Tíminn - 01.04.1937, Page 2

Tíminn - 01.04.1937, Page 2
54 T 1 M I N N Hinar vinnandi stéttir bíða svars Um stjórnmálaflokkana, j 9- növember o, IL Ætla þíngmenn Alþýðuílokksíns að slíta stjórnarsamvínnunní, ai því þeír fengu ekkí að gefa Kvefdálfsmönnum eína mílljón kr.? Afstaða Framsóknarflokksins í Kveldúlfsmálinu mælíst vel fyr- ir um allt land Útvarpsuraræðurnar um Kveld- úlfsmálið á miðvikudaginn i páskavikunni liafa verið aðalum- ræðuefni þjóðarinnar síðustu vik- una. Tíminn hefir nú fengið fjölda frétta um undirtek!ir manpa og viðliorf til málsins bæði í Rvík ,)g víðsvegar um landið, eftir því '.t’in til næst símleiðis a skömm- urn tíma. Einn af gáfuðustu mönnum iandsins, sem ekki tekur þátt í stjórnmálum, hefir m. a. látið svo um mælt, að frumræða Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra um Kveldúlfsmálið, sé sú skýrasta og merkilcgasta þingræða, sem hann hafi hlýtt á hér á iandi og þá sérstaklega með tillití tii þess, iiversu flókið og vandasamt mál og jafnframt hitamál hér hafi ver- ið um að ræða. Og yfirleitt er það sammæii allra sanngjarnra manna, að ræð- ur þær, er ráðherrar Framsóknar- fiokksins fluttu, hafi borið langt af því, sem fram kom frá hinum fiokkunum og ekki sízt að því leyti, hve rólega og skilmerkilega þeir gerðu grein fyrir rökum máis- ins og þeirri eðlilegu og vel und- irbúnu lausn, sem Framsóknar- flokkurinn hefir beitt sér fyrir. Engum sæmilega greindum manni dyist það eftir þessar um- ræður, hvernig Ivveldúlfsmenn hafa í þessu máli, af Framsókn- arflokknum, verið nraktir skref fyrir skref allt frá því að þeir hugðust að „veita viðnám", ef ekki yrði gengið að hinu fyrra ti 1— hoði“ um svindlsölu Korpúlfsst.aða og 1 milljqn kr. eftirgjöf — og þangað til þcir loks urðu að ganga að úrslitakostum bankanna um að skila einni milljón, sem dregin hafði vcrið út úr rekstrinum og ; !áta setja Kveldúlf undir eftirlit. Og mönnum dylst heldur ekki lengur hundavaðshátturinn og ó- samræinið hjá þeim, sem ofan á hafa orðið í Aiþýðuflokknum, mönnunum, sem legið hafa á þessu máli í allan vetur, látið veita Kveldúlfi leyfi til að reisa síldarverksmiðju, en nú loks, þeg- ar komið er fram á saltfisksver- tíð, allt í cinu rjúka upp til lianda og fóta og heimta, að Alþingi(l) geri fyrirtækið gjaldþrota — jafn- vel þó það kosti að gefa Kveld- úlfsmönnum eina milljón króna, sem þeir gætu leikið sér með eft- ir á eftir eigin vild og öllum ó- báðir. En eins og mönnum hefir ofboð- ið ábyrgðarlcysið og hófleysið í þcssari afstöðu Alþýðuflokksins, cins virðist frekja, ruddaslcapur og gcðofsi Ólafs Thors í umræðun- um, hafa gengið fram af mörgum, jafnvcl fylgismönnum Sjálfstæðis- flokksins. Og hinn óskammfeilni samanburður lians og Péturs Otte- sen á luxus fjölskyldunni í Kveld- úlfi við bændur og aðra smá- framleiðendur, sem notið hafa krcppuhjálpar, hefir að vonum vakið almenna gremju. Um hitt eru menn á einu máli, að „Bændaflokkurinn“ svokallaði bafi í þcssum umræðum sem oft- ar verið „aumastur allra“, enda þorði liann í hvorugan fótinn að stíga og vissi naumast hvað segja skyldi. Og tæplega mun „hin cina óveðsetta eign Kvcldúlfs" afla Ólafi Thors öfundarmanna héðan af! Alþýðublaðið reynir nú að leyna sálarástandi sínu út af hinni ófrækilegu