Tíminn - 28.04.1937, Side 1

Tíminn - 28.04.1937, Side 1
^.fgteifcsla og tnní)cimto ^afnatött. 16 eiml 2353 - Póotb^íf 961 ©jaíbbagi blaCsins cr I fáni Áceangnrimi foatat 7 ft. XXI. ár. Þó að framboðsráðstafanir íhaldsins, sem fyrst var ljóstr- að upp í Nýja dagbl., komi í sjálfu sér fáum á óvart, hafa }:ær þó vakið allmikinn óhug hjá ýmsum Sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Og enn meiri andúð munu þó þessi tíðindi vekja, þegar þau berast út um sveitir landsins. Og það er heldur engin furða, þó að mörgum Sjálf- stæðismanninum þyki liðhlaup- amir dýru verði keyptir. Þor- steinn sýslumaður í Búðardal, cinn reyndasti og forsjálasti þingmaður flokksins, er hrak- íhn úr kjördæmi sínu, sem hann mun hafa talið sér alger- lega öruggt, og honum skipað að bíða ósigur í öðru kjör- dæmi, þar sem hann tæpast getur einu sinni haft von um yppbótarsæti. Og jafnframt liggur það í augum uppi, að baksamningar verða gerðir við .Tón í Stóradal, um það að á- kveðinn hluti Sjálfstæðismanna skuli svíkja Jón á Akri á sama hátt og Bjöm L. Bjömsson var svikinn í Vestur-IIúnavatns- sýslu við síðustu kosningar. Það er von að kjósendum Sjálfstæðisflokksins þyki nóg um slíkar mannfómir. En svo er önnur hlið þessa máls, sú sem að kjósendunum snýr í hinum einstöku kjör- dæmum. Því að hér er verið að semja um afhendingu kjós- enda í stórum stíl. Þetta stór- kostlega mansal fer fram suður í Reykjavík, án þess að kjósendurnir, sem á að af- henda, séu nokkuð um það spurðir. Ólafur Thors semur um það suður í Reykjavík, að afhenda Þorsteini Briem rúmlega hálft fjórða hundrað Dalamanna, sem af eigin ram- leik komu að þingmanni sum- arið 1934. Sömuleiðis semur Ólafur um það, að afhenda lið- lilaupum Jóns í Dal alla kjós- endur Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Húnavatnssýslu, Aust- ur-Skaptafellssýslu og Stranda- sýslu, samtals um 700 manns, eftir því sem reyndist í síðustu kosningum. í þrem tvímenn- iugskjördæmum, N-Múlasýslu, Arnessýslu og Eyjafirði, semja þeir Ólafur og Jón í Dal um það, að kjósendur Sjálfstæðis- og Bændaflokksins skuli ekki nema að hálfu leyti sjálfráðir gerða sinna við kjörborðin. Og svo semja þeir Jón og Þor- steinn um það við Ólaf, að al- staðar annarsstaðar á landinu skuli „Bændaflokksmenn“ af- hendir íhaldinu — þrátt fyrir hið gamla, þjóðkunna vígorð Tryggva Þórhallssonar: „Allt er betra en íhaldið"! Hvort munu bændur úti um byggðir landsins telja sig bundna af slíkum samningum, sem óviðkomandi menn suður í Reykjavík hafa gert fyrir þeirra hönd? Það mun sýna sig við kjör- borðin 20. júní. En eitt er víst: Að bændur munu sjá í þessum mansals- og mannfórnasamn- ingum tvær þýðingarmiklar yfirlýsingar. Annarsvegar yfirlýsingu for- ráðamanna Sjálfstæðisflokks- ins um, að þeir hafi nú að lok- u.m gefið upp alla von um að þeim geti tekizt það í refja- lausri baráttu að ná því at- kvæðamagni meðal þjóðarinn- ar, sem til þess þarf að fá meirahluta á Alþingi. Hinsvegar yfirlýsingu Jóns í Dal og liðhlaupa hans um það, að viðleitni þeirra tíl flokks- myndunar hafi frá upphafi ver- ið fals eitt við bændur, aðeins ,,millispor“ í áttina að því marki, að komast í vfirlýsta þjónustu hins íhaldssama.bæja- valds, sem sveitunum . er fjandsamlegast. Kveldúlfsmenn eru vanir ýmsum tegundum viðskipta- samninga. Þeir hafa nokkra æf- ingu í að semja um hlutabréfa- kaup, saltfisksölu og meiri og minni lán í bönkunum. Þeir geta líka, eins