Tíminn - 12.01.1938, Síða 3

Tíminn - 12.01.1938, Síða 3
TÍM INN 9 gera kraftaverk á viðskipta- reikningum sínum í bönkum landsins. í Mbl. birtist nýl. grein und- ir fyrirsögninni „Ríkisstjórnin og skattlagning útgerðarinnar“. Greinin hefst á ýmsum órök- studdum svigurmælum um toll- hækkanir á nýafstöðnu Alþ.1). Er þar m. a. verið að fræða al- menning um það, að tollur hafi verið „tiltölulega mest hækkaður á nauðsynlegustu vörunum". Ekki gerir blaðið minnstu tilraun til að finna þessum ummælum stað, enda eru þau ósönn eins og hver maður getur sannfært sig um sjálfur með því að lesa lögin frá síðasta þingi og bera þau saman við eldri lög. En aðal- efni greinarinnar er að bera saman annarsvegar afstööu stjórnarflokkanna á Alþingi og hinsvegar Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur til skattálagningar á sjávarútveg- inn. Telur blaðið, að sjávarút- vegurinn hafi mætt mun meiri „skilningi“ hjá bæjarstjórninni en ríkisvaldinu í þessum efnum. En hver er þá sá hinn mikils- verði „stuðningur“, sem meiri- hlutinn í bæjarstjórn Reykja- víkur hefir veitt útgerðinni og nú er verið að guma af í Mbl. og bera saman við hinn „lítil- fjörlega" stuðning af hálfu rík- isvaldsins? Hann er eftir því sem Mbl. segir þessi: 50% afsláttur á lestagjöldum, vita- og sæmerkjagjöldum, bryggjugjöldum og hafnsögu- gjöldum. 50% afsláttur á vörugjaldi á útfluttum þurrum saltfiski. Lækkun á vörugjaldi af fiski- mjöli og harðfiski niður í 2 kr. á smálest. 50% verðlækkun á vatni til togara. Þetta eru þá öll ósköpin, sem eiga að sýna hinn einlæga vin- arhug bæjarstjórnarmeirahlut- ans til útgerðarinnar! *) Það er eftirtektarvert að um leið og Sjálfstæðismenn þykjast vilja hjálpa útgerðinni hamast þeir á móti því að rík- issjóði sé aflað nokkurra nýrra tekna til þess að gera slíka hjálp mögulega. ur dagur, því að þann dag tókst fyrir milligöngu sáttasemj arans, Þorsteins M. Jónssonar, að leysa hina umtöluðu vinnudeilu, sem þar hafði staðið. Mætti þess vænta, að þetta yrði í síðasta sinn, sem samtök verkamanna gerast til þess að fara þvílíka herferð á hendur samvinnufé- lögum bænda og vekja þar með þann ófrið, sem andstæðingum hinna vinnandi stétta einum getur til framdráttar orðið. í málefnum Akureyrar og héraðanna við Éyjafjörð hafa önnur merkistíðindi orðið í þessum mánuði. Hin mikla raf- virkjun Akureyrarbæjar við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu er nú ráðin með samþykkt Alþing- is um að heimila ríkisábyrgð erlendu láni til mannvirkisins. Af öllum fallvötnum hér á landi eru Sogið og Laxá talin hag- kvæmust og ódýrust til vii’kjun- ar. Og á Akureyri með nágrenni eru skilyrðin til að láta stór- virkjun rafmagns bera sig, tvi mælalaust þau beztu hér á landi næst á eftir Sogsvirkjun- inni. Akureyri hefir nú yfir 4000 íbúa og hinn mikli og vaxandi iðnaður þar þarf á orku að halda. Auk þess eru möguleikar til, að síldarverksmiðjurnar við Eyjafjörð verði reknar með orkunni frá Laxá, og munu þá einnig hinar blómlegu byggðir Eyjafjarðar vafalaust njóta góðs af að meira eða minna leyti, er tímar liða. Þegar ríkissjóður