Tíminn - 11.02.1937, Qupperneq 3

Tíminn - 11.02.1937, Qupperneq 3
' TfMINH’* Tillögur um varnir gegn borgfiirzku fjárpestinni Höludbólld Hrappsey á Breiðaflrði er laust úr óbúð 1 næstu fardögum — 1937. — Þeir sem kynnu að vilja fá nefnda eyju til óbúðar, snúi sér til Magnúsar Friðrikssonar Irá Staðarfelli í Stykkishólmi, sem hefir umráð ó jörðinni og gefur þær upplýsingar í því efni sem með þarf. Jörðin Sandvík í NorðSjarðarhreppí, með Sand?íkurhundruðum og Sandvíkurstekk, fæst til ábúðar i næstkomandi fardögum. Land- kostir eru góðir, fjörubeit ágæt og létt að fram- leiða sauðfé. Útræði er stutt og aflasælt. Um- sóknir séu komnar fyrir 15. apríl 1937, til hreppsnefndar Noi ðfjarðarhrepps. BJÖRN SVEINSSON & CO. Hamburg 36, Dammtorstrasse 27. Símn.; Ægir. Símis 346635 & 52593Í. Kaupum íslenzkar afurðir hæsta verði Útvegum allar innnflutningsvörur fiá Þýzkalandi og flestum öðrum lötdum með beztu skilmálum. BJÖRN SVEINSSON & CO. Nokkru fyrir áramót skipaði landbúnaðarráðkerra nefnd til að gera tiUögur um varnlr gegn útbreiðslu .borgfirzku .sauðfjár- pestarínnar og hefir hún setið á fundum í Reykjavík undanfarn- ar vikur, en er nú hætt störfum í bili. Eftir að hafa aflað sér margvlslegra upplýsinga um fjár- pestina og athugað tillögur frá sýslunefndum, búnaðarsambönd- um og einstaklingum, gerði hún ýmsar tlllögur til stjómarvalda í þessu efni. Fer hér á eftir út- dráttur úr þeim tillögum. 1. Að haldið verði námskeið í Reykjavík, þar sem nokkrum vóldum mönnum úr sýslum þeim, sem sýkin hefir gert vart við sig i, verði kennt að þekkja veikina. Er síðan tilætlunin að þessir menn skoði allt sauðfé á hinu sýkta og grunaða svæði, áður en því er sleppt úr húsi. Ríkissjóður greiði kostnaðinn við námskeiðið og skoðun fjárins. Áhugamönnum, sem ekki hafa sérstaklega verið kjörnir til þessara starfa, gefist einnig kostur á að sækja nám- skeiðin. 2. Að landbúnaöarráðherra not- færi sér heimild, sem felst í bráða- hirgðalögum frá 21. des. síðastl. til að banna fjárflutning austur yfir Blöndu, og að sauðfé á ýms- um einstökum bæjum verði sett 1 algerða sóttkví, þar til aðrar ráðstafanir verða gerðar. 3. þessar girðingar leggur nefnd- in til að settar verði upp á næst- bomandi vori, að óbreyttum á- stæðum. a. Snæfellsnesgirðing, sem næst merkjum Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og Mýra-og Dala- sýslu, um 41 km. — Einangrar 27 þús. fjár. b. Mýragirðing milli Álftanes- hrepps og Borgarhrepps og Dala- sýslu, um 40 km. Á þessu svæði er um 11 þús. fjár. c. Fjallagirðing úr norðurhorni Mýragirðingar, norður sunnan við Snjófjöll, að Fjarðarhorni, um 51 km. Innilokar 9100 fjár. d. Girðing úr Laxárósum að Fögrubrekku í Hrútafirði í Hrúta- fjall hjá Borðeyri, um 40 km. — Einangrar 21800 fjár. e. Girðing milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, um 12 km. Einangr- ar alla Vestfirði, en þar eru um 59700 sauðfjár. f. Girðing milli Ingólfsfjarðar og Reykjafjarðar, um 8 km. Er þessi girðing talin þörf, vegna þess að álitið er, að veikin sé komin á fjóra bæi í Árneshreppi, g. Girðing með Andakílsá í í Skorradaisvatn að Geitlandsjökli um 46 km. Aukagirðing úr þess- ari girðingu i þingvallagirðingu, um 14 km. Á svæðinu vestan Sogs cg þingvallavatns en sunnan girðingar, eru 42200 fjár, en milli Sogs og þjórsár eru 56800 fjár. 4. Nefndin lcggur til, að þeim, sem búa á sýkta svæðinu og hafa í vor ósýktan fjárstofn, verði veittur styrkur til að girða af lönd sín, ef aðstæða er til þess. 5. Að varðmenn verði settir með- fram þessum fyrirhuguðu girð- ingum, eftir tillögum héraðs- stjórna. Sömuleiðis við Blöndu, Héraðsvötn, þjórsá, Ölvesárbrú, Sogsbrú og Brúarhlöð og viðar. 