og nú hefir sýnt sig, samið með góðum á- rangri við suma óbreytta liðs- menn sína á Alþingi. Hitt er vafamál, hvort þeim tekst að gera þúsundir manna í sveitum landsins að verzlunarvöru! |Þorsteínn Jónsson| fyrv. bóndi á Bakka í öxnadal andaðist fyrir fáum dögum af afleiðingum inflúenzunnar. Þor- steinn sál. var í mörg ár ráðs- maður hjá Stefáni sál. skóla- meis'tara á Möðruvöllum, en hóf sjálfur búskap þar, eftir að Stefán hætti, flutti síðan að Bakka í öxnadal og bjó þar yfir 20 ár og átti þar heima eftir það, en elz'ti sonur hans hafði tekið við búinu fyrir fá- um árum. Þorsteinn sál. var einn hinn ágætasti drengur, hreinn í skapi, vinfastur og tryggur og jafnan öruggur fylgismaður þeirra mála, sem liann taldi rétt. Hann var kvæntur ólöfu Guðmundsdóttur, liinni ágæt- ustu konu og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 4 syni, sem allir eru uppkomnir og hinir mannvænlegustu menn. Þorsteins sál. mun verða sárt saknað fyrs't og fremst af vandamönnum hans og svo af sveitungum hans og öllum þeim, er nokkur kynni höfðu af lionum. B. S. Reykjavík, 28. apríl 1937. 18> jjiag Gengismálid Ræða Eysteíns Jónssonar ffármálaráðherra, við 1. umræðu á Alþíngí, um frumvarp Hannesar Jóns- sonar um gengisskráningu Þetta frv. má að sjálfsögðu telja fram komið í fi’amhaldi af þeim fullyrðingum Bænda- flokksmanna í blöðum og ann- arsstaðar, að með gengisskrán- ingu krónunnar einni saman sé unnt að sjá hag framleiðend- anna borgið. Það þurfi ekki annað en breyta gengi pening- anna, lækka það, til þess að fyrir öllum þeirra hag verði séð til hlítar. 1 frv. þessu eiga, að dómi Bændaflokksmanna,að fel- ast álcvæði, sem tryggi það, sem á þeirra máli nefnist rétt- lát gengisskráning. Ef dæma á eftir þeim umræðum, sem farið hafa fram hér í þinginu undan- farið, og annai’sstaðar, þá \ írðist gengisskráningin vera það mál, sem Bændafl. telur auðveldast að þyrla upp ryki um og þykist flokiisbrot þetta liafa mikla tröllatrú á lækkun lcrónunnar. Þess vegna hefðu nxenn fulla ástæðu til að ætla, að í meðferð- þessa stórmáls og eina málsins, sem flokkurinn virðist sjá, hefði flokkurinn sýnt einhverja alveg sérstaka röggsemi. Þessu virðist þó ekki vera til að dreifa í meðferð málsins, Frv. þetta kemur fyrst fram á þingi þegar heill mán- uður er liðinn frá þingbyrjun, eða 16. marz. Og þá virðist fim. þó ekki hafa lagt meiri á- lierzlu á framgang málsins, en svo, að 3 dögum síðar, hinn 19. nxai-z, er það tekið út af dag- skrá eftir hans eigin ósk, og fyrst nú, 17. apríl, rúmum 2 mánuðum eftir þingbyrjun, er það til 1. umr. Nú mætti e. t. v. ímynda sér, að hv. flm. hefði sína afsökun í því, að málið \æi'i mjög vandasamt, og að hann hefði því þurft langan tíma til að undirbúa það. En þegar nánar er að gáð, er fr-v. þetta ekkert annað en endur- prentun á frv. um sama efni, sem þessi sami hv. þm. hefir flutt á undanförnum þingum! Þessi málsmeðferð öll af hálfu flm. sýnir raunverulega mæta- vel hvað liggur á balc við allt tal þeirra Bændaflokksmanna um gengislækkun, og um gengislækkun, sem aðalúrræði fyrir bændastéttina. Þeir hafa ekki áhuga fyrir framkvæmd málsins, heldur því, að geta skrafað um það, og kastað fram órökstuddum fullyrðing- um, sem alls ekki eru samboðn- ar jafn vandasömu máli. Hvemig eru þá ákvæði þessa merkilega frv., senx eiga að tryggja hag framleiðendanna og vera þes megnug, að láta framleiðsluna bex*a sig? Ég vil nú fara um þau nokkrum