Tíminn - 28.04.1937, Qupperneq 3

Tíminn - 28.04.1937, Qupperneq 3
T I M I N N 71 Síðustu fjðrbrot íhaldsins »Bændailokkurínn« er komínn yfír »míllisporíð« og gengínn ínn í S|álístæðísílokkínn rneð fullkominni sameiníngu »í anda sannleika og sfarfi« Rétt eftir að klofningsmennirnir úr Framsóknarflokknum mynduðu hinn svokallaða Bændaflokk til að reka erindi íhaldsins ! í sveitum landsins ritaði aldraður og þekktur Sjálfslæðismaður, j Sveinn Guðmundsson hreppstjóri á Akranesi, grein í citt af aðal- blöðum flokks síns, þar sem hann skýrði íesendum þess blaðs (sem svo að segja eingöngu voru íhaldsmenn í Reykjavik) frá því, aS flokksmyndun þessi væri aðeins „millispor“, sem stofnendur hins nýja flokks hefðu talið hyggilegt að stíga áður en þeir gengju formlega inn í Sjálfstæðisflokkinn. En eftir nokkur ár myndu þeir — sagði hann — sameinast Sjálfstæðisflokknum að íullu „í anda, sannleika og starfi“. verið stefnumál nokkurs flokks eða manns, af þeirri emföldu ástæðu, að gengis- lækkun getur aldrei orðið neitt frambúðarúrræði. Hitt er ann- að mál, að gengislækkun getur verið, undir vissum kringum- stæðum, úrræði, sem grípa þarf til og þá fyrst og fremst ef framleiðslukostnaðurinn í þeim atvinnugreinum, sem nær eingöngu selja á erlendan markað, er orðinn mjög hár í hlutfalli við afurðaverðið, og stórfelld rekstrartöp eiga sér stað, en leiðrétting á kostnað- inum í áttina til þess, sem framleiðslan getur borið, ekki fæst með öðru móti. En það er vitanlegt, að gengislækkun er ekki eina leiðin, sem undir slík- um krngumstæðum kemur til mála. Ef rekstrartöp framleið- endanna við sjóinn eru farin að valda samdrætti í framleiðsl- unni og þar af leiðandi minnk- aði kaupgetu á mörkuðum bændanna innanlands, þrátt fyrir óbreytt kaupgjald, þá getur gengislækkunin eða aðrar svipaðar ráðstafanir til að bæta rekstrarafkomuna við sjávarsíðuna, verið sameigin- legt hagsmunamál allra lands- manna. En menn verða að gera sér glögga grein fyrir því, að engin trygging er fyidr því, að gagnið af slíkuni' ráðstöfun- um verði til frtambúðar fyrir framleiðsluna, vegna þess að kaupgjaldshækkanir og aðrar hækkanir geta étið upp hagn- aðinn á stuttum tíma. Örugg- asta ráðið til þess að fá sam- ræmi milli tilkostnaðarverðs og afurðaverðs, er vafalaust hlutaskipti og aukin samvinna um alla framleiðslu frá því sem verið hefir. Ef leita á verulegs stuðnings í gengis- skráningu fyrir framleiðend- urna, verður að athuga ræki- lega þá leið, sem opinberlega hefir verið bent á, og flokks- þing Framsöknarmanna hefir óskað rannsóknar á, að skapa aukið samræmi milli vöruverðs og peningagreiðslna með því að miða gengi peninganna að ein- hverju verulegu leyti við verðlag á framleiðsluvörum landsmanna. Það hefir ekki enn verið athugað hvort sú leið er I kosningunum 1934 nutu sprengi- írambjóðendur „bœnda“-flokks- ins, þá þegar fullrar samúðar og stuðnings lijá ráðandi mönnum í ttjórn Sjálfstæðisflokksins. Fyrir þann stuðning og með atkvæðum Sjálfstæðismanna var Hannes Jóns- son kosinn á þing í Vestur-Húna- vatnssýslu, og flokksbroti liðhlaup- anna þar með tryggð sæti á Al- þingi. Um þetta hefir formaöur Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, (að vísu í augnabliks geðshræringu) gefið svofellda yfirlýsingu í ræðu á Alþingi 24.. marz 1936: fær af fjármálalegum ástæð- um, en slík athugun þarf að fara fram. Ég tel mig nú hafa á þessum mínútum sýnt fram á það, að frumvarp þetta er kák eitt, að Bændaflokksmenn hafa verið og eru manna óheilastir í gengismálinu, að það eru