Tíminn - 03.03.1937, Qupperneq 2

Tíminn - 03.03.1937, Qupperneq 2
TIMINN 88 Guðbrandur Magnásson fímmtugur Fáir sem þekkja Guðbrand kíagnússon, munu trúa því, að hann sé orðinn fimmtugur. Þó er það svo. Hann fór yfir þessi þýðingarmiklu landamæri 15. febr. s. 1. Guðbrandur Magnússon er um marga hluti mjög einkenni- legur og sérstæður maður. Hann er bjartsýnni en flestir menn aðrir. Ár og aldur hafa engin áhrif á hann. Eftir marg- háttaða baráttu í hálfa öld gengur hann í brattann í fjöll- um eins og ungur maður og gerir höfuðstökk í leikfimi. Slíkt gera engir nema þeir,sem eiga unga sál. Guðbrandur var uppalinn á Seyðisfirði í fátækt eins og all- ir íslendingar, sem fá nokkurt gildi fyrir land si'tt. En útþráin var sterk og háu fjöllin urðu ekki fjötur um fót hans. Hann lærði ungur prentiðn, fór um stund til útlanda, en var kom- inn til Reykjavíkur þegar ung- mennafélagsskapurinn átti sína gullöld þar. Guðbrandur varð þegar í stað einn af leið'togum þessarar hreyfingar. Hann var fæddur til að verða forgöngu- maður ungmennafélaganna. Allt eðli hans og gáfur gerðu hann að einum hinum fremsta í fylkingu þeirrar æsku, sem með réttu ber í sögunni heitið „Vormenn Islands". Fóstbróðir Guðbrandar Magn- ússonar, sr. Jakob Ó. Lárus- son, kom frá Ameríku með hina fyrstu bifreið, sem að gagni varð hér á landi, og mik- inn og sterkan áhuga fyrir öllum framförum. Þeir vinirn- ir vildu ganga út í lífsbará'tt- una saman. Skömmu áður en heimsstyrjöldin brauzt út voru þeir komnir á fremsta hlunn með að kaupa Reyki í ölfusi og gera þar héraðsskóla Suður- lands. Fátækt hamlaði þeim og skólinn kom annarsstaðar. En Reykir fá líka sinn vitjun- artíma til stórra hlu'ta eins og þá fóstbræðurna dreymdi um. Sr. Jakob varð prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Guðbrandur var þar með vini sínum nokk- ur ár. En um áramótin 1916— 1917 var Framsóknarflokkurinn stofnaður. Um mörg ár höfðu gamlir ungmennafélagar undir- búið flokksstofnun. Þeir fundu, að þeir höfðu mátt og sterkan vilja 'til að hrinda steini úr götunni. Guðbrandur var einn af áhugamestu mönnum í þess- um samtökum, og hann varð ritstjóri að hinu fyrsta blaði flokksins, Tímanum. Hann hafði marga ágæta eiginleika til að vera blaðamaður. En sjálfur leit hann ekki svo á. Hann átti mes'tan þátt í, að vinur hans, Tryggvi Þói-halls- son, varð annar ritstjóri Tím- ans. Guðbrandur lét sjálfan sig sitja á hakanum, þá sem endra- nær. Hann trúði því að það væri betra fyrir blaðið og flokkinn að annar maður yrði ritstjórinn. Þar með var málið útkljáð að því er hann snerti. Nokkru síðar varð Guð- brandur kaupfélagsstjóri á hafnlausu ströndinni í Rangár- vallasýslu. Hvergi var þörfin meiri. Hvergi voni erfiðleik- arnir meiri. Guðbrandur barð- ist við þessa erfiðleika í mörg ár. Hann fékk skip til að koma að söndunum hvert vor.En eng- inn mátti sköpum renna. Hafn- lausa ströndin gat ekki orðið verzlunars'taður. Eftir að vegir bötnuðu og brú kom á Þverá, flutti félagið heimili sitt inn í miðja Rangárvallasýslu, og þar eru lífsskilyrðin margfalt hag- stæðari. Eftir stjómarskiftin 1927 varð að koma nýju skipulagi á Áfengisverzlun ríkisins. — Margt af starfsliði fyrirtækis- ins var miður heppilegt og ekki nægilega reglusamt. Guðbrandi var falin forstaðan, að geyma eitur áfengisins, sem þjóðin hafði verið kúguð til að kaupa, og gæta þess með heiðarleik og ráðdeild. Þetta tóks't. Guð- brandur hefir