gefur eftir allt útflutningsgjald af salt- fiski og raunar svo að segja allt útflutningsgjald af öllum sjáv- arafurðum, lætur Reykjavíkur- bær sér nægja að gefa eftir helminginn af sköttum og toll- um til hafnarinnar og að lækka verðið á blávatninu til togar- anna um helming, þó að vatns- veitan sé gróðafyrirtæki, sem vel mætti við því, að láta veiðiskip bæjarmanna hafa vatnið ó- keypis. Og svo segir Mbl., að útgerð- in myndi „betur mega una sín- um hag, ef hún hefði sætt sama skilningi og samskonar meðferð af hendi ríkisins“.*) En óneitanlega fer illa á því, að þeir, sem sjálfir eru úrræða- lausir og í Reykjavík halda dauðahaldi í skattkúgun hafn- arinnar gagnvart „þrautpíndum útvegsmönnum" geri sig breiða yfir þeirri viðleitni, sem ríkis- stjórn og Alþingi hafa sýnt í þessum málum. *) Á öðrum stað' í greininni segir blaðið að „skattlagning framleiðslunn- ar“ sé „óverjandi heimska". Þessi sannindi virðist blaðið ekki hafa ver- ið búið að uppgötva, þegar þess eigin flokksmenn fóru með völd í landinu. En nú er tækifærið af lifa eftir kenn- ingunni og afnema öll gjöld veiði- skipaflotans til Reykjavíkurhafnar. Dánarmínning Guðmundar ísleifssonar frá Háeyri. Það er ekki meining mín að skrifa æfisögu þessa stórbrotna og mjög svo einkennilega sunn- lenzka bændahöfðingja, sem nú hefir kvatt lífið i hárri elli, nær 88 ára. Því æfisaga hans var svo viðburðarlk, að vel mætti fylla allmarga dálka, væri hún vel og ítarlega sögð, án þess að bæta neinu við, sem ekki hefði á daga hans drifið. Ekki ætla ég heldur að rekja ætt hans, því er ég ekki nógu vel kunnugur, enda veit ég að það verður gert af öðrum mér kunn- ugri. En mig langar samt til að minnast hans með örfáum lín- um. Guðmundur var Vesturskaft- fellingur að ætt. Kom ungur út í Árnessýslu og giftist þar konu sinni Sigríði Þorleifsdóttur, Verzlunarjöfnuður landsins út á við var í nóvemberlok hag- stæður um 7 millj. kr. í dönsk- um blööum hefir verið vakin at- hygli á því nýskeð, að ísland sé hið eina Norðurlandanna, sem á árinu 1937 hafi eigi til muna óhagstæðari verzlunar- jöfnuð en á árunum 1935 og 1936. Ber það tvímælalaust að þakka innflutnings- og gjald- eyrisráðstöfunum þeim, er framkvæmdar hafa verið hér á landi. Geta má þess í því sam- bandi, að á siðasta þingi voru að frumkvæði fjármálaráðherra gerðar nokkrar endurbætur á gjaldeyrislögunum. Eru þar settar strangari ráðstafanir en áður gegn því að hægt sé að flytja íslenzka seðla úr landi og selja með afföllum erlendis, og einnig er fólki, sem fer til út- landa gert að skyldu, að sýna fram á að það hafi fengið gjald- eyrisleyfi eða geti á einhvern löglegan hátt séð fyrir sér er- lendis. Ella fær það ekki farar- leyfi. Sjálfstæöismenn og kom- múnistar voru á móti þessari ráðstöfun og töldu hana óhæfi- lega skerðingu á frelsi manna! Þrátt fyrir það, þó að verzl- unarjöfnuðurinn megi teljast góður, hafa þó undanfarið verið allmiklir erfiðleikar á því, að bankarnir hafi getað látið inn- flytjendum í té nægilegan gjaldeyri samkvæmt innflutn- ingsleyfum. Stafar þetta af tveim orsökum. í fyrsta lagi hvíl Kolbeinssonar