frammistöðu sinna manna í umræðunum, og belgir sig út mcð gífuryrði um Fram- sóknarflokkinn. M. a. segir blaðið, að Ólafur Thors hafi sagt, að Ey- steinn Jónsson hefði skýrt Kveld- úlfstilboðið svo vel, að hann (Ól- afur) gæti ekki gert það betur sjálfur. þetta er uppspuni blaðsins frá rótum. Ummæli Ólafs um „skýringar", sem ráðherrann hefði gefið, lutu að síldarverksmiðju- leyfinu en ekki tilboðum Kveld- úlfs. Frá forystumönnum Framsókn- arflokksins víðsvegar um land liafa þær raddir borizt síðustu daga, að flokksmennirnir séu á- nægðir með afstöðu flokksins og séu reiðubúnir til að taka kosn- ingum og hverju öðru, sem að höndum kann að bera. Og al- menna viðkvæðið er þetta: Kveld- úlfsmálið er glöggt sýnishorn af því, að Framsóknarflokkurinn er eini stjómmálaflokkurinn, sem, þjóðin getur treyst til að taka rökréttar ákvarðanir og standa við þær með fullri ábyrgðartil- ingu. Og nú hefir Alþýðufiokkurinn crðið. Hann mun væntanlega segja li! þess næstu daga, hvort liann vill — af því að hann fékk ekki að gefa Kveldúlfsmönnum milljón- ina slíta stjórnarsamvinnunni og bcra á því ábyrgðina frammi fyrir hinum vinnandi stéttum. Jörð I eða part af jörð, með hverum eða jarðhita, vil eg kaupa. Þeír sem vildu sinna þessu sendi lýs- ingu og kaupverð af jörðinni í lokuðu um- slagi merkt: A. L. 6. til afgreiðslu Tímans sem fyrst. Ágæt herbergi til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. Rétt fyrir páskana birti AI- þýðubl. grein eftir sinn póli- tíska ritstjóra, um að nú væri svo komið, að ekki hefðu nema tveir flokkar tilverurét't og framtíðarskilyrði í landinu. Þessir lífvænlegu flokkar voru „kratar“ og íhald. Þetta eru skemmtilegir draumar fyrir Sigfús Sigur- hjartarson. En er þe'tta veru- leikinn ? Er reynslan sú, að þessum tveim flokkum gangi svo undursamlega vel, að ráða fram úr þjóðmálunum, þegar þeir eru tveir einir um hituna? Tökum 9. nóv. 1932. Þá kynda kommúnistar eldana, en nokkuð mikið af samherjum Sigf. Sigurhjartarsonar raðar sér í baráttuliðið móti íhald- inu. Jakob Möller heldur á hinn bóginn æsingaræður mó'ti þeim fátæku inxú á bæjarstjómar- fundi, og íhaldið lætur ögranir bans berast gegnum hátalara út til mannfjöldans, sem var að missa stjórn á sjálfum sér. Ef Hermann Jónasson og lög- regla sú, er hann hafði valið og kennt, hefði ekki bjargað bæj- arfulltrúum íhaldsins og sam- herjum Sigfúsar, er langlíkast að margir þeirra hefðu misst lífið. Og sjálf baráttan, þessi óafmáanlegi svívirðingarblettur á bænum, er varanleg sönnun þess, hversu þessum flokkum gengur að lifa eins og frjálsir menn í frjálsu landi, þegar þeir eru einir um hituna. Eftirköstin voru samkvæm byrjuninni. Ólafur Thors vildi draga saman 600 manna her 'til að berja á verkamönnum og nota sundhöllina sem herstöð. Iíermann Jónasson átti megin- þátt í að dregið var úr þeirri vitleysu. En hvítur her var settur á stofn. íhaldið æfði lið í Kveldúlfsporti, en Héðinn Valdimarsson í einu leikfimis- húsinu. Allt var búið undir nýjan stéttarbardaga. Þá komu kosningarnar 1934. Framsókn- arflokkurinn vann mikinn og cvæntan sigur, leysti upp hvíta herinn, sem hafði kos'tað hálfa miljón, og stjórnaði með ; réttlæti og lögum, en ekki með neinni tegund af herveldi. Tökum stjórn