innantóm orð, að með einní saman lækkun krón- unnar, sé hæ^t að tryggja til frambúðar afkomu framleið- endanna. Ennfremur, að með þeim ráðstö’funum, sem Fran ísóknarflokkurinn hef- ir fengið framgengt til hækk- unar verðlags á landbúnaðar- afurðum innanlands, hefir á- unnizt meira fyrir bændur en fengizt hefði með gengis- lækkun, eins og á hefir staðið undanfarin tvö ár. i,----pað er satt, ég hefi í því engu að leyna, að rneðan stóð á undirbúningi íyrir siðustu kosning ar, var ég því heldur iylgjandi, að þessi háttvirti þingmaður (Hannes Jónsson) kæmist á þing. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fram- bjóðanda í þessu kjördæmi, þá var hvorki af mér né sumum öðrum flokksmönnum, gert það, sem hægt var til stuðnings kosningu hans, og sagði ég honum frá því.-------- — — Ég leyni því ekki, að ég kygg, að mín aðstaða og sumra annara Sjálfstæðismanna hafi ráð- ið miklu um það, að þessi hátt- virti þingmaður (Hannes Jónsson) komst að, og ég harma það ekki, að svo fór“. Alveg samskonar yíirlýsingu endurtók Ólafur Thors á Alþingi nú í v.etur. Og nú í vetur hefir það komizt upp, sem marga grunaði, oð ýmsir helztu kaupmenn Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík hafa slyrkt blað „Bændaflokksins“ með mánaðarlegum fjárframlögum. Samt sem áður hafa Jón í Dal og legátar hans stöðuglega þrætt fyrir allt samband við Sjálfstæðis- flokkinn og þar með tekizt að blekkja ýmsa menn í sveitum landsins, sem ekki hafa viljað trúa því að liðhlauparnir væru auðmjúkir og undirgefnir þjónar heildsala- og nazistaklíkunnar í Reykjavík. Jafnvel eftir að þeir flærndu Magnús Torfason úr fiokknum, af því að hann vildi ekki fylgja Korpúlfsstaðomönnum í mjólkurmálinu, og hótuðu að svifta Tryggva pórhallsson flokks- íormennskunni, hafa þeir þó talið rúölcgt að halda sig á „millispor- inu" — pangnð til nú að nýjar kosn- ingar standa fyrir dyrum. Siðustu vikur þingsins og þang- að til á sunnudaginn var hafa etaðið vfir miklar ráðagcrðir um raunverulega opinbera innlimun íiðhlaupanna í Sjálfstæðisflokkinn. Fn aðalerfiðleikamir í þeim ráða- gerðum voru i því fólgnir, að sum- ir einstakir frambjóðendur og þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru tregir til að standa upp fyrir lið- ldaupunum í þeim kjördæmum, þar sem yfirstjórn Sjálfstæðis- flokksins taldi það æskilegt. En síðastliðinn sunnudag voru þó þessar ráðagerðir komnar svo iangt, að heppileg niðurstaða þótti fengin. Og ákvörðun um sameiginleg iramboð ' Sjálfstæðisflokksins og iiðhlaupanna var tekin á flokks- fundi Sjálfstæðisflokksins þann dag. Eftir því sem nokkrir „óánægð- ir“ Sjálfstæðismenn hafa tjáð Tím- anum og nú hefir verið viður- kennt í Mbl. að nokkru leyti, er niðurstaðan í aðalatriðum á þessa leið: porsteinn Briem verður einn í kjöri af háifu íhaldsins og vara- liðsins í Dalasýslu. par með á að tryggja „Bændaflokknum“ nýtt ,móðurskip“, með því aðtekki þyk- ii öruggt, að Hannes Jónsson kom- ist að í Vestur-Húnavatnssýslu, þó að atkvæðin verði þar sameinuð. — porsteinn porsteinsson sýslu- maður verður boðinn fram f Mýra- sýslu, og honum lofað uppbótnr sæli fyrir hreppafiutninginn — Gunnar Thoroddsen verður boðinu fram i Vestur-ísafJarðarsýslu. í Vestur-Húnavatnssýslu, Stranda- sýslu og Austur-Skaptafellssýslu verður einnig sameiginlegt fram- boð og „Bændaflokksmenn“ einir i kjöri af hálfu ihaldslns. 