hins ríka á Há- eyri. Reistu þau þar bú. Voru yfir 60 ár í hjónabandi. Eign- uðust 10 börn; 8 komust til fullorðinsaldurs: Guðmundur fór til Ameríku ungur, Guð- björg, ekkja eftir séra Gísla Kjartansson frá Skógum, Þor- leifur, fyrv. alþm., áður bóndi í Þorlákshöfn, Sylvía, kona Ólafs Lárussonar læknis í Vest- mannaeyjum, Geir, búfr. í Dan- mörku, Haraldur, verkstj. í Reykjavík, Sólveig, 'kona Ingi- mars Jóhannssonar kennara í Reykjavík, og Elín, ógift, sem alltaf hefir dvalið með foreldr- um sínum, lengst af á Háeyri, en nú síðast á Elliheimilinu í Rvík, þar sem þau hafa nú bæði endað líf sitt með stuttu milli- bili. Hún dó síðastliðið vor (%. 1937). Með dauða Guðmundar á Há- eyri, er fallinn í valinn einn af stórbrotnustu og einkennileg- ustu bændum þessa lands. Ára- tugum saman bjó hann stórbúi á Háeyri, og átti svonefnda Há- eyrartorfu, sem var um hálfur Eyrarbakki. Var búskapurinn bæði til lands og sjávar, því út- gerð smærri og stærri, mun hann hafa rekið öll sín búskap- arár, og var alltaf formaður. Ekki hefi ég heyrt að honum hafi nokkurntíma hlekkst á á sjó, og var hann þó annálaður sjósóknari, en hann þótti bera af sem stjórnari, ekki sízt þegar mikið lá við. Þótti hann fram- úrskarandi veður- og sjóglögg- ur. Eftirtökusamur um loft og lög og draumspakur, svo vart kom honum neitt óvart, er að sjónum laut. Hann var allra manna kunnugastur briminu á Eyrarbakka, og allir litu upp til hans, og hlittu hans forsjá, þegar allt ætlaði um koll að keyra, og fór þá vanalega allt vel. Það er mörgum eldri Ár- nesingum enn í minni þegar Guðmundur lagði eitt sinn frá Sundinu á Eyrarbakka út í Þor- lákshöfn, og Bakkaskipin öll á eftir, í afftaka veðri og brimi. Það blessuðu margar konur Guðmund daginn þann. Hefði Guðmundar ekki notið þá við, hefði sennilega allmargir átt um sárt að binda eftir daginn þann. Vísa Jakobs Thorarensen ir stöðugt á gjaldeyrisverzlun- inni talsvert af þeim kröfum, sem ekki var hægt að fullnægja meðan verzlunarjöfnuðurinn var óhagstæður. í öðru lagi hef- ir á þessu ári orðið að selja til Þýzkalands1) mikið af íslenzkri framleiðslu, sem ekki fæst greidd í „frjálsum gjaldeyri“, heldur aðeins í þýzkum vörum. Hinsvegar eru því eðlilega nokkur takmörk sett, hvað hægt er að nota af þýzkum vörum á hverjum tíma, og hefir því myndazt i Þýzkalandi inneign, sem að vísu gerir verzlunarjöfn- uðinn hagstæðari, en bankarn- ir ekki fá til umráða í „frjáls- um gjaldeyri", heldur verður að standa þangað til hægt er að taka út á hana í þýzkum vör- um. Sigurður Sigurðsson fyrv. búnaðarmálastjóri kom í sl. mánuði heim úr för sinni til Grænlands. Pór hann þangað fyrir tilmæli Dana til að athuga búnaðarhætti. Til Grænlands voru árið 1914 fluttar 120 ís- lenzkar kindur, úr Skagafirði og Svarfaðardal. En nú eiga Grænlendingar um 10 þús. fjár. Gengur það mikið úti og þrífst vel. En mjólkurframleiðsla er þar hverfandi lítil. Sigurður segir frá því, að Grænlendingar hafi í fyrstu haft næsta ein- L) Þýzkaland er nú það land, sem kaupir íslenzka framleiðslu fyrir hæsta upphæö. hefði vel getað verið kveðin um Guðmund: „Þarna var ófalskt íslenzkt blóð, orka í geði og seigar taugar. Hörku frostin og hrannalaugar, hömruðu í skapið dýran móð.