Tíminn - 12.01.1938, Side 1

Tíminn - 12.01.1938, Side 1
^fgteffcöla «>0 lnnt)ctmto íþafnarott. 16 ©tmt 2353 — J5óatþ6lf 961 ©fatbbagi blaOelne ct t )ðat &tB<inj}nrtnti fostat 7 ft. XXII. ár. „Málefnin ráða“ í kosningunum á síðastliðnu vori voru oft bornar fram fyrir- spurnir til frambjóðenda Fram- sóknarflokksins um það, með hverjum flokkurinn myndi vinna eftir kosningar. Því að mjög almennt var gengið út frá því, sem varð, að „Breiðfylking- in“ myndi lenda í minnahluta, en Framsóknarflokkurinn verða áfram forystuflokkur í þinginu. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra svaraði þessu fyrir hönd alls flokksins í útvarpsumræðum með tveim orðum: „Málefnin ráða“. Og á likan hátt munu ýmsir aðrir frambjóðendur flokksins hafa svarað, þegar til- efni gáfust. Nú er aftur spurt hinnar sömu spurningar. Menn vita, að eins og sakir standa er ekkert afráðið um samvinnu Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins til langframa. Sam- komulag það, er gert var í nóv- ember, var um afgreiðslu mála á síðasta þingi, og í byrjun næsta þings, sem hefst í miðjum febrú- armánuði, liggur fyrir að skapa viðhorf með tilliti til þess ástands, sem þá þarf að mæta. Ýmsum getum mun nú vera aö því leitt, hver niðurstaðan muni verða. í blöðum annara ílokka er talað um „hægri“ eða „vinstri" bros einstakra manna. Það er talað um „hóg- værð“ Morgunblaðsins, það er talað um togstreitu hinna tveggja verkamannaflokka um „samfylkingu“ og „sameiningu". Og það er talað um Framsóknar- þingmenn, sem séu svo „eld- rauðir“ í gegn, að þeir muni verða „undirlægjur socialista" til æfiloka. Út af öllu þessu reyna avo þeir, sem gefnir eru fyrir „spennandi" pólitlk, að draga sinar ályktanir. En við öllum slíkum hugleið- ingum um framtlðina getur Framsóknarflokkurinn ekki gef- ið nema eitt svar. Það er svar Eysteins Jónssonar í siðustu kosningum: „Málefnin ráða“. Framsóknarflokkurinn gengur ekki með neina fyrirfram sann- færingu eða fordóma vlðvlkjandi því, hvaðan honum muni koma bandamenn og hvaðan ekki. Með Þvi að setja sér þá megin- reglu, að láta „málefnin ráða“ hefir hann slegið fastri þeirri vinnuaðferð, sem ein er sæm- andi frjálslyndum og kreddu- lausum milliflokki með ákveðin viðfangsefni. Sú vinnuaðferð er í þvi fólgin, að flokkurinn hafi sjálfur ákveðnar tillögur fram að bera um lausn þeirra mála, sem stærst eru og mest aðkall- andi á hverjum tíma og geri síðan samkomulag við þann flokk eða þá menn aðra, sem næst geta gengið þeim tillögum án þess þó að í móti komi fylgi við önnur stórmál, sem telja má ósanngjörn eða óframkvæm- anleg. Við sllkar samkomulags- umleitanir mega vitanlega hvorki gömul óvinátta eða vin- átta við einstaka menn eða ílokka koma til greina. Enda nær það vitanlega engri átt, að allir pólitískir samherjar eigi að vera vinir og allir pólitískir andstæð- ingar óvinir. Leiðir þjóðmálanna og leiðir tilfinninganna þurfa ekki að liggja saman og mega oft ekki gera það. Og árekstr- ar út af mönnum eða þýð- ingarlitlum viðburðum, eiga heldur ekki í þroskuðu stjórn- málalífi að geta ráðið megin- línum I atvinnu- eða fjármálum þjóðarinnar. Með lögum þeim um starfsemi sína og skipulag, sem Framsókn- arflokkurinn setti sér á flokks- þingi sínu árið 1933 staðfesti hann til fullnustu þann vilja sinn að láta „málefnin ráða“. Á hverjum tíma skyldu þau mál- efni, er til þess væru valin af meirahluta þeirra, er með um- boð fara fyrir flokksmennina um land allt, vera borin fram af sameinuðum átökum flokksins og allt annað fyrir þeim víkja. Framsóknarflokknum var það ljóst, að er hann vildi vera lýð- ræðisflokkur í þjóðfélagi, varð hann líka að vernda lýðræðið innan sinna