Tíminn - 27.05.1937, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1937, Blaðsíða 4
96 TIMSHB þeim til við kjörborðið að leiða hallæri og eymd yfir sjálfa sig og börn sín. Heildsalarnir brigsla okkur Framsóknarmönnum um sam- starf við verkamenn og sjó- menn. En lítum á ræktarland verkamanna og sjómanna ofan við Iiöfn í Hornafirði. Lítum á kartöfluakrana þar og kartöflu- byrgin, þar sem á haustin er geymdur mikill forði, uppsker- an af erfiði fólksins í þorpinu. Vel var unnið að þessu máli af þeim heimamönnum undir for- vstu Jóns kaupstjóra og Þor- leifs í Iiólum. En öli fram- kvæmdin var óhugsandi nema undir stjórn Framsóknarfl. og verkamanna, sem studdu á tímabilinu 1928—31. Hvað hefði mönnum í Höfn í Horna- íirði orðið ágengt ef þeir hefðu reynt að gera átakið 1924—27, undir hæl íhaldsins? Og lítið hefði orðið um atvinnutrygg- ingu þessara nýræktarmanna og bændanna uppi í héraðinu, sem nú rækta sumir yfir 100 tunn- ur af kartöflum á einyrkjabýli, ef ekki hefði komið grænmetis- verzlunin, sem núverandi stjórn arflokkar settu á í fyrra, í í'ullri óvild allra heildsalanna, sem nú senda Brynleif til að draga lokur frá hurðum fólks- ins, sem berst af öllum kröftum við að nota sér vernd núverandi stjórnarílokka móti heildsölun- um. Vel má minna forsvars- menn Brynleifs á það, að Bjarni á Reykjum er í mörg ár búinn að berjast fyrir þessu skipulagi p kartöflusölunni. Allur Fram- sóknarflokkurinn studdi hann. En Jón Þorl. og lið hans var altaf á móti — vegna heildsai- anna, sem létu erlendar kart- öflur flæða yfir markaðinn. Loks kom verkamannaflokkur- inn og studdi þessa framkvæmd. En heildsalamir hata skipulag- io. Nú geta þeir ekki grætt neitt sem heitir á kartöfluverzl- uninni. Fólkið fær gróðann. Og engir jarðræktarmenn á landinu fá meira af þessum gróða — sem leiddi af ósigri heildsalanna 1934 — heldur en fólkið, sem vinnur að ræktun báðumegin H ornaf j arðarf 1 j óts. Engum manni er ljúfara en mér að hrósa Jóni ívarssyni fyr ir verzlunarstarf hans á Homa- firði, og enginn hefir oftargert það opinberlega. Eg hefi auk þess þá ánægju að hafa valið Jón Ivarsson, sem gamlan vin úr ungmennafélögunum og hinn einlæga andstæðing brask- ara og fjársvikara, til að vera kaupstjóri á Hornafirði, þegar félagið var ungt og vanmátt- ugt. Enginn maður í sýslunni þekkti Jón þá. Hallgrímur Kristinsson tók meðmæli mín gild og réði Jón ívarsson aust- ur. Sú mannráðning hefir gefizt kaupfélaginu vel. Hún var líka gerð af meiri drengskap og meiri þekkingu, heldur en út- gerð heildsalanna á Brynleifi Tobíassyni í sama hérað. En það mega þeir vita, kaup- félagsmenn við Hornafjörð, ! sem kunna að leiða hugann að því, að bregðast nú í vor í sam-: 1 starfi við kaupfélagsmenn | annarsstaðar á landinu, að í þeim mun verða kalt í flatsæng ‘ með Garðari og Fenger. Þeir hafa fengið frá öðrum sam- : vinnumönnum sína góðu verzl- unarforustu. Þeir hafa fengið ' veltufé sitt í mörg ár vegna baráttu okkar og sigra yfir kaupmannavaldinu í bönkun- um. Þeir hafa fengið sín góðu innkaup og sölur fyrir vinnu manna utan héraðs, sem Garð- ar Gíslason hefir ofsótt og ó- virt eftir getu alla þá tíð, sem kaupfélag hefir starfað í Hornafirði. Hver er nú sá samvinnumaður í Hornafirði, sem vill verða Þorbjörn rindill, svíkja vini sína, draga lokur i rá hurðum ? Harður myndi dómur samvinnumanna um land allt yfir þeim mönnum, sem leiddu aftur haliærið frá 