Tíminn - 22.09.1937, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1937, Blaðsíða 3
131 T 1 M I N N í viðskiptum við þessa sérstöku sðilja, togaraeigendurna. Og menn skulu ekki halda það, að tillögur Framsóknar- manna í þessum efnum .séu fordæmalausar hvað togaraút- gerð snertir. í merkilegri bók, sem heitir „Saga togaraútgerðarinnar“, eftir hinn nafnkunna norska skipstjóra og fiskirannsókna- mann, Thor Iversen, en bókin er gefin út af fiskimálastjóra Norðmanna, er sagt frá því, að á norskum togurum, eins og yfirleitt á norskum veiði- skipum, eigi sér stað hluta- skipti. Þá er þar ennfremur skýrt frá því, að á enskum togumm séu skipstjórar og stýrimenn eingöngu launaðir með hlut í nettóandvirði afla, en ekki brúttóandvirði hans, eins og hér hefir átt sér stað. Loks hefir véstur-íslenzkur s-kipstjóri, Magnús Magnússon, skýrt frá því. nýlega opinber- lega, að á togurum í Banda- ríkjunum eigi sér eingöngu stað hlutaskipti. Ráðningarkjörin í Englandi, Noregi og Bandaríkjunum eru sem hér segir: England. Ráðningarkjör á enskum togurum eru þessi: Skipstjóri og stýrimaður eru eingöngu launaðir með hluta af nettó- andvirði afla og greiða þeir sjálfir fæði sitt. Allir aðrir af skipshöfninni hafa fast viku- kaup auk lítils hundraðshluta af nettó hagnaði, en útgerðin leggur þeim til fæði. Nánar tiltekið eru ráðningar- kjörin á ensku togurunum þessi: Nettóandvirði aflans er skipt í 14 staði, fær skipstjóri l3/8 hlutar, en stýrimaður 1 hlut, en fæða sig svo sem áður var sagt. Bátsmaður fær sh. 59/9 á viku, og 4 d. af sterlingspundi nettóaflans. Annar stýrimaður 47/8 og 2 d. af pundi. Mat- sveinn og hásetar 43/9 á viku og 2 d. af sterlingspundi. Séu | teknir hásetar umfram það, sem lög ákveða um tölu skips- hafnar, fá þeir 42 sh. á viku. Fyrsti vélstjóri fær 68/4 og 4 d. af sterlingspundi. Annar vélstjórish. 59/6 og 2 d. af sterlingspundi nettoafla Kynd- arar á langferðum 45 sh. og 1 d. af pundi, en við veiðar í Norðursjó 42 sh. á vku og 1 d. af sterlingspundi. Allir hafa þessir menn frítt fæði. Sh. eða shillings er kr. 1.10, en denis eða penny 9 aurar | ísl. Þessi voru launakjörin í IIull í aprílmánuði þessa árs. Noregur. Á togurum Norðmanna eru hinsvegar sömu ráðningarkjör eins og á öðrum venjulegum fiskigufuskipum og selveiður- vm þar .í lanai. Þ. e. að vél- stjórar og þeir menn aðrir, sem vinna í vélarúmi, svo og mat- sveinn og aðstoðarmenn hans hafa fast kaup án hluttöku í andvirði veiðinnar. Aðrir yfir- menn hafa að jafnaði föst laun og hlutdeild í afla. Aðrir skips- hafnarmenn (hásetarnir) hafa engin föst laun, en ein- göngu aflahlut. Allir hlutamenn greiða sjálfir fæðið, en mat- reiðslu- og vélamenn hafa frítt íæði. Af brúttoverði aflans er greiddur svonefndur sameigin- legur kostnaður, svo sem salt, ís, uppskipun, vátrygging afl- ans og laun matreiðslumanna. Eftir að þessir kostnaðarliðir hafa verið dregnir frá heildar- afla, fá hlutarmenn 27% af aflaverðmætinu til skipta. Bandaríkin. í Bandaríkjunum eru hluta- skipti á togurum. Er þeim þannig fyrir komið: Fyrst eru teknir 200 dalir aí undvirði aflans úr hverri veiði- för. Fer þetta í kostnað við loftskeytatæki, kaup loft- skeytamanns og kaup kyndara, ef um kolatogara er að ræða. Það sem