Reykjavíkur og berum saman við Akureyri ! og Siglufjörð. Hér ráða hinir í útvöldu flokkar Sigfúsar Sig- : urhjartarsonar. En í fram- j kvæmdinni ræður íhaldið öllu ! og tekur ekki 'minnsta tillit til næststærsta flokksins. Og sá flokkur man varla eftir, að liann er andófsflokkur í bæjar- stjórn. Hann og blöð flokksins sýnast sætta sig við að aðstoð- una eins og íhaldið skapar hana. En útkoman er sú, að Reykjavík sekkur dýpra og dýpra í skuldir og stjómleysi. Ilækkunin á útsvörunum verð- ur mjög stórkostleg nú í ár, ofan á allt sem á undan var gengið. Á Siglufirði og Akur- eyri eru menn eins og Þormóð- ur Eyjólfsson og Vilhjálmur Þór bæjarfulltrúar fyrir Fram- sóknarflokkinn. Þegar mikið líggur á, er leitað til þeirra að koma fram fyrir þessi bæjarfé- lóg, svo sem með meiriháttar lántöku eða aðrar þýðingar- miklar framkvæmdir. Á Siglu- firði og Akureyri hafa bæjar- félögin sýnt miklu meiri fram- sýni og fyrirhyggju heldur en forráðamenn Reykjavíkur. Það er skiljanlegt. Munurinn liggur i áhrifum Framsóknarmanna í þessum tveim norðlenzku bæj- um. Eymd Reykjavíkur sýnir spegilmynd af getu hinna tveggja stærri flokka í bænum. Ef til vill mætti minnast á útgerðarmálin. íhaldið og sam- herjar Sigfúsar telja sig hafa haft forystuna þar. Vill Sigfús bera ástand útgerðarmálanna saman við það, sem samvinnu- menn hafa geit á sínu sviði. Hvað finnst honum um inn- kaupin á olíu, salti og veið- arfærum? Er þar vel séð fyrir hlut sjómanna? Sigfús Sigurhjartarson á annars skilið þökk fyrir að hafa hreyf't þessu máli fyrir væntanlegar kosningar í vor. Mikill vandi er fram undan fyrir „strandlengjuna“. Ihalds- menn og félagar Sigfúsar hafa ráðið miklu þar. Nú verður að meta hversu hefir verið unnið, og hver aðstaðan er nú. En það er óhætt að sleppa því við stjórnmálarits'tjóra Alþýðu- blaðsins, að við Framsóknar- menn lítum á ástand fram- leiðslumálanna við sjóinn, svip- uðum augum og lögreglustjór- inn í Reykjavík leit á fylking- ar stóru flokkanna í Reykja- vík 9. nóv. 1932 rétt áður en hann bjargaði þeim úr gagn- kvæmri eyðilegging. J. J. Yfirlýsing' ism þíngsetu Jóns A. Jónssonar. Frá miðst|órn FramsóknarSlokksins Á fundi í miðstjórn Framsókn- arflokksins var 30. marz samþykkt cftirfarandi tillaga: „par sem einn af núverandi al- þingismönnum hefir orðið sannur að sök um landhelgisnjósnir og játað brot sitt fyrir lögreglunni, lýsir miðstjórn Framsóknarflokks- ins því yfir, að hún telur að þessum alþingismanni, Jóni Auðun Jóns- syni, beri af velsæmisástæðum, að segja af sér þingmennsku þegar í stað“. pað er óþarfi að taka það fram, hér er eingöngu lýst yfir því, sem víðastlivar annarsstaðar í Norður- álfunni myndi talið sjálfsagt. Er þcss að vænta, að Sjálfstæðis- flokkurinn geri sér það ljóst, þrátt fyrir fortið sína í þessum málum. Hagsbætiir sveltaiina Elftít* Jóhannes Davíðsson, bónda í Hjarðardal í Vestur>ísa£jarðarsýslu Ekkí verður með réttu um þa& deilt hvort hagur sveit- anna hafi batnað, síðan núver- andi stjórn tók við völdum, og hóf þegar gagngerðar ráðstaf- anir til þess að rétta hlut vorn bænda, sem á undanfarandi ár- um hafði mjög svo verið fyrir borð borinn, að sumu leyti af utanaðkomandi áhrifum heims- kreppunnar, en að sumu leyti af aðgerðaleysi stjórnarvald- anna, sem