskyldu, eftir 88. gr. laga nr. .86, 27. juní 1921 og 6. gr. II 2, laga um útsvör frá 23. júní 1936. 1 fyrsta lagi ber félaginu að greiða til bæjarsjóðs venjuleg bæjargjöld af fasteignum sín- um sbr. 38. gr., 1. %l., laga nr. 86, 1921. 1 öðru lagi ber því að greiða til bæjarsjóðs 2% af vix-ðingarverði þeirra húsa, sem félagið notar við starf- rækslu sína sbr. sömu , laga- grein 3. tl. Loks ber félaginu að greiða útsvar, ef nettó arð- ur hefir orðið af viðskiptum við utanfélagsmenn, samkvæmt skýrslu, er félagið gefur, eða því hefir verið áætlaður af skattanefnd lögum samkvæmt og verður að líta svo á, að samkvæmt fyrgreindum laga- fyrirmælum sé með öllu óheim- ilt, að útsvarið samtals, hvort sem það er lagt á við aðalnið- urjöfnun eða aukaniðurjöfnun, sem tekjuútsvar eða veltuút- svar, megi nokkurntíma nema meiru en sem arðinum af við- skiptum við utanféiagsmenn nemur. Á síðastliðnu ári er arður áfrýjanda af viðskiptum við utanfélagsmenn ákveðinn af skattanefnd kr. 44.383,34 og þykir ekkert við þá ákvörðun arðsins að athuga. Veltu við- skiptanna við utanfélagsmenn þj'kir eftir fyrirliggjandi gögn- um verða að telja hafa numið kr. 1.268.895,44. Við álagningarreglur niður- jöfnunarnefndar Akureyrar, er ríkisskattanefnd hafa borizt er það að athuga, að niðurjöfnun- að. Þaðan er hiín nú að berast út til allrár þjóðarinnar. Hún a að verða sterkur og voldugur félagsskapur, einskonar vígður þáttur. Og ef æskan verður ú- trauð og einhuga, þá verður framtíðin björt og glæsileg. Því æskan, það er framtíðin. Jón Helgason fró Stóra-Botni. arnefndin hefir beitt stighækk- andi veltuútsvari. Á slíka að- ferð verður eigi fallizt, enda virðist henni beitt í því einu skyni að ná óeðlilega háu út- svari af einstökum gjaldend- um. Að þessu athuguðu þykir út- svar áfrýjanda hæfilega ákveð- ið kr. 36.000,00". Þetta tilkynnist yður hér með. F. h. ríkisskattanefndar, (Undirskrif t). Kaupf. Eyfirðinga, Akureyri". Tíminn hefir talið rétt að birta þennan úrskurð í heilu lagi til athugunar og leiðbein- ingar fyrir öll kaupfélög lands- ins. I úrskurðinum er því m. a. slegið föstu, að útsvar á kaup- f álag megi ekki vera hærra en árshagnaðurinn af verzluninni við utanfélagsmen.r). Það er líka úrskurðað óheim- 'lt að beita stighækkandi veltu- útsvari. - 1 þessu sambandi er ástæða til-að vekja athygli 'á'því, hve áríðandi það er fyrir samvinnu- félögin, að viðskiptin við utan- féiagsmenn séu í bðkum fé- lagsins vandlega aðgreind frá viðskiptum f élagsmanna sjálf ra. Fvá bænda* deild ihaldsins Snemma í vetur fór Jón bóndi Jónsson í Stóradal ferð fyrir íhaldið um Austurland. Á Egilstöðum kom til hans nokk- uð af söfnuði ólafs Thors frá samskonar messu á sama stað í haust. 1 Vopnafirði var orðið tregt um fylgdir og fékk Jón þá röskan samvinnuskólapilt til að bjarga sér yfir slæma heiði. Litlu síðar kemur Jón úr Esju í land í Hornafirði. Þótti nú sennilegt, að hann byði Þor- bergi alþingismanni í Hólum opinbera kappræðu. En svo var ekki. Jón fór í þess stað með leynd um héraðið. Bað hann þrjá helztu leiðtoga íhaldsins í sýslunni að koma á laun á fund með sér á bæ í Nesjum. Einn af þessum mönnum var hinn gamli frambjóðandi íhaldsins, Stefán í Hlíð. Ekki héit Jón sameiginlega fund með þessum mönnum, heldur talaði einslega við hvern þeirra. Þótti gestunum það undarlegur máti. Jón bar upp sömu bænina við slla, að íhaldið byði ekki fram í sýslunni við næstu kosning- ar, heldur kysi Pálma Einars- son eða þann, sem sendur yrði í hans stað. Sagði Jón að sam- komulag yrði á þann hátt í öllum kjördæmum, að íhaldið og bændadeild þess kæmu fram sem ein heild. Sumir íhalds- menn tóku þessu fálega og sögðu, að vel gæti komið sá írambjóðandi sem þeir vildu ekki efla til mannaforráða. Beztur var