Tíminn - 01.04.1937, Side 1

Tíminn - 01.04.1937, Side 1
^ýgreifceía og tunl)cltnta ^afnacott. 1Ö ehm 2555 - P6otí>6íf 961 ©faíbbagi blaCatn* c r ) )A ui &l04*H0«>«tnB foBtar 7 (r. XXI. ár. Reykjavík, 1. apvíl 1937. 14. blað. Ræðá Hermanns Jónassonar iorsætis- ráðherra um Kveldúlfsmálið á Albingi f A þessí maður að stjórna landinu? Ólafur Thors hefir varið miklu fé og miklu blaðarúmi til að sanna, að hann sjálfur sé færastur af öllum íslendingum til að vera forsætisráðherra og sérstaklega að koma öllum fjárreiðum ríkisins í fyrir- myndarhorf og atvinnulífinu á réttan kjöl. Reynslan er ólygnust. Ólafur hefir fengið gott tækifæri til eð sýna, hvað hann getur í þessum efnum. Hann hefir haf't tækifæri til að láta ljós sitt skína í Kveldúlfi. Og í nú- verandi ástandi Kveldúlfs má fá hugmynd um stjórnarhæfi- leika þess manns, sem Sjálf- stæðismenn, Nazistar og piltar Jóns í Dal vilja gera hæstráð- anda til sjós og lands með þessari þjóð. ólafur hefir það ekki sér til aisökunar, að Kveldúlfur hafi verið stofnaður á krepputíma. Þvert á móti. — Kveldúlfur hefir notið hins mesta góðæris, sem nokkurntíma hefir komið í íslenzkum sjávarútvegi. Hann liefir haft nóg tækifæri til að safna í sjóði, til að mæta töp- um og endurnýja skip sín. En þeim reglum, sem Ó. Th. brenn- ur af löngun eftir að kenna ríkisstjórninni, hefir hann ald- rei getað fylgt sjálfur í Kveld- úlfi. Það hefir komið fram opin- berlega, að Kveldúlfur skuldi nú yfir 4 millj. kr. í Lands- bankanum, tæpa milljón í Ot- vegsbankanum og hátt í millj- ón í erlendum banka. Af Ólafi sjálfum er það beinlínis viður- kennt nú, að félagið eigi ekki fyrir skuldum. Bankar landsins hafa nú komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrirtæki Ólafs verði að veðsetja allar eignir sínar og að Ólafur og frændur hans verði að skila aftur einni millj. króna, sem þeir höfðu dregið út úr fyrirtækinu. Ennfremur hafa bankarnir komizt að þeirri niðurstöðu, að yfirstjóm fyrirtækisins hafi verið allt of dýr og að sjálfsagt sé að setja Ólaf og rekstur hans allan und- ir eftirlit. Og ólafur hefir orðið að beygja sig fyrir þess- um úrslitakostum bankanna. En myndi það geta átt sér stað í nokkru öðru ríki, að maður, sem þannig hefir farið með eitt stærsta atvinnufyrir- tækið, væri formaður í stórum stjómmálaflokki? Og myndi það nokkursstaðar í löndum hvítra manna þykja viðeigandi, að slíkur maður heimti fjár- málastjórn sjálfs ríkisins í sínar hendur! Það er engin furða þótt al- menningur spyrji undrandi: Á þessi maður að stjóma landinu? Bæstvirtur forseti! Góðir hlustendur! Ég mun ekki taka verulegan þátt í þessum umræðum. Það gerir hæstvirtur fjármálaráð- herra, yfirmaður bankamál- anna, af hálfu Framsóknar- flokksins. En formaður flokks- ins, Jónas Jónsson, á, eins og kunnugt er, sæti í efri deild, og getur því ekki tekið þátt í þeim umræðum, sem fara fram liér í þessari háttvirtu deild. Málefnið, sem hér liggur fyr- ir, Kveldúlfsmálið, er óneitan- lega, ef það er skoðað í heild, mikið þjóðfélagslegt vandamál. Um afstöðu flokkanna til þessa máls eiga hlustendur nú að dæma. Mér virðist því þurfa að draga sem skýrast fram, hver sé afstaða hvers þingflokks til þess hvernig leysa eigi þetta vandamál og þau rök, sem þar standa á bak við. Fyrra tilboð Kveldúlfs Afstaða Sjálfstæðisflokksins hefir legið lengs't fyrir, eða nú í nokkra mánuði, og hefir hún komið fram í blöðum flokksins og í tilboði því, sem formaður flokksins og eimi af eigendum Kveldúlfs, Ólafur Thors, gerði bönkunum í vetur ym skuldaskil félagsins. ól. Thors lagði þá svo mikla á- herzlu á réttmæti þessa tilboðs sins (og blöð hans tóku öll und- ir það), að hann hafði í hótun- um um „viðnám", ef tilboðinu yrði ekki 'tekið tafarlaust. En þetta tilboð er tvímælalaust til- raun til einhverrar alvarleg- ustu fjárplógsaðferðar, sem menn hafa haft spurnir af. For. inaður Sjálfs'tæðisflokksins vildi með tilboðinu koma því þannig fyrir, að Kveldúlfur keypti eignir Thor Jensens í Mosfellssveit fyrir rúml. 1 miilj. 