Tíminn - 10.01.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1938, Blaðsíða 2
6 TÍM INN þar var frv. samþykkt óbreytt, eins og efri deild hafði skilið við það. En mjög var sá að- gangur langur og harður. Þurfti Jörundur Brynjólfsson þar að beita allri sinni lægni og stjórn- semi í forsetastól, og að lokum að takmarka umræður tveim sinnum, til þess að Finni Jóns- syni og Einari Olgeirssyni tækist ekki að láta málið daga uppi, með endalausum málþófsræðum. Kom Finnur Jónsson á þann hátt fram í þeirri sennu, að full sönnun fékkst fyrir því, að flokki hans var fullkomið girnd- arráð, að geta haft verksmiðj- urnar framvegis sem leiksopp í höndum sinna skjólstæðinga. VII. Þegar Finnur Jónsson sá, að tveir stærri flokkar þingsins höfðu ákveðið að láta málið ná fram að ganga, byrjaði hann í Alþbl. dag eftir dag með gegnd- arlausum, persónulegum á- níðslugreinum á Þormóð Eyj- ólfsson. Tilgangurinn var auð- sær. Flokkur hans hafði ætlað að eyðileggja Þormóð Eyjólfsson, af því, að hann var talinn að standa í vegi þjóðnýtingar á Siglufirði. Þetta hafði mistekizt. Flokksþing Framsóknarmanna hafði tekið mál Þormóðs að sér og þingflokkurinn hafði haldið því til streitu. Finnur þóttist nú sjá Þormóð líklegan til að koma aftur í stjórn verksmiðjanna og þjóðnýtingarplönum hans sjálfs þokað um stund út af sjónar- sviðinu. Við umræðu í neðri deild hélt Finnur hrókaræður í sama dúr, samantvinnaðar dylgjur og illindi um Þormóð Eyjólfsson, án þess að finna nokkru orði stað. Þegar ég kom inn í deildina, sneri hann sér að mér með gróf- um, persónulegum fúkyrðum, og þegar hans eigin andagift hrökk ekki til, tíndi hann upp margra ára gömul illyrði úr sturluðum ihaldskarli, til að ná með því meiri áhrifum. Jafnframt tók hann þær dylgjur aftur um leið, og daginn eftir át hann ofan í sig opinberlega meginið af dylgj- um sínum um Þormóð Eyj- ólfsson. Ekki hætti hann þó sókn sinni fyrr en jólahelgin skall á, því að í því eintaki af Alþbl., er borið var út á aðfangadag, var ein grein eftir Finn Jónsson, um Þormóð Eyjólfsson, með sama innihaldi og dylgjum og fyrr. VIII. Þormóður Eyjólfsson og Finn- ur Jónsson fengu hvor um sig sérstakt trúnaðarstarf frá Framsóknarmönnum. Þormóður varð áhrifamesti maðurinn á Siglufirði, við að koma upp hinni nýju bræðslu, og Finnur Jónsson varð forstjóri yfir hinni svo- nefndu samvinnuútgerð á ísa- firði. Ríkið lagöi til féð á báðum stöðum nálega allt. Fyrirtækið á Siglufirði var til að bjarga fá- tækum sjómönnum úr greipum erlendra kúgara. Á ísafirði voru bátarhir keyptir til að bjarga fólkinu úr hungursneyð. Vorið 1928, þegar Framsóknarflokkur- inn allur hafði greitt atkvæði með því, að ábyrgjast fyrir ísa- fjarðarbátana nokkur hundruð þúsund krónur, átti Framsókn- arþingmaður í vök að verjast með þessa hjálp flokksins við socialista, þar til hann lagði þessa spurningu fyrir íhaldið: Átti þá að láta þetta fólk á ísa- firði verða hungurmorða, eins og við það var skilið? Spurning- in sýndi aðstöðu socialista á ísa- firði, meðan Finnur Jónsson var þar í pósthúsinu, og samherjar hans bátalausir í bóndabeygju harðsnúinna andstæðinga. Að minni hyggju hafa bæði Þormóður og Finnur unnið með eljusemi og kostgæfni, síðan Framsóknarfl. fékk þeim í hend- ur