orð- um, og af því að ýms ákvæðin oru nokkuð óljós, óska eftir nánari skýringum frá hv. flm., og vona ég að hann firrtist ekki við. — Samkvæmt 1. gr. frv. á sérstök nefnd að hafa nxeð höndum skx’ásetningu á er- lendum gjaldeyi'i. , Formaður i'efndarinnar á að vera til- nefndur af Landsbanka Islands, en hinir tveir nefndarmenn- irnir af Búnaðarfélagi íslands cg Fiskifélagi Islands, sinn af hvoru félagi. Þessir 3 menn eiga að hafa alræðisvald í þess- um málum. Enginn umboðs- rnaður ríkisvaldsins á að koma þar nærri, og á það sjálfsagt að vera tryggingin fyrir því, að hæfilega sé séð fyrix- kosti framleiðendanna. ,Kem ég nán- ar að því í sambandi við önnur atriði, hvaða trygging muni vera í slíkri tilnefningu fólgin. Aðalatriði frv. verður að telja að sé í 2. gr., þar sem svo er ákveðið, að erlendan gjaldeyri skuli skrá með tilliti til þess, að höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, fái endurgreitt tilkostnaðarverð fyrir útflutn- ingsvörur sínar. Þetta er sá grundvöllur í málinu, sem nefndin með ali’æðisvaldinu á að starfa á. Með þessu ú sýni- lega, að dómi hv. flm. og Bændaflokksins, öllu að vera lcomið í gott horf. En skyldu nú ekki vera ærið mörg atriði, sem ráðstafa þarf, áður en slíkt væri tryggt, þrátt fyrir þessi ákvæði. — Það er þá fyrst, að ef gengið á að vera miðað við það, að framleiðend- ur fái endurgreitt tilkostnaðar- verð, þá þarf að ákveða, og það á þessi nefnd sennilega að gera, hvert sé tilkostnaðarverð- ið, eða m. ö. o. hvert sé fram- leiðsluverð útflutningsvaranna. Skyldi þetta nú ekki geta orðið ærið erfitt hlutverk? Til þess að hægt sé að ákveða þetta, þurfa ekki einungis að liggja fj’-rir greinilegar skýrslur um allan beinan kostnað við fram- leiðsluna, kaupgjald og annað þess háttar, sem gera verður ráð fyrir að unnt sé að afla skýrsna um, heldur einnig' hvað framleiðandinn sjálfur á að bera úr býtum fyrir sína fyrirhöfn, sína vinnu við framleiðsluna, m. ö. o., áður en framleiðslukostnaðurinn verður ákveðinn, þarf nefndin að á- kveða hverjar séu eðlilegar þarfir framleiðendanna. Skyldi nú ekki geta orðið ágreiningur um þetta atriði? Ætli það sé nú alveg víst, að með þessari 2. gr. laganna yrði tryggt, að hlutur framleiðendanna verði ekki fyrir borð borinn? Ég þykist vita, að tryggingin eigi að liggja í því, að meirahluta vald nefndarinnar á að vera hjá framleiðendunum, í gegnum fulltrúa frá Fiskifélagi Is- lands og Búnaðarfélagi íslands. En það er ekki úr vegi að minnast á það hér, að menn hafa séð koma fram mismun- andi skoðanir á því, hverjar væru verðlagsþarfir framleið- endanna, og það frá þeim mönnum, sem a. m. k. þykjast vera fulltrúar framleiðenda á Alþingi og annarsstaðar, og telja sig bera hag þeirra mjög fyrir brjósti. Það þarf ekki lengra að leita þessu til sönn- unar en í hin alkunnu dæmi um álit þeirra Jóns Sigurðssonar á Reynistað og Þorsteins Briem, áður en þeir komust í stjórnarandstöðu, um það, hvað bændur þyrftu að fá fyr- ir kjötið, til þess að búrekstur- inn bæri sig. Annar áleit að þeir þyrftu að fá 40 aura fyrir kg., en hinn áleit engrar verð- uppbótar þörf, ef þeir fengju 70 aura fyrir kg. Þessar voru nú kröfurnar fyrir hönd bænda- stéttarinnar þá, þótt nokkuð eðruvísi kveði við nú, af því að þeir eru í mínnahlutaað- stöðu og bera ekki ábyrgð á úrlausn málanna. En nú vil ég spyrja um eitt. Hver getur tryggt það, að ekki komizt í þessa nefnd menn, sem líta svipað á þarfir framleiðenda og Jón Sigurðsson á Reynistað og Þorsteinn Briem, kosnir annaðhvort af Fiskifélagi eða Búnaðarfélagi ? 