alla æfi verið óvinur áfengis. En hann gat gætt þess fyrir land sitt á sama hátt og skuldvar maður getur séð um ríkisskuldir þjóðar sinn- ar. Islendingar höfðu vín á boð- stólum, fyrst létt vín, síðan sterkt vín líka. Hlutverk for- stjórans var að stjórna með reglusemi og fyrirhyggju því fyrirtæki, sem mikill meiri- liluti landsmanna afneitar á torgum og gatnamótum, en ann í leyni. Og þetta varð. Guðbrandur Magnússon bætti hús og alla aðstöðu verzlunarinnar, kom á eðlilegum innkaupum og iðnaði í landinu um ýmislegt af sölu- vörunum, sem áður voru keypt- ar tilbúnar frá útlöndum. En í þessari viðleitni að vinna vel og trúlega fyrir landið, varð forstjórinn fyrir sókn úr óvæntri átt. Ungur í- lialdsmaður, alinn upp á Seyð- isfirði, eins og Guðbrandur Magnússon, hugsaði sér að vinna eitt mesta klækiverk móti landinu sínu, sem sögur fara af. Þessi piltur hét Lárus, og var sonur Jóhannesar fyrrum þm. Seyðfirðinga. Herbragð Lárusar var að framkvæma stórkos'tlegt fé- flettingarplan á ríkissjóði. Hann þóttist með vífilengjum cg lagakrókum geta sannað, að Guðbrandur forstjóri hefði lagt of mikið á vínið, og látið hótel í Rvík fá of lítinn sölugróða. Síðan setti hann á stofn um- fangsmikla skrifstofu, fékk einn þekkrtasta góðtemplara Reykjavíkur til að fá að láni bækur í Áfengisverzluninni og þóttist sá góði maður vera þar að safna hagskýrslum í þágu bindmdisstarfseminnar. — En raunar var hann leigumaður Lárusar. Upp úr viðskiptabók- unum tóku þeir félagar fjölda nafna. Skrifstofa þeirra vann síðan að því að kaupa af þess- um mönnum í hundraðataii „von“ þeirra í því að þeim yrðu dæmdar skaðabætur í hæstarétti. Upphæð sú sem Lárus þóttisx eiga að fá frá ríkissjóði skipti milljónum. Það vár fé, sem vínkaupendur höfðu eytt í vín og landið not- að til að borga fyrir samgöngu- bætur, síma, sjúkrahús, skóla o s. frv. Lárus hugsaði sér að ná þessu fé öllu í sinn vasa sem endurgreiðslu úr ríkissjóði. Hafði hann allmikinn hóp auðnuleysingja á framfæri sínu í þessu máli, þar á meðal framannefndan höfuðsmann í góðtemplarareglunni. Flokksbræður Lárusar byrj- uðu síðan í Mbl. grimmilega of- sókn á Guðbrand Magnússon. Hann átti að vera óalandi og ó- ferjandi fyrir að vera út í yztu æsar gerhugull um að fá sem mestar tekjur í ríkissjóð af sölu vínfanganna. Hans sök átti að vera að vinna of vel fyrir land sitt. Sök Lárusar var að vilja láta ríkissjóð moka fé í milljónum í garð hans og annarra þvílíkra manna, sem laun fyrir lagasnápsþjónustu. Magnús Guðmundsson var um þetta leyti orðinn yfirmað- ur Áfengismálanna og líka verzlunarinnar. Hann skipaði Guðbrandi Magnússyni að lækka útsöluverð vínanna, eins og Lárus hefði á réttu að standa, en forstjórinn hefði lagt of mikið á. Ef Guðbrandur hefði orðið að gera þetta, var Lárusi auðunninn sigur. Þá liefði ríkið játað, að lagasnáp- urinn hefði á réttu að standa, og ekki sýnilegt annað en rík- issjóður hefði orðið að greiða umboðsmanni drykkjulýðsins upphæð, sem nam milljónum. Guðbrandur hafði ekki aðeins bjargað gróðanum af áfenginu í hendur þjóðfélagsins. Hann snéri líka vopnunum í höndum hinnar giftulausu ríkisstjórnar. Hann hætti að flytja vissar víntegundir inn í ámum, og setja vínið á flöskur hér, sem sparaði ríkinu mikið fé. í stað þess keypti hann vínið um stund á flöskum frá Suður- löndum. Nú gat vínið orðið nógu dýrt, svo að hér stóð Lái’- us varnarlaus á bersvæði. Litlu síðar tapaði Lárus stóra