1932—34 yfir bændastéttina og fátæka fólkið við sjóinn, aí léttúð og vöntun á sjálfs- virðingu og manndómi. Hinir mörgu vinir kaupfé- lagsins í Hornafirði austur þar geta á einn hátt og aðeins einn, svarað flugumennsku heildsal- anna og ódrengskap þeirra sem dylgja um að trúnaðarmenn þeirra séu að grafa leyniskörð i varnarvegg þann, sem byggð- ur hefir vei'ið upp um efnahag og menningu í héraðinu, með því að endursenda Brynleif heim til þeirra sem gera hann nú út. Heildsalarnir leggja þá aldrei aftur fé í að gera út leiðangra í blöðum og á annan liátt, til að fá í Austur- Skaftafellssýslu liðskost til að leiða hallæri yfir hinar stóru atvinnustéttir og þar með land- ið allt. Ilinir mörgu vinir Jóns Iv- arssonar í héraðinu geta hjálp- að til að venja óvini hans af að misnota nafn hans eins og í umræddri grein. Hann er síðan í fyrravor í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga. Hann var kosinn þangað af fulltrúum þúsunda bænda, sjómanna og verkamanna, sem hinn öruggi andstæðingur braskaranna. í þeim hóp hefir aldrei fallið skuggi á þegnskap nokkurs manns um trúnað við samvinn- una og þrek til að standast á- i'ásir andstæðinganna. í fyrsta sinn leyfir blaðsnepill, sem prentaður er fyrir fé frá verstu cvinum samvinnumanna, sér að nefna einn af hiiium gömlu cg góðu trúnaðarmönnum sam- vinnunnar á þann hátt, að blett- ur fellur á skjöld hans. Þann blett á að þvo af 20. júní n. k. Jón ívarsson á það skilið fyrir sitt góða starf, að verzlunar- umbótum í sýslunni. Sam- vinnumenn um allt land eiga það skilið fyrir það sem þeir hafa gert um mörg undanfarin ái til að styðja samvinnufólkið í Austur-Skaftafellssýslu til að gera hið fagra, en liarðbýla, samgöngulausa og vanrækta hérað, að þeirri miklu fram- íarabyggð, sem það er nú. Þegar Brynleifur Tobíasson lauk námi i menntaskólanum, \ ar hann hátt á þrítugsaldri, þroskaður maður og um margt á undan yngri skólabræðrum. Hann hafði þann metnað, sem ekki var óeðlilegur, að verða formaður í skólafélagi þriggja þroskaðri og hærri bekkjanna. Það mistókst að vísu, sem mun hafa verið óverðskuldað. Þá tók Brynleifur það fáheyrða láð að ganga í félag yngri bekkjanna, þar sem voru krakk- ar, nýsloppnir frá stafrófskver- inu, til að fá þar þær mann- \ irðingar, sem hans eigin jafn- ingjar vildu ekki fela lionum. „Sagan endurtekur sig“, var kjörorð Tr. Þ. Framboðssaga Brynleifs staðfestir það. Hann ieitar fyrst eðlilegra mann- virðinga hjá samsýslungum sín- um. Hann berst á mörgum fundum við stefnu heildsalanna með góðum árangri, en nær þó ekki þeim mannvirðingum, sem hann óskar eftir. Þá yfirgefur hann skyndilega félaga sína í hinu hærra skólafélagi lífsins. Hann yfirgefur samvinnumenn- ina og flytur inn í félag þeirra, sem sitja á lausabekk í öllurn félagsmálum. Þar leitar hann að þeim sigri, sem hann, því miður, bar ekki giftu til að vinna, þar sem honum hefði verið sæmd að sigra. Brynleifur Tobíasson og hin- ií nýju húsbændur hans, heild- talarnir, munu að vísu líta svo a, að hið nýja baráttuland hans, Austur-Skaftafellssýsla, sé hon- um að sama skapi auðunnara en Skagafjörður, sem barna- bekkir menntaskólans áttu að vera honum auðsveipari en lær- dómsdeildin. En ég hygg að heildsalarnir hafi á þessu rang- an skilning. Ég álít að ekki sé hægt að gera neinn mun á Skagafirði og Skaftafellssýslu um fegurð landsins eða mynd- | ai'skap fólksins. Brynleifi myndi fráleitt verða