Tíminn - 12.01.1938, Side 4

Tíminn - 12.01.1938, Side 4
10 TÍM INN Jarðeígnír tíl sölu með góðum greiðsluskílmálum. Dalasýila: 15 hndr. úr H u n d u d a l-N e S r i í MW- dalahreppi. Spágilssta&irí Laxárdalshreppi. Syjafjarðarsýsla: Flögusel í Shri&uhreppi. K o t í Svarfa&ardalshreppi. S e l jj a h l í & í Saurbtejarhreppi. Æsusta&ager&i í Saurbæjar- hreppi. dulllsriiigiisýsla: Kalldórsstu&ir í Yatnsleysu- strandarhreppi. A us t iii*~II ííuav a I eissýskt: lllugasta&ir í Engihli&arhreppi. Y estur-Isaf j ar ðar sýsla: Gljúfurá í Au&húluhreppi. H r a un og 72 álnir úr H ál s i t Mýru- hreppi. Hau&sstu&ir í Au&húluhreppi. Norður-Múlasýsla: Brúnavíh í Borgurfjar&arhreppi. 1/2 Geitavíhí Borgarfjar&arhreppi. 2/3 úr Gunnélfsvíh í Sheggja- sta&ahreppi. 1/10 úr Njur&víh í Borgartjar&ar- hreppi. Y i & v í h í Sheggjasta&ahreppi. Þ ó r s n e s í Hjaltastu&ahreppi. Suður-Múlasýsla: G il s á r s t e h h u r í Brei&dalshreppl. Hleinargur&ur í Ei&ahreppi. Snjóholt í Ei&ahreppi. Mýrasýsla: Ý t r i-H r a u n d a I u r I Álftuneshreppi. Rangúrvallasýsla: S y ð r i-É Ifssta&ahjáleigu í Austur-Landeyjuhreppi. Skagaf jarðarsýsla: Kráhusta&ir í Fellshreppi. M i n n i*Þ v e r á í Holtshreppi. Steinavellir í Huganeshreppi. Yulbjörg í Seyluhreppi. N orður-Þiugeyjarsýsla: A s s e l í Suu&aneshreppi. S h á l a r á Langanesi í Sau&aneshreppi. Suður-Þiugeyjarsýsla: Hei&ursel í Bár&dœluhreppi. 9/14 úr H ó l i í Ljósuvatnshreppi. Suurbrúargerð i t Grýtubahha- hreppi. Vostiuauuaeyjar: Y e s t r i-Y esturhús húseign me& lóðarróttindum. Framgreíndar jarðír eru til sölu með góðum g'reíðsluskilmálum. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS REYKJAVÍK Sími 4816........................ til skilnings á almennum lífs- kjörum sjálfsagt meiri en þau nú eru hjá mörgum hverjum. Um það vottar þessi bók. Eigi gætir þess heldur í þessari bók, sem títt er og skiljanlegt um hina eldri kynslóð, að vegsam- aður sé hinn liðni tími og hans hættir og heimur talinn „versn- andi fara“. Höf. dregur réttilega fram skapfestu og þrek hinnar liðnu kynslóðar í baráttunni við óblíð lífskjör. En hitt er henni þá jafnframt hugstætt, að sú harða barátta gerði lífið á margan hátt snauðara en það nú er, hvað sem að öðru leyti má segja um framfarir hins nýja tíma. Dómar hennar eru hreinskilnir og mildir, eins og þeirra annara, sem glöggt sjá og vel vilja. Prú Ingunn Jónsdóttir hefir nú tvo um áttrætt. Þess má þó vel vænta, að hún eigi eftir að færa dætrum 20. aldarinnar fleiri góðar gjafir, til skilnings á lífi móöur og ömmu og lang- ömmu, starfi þeirra, gleði og sorg og baráttu fyrir því, sem er. Frú Guðrún Björnsdóttir á Siglufirði hefir ritað formála, sem vel hæfir þessari góðu bók. — S- Kanínu-pisflar Nú er komið fram í nóvem- ber og enn eru sumar-kanín- urnar ekki búnar að hafa fata- skipti — ekki gengnar úr hár- um. Dýrunum er það oft erfitt, sumum líður illa meðan á því stendur, því er nauðsyn á að gefa þeim nánar gætur og láta þeim líða svo vel sem kostur er á, hiúa að þeim eftir mætti, bæði hvað fóður og hirðingu snertir, þá ganga fataskiptin betur og fljótar og þeim verða léttari umskiptin. Hárfellingar- tíminn er mikilsverður tími fyrir kanínurnar eins og þegar er drepið á. Hér koma nokkrar leiðbeiningar, sem a ð ýmsu leyti snerta þetta tímabil. Nú vilja margir fara að hugsa um vetrarfjölgun, en gæta veröur allrar varúðar í þeim efnum og ekki hleypa til fyr en þær eru gengnar úr hárum að fullu. Aðalskilyröi fyrir heillavæn- legri kanínurækt, er fyrst og fremst að fá fyrsta flokks dýr þingi