6. Að ráðuneytið lýsi nú þegar ailmarga bœi í sóttkví og banni fjárflutning af skaganum milli Ingólfsfjarðar og Reykjafjarðar, yfir Héraðsvötn, þjórsá, Ölvesá, Hvítá, Sog og Brúará. Efni til giröinga þessara er á- œtlað að muni kosta liðlega 100 þús. kr., en kostnaður við upp- setningu girðinganna nimlega annað eins. Yfirleitt er ætlazt til að kostnaðurinn skiptist þannig, að ríkissjóður leggi efni til girð- inganna, komið i næstu höfn við girðingarsvæðið, en hlutaðeigandi hreppar og sýslur og sauðfjáreig- endur, sem girðinganna njóta, beri kostnaðinn af landflutning- um og uppsetningu. Ráðgert er að námskeið það, sem rætt er um í tillðgum nefnd- arinnar, hefjist í næstu viku. Bragð er að pá barnið fínnur Svo langt gengur nú fjár- málaóstjóm íhaldsins í Reykja- vík, að jafnvel Mbl. getur ekki orða bundizt. Nýlega birt- ir það þær fregnir, að bifreiða- notkun starfsmanna bæjarins sé komin upp í hvorki meira né minna en 50 þús. kr. á ári. Hvað myndu þessir piltar eyða miklu í bíla, ef þeir ættu að stjórna öllu landinu? Bæjar- verkfræðingur hvað t. d. fram- vísa 3000 kr. bílareikningi til greiðslu úr bæjarsjóði. Ætli Mbl. væri ekki fáanlegt ’til að birta fylgiskjölin? Minnmgarorð Hinn 12. október 1936 and- aðist að heimili sínu, Hátúni 1 Neskaupstað, konan Kristín Ámadóttir. Hún var fædd 8. október 1887 og því 49 ára gömul, er hún lézt. Kristín var dóttir sæmdar- hjónanna Áma Davíðssonar og Guðríðar Torfadóttur, Grænanesi. Þar fæddist Krist- ín og ólst upp. Um ’tvítugt fluttist hún að Nesi og dvaldi þai* í vist um tíma. Árið 1909 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Vilhjálmi Stefánssyni, er þá var ekkju- maður. Með fyrri konu sinni, Svein- hildi Hildibrandsdóttur, eignað- ist Vilhjálmur fjögur böm, sem öll voru í ómegð, er Kristín tók þar við bústjórn. Var það ábyrgðarmikið og vandasamt starf, er hún hafði tekið að sér að inna af hendi, svo ung sem hún var. En tím- inn leiddi síðar í Ijós, að hún hafði ekki brugðizt því trausti, er henni var sýnt. Vilhjálmur og Kristín eign- uðust 14 böm. Þrjú þeirra dóu ung, en 11 lifa: þrjár stúlkur, Sveinhildur, 27 ára, gift Jónasi Valdórs'syni, Lauf- ey, 26 ára, gift Jóhanni Þórð- arsyni, Þorbjörg Guðríður, 19 ára, ógift og átta drengir: Sigfinnur, 24 ára, var tvo vet- ur á Reykholtsskóla, Sigurður, 22 ára, var tvo vetur á Laug- arvatnsskóla, Bjarni, 21 árs, á Háskólanum, ókvæntir, Ámi 17 ára, Friðrík, 16 ára, Guðni, 14 ára, Valgeir 13 ára og Steingrímur, 11 ára. öll em þau vel gefin og mannvænleg. Geta má nærri, hve miklar á- hyggjur og erfiði hún hefir þurft að leggja á sig um æf- ina til þess að koma upp þess- um stóra bamahóp — að und- anskildum tveim börnum, er Valgerður og einu barni, er Sveinbjörg, systir Vilhjálms, •tóku til fósturs. En henni tókst að inna þetta vandasama starf prýðilega af hendi með hjálp góðs og dugandi eiginmanns. Kristín sáluga var stjórn- söm á sínu heimili, myndarleg í öllum verkum og