Tíminn - 27.05.1937, Side 2

Tíminn - 27.05.1937, Side 2
94 T 1 M I N N Frambjóðendur Framsóknarilokksins Árni Jóhannsson frambjóðandi á Akureyri | ei fœddur að Gröf í Kaupangssveit 16. marz 1882. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Jóhann Jónsson. Stundaði nám í Möðruvallaskóla cg síðar i Flensborgarsltóla og lauk þar kennaraprófi. Starfaði eftir það að kennslu mörg ár. Varð starfsmaður hjú Kaupfélagi Ey- firðinga 1915 og er nú gjaldkeri félagsins. Stofnaði, ásamt fleiri áhugamönnum, Framsóknarfélag Akureyrar og hefir verið formað- ur þess síðan. i Bernharð Stefánsson frambjóðandi í Eyjafjarðarsýslu. .. er fæddur að þverá í Oxnadal 8. jan. 1899. Foreldrar: þorbjörg Frið- ' riksdóttir og Stefán Bergsson, bóndi á Rauðalæk. Lauk gagn- fræðaprófi 1908. Bóndi að þverá í Öxnadal og kennari 14 ár í Öxna- dalshreppi. Oddviti hreppsins 1915, sýslunefndarmaður 1922. í stjórn Ivaupfélags Eyfirðinga síðan 1921. Kosinn á þing í Eyjafjarðarsýslu 1923 og endurkosinn síðan. Átti sæti í milliþinganeínd í landbún- aðarmúlum. Útibússtjóri Búnaðar- bankans á Akureyri síðan 1930. Nú formaður milliþingánefndar í liankamálum, sem kosin var á síð- asta Alþingi. Bergur Jónssou frambjóðandi í Barðastrandarsýslu er fæddur í Reykjavík 24. sept. 1898. Foreldrar: Sigríður Hjalta- dóttir og Jón Jensson háyfirdóm- ari. Lauk stúdentsprófi 1919 og embættisprófi í lögum við háskól- ann 1923. Vai'ð það ár fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. Settur sýslumaður í Barðastandarsýslu 1927. þingmaður þess kjördærnis síðan 1931. Nú bæjarfógeti í Hafn- arfirði. Formaður lögfræðinga- ilrfndarinnar síðan 1935. Bjarni Ásgeirsson frambjóðandi í Mýrasýslu er fæddur að Knarrarnesi á Mýr- um 1. ágúst 1891. Foreldrar: Ragn- lieiður Helgadóttir og Ásgeir Bjarnason bóndi á Knarrarnesi. Lauk prófi við Verzlunarskólann 1910 og við bændaskólann á Hvann- cyri 1913. Rak búskap i Knarrar- ncsi 1915—21. Stundaði landbún- aðarnám erlendis 1916—17. Bóndi á Reykjum í Mosfcllssveit síðan 1921. Kosinn þingmaður Mýra- 1 manna 1927 og endurkosinn síðan. Hefir átt sæti í utanríkismála- ncfnd, bankaráði Landsbankans og í stjórn Búnaðarfélags Islands. Bankastjóri við Búnaðarbankann siðan 1930. Milliþingaforseti sam- einaðs þings. Formaður landbún- aðarnefndar neðri deildar Alþingis. Bjami Bjarnason frambjóðandi í Árnessýslu cr fæddur á Búðarhóli í Landeyj- um 23. okt. 1889. Foreldrar: Vig- dÍK Bergsteinsdóttir og Bjarni Guð- nnmdsson. Stundaði nám í Flens- borgarskóla 1907—1909 og lauk kénnarapi’ófi 1912. Fór utan 1913 og lauk kennaraprófi i leikfimi og sundi i Statens Gymnastik Institut i Kaupmannahöfn. Kennari við barnaskólann í Hafnarfirði 1912 —29. Skólastjóri 1918—29. Formað- ur Sambands ísl. barnakennara fyrstu 6 árin eftir að það var stofn- að. Kynnti sér kennslumál á Norð- urlöndum 1929. Kennari við Flens- borgarskólann nokkur ár. Skóla- stjóri á Laugarvatni siðan 1929. þingmaður Árnesinga síðan 1934. Formaður fjárveitinganefndar Al- þingis. Skipaðir í nýbýlastjórn rík- isins 1936. Eysfeinn Jónsson írambjóðandi í Suður-Múlasýslu er fæddur á Djúpavogi 13. nóv. 1906. Foreldrar: -Sigriður