aðalforustu, öðrum við verk- smiðjur og hinum við útgerð. Báðir hafa átt við mikla erfið- leika að stríða, og báðir sætt miklum mótgangi. Þormóður Eyjólfsson og flokksbræður hans hafa jafnan vikið góðu að Finni í hans margháttuðu þrenging- um, og hefir hann oft þurft hjálpar með. Ef Framsóknar- menn hefðu búið að Finni, eins og hans menn að Þormóði, þá ættu trúnaðarmenn Framsókn- armanna að hafa notað tækifær- in, þegar ríkið varð að borga fyrir hann afborganir og vexti til Svíþjóðar, til að hrekja hann frá forustu við útgerðina, og helzt með mikilli smán í ofaná- lag. Svo sem til áréttingar hefðu Framsóknarmenn átt að taka sölu Finns Jónssonar í fyrravet- ur, er hann seldi lýsi frá verk- smiðjunum á 21 shilling, þegar Alliance, fyrir milligöngu hins gamla erindreka Þormóðs, seldi sama dag fyrir 22 shillings, og velta vöngum yfir þeim 120 þús. kr., sem á þann hátt hefðu tap- azt hinu íslenzka ríki, fyrir sorg- lega vankunnáttu Finns Jóns- sonar og forstjóra hans. í ofaná- lag hefði síðan átt að draga þessar umræður og dylgjur um tapið inn í umræður á Alþingi og í jólablöðum flokksins. Framsóknarmenn gerðu þetta ekki og munu ekki gera, þó að ti- falt meiri líkur séu til að mis- nota mætti aðstöðu við lýsissöl- una, heldur en vátrygginguna hjá Sjóvátryggingarfélaginu. Ég álít þessa sölu þeirra Finns og Gísla klaufalega, og engan veg- inn bera vott um mikla yfirburði í viðskiptamálum. En ég hefi tekið þetta dæmi til að sanna Finni og vinum hans hve veik er aðstaða þeirra í þessu máli, og hve mjög þeir treysta á að þeim muni haldast uppi hóflaust of- fors og vöntun á drengskap og að þeim verði jafnan sýnd mildi og drengskapur, þó að misbrestur sé í meira lagi um hvorttveggja frá þeirra hálfu. IX. Sakir þær, sem Alþfl.menn báru á Þormóð Eyjólfsson, voru raunar ekki nema tvær. Fyrst að í bráðabirgðaákvæði í frv. því, sem hann gerði um síldarbræðsl- urnar, var talað um, að enn væru eftir tvær afborganir af verksmiðju dr. Pauls, en Finnur sagði, að ekki væri nema ein af- borgun eftir. Hélt Finnur marg- ar ræður um þetta og vildi láta hrekja frv. milli deilda með því málþófi, sem hann og kommún- istar gátu veitt, og það allra síð- ustu nótt þingsins, til að lag- færa þessa villu, sem hann taldi mjög hættulega. Hin sökin var, að dómi Finns, sú, að Þormóður hefði, meðan hann var í stjórn verksmiðjanna, vanrækt að láta Sjóvátryggingarfélag íslands greiða 10% afslátt af trygging- argjöldum, með því að gera fast- an samning við félagið, um allar byggingar. Hnigu dylgjur Finns, bæði í blöðum og á þingi, að því að Þormóður myndi hafa hagn- azt á þessu hjá Sjóvátryggingar- félaginu. Um fyrri sökina er það að segja, að hún var beinlínis vís- vitandi uppspuni. Finnur vissi í þinginu, að hann sagði ósatt um afborganirnar, og fölnaði upp, er hið sanna kom fram. Hann hafði, undanfarna daga, grát- beðið Landsbankann dag eftir dag, að greiða erlendis næstsíð- ustu afborgunina. En það var ekki gert, og hann hafði ekki einu sinni lagt fram íslenzku peningana upp í skuldina. Var það einn af fyrstu ósigrum Finns í þessu máli, er hann var á Al- þingi staðinn að vísvitandi ó- sannindum, í því skyni að ó- frægja fjarstaddan mann, og reyna með ósannindum að hafa áhrif á úrslit þýðingarmikils