Tíminn - 05.05.1937, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1937, Blaðsíða 1
^fgteibsla 09 tnníjeimta ^afnatött. 1Ö eimi 2353 - Póötbólf 9Ö1 ©jaíbbagi b I a 6 0 t n » c r ) j 6 n i &cg<ra0atinti foatar 7 fr. XXI. ár. Reykjavík 5. maí 1937. 19. blað. „Um Sjálfstæðisflokkinn er vitanlegt, að þar ræður auðug heildsalaklíka í Reykjavik mestu, — að hún ákveður stefnu flokksins". (Blað „Bændaflokksins" á Akureyri miðv.d. 28 apr.). Þannig skrifaði einn af að- aimönnum Bændaflokksins í Eyjafirði, Eiður Guðmundsson bóndi á Þúfnavöllum, þrem dögum eftir að ákveðið hafði verið með verzlunarsamningi suður í Reykjavík, að bæði hánn og aðrir Bændaflokks- menn í Eyjafirði skyldu greiða Garðari Þorsteinssyni atkvæði í kosningunum, sem í hönd fara. Svo algerlega var gengið fram hjá málsmetandi mönn- um Bændaflokksins í þessu tiéraði, að þeir eru 1—2 dögum éftir að innlimun Bændaflokks- íns er að fullu ákveðin syðra, látnir mótmæla því opin- berlega, að hún hafi átt sér stað eða geti komið til mála. Þeir eru látnir þrauka við það í góðri trú að láta fram fara prófkosningu tveggja fram- bjóðenda fyrir Bændaflokkinn í Eyjafirði! Og á sama tíma vinnur maður í útgáfustjórn flokksblaðsins að því, sömu- leiðis í góðri trú, að setja sam- an hina sönnu og gagnorðu lýs- higu á yfirráðunum í Sjálf- stæðisflokknum. Og nú kemur hún eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir Bændaflokksmennina í Eyja- firði, fregnin um það, að búið se að semja um að afhenda þá eins og sigraðan her við upp- gjöf, afhenda þá Sjálfstæðis- flokknum og þar mað hjnni „auðugu heildsalaklíku í Reykjavík", sem „ákveður stefnu flokksins". Þetta hafa þeir gert Jón í Dal og Þorsteinn Briem, menn- irnir, sem fyrir 3—4 árum þótt- ust ætla að vernda „sannfær- íngarfrelsið“ og tryggja kjós- endurna í hinum dreifðu byggð- um gegn gerræðisfullum á- kvörðunum flokksstjórna suð- ur í Reykjavík! Ef til vill skilja þeir það nú, fyrverandi kjósendur Bænda- flokksins, víðsvegar um landið, hyersvegna Magnús Torfason var flæmdur úr flokknum, þeg- ar hann vildi ekki fylgja Korp- úlfsstaðamönnum í mjólkurmál ínu, og hversvegna haft var í hótunum við Tr. Þórh. um að svifta hann formennsku flokks- ins. Það var hin „auðuga heildsalaklíka í Reykjavík", sem þarna sagði fyrir verkum, alveg eins og nú. Og þessi sama „heildsala- klíka“ hefir jafnvel vegið 1 hóp sinna allra nánustu. Það er hún sem lagt hefir Þorstein sýslumann í Búðardal á blót- stallinn, og samið um sölu og afhendmg rúml. 350 Dala- | anna, sem komu sýslumanni | sínum á þing við síðustu kosn- ingar. Það er hún, sem nú situr á svikráðum við Jón Pálmason bónda á Akri, af því að hann hefir kyppt í flokksböndin og þráazt við að þoka sæti fyrir gömlum ofsóknarmanni sínum. Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins er það hinsvegar hið mesta happ fyrir þjóðina að hinn pólitíski verzlunarsamn- ingur hefir verið gerður opin- ber, einmitt nú nærri tveim mánuðum fyrir lcosningar. Á engan annan hátt hefði verið hægt að opna betur augu al- menníngs fyrir því, sem nú er að gerast bak við tjöldin og skýra hinar pólitísku línur. Nú standa forystumenn Bændaflokksins loks fyllilega afhjúpaðir sem auðmjúkir og auðsveipir þjónar kaupmanna- og braskaravaldsins í Sjálf- stæðisflokknum. Aldrei framar þýðir þeim að þræta fyrir það, að liðhlaup þeirra úr Fram- sóknarflokknum hafí verið til þess gert að skapa sundrung í sveitunum, í þjónustu þessa valds. Enginn bónd: á íslandi getur framar trúað þeim til að vinna á móti íhaldinu. Nú er yfir því lýst frammi