hafi gert á tollalöggjöf- inni muni ekki valda neinni hækkun á útsöluverði í búðum þeirra. Teiknistofa Byggingar- og landnámssjóðs og Nýbýlasjóðs hefir nú um áramótin gert yf- irlit um byggingar í sveitum á árinu, sem leið. Hafa þær verið miklu meiri en næstu ár á und- an og má það að sjálfsögðu að sumu leyti þakka betri afkomu hjá bændum, en að öðru leyti hinni nýju nýbýlalöggjöf og lögum um styrk til endurbygg- inga í sveitum, sem Framsókn- arflokkurinn hefir beitt sér fyr- ir í þinginu í tíð núverandi stjórnar. Reist hafa verið á ár- inu fyrir lán úr Byggingar- og landnámssjóði, Nýbýlasjóði og Ræktunarsjóði samtals 135 í- búðarhús, þar af 110 úr stein- steypu en 25 úr timbri, og pen- ingshús á 48 býlum, þar af 29 úr steinsteypu. Það er nú orðið algengast að byggja til íbúðar eina hæð, með eða án kjallara og með lágu risi. Víðast eru veggir úr tvöfaldri steinsteypu með reiðingstorfi á milli. Á öllum húsum, sem teiknistofan nú gerir uppdrátt að, er gert ráð fyrir handlaug og vatnssalerni og allvíða baði. Heldur munu þó húsin almennt minni nú en áð- ur var, enda lægri lán veitt en fyrstu árin, sem Byggingar- og landnámssjóður starfaði. Verð- ur þess og aldrei of vel gætt, að íþyngja ekki jörðunum með til undaneldis. Fylgja verður föstum reglum um ræktun þeirra. Aldrei má velja dýr til undaneldis, sem ekki eru full- hraust og ógölluð og ekki hleypa til meðan þau eru í háralosi og aldrei fyx en þau eru fullþrosk- uð, en það eru þau mörg orðin 8 mánaða, sum þó ekki fyr en 12 mánaða. Að sjálfsögðu verða bæði karl- og kvendýr að vera í góðum holdum þegar hleypt er til, en þó ekki of feit, því þá minnkar frjósemin og mæður, sem eru mjög feitar, mjólka sjaldan vel. Þegar hleypt er til, skal þess gætt að láta kven- dýrið inn til karldýrsins. Vilji i kvendýrið ekki þýðast karldýrið nema einu sinni, skal taka það aftur úr búrinu og má þá reyna aftur næsta dag ef verkast vill. Þvingun má ekki eiga sér stað. Vilji maður fá vissu sína fyrir því hvort kvendýrið sé þungað orðið, má eftir 14 daga láta það aftur inn til karldýrsins. Vilji hún ekkert við hann eiga, en vælir eða jafnvel ræðst á hann, er það venjulega merki þess að allt er í lagi. Meðgöngutíminn er 30 dagar. Átta dögum fyrir burð skal taka móðurefnið varlega út úr búr- inu, hreinsa búrið vandlega og láta síðan um 2 þml. þykkt lag af fínni, þunú mómylsnu eða fínu sagi í búrið, þar ofan á lag af mjúku heyi til hreiðurbygg- ingar. Vanalega fer nú móðirin innan skamms að draga saman hreiður í einu horninu eða í hreiðurkassanum, ef hann er til og gengur rösklega að verki og vandar þó bygginguna, oft reytir hún sig og fóðrar hreiðrið innan með ullinni og því meira sem kaldara er. Hraust og vel þroskað dýr lætur oftast litið ásjá við fæðingu, en gæta verður þess vandlega, að mæðurnar hafi alltaf hjá sér vatn eða mjólk fyrir og um burð. Þegar það kemur fyrir, að móðir etur unga sína, er það nær æfinlega vegna þorsta, hafa þær þá stundum hitasótt og sækir ákafur þorsti. Þegar svo þær fara að sleikja nýfædda ungana, er þeim svölun að því og sleikja þá svo fast að skinn- ið fer í sundur og blóð kemur á tunguna, þá er hættan vís — þótt móti sé eðli þeirra. Verði maður var við slíkt, er sjálfsagt byggingaskuldum fram yfir það, sem brýnasta nauðsyn krefur. íbúðarhús þau, er reist voru í sumar, skiptast svo eftir sýsl- um: Rangárvallasýsla 5, Árnes- sýsla 12, Gullbringu- og Kjósar- sýsla 5, Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla 12, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla 5, Dalasýsla 