200 þús. kr. — Andvirði eignanna, auk 350 þús. kr., er á þeim hvíldu, átti Kveldúlfur að greiða Thor Jensen með úti- standandi skuldum Kveldúlfs, 900 þús. kr. Eftir að Kveldúlf- ur hefði svo keypt Mosfells- svei'tareignirnar, átti bankinn að kaupa þær aftur af Kveld- úlfi fyrir 2 millj. og 50 þús. kr. Á þennan hátt átti Kveld- úlfur að greiða um 800 þús. kr. af skuldum sínum við bankana. En í þessu tilboði fólst meira, því að með því að láta Kveld- úlf framselja Thor Jensen úti- standandi skuldir sínar, náði hann eignarhaldi á öllum hús- eignum sona sinna, og þeim var þar með bjargað út úr Kveld- úlfssukkinu. Með þessu hefði því tekizt að draga húseignir bræðranna út úr Kveldúlfi, til viðbótar því sem áður var búið að draga á þurrt land. Eins og menn sjá, er hið megnasta íhaldshandbragð á þessu tilboði, enda létu íhalds- lilöðin óspart í ljós sína full- komnustu ánægju yfir þessu tilboði og töldu það mikið hneyksli, ef því yrði ekki tek- ið. Og það leikur enginn vafi é því, að ef Sjálfstæðisflokk- urinn hefði haft meirahluta á Alþingi og í s'tjóm bankanna, þá hefði þessu tilboði verið tekið tafarlaust. Því að þetta tilboð er afstaða og vilji Sjálf- stæðisflokksins eins og hann var, áður en Kveldúlfsmenn gegn vilja sínum voi-u þving- aðir inn á aðrar leiðir. Síðara tilboð'Kveldúlfs og úrslítakostir bankanna Síðara 'tilboð Kveldúlfs var neyðai’ráðstöfun, sem Kveld- úlfur hefir orðið að gera gegn viljft sínum, vegna vinnu vinstri flokkanna í bönkunum, og i blöðum og vegna þeirrar almennu fordæmingar, sem fyrra tilboðið hefir hlotið með- al almennings, og tilraunin til þess að draga þessa einu millj. króna út úr fyrirtækinu, bræðr- unum til persónulegs fram- dráttar og öryggis. Ég bið menn þó vel að at- huga það, að þessu síðara til- boði var ekki heldur tekið af bönkunum, heldur settir nýir úrslitakostir, sem Kveldúlfur varð að ganga að. Alþýðuflokkurinn og síldarverksmiðjan á Hjalteyri Afstaða Alþýðuflokksins er að ýmsu leyti skýr á yfirborð- inu. Hún er krafa um það, að Kveldúlfur sé gerður gjald- þrota, hvaða tilboð um trygg- ingar og skuldaskil, sem fram kunna að koma. Aðferðin, sem valin hefir verið af Alþýðu- fiokknum, að bera fram um þetta frv. á Alþingi, myndi, ef gjaldþrotið væri framkvæmt á þennan hátt, skapa hættulegt fordæmi, og leggja vopn í hend- ur ands'tæðinganna, ef þeir einhverntíma næðu völdunum í sínar hendur. Þessu hefir fjár- málaráðherra lýst mjög skýrt. Og afstaða Aiþýðuiloldcsins er skiljanleg aðeins út frá því sjónarmiði, að Kveldúlfur sé slík þjóðfélagsleg meinsemd, að hana beri að skera burtu tafarlaust, hvað sem öllu öðru líði. En þetta sjónarmið fær ekki staðizt hjá Alþýðuflokkn- um, þegar tekið er tillit til þess, að fulltrúar flokksins bæði í stjórn síldarverksmiðj- anna og í ríkisstjórninni hafa mælt með því mjög eindregið og leyft það, að Kveldúlfur byggði síldarbræðslustöð á Hjalteyri, ef aðeins væri fé fyrir hendi til að leggja í fyr- irtækið. Ef leysa á þetta mál út frá því