Tíminn - 13.01.1937, Side 1
^ifgreiböla
og tnn£>eimtú ?*f>4ifnai:otE. fö
eimi 2353*- T>i^íí)iMf 961
©jaíbbagi
blaBslns e v 1 jáai
Átöangurimi fostax 7 ft
XXI. ár.
Reykjavík, 13. janúar 1937.
2. blað.
Með eða móii
þjöðskipu*
laginu
Hér á landi starfa tvær of-
beldishreyfingar, kommúnistar
og nazistar. Báðar þessar stefn-
ur telja sig' vilja brjóta niður
þjóðskipulag íslendinga með
öllum ráðum og enda með bylt-
ingu, er leiði 'til þess að ein-
hver tiltekinn hópur manna nái
alræðisvaldi yfir þjóðinni. All-
ír sem hugsa á annan veg, eiga
að vera útlægir úr landinu,
réttdræpir eða þrælar. Þannig
framkvæma kommúnistar og
nazistar hugsjónir sínar er-
lendis, þar sem byltingin hefir
’ánast. Nú kettiur spurningin
fyrir Framsóknarmenn, Al-
þýðuflokksmenn og íhaldsmenn,
sem hafa að vísu mismunandi
skoðanir á þjóðskipulagsmál-
um, en standa þó saman um
það, að vilja venida stjórnar-
skrá og lög landsins, og vinna
móti ofbeldi og og byltingum.
Þessir flokkar standa allir
samkvæmt stefnuskrá og yfir-
lýsingum á grundvelli þingræð-
is og lýðræðis. Ef byltingar-
sinnaðir menn eru í þessum
flokkum, þá eru þeir þar óleyfi-
lega eins og bannvara. Þessir
þrír flokkar eru skyldir til eft-
ír stefnuskrám sínum að verja
núverandi þjóðskipulag og
standa á móti byltingafargani
cfbeldisflokkanna tveggja.
1 þrem skólum í Reykjavík
ber mikið á hugsunarhætti naz-
ista, en mest í háskólanum.
Þar hafa þeir skipulegan fé-
lagsskap, og þaðan ráðast þeir
m. a. á samvinnufélagsskapinn
með staðlausum álygum. Orð-
bragð þessara pilta er eins og
hjá örvita mönnum. Einn af
þessum snáðum, Guttormur
Erlendsson ætlaði að setja það
í Stúdentablaðið 1. des. þ. e. á
fullveldisdegi þjóðarinnar, að
Framsóknarmemi og Alþýðu-
flokksmenn væru útbreiðendur
kynsjúkdóma á íslandi! Að
visu báru aðrir stúdentar vi’t
fyrir óvitanum, en þessi setn-
ing- sýnir hverskonar fólk hér
er um að ræða.
Framsóknarmenn í Hraun-
gerðishreppi í ÁmessýSlu hóf-
ust fyrstir handa í sjálfsvörn
móti byltingarfarganinu. Þeir
höfðu byggt með ærnum fórn-
um dýran heimavistarskóla
fyrir börn sín. Og svo var mað-
ur úr ofbeldisflokknum öðram
orðinn þar skólastjóri. Foreldr-
ar vildu ekki hafa börn sín hjá
þvílíkum fræðara. Bæði full-
orðna fólkið og unglingar létu
fræðslumálastjómina vita að
skólinn myndi standa auður,
meðan þessi skólastjóri væri
þar. Hann var þá færður til
Reykjavíkur, en vafamál er,
hvort hann á þar heima í kenn-
arastöðu.
Fylgismenn ofbeldisflokk-
anna verða að vita það, að úr
því þeir ætla að grafa undan
núverandi þjóðskipulagi og
leggja það í rústir, þá geta
þeir ekki vænzt þess að öll hlið
verði opnuð fyrir þeim mót-
stöðulaust. Þjóðfélagið getur
ekki veitt full réttindi þeim,
Dtanríkisverzlunin
Bráðabirgða niðurstöðutölur
hagstofunnar um viðskiptin
\ ið útlönd á árinu 1936 liggja
nú fyrir og hafa verið birtar
oinberlega.
Þessar tölur sýna það, að á
árinu 1936 hefir náðst fullur
greiðslujöfnuður í viðskiptun-
urn við útlönd og þó ríflega
það. Eru þetta mikil og á-
nægjuleg tíðindi.
Verzlunarjöfnuðurinn á ár-
inu er hagstæður sem nemur
8,7 millj. kr. Þ. e. a. s. að út-
ÍJuttar vörur nema 8,7 millj.
kr. hærri upphæð en innflu'tt-
ar vörur. Frá þessari upphæð
I)er svo að draga hinar svoköll-
uðu „duldu greiðslur“ um 6
millj. kr. á ári (greiðslur af
lánum, ferðakostnað, farmgjöld
o. s. frv.) og kemur þá út
greiðslujöfnuðurinn, sem þá
ætti að hafa verið hagstæður
um nokkuð á þriðju milljón
króna.