eftir er, skiptist til Husqvarna- prjónavélar eru viðurkeud ar Syrir gœði Þó er verðið ótrúlega lágt Samband ísl samvínnufélaga M helminga. Annar helmingurinn fer til skipshafnar að undan- skildum loftskeytamanni og kyndurum. Hitt er skipshlutur. Skipshafnarhlutur skiptist í 15 jafna staði, milli skipstjóra, stýrimanns, 10 háseta, 2 véla- manna og matsveins. En af ! skipshlut fá skipstjóri, stýri- rnenn, vélamenn og matsveinn uppbótarhluti mismunandi mikía. Mannráníð Brezka stjórnsn bíðst afsökunar. Samkvæmt skeyti írá utanríkis- málaráðuneytinu danska, hefir lirezka stjórnin nú svarað mála- icitun íslenzku ríkisstjórnarinnar út af landhelgisbroti og mannráni brezka togarans „Visenda". Er það tekið fram í svari brezku stjórnarinnar að henni þyki miður að brezkur skipstjóri hafi sýnt svo vítavert framferði, og að hún muni snúa sér til brezka togaraútgerð- j armannafélagsins til þess að reyna j að koma í veg fyrir endurtekningu \ á slíkum athæfum. Brezka stjórnin mun rneð hlið- sjón af framburði skipstjórans á „Visenda" líta svo á að um land- hclgisbrot hafi ekki verið að ræða, cn frckari sannanir fyrir landhelg- isbrotinu verða nú færðar brezku stjórninni, samkvæmt því sem skýrsla skiphcrrans á varðbátnum , Gautur" ber með sér, og í sam- liandi við það, á sama hátt og þegai' hefir verið gert útaf hlið- stæðu broti dragnótaveiðiskipsins „Desert Song“, gengið eftir frekari svari um möguleikana fyrir að skipstjórinn á Visenda verði lát- i mn sæta ábyrgð í Bretlandi. Fyrsta flokks. Dynamóa og Lugtír Battery og Perur kaupið pér í Ö R N I N N Laugaveg 8 Reykjavík. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. EDDA h.L Á Alþýðuflokkinn og kjós- endur hans höfðu vonbrigði kosninganna líka sín áhrif. — Gætti þar, a. m. k. í upphafi, nokkurrar gremju í garð þeirra manna innan flokksins, er staðið höfðu fyrir samvinnuslitunum \ ið Framsóknarf lokkinn og sett sinn (Svip á kosningaað- stöðuna. En til þess að fá flokknum önnur umhugsunar- rfni, var af hálfu þeirra manna snúist að því, að hefja viðræð- ur við kommúnista um samein- ingu flokkanna í einn allsherjar jafnaðarmannaflokk. Hafa blöð beggja rætt þetta sameiningar- mál öðru hvoru í sumar og nefndir verið kosnar til sam- komulagsumleitana. Ekki mun þó almennt búizt við árangri að svo stöddu. Kommúnista- flokkurinn er, eins og kunnugt er, til orðinn með þeim hætti, að árið 1980 klofnaði Alþýðu- flokkurinn og myridaði minni- hlutinn nýjan flokk, sem leit- aði í skjól alþjóðasambandsins í Moskwa, en rak að öðru leyti sams konar starfsemi gagnvart Alþýðuflokknum meðal verka- manna og Bændaflokkurinn síð- ar reyndi að reka gagnvart Framsóknarflokknum í sveitun- um. En vinnuaðferð beggja þessara sprengiflokka byggðist á yfirboðum og kröfupólitík, þar sem neitað var að taka til- lit til þess, sem raunverulega var framkvæmanlegt. Þegar eftir kosningarnar lá það verkefni fyrir, að gera á- kvörðun um stjórn landsins fyrst um sinn. Meirihluti sá, sem í upphafi hafði myndað stjórnina, var enn til staðar í þinginu. Fóru því fram viðtöl í júlímánuði milli stjórna Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Varð þá að sam- komulagi, að flokkarnir gæfu út yfirlýsingu um stuðn- ing við stjórnina