Tíminn - 13.01.1937, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1937, Blaðsíða 3
TlMINN 7 Dungal þekkti allt eðli veik- innar og kynni, eins og endra- nær ráð til að bæta úr mein- semdunum. Bændur ugðu þess- vegna ekki að sér. Hið sjúka fé úr Borgarfirði var ekki ein- angrað. Og í sumar byrjaði fé að hríðdrepast á afrétt Borg- firðinga og Ilúnvetninga, en í skjóli Dungals-vísindanna gripu bændur ekki til vísindaráðstaf- ana. Fé Árnesinga úr Borgar- firði var rekið austur eins og vant var. Og nú er veikin kom- in í Grímsnesið. í haust sáu allir, að Dungal vissi ekkert um veikina, og að allt hans skraf var fleipur yfir- borðsgasprarans. Sjálfur hefir hann nú viðurkennt þetta. Menn viti ekki hversu hún ber- ist, og enn síður um læknis- dóma. Hermann Jónasson bauð Dungal fé til að fá hingað út- lendan sérfræðing, en Dungal þóttist ekki þurfa meðhjálp. En þegar forsætisráðherra sá, að allt var tóm endileysa, sem maður þessi gerði, ætlaði hann að senda annan mann til Lond- on með sýnishom úr veikum lungum kinda, sem drepist höfðu úr pest þessari. Þá fyrst skildi Dungal hvar hann stóð og bað um að mega fara til Englands. Lagði ráðherra fyrir hann, með aðstoð Halldórs Pálssonar að reyna að fá hing- að sýklafræðing, sem gagn væri að. PVá Englandi hefir Dungal tilkynnt, að veikin væri víða þekkt ytra, en væri ólækn- andi. Sem betur fer mun það reynast byggt á misskilningi, eins og annað, sem þessi mað- ur segir. Nú grípur stjórnin og bændastéttin til bjargráða til að halda veikinni í skefjum, og eru um það ítarlegar ráðagerð- ir. En á Dungal hvílir meiri á- byrgð en hann er maður til að standa undir fyrir að hafa svæft sjálfsvamarviðleitni bænda, þar til sýkin var komin í mörg héruð. En hér eftir mun ekkert til sparað í barátt- unni við þennan vágest, en lítt mun þar treyst á „vísindi" Mbl. og skjólstæðinga þess. X. ölafur Thors hefir nýlega haldið fram tveim nýstárleg- Yerzlunarjöfnuðurinn heflr batnað um 12,5 miljónir króna síðan 1934 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins mfns, Brands Danielssonar á Fréðastcðiim. Takmark fjármáláráðherra, fullur greiðslujttfnuður yið útlönd, hefir uáðst á árinu 1936 Fyrir mina hönd, barna og fengdabarna. Þuriður Sveinbjarnardóftir. Bráðabirgðaniðurstaða er nú fengin um verzlunina við út- lönd á síðastliðnu ári. Samkvæmt henni hefir verzlunarjöfnuð- urinn orðið hagstæður um 8,7 millj. króna og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár, sem náðst hefir fullur greiðslujöfnuður. Inn- 1 flutningurinn hefir orðið um 9 milj. króna lægri en harm var j árið 1934, sem er seinasta árið áður en nýju gjaldeyrislögin í komu í gildi. Þau lög voru sett fyrir atbeina Eysteins Jónssonar j f jármálaráðherra og hinni ákveðnu og traustu forystu hans má þakka það fyrst og fremst hversu vel framkvæmd þeirra hefir heppnast. Sanxkvæmt uppgjöri Hagstofunn- ar nam innflutningurinn í desem- bermánuði 3 milj. 504 þús. kr., en útfluningurinn 2 millj. 396 þús. kr. Innflutningurinn hefir orð- ið um % millj. kr. meiri i þessum mánuði nú en i fyrra og stafar það af innflutningi á vefnaðarvöru frá Íatlíu, en hann var veittur til að hjálpa Fisksölusamlaginu til að íá greiddan fisk, sem það hafði selt þangað. Bráðabirgðayfirlit Hagstofunnar um utanríkisvei’zlunina á liðnu ári sýnir að heildarupphæð inn- ílutningsins hefir orðið 41 millj. 631 þús. kr. En frá þessu ber að draga innflutning til Sogsins og rafstöðvanna á ísafirði og Siglu- firði, sem nemur samanlagt 2 millj. 85 þús. kr. Framkvæmdir þessar eru gerðar fyrir erlent láns- fé og greiðast þvi á mörgum ár- um. Hinn raunverulegi innflutn- ingur, sem tilheyrir árinu, borið saman við önnur ár, er því 39 millj. 