þingmáls. Ekki gekk betur með höfuð- sökina, því að það hefir sannazt, að Þormóður vildi gera þennan samning við Sjóvátryggingarfé- lagið, en fékk því ekki fram komið fyrir andstæðingum í stjórn verksmiðjanna, og fyrir framkvæmdastjórum hennar, sem ekki vildu gera bindandi samninga við Sjóvátryggingar- félagið, heldur tryggja hjá er- lendum félögum. Enda fóru þeir Finnur og Gísli Halldórsson þá leið, er þeir höfðu ráðin og tryggðu hjá útlendingum, en ekki hjá Sjóvátryggingarfélag- inu. Óskammfeilni Finns í þessu máli kom fram í því, að til að reyna að ná til Þormóðs, varð hann að tortryggja stjóm og skrifstofufólk Sjóvátryggingar- félagsins, því að til þess að nokk- ur sviksemi gæti átt sér stað í þessu efni, hefði forstjórinn og skrifstofufólk hans orðið að vera meðsekt. Þetta sá forstjór- inn og gekk snögglega fram gegn dylgjum Finns í þessu efni. Fór þá svo, að Finnur sá sitt óvænna og auglýsti í útvarpinu, að hann hefði aldrei dróttað óheiðarleik að Þormóði. En til hvers voru þá allar greinar hans um Þormóð, og árásarræður í þinginu, sem snerust um það eitt, að tor- tryggja þennan framangreinda mann, og af þessum tveim fram- angreindu ástæðum, og að vilja með því sanna að hann væri ó- hæfur til að vera í stjórn verk- smiðjanna? X. Af því, sem að framan er sagt, leggur Ijóst fyrir öllum almenn- ingi, að hin órólega deild Alþfl. hafði tvennan tilgang með bylt- ingarbrölti sínu viðvíkjandi verksmiðjunum. í fyrsta lagi að gera þær að flokksvirki til fram- dráttar Alþfl. í öðru lagi að eyði- leggja álit og mannorð Þormóðs Eyjólfssonar, í því skyni að brjóta á þann hátt niður flokks- starfsemi Framsóknarmanna á Siglufirði. Hin ótrúlega lævísi Alþýðufl. gagnvart Bernharði Stefánssyni og Einari á Eyrar- landi, var miðuð við fyrra atrið- ið. Ef socialistum hefði tekizt að fella Bernharð og Einar í vor sem leið, gerðu þeir ráð fyrir að Framsóknarmenn yrðu svo lam- aðir í Eyjafjarðarsýslu, að þeir reyndu ekki að rísa gegn einræði socialista í verkamannamálun- um, og þeir sætu fastir í virkinu. Hótanir Héðins Valdemarssonar og Einars Olgeirssonar á þingi nú fyrir jólin, um að flokkar þeirra skyldu með ofbeldi hindra vinnu í verksmiðjunum, ef ekki væri allt látið að þeirra vilja, sýna, hvert stefnt var. Þá er komið að síðara atriðinu, hversvegna árásin á Þorm. Eyj- ólfsson hefir verið svarað svo harðlega, sem raun ber vitni um. Enginn flokkur getur lifað nema skamma stund, ef hann reynir ekki að standa með sam- herjum sínum sem eru ofsóttir vegna pólitískra skoðana. Um leið og einhver flokkur er svo linur og kærulaus, að hann líður andstæðingum að traðka á sam- herjum, án þess að reyna að koma við vörn, þá eru dagar hans taldir. Það hefir verið ein af meginstoðum Framsóknar- flokksins alla tíð, að flokksmenn hafa fundið í blöðum og opin- berum ráðstöfunum flokksins ít- arlegar tilraunir til verndar ein- staklingum, er beittir eru órétti. Ég hefi sjálfur þegið slíka hjálp frá samherjum og alltaf veitt slíka vernd sjálfur. Þegar ó- menntaður glæpalýður í svokall- aðri yfirstétt landsins, hafði myndað samsæri móti lífi mínu og stjórnmálaheiðri, risu sam- herjar mínir og góðir drengir í öðrum flokkum upp þúsundum saman og fordæmdu illvirkjana, svo að slík