Beck og Jón Finnsson prestur á Djúpa- vogi. Lauk prófi við Samvinnu- skójann 1927. Starfsmaður um hríð i stjórnarráðinu og á skattstof- unni í Reykjavík. Dvaldi erlendis sumarið 1929 og kynnti sér skatta- mál og ríkisbókhald á Norðurlönd; um. Kennari við Samvinnuskólann 1928—30. Skattstjóri í Reykjavík 1930—1934. Kosinn á þing í Suður- Múlasýslu 1933. Ritari Framsóknar- flokksins. Fjármálaráðherra í ráðuneyti Hermanns Jónassonar siðan 1934. Einar Árnason frambjóðandi í Eyjafjarðarsýslu oi' fæddum á Hömrum i Eyjafirði 27. nóv. 1875. Lauk prófi við Möðru- vallaskóía 1893 og stundaði síðan kennslu nokkur ár. Bóndi á Eyrar- landi síðan 1901. Ilreppsnefndar- maður nál. 30 ár. Kosinn í stjóm Kaupfélags Eyfirðinga 1906 og hef- ir att þar sæti síðan. Formaður íélagsins síðan 1918. Hefir átt sæti í stjórn Sambands ísl. samvinnu- félaga síðan 1926 og cr nú formað- ui' þess. Kosinn á þing í Eyja- fjarðarsýslu 1916 og endurkosinn síðan. Fjármálaráðherra 1929—31. Forseti sameinaðs Alþingis 1931—32. Síðan forseti efri deildar. Nú for- maður í Landsbankanefnd. Gísíi Guomundsson frambjóðandi í N.-pingeyjarsýslu cr fæddur á Hóli á Langanesi 2. des. 1903. Foreldrar: Kristín Gísla- dóttir og Guðmundur Gunnarsson bóndi á Hóli. Stundaði nám við Gagnfæðaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi 1926. Las ís- lenzk fræði við Háskólann og stundaði kennslu og þingskriftir jafnframt á vetrum og var með- starlsmaður við Tímann. Tók þátt í leiðangri norrænna kennara til þýzkalands og Italíu sumarið 1929. Ritstjóri Tímans síðan 1930 og um hríð einnig ritstjóri Nýja dagblaðs- ins. Nokkur ár kcnnari við Sam- vinnuskólann. þinginaður Norður- þingeyínga síðan 1934. Kosinn i bankaráð Útvegsbankans 1936.. S. 1. ár skipaður í milliþinganefnd til undirbúnings löggjöf um vinnu- deilur. Guðbrandur Magnússon efsti maður á lista flokksins í Reykjavík cr íæddur að Hömrum i Horna- iirði 15. febr. 1887. Foreldrar: Hall- fríðui' Brandsdóttir og Magnús bóndi Sigurðsson er fluttust til Seyðisfjarðar 1890, en þar ólst Guðbrandur upp. Byrjaði að læra prentiðn í prentsmiðju Austra og dvaldist þá á heimili Skapta Jós- epssönar ritstjóra. 1905, þegar íyrsta ungmennafélagið var stofn- að á Akureyri, var Guðbrandur þar prentari og tók þátt í þeim lélagsskap. Fluttist til Rvíkur 1906 og stofnaði Ungmennafélag Reykjavíkur. Dvaldi 1909 á lýð- skóla í Danmörku. Fluttist 1914 að Holti undir Eyjafjöllum, reisti þar fólagsbú með sr. Jakob Ó. Lárussyni. Varð fyrsti ritstjóri Timans, árið 1917, og einn af stofncndum Framsóknarflokksins. 1918 stjórnarráðsritari. Kaupfélags- stjóri í I-Iallgeirsey 1920—28. Nokk- ur ár i stjórn S. í. S. For- stjóri Áfengisverzlunar ríkisins síðan 1928. Nú endurskoðandi Landsbanlcans og varafonnaður Mjólkursölunefndar. Hannes Pálsson frambjóðandi í Auslur-Húna- vatnssýslu er fæddur að Guðlaugsstöðum í Blöndudal 18. apríl 1898. Foreldr- ar: Guðrún Björnsdóttir og Páll Hannesson bóndi á Guðlaugsstöð- um. Lauk prófi við Gagnfræða- skólann á Akureyri .1915. Stundaði síðar nám við Samvinnuskólann í Rcykjavík. Nú bóndi á Undirfelli í Vatnsdal. Hefir gcgnt ýmsum trúnaðarstörfum i