5, ísafjarðarsýslur 9, Strandasýsla 2, Húnavatnssýsla 11, Skaga- fjarðarsýsla 11, Eyjafjarðarsýsla 7, Suður-Þingeyjarsýsla 13, Norður-Þingeyjarsýsla 8, Norð- ur-Múlasýsla 9, Suður-Múla- sýsla 10, Austur-Skaptafells- sýsla 9, Vestur-Skaptafellssýsla 2. Símaskráin fyrir árið 1938 kom út rétt fyrir áramótin. í henni má fá upplýsingar um út- breiðslu símans. Hin tiltölulega nýja, mjög svo fullkomna, en jafnframt líka dýra, sjálfvirka miðstöð í Reykjavík og Hafnar- firði, er nú að verða of lítil. Nýir símanotendur í Reykjavík, verða nú að fara á biðlista og bíða þar til einhver, sem síma hefir haft, hættir að nota hann. Fyr- ir utan stöðvarnar í kaupstöð- unum, ,og kauptúnunum, eru nú 411 landsímastöðvar í sveit. Við þessar stöðvar eru tengd 602 sveitaheimili, svo að nú hafa yfir 1000 heimili í sveit. síma, eða um sjötta hvert. Á aldar þriðjung er komið þetta áleiðis í símamálunum. Hefði sá ekki þótt loftkastalasmiður, sem hefði spáð þessi fyrir 33 árum? að taka móðirina og láta í ann- að búr, gefa henni þar vatn eða helzt mjólk að drekka eins og hún vill, að hálfri stund liðinni er undantekningarlítið allur blóðþorsti horfinn, má þá láta hana til unganna aftur og sýnir hún þá ungunum móðurlega umhyggju í ríkum mæli eins og þeim er eiginlegt, hlúir að þeim og breiðir yfir þá — því kanín- an „liggur ekki á“ og þekur yf- ir með ull, ungunum gefur hún að drekka tvisvar á sólarhring, meðan þeir eru ósjálfbjarga. Flestar mæður reyta sig fyrir burð, sumar þó ekki fyr en eft- irá. Sumar fara að reyta sig eft- ir 14 daga, svo það er ekki ó- brigðult burðarmerki, stundum reyta þær sig þegar þær eru „að ganga“. Næst verður talað um ungana og meðferð á þeim. í nóvember 1937. K. H. B. Þakkarávarp Heiði'uð hreppsnefnd Vestur- Eyj afj allahrepps! Kæru sveit- ungar! Við færum ykkur hérmeð al- úðarfyllsta þakklæti okkar fyr- ir bróðurhöndina, sem þið rétt- uð okkur á árinu liðna, þegar við þurftum hjálpar við. Við þökkum sérstaka samúð og góðvilja, sem hvarvetna mætti okkur. Nú þegar við heilsum nýju ári er það hjartans bæn okkar, að það verði ykkur öllum bjart og blessað ár. — Ykkar Guðbjörg og Jón Jónasson, Efri-Holtum, Eyjafjöllum. tívona er það löngum, að fram- farirnar verða enn örari, en þeir framgjörnustu sjá fyrir? Heim- ilt er að senda útvarpsskeyti til þeirra bæja, sem eru í 10 kílómetra fjarlægð frá land- símastöð, og fylgir skrá yfir þá í símaskránni. Upptalningin á þessum bæjum er að vísu ekki tæmandi. Er það bagalegt, og þyrfti lagfæringar við áður en næsta simaskrá er gefin út. Jafnframt er mjög til athugun- ar, hvert ekki á að leyfa að senda útvarpsskeyti á heimili, þó þau liggi í minni fjarlægð frá landsímastöð en 10 km. og má þar benda á, að farartálmar, svo sem ár og fjallvegir, ættu að koma hér til greina, og stytta leiðina, sem vera mætti frá sím- stöðinni að bænum. Reikningur Reykjavíkurkaup- staðar fyrir árið 1936 kom út nokkru fyrir hátíðarnar. Eftir þeim reikningi að dæma virðist Sjálfstæðisflokknum, sem þar ræður ríkjum, ekki takast betur en verið hefir að gæta þeirra heilræða, sem hann jafnan er reiðubúinn að gefa andstæð- ingum sínum í ríkisstjórn um skuldalækkun,niðurfærslu skatta og takmörkun útgjalda. Tölur úr þessum reikningi bæjarins hafa áður verið raktar hér í blaðinu. En þær sýna, að skuld- ir bæjarins og fyrirtækja hans fara jafnt og þétt hækkandi og álögur á bæjarbúa þyngjast með ári hverju. Þá hefir bæjarsjóður árið 1936 verið rekinn með um 1/2 millj. kr. tekjuhalla. En til þess að komast hjá því að sýna þessa slæmu