fordæming almenn- ings hefir aldrei þekkzt áður hér á landi. Þegar ráðizt var á Her- mann Jónasson í kollumálinu, á Guðbrand Magnússon, fyrir að hann legði ágóða áfengisverzl- unar í flokkssjóð Framsóknar- manna, eða þegar andstæðingar báru á Pálma Loftsson að hann hlyti að hafa dregið sér sjálfum eitthvað af Þórsfiskinum, ef ekki kæmu fram 500 fiskar úr hverj- um drætti, og af þeirri stærð, að 100 nægðu í skippundið, þá var málið varið, ekki einungis af þeim mönnum sjálfum, sem hér voru bornir upplognum sökum, heldur af samflokksmönnum þeirra yfirleitt. Og Framsóknar- menn létu sér ekki nægja, að andstæðingarnir yrðu sér til al- gerðrar minnkunnar um öll at- riði í lygasögunum um kolluna, áfengisgróða í flokkssjóð og Þórsfiskinn, heldur beitti flokk- urinn sér fyrir því, að þeir menn allir, sem vegna drengilegrar baráttu um málefni lands og þjóðar, höfðu oröið fyrir þessum tilefnislausu árásum, skyldu hækka að mannvirðingum, til eftirminnilegrar ráðningar þeim sem ætlað höfðu að ryðja þeim úr vegi í félagsmálabaráttunni. Á þennan hátt hafa Framsókn- armenn vanið Mbl.menn á hæfi- lega umgengni við trúnaðar- menn Framsóknarmanna. Ef ég hefði hugsað um það sér í lagi, að koma mér vel við for- ráðamenn socialista, þá var ekk- ert auðveldara en að þegja og láta ranglætið gerast. Það var hægt fyrir mig að segja, að þetta kæmi í hæsta lagi við þingmönn- um Eyfiröinga, og ef til vill hin- um fastráðnu starfsmönnum við blöð flokksins. En ég sá enga á- stæðu til að láta þetta ranglæti gerast án mótmæla. Ég hafði í 20 ár átt þátt í að verja aðra flokksmenn, sem að ósekju höfðu verið ofsóttir af öfundar- mönnum og andstæðingum. Ég hafði á þann hátt orðið í augum andstæðinganna einskonar eld- ingavari fyrir flokkinn. Auk þeirra ásakana sem andstæðing- ar beindu að mér sérstaklega, fékk ég venjulega bróðurpartinn af gremju andstæðinganna út af misheppnuðum árásum á mik- inn fjölda af samherjum mínum, oft marga úr hverju kjördæmi. Óvild þeirra manna, sem standa að Alþfl. og nokkurra af for- ráðamönnum Alþfl. til mín er þess vegna auðsæ, því að þrátt fyrir það, að ég hefi oftar en nokkur Alþýðuflokksmaður, greitt götu góðra mála, sem verða máttu til gagns verka- mönnum og sjómönnum, þá hefi ég ekki hikað við, undir neinum kringumstæðum, að verja sam- herja mína fyrir óréttmætum á- rásum, líka frá socialistum. Þess vegna hefir síldarbræðslumálið, vegna ofstopa Finns Jónssonar og Alþbl. snúizt frá því að vera almennt útgerðarmál, upp í að vera frá hálfu þessara manna, einskonar almenn hernaðar- áskorun á mig persónulega. En þetta er algerlega rangt. Það er Framsóknarflokkurinn allur, er hefir barizt og unnið þennan sigur, bæði út af málefnum og mönnum. Og sjálft málefnið er eins stórt og sigurinn. í stað glannalegrar óforsjállar flokks- stjórnar á þjóðnýtingargrund- velli, kemur nú föst, óháð og sterk stjórn á grundvelli sjálfs- bjargar einstaklingsins, sem styðst við lögbundið og þroskað ríkisvald. XI. Það myndi vanta tilfinnanlega kafla í þessa grein, ef ekki væri sýnd nokkur viðleitni að skýra þá gátu, hvers vegna Alþýðufl. hóf þessa herferð á hendur sam- starfsflokki sínum, sem nú er lokið með svo yfirlýstum ósigri þeirra, sem stóðu að þessari virðulegu styrjaldarbyrjun. Ef