dugleg, svo að af bar, sá vel um, að allt liti snyrtilega út á heim- ilinu, þrátt fyrir sín marg- þættu störf úti og inni. Lítillar menntunar naut hún í æsku, eins og þá var títt, en skýr kona var hún, bókhneigð og fylgdist vel með, söngelsk og trúhneigð, góðsöm við alla, ekki sízt þá, er að einhverju leyti áttu bágt. Aldrei var hún svo önnum kafin, að hún fagnaði elcki með alúð gestum, er að garði bar. Skapfestukona var hún og hélt hiklaust sinni skoðun fram, og trygglynd var hún með afbrigðum, sæmdarkona í hvívetna og vildi hvergi vamm sitt vita. Kristín heitin var fríð kona sýnum og svipurinn einkar göfugmannlegur. Allt frá þeirri fyrstu stundu, að ég leit hana ! og til hinnar hinztu stundar hennar, fannst mér ávalt sem bjartur bjarmi stafaði af hreinum og fögrum svip henn- ar“, sagði maður einn við þann, er þetta ritar, um hana. Hún var fremur lág vexti og þrekvaxin. Heilsuhraust var hún fram að tveim síðustu ár- unum. Kristín heitin var ástúðleg eiginkona, móðir og stjúpmóð- ir, svo að til fyrirmyndar mætti verða. Munu því allir, sem henni kynntust, geyma minningu hennar með þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Kunnugur. Hvað þarf Kveldúlfur að dylja? Ihaldsblaðið Vísir í Reykja- vík var nýlega með dylgjurum það, að skattstjórinn í Reykja- vík myndi hafa látið Tímanum í té upplýsingar úr skatta- framtali Kveldúlfs, sem hann hefði þagnarskyldu um. Þetta er vitanlega tilbúning- ur einn og getsakir hjá Vísi. Skattstjórinn hefir að sjálf- sögðu ekki gefið Tímanum neinar upplýsingar, sem hon- um bar að halda leyndum. Allt það, sem Tíminn hefir skýrt frá um fjármál Kveldúlfs undanfarnar vikur, er ým- ist byggt á ræðu ólafs Thors sjálfa eða áður fram komið opinberlega á annan hátt. En þessi gauragangur í Vísi, út af ímynduðum upplýsingum frá skattstjóranum, gefur ein- mitt tilefni til að spyrja: Hvað i er það í skattaframtali Kveld- I úlfs, sem ekki má koma fyrir almenningssjónir? Er ástæða til þess fyrir Kveldúlfsmenn, að reiðast út af því, þó að skatt- ftjórinn hefði gert það, sem hann raunar hefir ekki gert og má ekki gera, að gefa slíkar upplýsingar? ólafur Thors gæti á mjög einfaldan hátt gert skuldamál Kveldúlfs miklu óbrotnara í augum álmennings en það nú er. Hann gæti gert það með því blátt áfram að birta efnahags- reikning Kveldúlfs. Þá lægi það opið fyrir, hvemig félagið sjálft gerir sér grein fyrir fjár- hag sínum, og hversu miklar það telur eignir sínar annars- vegar og skuldir hinsvegar. Ef fyrir lægi opinberlega sundur- liðuð eignaskrá fyrirtækisins, geta menn gert sér gi'ein fyrir hversu nærri lagi hver eign muni vera reiknuð og hvað yf- irleitt sé upp úr eignunum að leggja til móts við skuldimar. Og það var einmitt þetta, sem margir Sjálfstæðismenn héldu, að Ó. Th. myndi gera í ræðu sinni Gamla Bíó. Þeir héldu, að hann myndi lesa upp sundurliðaðan efnahags- reikning Kveldúlfs, eða a. m. k. nefna niðurstöðutölurnar — upphæð samanlagðra eigna og upphæð samanlagðra skulda. En Ólafur gerði hvorugt. Og þessvegna hafa allir það á til- finningunni, að Kveldúlfur hafi eitthvað meira en lítið alvar- legt að dylja. En áðurnefnd Vísisgrein gefur tilefni til áframhaldandi hugleiðinga um þetta efni. Nær það yfirleitt nokkurri átt, að fyrirtækjum eins og Kveldúifi sé leyft að halda reikningum sínxun