héraði, og þar mcðal helztu forvígismanna í sam- vinnumálum. Helgi Jónasson frambjóðandi í Rangárvallasýslu er fæddur að Reynifclli í Rangár- vallasýslu 19. apri'l 1894. Foreldr- ar: Sigríður Helgadóttir og Jónas Árnason bóndi að Reynifelli. Lauk stúdentsprófi 1916 og embættis- prófi í læknisfræði við liáskólann 1922. Dyaldi erlendis við fram- haldsnám. Gegndi læknisstörfum um hríð á ýmsum stöðum. Skipað- ur héraðslæknir í Rangárhéraði 1925. Helgi Lárusson frambjóðandi í V.-Skaptafellssýslu cr fæddur að P’ossi á Síðu 27. febr. 1901. Foreldrar: Elín Sigurðar- dóttir og Lárus I-Ielgason nú bóndi i Kirkjubæjarklaustri. Var tvo vetur við nám í unglingaskólan- um í Vík og í Samvinnuskólanum veturna 1919—20 og 1920—21. Var 1922—28 útbússtjóri Kaupfélags Slcaftfellinga við Skaftárós. Fór 'il Noregs 1928, stundaði nám á lýðskólanum á Voss og kynnti sér verzlunarstörf í Oslo. Eftir ’neimkomuna skrifstofustjóri Á- lengisverzlunar ríkisins til 1933. ''ramkvæmdastjóri Kaupfélags Reykjavíkur síðan 1933. Hermann Jónasson frambjóðandi í Strandasýslu er fæddur að Syðri-Brekkum í Skagafirði 25. des. 1896. Foreldrar: Pálína Björnsdóttir og Jónas Jóns- son bóndi Syðri-Brekkum. Stund- aði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Lauk stúdentsprófi ár- ið 1920 og embættisprófi í lög- um við Háslcólann 1924. Fulltrúi liæjarfóg'ctans i Reykjavílc nokkur ár. Fór tvisvar sinnum utan til að kynna sér meðferð lögregiu- og sakamála. Lögrcglustjóri í Reykja- vík 1929—1934. Kosinn í bæjar- stjórn í Reykjavík 1930 og endur- kosinn 1934. Skipaður formaður rikisskattanefndar 1932. þingmað- ur Strandamanna síðan 1934. Vara- formaður Framsóknarflokksins. Forsætis-, og landbúnaðar- ' og dómsmálaráðherra síðan 1934. Hilmar Stefánsson frambjóðandi í Dalasýslu i r fæddur 10. maí 1891 á Auðkúlu í I-Iúnavatnssýslu. Foreldrar: þor- björg Ilalldórsdótiir og sr. Stefán lónsson prestur á Auðkúlu. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911 og stundaði nám einn vetur í lær- dómsdcild menntaskólans í Rvík. l'arð starfsmaður Landsbankans 1917. Árið 1930 forstöðumaður um- boðshinaskrifstofu bankans íVest- mannaeyjum. Varð sama ár útbús- stjóri Landsbankans á Selfossi í Árnesýslu. Settur aðalgjaldkeri Landsbankaris um hríð árið 1932, cn hvarf aftur að Sclfossi eftir á- skorún bænda austanfjalls. Aðal- bankastjóri Búnaðarbanka íslands síðan 1935. Átti sæti í nefnd þeirri er si. vetur vann að undirbúningi varna gegn borgfirzku sýkinni. Ingvar Pálmason frambjóðandi 1 Suður-Múlasýslu er fæddur að Litla-Búrfelli 1 Svína- ' dal 26. júli 1873. Foreldrar: Guð- | rún Sveinsdóttir og Pálmi Sigurðs- son bóndi á Litla-Búrfelli. Byrjaði útgerð I Neskaupstað 1896 og bú- skap á Ekru í Norðfirði 1906. Hef- ir átt sæti í hreppsnefnd Norð- ijarðarhrepps og síðar i Neskaup- i-tað í sýslunefnd Suður-Múlasýslu, i stjórn Sparisjóðs Norðfjai'ðar og íshúsfélags Norðfjarðai'. Forseti i'jórðungsþings Fiskifélags íslands í Austfirðingafjórðungi 1917—1923. 1 ramkvæmdastjóri hjá Síldar- einkasölunni 1928—29. Kosinn á þing i Suður-Múlasýslu 1923 og endurkosinn síðan. Skipaður í stjórn Skuldaskilasjóðs vélbátaeig- enda 1935. Jón Eyþórsson írambjóðandi í V.