ekki brugðu nógu fljótt við, er afurðaverðið hríð- féll, því til lagfæringar. Má þó öllum Ijóst vera, að hægra er að styðja en reisa, að hægra var að halda afurðunum á inn- lenda markaðinum í líku verði og verið hafði undanfarið, held- ur en að stórhækka eftir að fallið höfðu niður í spo'ttverð. Kaupgeta verkamana við sjáv- arsíðuna hafði heldur ekki rým- að að sama skapi, eða svo nokkru næmi fyrst í stað, er afurðaverðið hrapaði, og mundu ráðstafanir til hækkun- ar þess vegna ekki hafa orðið kaupendum eins tilfinnanlegar. Löggjöfin um kreppuhjálp- ina var að vísu góð og þakkar- verð tilraun, til úrlausnar á cngþveitinu, en hrtt mun öll- um hafa verið Ijóst, að þar var aðallega verið að bæta fyrir gamlar syndir, en jafnframt þurfti að finna nýjar leiðir til þess að koma í veg fvrir, að ekki hrekti jafnharðan í sama horfið, og varð það hlutverk núverandi stjórnar. Hefir hún með afurðasölulögunum o. fl. ráðs'töfunum, rétt að miklu hlut okkar, sem í sveitunum búum, svo að við, eftir atvik- um, teljum vel að verið, og getum vegna þeirra aðgerða liorft fram á veginn bjartsýnni en áður. XJm það hefir nokkuð verið deilt, hverjum undirbúningur afurðasölulaganna hafi verið að þakka, og vilja Bændaflokks- menn eigna sér heiðurinn af því, að hafa skilað núverandi s'tjórn frumvarpinu til kjötsölu- laganna fullbúnu í hendur. Hygg ég þó að því verði ekki með réttu á móti mælt, að á vegum S. I. S. hafi frumdrætt- ir til laganna fyrst til orðið, cg að við bændur eigum þess- ari okkar eigin s'tofnun mikið að þakka, á þessu sviði, eins og jafnan í meðferð og sölu af- urða okkar. Hitt mun jafnsatt, að sam- steypustjórnin, sem fór frá völdum 1934, (eða nefnd, sem hún skipaði), hafði loks þá til- búnar tillögur í þessu efni, er voru nær alveg samhljóða 'til- lögum „kaupfélagsstjóra fund- arins“ þá um vorið. En hitt skiptir auðvitað mestu máli, hverjir hrundið hafa málinu í framkvæmd. Haldið hefir því verið ákaft fram í blaðinu Framsókn, að kjötsölulögin hafi verið svo rétt sniðin eftir frumvarpi því er samsteypustjómin hafði loks semja látið, að þar hafi engu verið breytt, nema því að Búnaðarfélag Islands átti ekki • fulltrúa í kjötverðlags- nefnd, en í stað þess fulltrúar frá neytendum. Þar sem þetta verður að telj- ast smáatriði, en þó til veru- legra bóta, eins og síðar mun að vikið, verður, samanborið við áðumefndar fullyrðingar, lítt skiljanlegur sá fjandskap- ur, sem Bændaflokkurinn hef- ir sýnt afurðasölulögunum og framkvæmd þeirra. Nefndur flokkur hefir í blaði sínu seint og snemma, 'tortryggt og af- flutt þessar hjálparráðstafan- ir (sem hann í öðru orðinu segist eiga allan heiðurinn af að hafa hugsað upp) og ekki síður í beinum og óbeinum stuðningi við Sjálfstæðis- menn, sem í blöðum sínum, með félagssamtökum, á fund- um, á Alþingi og í útvarpi, liafa ekkert tækifæri látið ó- notað, til að vinna á mó'ti og fjandskapast gegn þessum sjálfsögðu og réttlátu kaup- bækkunarráðstöfunum okkur svei'tamönnum til handa. Sæt- ir undrum, að flokkur, sem kallar sig Bændaflokk, og biðl- ar eins ákaft til atkvæða og | stuðnings í sveitunum, skuli láta slíkar aðgerðir Sjálfstæðis- manna fram hjá sér fara, án þess að blaka ugga til and- ^ svara. Hygg ég að þeim foringj. , um