leyndum? Það er heimt- að að ríkisfyrirtækin birti reikninga sína. Bankarnir, lán- ardrottnar Kveldúlfs, verða að birta sína reikninga, af því að a landi síðan þau hófu starf sitt, eru beint eða óbeint þeim að þakka. Hér skal aðeins minnt á eitt átakið: Skóla æskumannanna. Án ungmenna- félaga væri engin væn stein- bygging á Núpi, engin viðbót við gamla húsið á Eiðum, eng- in glæsileg lbygging fyrir Flens- borgarskólann á hæðunum of- an við Hafnarfjörð. Enginn skóli á Laugum, Laugarvatni, Reykholti, Reykjum, Reylcja- nesi, Hallormsstað, Staðarfelli eða Laugalandi. Án ungmenna- félaganna myndi enginn menntaskóli á Akureyri, eng- inn byrjun hafin að höll fyrir háskólann og engin sundhöll í Reykjavík. Fáar myndu einnig hinar minni sundlaugar í land- inu, ef æska undangenginna 30 ára hefði drukkið sér til óbóta heldrykk niðuiTÍfsskoðana. Leyndardómurinn við afrek þau sem unnin hafa verið á undan- fömum árum liggja í hinum mikla hugsjónaþrótti og skap- andi afli, sem einkenndi ung- mennafélögin. Hin unga kyn- slóð sá hvar hættan var mest, og hljóp í skörðin alstaðar, þar sem nýrri sókn til umbóta varð komið við. V. Nú virðist svo sem ofbeldis- stefnunum þyki af þröngt um um sig í þeim skólum, sem býr embættismenn og kaupmenn undir lífsstarf sitt. Þær leggja mikla stund á að ná tökum á hinum nýju skólum, sem ung- mennafélögin hafa átt megin- þátt í að stofna. Þau vita að í hinum ungu starfsömu mönn- um sem ganga í þá skóla, ligg- ur framtíð þjóðarinnar. Takist að innleiða sýkingu ofbeldisins í menntastofnanir fólksins sjálfs er lýðræðið í fullkominni hættu. En ef skólar fólltsins halda uppi fána lýðræðisins, frjálsra samtaka og menning- ar þá reyna ofbeldismennimir a. m. k. að eyðileggja frið, aga og starfsró í skólum, sem þeir geta ekki eyðilagt að öðru leyti. Það er þessvegna mjög þýðingarmikill atburður, þegar afvegaleiddir piltar, tilheyrandi báðum ofbeldisstefnunum tóku saman pjönkur sínar, og gerðu bráðabirgðafélagsskap með sér um heimför frá Laugai’vatni, eins og sömu aðilar höfðu sam- eiginlega gengið undir jarðar- men ofbeldisins í bílstjóraverk- fallinu fyrir ári síðan. Út af burtför pilta, sem voru sýktir af uppreisnaranda tveggja ofbeldisflokka, sem em handbendi tveggja erlendra þjóða, hefir íslenzk sveita- menning sýnt, að hún ætlar ekki að láta eyðileggja hið ís- lenzka lýðríki, eins og lýð- stjómarflokkar Þýzkalands létu, fyrir hugleysi og mann- dómsskort, gera við þeirra land. VL Blöð ofbeldisflokkanna, og auk þss blöð íhaldsins, liðhlaup- anna og aðalblað Alþýðuflokks- ins hafa af og til minnst á mig í sambandi við strolcupiltana frá Laugarvatni og sjálfsvöm gegn uppreisnartilræði þeirra. Mér þykir því hlýða að rifja upp gamlar endurminningar um það, hversu viðhorf Fram- sóknarmanna hefir verið til of- beldisflokkanna. Sú saga er glögg. Frá því að fyrst tók að bóla á ofbeldishreyfingum hér á landi, hefir flokkur sam- vinnumanna staðið einhuga móti þeim, bæði 1 orði og verlri., Enginn annar stjórmnálaflokk- ur í landinu hefir í þessari baráttu áfallalausa sogu. Haustið 1923 voru kosningar hér á landi. 