málinu fyrir hæstarétti, og hafði beðið ógurlegt fjártjón á þessu braski. Auk þess hafði hann sýn't þjóðinni glöggt muninn á þegnskap Guðbrandar Magnús- sonar og hans sjálfs. Ég hefi sagt ítarlega frá þessu atviki af því það bregður skörpu ljósi yfir manndóm og úrræði Guðbrandar Magnússon- ar. Hann vill vinna vei fyrir landið, og honum tekst það. Iíonum tekst jafnvel að af- stýra strandi, þar sem sjálfur i skipstjórinn hleypir beint á skerið. I Meðan Guðbrandur Magnús- son var kaupstjóri í Hallgeirs- ey, braut Þverá sér farveg norðan Þykkvabæjar og var í þann veginn að leggja hina blómlegu byggð í eyði. Þá gekk Guðbrandur fram fyrir i skjöldu, með hinum djörfustu bændum í Þykkvabæ. Hann taldi ekki eftir sér sporin til Reykjavíkur til að fá þing og stjórn til að leggja fram fé í fyrirhleðsluna. Það tókst. — Framsóknarflokkurinn tók málið að sér, og Þykkvbæingar lögðu fram krafta sína eins og i hetjur, sem verja borg sína gegn ofurefli. En í þessu stóra máli Rangæinga kom fram ung- mennafélagsskapur Guðbrand- ar. Ilann vildi vera með að byggja landið, en ekki til að eyða því. Guðbrandur Magnússon er emlægur hugsjónamaður og fer ekki leynt með vonir sínar . um batnandi land og þjóð. ! Ilann á þess vegna marga and- , stæðinga, en fáa óvini. Hann er | allra manna mildastur og | drengilegastur í allri baráttu. | Hann brýtur aldrei leikreglurn- ar. Hann myndi hjálpa laga- snápnum og góðtemplaranum, sem sýndu honum mestan ó- drengskap, ef þeir væru í nauð- um og hann gæti greitt götu þeirra. Það er skemmtileg tilviljun að hálfrar aldar afmæli Guð- brandar Magnússonar fellur saman við 20 ára starfsafmæli Framsóknarflokksins, og stærsta flokksþingið. Guð- brandur er einn hinn elzti og sannas'ti ungmennafélagi á landinu. Hann er og getur aldrei orðið annað en sam- vinnumaður. En Framsóknar- ílokkurinn er sprottinn upp úr þessum tveim hreyfingum. Guðbrandur er elzti ritstjóri Framsóknarmanna og í öll þau ár sem liðin eru síðan Tíminn var stofnaður, hefir hann hald- ið áfram að vera einhver á- hrifamesti stuðningsmaður Framsóknarblaðanna. Það má með nokkrum rétti segja, að Guðbrandur Magnússon sé sannnefndur Tímamaður. Hann er fullur af fjöri og lífi, starfs- þrá og umbótalöngun. Hann er jafnan reiðubúinn til að styðja hvert gott og drengilegt mál, sem þarfnast hjálpar. Þess vegna munu hinir mörgu vinir Guðbrandar fagna á ; bálfrar aldar afmælinu að hafa : hann í sínum hóp, reyndán'áð árum, ungan að áhuga, reiðu- búinn að standa í orði og verki með öllum þeim sem vilja að sólin og vorvindarnir nái að I slcapa júnídag í sálum sem i flestra íslendinga. J. J. varalídsisis Hér í blaðinu var nýlega skýrt frá því, sem vitnazt ; liefir, að ýmsir íhaldsmenn í i Reykjavík, sem fjárforráð i hafa, leggja fram mánaðarleg- i an styrlc til útgáfus'tarfsémi Jóns í Dal og þeirra félaga. Gera þeir þetta í þeirri trú, að blað Jóns geti unnið sundrung- arstarf í sveitunum, íhaldinu til stuðnings. Er þar með feng- in skýring á því, hvernig hægt hefir verið að dreifa út um allar sveitir blaði, sem fáir kæra sig um og svo að segja. enginn borgar. Þeir varaliðs- menn treystust ekki til að mót- mæla því í útvarpsumræðun- um, að þeir fengju herkostnað sinn greiddan á þennan hátt. En í blaði sínu hafa þeir reynt að andæfa, og með vægum. orðum þó, sem von er. Tíminn vill í því sambandi beina því til Jóns í Dal og þeirra kum- pána, hvort þeir vilji ekki láta binn