sjónarmiði, að Kveld- úlfur sé þjóðfélagsleg ófreskja í a'tvinnumálum, þá fær það ekki með nokkru móti staðizt, að leyfa þessari sömu ófreskju að bæta við sig einum hausn- um í viðbót, eins og Alþýðu- flokksmenn vildu gera í vetur. Hversvegna vill Alpýðu llokkurinn gefa Kveld- úlfsmönnum 1 milj. ki%? En ef leysa á málið á fjár- hagslegum grundvelli fyrir bankana og ríkisheildina, þá er afstaða Alþýðuflokksins einnig full af mótsögnum. Engum dettur í hug, að Héðinn Valdi- marsson, eða nokkur annar Al- þýðuflokksmaður, sem stjórn- aði fyrirtæki fyrir sjálfan sig eða aðra, myndi láta sér koma í hug, að neita því, að taka við um einni milljón króna frá skuldunautunum til tryggingar skuldunum. Með því að leggja fram um eina milljón króna í nýjum veðum til tryggingar skuldum, gegn loforði frá bönk- unum um rekstrarlán í eitt ár, ‘.ekur Kveldúlfur sjálfur á sig áhættuna af rekstrmum þennan tima, í stað þess að lá'ta bank- ana eða ríkið gera það, ef fé- lagið yrði gert gjaldþrota. Ég get ekki séð nokkra ástæðu fyr- ir því hjá Alþýðuflokknum að berjast nú fyrir þvi að verð- launa Kveldúlf fyrir frammi- stöðuna síðustu árin með því að gefa þeim Thorsbræðram þessa einu milljón króna, sem þeir hafa verið knúðir til að bjóða fram í veðum. Gott iyrir KveldúlSs- menn, eS AlpýðuSlokk- urinn fengí að ráða Okkur Framsóknarmönnum er það vel ljóst, að hjá mörg- um mönnum í þessu landi er sú hugsun mjög rík, eftir þau lcynni, sem þeir hafa fengið af fjármálastjóm Kveldúlfs, að tðlilegast sé að skera þá fjár- málaóreiðu upp með rótum, svo sem Alþýðuflokksmern telja sig vilja gera, með því að heimta skilyrðislaust að fyrir- tækið verði gert gjaldþrota. Ef til vill er þessi skoðun ein af sterkustu rökunum, sem Al- þýðuflokkurinn telur sig hafa í þessu máli, því að það er vit- að, að stjómmálaflokkum hætt- ir stundum við að taka nokkuð mikið tillit til þess, sem þeir á- líta að sé vinsælt og líklegt til fylgis, án þess að athuga til fullnus'tu afleiðingarnar ofan í kjölinn. En þegar þetta mál er yfirvegað til hlítar, efast ég ekkert um, að afstaða Alþýðu- flokksins í þessu máli, er sú af- staða, sem Kveldúlfur óskaði helzt eftir að fengi að ráða. Kveldúlfsmenn hafa verið þvingaðir til að bjóða fram tryggingar, og með því að bjóða fram þessa einu milljón, sem dregin hefir verið út úr fyrirtækinu, telja þeir sóma sjálfra sfn og sóma flokksins vera borgið í augum almenn- ings. Ei neitað væri að taka við miljóninni, væri einnig henni bjargað. Og mikið af þeim verðskulduðu óvinsældum, sem Kveldúlfur hefir bakað sér með fjármálabraski, væri einn- ig hægt að þurka út, eða láta menn gleyma þeim í bráð, með því að þyrla upp moldviðri um það, að Kveldúlfur hefði verið ofsóttur. En síðan væri opin leið til að nota milljónina, sem Alþýðuflokkurinn vill gefa Thorsbræðrum, til þess að koma upp nýjum reks'tri, eins og hefir verið gert hvað eftir annað, og sem væri algerlega óháður eftirliti bæði bankanna og annara. Þessi yrði niðurstaðan, ef viðhorf Alþýðuflokksins fengi að ráða, og ég efast ekkert um, að hún væri að ýmsu leyti hin hezta fyrir Kveldúlfsmenn. FramsóknarSiokkut inn heSit knúð Kveldúlf til að ganga að úrslitakostunum Aísíaða okkar Framsóknar- manna er alveg ákveðin og markviss. Umboðsmenn okkar í bönkunum og blöð flokksins hafa miskunnarlaust tætt nið- ur aðstöðu Sjálfstæðisflokks- ins í málinu, er fram kom í til- boði Kveldúlfs um sölu á Korp- úlfsstöðum, sem ég hefi lýst hér að framan. Formaður flokksins hefir með skrifum sínum