1 kosningahríðinni réðist ungur socialisti, Jón heit- inn Thoroddsen að mér í nafn- lausri grein í Alþýðublaðinu. Jón var greindur maður, en ó- reyndur og í einu fáfróður um stjómmál og óvandur að með- ulum. Sagði hann um okkur Magnús Guðmundsson, að við værum báðir grímuklæddir sviksemdarmenn, og að pólitísk starfsemi okkar gengi út á að afvegaleiða bændur. Ég vildi lokka þá til byltingar, en Magn- ús að sínu leyti til annara skað- semdarverka. Ihaldið tók upp árás Jóns Thoroddsen á mig, en stakk örvunum til M. G. undir stól. Ég greip þá tæki- færið og lýsti hér í blaðinu skoðunum mínum, sem hafa reynzt vera í fullu samræmi við skoðanir annara samvinnu- manna. Ég kvaðst vilja vinna að umbótamálum á öllum svið- um og m. a. með Alþýðuflokkn- um meðan hann starfaði á lýð- ræðisgnmdvelli. En jafnskjótt og svokallaðir verkamannavinir vildu brjóta lög og rétt niður með ofbeldi, þá myndi ég standa við hlið Ólafs Thors móti þeim ófarnaði. Á þeim tímum var svarta ofbeldisstefn- an ekki farin að hafa áhrif á íhaldsflokkinn. Þessvegna var þessi yfirlýsing algerlega tæm- andi. Nú þarf hún þeirrar einu breytingar við, að ég mun vinna með hverjum íslendingi að því að útrýma úr landinu báðum ofbeldisstefnunum, og öllu þeirra þýlyndi við stjómir erlendra ríkja. Síðan hafa ýms átök brðið í þessa átt. Haustið 1930 ætluðu kommúnistar á Siglufirði að stöðva síldarbræðslu ríkisins um leið og hún var stofnuð. Við Framsóknarmenn hrund- um þeirri árás. Litlu síðar gerðu kommúnistar sig bera að undirróðri í Iýristneshæli og Menntaskólanum á Akureyri. Við Framsóknarmenn. studdum Jónas lækni Rafnar og Sigurð Guðmundsson skólameistara til að losna við upphlaupsmennina. Síðan þá hefir ofbeldissýkin ekki gert vart við sig í þessum stofnunum. Fyrir ca. 2 árum réru kommúnistar frá Húsa- vík undir í Laugaskóla og all- margir piltar ætluðu í skjóli við þann áróður að gera verk- fall um lögboðnar greiðslur ’til skólans. Dr. Leifur kallaði pilt- ana á fund, lýsti afbroti þeirra og afleiðingum þess fyrir þá sjálfa og skólann. Gerði hann þeim tvo kosti: Að víkja tafar- laust úr skóla og koma þar aldrei meir eða hlýða reglum skólans og standa við skuld- bindingar sínar eins og góðum drengjum sómdi. Við það að mæta hressandi andblæ dreng- skaps og manndóms hrundi spilaborg sú, sem bygð hafði verið upp með sviksömum und- ii'róðrí. Piltarnir sáu að þeim hafði yfirsést, hlýddu viturlegri forsjá skólastjóra og hafa síð- ar haldið sig frá öllu makki við niðurrifsmennina, sem ætl- að höfðu að afvegaleiða þá. Síðan þá hafa svörtu og rauðu tvíburarnir ekki látið sjá ógiftusamleg höfuð sín í Lauga skóla. Þessi dæmi sýna liversu taka ber á uppreisnarandanum. Hvar sem hinn lævísi undirróð- ur mætir karlmannlegri mót- stöðu hjaðnar hann og verður að engu. VII. Tilefni uppreisnarinnar á Laugarvatni var það, að á al- mennum umræðufundi í skól- anum, þar sem bæði var allur þorri nemenda og nokkrir kenn. arar og rætt var um lýðræði, lýsti Bjarni skólastjóri hætt- um ofbeldisstefnanna, og dró engar dulur á að hann áliti að þjóðfélagið yrði að gera mun á þeim, sem vildu styðja þjóð- skipulagið og halda uppi lögum og rétti í landinu og þeim, sem vildu rífa það niður*). Þessu reiddust piltar þeir, sem aðhylltust ofbeldisstefn- *) Alþýðuflokksmenn hafa fyrst gert glöggan greinarmun í þessu efni. þeir hafa rekið helztu leið- toga kommúnista úr Dagsbrún, og kommúnistar eru ekki kosnir til trúnaöarstarfa i Alþýðusamband- inu. J. J,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.