1 Árnessýslu, Eyjafjarðarsýslu og Norður-Múiasýslu, sem allar eru tvimenningskjördæmi, verður sameiginlegt framboð, þannig, að i hverju þessu kjördæmi verður boðinn fram einn SJálfstæðismaður og einn ,.Bændaílokks“-maður. í Austur-Húnavatnssýslu og Vestur-Skaftafelissýslu verður ekki sameiginlegt framboð, því að Jón Pálmason hefir neitað að standa upp fyrir Jóni í Stóradai og naz- istadeild Sjálfstæðisflokksins hefir sctt sig á móti því, að Gísla Sveinssyni yrði fómað fyrir Lárus i Klaustri. í öðrum kjördæmum býður Bændaflokkurinn ekki fram en befir fengið fyrirmæli um að yfir- færa atkvæði sin yfir á Sjálfstæð- isflokkinn til þess að auka mögu- Icika hans til uppbótazsæta. Ef þessi svikamylla, sem raun- \ crulega er brot a stjórnarskránni, bæri tilætlaðan árangur, ætti Bændaflokksdeildin að koma sjö mönnum inn í þingið á miklu minna en meðal atkvæðamagni, en Sjálfstæðisflokkurinn ælti eigi að ríður að njóta sem svarar fullu at- kvæðamagni sínu til uppbótar- Fícta. En þetta herbragð íhaldsins mun áreiðanlega mistakast eins og öll herbrögð þess hafa áðar mistekizt við undanfarnar kosningar. Al- menningur í sveitum landsins mun sjá í gegnum þann blekkingavef svika og undirferlis, sem hér er á fcrðum. Atkvæðamagn Jóns í Dal og liðhlaupa lians hefir stórlega þorrið síðan 1934, og það mun þvcrra enn mcir, þegar þessi sein- ustu tíðindi um afhjúpun l.iðhlaup- anna berast út um landið. Og svo mikið á Sjálfstæðisflokkurinn af lieiðarlegum kjósendum i hlutað- eigandi kjördæmum, að ekki munu þeir allir láta heildsala- og nazistaklíkuna hér i Reykjavík, skipa sér að greiða atkvæði þeim mönnum, scm nú eru lítils virtir af þorra þjóðarinnar fyrir auð- v irðiiega framkomu. En eitt sýna jæssi tíðindi greini- lega: að íhaldið er alvarlega hrætt víð kosningamar. pað er nú í síð- ustu fjörbrotunum og á sér ekki íramar viðreisnarvon. Ágæt herbergí til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 2454. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: Kol. Reykjavík. Símil933. Alvaran í Alþýðuilokknmn Nokkrar undanfarnar vikur liefir blað Alþýðuflokksins og forvígismenn hans á þingi tæp- lega þózt finna í íslenzku máli nægilega sterk orð til að lýsa sinnuleysi og spillingu Fram- sóknarflokksins í bankamálum, og þá jafnframt sinni eigin löngun til að ráða bót á því, sern þar fer aflaga og taka eft- irminnilega í taumana. Tíminn hefir frá upp- hafi haldið því fram, að þessi vandlæting Alþýðuflokks- leiðtoganna væri mest í munn- inum — kosningabombur og ekkert annað. Og svo vill nú vel til, að Al- þýðuflokkurinn hefir sjálfur nú i þinglokin lagt fram nokkuð ctvíræða sönnun fyrir þessum leikaraskap sínum. Síðasta daginn, sem Alþingi sat, var í sameinuðu þingi kos- in milliþinganefnd til að rann- saka starfsemi bankanna, end- urskoða banlcalöggjöfina og gera tillögur um fyrirkomulag bankastarfseminnar í framtíð- inni. Alþýðuflokkurinn hafði at- kvæðamagn til að kjósa einn fulltrúa í þessa milliþinga- nefnd. Og þá skyldu menn halda, að ekki hefði verið valið af verri endanum. Menn skyldu ætla, að Alþýðuflokkurinn hefði valið mann, sern enginn gat efazt um að væri skelegg- ur og harðsnúinn í þessum mál- um, mann, sem fyllilega mætti treysta til að róta upp í „svína- ríinu“ — og að minnsta kosti mann, sem ekki hefði samúð ineð áframhaldandi starfrækslu Kveldúlfs með veltufé frá bönkunum. Og hvernig valdi svo Al- þýðuflokkurinn ? Alþýðuflokkurinn kaus Ás- geir Ásgeirsson sem fulltrúa sinn í hina þýðingarmiklu milliþinganefnd í bankamálum. Ásgeir Ásgeirsson á nú í um- boði Alþýðuflokksins, að leggja línurnar, sem bankarekstur Is- ltndinga á að fara eftir í ná- inni framtíð. Þetta á Ásgeir Framh. á 4. síðu. hagsmunir