Stefán í Hlíð. Hann játaði, að hann hefði í síðustu kosningum viljað draga sig í hlé og færa fylgi sitt yfir á Pálma, en Jón Þorláksson hefði þverskallazt fyrir þá ráða- gerð. Kvaðst Stefán albúinn að koma fram undir þessu merki, enda rótin hin sama. Frá Höfn fór Jón ekki yfir hina þétt- byggðu sveit, Mýrarnar, þar sem svo að segja hver maður fylgir Framsóknarflokknum. I þess stað var honum skotið með leynd yfir Hornafjörð og þar settur undir hann hestur og fengin fylgd. Komst hann þar suður fjörur, langt frá öll- um bæjum, unz hann kom til bónda sem var íhaldsmaður. Bjó hann nokkuð afskekkt. Fylgdi sá maður Jóni gegn um Suðursveit, unz komið var und- ir Breiðamérkursand. Þar fékk hann hestfylgd í öræfi. Stóð þar fundur í rúmlega 8 klukku- stundir, og átti Jón ekki all- léttan dag. Einna lakast þótti honum að verja ræðu Ólafs Thors, er hann ljóstraði því upp, að Hannes á Hvamms- tanga hefði flotið inn á at- kvæðum íhaldsins, og væri „bændadeildin" þvi séreign Kveldúlfs. Nokkuð súrnaði Jóni í augum, er honum var bent á hrakfarir sinna nianna, og hversu gæfan hefði snúizt | gegn hverjum einasta manni, í sem komið hefði nærri hónum og braski hans með íhaldinu. ; íhaldsmenn austar í sýslunni '. vissu, að ég var á leið austur og vonuðu, að Jón kæmi með til að verja mál sitt og þeirra. En Jón vildi ekki meira — og ekki opinberar umræður. Gekk bross það er hann hafði verið fluttur á, laust austur yfir Breiðamerkursand. Ekki kunnu íhaldsmenn austur þar við þennan vinnumáta. Þótti þeim sendimaður hinna yfirlætisfullu braskara í Reykjavík ósköru- legur og ódjarfur í allri hátt- semi og því líkast, sem hann hefði þá fortíð og þann mál- stað, sem hentast þætti að geyma í myrkri. Mun fram- koma hans hafa orðið til afi skýra fyrir Skaftfellingum hvílíkt auðnuleysi er hlekkjað með örlagafjötrum við hina veikluðu skapgerð þessa manns. J. J. Á víðavangi Þeir „neikvæðu" tapa! Búnaðarfél. Þingeyrarhrepps i Vestur-Isafjarðarsýslu hefir samþykkt svohljóðandí fundar- ályktun: „Fundurinn lýsir því yfir að hann telur nýju jarðræktar- lögin til bóta í öllum aðalat- riðum frá því sem áður var. Jafnhliða vítir hann þá fram- komu meirahluta Búnaðarþings að neita að taka við fram- kvæmd laganna og skorar á næsta Búnaðarþing að sam- þykkja, að Búnaðarfélag ls- lands taki við framkvæmd Mnna nýju iaga og breyta lög- um félagsins í samræmi við þau." Búnaðarfélag Hólshrepps í Norður-lsafjarðarsýslu, hefir samþykkt samskonar ályktun með miklum meirahluta atkv. Loks hefir Búnaðarfélag Vestmannaeyjakaupstaðar sam- þykkt tillögur í sömu átt. Hafa þá 84 félög samþykkt tillögur andstæðar meirahluta Búnaðarþings, og er það all- rnikill meirihluti þeirra félaga, sem afstöðu hafa tekið til málsins. í Árnessýslu er nú að fullu lokið atkvæða- greiðslum um jarðræktarlögin og framkvæmd þeirra. Af 16 búnaðarfélögum hafa 10 lýst yfir fylgi sínu við lögin, og skorað á Bf. í. að breyta skipu- lagi sínu. Alls hafa um 300 bændur í sýslunni greitt at- kvæði með lögunum og gegn meirahluta Búnaðarþings, en 230 hafa verið með „neikvæðu íiokkunum" i þessu máli. — Þetta er sérstakega eftirtektar- vert, þegar þess er gætt, að Framsóknarflokkurinn hafði ekki meirihluta atkvæða í sýsl- unni við síðustu kosningar. — 1 Rangárvallasýslu er atkvæða- greiðslan nú ekki síður athygl- isverð. Þar hafði íhaldið meira- hluta atkvæða við síðustu kosningar og hefir báða þing- mennina, en verulegur meirí- hluti bænda hefir nú greitt at- kvæði með jarðræktarlögunum og móti þeim „neikvæðu". — Munu atkvæðatölurnar birtar síðar. Á seinasta búnaðarfélagsfundinum, sem haldinn var í Árnessýslu (á Skeiðum) var svohljóðandi á- lyktun samþykkt með 23:3 atkv.: „Með því að sýnt er, að meirihluti bænda í Árnessýslu er andvígur afstÖSu