-Ísaíjarðarsýslu C) fæddur 27. jan. 1895 á þingeyr- um i Húnavatnssýslu. Foreldrar: Björg Jósefína Sigurðardóttir og Eyþór bóndi Benediktsson. Jón lauk stúdentsprófi við mennta- skólann í Rvík 1917, stundaði því- næst nám við Khafnarháskóla og lauk námi við háskólann í Oslo 1923. Síarfsmaður veðurstofunnar í Bergen 1921—26. Síðan starfsmaður veðurstofunar í Rvík. Tók þátt í vísindaleiðangri dr. Ahlmanns til Vatnajökuls sl. ár, og hefir að öðru leytí unnið margt að náttúru- fiæðilegum rannsóknum. Kosinn af útvarpsnotendum í útvarpsráð. Jónas Jónsson frambjóðandi í S.-pingeyjarsýslu er fæddur í Hriflu i Ljósavatns- hreppi 1. maí 1885. Foreldrar: Rannveig Jónsdóttir og Jón Krist- jánsson bóndi í Hriflu. Lauk prófi við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1905. Stundaði næstu ár nám i Danmörku, Englandi og viðar. Kennari við kennaraskólann 1909 —1919. Ritstjóri Skinfaxa nokkur ár. Skólastjóri við Samvinnuskól- ann 1919—27 og síðan 1932. Kosinn í dansk-íslenzku lögjafnaðarnefnd- ina, þingvallanefnd, utanríkismála- nefnd og 1936 í bankaráð Lands- bankans. Formaður fjárveitinga- ncfndar Alþingis 1934. Iíosinn á þing við landkjör 1922 og endur- kosinn 1930. þingmaður Suður- þingcyinga siðan 1934. Dóms- og kirkjumálaráðherr'á 1927—32. Nú formaður Framsóknarflokksins. Jörundur Brynjólfsson frambjóðandi í Árnessýslu er fæddur á Starmýri i Álftafirði 20. fcbr. 1884. Lauk prófi við kenn- araskólann og stundaði nokkui ár kennslu í Reykjavík. Kosinn á þing í Reykjavík 1916. Byrjaði nokkru síðar búskap að Múla í Biskupstungum, en fluttist þaðan að Skálholti og býr þar enn. Kos- inn á þin'g í Árnessýslu 1923 og endurkosinn síðan. Var um skeið endurskoðunairnaður Landsreikn- ingana og formáður milliþinga- nefnda í landbúnaðarmálum og í iaunamálum. Forseti neðri deildar síðan 1931. Páll Hermannsson frambjóðandi í Norður-Múlasýslu fi fæddur á þorgerðarstöðum í Fljptsdal 28. apríl 1880. Foreldrar: Sofl'ia Guðbrandsdóttir og Her- mann Jónsson bóndi í Firði í Mjóafirði. Lauk prófi viö Möðru- vallaskóla 1902. Bóndi á Vífilsstöð- um í Hróarstungu til 1923. Tók þá við bústjórn á Eiðurn. Hefir verið hreppsnefndaroddviti, átt sæti í sýslunefnd Norður-Múlasýslu, sljórn Búnaðarsambands Austur- lands og Kaupfélags Héraðsbúa. Kosinn á þing í Norður-Múlasýslu J 927 og endurkosinn síðan. Vann milli þinga að undirbúningi hinna nýju framfærslulaga. Formaður landbúnaðamefndar efri deildar Alþingis. Páll Zóphóníasson frambjóðandi í Norður-Múiasýslu er fæddur í Viðvík í Skagafirði 18. nóv. 1886. Foreldrar Jóhanna Jónsdóttir og Zóphónías Halldórs- son, prófastur í Viðvík. Fór 16 ára í Hólaskóla og vann síðan hjá Ræktunarfél. Norðurlands. Lauk prófi við Landbúnaöarháskólann í Kaupmannahöfn 1910. Iíennari við bændaskólann á Hvanneyri 1910— 1920. Rak búskap á Kletti í Reyk- holtsdal 1914—1920. Skólastjóri bændaskólans á Hólum 1920— 28 og rak skólabúið jafnframt nokk- ui' ár. Ráðunautur Búnaðarfélags íslands í búfjárrækt síðan 1928. Um skeið ritstjóri liúfræðiritsins „Frcyr“. Skipaður í ríkisskatta- ncfnd og jarðamatsnefnd. þing- maður Norðmýlinga