eigin vébanda, lýð- ræðið um ákvörðun málefnanna og lýðræðið til að láta málefnin ráða. Það varð að vísu ekki af öllum vel séð innan Framsóknar- flokksins á þelm tima að láta málefnin ráða. Það kom glöggt fram á haustþinginu sama ár. Meginhluti flokksins vildi þá slíta þeirri stjórnarsamvinnu „til hægri“, sem verið hafði og taka upp nýtt samstarf til þess að geta komið fram hinni mik- ilsverðu afurðasölulöggjöf fyrir landbúnaðinn. En tveir þing- menn flokksins neituðu og hindruðu þar með flokkinn í að koma fram ákvörðun sinni. Þeir vildu ekki láta málefnin ráða. Þeir stofnuðl síðan „einkafyr- irtækið“ á grundvelli persónu- legra viðhorfa og ráku baráttu sína með slagorðum um „socia- lista-þjónustu“ og óraunhæfum yfirboðum. En bæði kjötlögln og mjólkurlögin urðu að blða fram yfir kosningar. Þegar samvinna um stjórn- armyndun milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokkslns hófst sumarið 1934, byggðist hún fyrst og fremst á tilteknum málefnum. Og í íyrsta sinn í þingsögunni var málefnunum gert svo hátt undlr höfði, að um þau var gerður opinber samn- ingur og birtur alþjóð manna. Stjórnln var mynduð í því á- kveðna augnamiði að rétta við hag ríkissjóðsins, stöðva vöru- skuldasöfnunina við útlönd, hækka verð á afurðum bænda og koma fram nokkrum öðrum málum, sem tilgreind voru sér- staklega. Að þessu hefir verið unnið eins og til var stofnað, og um það kvað þjóðin upp sinn dóm 20. júní sl. Á þingi 1 vetur er sömu stjórnarsamvlnnu enn áfram haldið á grundvelli málefnanna. Og þau málefni voru einnig gerð þjóðinni kunn. Það var samið um nýju mjólkurlögln, um ýms- ar hjálparráðstafanir til handa R#ykjavík, 12. janúar 1938. landbúnaði og sjávarútvegi, nýja tekjuöflun til að gera þær ráðstafanir mögulegar o. s. frv. Einhverju því, sem um var samið 1934 og aftur nú í haust, hefði sennilega verið hægt að koma fram með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. En í heild var það ekki hægt að tryggja þeim stefnumálum Framsókn- arflokksins, sem hér var um að ræða, framgang á þann hátt. Sjálfstæðismenn hefðu t. d. ekki samþykkt mjólkurlögin. Þess vegna var í bæði þessi skipti ráðið samstarf við Alþýðuflokk- inn. Og framvegis mun Framsókn- arflokkurinn fara að alveg á sama hátt. Hann mun rannsaka aðstöðuna til málefnanna, sem fyrir liggja og styðja ríklsstjórn með þeim, sem þegar til kemur, taka þá afstöðu til málefnanna, sem hann telur bezt við unandl af þvi sem kostur er á. Og þar koma vitanlega aðallega tll greina þau málin, sem máli skipta fyrir afkomu og öryggi þjóðarheildarinnar og til leið- réttingar á aðstöðu þeirra, sem miður mega, svo sem fjármál og skattamál ríkislns, banka- mál, atvinnumál og almenn menningarmál. Samvinna við Sjálfstæðis- flokkinn er t. d. alls ekki hugs- anleg á grundvelli þeirra gá- leysistillagna í fjármálum, sem sá flokkur hefir staðið að und- anfarin ár. Og samvlnna vlð Al- þýðuflokkinn væri ekki heldur hugsanleg ef hann setti sem skilyrði, að fylgt yrði þjóðnýt- ingartillögum hans frá sl. vori. Framsóknarflokkurinn slær ekki á þá hönd, sem fram er rétt tll stuðnings skynsamlegri og réttlátri lausn málefna, jafnvel þótt sú hönd kunnl að hafa áður eitthvað til óþurftar unnið. Sérstefnu eða kreddur þeirra flokka, sem hann vinnur með og á annað borð vilja starfa sem sjálfstæðir íslend- ingar, að réttum lögum á þing- ræðisgrundvelli, lætur hann sig heldur ekki meginmáli skipta, ef þeir eru íáanlegir tll að styðja í helld þá stjórnarfars- og löggjafarhætti, sem að hans dómi eru heppilegir. A grund- velll málefnanna mun hver sú aðstoð verða metin, sem fram er boðin. Og sá er líka tvímæla- laust vilji allra gjörhugulla manna, að