fram á næsta Alþingi, og að athugaðir yrðu möguleikar til áframhaldandi samstarfs. Ástæðan til þess, að frekari samkomulagstilraunum var írestað til haustsins, var m. a. sú, að réttara þótti að doka við þangað til nánar yrði vitað um afkomu atvinnuveganna á árinu og þar með gleggri yfirsýn fengin um afkomu í fjárhags- og viðskiptamálum. Því að væntanlegir samningar milli flokka urðu, að öllu eðlilegu, að miðast við það ástand, sem ríkjandi yrði í landinu við næstu áramót. Var um þau efni nánar rætt í grein, sem íormaður Framsóknarflokksins ritaði í Tímann um þessar mundir. Ef síldarvertíðin hefði brugð- izt að þessu sinni, var næsta alvarlegt ástand framundan. Þorskveiðin syðra hafði, eins og áður er sagt, verið hin hörmulegasta og stöðug verð- hækkun á erlendum vörum, á saltfiskinum hinsvegar engin verðhækkun. Óvenju mikið hafði verið lagt í kostnað við undirbúning síldarvertíðarinn- ar, síldarflotinn stærri en nokkru sinni fyrr og verk- smiðjur auknar með ærnum til- kostnaði. Það verður ekki annað sagt nú, en að útkoma sumars- ins hafi orðið sæmileg, miðað við það erfiðleikaárferði, sem verið hefir undanfarið. Síld- veiðin er mikil og ekki annað sýnt en að hún komist öll í sæmilegt verð. Fyrr á árum hefði slíkt veiðimagn orðið ærið áhyggjuefni. En hin mikla aukning síldariðnaðanns og skipulag saltsíldaríramboðsins, áorkar því nú, að framleiðslan öll verður landsmönnum verð- mæt. Fyrir landbúnaðinn hefir sumarið hins vegar ekki verið alstaðar sem ákjósanlegast. Gífurlegir óþurrkar voru á stór- um hluta landsins og heyfeng- ur þar bæði rýr og stór- skemmdur. Og sauðfjárplágan borgfirzka herjar enn í mörg- um blómlegustu sveitum lands- ins, svo til auðnar horfir í bú- fénaði, og óséð enn, hversu út kann að breiðast. Er þó búið að verja um y2 millj. kr. til að stemma ' stigu fyrir vágesti þessum og voru sl. vor gerðar varnargirðingar samtals að lengd nokkuð -á fimmta hundr- að kílómetra. A. m. k. á sumum tegundum landbúnaðar- framleiðslu hefir verðhækkun orðið til nokkurra muna. Ráð- stafanir hafa nú verið gerðar i>í ríkisstjórninni til að tryggja bændum síldarmjöl til fóður- bætis við kostnaðarverði. Vegna verðhækkunarinnar og hins mikla vaxtar í síldarútgerð og síldariðnaði, ’nefir innflutn- ingur erlendra vara, í krónum talinn, orðið nokkru meiri en í fyrra. Innflutningstakmörkun- um hefir þó verið beitt á sama hátt, þannig, að hindraður hefir verið, eftir því sem frekast var unnt, innflutningur þeirra vara, sem hægt er að komast af án, en brýnar nauðsynjar til neyzlu og framleiðslu leyfðar nokk- urnveginn eins og um hefir ver- ið beðið. í sumar hafa sum Reykjavíkurblöð gert hark mikið út af því, að ekki hefir verið leyfður innflutningur suð- íænna. aldina. Og alltaf er urg- ur í málgögnum kaupmanna út af framkvæmd haftanna. Sér- staklega hafa þau lagt fast að innflutningsnefnd að hindra á- íramhaldandi vöxt kaupfélaga, með því að láta kaupmennina jafnan hafa innflutning í hlut- iálli við eldri verzlunarveltu, svo að viðskiptamennirnir geti ekki farið frá þeim yfir til kaupfélaganna. Einkum er nú hin hraðvaxandi kaupfélags- starfsemi í Reykjavík sár þyrnir í aukum hinnar tekju- háu heildsalastéttar, sem fram að þessu hefir talið höfuðstað- inn