Árið 1934, þegar fyrverandi
ríkisstjórn skilaði af sér, var
greiðslujöfnuðurinn óhagstæð-
ur um 10 millj. króna, og fjár-
hagslegt sjálfstæði landsins út
á við í hinum mesta voða, ef
svo hefði verið áfram haldið.
Til lengdar getur það ekki
gengið að kaupa stórum meira
af erlendum þjóðum en fram-
leiðsla landsmanna getur borg-
að.
í ávarpi til þjóðarinnar fyrir
kcsningar vorið 1934 lýsti
Framsóknarflokkurinn yfir því,
að hann myndi beita sér fyrir
því, að þessi stefna andvara
leysisins í utanríkisverzluninni
yrði stöðvuð.
Og þegar Alþingi kom sam-
an um haustið, lagði Eysteinn
Jónsson fjármálaráðherra fyrir
það frumvarp til nýrra gjald-
eyrislaga og um skipun nýrrar
gj aldeyrisnefndar.
Hin nýju gjaldeyrislög komu
til framkvæmda í ársbyrjun
1935. Þau hafa því verið í
gildi í tvö ár. Skúli Guðmunds-
son tók að sér formennsku
gjaldeyrisnefndar samkvæmt
hinum nýju lögum.
Niðurstaða þessara tveggja
ára liggur nú fyrir.
Verzlunarjöfnuðurinn við út-
lönd hefir batnað um 12^2
millj. kr. síðan 1934.
Þar af eru 3^4 millj. kr.
vegna aukningar útflutnings-
verðmætis. En sjálfur vöru-
innflutningurinn frá útlöndum
hefir minnkað um 9 milljónir
króna síðan 1934. Vörumagn
innflutningsins hefir þó raun-
verulega minnkað meira en
þessu svarar, því að verð hefir
sem vilja rífa það niður. Héð-
an af ætti enginn maður að fá
embætti í þjónustu þjóðfélags-
ins nema með því móti að hann
taki á áhrifamikinn hátt þá
skyldu sér á herðar, að verja
núverandi þjóðskipulag, og að
halda sér frá öllum félagsskap,
sem starfar að ofbeldisáform-
um, undir stjórn erlendra
ríkja.
J. J.
verið hækkandi. Auk þess er
nú flutt inn miklu meira en áð-
ur af vélum og hráefni G1
iðnaðar, og þá dregið úr öðrum
innflutningi sem því svarar.
Það er auðvitað mál, að inn-
flutningshöftin hafa komið harf
niður á ýmsum þeim vörum,
sem einkum gefa af sér tolla
í ríkissjóð og þannig haft áhrif
í þá átt að rýra tekjur ríkisins.
En fjármálaráðherra hefir lit-
ið svo á — sem sjálfsagt er —
að viðskiptalegt sjálfstæði
landsins út á við sé fyrir öllu
í þessu sambandi.
Það er ekki nema tæpt ár síð-
an formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólafur Thors, hélt því
fram opinberlega í ú’tvarpi frá
Alþingi, að innflutningstak-
markanirnar hefðu engan á-
rangur borið og að engar horf-
ur væru á, að þau myndu gera
það. Geipaði hann um, að fjár-
rnálaráðherra hefði svikið lof-
orð sín og ætti að segja af sér
þegar í stað!
En í nýársboðskap sínum i
Mbl. á gamlársdag sl. minntist
Ó. Th. ekki á viðskiptin við út-
!önd.
Hann er sennilega, þó sljór
sé, búinn að gera sér ljóst, að
íjármálaráðherra hefir unnið
stóran sigur í þessu máli —
sem þjóðin skilur og metur
meir en „sjálfstæðis“stimpil-
inn á hinum „danskfæddu“
forkólfum stjórnarandstöðunn-
ar.
Siaðreyndir
Því miður sjá tiltölulega fáir
bændur Hagtíðindin, sem Hag-
stofa íslands gefur út mánað-
arlega. Þó birtast í þeim niður-
stöður staðreynda, sem menn
þurfa að þekkja.
Menn munu minnast þess,
að sum hérlend blöð hafa gert
mikið að því að tala um dýrtíð,
sem ríkisstjórnin skapi. Hún
á að hafa farið vaxandi 1936,
og ástæðurnar áttu að vera
innflu'tningshöft, hækkandi
skattar o. fl.
í síðasta blaði Hagtíðinda er
skýrsla um, hvað það kosti 5
manna fjölskyldu að lifa í
Reykjavík á árí. Hún sýnir að
það 1936 er 2% minna en 1935.
