Tíminn - 21.04.1937, Page 1

Tíminn - 21.04.1937, Page 1
^.fgreiböla og tnnþclmta ©afnatoU. 16 etmt 2353 - 'Pó»tf)ólf 961 ©faíbbagi b laCeine tt I féni Á.röiiii'jtirimi fsstat 7 ft. XXI. ár. Reykjavík, 21. apríl 1937. 17. blað. Kosaiiiftgfstfi* Alþingi hefir verið rofið. Kosningar standa fyrir dyrum. Það er Alþýðuflokkurinn, sem ber alla ábyrgðina á því, ao núverandi málefnasamvinnu er slitið. Það er Alþýðuflokk- urinn, sem gengið hefir út af þeim samstarfsgrundvelli, sem roarkaður var sumarið 1934. Það er Alþýðuflokkurinn, sem nú allt í einu hefir horfið frá þeirri skynsamlegu varfærni, sem stjórnarflokkarnir hafa haft um að sjá fjárhag ríkis- ins farborða og varpað inn í þingið óundirbúnum frumvörp- um, sem myndu kosta stór- kos’tleg fjárframlög og gífur- legar lántökur, án þess að gera grein fyrir tekjuöflunarleiðum, og þar með raunverulega tek- ið upp ábyrgðarleysis- og yfir- boðsstefnu Sjálfstæðis- og Bændaflokksmanna frá undan- förnum þingum. Og það er Al- þýðuflokkurinn, sem nú loks í áheyrn alþjóðar hefir opinber- lega sagt samvinnunni slitið. Með skrumauglýsingar sínar cg kosningabombur ætlar Al- þýðuflokkurinn nú að koma fram fyrir hinar vinnandi sté’ttir við sjóinn og afla sér fylgis. Hann kemur með Kveld- úlfsmálið og staðfestingu þingskjalanna á því, að hafa viljað gefa Jensenssonum eina miljón króna. Og hann kem- ur með hin gleiðletruðu „plön“ um „alhliða viðreisn sjávarút- vegsins", sem ekki voru lögð fram í þingi fyr en í byrjun aprílmánaðar, og án þess að reynt hafi verið að semja við Framsóknarflokkinn um að vinna að þeim umbótum, sem vel hefðu getað orðið ágrein- ingslausar, t. d. afnám útflutn- ingsgjaldsins á sjávarafurðum. Ilann kemur fram með stað- hæfingar um, að Framsóknar- fiokkurinn sé sinnulítill um málefni fólksins við sjóinn, staðhæfingar, sem enginn mað- ur trúir, því að verkamenn, sjómenn og útvegsmenn sjá í gegnum skrumið, og meta að verðleikum það, manndóms- og alvöruleysi, sem fram kemur í hinum hvatvíslegu ákvörðun- um Alþýðuflokksleiðtoganna. En all’t þetta á Alþýðuflokk- urinn við sjálfan sig. Hann hef- ir einu sinni áður brugðist í samstarfi á svipaðan hátt og nú. Þá fékk hann hæfilega á- minningu hjá kjósendum sín- um og kom aftur út úr kosn- ingunum rýrari að þingsætum — en ríkari að lærdómum — en fyr. Sennilega getur hann líka eitthvað lært í næstu kosning- um. Framsóknarflokkurinn geng- ur, fyrir sitt leyti öruggur og sigurviss út í þær kosningar. Hann hefir gætt skyldu sinnar í stjórn landsins á örðugum tímum og ekki hlaupið frá erf- iðleikum eða ábyrgð. Og aðeins é þann hátt verður gætt hags- muna hinna vinnandi stétta í þessu landi. Alþýðuflokkurinn hefir nú meðan enn er ár eftir af kjör- tímabilinu, rofið þá stjórnar- samvinnu, sem verið hefir milli hans og Framsóknarflokksins. En vitaniega verður ekki bar- izt um sérstefnu Alþýðuflokks- ins í kosningunum, því að engum dettur í hug að hún komi til greina sem stjórnar- stefna eftir kosningar. Það verð ur kosið um það nú sem fyr, hvor eigi að ráða á næstu ár- um stefna Framsóknarflokksins eða stefna Sjálfstæðisfiokksins. Þeir, sem vilja styðja að því að stefna Framsóknarflokksins verði leiðandi stefna í stjórn landsins eftir kosningar, þeir beita sér af alefli gegn því, að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt fylgiflokki hans fái meirihluta í kosningunum. Þann 20. júní næstkomandi sker þjóðin úr. Ilún á að velj1 með tilliti til máiameðferðar á undanförnum árum, og með hliðsjón af yfirlýstum fyrirætlunum flokkanna að því leyti sem þær eru fyrir hendi. Hún á að velja um það hvort framvegis eigi að afgreiða hallalaus fjárlög og láta ríkis- tekjurnar hrökkva fyrir rekst- ursútgjöldum eins og Framsókn arflokkurinn