nýja útvarpsræðumann sinn, Gústaf Sigvaldason, vitna í þessu máli, því að hann hefir, að eigin sögn, haft með hönd- um þá ánægjulegu iðju, að innheimta hina mánaðarlegu styrki til „samvinnublaðsins“ hjá nokkrum þekktum íhalds- kaupmönnum í Reykjavík. SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.rKol. Revkjavík. Sími 1933. Magnús TorSason: Pættír úr stjóramálasögu Islands árín 1896-1918 Svo hefir Þorsteinn Gíslason nefnt nokkur útvarpserindi, er hann hefir prenta látið. Mun það vera í fyrsta sinn að yfir- lit yfir síðustu þættina í sjálf- stæðisbaráttu vorri kemur al- menningi fyrir augu og því þess vert, að því séu gerð nokkur skil af þeim, sem til þekkja. Ritlingur þessi er víst góðra gjalda verður, það sem hann nær, góður aflestrar, sem von var að, og öll viðleitni höfð á að skýra málin sem sannast og réttast, eins og í formálanum segir. Og það sem áfátt er í því efni má víðast rekja til ókunn- ugleika höfundar eða yfir- borðsbragðs, sem jafnan mun að slíkum erindum, og á þetta þó einkum við síðari þættina. Góður hugur og hlýr vei't að taflmönnum á skákborðinu, og þá reglu staðfestir hnúta sú, er bann réttir að Klemensi heitn- um landritara, því höfundur liefir aldrei verið í embætti og kann sýnilega ekki að meta, hve hart sá verður úti í sinn hóp, er skjöplast um embættis- trúnaðinn. Skal svo vikið að einstökum atriðum, sem mér er kunnug- ast um, svo sem til fyllingar frásögninni eða málsréttingar, þar er ég þykist vita nánari deili á, og þó s'tiklað á stærstu stillunum. Á þingi 1901 var samþykkt stjómbótarfrumvarp dr. Valtýs Guðmundssonar, um sérstakan ráðherra méð ábyrgð fyrir Al- þmgi, þrátt fyrir það, að tekin var við völdum frjálslyndari etjóm í Danmörku. Telur hann þetta hin mestu mis'tök og undirrót að ósigri Valtýinga, sem og var. Síðan segir, að síra Einar í Kirkjubæ hafi forlátið flokkinn og að framkoma hans hafi verið „í alla staði skyn- samleg og rétt, enda var hann samvizkusamur maður og hinn bezti drengur“. Af þessu mætti ráða, að höf- undur telji samherja síra Ein- ars hafa slcort bæði vit og drengskap á við þann mæta og merka mann. Að því drengskapinn snertir, nægir að minna á, að meðal Valtýinga voru þá á þingi Hall- grímur biskup Sveinsson, Ivristján Jónsson háyfirdómari, síra Magnús Andrésson, Ólafur Briem og síra Sigurður Jens- son. Mun víst engum koma til bugar að bregða þessum mönn- um um ódrengskap eða valda- græðgi. Hygg ég því vandgert þar á milli. En til þess að fella dóm um átök flokkanna verður að skýra miklu nánar frá, hvernig á stóð, en gert er í þáttunum. Andvaltýingar höfðu borið fram svokallað „tveggja tígul- kónga“ frumvarp, er Bogi Th. Melsteð hafði lánað þeim, með ákvæðum um 2 ráðherra, ann- an búsettan í Reykjavík og hinn í Höfn og skyldu málin borin upp fyrir konungi, utan ríkisráðs Dana. Var þannig frá frumvarpinu gengið, að það þótti borið fram til málamynd- ar einnar, og víst er um það, að þar fylgdi ekki hugur með. Varð þetta til þess að veikja aðstöðu andófsmanna, en þjappa Valtýingum saman og þó sérstaklega til þess að festa síra Einar fyrir fullt og allt í flokknum. Nú vildu vitanlega allir þing- menn fá ráðherrann heim, en um það stóð einmitt deilan, hvort til þess væri nokkur út- vegur. Þar þótti standa á því, að Danir héldu því sem fastast fram, að málin yrði að bera upp í Ríkisráði og ráðherra sitja við hlið konungs, en af því leiddi að sjálfsögðu, að ráð- herrann