“ Kaupmennsku lagði Guð- mundur og fyrir sig um eitt skeið; hreppstjóri var hann og í sinum hreppi alllengi, og við margt riðinn í héraðsmálum um langt tímabil. Allmikið hark var í kringum hann á stundum; en þar var engum veifiskata að mæta í neinu. Lét og ógjarnan hlut sinn fyrir nokkrum. Guð- mundur vissi hvað var að vera efnaður maður og líka að sjá af eignum sínum, og í hvoru- tveggju var hann stór. Engu síður í því síðara. Hann kunni að taka öllu sem að hendi bar með stakri karlmennsku. Og mér er minnisstætt þegar ég sá hann og þau hjón bæði síðast, hvað mér fannst hann þá stór, og geta litið til baka með sigri yfir líf og hel. Ekki var kali til nokkurs manns. Hann gat ekki útmálað það nógu vel, hvað allir menn væru sér góðir. Guð- mundur var allra manna karl- mannlegastur og laglegastur, svo af bar þegar hann var í blóma lífsins og ramur að afli, en sem gamall maður var hann blátt áfram fallegur. Þá ríkti ró og mildi yfir ásjónu þessa sterktrúaða manns. Mér er enn í minni það sem einn gamall háseti hans sagði við mig fyrir mörgum árum, þegar hann var að segja mér af einni sjóferð Guðmundar. Hann sagði „að skipshöfninni hefði fundizt stundum, að ekkert skip hefði getað verið svo stórt, og á engu skipi svo margt fólk, að ekki mundi öllu borgið, ef hann hefði staðið við stýrið“. Þetta er mikið sagt, en það sýnir traustið til hans. En það var nú reyndar ekki sjómennskan, ekki búskapur eða kaupmennska, ekki kraftar hans eða glæsimennska, sem ég ætlaði að tala um, þvi þótt það allt væri vel hlutgengt, og í sumu miklu meir, þá virðist mér að gestrisni hans og konu hans, Sigríðar sálugu, hafi borið af öllu öðru. Áratugum saman stóð kennilegar hugmyndir um hinn nýja bústofn, gerðu t. d. ráð fyrir að sauðkindin myndi fæla refi frá veiðimönnum. En nú telja þeir sér mesta happ að þessari ráðabreytni, og eiga nú sumir grænlenzkir bændur um 400—500 fjár. Bændum, sem erindi þurfa að reka í Reykjavík, skal skýrt frá því til leiðbeiningar, að Bún- aöarbankinn er nú fluttur í ný húsakynni í Austurstræti, þar sem áður var verzlunin Egill Jacobsen. Hafa þá tvær af merkustu stofnunum bænda, Búnaðarbankinn og klæðaverk- smiðjan Gefjun, fengið áberandi og hagstætt húsrými á aðal við- skiptagötu höfuðstaðarins, þar sem áður voru stórverzlanir kaupmanna. Á síðasta þingi var gerð sú breyting á lögum Bún- aðarbankans, að bankastjóri er nú aðeins einn í stað þriggja áður, og gegnir Hilmar Stefáns- son áfram bankastjórastarfi. Merkilegur samanburður hef- ir verið gerður í sl. mánuði á smásöluverði nauðsynjavara hjá kaupfélaginu í Reykjavík nú og um s’ama leyti árið 1934. Sá samanburður sýnir, að útsölu- verð hjá kaupfélaginu nú er sízt hærra en hjá kaupmönnum 1934 samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar. Hefir þó orðið mikil verðhækkum erlendis á þessum tíma. Er þetta glöggt dæmi um árangur samvinnunnar í höfuð- staðnum, enda fer nú stöðugt Háeyri opin öllum vegfarendum, háum sem lágum, ríkum