Jón Sigurðsson, Páll Þor- björnsson og Finnur Jónsson hefðu komið vel og sanngjarn- lega fram í verksmiðjustjórninni — ef þeir hefðu lagt stund á að hafa duglegan forstöðumann og gætilegan og framsýnan rekstur á verksmiðjunum, þá hefðu full- trúar þeirra í stjórn verksmiðj- anna setið þar enn með sæmd og friði, eins og Jón Baldvinsson í Útvegsbankanum. Öll skynsam- leg hyggja og almenn reynsla sómafólks um sambúð andstæð- inga við vandasöm störf, hlaut að benda Jóni Baldvinssyni og félögum hans á algerlega gagn- stæða leið heldur en þeir fóru. Skýringin er auðsæ. Leiðtogar socialista í síldarmálunum komu þangað eins og nýríkir menn, sem erft hafa auð eftir aðra, og þeir hafa siglt upp á sama sker eins og nýríkir menn, sem týna skjótt auði, sem þeir hvorki hafa kunnað að afla eða gæta vel. Allir þessir menn hafa fengið mannvirðingar sínar í síldarmál- unum fyrir vinnu Framsóknar- manna. Ekki höfðu Jón Sigurðs- son eða Páll Þorbjörnsson upp- hugsað verksmiðjugerð fyrir rík- ið á Siglufirði, ekki útvegað féð til þess, enn síður staðið fyrir byggingunni og stýrt rekstrinum á hinum örðugu byggingarárum. Þeir koma inn í stjórn þessa milljónafyrirtækis upp úr kosn- ingasigri Framsóknarmanna árið 1934. Þeir voru ókunnir öllu sem að verksmiðjurekstrinum laut. Annar fékk sæti í stjórninni sem venjulegt pólitískt bein, hinn til að vera atkvæðaleitandi fyrir flokk sinn norðanlands. Þeir höfðu hvorki tekið þátt í lang- vinnu baráttustarfi fyrir flokk sinn, eða haft nokkurn þann undirbúning, sem gerði það eðli- legt, að þeir kæmust í stjórn þessa stórfyrirtækis. Þeir voru í síldarbræðslumálunum algerlega sambærilegir við vanmentaða menn, sem án eigin tilverknaðar fengu skyndilega stórgróða á styrjaldarárunum, keyptu sér síðan gamla kastala og hugðust að lifa eins og herramenn. Slíkir menn vissu að heldra fólk hafði mikið af málverkum á veggjum hlaðna bókum. Þess vegna keyptu þeir í kastalana málverk í fermetrum og bækur í smálest- um. Algerlega sama reynsla varð með þessa tvo fulltrúa Alþýðu- flokksins í verksmiðjustjórninni. Þeir komu alveg óviðbúnir inn í stórt fyrirtæki, sem Framsókn- armenn höfðu byggt upp, og þeir komu þangað sem stjórnarmenn eingöngu fyrir það, að Fram- sóknarmenn réttu stórlega við í kosningunum 1934, þó að allir aðrir flokkar væru á móti þeim. Menn eins og Jón og Páll eru átumein ungum lýðræðisflokki. Þeir komast, fyrir vinnu annarra til skjótra mannvirðinga, án þess þroska, sem aðeins fæst með margháttaðri baráttu og tamn- ingu við meðferð áhugamála, sem eftir er að framkvæma. Á Alþýðuflokkinn hefir á síðustu árum hlaðizt talsverður liðsauki af þesskonar fólki, sem flýr burtu við fyrstu hret, og flokk- urinn er betur farinn að missa, heldur en að hafa við tjaldskar- ir sínar. Um Finn Jónsson er að vísu allt annað að segja, sökum hæfi- leika og manndóms, og allar lík- ur eru til, að saga verksmiðj- anna heföi orðið allt önnur, ár- ið 1935 og síðan, ef hann hefði komið í verksmiðjustjórnina í stað Jóns og Páls, með Þormóði Eyjólfssyni. En hinu ber þó ekki að neita, að lítill myndi vegur Finns Jónssonar utan ísafjarðar, án stuðnings Framsóknar- manna. Sína fyrstu 5 báta fékk hann vegna ríkisábyrgðar sem Framsóknarflokkurinn veitti. — Sína