vill eða hvort Kveldúlfsstefnan og ábyrgðar- leysi Bændaflokksins á að ráða. Hún á að segja til um það, hvort vit sé í að fela þeím mönn um völdin, sem þykjast geta í einu lækkað skattana og hækk- að framlög til atvinnuveganna! — og þó eiga sína landskunnu fjármálaforsögu í Reykjavíkur- bæ. Hún á að velja um það, hvort áfram eigi, eins og Fram. sóknarflokkurinn vill, að spyrna gegn erlendum vörukaupum yf ir eini fram og þar af leiðandi skuldasöfnun í útlöndum, eða livort kaupmannavald Sjálfstæð isflokksins eigi að fá aðstöðu til að sleppa öllu taumhaldi A innflutningnum, svo lengi sem það er hægt, og ráða síðan út- hlutun leyfanna milli sín og samvinnufélaganna. Hún á að velja um það, hvort hún vill lieldur afhenda kjöt — og mjólkurverkfallsmönnum af- urðasölulögin eða fela Fram- sóknarflokknum að vemda þau og framkvæma með þeim á- rangri, sem orðið hefir fyrir bændastéttina síðustu tvö ár. Eún á að velja um það, hvort draga skuli úr verklegum framkvæmdum og „slá niður kaupgetuna“ eins og Sjálfstæð- ismenn hafa á orði, eða hvort balda skuli uppi verklegum framkvæmdum svo sem unnt er — og reyna fremur en hitt að auka atvinnu verkamanna og sjómanna, sem eru aðalkaup- endur að framlelðsluvörum land búnaðarins. Hún á að velja um það, hvort hlífa skuli einstökum mönnum við að bera hlutfalls- legan þunga af byrðum þjóðfé- lagsins eins og Sjálfstæðisflokk- urinn vill í samræmi við yfir- lýsingu Jóns Þorlákssonar í Lögréttu 1908, eða hvort Fram- sóknarflokkuirnn eigi að ráða Frystihús oé fiskmarkaðir „Hraðfrysting“ á vörum virð- | ist í hugum margra manna j vera orðin nokkurskonar Kína- J lífselixír, sem nota á gegn öllu ’ böli atvinnu\feganna hér á landi. Meðal annars hefir komið fram opinberlega tillaga um það nú alveg nýlega, að rannsaka „hraðfrystingu" á kjöti og mun fyrir þeim mönnum vaka ein- hverjar óljósar hugmyndir um það, að hraðfrystingin svo kall- aða sé eitthvert nýtt fyrir- brigði sem geti gjörbreytt kjötmeðferðinni frá því sem nú á sér stað. Það er langt síðan tekið var að frysta matvæli til þess að verja þau skemmdum. Sérstak- lega hefir frystingin haft mjög mikla þýðingu fyrir kjötfram- leiðendur í hitabeltislöndunum. Eru nær 60 ár síðan byrjað var að flytja frosið kjöt úr hita- beltislöndum á Evrópumarkað, einkum til Englands, og hefir því verið haldið áfram ósli’tið síðan. Svo sem að líkum lætur, hefir kjötfrysting verið rannsökuð mjög ítarlega allan þennan tíma Niðurstöður þeirra rannsókna hafa leitt í Ijós, að kjöt, heldur sér bez’t með því að frysta það í lofti við 14 stiga frost á C., en geyma það síðan við 8—10 stiga frost. Á síðari árum hafa verið íundnar upp aðrar aðferðir við írystingu matvæla, hin svo- kallaða hraðfrysting. Er hún framkvæmd með þeim hætti, að kælipípur frystivélanna eru látn ar kæla saltpækil í stað þess að kæla loft, en með þessari að- ferð er unnt að framleiða miklu meira frost. Eru þá matvælin, sem frysta á, annaðhvort sett í beina snertingu við saltpækil- inn, eða í þunnar málmumbúðir sem verja þær snertingu pæk- iisins. Þessi síðari aðferð hefir þótt sérstaklega hentug við frystingu á fiski. En við kjöt- írystingu hefir hún mér vitan- lega hvergi verið viðhöfð nema í tilraunaskyni. Vegna þess að frosið kjöt hef ir verið heimsmarkaðsvara um niarga áratugi, var tiltölulega auðvelt fyrir okkur íslendinga að breyta til um verkunarað- ferð á kjöti þegar sal'tkjöts- markaðurinn tók að bregðast. Nú er líkt ástatt um fisk- markaði okkar Islendinga eins því að ríkið taki eðlilega. skatta af hátekju og hálaunamönnum. Og hún á að velja um það, hvort hún vill fá Framsóknar- flokknum áfram aðstöðu til að vernda lýðræðið, eða hvort hætt í,ndi sé á að fela Sjálfstæðis- ílokknum með