þannig séu örlög þjóðarlnnar ráðin á hverjum tlma. Framboð Framsóknarflokkslns í bæjarstjórnarkosningunum. Þessir skipa efstu sæti list- anna: Á Akureyri: Vilhjálmur Þór, Jóhann Frímann, Árni Jó- hannsson, Þorstelnn Stefánsson. Á Siglufirði: Þormóður Eyjólfs- son, Sigurður Tómasson, Hann- es Jónasson, Ragnar Jóhann- esson. Á Seyðisfirði: Karl Finn- bogason, Vilhjálmur Jónsson. í Neskaupstað: Níels Ingvars- son, Guðröður Jónsson. í Vest- mannaeyjum: Svelnn Guð- mundsson, Sigurjón Sigur- björnsson, Guðlaugur Bryn- jólfsson, Guðrún Stefánsdóttir. Um Reykjavik er áður getið. 3. blað. Guðmundur ísleifsson. Sigríður Þorleifsdóttir. SJá grein Böðvars Magnússonar á Laugarvatni um Háeyrar- hjónin á öðrum stað 1 blaðlnu. Er »línan« frá 1923 beinlínís ný? Alþýðublaðið vlrðist 1 þessum kosningum ætla að helga mér mjög ríflegan hluta af lesmáll sínu, og er líklegt að það verði gott fyrir báða. Alþbl. vantar efni og er þess vegna almennt talið mjög leiðinlegt. Ég vona, að ádeilur þess á mig geri það lítið eitt læsilegra. Jafnframt fæ ég á þann hátt meðmæli, sem koma á réttum stað til réttra aðila, einmitt nú, þegar hinn eiginlegi Alþýðufl. hefir orðið fyrir þvl óláni að vera lagstur undir slna mestu öfundar- og ó- vlldarmenn, kommúnistana. — Það mun sannast, þegar liða tekur fram á kosningaundirbún- inginn, að ýmsir góðir og gegnir Alþýðufl.menn munu athuga vandlega hvernlg þeir geta bezt farlð með atkvæði sln, meðan flokksstjórnin er í herlelðingu við vötnin ströng i seli Stalins hér á landi. Alþbl. heldur þvl fram, eftir áramótagrein mína, að ég sé með nýja línu I stjórnmálum. Senni- lega er einmitt orðið „lina“ tákn þess, að blaðið skoðar slg nú í þjónsaðstöðu við Moskva. En þessi „lína“ er orðin nokk- uö gömul. Hún er frá 1923, þegar Alþbl, réðist á mig með þelm elnkennilega ódrengskap, að ó- virða mig með þvi að láta elns og ég væri hlynntur þjóðnýting- arsteínunni. Af þvi ég hafðí þrá- sinnis í ræðu og riti tekið 1 streng með verkamönnum og sjómönn- um í baráttu þeirra fyrir bætt- um kjörum, þá notaði einn af frambjóðendum Alþfl. og þáver- andi ritstjóri blaðsins tækifærið tll að reyna að skaða mig með því að búa til sögu um það, að ég væri að vinna fyrir Alþfl. og sæti á svikráðum við minn eigin flokk. Ég hefi annan vitnisburð, tiltölulega nýjan, þar sem helztu forráðamenn Alþfl. lýsa þvi yfir, hátíðlega, að ég sé verulegasti þröskuldur i vegi þess, að kjós- endur Framsóknarfl. streymi í stórum hópum yfir til socialista. Ég hygg að hvorttveggja sé jafn rangt. Ég á hvorki skilið það hrós, að hafa safnað liði til Jóns Baldvinssonar á kostnað Fram- sóknarflokksins, eða að hafa hindrað þúsundir af mönnum frá að verða socialistar. Hvort- tveggja er „kosningasannleikur" Alþbl. Út af niðl Alþbl. um mig 1923, setti ég fram þá einföldu og afar auðskildu kenningu, að miðflokkur landsins, samvinnu- mennirnir, Framsóknarmenn, gætu unnið með verkamanna- flokk að almennum umbótum á kjörum manna 1 landinu, ef starfað væri að þessum umbót- um á friðsamlegum grundvelli. En að jafnskjótt og verka- mannaflokkur færi að starfa að byltingu eða byltingarundirbún- ingi, þá teldi ég persónulega skyldu mlna, að standa til varn- ar móti ofbeldinu við hlið í- haldsins, meðan sú hætta væri að liða hjá. Alþýðufl. veit vel, að Fram- sóknarflokkurinn hefir talið sér heppilegast að fylgja þessarl stefnu, sem ég markaði árið 1923. Alþfl. heíir fræðilega staðið móti byltingu, þar til I fyrravet- ur, og Framsóknarmenn hafa oft og í mörgum þýðingarmikl- um málum getað unnið með Al- þýðufl. á þingi og i sumum bæj- arstjórnum. En 1 fyrravetur setti Héðinn Valdemarsson þingflokk þann, sem hann er 1, inn á