546 þús. kr. Hliðstæðar tölur frá 1935 eru 41.900 þús. kr. og 1934 48.480 þús. kr. Samkvæmt þvl er innílutningur- inn nú um 9 millj. króna lægri en árið 1934, þrátt fyrir að síðan, einkum á seinasta ári, hefir orðið allmikil verðhækkun á flestum aðfluttu vörunum og innflutn- mgur hefir aukizt mikið á vélum og hráefnum til iðnaðar. Útflutningurinn á áiinu hefir, samkv. fyrgreindu uppgjöri Hag- stofunnar, orðið 48 millj. 238 þús. kr. Hliðstæðar tölur frá 1935 eru 43 millj. 880 þús. kr. og 1934 44 millj. 761 þús. kr. Samkvæmt því hefir útflutning- urinn aukizt frá því 1934 um 3,5 millj. króna, þrátt fyrir það þó aðalútflutningsvaran, saltfiskur- inn, hafi stórlega gengið til baka. Útflutningurinn fyrir allt árið, er ekki enn sundurliðaður til fulls, en í nóvemberlok var saltfiskút- flutningurinn 7% millj. kx-óna lægii en á tilsvarandi tima 1934. þessi hækkun útflutningsins er einkum að þakka eftirfarandi nstæðum: Nýjum framleiðsluvöt'- nm, sem komið hafa til fyrir at- beina ríkisstjórnarinnar, aukinni sölu síldarnfuröa og hagstæðari sölu og meix-i útflutningi landbún- aðarafurða. Eins og sjá má á frainangreind- um tölum verður hagstæður verzl- unai'jöfnuður (útflutt umfram inn- flutt) 8,7 millj. króna. Áætlað hefir vei’ið, að hinar ár- ’.egu „duldu greiðslur" (afborgan- ir lána, ferðalög, farmgjöld o. fl.) séu um 6 millj. kr. og þurfi því útflutningurinn að vera hærri cn innflutningurinn, sem svarar þeirri upphæð. Hagstæður verzl- unarjöfnuður á siðastl. ári er mun meiri en sú upphæð og hefir því náðst að fullu liið ákveðna tak- mark að koma á fullum flreiðslu- jölnuði við útlönd — og þó rif- lega það. Árið 1934, seinasta árið áður en gjaldeyrislögin nýju komu til framkvæmda, var verzlunarjöfn- uðurinn óhagstæður um 3.7 millj. króna. Síðastl. ár var hann hag- stæður um 8,7 millj. króna. Verzl- unarjöfnuðurinn hefir því raun- verulega batnað um 12^2 mlllj. kr. og má fyrst og fremst þakka þann glæsilega árangur nýju gjaldeyris- lögunum og hinni einbeittu fram- kvæmd þeirra, sem mest hefir ver- ið í höndum Eysteins Jónssonar fjármáiaráðherra og Skúla Guð- mundssonar formanns Innílutnings- og gjaldeyrisnefndar. H.f. Eimskipafélag íslands AÐALFUNDUR Aðalfunduv Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verðui- haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar daginn 19. júní 1937 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir l'rá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðanda rekstursreikninga til 31. desember 1936 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svör- um stjómarinnar og tillöguiu til úrskurðar frá endur- skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjóm félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félag’slögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 15. til 18. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 5. janúar 1937. Stfórnín. um kenningum í Mbl., sem lýsa vel hugsjónum íhaldsins. Hann gefur í skyn að kreppuhjálp sú, sem bændur og vélbátaeig- endur hafa fengið, eigi líka að ná til Kveldúlfs. Ríkið eigi þar að hlaupa undir bagga. En mikill er sá munur á aðstöðu. Bóndi, sem er sívinnandi og sparsamur um alla hluti fær 2000 kr. kreppulán, og veðsetur jarðarpart og allan bústofr.. Vélbátsfonnaður fær 12—1500 kr. í tekjur með harðri vinnu og lífshættu. En faðir ólafs fær 25 þús. í eftirlaun og synir hans eyða 30 þús. kr. hver ái’- lega frá Kveldúlfi. Hér er ekki jafnræði í athöfn og eiga ekki að vera samskonar afleiðingar. Jensensfeðgar hafa ekki sama siðferðilegan rétt til ríkishjálp- ar, eins og sparsamir og at- orkusamir smábændur og vél- bátamenn. — I öðru lagi furð- ar Olaf Thors og Mbl. á því, að fulltrúar Alþýðuflokksins lögðu til í bæjarstjóm Reykjavíkur nú í desember, að þjóðfélagið hjálpaði einstaklingum og fé- lögum til að eignast veiðiskip. Ciafur