næstu 2 báta fékk hann út á áframhaldandi hjálp Fram- sóknarmanna og með því að setja í þá ágóða byrjunarársins, áður en kreppan skall á. Sín fyrstu sambönd um síldarsölu frá þessum rikisbátum, fékk hann með meðmælabréfi frá Jóni Árnasyni í Sambandinu. Ábyrgð og viðbótarábyrgð um rafmagns- lán ísafjarðar hefir hann fengið með aðstoð Framsóknarmanna. Sama er að segja um vegtyllur hans í stjórn síldarbræðslanna, í síldarútvegsnefndinni og í Sölu- samlaginu. Ef enginn Framsókn- arflokkur hefði verið til, og það er heitasta ósk margra af helztu leiðtogum socialista, þá hefði í- haldið enn drottnað á ísafirði, yfir hálfútkulnuðu bæjarfélagi. Þar hefðu ekki verið neinir sam- vinnubátar, engin rafstöð frá fossum í nájrenninu, enginn verkamannaforkólfur í stjórn síldarbræðslu við Eyjafjörð, eða ráðandi þess, hvort Haraldur Böðvarsson fær að senda út nokkra síldartunnu úr landinu. í stað þess hefði Finnur Jónsson verið unglegur og hressilegur á svip, upptekinn ár út og ár inn við að afgreiða Mbl. og ísafold og útlenda póstböggla til trúaðra íhaldssálna á ísafirði. Finnur Jónsson getur að vísu sagt, að flokkur hans hafi stutt Framsóknarmenn við fram- kvæmd allmargra mála. En þar til er því að svara, að allt sem samvinnufélögin og Sambandið hafa gert, þar á meðal hin stór- felldu iðnfyrirtæki Sambandsins á Akureyri, hefir verið fram- kvæmt af samvinnumönnum án nokkurrar pólitískrar hjálpar, þar sem Alþýðufl. hefir yfirleitt á sama hátt fáu getað áorkað einn, nema kauphækkunum í fyrirtækjum, sem nú eru rekin með tekjuhalla. í öðru lagi hafa Framsóknarmenn aldrei að fyrra bragði leitað með ófriði á sam- starfsflokkinn. Finnur Jónsson hefir verið studdur við basl sitt með ísafjarðarbátana, en ekki rægður og tortryggður, eins og Alþýðufl. hefir gert við Þormóð Eyjólfsson. Ekki hafa ráðherrar Framsóknarmanna hrundið Al- þýðuflokksmönnum úr embætti, til að koma að sínum eigin í slíkum húsum, og bókaskápa, mönnum, eins og Haraldur Guð- mundsson gerði við sr. Björn Magnússon. Og að síðustu hafa Framsóknarmenn ekki ráðizt með ofbeldi og dólpungshætti á fyrirtæki Alþýðufl., t. d. brauð- gerð hans, eins og Alþýðuflokk- urinn gerði á Akureyri, er hann stöðvaði með ofbeldi verksmiðj- ur Sambandsins í mánuð og lok- aði um vikutíma fyrir nálega alla aðflutninga að einu þýðingar- mesta samvinnuhéraði á land- inu, Eyjafirði. Hér hafa verið rakin megin- drög í hinu þýðingarmesta bar- áttumáli undangenginna ára. Alþýðuflokksmenn rufu þar grið og samninga við samstarfsflokk- inn, bæði um menn og málefni. Með rólegri og stefnufastri bar- áttu hefir þessari sókn verið hrundið. Framsóknarflokkurinn hvorki vill né getur sett þar upp flokksstjórn. En hann vill vinna að því, að þar komi sterk, gætin og réttlát stjórn, sem tekur tillit til allrar þjóðarinnar, en ekki sérstaklega til eins flokks eða einnar stéttar. Eftir tíu ára reynslutíma og fánýt átök um að geta misnotað stórvirki Magnús- ar Kristjánssonar, á nú að geta byrjað nýr tími, þegar verk- smiðjurnar byrja að starfa í anda hans, þegar útvegsmaður- inn og sjómaðurinn geta óhultir komið með sína vöru og fengið fyrir hana sannvirði, en þjóð- nýtingarbraskið endanlega lagt á hilluna. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.