það raun- | veruleg hamingja þó að hann j fengi einhvem augnabliks- metnað að launum fyrir að bregðast fortíð sinni, fyrir að gerast verkfæri sinna fyrri ó- vina, og fyrir að eiga þátt í að leiða yfir Austur-Skaftafells- sýslu þá erfiðleika sem fólkið atti við að búa meðan það var j í einu vanrækt og féflett og j lítilsvirt af þeim mönnum og þeirri stétt, sem nú sendir Brynleif Tobíasson til að draga lokur frá hurðum sustur í llornafirði á þeirri glæsilegu byggingu, sem samvinnumenn hafa verið að reisa þar síðan 7 eimsstríðinu lauk. J. J. Leíðréttmg- Ut af villandi ummælum Egg- erts Claessens og Schevings lyf- saia um fjárútvegun til síldar- bræðslunnar á Húsavík vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Fulltrúar úr öllum hreppum i Suður-þingeyjarsýslu ákváðu á fundi hér í Reykjavík meðan stóð a flokksþingi Framsóknarmanna að safna 25—30 þús. kr. hlutafé í síldarbræðsluna hjá þingeyingum, l'úsettum innan og utan sýslu. 2. Nokkru scinna símaði ég Sveini Björnssyni sendiherra og liað hann að leitast fyrir um lán hjá dönsku firma, sem ótti hér innfrosna peninga. Sendiherra kom málinu á rekspöl og fengust þar 50 þús. kr. 3. Næstu 50 þús. kr. útvegaði sýslumaður þingeyinga af inn- irosnu fé annars dansks firma. A. Lcyfi til að ráðstafa þessum 100 þús. kr. af erlendu fé og heit- orð um nauðsynlcgar yfirfærslur íengust fyrir mina milligöngu. Clacsscn og Scheving gótu ekki fengið slikt leyfi, enda hefðu þeir þ;i báðir verið búnir að flytja féð úr landi. Heimildin til að nota hið innfrosna fé var þýðingarlaus nema mcð notkunarheimild gjald- eyrisnefndar og Landsbankans. 5. Síðustu og torl'cngnustu upþ- bæðina, 40. þús., útvegaði Eysteinn Jónsson ráðherra innanlands. — Claessen og Scheving geta þess- vegna verið rólegir út af síldar- hræðslunni á Húsavík. þeir gátu ekki lagt í hana svo mikið sem einn stein. Jónas Jónsson frá Hriflu. sýslunnar, sem misst hafa fót- festu við hið sjúka brölt Jóns í Stóradal. Hannesi hefir orðið vel ágengt. Aðferð hans er hin sama og Guðmundar í Ási, hið rólega og trygga starf fyrir al- menna hagsmuni, án tillits til eigin hagsmuna. Og sú aðferð mun verða sýslunni giftu- drýgri, en hin persónulega valdabarátta nafnanna í Dal og Akri, sem skaðar þá sjálfa, sýsluna og landið. Loks koma tveir bræður úr Mývatnssveit, dóttursynir Jóns á Gautlöndum, þeir Þórir bóndi og kennari í Reykholti og Steingrímur búnaðarmálastj óri. Annar sækir fram gegn íhald- inu á Snæfellsnesi, hinn við hlið sr. Sigfúsar í Skagafirði. Þórir Steinþórsson byrjaði ung- ur einyrkjabúskap í margbýli á lítilli jörð norður i Mývatns- sveit. En þar sýndi hann þann manndóm, að þegar byrjað var á hinum stóru héraðsskólum, varð hann þegar í stað einn af fremstu mönnum í hópi þeirra mörgu óvenjulega duglegu manna, sem starfa við þær stofnanir. Nemendur hans eru um 90 vetur eftir vetur, og þeir bera allir með sér burtu varanlega mynd af hinum karl- mannlega, svarthærða bónda og kennara í Reykholti, sem er sjálfur ímynd þess lífs og þess starfs, sem bíður þeirra sjálfra á ókomnum árum. Þórir Stein- þórsson sannar með starfi sínu að einyrkinn þarf ekki að bogna af stritinu eða verða þröng- fiýnn og lokaður andlega af fá- um viðfangsefnum. Þórir er hár maður og þrekinn, höfðing- legur í öllu fasi og framgöngu, hógvær maður og kurteis, en harðfengur ef á reynir. Hann er einn af áhrifamestu ræðu- mönnum, sem nú taka þátt í opinberu