fyrir alþjóð manna, að Sjálf- stæðisflokkurinn er vonlaus um, að honum takist í refja- lausri baráttu að vinna meira- hluta í landinu. En fregnirnar úr Eyjafirði og úr mörgum öðrum héröð- um benda ótvírætt á það, að verzlunarsamningurinn um at- kvæði sveitafólksins muni hafa algerlega öfug áhrif við það, sem til var ætlazt. Hann mun alveg vafalaust, dvaga til mikilla muna úr fylgi heggja þeirra aðila, sem að honum standa, ■ Sjálfstæðis- flokksins og liðhlaupa Jóns í Dal, í mjög mörgum, ef ekki öllum, sveitakjördæmum lands- ins. Og alveg sérstaklega mun hann draga úr fylgi þessara samningsaðila í þeim kjördæm- um, þar sem sammngnum v»r ætlað að hafa áhrif „heildsala- klíkunni“ til framdráttar. Það er jafnvel fullyrt, að svo miklum ótta hafi slegið að ,.heildsalaklíkunni“ nú við þær raddir, sem borizt hafa utan af landinu, að til mála hafi komið í fullri alvöru, að ónýta samn- inginn og gefa upp alla verzl- unarmöguleika — og láta Bændaflokkínn enn sem fyr halda sig eingöngu við hlut- verk Þorbjarnar Rindils að Öx- ará, sem þar var látinn skjóta lckum frá hurðum og hleypa fjandmannaliði í bæinn, En héðan af mun ekki verða aftur snúið. Ihaldið verður að taka af- leðingunum af þessu síðasta hnefahöggi sínu í andlit sveita- fólksins. Og þær koma í Ijós við kjörborðin 20. júní. A víðavangi Varnir gegn borgfirzku f járpestinni. Eitt af síðustu verkum Al- þingis áður en það var rofið, var að afgreiða lög um varnir gegn borgfirzku fjárpestinni. Voru þessi lög undirbúin af refnd, sem landbúnaðarráð- herra skipaði í vetur til að leggja á ráð um ráðstafanir gegn pestinni. I nefndinni áttu sæti fimm bændur — úr Ár- nessýslu, Borgarfirði, Stranda- sýslu, Húnavatnssýslu og Skaga firði — og auk þeirra þeir Páll Zophoniasson ráðunautur og Hilmar Stefánsson bankastjóri. Lögin gera ráð fyrir, bæði varð- mönnum og girðingum til vörzl- unnar, og auk þess að komið verði upp einangrunargirðing- um fyrir veikt og grunað fé í hinum sýktu héröðum. Há- koni Bjarnasyni skógræktar- stjóra hefir verið falin for- staða varnanna og þeirra •framkvæmda, sem gerðar verða en kostnaður við aðal varn- irnar verður greiddur að ‘V5 hiutum úr ríkissjóði, en að 2/5 hlutum af einstökum béröðum, — Um árangur varn- anna skal hér engu spáð, en ekki er annað verjandi en að gera allt, sem hægt er og árang m gæti borið til að stemma stigu fyrir þeim voða, sem vof- ir yfir öllum sveitum þessa lands af vpldum veikinnar, j arðræktarstyrkurinn. Stjórnarandstæðingar héldu því fram í fyrra, að með nýju ] arðræktarlögunum hefði styrk ur til bænda verið stórlækkað- ur frá því, sem áður var. Fram- sóknarmenn mótmæltu þessu þá, en ráðlögðu bændum að bíða átekta og láta reynsluna skera úr. Nú liggur fyrsta nið- urstaðan fyrir í Búnaðarfélagi íslands, Styrkurinn fyrir fram- kvæmdir mældar sumarið 1935 hefir verið reiknaður út, bæði eftir gömlu og nýju jarðrækt- arlögunum. Er jarðabótastyrk- urinn samtals á öllu landinu kr. 547.386,39 samkvæmt nýju lög- unum, en hefði orðið fyrir sömu framkvæmdir kr. 527.