hrakið Kveldúlf og flokk hans skref fyrir skref. Kveld- úlfur sá, það og Sjálfstæðis- menn skildu það, að það var ekki stætt á tilboðinu frá í vet- ur, er þeir höfðu í hótunum um að veita ,viðnám“, ef því ekki yrði tekið. Það var vís dauði fyrir flokkinn í kosning- um, ef forvígismenn hans drægju eina milljón króna út úr fyrirtækinu áður en það yrði gert gjaldþrota (og vitanlega hefði það orðið, ef ekki hefði komið fram nýjar tvyggingar). Það fann hvert mannsbarn á landinu, að and- staðan gegn þessu var orðin svo sterk, að ekki varð hjá því komizt að skila eignunum, til þess að reyna að bæ'ta aðstöðu flokksins í málinu. Eftir kosn- ingarnar myndi formaður Sjálfstæðisflokksins, og flokk- urinn, sem hann hefir á bak við sig, ef hann fengi aðstöð- una, að sjálfsögðu framkvæma þann vilja sinn, sem fram kom í fyrra tilboðinu, og láta koma til almennrar eftirgjafar eins og flokkurinn hefir lýst yfir hér í þinginu að hann vilji Framh. á 4. síðu. Utan úr heimi Hinn aukni vígbúnaður stór- i'eldanna, sem mörgum þykir sennilegt að fyr en varir geti leitt til nýrrar heimsstyrjald- ar, hefir vakið Norðurlanda- þjóðirnar mjög til umhugsunar um það, hvemig þeim myndi bezt geta tekizt að vernda hlut- leysi sitt og halda sér utan við ófriðinn. Að dómi margra vofir mesta hæt'tan yfir Danmörku. Frú Tabouis, hin þekkta franska blaðakona, hefir fullyrt að það væri eitt af fyrstu á- formum þýzka herforingjaráðs- ins, ef til ófriðar kæmi, að ráð- ast inn í Danmörku og tryggja sér allar þær landbúnaðaraf- urðir, sem Danmörk getur framlei'tt. Hvort sem þetta er rétt hermt af frú Tabouis eða ekki, þá benda samt margar sterkar líkur til þess að þetta geti hæglega þannig farið og a. m. k. lá'ti pjóðverjar sér ekki minna nægja en leggja undir sig Suður-Jótland, sem samein- aðist Danmörku eftir heims- styrjöldina. Sú hætta, sem talin er vofa yfir hlutleysi Svíþjóðar og einnig getur náð til norður- hluta Noregs, stafar af járn- málminum. I norðurhluta Svíþjóðar eru mjög auðugar járnnámur. Hef- ii franska blaðið Matin nýlega gert þær að umtalsefni og seg- ir að ekkert sé líklegra, ef til ófriðar kemur milli Rússa og Þjóðverja, en að Rússar reyni að s’töðva alla flutninga á jám- málmi frá Svíþjóð til Þýzka- lands. Luleá er nú aðalút- flutningsbær sænska járn- málmsins, en ef þörf gerist er einnig auðvelt að koma honum með járnbraut til Larvik í Norður-Noregi og flytja hann þaðan til Þýzkalands. Til að stöðva útflutninginn, þurfa Rússar því að setja hafnbann á báða þessa bæi. Takist það ekki, verða þeir að reyna að ná námunum á sitt vald með því að fara landleið- ina, en þá dregst Finnland einnig með í leikinn, því Rúss- ar yrðu að fara yfir norður- hluta þess. Svenska Dagbladet ræðir um þetta atriði 8. marz sl. Rússland er að dómi þess eina landið, sem er sjálfbjarga um öll hrá- efni til hernaðar. Hitt er meira vafamál, hvort hertækjaverk- smiðjur þeirra reynast full- nægjandi, ef til ófriðar kemur. Á sviði hergagnaframleiðslunn- ar er Þýzkaland sennilega be'tur statt en nokkurt annað land, en það vantar hráefni og þó ef til vill umfram allt járnið. 1932 flutti Þýzkaland inn 3.5 millj. tonn af járnmálmi, 1935 rúm- lega 14 millj. og fyrri árshelm- inginn 1936 9.7 millj. Um 40% eða vel það af þessum innflutn- ingi, kom frá Svíþjóð. Frakk- land kemur næst á eftir Sví- þjóð með innflutning á járn- málmi til Þýzlcalands. En í ó- friði myndi náttúrlega allur sá innflutningur stöðvas't og Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.