lífi og ritfær að sama skapi. Hann er prýði í hópi ein- yrkja-bænda og kennara. Sú kynslóð, sem héraðsskólarnir móta á að líkjast honum í al- vöru, menningu og þreki, bæði til líkamlegra og andlegra starfa. Steingrímur búnaðarmálastj. fór ungur úr föðurgarði í Mý- vatnssveit á Hvanneyrarskóla cg landbúnaðarskólann í Kaup- mannahöfn. Varð síðan kennari á Ilvanneyri, skólastjóri á Hól- um og búnaðarmálastjóri, eftir að félagið fór að rétta við. Ilalldór á Iivanneyri sagði í ræðu yfir piltum, að hann vildi ciga slíkan son sem Steingrím- ur væri. Svo hefir fleirum fundizt. Steingrími hefir orðið auðfengið traust til almennra starfa og mannvirðinga. Hann er mikill á velli, svo sem verið hafa margir forfeður hans í Mývatnssveit, prýðilega gefinn, vel menntur, ræðumaður einn hinn mesti sem nú er uppi á landinu. í Búnaðarféiagi ís- lands hefir honum telcizt með mildi og elju að deyfa ófrið og deilur. Sjálfur er hann elju- maður hinn mesti og á mikiim þátt í þeirri margháttuðu bún- aðarlöggjof, sem.sett hefir ver- ið á valdatíma Hermanns Jón- assonar. Ég hefi nú lauslega getið þeirra manna, sem nú sækja fram fyrir hönd Framsóknar- flokksins við hlið hinna eldri 15 þingmanna við kosninguna 20. júní. Enginn annar flokkur hefir svo mikinn liðsauka, og svo marga viðurkennda hæfi- leikamenn í boði við hlið hinna eldri starfsmanna. Kjósendur um allt land, í hvaða flokki sem þeir eru, gera sér sjálfum mikið gagn með því að bera þessa menn, hæfileika þeirra, menntun, áhuga, manndáð og lífsstörf saman við keppinauta þeirra frá öðrum flokkum. Þá skilja menn hversvegna Fram- sóknarflokkurinn stjórnar land- inu og á að gera það fram- vegis, eins og hann meira og minna hefir gert síðan 1917, að hinn fyrsti bóndi á íslandi sett- ist í ráðherrastól. Síðan þá hefir þjóðin tekið mestum framförum, því að fólkið sjálft tók við stjórn sinna eigin málefna úr höndum „breiðfylk- ingarmanna“ fyrri tíma. J. J. Prentsm. EDDA h.í. Samvinnumenn! Sendið oss allt sem pér þuriið að láta prenta. Allskonar prent- un iljótt og vel ai hendi leyst. Höium eigin bókbandsvinnustoíu PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Talsími 3948. Laugavegi 1. Pósthóli 552. Reykjavík. Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Bíðjið kaupmann yðar um B. B. munntóbakið Fæst allsstaðar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hinir búfróðustu menn telja að notkun góðra stálljáa - Eylandsljáanna — só ein hin nytsamasta nýjung, á sviði landbúnaðaiins, á síðari árum. Hafa bændur efni á því að láta þessa nýjung ónotaða? Notkun tjáanna er enginn tilraun núoröið því á síðustu 5 árum hafa selst 21 660 „Ey- landsljáir11. Pantið Ijáina í tæka tíð, því fraraleiðslan er takmörkuð. Samband ísl. samvínnufélaga ÁjtíO 1004 rmi 1 fynU Érn þakla«t 1 Du- mðrka <ur ICOPAL Besta og ódýraata efni f þök. Tíu án ábyrfS á þökwram. Þurfa ekkert viðhald þans tlma. Létt. ------- Þétt. -------- Hlttt. Betra en bárujám og málmar. Endiat ains val of aklfaþðk. Fmt alat&ðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker Katvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biöjið una verðekrá vora og ■ýniahorn. P. W. Jacobsen & Sön Timburverzlun Símn.: Granfuru. Stofnað 1824 Carl Lundsgade. — Köbenhavn Afgr frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annastpantanir Eik og efni í þilfar til skipa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.