- 849,04 eftir gömlu lögunum. Þannig græðir bændastéttin um 20 þús. kr. vegna nýju jarð- ræktarlaganna á fyrsta ári. Hér vantar þó 20% uppbótina til allra þeirra býla, sem fengið hafa minna en 1000 kr. styrk samtals, en sú uppbót gengur i gildi við útborgun jarðarækt- arstyrks 1938. — En vel er að reynslan hefir afhjúpað Þor- stein Briem og hans nóta í þessu sem öðru, áður en bænd- ur ganga að kjörborðinu. Jón I Dal reynir af veikum mætti í blaði sinu s, 1. laugardag að afsaka verzlunarsamning þann um at- kvæði sveitafólksins, sem hann og hans nótar hafa gert við Ivveldúlf og heildsalaklíkuna í Reykjavík. Segist Jón þarna hafa farið að dæmi bænda- flokka annarsstaðar á Norður- Framh. á 4. síðu. Afstaða Framsóknarflokks- íns tíl sjávarútvegsmála Ræða Bergs Jónssonar í neðri deíld Alþingis við 1. umræðu um frumvarp Alþýðuflokksíns »nm víðreísn sjávarálvegsins« Herra forseti! Það er ekki ætl- an mín að byrja hér miklar á- deilur, en ég get ekki stillt mig um að segja nokkur orð út af því, sem sá fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins er nú gekk úr ræðu- stólnum, Sigurður Kristjáns- son, sagði í ræðu sinni, að það væri ekki alvara hjá neinum flokki nema Ihaldsflokknum gamla, í því að vinna sjávarút- veginum til heilla. Ég veit ekki til að þessi flokkur hafi svo mikið sér til ágætis unnið í þessum málum, að það sé á- stæða til fyrir fulltrúa þess flokks að gorta hér meir af því heldur en fulltrúa annara flokka. Ég veit ekki betur en sá flokkur eigi að baki sér meiri rústir í þessum málum heldur en nokkur annar flokkur. Og ef Sig. Kristjánsson langar til að rekja þá sögu, þá er það nægilegt verkefni, ekki aðeins fyrir þær stuttu umr., sem hér fara fram í kvöld, heldur lang- ar umr. Það er hægt að benda á stórkostlegt milljónafjárhrun íslenzku þjóðarinnar fyrir að- gerðir flokksmanna þessa hv. þm. í sjávarútvegsmálum. Hæstv. fjármálaráðherra mun gagnrýna frv. það, sem hér er til umræðu, af hendi Fram- sóknarflokksins og er því óþarfi fyrir mig að verja tíma mín- um til þess, Frumvarpið ræðir um viðreisn sjávarútvegsins og tel ég mér því leyfilegt að ræða um það mál almennt og þá sérstaklega um afstöðu Fram- sóknarflokksins til málsins, bæði fyrr og nú, þótt ég verði að fara fljótt yfir sögu á þeim 20 mínútum, sem mér eru ætl- aðar. Framsóknarflokkurinn á rót sína að rekja til hins þroskað- asta hluta hinna íslenzku bænda, samvinnubændanna, og hinnar glæsilegustu æskulýðs- hreyfingar, sem verið hefir hér á landi, ungmennafélagsskap- arins, sem hefir lagt flokknum td suma af hans beztu starfs- kröftum. Hann á líka að fagna stuðningi megin þorrans af bændum la,ndsins og er því eðlilegt, að flokkurinn hafi frá fyrstu tíð reynt að beita kröft- um sínum fyrst og fremst að því, að hlynna að hinum forna kjarna þjóðlífs vors, bænda- siéttinni, enda má með sanni segja, að öll velferðar- ogfram- faramál hinnar íslenzku bænda- stéttar, á þeim 20 árum síðan flokkurinn hóf starfsemi sína, séu fyrst og fremst honum að þakka. Má nefna eflingu bún- aðarf élagsskaparins, j arðrækt- arstyrkina, kæliskipsmálið, Byggingar. og landnámssjóð, Búnaðarba,nkann, kreppulána- sjóðinn, nýbýlalöggjöfina og síðast en ekki sízt skipulagn- ingu afurðasölu bændanna. Þótt margt og mikið sé óunnið í þessum málum, er þó svo komið nú, að flóttinn úr sveit- imum virðist vera að hverfa. En jafnframt hefir flokkurinn frá upphafi, og því meir, sem hann hefir eflst og fengið valdaaðstöðu, unnið með festu og skynsemd að viðreisn sjáv- arútvegsins. Það eru því hin hraklegustu öfugmæli og rang- sleitni, er andstæðingar hans hafa reynt að telja þjóðinni trú um, að hann sé óvinur sjávar- útvegsins. Á ófriðarárunum varð allmik- ii bylting í þjóðlífi íslendinga. : Á sumum árum þess tímabils græddu ýmsir af einstaklingum þeim, sem síldveiðar ráku, stór- fé, svo sumir voru jafnvel taldir milljónaeigendur. Á næsta ári eftir ófriðinn, árið 1919, var svo komið um mán- aðamótin ágúst og september, að saltsíldartunnan var komin upp í 97—99 kr. Hefði slík sala \afalaust gefið ca. 200% á- góða. En á sölunni var