fengist ekki heim, bú- seta hans hér og lausn úr Rík- isráði yrði að fylgjast að. Um þetta voru mér vitan- loga allir sammála á þinginu 1901. En með Valtýingum hélt þessu enginn fastar fram en Kr. Jónsson háyfirdómari, og að hans orðum yar algjörlega farið í þeim flokki um þetta atriði sérstaklega. Því þótti það vera þýðingar- laus dráttur á málunum, að fresta samþykkt stjómbótar- innar. Þá rak það og á eftir, að stjórnin þótti úr hófi aftur- haldssöm, sem var. Að því líka gætandi, að hér átti að eins að vera tjaldað til einnar nætur, þótti mest upp úr því leggjandi að ráðherra ætti sæti á þingi með fullri ábyrgð fyrir því. Þótti í lófa lagið að fella hvern ráðherrann á fætur öðrum og koma þeim á eftirlaun hjá Dönum, en þeir höfðu jafnan sýnt, að þeir kunnu vel að meta skildinginn í viðskiptum sín- um við íslendinga. I þessu sambandi má og benda á, að þótt menn yfirleitt hygðu gott til hinnar nýju þingræðisstjórnar Dana, báru þeir, sem til þekktu, fremur lítið traust 'til íslands ráðherr- ans. Alberti hafði löngum stað- ið öðrum fæti í afturhaldsliði Dana og þótti hinn mesti Bragðamágus og því lítil trú á, að han mundi reynast oss leiðitamur. I frumvarpi Valtýinga var látið óbundið, hvort ráðherra skyldi bera málin upp í Ríkis- ráði Dana og því fylgdi þeirri stjómarbót ekkert réttindaaf- sal. Við tókum þar hlut á þurru landi. Bragð Albertis var nú það, að hann, mót allri von, lætur heimaráðherrann falan fyrir svínbinding hans í Ríkisráði. Var þetta hart aðgöngu fyrir Andvaltýinga, er hrópað höfðu, að þetta væri að fleygja lands- réttindum íslendinga fyrir borð. Iiinsvegar gátu Valtý- ingar miklu betur unað þess- um hrossakaupum, því þeir höfðu ekki lagt nærri eins mik- ið upp úr Ríkisráðshnútnum. Ilinsvegar fullyrði ég, að Andvaltýingar mundu aldrei hafa samþykkt frumvarp með Ríkisráðssetu ef Valtýingar hefðu borið það fram. Loks skal hér tekið fram, að Valtýingar sáu ofboð vel, að samþykkt stjómbótarfrum- varpsins myndi verða vatn á myllu andófsins, jafnvel þótt frekari bætur fengist ekki en í því fólus't, og í ávarpi til kon- ungs væri farið fram á rífari sjálfsstjórn. Var þetta ræki- lega rætt á fundum Valtýinga cg þó sérstaklega stutt á þetta af hálfu þeirra þingmanna, er liöfðu átt upp á móti í kjör- dæmum sínum. Sýndu þeir því talsverða sjálfsafneitun, því ómótmælanlega var mikil freis'ting fyrir þá að láta ber- ast með. straumnum. í þáttunum er minnst á „Gula snepilinn" og látið eins og valdagræðgin hafi sérstaklega verið Valtýs megin. Þetta er megnasta meinloka. Hitt er satt, að þegar er hyllti undir þingbundinn ráð- herra fylgdi valdastreitan í kjölfarið, eins og ranghverfan réttunni. Til þess tíma átti valdá- strei'tan sér engan jarðveg í þmginu; landshöfðinginn var æfilangur embættismaður, skip- aður samkvæmt tillögum er- lends ráðherra, er Alþingi hafði engin tök á. Að því leyti var hér eins ástatt og í Danmörku. Þar sa't líka afturhaldsstjórn föstum fótum og hafði jafnvel síðast eina 8 stuðningsmenn í þjóðþinginu af 102. Og víst er um það, að dr. Valtýr átti ekki upptökin að valdastreitunni. Áður en dr. Valtýr bar upp stjórnbótarfrv. sitt 1897, hafði haran fengið íslandsráðherra til að veita því liðsyrði við lands- höfðingja. Samkvæmt því fór dr. Valtýr á fund hans, en var tekið næsta fálega, eins og raun bar vitni*). Má mér vera kunnugt um þetta, því dr. Val-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.