síðan 1934. Formaður kjötverðlagsnefndar síð- an 1935, og sl. vetur formaður bændanefndarinnar, sem undirbjó iagasetningu síðasta þings um varnir gegn borgfirzku sauðfjár- veikinni. Sr. Sigfús Jónsson frambjóðandi í Skagafjarðarsýslu er fæddur að Víðimýri í Slcagafirði 24. ágúst 1866.' Foreldrar: Ástríður Sigurðardóttir og Jón Árnason bóndi að Víðimýri. Lauk stúdents- prófi 1886 og guðfræðiprófi við prestaskólann 1888. Prestur í Hvammsþingum í Skagafirði 1889 —1900 og á Mælifelli 1900—1919. Kosinn fomiaður i Pöntunarfélagi Skagfirðinga 1913. Tók við fram- kæmdastjórn Kaupfélags Skag- firðinga 1919. Kosinn í stjóm Þeír, sem eiga að bælast í hópinn ur yfir Núpsvötn, þar sem Lárus bóndi' Helgason var um mörg ár baráttumaður Fram- sóknarflokksins, og ofsóttur af íhaldinu, svo að hann þótti ekki hæfur til að hafa bréf- Þegar Alþingi var rofið áttu 15 Framsóknarmenn sæti á Al- þingi. 1 undanfarin þrjú ár hef- ir sá hópur staðið í farar- broddi um hina miklu fram- sókn í löggjafar- og atvinnu- málum. Saga þessara 15 manna j er saga landsins, og hún er ; bæði fjölþætt og merkileg. Verk þeirra manna mæla með þeim í hverju héraði landsins, ; líka þeim, sem hafa verið svo giftulaus að velja á þing menn sem í þrjú ár hafa gert ailt sem þeir hafa getað til að vinna gegn framförum landsins. Þess vegna gera menn í ölluin flokk- um yfirleitt ráð fyrir því að i a)lir gömlu Framsóknarmenn- | irnir skili sér inn í þingið 20. júní og taki þar til óspilltra mála, sem fyr var frá horfið. En við hlið þeirra sækir fram ný sveit, sumt þíngmenn frá fyrri kjörtímabilum, sumt nýir menn, sem eiga eftir mörg kjörtímabil. Ég vil í stuttu máli kynna þessa tilvonandi þingmenn fyrir lesendum Tím- ans. Árni Jóhannsson á Akureyri er einn af þeim mönnum, sem byggt hefir upp hina nýju Ak- ureyri og hinn nýja Eyjafjörð. Hann er einn af elztu og þekktustu starfsmönnum í Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann hefir verið þar einn hinn ör- uggasti og einlægasti starfs- maður. Hann hefir með starfi sínu, áhuga sínum og góðvild átt mikinn þátt í að gera garð- inn frægan. Akureyri er nú hinn mikli samvinnubær. Kaup- félagið með 6 millj. í veltu er að tiltölu við fólksfjölda í fé- laginu, stærsta félag á Norð- urlöndum. Samvinnan gerir Ak- ureyri fræga. Bærinn á að skilja hvað til hans friðar heyr- ir og senda samvinnumann á á þing. Ég fer austur um land, byggð úr byggð, þar sem samvinnu- menn hafa valið fulltrúa úr sínum hóp, og kem loks vest- hirðingu eða símstöð fyrir rík- ið. Nú býður sig þar fram, vegna Framsóknarmanna Helgí sonur Lárusar. Helgi er ein- lægur samvinnumaður, byrjaði í kaupfélaginu í Vík, en stýrir nú Kaupfélagi Reykjavíkur. Ilann tekur nú þráðinn upp, þar sem faðir hans hætti. Helgi er reglumaður hinn mesti eins og Árni Jóhannsson. Hann er fastlyndur maður, einhuga og öruggur og hefir mikið af þeim hlýja mann- dómi, sem einkennir ætt hans. Ilelgi byrjar nú að safna sam- an öllu hinu forna Framsóknar- liði í sýslunni. Síðan íhaldið tók við mannaforráðum í hér- aðinu hafa hinar almennu framfarir stanzað, og æskan orðið óþolinmóð og oft von- dauf um sigra góðra