bændanna hafi gleymst í undirdjúpum ótút- legrar samvizku, meðan um þá var barizt, þá urðu þeir allt í einu glaðvakandi, þegar hags- munir þeirra eigin þingsetu voru annarsvegar. Nú voru þv í góð ráð dýr. Þeir voru orðnir berii' að hinni mestu sviksemi og andófi gegn ráðstöfunum, sem voru búnar að skila hverjum bónda, sem mjólk selur á Suðurlandi og í Borgarf., mörgum hundruðum króna í tekjur 2 undanfarin ár. Þrátt fyrir sviksemi og harð- vítuga mótstöðu þeirra og annarra, hafði slíkt tekizt, og liefði þó vitanlega tekizt enn betur og farsællegar, ef þeir hefðu þar gert einfalda skyldu sína. Þeir fundu andúð bænd- anna og fyrirlitningu á þessari framkomu þeirra, — og voru enda látnir vita, að það væri alveg gagnslaust. að koma til bændanna aftur og biðja um fylgi þeirra, ef ekki kæmi ber- leg iðran og yfirbó’c fyrir allt þetta framferði. Ekki stóð á viljanum til að sýnast í þeim efnum, þegar óttinn við að missa þingsæt- ið var annarsvegar. Bera þeir félagar þessa opinberu iðran sína og loforð um afturhvarf tii betri vegar fram í frum- varpsformi, sem á að vera endurbót á gildandi mjólkurlög- um. Hræðist Þorsteinn Briem nú hvergi kaupmannastéttina og braskara bæjarins, þegar hann snýr að þeim bakinu og leggur leið sína til bændanna vestur í Dölum. Er hann nú hinn hermannlegasti og telur sig hvergi smeykan hvað sem slíkur lýður segi eða vilji, þeg- ar hagur blessaðra bændanna sé annarsvegar. Og Pétur Magnússon segist nú skuli bæta fyrir þátttökuna í mjólkur- verkföllunum, ekki aðeins með því að þamba meiri mjólk og fá aðra til að gera það, heldur skuli hann líka þvinga hvern sem vera skal til að éta mjólk í fastri fæðu, ef hún vill ekki íljótandi ofan í þá, — og jafn- vel hver mysudropi skuli ofan í þá, — og það fyrir það verð, sem bændur bara biðja um. Hvaða kjósandi getur efazt um að hér séu „frelsaðir“ menn á ferðinni, sem koma neðan úr neðsta dýki spillingarinnar og kunna sér engin læti í að vitna og fullvissa um „frelsun“ sína? Fyrsta grein frumvarps þessara „frelsuðu“ manna, er ,.sama verð til allra mjólkur- búa“. Og er þar verið að reyna að komast í spor landbúnaðar- ráðherra Hermanns Jónassonar, sem þeir finna að er á vitund allra bænda, að hafi tekið hina réttu leið og forystu í þessum málum þeirra. — En hann hefir borið slíkt frumvarp fram á þinginu áður, sem þessir þing- menn höfðu, áður en þeir vissu um kosningar, fordæmt með öllu. Þetta finna þeir félagar, þegar kosningar eni komnar yfir þá, að er sú eina leið, sem hægt er að verja fyrir hverj- um sem er, og hvar sem er. — En svo nær vitið ekki lengra, cg úlfshárin gægjast undan sauðargærunni, þegai’ benda á á leiðina til að framkvæma þetta. Hermann Jónasson ráð- herra hefir þar verið sjálfum sér samkværnur og bent á þá einu leið í frumvarpi sínu, sem fær er til að ná þessu. Sú leið er að láta jafna milli bænda verði, sem fæst fyrir mjólkina og mjólkurafurðirnar á hverj- um tíma og styrkja það með öðrum tekjustofnum, eftir því sem fært þykir og ábatavæn- legt. Knýta þannig hugsmunf allra mjólkurframleiðenda á verð j öf nunar svæðin’i saman, með sömu réttindum og sömu skyldum, — sömu áhættu og sömu ágóðavon. Svo langt þora hinir „ný- írelsuðu“ ekki að stíga. Þeir eru heittrúar- og rétttrúnaðar- menn, sem ekki þora að sleppa bókstafnum og erfða- kenningunni að svo komnu. Og í þeirra hópi er það eitt talinn rétttrúnaður, sem „Kolbeinn í Ivollafirði og vinir hans“ segja og hafa sagt. Framleiðendur yestan heiðar eigi að eiga mjólkurmarkaðinn í Reykjavík og ráða yfir