bylt- ingargrundvöll. Og um leið færði allur þingflokkur og síðan allur flokkur Framsóknarmanna í landinu sig frá hlið sociallsta og vann með íhaldlnu 1 þvl tiltekna máli. Héðlnn Valdemarsson hafði bæði skapraun og óvirðingu af þessari ofbeldistilraun sinni. Hann tapaði á henni 1000 atkv. í Rvík. Hann ætl'aði að vinna sér fylgl sjómannanna á togurun- um, en glataði því. Sjómennirn- ir sáu, að ef ráði hans hefði ver- ið fylgt, myndu mörg af veiði- skipunum hafa legið aðgerða- laus alla vertíðina og þeir að- gerðalausir 1 landi. Alþbl. snýst daglega í þýðing- armesta máli flokksins. Þess vegna kom það illa við, að ég skuli hafa fyrir fjórtán árum markað glögga höfuðlínu 1 is- lenzkum stjórnmálum, sem stærsti flokkur þingsins og þýð- ingarmesti flokkur landsins hefir fylgt öll þessi ár og sér ekki ástæðu til að hverfa frá. Alþýðu- flokkurinn veit, að hverju hann gengur 1 sambúð við Framsókn- arflokkinn. Samstarf milli þess- ara flokka er, eins og hingað til mögulegt, ef Alþfl. afneitar bylt- ingarstarfsemi I orði og verki, tekur upp skipulag og hagnýt vinnubrögð um almenn mál, og hreinsar úr liði sinu léttúðugt Kanpgjald i sveitnm Árlega taka bændur margt verkafólk um sláttinn. Þetta fólli er einu nafni kallað kaupa- fólk. Um það hefir nokkuð ver- ið rætt, að kaup kaupafólksins hafi breyzt allra síðustu árin. Sumir kalla þ etta til bóta, og segja að kaupgjaldið hafi hækk- að. Aðrir kalla það llla farið að kaupgjald hækki, telja að nú- verandi stjórn hafi gert ráðstaf- anir til að stuðla að þvl, og víta hana fyrir. En í þelm um- ræðum öllum, sem um þetta hafa orðið, hefir enginn getaö sagt, hvaða breyting raunveru- lega hefir orðið á kaupgjaldinu síðan núverandi stjórn tók vlð. Síðustu mánuðina heyri ég lika talað um það, að verð á fram- leiðsluvörum bænda þurfi aö hækka, og sérstaklega þurfi mjólkurverðið að hækka og sem eín aðalástæða fyrir hækkuöu mjólkurverði er fært hærra kaupgjald nú en var 1934, þegar núverandi útsöluverð á mjólk var sett. Vegna þessa hvorutveggja vlldi ég vlta vlssu mlna 1 því, hvernig kaupgjald hefði breytzt síðan 1933. Og til að rannsaka .þetta, hefi ég í frístundum min- um íarið yfir allar skattskýrslur bænda, og tekið upp úr þelm, hvað þeir borguðu á viku um slátt, bæðl til karlmanna og kvenmanna. Og eftir því hefi ég svo reiknað meðalkaup til karl- manns og kvenmanns um vik- una. Við þessar athuganir varð að sleppa nokkrum skýrslum, af þvi að þær voru svo ógreinilega færðar. Öllum unglingum sleppti ég einnig. Það kemur þá í ljós, að þelm rúmlega 2000 karlmönnúm, sem voru i kaupavinnu sumarlö 1933, var að jafnaði greitt kr. 29.84 í kaup á viku. Tæplega tvö þúsund kaupa- konur, sem sama sumar voru I kaupavinnu, fengu að meðaltali 17.51 kr. á vikuna. Þetta er með- alkaupið sumarið áður en nú- verandl stjórn tók við völdiun. Árið 1936 er slðasta árið sem skattskýrslur liggja fyrir um. Það ár er meðal vikukaup 2135 karlmanna, sem hafa verið í kaupavinnu, kr. 33.12 og því kr. 3.28 hœrra en kaupið var 1833. Sumarið 1936 hefi ég athugaö skýrslur um 2086 kvenmenn, sem verið hafa við kaupavinnu. Með- alkaup þeirra var kr. 18.82, og því hefir vikukaup kaupakon- unnar hækkað um kr. 1.31 siðan 1933. Af þessu sjá menn breyting- una á kaupgjaldinu frá 1933. — (Pramhald á 4. tlSu.) og illa mennt málalið, sem safn- azt hefir saman til augnabliks- þjónustu við túngarða flokks- lns. En jafnskjótt og Alþýðu- flokkurinn byrjar á bylting- arbrölti, óróa og yfirgangi, þá fer eins og i þingrofsmálinu i vetur. Leiðir skilja og Héðinn Valdemarsson sækir sér og sinum aukið auðnuleysi út til kjósend- anna. J. J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.