Þetta hefir nú dýrtíðin aukizt
árið 1936. Þetta eru staðreynd-
irnar. Hvað haldið þið nú að
blöð þeirra sameinuðu segi?
Haldið þið að þau muni leið-
rétta sín fyrri ummæli? Við
bíðum og sjáum hvað setur.
Þá munu menn minnast þess,
að þeir hafa haldið því fram,
andstæðingar stjórnarinnar í
blöðum sínum, að verð landbún-
aðarvara sé ekkert hærra fyrir
atbeina ríkisvaldsins en það
ella mundi vera, og að það
mundi vera bændum landsins
allra fjárhagsmeina bót ef
geng'i peninganna væri fellt.
Nú upplýsa Hagtíðindi að
þegar verð lífsþai’fa 5 manna
Framh. á 4. síðu.
Magnús Torfason sýslumaður í Árnessýslu hefir nú látið af
embætti. Hann er nú 68 ára að aldri og hefir verið sýslumaður
í 42 ár. Samhliða hefir hann gegnt mörgum öðrum opinberum
störfum og m. a., svo sem kunnugt er, um langt skeið átt sæti
á Alþingi. — Við embættinu tekur Páll Hallgrímsson lögfræð-
ingur. Páll er sonur Hallgríms heitins Kristinssonar forstjóra
og lauk lögfræðisprófi á s. 1. vori. Myndirnar hér að ofan eru af
hinum fyrverandi og nýskipaða sýslumanni Árnesinga.
Sýníshorn af málfluiníngi
sljórnarandstöðunnar
Þegar gengi ítölsku lírunn-
ar féll um 30% í byrjun októ-
bermánaðar, reyndi Mbl. og
önnur íhaldsmálgögn að nota
það til árása á núverandi rík-
isstjórn. Blaðið hélt því þá ó-
bikað fram, að það 'tap, sem
verða kynni á andvirði salt-
fisks, sem seldur hefði verið
til Italíu, væri ríkisstjórninni
að kenna. Hún hefði átt að sjá
það fyrirfram, að líran hlyti að
falla, og gera ráðstafanir til
þess, að búið væri að kaupa ít-
aiskar vörur fyrir andvirði
fisksins.
Hér í blaðinu var þá bent á
það í fyrsta lagi, að megin-
hiutinn af hinum ógreidda fiski
hefði verið nýlega seldur og
greiðsla ekki átt að fara fram
fyr en í nóvember og desem- !
ber, og í öðru lagi hitt, að fall
lirunnar hefði almennt ekki
verið talið yfirvofandi. 1 því
sambandi voru tilfærð ummæti
cins þekktasta blaðs í Bret-
landi, sem jafnvel eftir að
írankinn var felldur, hafði tal-
ið líklegt, að gengi lírunnar
myndi haldast óbreytt.
En Mbl. vildi engum sönsum
taka. Allir „hvítir menn“ höfðu
vitað það löngu fyrirfram að
liran myndi falla, sagði Mbl.
Og öll íhaldsblöðin 'tóku undir
það. Því að þau voru svo sem
einráðin í því, að láta ríkis-
stjórnina bera sökina! .
Tíminn vakti þá at- ,
liygli á því, að ef einhverjir
þyrftu endilega að eiga sök í
þessu máli, þá væru það auð-
\itað fyrst og fremst fram-
kvæmdastjórar Sölusambands
ísl. fiskframleiðenda, sem selt
höfðu [fisk í stórum stíl til
ítalíu (og sainið um greiðslu
löngu eftir á) einmi'tt á þeim
tíma, þegar „allir hvítir menn“
áttu að vera búnir að sjá geng-
isfallið fyrir, samkvæmt kenn-
ingu Mbl.
Tíminn tók það þá jafn-
framt fram, að það teldi að svo
komnu máli ekkert liggja fyr-
ii um það, að framkvæmda-
stjóramir hefðu gert sig seka
um slíkt ábyrgðarleysi.
Þegar farið var að í-æða
þessa hlið málsins, fór heldur
að sljákka í Morgunbl., og
umræðurnar um ítalska gengis-
fallið hættu þá í bili.
En nú hefir þetta mál vak-
izt upp á ný á aðalfundi Sölu-
samsands ísl. fiskframleiðenda,
sem haldinn var í Reykjavík í
byrjun desembermánaðar s. 1.
Á aðalfundinum kom það í
ljós, að sumir fiskframleiðend-
ur vildu fara að byggja á áð-
umefndri kenningu Mbl. um að
gengisfallið hafi verið vitað
fyrirfram. Og af þessu voru
fiskframleiðendurnir famir að
draga ályktanir, sem hlutu að
þykja meira en lítið eftirtekt-
arverðar.