aðalvígi hinnar misnotuðu, „frjálsu samkeppni“. Nú í pumar sameinuðust fimm sam- vinnufélög í Reykjavík, Hafn- e.rfirði og þoi*punum „suður með sjó“ og mynduðu með sér eitt öflugt samvinnufélag und- ir nafninu „Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis". í því telj- Sauðfjáreígendur t öll stærstu sauðfjÁrræktarlönd heimains nota OOOFESS-BADLTF Það læknar hverskonar óþrif betur en nokk- urt annað baðlyf. OOOFEBS-BADLTF ©ykur vöxt og gæði ullarinnar fremur on nokkurt annað baðlyf. COOFERS-IADLTF DUFT - LÖGUR - SAPA fæst hjá öllum kaupfélögum. Samband fsl. samvínnufélaga Sími 1080. ?.st nú yfir 3000 félagsmenn. Félagið hefir þegar . lækkað kolaverð í Reykjavík um 6 kr. tonnið. Næsta sporið ætti að vera það, að smáútgerðar- mennimir við Faxaflóa mynd- uðu með sér samvinnufélag til innkaupa á olíu til báta sinna. Á þessu sumri hefir verið lokið hinni miklu raforkuvirkj- i un við Sogið. Hefir Reykjavík- urbær látið framkvæma virkj- un þessa, og til þess að geta það, fékk bærinn árið 1934 á- byrgð ríkisstjómarinnar fyrir um 6 millj. kr. láni, sem tekið var í Svíþjóð. Margir höfðu gert sér vonir um, að um leið og Sogsstöðin tæki til starfa og ekki þyríti að spara orkuna, myndi rafmagnsverðið í Rvík geta lækkað til muna, sérstaL lega á því rafmagni, sem not- að er til suðu og hitunar, svo að takast mætti að draga ur kolanotkun svo að um mun- aði. En ráðamenn bæjarins eru enn sem komið er tregir til breytinga og hafa reynt s/5 eyða málinu með bollalegging- um um að taka þyrfti sölu íafsuðutækja úr höndum einka- sölu ríkisins og lækka verð þessara tækja, enda þó upplýst hafi verið með tölum að þau eru ódýrari hér en annars stað- ar á Norðurlöndum. Annað úr- lausnarefni, sem upp kemur í sambandi við virkjun Sogsins, er raforkuþörí ýmsra þorpa og byggðarlaga á Suðvesturlandi, og raunar einnig á Norðurlandi í sambandi við væntanleg'a virkjun Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hefir ríkisstjórnin skipað raforkumálanefnd til að framkvæma athuganir og gera tillögur þessum efnum viðkom- andi. Á almenningur mikið undir því, að rétt verði á þess- um málum tekið. Talsverðar kauphækkunar- kröfur hafa verið uppi á sl. misseri, og bera verkamenri fyrir sig verðhækkun þá, er orðið hefir á erlendum vörum. Starfsmenn ýmsra iðnaðarfyr- irtækja riðu á vaðið og náðu .samningum um hækkun. 1 sum- ar auglýsti svo Verkamannafé- lagið Dagsbrún nýjan taxta, þar sem almennt dagvinnu- kaup var hækkað úr kr. 1.36 upp í kr. 1.50. Út af þessu varð vinnustöðvun um tíma og gekk sáttasemjari ríkisins í málið. Reyndist Vinnuveitenda- íélagið þá strax tilleiðanlegt til að hækka kaupið nokkuð frá því, sem áður var, og varð sam- komulag um kr. 1.45. Jafn- framt var gerður samningur til eins árs milli Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og Vinnu- veitendafélagsins, og er það spor í áttina til að tryggja \ innufriðinn. í þessum samn- ingi er eftirtektarvert ákvæði um það, að deilur út af samn- mgnum skuli lagðar fyrir sáttanefnd, og megi ekki hefja vinnustöðvun í viku, meðan hún er að reyna að koma á sáttum. Er þetta spor í áttina til viðurkenningar aðila á nauðsyn hóflegrar vinnulög-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.