taldi að verkamenn ættu að halda sér við þjóðnýt- inguna. En hér er ólafur býsna ófróður. Aðstaða verkamanna- flokkanna í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Islandi er ein- mitt þessi. Þeir vinna með öðr- um umbótaflokkum að því að auka og bæta atvinnuskilyrðin í löndunum. Þjóðnýtingarplön- in geyma þeir þar til vel stend- ur á og þeir hafa meirihluta í löggjafarþingunum. Á þessu byggist samvinna núverandi stjórnai’flokka, bæði 1927—81 og frá 1934. Báðir flokkamir vinna að því að bæta lífsskil- yrðin í landinu með marghátt- uðum umbótum og friðsamri þróun. Árið 1936 hafa þeir bar- izt við margháttaða erfiðleika, e.n líka unnið marga sigra. Sag- an um verzlunarjöfnuðinn við útlönd í þessu geysilega erfiða verzlunarári er glöggt dæmi um það, hve mikil gifta það er að hafa öruggan þingmeirihluta og ríkisstjórn, sem í fjöl- mörgum vandamálum siglir svo vel framhjá boðum og blindskerjum. J. J. er ofgott fyrir íslenzka æsku. Segja má að slík hafi verið kjörorð þeirra manna, sem bezt hafa barizt fyrir þessum málum og borið þau fram til sigurs. Auðvitað átti að reisa héraðsskólanna í faðmi sjálfs sveitalífsins, svo sem gert hef- ir verið. Með slíku geta þeir bezt náð ’tilgangi sínum og orð- ið samrunnir lífi þess fóllcs, sem á að njóta þeirra. Það sak- ar eigi, þótt sumir hafi talað um þá í lítilsvirðingartón og kallað þá „fjalladalaskóla“ (Mbl.). Hitt skiptir meiru, hversu vel hefir tekizt að bera þessi skólamál æskunnar fram til sigurs. Og ef litið er á það annars vegar, hversu héraðs- skólarnir hafa risið víða upp á skömmum tíma og verið vel og myndarlega byggðir, en þess er hins vegar gætt, hversu að- stæðurnar hafa að mörgu leyti verið erfiðar, þá má furða telj- ast, hversu vel hefir sótzt. Þetta hefir heldur ekki unnizt baráttulaust. Tíðast hafa for- vígismennimir orðið að berjast við hvorttveggja í senn: fjár hagslega erfiðleika og íhalds- c-g kyrrstöðuöflin í þjóðfélag- inu. Með stjórnarskiptunum 1927, þegar ráðuneyti Framsóknar- flokksins settist að völdum, má segja að skapist tímamót f menntunarbaráttu sveitaflsk- unnar. Þá verður stórfelld breyting á afstöðu hins opin- bera til þessara mála. Þá taka þing og stjóm að sýna þessum málum fullan skilning og veita þeim forgöngu. Á næstu árum eru þrír myndarlegir héraðs- skólar reistir og aðstaða þeirra, sem fyrir voru að ýmsu leyti bætt. — Árið 1929 voru sett lög um héraðsskóla. Með þeim lögum er réttur héraðs- skólanna aukinn mjög, jafn- framt því sem markaðar eru nokkrar meginlínur í starfs- háttum þeirra.Framlagshlutföll- um ríkissjóðs er nú breytt. Rík- ið leggur nú fram helming kostnaðar í stað tveggja fimmtu hluta áðru. Skólunum eru líka tryggðar fastar tekj- ur árlega úr ríkisjóði í hlut- falli við nemendafjölda. — Með framgangi þessara skóla- mála sveitaæskunnar var Framsóknarflokkurinn að ná einum áfanga í baráttu sinni fyrir bættum hagsmunum sveitafólksins. Þar, sem annars staðar, hefir flokkurinn orðið að heyja harðvítuga baráttu við hin félagslegu íhaldsöfl, sem ýmist hafa sýnt þessum menn- ingarmálum æskunnar hið mesta tómlæti eða þá beinlínis fjandskap. En nú gnæfa hin giæsilegu menningarvígi sem 'tákn þess, hvorir það eru, sem sigurinn hafa unnið. Y. Á Alþingi árið 1935 kom Framsóknarflokkurinn fram lögunum um nýbýli og sam- vinnubyggðir. M<eð þeim lögum er stigið stærsta sporið, sem enn hefir verið stigið, til þess að endurheimta hina föllnu byggð í sveitum landsins. — Þau viðreisnar- og hagsmuna- mál sveitanna, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir áður hrundið í framkvæmd, hafa yf- irleitt miðað meir að því að halda við hinni dreifðu byggð heldur en að skapa nýja. Enda var það vitanlega það, sem fyrst bar að leggja áherzluna á. Það hefði ekki verið i*étt að skipta um menn