Bændaflokksins gangi illa að fá hugsandi og skynbæra menn, sem ekki eru þegar g'inntir af fölskum mála'tilbún- aði, hóflausum yfirboðum og daðurslegu flokksnafni, til að | trúa því, að slík samvinna við Sjálfstæðismenn, sem óslitið nær til allrar þeirrar baráttu gegn öllu, sem stjómarflokk- arnir hafa gjört til viðreisnar þjóðinni, eigi eingöngu rót sína ' að rekja tl andlegs skyldleika, j sameiginlegra áhugamála eða . líkrar aðstöðu til lífsafkomu, | því að slíku getur ekki verið ! að öllu leyti til að dreifa. Held- | ur liggur sú eina hugsanlega | skýring opin öllum, sem um j hina ótrúlegu fylgispekt Bænda- j flokksins við Sjálfstæðisflokk- j inn hugsa, að litli bróðir sé háður fjárhagslegum stuðningi stóra bróður, og verði þess vegna að öllu leyti að dansa eftir hans pípu. Andstæðingar núverandi stjórnar hafa gert ótrúlega mikið veður út af því, að neyt- endum úr alþýðustétt skyldi veittur fulltrúaréttur í kjöt- verðlagsnefnd í stað Búnaðar- fél. Islands og að þar með sé hlutur bænda algerlega fyrir borð borinn og þeim og þeirra félagsskap sýnd óhæfileg óvirð- ing. Sýnist mér bó meðalhófið hafa verið þarna rétt ratað, þar sem neytendur skipa tvo fulltrúa en framleiðendur (bændur) aðra tvo, eða aðal- sölufélög þeirra, S. I. S. og Sf. Sl„ sem teljast mega sjálf- kjörnir fulltrúar bænda í þessu eíni, því æfinlega hafa sam- vinnufélögin borið liita og þunga af afurðasölumálefnum bændanna, en ekki Búnaðarfé- lag íslands. Hinsvegar sýnist það fyllilega réttmætt og hyggilegt að lofa neytendum að hafa íhlutunarrétt um verð- lagningu á vöru þeirri er þeir kaupa í eins stórum stíl, eins og nú er raun á orðin um fram- leiðsluvöru ísl. landbúnaðar, þar sem nær allar mjólkuraf- urðimar og um helmingur kjötsins, selst nú á innlendum markaði. I öldudal kreppunnar 1931 —1938 var hagur og söluhorf- ur ísl. bænda hinn hörmuleg- asti. Greindur og merkur bóndi leiddi rök að því á 1. lands- íundi bænda, að sölutekjur meðalbónda, sem eingöngu stundaði búfjárrækt, og ekki nyti hlunninda eða góðrar markaðsaðstöðu nálægt kaup- túnum, væru 720 kr. á ári. Þessi tala talar sínu máli svo skýrt að óþarft er að fjölyrða frekar um það ástand sem bændur almenn't áttu við að búa. Verð á kjöti var þá hér kr. 0,55—0,60 pr. kg„ en nú kr. 0,80—0,90 pr. kg. Þó að með sanni megi segja, að verðhækkun á útlendum markaði (einkum á gærum og ull, sem hafa stórhækkað í verði) eigi nokkurn þátt í kjarabót okkar bænda, þá verður því ekki ré'ttilega móti mælt, að megin-orsök hækkun- arinnar er afurðasölulöggjöfin. Þá er árangurinn ekki síður glæsilegur í sölumeðferð mjólk- urafurðanna, en þær ráðstaf- anir hafa frá fyrstu byrjun átt við fádæma illvígan andróð- ur að búa, eins og kunnugt er. En þrátt fyrir alla þá mót- spyrnu og óþurft, sem því um- bótamáli hefir sýnd verið, hef- ir tekizt að hækka verðið til bænda, lækka það til neytenda, stórminnka dreifingarkostnað- inn, og það sem mest er um vert, þrátt fyrir s'tórlega ár- lega aukningu, verið unnt að selja alla framleiðsluna. Eftirtektarverðus’tu meðmæl- in, sem aðgerðir stjórnarinnar í mjólkursölumálunum hafa hlotið, er ósk nýafstaðins aðal- fundar í Mjólkursamlagi Ey- firðinga um að mjólkurlögin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.