sívaxandi naz- isma innan sinna vébanda og Kveldúlfsliðið á barmi örvænt- ingarinnar, völd og mannafor- ráð sem enginn veit hvenær aftur yrði fengin þjóðinni í liendur. Alls þessa á þjóðín að minn- ast við kjörborðin hinn 20. júní næstkomandi. Eftír Jón Árnason, framkvæmdastj. og var um kjötmarkaðinn fyrir um það bil 15 árum. Saltfisks- markaðurinn hefir brugðist stórkostlega og einhverra úr- íæða verður að leita í staðinn. Verður mönnum þvi ao vonum næst hendi að hugsa um hrað- írystingu sem búið er að sýna og sanna að varðveitir einkenni nýja fiskjarins mjög vel, mið- f.ð við aðrar verkunaraðferðir, sem þekktar eru, og má því gera sér miklar vonir um að hraðfrystur fiskur verði þegar stundir líða álíka útbreidd verzl- unarvai’a eins og frosið kjöt er nú. Á síðustu árum hafa Islend- ingar aflað sér allmikils kunn- ugleika um markaði fyrir fros- inn fisk, bæði í Evrópu og Ame ríku. Enn sem komið er virðist írosinn fiskur vera í mjög litlu áliti í helztu fiskneyzlulöndun- um. Enda er það yfirleitt svo að menn frysta einungis það af fiski, sem ekki er hægt að selja í fersku ásigkomulagi jafnóðum og hann berst á land. Þessi afgangsfiskur er miög ódýr, svo sem gefur að skilja, en einmitt við þennan fisk verð- um við fyrst og fremst að keppa með þann frosmn fisk, sem við flytjum til þessara sömu markaðslanda, I Stóra-Bretlandi, sem er mesta fiskneyzlulandið í ná- grenninu, er það enn svo, að ísvarinn fiskur, jafnvel þótt lé- leg vara sé að dómi okkar ís- lendinga, er i miklu meira áliti en hraðfrystur fiskur. Er þetta að mörgu leyti svipað og átti sér stað um frosna kjötið. Það tók fjöldamörg ár að vinna því það álit sem það hefir nú, sam- anborið við nýtt kjöt, og mun matvælaskortur stríðsáranna hafa átt drjúgan þátt í því að lrenna Englendingum að meta frosna kjötið að verðleikum. Árið 1922 skipaði brezka stjórnin nefnd 'til að rannsaka kjötmarkaðinn í Englandi. 1 á- hti þessarar nefndar kemur greinilega í ljós, að almenning- ur þar í landi er farinn að gera miklu minni mun en áður var á frosnu kjöti og nýju og gef- ur þetta von um að svo muni emnig geta farið um fiskinn, þegar stundir líða. Ef litið er á tilraunir þær, sem gerðar hafa verið af hálfu íslendinga til þess að vinna írosnum fiski markað erlendis, þá benda þær ótvírætt í þá átt að við eigum fyrir höndum langa og erfiða leið til þess að ná góðum árangri í þessu máli. Útflutningsskýrslurnar um frosinn fisk undanfaTÍn ár eru sem hér segir; 1931 1932 1933 1934 1935 1936 69 smál. á 0/35 kg. 269 — - 0/25,6 — 377 — - 0/21 —- 417 — - 0/23,4 — 625 — - 0/33,6 — 935 — - 0/53 — Er þetta allur útflutningur héðan frá íslandi á freðfiski þessi sex ár. Hætt er við að verðið sem skýrslurnar tilgreina, sé mjög óáreiðanlegt, því venjan er að tilgreina ávalt söluverð þegar varan er flutt út, en minnst af þessum fiski er selt fyrirfram og því ekki vitað fyrir hvaða \erð hann selst. Það er ennfremur kunnugt, að sumt af þessum fiski hefir ekki selst nándamærri fyrir kostnaði og má þar til greina alistórar fisksendingar til Pól- lands 1935 og 1936 og fisksend- ingar til Bandaríkjanna 1936. Þá hefir talsvert af þessum fjski farið í tilraunasendingar víðsvegar um lönd og litlu verði skilað eða engu. I febrúar 1936 frysti sænska frystihúsið hér í Reykjavík um 300 tonn af þorskflökum, sem það svo sendi til Englands. Um síðustu ára- mót var því nær öll sendingin enn óseld í frystihúsi í Eng- landi. Hingað til hefir .okkur Islend- ingum ekki tekist að að vinna öiuggan markað fyrír annan frosinn fisk en tiltölulega lítið magn af flatfiski og lítið eitt af frosinni ýsu. Að vísu bendir allt til þess, að fyrir þessar sérstöku fisktegundir megi auka markað til muna, en engar af tilraunum þeim