1 ákv. 2. gr. frv. felast því alls engan trygg- ingar fyrir framleiðendur. Auk þess er ákv. þessarar gr., að miða við tilkostnaðarverð, ákaf- lega erfitt í framkvæmd, því að tilkostnaðarverðið er afar mísmunandi eftir því hvernig á stendur á hverjum stað. En setjum svo, að það væri framkvæmanlegt að finna til- kostnaðarverðið, og að í þessa nefnd veldust menn, sem hefðu einhverja. aðra hugmynd um þessa hluti, en þeir Jón Sig- urðsson og Þorsteinn Briem, þá er samt ekki allt fengið með því. Því miður er málið ekki svo auðvelt. Við skulum hugsa c-kkur, að nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu, að útflutn- mgsverðið væri of lágt, að það væri allt of lágt. Myndi hún þá undir öllum kringumstæðum geta rétt • hlut framleiðend- anna, aðeins með gengisbreyt- ingu? Nei, vitanlega alls ekki. Það er mjög miklum takmörk- unum bundið, hvað hægt væri að hafa áhrif á slíkt með gengisbreytingum. Gengis- breyting þýðir sama sem breyting á hlutfallinu milli peningagreiðslna og vöruverðs. Þessu hlutfalli er vitanlega alls ekki hægt að breyta ótakmark- að. Það er auðvitað miklum takmörkunum bundið t. d. hvað hægt er að lækka laun. Það verður að fara eftir kostnaðin- um við að lifa. Það er vitanlega lieldur engin trygging til fram- búðar fyrir því, þótt, nefndin, sem hér er gert ráð fyrir, ætl- aði að rétta hlut framleiðend- anna með því að hækka út- flutningsverð með gengisbreyt- ingu, að kaupgjald og aðrar peningagreiðslur ekki hækki nokkumveginn jafnóðum, eða hér um bil a. m. k. á við það sem vöruverðið hækkar. Þótt það sé látið í veðri vaka af Bændaflokksmönnum, að ekki þurfi að taka tillit til neins annars en framleiðslukostnað- ai við gengisskráningu, þá er það auðvitað blekking, það \ærður líka að taka tillit til framfærslukostnaðar. Það er því mjög fjarri lagi, að með gengisskráningu sé hægt að lækna öll mein og alla erfið- leika fyrir framleiðendur á hverjum tíma. Hitt er annað mál, að það er undir vissum kringumstæðum hægt að bæta liag framleiðendanna um tíma- bil, og e. t. v. til frambúðar, einkum ef unnt er að ná samningum um það, að laun liækki ekki, þrátt fyrir gengis- breytingar til lækkunar. Þá vil ég benda á enn eitt dæmi sem sýnir ákaflega vel hvaða erfiðleikar væru óyfir- unnir í sambandi við mat á framleiðslukostnaðinum, þótt íarið væri að samþykkja ein- hver ákvæði, sem liktust því, sem er í 2. gr. frv. þessa. Ár- ið 1934 var mikil hreyfing uppi um það, að komast að því, hvert væri framleiðsluverð á kjöti, og það var ekki sízt alið á þessu af stjómarandstæðing- um. Vitanlega var það vegna þess, að stjórnarandstæðingar gerðu ráð fyrir, að verðlagið væri ekki þá eins hátt eins og þyrfti að vera, til þess að rekstur búanna svaraði kostn- aði, og ætluðu þeir því, með útreikningi framleiðsluverðsins að fá grundvöll undir árásir á þingmeirahlutann og ríkis- stjórn. Nefnd, sem skipuð var af Búnaðarfélagi íslands sett- ist að þessu verki. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að kjötverðið þyrfti að vera, mið- að við þáverandi varðlag á ull og gærum, kr. 1,27 pr. lcg. Þessari niðurstöðu var tekið með mikilli gleði í herbúðum Bændaflokksmanna og óspart bent á aðgerðir ríkisstjórnar- innar og sagt: Þarna sjáið þið, það vantar enn á 8. millj. lcr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.