sem fátækum, daginn út og daginn inn, ár eftir ár, og af engum tekinn einn eyrir. Annarhver Sunnlendingur úr Árnes- og Rangárvallasýslum héldu til á Háeyri og þáðu þar hinar rausnarlegu góðgerðir. Einu sinni, rétt eftir aldamótin, var uppboð á strandi á Eyrarbakka. Voru þar saman komnir bændur í tugatali úr báðum áðurnefnd- um sýslum. Allflestir voru vanir að halda til eða gista á Háeyri í ferðalögum sínum. Allan þenn- an dag var verið að bera á borð fyrir gestina mat og drykk. Jafnóðum og annar hópurinn var upp staðinn, settist hinn. Og þá líkaði Guðmundi á Há- eyri vel, þegar nóg var til að veita, og nógir til að þiggja. Og það var hýr glampinn í augun- um á húsfreyjunni á Háeyri daginn þann, sem oftar, er hún bar góðgerðir fyrir gesti sína. Það yrði alllagleg upphæð á nútíma hótelreikningi, sem sá þyrfti að greiða, ef hann ætti að borga sem svaraði góðgerðum Háeyrarhjóna. Nú, en þetta er nú kannske óþarfi? Ég veit ekki. Ekki er þess kannske alltaf þörf, en oft hittir slík fórn þyrstan, svangan og þreyttan, sem blessa þann sem gaf. Og ef guð, sem dæma á þegar yfir landamærin miklu er komið, metur það einhvers að gefa svöngum að borða, þyrstum að drekka, og veita þreyttum hvíld, þá er það trú mín, að þeim Háeyrarhjón- um verði ekki vísað á hinn ó- æðra bekk. — Guð blessi ykkur, vinir. Böðvar Magnússon. „Mínníngar" eftir Ingunni Jónsdóttur frá Kornsá. Frú Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá er sjaldgæfur rithöf- undur. Eftir að hún komst á áttræöisaldur hóf hún þá list að rita bækur. „Bókin mín“, sem út kom 1925, og „Minning- ar“, eru árangur þess starfs. Það eru æskuminningar hennar úr Húnavatnssýslu frá þriðja fjórðungi aldarinnar, sem leið, vaxandi meðal Reykvíkinga skilningur á kaupfélaginu og hlutverki þess. Látinn er í Reykjavik skömmu fyrir hátíðarnar merkilegur alþýðumaður, sem flestir Rykvíkingar og margir landsmenn þekktu. Það er Daní- el Daníelsson dyravörður í stjórnarráðinu. Daníel var Hún- vetningur að ætt og nafnkunn- ur hestamaður. Stofnaði hann hestamannafélagið Fák í Reykjavík og gekkst fyrir kapp- reiðum allmörg siðustu ár, á skeiðvellinum við Elliðaár. Lík- fylgd hans var víst sú einkenni- legasta, sem sézt hefir í höfuð- ; staðnum, því þar gaf að líta vasklega sveit manna á hest- baki, er fylgdu foringja sínum á hinni síðustu vegferð. Fám dögum eftir lát Daníels komu út endurminningar hans, er hann sjálfur hafði lokið að rita dag- inn áður en hann lagðist bana- leguna. Kann hann þar frá mörgu að segja, sem á dagana hefir drifið innan lands og utan. Segir þar m. a. frá flestum kon- ungskomum hingað eftir alda- mót. Eigi tók Daníel þátt í stjórnmálum, svo að orð færi af, en ýmislegt er í minningum hans um þá menn,er í ráðherra- stólum hafa setið meðan hann dvaldi í stjórnarráðinu. Það tel- ur hann, að mjög hafi aukizt „mannaumferð" í stjórnarráð- inu eftir kosningarnar 1927. En enga stjórn telur hann muni lýsing foreldra, afa og ömmu og drög úr lífssögu þeirra og þar með samtíðarinnar að meira og minna leyti. Á vængjum þýðrar og djúpúðgrar frásagnarlistar berst