málefna. En nú fylkja framfaramennini- ir í sýslunni sér um Helga Lárusson, og honum mun auðn- ast að taka upp aftur og bera fram til sigurs merki þess ílokks, sem á svo mörg mann- dómstök í sýslunni, að þar er ekkert til samanburðar frá öðrum. Næst er komið til Rangæ- iuga. Þar eru í kjöri fyrir Framsóknarfl. tveir heimamenn móti tveim vinum heildsalanna í Rvík. Helgi læknir og sr. Sveinbjörn eru nábúar og nán- ir vinir. Þeir eru í einu gildir bændur og merkilegir embætt- ismenn. Þeir eru báðir í farar- broddi héraðsbúa um öll um- bótamál þess. Þeir eru em- bættismenn í gömlum og góð- um stíl. Því miður búa nú fá- ir prestar og fáir læknar stóru búi. En sr. Sveinbjörn og Helgi læknir gera það. Þeir eru með aðra höndina á plógnum eins cg bændurnir, en með hina við embætti og félagsstörfin fyrir almenning. Helgi læknir hefi’’ eitt hið stærsta og mannflesta læknishérað á íslandi, og má heita að hann sé sífellt á ferð, á hestum eða í bíl, til að lækna og græða mein manna. Sr. Sveinbjörn er í fremstu röð kennimanna á íslandi, sökum gáfna og lærdóms. Erlendur rithöf., sem kom þar nýlega, sá á borði hans „Hugsanir“ Pascals hins franska og önnur höfuðverk heimsbókmenntanna við hliðina á hagskýrslum og heimildum um atvinnu- og sjálfsbjargannál bændanna á Suðurlandi. Útan og innan Rangárvallasýslu vona allir umbótamenn, að sýslan beri gæfu til að senda þessa tvo á- gætu héraðsleiðtoga og mynd- arbændur, sem fulltrúa á Al- þingi. í Rvík er efstur á lista Guð- brandur Magnússon. Iíann er einn af frumherjum ungmenna- félaganna. Hann á frá þeim tíma mörg dagsverk við grjót- vinnu í Öskjuhlíð, þegar ung- mennafélagið byrjaði að færa stórgrýtið úr vegi frá gróðrin- um. Hann byrjaði samvinnu Rangæinga á hafnlausu strönd- inni, við meiri erfiðleika en nokkur annar kaupátjóri. Nú eru samgöngur breyttar og verki hans er haldið áfram undir auðveldum skilyrðum. Hann er fyrsti ritstjóri Tím- ans, en leiddi æskuvin sinn, Tr. Þ., í stól sinn þar. Hann tók við áfengisverzluninni í niður- níðslu og vanrækslu, sætti sig glaður við helmingi lægri laun en íhaldið borgaði fyrirrennara hans, og lagði í lófa ríkissjóðs hálfa aðra milljón í einu lagi vegna framsýni og ráðsnilldar, það fé, sem dónar landsins ætl- uðu síðan, undir forustu Lár- usar Jóhannessonar, að hrifsa frá ríkissjóði, en gátu ekki. Guðbr. er hinn sanni ung- mennafélagi, samvinnumaður cg Framsóknarmaður. Hann er enn í þetta sinn að sækja fram á hinni sendnu strönd milli- liðavaldsins í höfuðstaðnum. Hann er réttvalinn og ánægju- legur brautryðjandi á þeim stað, þar sem samvinnumenn eiga eftir að vinna svo marga sigra. Ef einhverjir menn hafa lát- ið sér detta í hug að kasta rýrð á Húnaþing fyrir misgerð- ir Jóns í Stóradal, Hannesar á Hvammstanga og Svavars Guðmundssonar, þá hefir sýsl- an meir en bætt úr þeirri sök, því að auk fjölmargra annara merkra Ilúnvetninga leggur sú sýsla nú til þrjá stórmerka menn, sem sækja fram móti í- haldinu í Borgarfirði, Dölum og Vestur-ísafjarðarsýslu. Það eru þeir Sigurður Jónasson forstjóri, Hilmar Stefánsson bankastjóri og Jón Eyþórsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.