meirahluta Búnaðarþings til jarðræktar- laganna nýju, þá skorar fund- urinn á búnaðarþingsfulltrúa Árnessýslu að fylgja fram á næsta Búnaðarþingi þeim meirahlutavilja bændanna í sýslunni, að Búnaðarfélag ls- lands taki að sér framkvæmd hinna nýju jarðræktarlaga, ella leggi hann niður umboð sitt svo snemma, að hægt verði að kjósa nýjan fulltrúa fyrir næsta reglulegt Búnaðarþing". Fulltrúinn, sem hér er átt við, Páll á Ásóifsstöðum, var einn þeirra níu, sem í haust afsöluðu Bf. 1. framkvæmd j arðræktarlaganna. Undirbúningur \innulöggjafar. Eftir áskorun frá miðstjórn Framsóknarflokksins hefir at- vinnumálaráðherra nú falið íjórum mönnum að undirbúa og gera tillögur um löggjöf um vinnudeilur. Eru það tveir þingmenn, þeir Gísli Guð- mundsson og Sigurjón ólafs- son, og tveir lögfræðingar ut- anþings, Ragnar ólafsson og Guðmundur Guðmundsson. Eru þessir menn byrjaðir að starfa að málinu, og er þess að vænta að aðalniðurstaða liggi fyrir, þegar flokksþing Framsóknar- manna kemur saman 12. febr. nk., svo að það þá geti tekið fullnaðarafstöðu til málsins. Framh. á 4. síðu. Uian úr heimi Borgarastyrjöldin á Spáni hefir nú geisað þrotlaust um fimm mánaða skeið, og virðast litlar horfur á, að til. úrslita dragi í náinni framtíð. Þegar Franco uppreisnarforingi. fyr- ir nál. mánuði síðan hóf umsát sína um höfuðborgina, Madrid, hugðu ýmsir, að nú myndi til skarar skríða. Hafði Franco dregið þar saman 50 þús. manna her, og í fylkingar- brjósti hinar herskáu Mára- hersveitir frá Afríku, sem frá fornu fari eiga íbúum landsins grátt að gjalda og hirða því eigi að spara spánskt blóð. Var og uppreisnarherinn vel búinn að nýtízku hergögnum. Spúðu ílugvéiar Francos eldi og eim- yrju yfir borgina, en fallbyssu- liðið lét stórskotahríðina dynja dögum saman. Enda er nú tal- ið, að 14 hluti borgarinnar sé í rústum. Þó fór á aðra leið en upphaflega var ætlað, því að hersveitir stjórnarinnar hafa haldið velli og síðustu vikurnar hefir verið fremur sókn en vörn af hálfu stjórnarinnar á öllum vígstöðvum. En styrjöldin er núorðið eigi háð nema að litlu leyti af Spán- verjum sjálfum eða með þeirra vopnum. Auk Máranna berjast nú í beggja liði margar þús- undir erlendra sjálfboðaliða, og vígvélar streyma inn í landið. Hlutleysissamningurinn hefir verið að litlu hafður. Italir og Þjóðverjar, sem nú hafa opin- berlega viðurkennt stjórn Francos, styðja hann með dáð- um og dáð, en aftur á móti fær stjórnin stuðning frá Rússum og jafnvel líka frá Frökkum og fieiri þjóðum, að því er talið er. Flest aðal stórveldi álfunn- ar, heyja nú óbeint blóðuga styrjöld sín á milli, en Spánn er svo ógæfusamur að vera allsherjar vígvöllur álfunnar. Nú nýskeð hafa Bretar og Frakkar borið fram tillögur um, að stórveldin sameinist um að skakka leikinn á 'Spáni á þann hátt að sætzt verði á það að láta nýjar kosningar skera úr um, hverjir fara skuli með völdin. En þunglega er þeim tillögum tekið af Itölum og Þjóðverjum. Það eru þó ekki blóðsúthell- ingarnar á Spáni, sem mestu umtali hafa valdið í heimsblöð- unum síðustu vikur, heldur konungaskiptin í Bretlandi. Játvarður VIII. konungur Stóra Bretlands og samveldi3- landanna og keisari Indlands hefir afsalað sér tign sinni og valdi í mesta ríki heimsins, til þess að geta gengið að eiga ástmey sína, ameríska konu af ótignum ættum, sem auk upp- runa síns, hneykslaði hina fast- heldnu og stórlátu, brezku yf- irstétt með því að vera frá- skilin eiginkona tveggja manna. Næstelzti sonur Georgs konungs V. hefir tekið við kon- ungstign undir nafninu Georg VI. Hörð átök hafa án efa ver- ið um þetta mál. En það er talið bera vott um traustleika og samheldni hins brezka ríkis, live friðsamleg lausn þess hefir orðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.