í íslenzkri bændastétt. En svo hefði þó hlotið að fara, ef valdhafarnir hefðu borið hag bændastéttar- innar fyrir borð með því að afrækja hagsmunamál hennar með öllu og hugsa eingöngu um þéttbýlisfólkið við sjóinn. Og vissulega hefir sú stefna skotið upp höfðinu, að réttast væri að gera slíkt. Þjóðin er svo lánsöm að eiga ein hin beztu fiskimið, sem til eru í heimi. Fylgjendur þessarar stefnu segja líka að fyrst og fremst eigi að hugsa um að hagnýta þau, að sveitabúskap- urinn borgi sig ekki og að það sé of dýrt að halda við dreif- býlinu. Hinvegar eru þeir, sem ; vilja að kjarni þjóðlífsins haldi áfram að vera í sveitunum. Þeir trúa því, að andlegri og efna- legri menningu þjóðarinnar verði því aðeins vel borgið, að hún safnist ekki öll saman í kaupstöðum og sjávaa'þorpum og treysti í atvinnuháttum sínum eingöngu á meira eða minna stopulan sjávarútveg og hætti að rækta íslenzka mold. 1 samræmi við þessa skoðun hefir Fi’amsóknai’flokkurinn ætíð barizt. Slíkur hefir verið meginkjaminn í hugsjónabar- áttu hans. Þess vegna hefir hann fyrst og fremst unnið að verndun dreifbýlisins í land- inu, þar sem menning þjóðar- innar stendur dýpstum rótum. Þess vegna hefir hann hamlað á móti þeim miklu straum- hvörfum, sem orðið hafa í at- vinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum. Baráttan fyrir því hefir verið hörð. En hún hefir borið árangur. Vegna hennar hafa ekki fleiri bændur en raun ber vitni um, neyðst til að flýja kosti dreifbýlisins og hverfa ’til sjávarþorpa og kaup- staða. Og vegna hennar eru þeir nú komnir nokkuð áleiðis með að taka upp nútímastarfs- háttu. En nú hefir Framsóknar- flokkurinn hafið baráttu fyrir því að skapa nýja byggð í sveitunum, — en ekki aðeins að halda hinni gömlu við. Hann vill endurheimta þá byggð, sem fallið hefir. Lögin um nýbýli og sam- vinnubyggðir eru stórkostlegt átak í þá átt. Framkvæmd þeirra laga á að geta orðið einn veigamesti þátturinn í þeirri nýsköpun, sem þarf að verða í sveitum landsins á næstu ár- um. Lögin um Byggingar- og ’andnámssjóð og framkvæmd þeirra hafa verið undanfari þeirrar nýbyggðastarfsemi, sem nú á að hefja í stærri stíl. Þau lög voru líka borin fram til sigurs af forvígismönnum Framsóknarflokksins á sama hátt og hin nýju lög. — En á það ber að leggja sérstaka á- herslu, þegar um þessi ný- byggðamál er rætt, að úrsiit þeirra hljóta að vera mjög háð því, hversu unga fólkið sjálft hagnýtir sér þá möguleika, sem hin nýju lög veita því. Og eigi mun þurfa að örvænta um djarflega þátttöku þess. Það skilur, að nú er verið að svara óskum þess sjálfs. Því er nú boðin hjálp til sjálfstæðrar heimilismyndunar. Með slíku er verið að reyna að leysa vanda- mál, sem skapað hefir æsku margra kynslóða þrotlausa bar- áttu og hrakið margan æsku- mann nú á síðustu árum burt úr sveitum landsins. Nú hafa skapazt aukin skilyrði til að hefja búskap með nútíma- starfsháttum án þess að höfuð- stóllinn verði svo dýr, að hann sligi framleiðsluna. En eitt af því, sem valdið hefir íslenzkum bændum mestum erf- iðleikum nú á síðustu árum, er það, hversu höfuðs'tólinn í bú- um þeirra hefir í mörgum til- fellum verið of dýr. Hin nýju býli munu yfirleitt verða reist við hin ágætustu skilyrði. Víða munu þau verða mörg saman. Þannig munu myndast sveitaþorp. Með slíku myndast nýr þáttur í íslenzku sveitalífi — ný fjölbreytni. Þessi sveitaþoip eiga að geta samrýmt kosti . dreifbýlis og þéttbýlis. En hinar dreifðu byggðir halda samt áfram að vera til. Þær verður að varðveita engur síður fyrir það, þótt ný byggð komi. Ný- býlin verða heldur ekki reist á kostnað þeirra býla, sem fyrir eru. Heldur mun það verða svo, að smátt og smátt mynd- ast hagkvæm samvinna milli hinna eldri og yngri byggða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.