sem gerðar hafa verið, benda til þess, að hægt sé að selja fros- inn þorsk í stórum stíl, svo kostnaði svari að framleiða hann til slíkrar verkunar, hvað sem síðar kann að verða. Svo sem bent hefir verið á hér að framan og allir vita er til þekkja, má telja það nokk- urnveginn víst að framundan er alllangt árabil, sem útflutn- ingur á freðfiski verður áðal- lega rekinn sem tilraunir, og því í tiltölulega smáum stíl. Þegar litið er á ástandið í þessum efnum, með rólegrí yf- irvegun, verður að telja það ' ítaverí ábyrgðarleysi hve mik- ið hefir verið gert að því, að gylla fyrir almenningi, hvað rreðfiskútflutningur muni geta crðið stórfeilt atvinnuúrræði nú þegar og í nánustu framtíð. Einkum er þetta vítavert þegar í hlut eiga forystumenn þeirra stjórnmálaflokka, sem hafa talið sig sérstaka málsvara íólksins við sjávarsíouna, og á ég þar við forystumenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, en báðir þessir flokkar hafa borið fram frumvörp á Al- þingi um stórfelld fjárframlög, ábyrgðir og styrki tij nýrra frystihúsa sem ætlað er að frysta fisk til útflutnings, og hafa auk þess í flokksblöðum sínum, á opinberum fundum, í útvarpi og alls staðar þar, sem þeir hafa mátt því við koma, hampað þessu sem öruggu bjargráði fyrir aðþrengdan sjávarútveg. Enginn skilji þó orð mín svo, að ég vilji draga úr því, að hald ið sé áfram með öllum þeim ráðum sem þjóðin hefir tök á, til þess að vinna þessari vöru markaði erlendis og bæta á þann hátt afkomu fiski- inanna og annara sem afkomu eiga undir fiskveiðum. En ég vil fullyrða, að við getum aukið útflutning á freðfiski um margar þúsundir smálésta án þess að verja stórfé til nýrra í ry stihúsaby gginga. Þessu til sönnunar skulu hér talin upp þau frystihús, sem ég man eftir nú í svipinn, og Framh. á 4 síöu. Gleðíleg'l sumar! Síðasti vetrardagur er kom- inn. Á morgun er sumardagur- inn fyrsti, þessi sérkennilegi ís- lenzki hátíðisdagur, sem minnsö er um allt land. Þá voru gefnar hátíðargjafir, borðaður hátíða- matur og þá árnuðu menn hver öðrum „gleðilegs sumars“. — Með því meina menn vafalaust misjafnt, og þegar ég nú óska \kkur gleðilegt suamrs þá meina ég að ákveðin gleði falli vkkur í skaut á sumrinu. Á ég þar við starfsgleðina. Bóndinn getur fundið hana í ríkari mæli en aðrir. Aðstaða hans er sú, að hann þarf alltaf að starfa í samræmi við hið skapandi afl í tilverunni, eigi hann að sjá góðan árangur starfa sinna, en geri hann það, þá getur ekki hjá því farið að hann finni hvernig hann með starfi sínu vinnur að því að hjálpa til við framþróunina, og í því er mesta og fullkomnasta gleðin fólgin. Bóndinn hefir allra manna bezt tækifæri til þess að láta þær lífverur sem han' Hefir undir höndum búá við þau skil- yrði að þær njóti sín og geti gert fullt gagn. Hann getur lát- ið tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt, hann getur látið bú- féð hafa þá meðferð, að það sýni hvað í því býr, og hann getur með’ skipulagðrj starf- semi unnið að því að láta fram- tíðar lífverurnar — hvort sem þær eru nú fastbundnar við jörðina, eða geta hreift sig um 'nana — verða eðlisbetri en þær sem hann sjál’fur hefir. Og þetta starf gófgar. Þetta starf gerir bóndann sér þess meðvitandi að hann sé að skapa með guði, sé að vinna að fegrun og fullkomnun til- verunnar, og sú meðvitund veitir varanlega gleði. Ég sendi ykkur bændur um gjörvallt land sumaróskir mín- ar, og þær eru að þið hver og einn megið vinna sem mest að því að skapa og fullkomna í sumar, að þið hvor og einn megið finna hvernig þið á þann liátt eruð samverkamenn fram- þróunarinnar. Að fmna þetta, gefur ykkur gleðilegt, sumar. Síðasta vetrardag. Páll Zóphóníasson,.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.