lesandinn aftur á fyrstu tugi 19. aldar og jafnvel aftur í hina dimmu tíð móðuharðind- anna, þegar þjóðin fékk þau kynni af hungrinu, sém síðan vöktu eins og vofa í endurminn- ingu margra ættliða. í áfram- haldi af þessu koma svo endur- minningar eigin æfi. Það er ekki samfelld frásögn eða viðburða- röð. Hugsunum og endurminn- ingum reyndrar og gjörhugull- ar sveitakonu á langri og starf- samri æfi, er hér brugðið upp í leifturmyndum. Það er að vísu ekki alveg venjuleg kona, sem hér segir frá, því að inn í at- burði hins húnvetnska sveita- lífs er ekki ósjaldan ofiðJ hug- leiðingum, sem gefa til kynna að höf. sé ekki með öllu ókunn- ugur hinum frægustu listaverk- um á sviði ei’lendra bókmennta. Þjóðtrúin íslenzka á hér líka sinn þátt, enda væri það léleg sveitalýsing, þar sem hennar væri að engu getið. En um allt er hér talað af þeim, er reynt hefir. Og ég hygg, að ekki sé til önnur verðmætari íslandssaga 19. aldarinnar en einmitt þessar bækur, það sem þær ná. Stór kafli í „Minningum“ seg- ir frá því, þegar höf. um tví- tugsaldur réðst austur til Horna,fj arðar til að standa fyrir búi bróður síns og var tvo mán- uði á leiðinni, því að póstskipið danska fór fram hjá Austfjörð- um og ráðskonan unga varð að bíða í Færeyjum, þangað til það kom frá Khöfn aftur. Slíkar voru samgöngurnar um það leyti, sem Alþingi fékk lög- gjafarvald. Samanbui’ðurinn á fólki og landshögum í Húna- vatnssýslu og sveitunum við Hornafjörð, er ógleymanlegur og einstakur i sinni röð. Höf. þessarar bókar er af þvi fólki kominn í báðar ættir, sem á margan hátt var fyrir öðrum talið í Húnaþingi á sinni tíð, og sjálf var hún um langt skeið húsfreyja á einu af höfuðbólum héraðsins. En á þeim tíma, með- an enn mátti svo segja, að erf- iðið væri engum manni fram- andi hér á landi, voru skilyrðln hafa haft eins „vandasöm" verkefni og þá er nú situr. Góð- gjarnleg er frásögn hans öll í garð hinna æðstu valdamanna landsins, og mörgum mun hún þykja fróðleg til lesturs. Sextugsafmæli átti á jóladag- inn einn af merkustu bændum Suðurlands, Böðvar Magnússon á Laugarvatni. Fjölda mann- vænlegra barna hafa þau hjón komið til manns með prýði. Böðvar bóndi er í fríðustu og vasklegustu manna röð og á- huga- og gleðimaður mikill. Hann var á sínum tímum einn af aðal forgöngumönnum hér- aðsskólamáls Sunnlendinga. Alþingi var slitið 21. desem- ber, og hafði það þá afgreitt 47 lög og 18 þingsályktanir. Hefir hér í blaðinu áður verið birt yfirlit um helztu atriði i lög- gjöf þessa þings. En stærstu málin, sem þingið hafði til með- ferðar voru, auk afgreiðslu fjár- laga og skattalaga, ráðstafanir vegna fjárpestarinnar, mjólkur- lögin nýju og löggjöf um tolla- lækkanir og styrki til sjávarút- vegsins. Stjórnarandstæðingar hafa að venju gert sér títt um það, að hækkaðir hafi verið ó- hæfilega tollar á nauðsynjavör- um almennings. Hvaða rök þetta hefir við að styðjast sézt bezt á því, að allir matvöru- kaupmenn í Reykjavík hafa núna eftir nýárið birt auglýs- ingu um það í dagblöðunum, að breytingar þær, er síðasta Al-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.