ekkert skipulag og útgerðarmennirnir virðast hafa litið á atvinnu- rekstur sinn eins og áhættuspil, sem þeir hefðu leyfi til að spila eins djarft í e:ns og þeim sýndist. Meginþorri þeirra þáði eigi þessi kostakjör, heimtuðu eina eða hálfa krónu í viðbót. Afleiðingin varð sú, að þeir sem ætluðu að kaupa, gerðu samtök með sér um að kaupa ekkert af íslendingum, megin- hluti síldarinnar vai'ð verðlaus og eigendurnir sköpuðu sjálf- um sér og þjóðinni 10—11 millj. kr. tap. Þetta varð gjald- þrot hins óskipulagða einka- framtaks og samkeppni í síld- arsölunni. Síldarbraskararnir reyndu síðan að koma á skipu- lagi en gátu eigi. Samtök þeirra strönduðu á síngirni þeirra og skilningsleysi á mætti og réttlæti samvinnunnar. Síldareinkasalan var stofnuð. Hún fór ver en skyldi, en hef- ii þó vafalaust gert meira gagn en ógagn. Loks árið 1934, eftir að nú- verandi stjórnarflokkar tóku við völdum, koma þeir skipu- lagi á síldarsöluna með lögum um síldarútvegsnefnd, útflutn- ingi á síld, hagnýtingu mark- aða o. fl. Það skipulag hefir gert ómetanlegt gagn. Söltun- arleyfi og verkunarleyfi eru eigi gefip út umfram það, sem chætt er, svo unnt sé að selja síldina. Lágmarksverð hefir ver ið ákveðið og miililiða-ágóði minnkaður, svo sem fæz't hefir verið. Yerðmæti venjulegrar saltsíldar og sérverkaðrar síld- ar hefir líka hækkað úr kr. 1 milljón 400 þús. 1934 í kr. 2 millj. 100 þús. 1936. Annað sem Framsóknarflokk- urinn fyrst og fremst hefir hrundið í framkvæmd fyrir síldarútveginn, er stofnun síldarbræðsluverksmiðj unnar á Siglufirði. Var það eldheitt á- hugamál hins látna áhuga- manns, Magnúsar Kristjáns- sonar fyrverandi ráðherra. Nú er svo komið, að ríkið hefir sfldarbi'æðsluverksmið j ur, sem geta brætt 8200 mál á sólar- hi'ing, aðrar verksmiðjur geta brætt 9500 mál. Aukning af- kasta frá 1934 eru 4300 mál eða ca. 70%. Með aukningu síldarbræðslunnar hefir síldar- útvegurinn verið gerður að stórfelldum og tiltölulega tryggum atvinnuvegi. Fram- leiðsla síldarbræðsluafurðanna hefir aukizt um 83% frá 1934 cg verðmæti til sjómanna um 324% eða rúmlega þrefaldazt. I-ioks er rétt að geta þess, að með lausn Kveldúlfsmálsins, sem socialistar þykjast í agita- tions-tilgangi vera mótfallnir, kemur upp ný síldarbræðslu- verksmiðja, sem á að geta brætt um 2400 mál á sólar- hring. Þá nokkur orð um fisksölu- rnálin. Sama samtakaleysið og braskið, sem átti sér stað í síldarsölumálinu, sérstaklega 1919, var líka í fisksölumálinu nærri búið að glata fjárhags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Aðalbankinn í landinu, ís- landsbanki, lánaði með taum- lausri óforsjálni til fiskkaupa- cg fisksölubrasksins, ekki sízt til fiskbraskarans Copland. Af- leiðingin var 10 millj. lántakan 1921, með veðsetning-u toll- tekna ríkissjóðs, fyrir aðstoð Kúlu-Andersen og annara slíkra, og var fénu að mestu sökt í skuldahít íslandsbanka, sem síðan hrundi 1930. Nokkur heppnisár björguðu því í bráð, þótt lítt virðist þau hafa ver- ið notuð til þess að leggja upp til síðari ára. En er markaðs- örðugleikarnir skullu yfir, stóðu einstaklingsframtaks- og samkeppnismennirnir ráða- lausir og urðu loks að neyðast til þess að brjóta boðorð hinn- ar frjálsu samkeppni og mynda með sér samtök árið 1932. Voru það 3 stærstu fisksal- arnir: Kveldúlfur, Alliance og þeir, sem stóðu að baki Ólafi Proppé, sem mynduðu þá með sér sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda’ (S. í. F.), fyrir forgöngu þáverandi forsætis- ráðherra Framsóknarflokksins,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.