Mbl. segir sjálft frá því 5.
des., að einn af fulltrúunum
á aðalfundinum hafi staðið
upp —
„— og bar það á stjórn
Sölusambandsins, að hún
hefði látið Kveldúlf hlunn-
fara sig og ginna sem
þurs, til þess að selja tvo
fiskfarma til Ítalíu lágu
verði, og hefði Kveldúlfur
veríð sjálfur kaupandi að
förmunum. En hagnaður
Kveldúlfs átti að liggja í
gengisgróða, sem f élagið
átti að hafa séð fyrir*
(Orðréttur útdráttur Mbl.
úr ræðu fulltrúans).
Þarna virðist fulltrúinn eig-
inlega hafa stuðst við hina áð-
urnefndu fullyrðingu Mbl., að
yfirleitt hafi „hvítir menn“
étt að geta séð þetta gengis-
fall nokkuð löngu fyrirfram.
Og nú skyldi maður halda
að Mbl. hefði orðið allshugar
íegið, að fá fyrri fullyrðingar
sínar staðfestar úr þessari
átt.
En það er nú eitthvað ann-
að!
Því að nú er ekki verið að
snúa ádeilum á hendur ríkis-
stjórninni í þessu máli, heldur
ástvinum Mbl. sjálfs, fram-
Framh. á 4. síðu.
Uian úr heimi
Þekktasti stríðsfréttaritari
Englendinga, Ilenry W. Ner-
vinson hefir nýlega skrifað
vim bqrgarastyrjöldina á Spáni
or>; segir þar m. a.:
BorgarastyrjaJdir eru alltaf
sorglégar, því menn af sama
stofni og sem tala sama mál,
eru þá neyddir til þess að drepa
hver annan. En borgarastyrj-
öldin á Spáni er enn sorglegri.
Franco hershöfðingi hefir flutt
frá Afríku æfðar márahersvei't-
ir til að berjast gegn lands-
mönnum slnum. Ásamt þeim
hefir hann flutt þaðan leigu-
hersveitirnar, sem eru mest-
megnis safn af brotlegum
mönnum frá mörgum löndum.
Þrátt fyrir reynzlu mína af
innbyrðisstyrjöldum hefi ég
aldrei vi'tað dæmi til þess, að
nokkur herforingi hafi fengið
afbrotalýð og villimenn til að
berjast gegn þjóð sinni.
Segjum að ensku fasistamir
leyndu að koma á stað bylt-
ingu í Englandi og fengju her-
sveitir af Zulunegrum til að
brjóta niður þingræðið og
berjast gegn hinni löglegu
stjórn. Hvað myndum við þá
segja?
öll þjóðin myndi fordæma
þá. Jafnvel flokksmennim-
ir myndu líta á foringjana
sem glæpamenn, er ekki væri
hægt að fyrirgefa. Þeim yrði
rýmt burtu úr þjóðfélaginu.
Hver einasta stétt og hver ein-
asti flokkur í Englandi og ný-
lendunum, myndi krefjast
þess, að þeim yrði útrýmt. En
það er einmitt þetta, sem
Franco hefir gerst sekur um.
Katólskir menn á Spáni hæl-
ast stundum yfir því að
það voru hinir frægu kat-
óisku stjórnendur, Ferdinand
og Isabella, sem hröktu Már-
ana á sínum tíma burt af
Spáni. Hver skyldi svo ætla, að
það væru katólskir þjóðernis-
sinnar, sem gerðu sig seka um
þann glæp að sækja Márana
sér til hjálpar til að drepa sína
oigin landsmenn ? Þó hef ir
Márunum stórum hrakað síð-
an þeir voru á Spáni, menn-
ingu þeirra og venjum hnignað
og þeir blandað blóði við lak-
ai'i og' siðminni kynflokka.
Enn heldur Franco áfram að
ílytja til Spánar þessa siðlausu
grimmdarseggi, sem fremja
jafnvel í stórum stíl óhæfu-
verk á varnarlausu kvenfólki
og myrða það svo á eftir.
Þeim á hann að þakka alla sína
sigra. En hann ber líka ábyrgð
á öllum hinum blóðugu og
ægilegu níðingsverkum, sem
þessir villimenn hafa framið,
síðan þeir komu til Spánar.
Það verður óneitanlega til
inikils gagns fyrir Italíu og
Þýzkaland, ef Franco sigrar.
Fái fasistaríkin hliðholla stjóm
á Spáni, geta þau hvenær sem
er lokað leiðinni inn í Mið-
jarðarhafið fyrir okkur. Mið-
jarðarhafið er eins og Eden
hefir sagt, eðlilegasti vegur
okkar til Indlands, en sigri
fasistarnir, er Gibraltar ekki
lengur ömgg flotastöð.