honum og hirði það verð, sem hann gefur. Allt annað er villutrú talin í þeim herbúðum, — og hefir það villt hinum frelsuðu sýn. Þeir halda að í kosningum sé það nóg, að segja við bændurna á Suður- láglendinu og í Borgarfirði: „Þið eigið að fá sama verð og bændur í Reykjavík og grend“. En þá varði ekkert um hvort slíkt sé framkvæmanlegt eða ekki. Þetta á hjá þeim hvort sem er aldrei að framkvæmast. í frumvarpinu segja þeir, að þegar þeir hafi afhent mjólkur- markaðinn til eignar og um- ráða bændum vestan heiðar, cigi hinir bændurnir í Borgar- firði og Suðurlandsundirlend- inu að mynda sév verðjöfn- unarsjóð sjálfir með gjaldi af í'oðurbæti, sem þeir nota, og með því að selja dýrt mysu og undanrennu, frá mjólkurbúum sínum. Ekkert er um það getið hvernig þeir eigi að öðru leyti að koma afurðum sínum í verð, né heldur hvernig þeir eigi að standast mánaðarlegar útborg- anir, enda eru báðir þessir „nýfrelsuðu“ flytjendur frum- varpsins víst harla ókunnugir um allt slíkt fyrirkomulag og þarfir mjólkurbúanna. Einhvemveginn eru þeir fé- lagar samt vantrúaðir á, að bændurnir sem þeir ætla að biðla til um atkvæði þeirra, geri sig ánægða með loforð um gott verð á mysu og gjald af íóðurbæti sínum fyrir markað- i:m, sem þeir hafa nú, og því bæta þeir við, að það sem á vanti til að þeir fái jafnt verð, skuli greitt úr ríkissjóði. Með öðrum orðum á að stefna að því, að öll verðuppbót og meg- inverð mjólkur, bænda á Suð- urlandsundirlendinu og í Borg- arfirði skuli greitt úr rikis- sjóði. Fóðurbætirinn, sem flutt- ur er inn í landið, fer hrað- minnkandi ár frá ári,og hverfur sjálfsagt því sem næst alveg á næstunni, því að notkun inn- lends fóðurbætis fer stöðugt í vöxt, og hann jafnvel talinn beti'i hinum erlenda, og telja má gott, ef þurrmj ólkurvinnsla | og blöndun mjólkurefna í brauð getur tekið við mjólkur- aukningunni á næstu árum og skilað fyrir hana sama verði og nú er á öðrum unnum vörum mjólkurbúanna. Mun vart nokkurn dreyma um betri á- rangur þeirra tilrauna, sem enn eru að öllu í óvissu. Er „óæðri“ bændunum hjá Pétri og Þorsteini því bent á þjóðnýtinguna, sem framtíðar draumsýn þeirra um mjólkur- framleiðslu hjá þeim. Og er ! hætt við, að einhverntíma vant- | aði í þennan „tóma sjóð“ rík- issjóðsins, sem þeir telja að hann sé alltaf, ef fara ætti að greiða verðuppbætur svo millj- cnum skifti á alla þá fram- leiðslu landsmanna, sem talið væri að þyrfti við. Því að svo rangsýnir eru ís- lenzkir bændur ekki, að þeir telji sig eina eiga rétt til slíkra hlunninda hjá þjóðfélaginu. Ef fiskveiðarnar bera sig ekki, ef síidveiðamar bregðast, ef verkamaðurinn telur sig fá of lítið til að lifa á, þá á að fara í ríkissjóðinn og bæta upp, en enga skatta má í hann taka samkvæmt kenningu þessara manna. Bændur vestan heiðar eiga einir að eiga Reykjavíkurmarkaðinn, bezta r.iarkaðinn í landinu, og fara með hann eftir vild sinni, hvað sem unr aðra verður. Þannig er iðrunarkvein Péturs og aftur- hvarf Akranessprestsins af villigötum þeirra í mjólkursölu- málum bændanna. Nú er bændanna, sem þeir koma til að biðja um atkvæði sín, að dæma um, livort þeir telji þetta fullnægjandi iðran cg yfirbót. Ætli þeim finnist ekki skynsamlegra, að láta Akranessprestinn feta lengra á leiðum afturhvarfsins? Og ætli iðran Péturs verði full- l’.omin fyr en hann gengur út frá „búðum“ bændanna, þá er hann kemur í liðsbón, og „grætur beizklega“. Þessum spurningum eiga bændurnir að velta fyrir sér næstu vikur. Sunnlendingur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.