rekstrarafkomu á pappírnum, hefir borgarstjórnin tekið til þess ráðs að telja göt- ur og holræsi í bænum til verð- mætra eigna og bókfæra áður- nefnda y2 miljón sem eigna- aukningu rekstrinum óviðkom- andi! Eftir þessu ættu héruðin úti um land að fara að telja sýslu- og hreppavegi með til- heyrandi skurðum til eigna- aukningar og mun þó tvisýnt þykja, hversu auðseld slík „eign“ myndi reynast til skuldaaukn- Kaupgjald í sveítum Framhald, af 1. síOu. Menn geta svo talið hana mikla eða litla, en þetta er hún, og hvorki meiri né minni. Til þess að finna, hve kaup- gjald hjá kaupafólki hefir hækk- að á því svæði, sem selur mjólk til Reykjavíkur, hefi ég athugað það sérstaklega. Og þá miða ég við árið 1934, en það ár var á- kveðið mjólkurverð, sem síðan hefir ekki verið breytt. í Rang- árvalla-, Árnes-, Gullbringu-, Kjósar-, Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu voru 691 kaupamaður sumarið 1934. Meðalkaup þeirra á viku var 31.17 kr. Sumarið 1936 voru á þessu sama svæði 716 kaupamenn og meðalvikukaup þeirra 33.40 Kauphækkunin því kr. 2.23 á viku. Kaupakonur á svæðinu voru 718 sumarið 1934 en 719 sumraið 1936 og kaupið var kr. 17,91 á vikuna 1934, en kr. 18.47 sumarið 1936. Kaupakonukaupið hefir því hækkað um kr. 0.56 á viku. Af þessu geta menn svo dreg- ið sínar ályktanir. 7. janúar 1938. Páll Zophóníasso?i. Allt rneð Islenskum skipnm! 4*1 Holaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1988 Ritstjóri: Gísii Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f. ingar. Og mjög myndu lækka bókfærð rekstrarútgjöld, ef upp væri tekin sú regla, að færa þjóð- vegi og brýr á sama hátt og gert er af hinurn snjöllu fjár- málamönnum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Hitaveitumálið hefir verið all- mikið á döfinni í Reykjavík núna fyrir áramótin. Gerðust þau tíðindi í nóvember, að borg- arstjórinn brá sér í skyndi til útlanda án þess að bæjarstjórn væri gert kunnugt um erindi hans. Kom hann úr þeirri för rétt upp úr mánaðamótum. Þann 6. desember kallaði hann svo blaðamenn bæjarins á sinn fund og skýrði þeim frá því að hann hefði fengið loforð fyrir 4—5 millj. kr. láni í Englandi til hitaveitunnar. Það var þó til- skilið, að allt efni skyldi keypt í Englandi og enskir verkfræð- ingar stjórna verkinu. Tekjur bæjarins skyldi veðsetja. Og um afföll lánsins hafði hann ekki fengið skýr svör og þar af leið- andi ekki um raunveruleg vaxtakjör. Kva ð hann þetta myndu liggja fyrir innan fárra daga og myndi málið þá lagt fyrir bæjarstjórn. En mánuður er liðinn og ekkrt gerist. Sjá galli er og á gjöf Njarðar að á Reykjum í Mosfellssveit, þar sem fyrirhugað er að taka hit- ann, er enn ekki fáanlegt vatn nema handa hálfum bænum, en skilyrði þar sem jarðhiti er miklu meiri svo að vitað er, hafa enn ekki verið athuguð. Þykir mörgum sem von er að fjáröfl- unarferð þessi hafi með óþarfa leynd og einræði farin verið. Undirbúningur bæjarstjórnar- kosninga og hreppsnefndakosn- inga, sem fram eiga að fara 30. jan. var hafinn þegar í desem- ber og var listi Framsóknar- manna I Reykjavík tilbúinn fyr- ir áramót svo sem frá var skýrt í síðasta blaði. Það er nú ráðið, að flokkurinn hafi í fyrsta sinn lista í kjöri í Vestmannaeyjum. Víða hafa nú Alþýðuflokksmenn og kommúnistar gert með sér kosningabandalag um sameigin- lega lista og hefir verið um það allmikil barátta innan Alþýðu- flokksins. Virðist hreyflngin fyrir einhverskonar samstarfi milli þessara flokka vera all sterk meðal verkamannastéttar- innar, þótt mestur hluti flokks- stjórnar og þingmanna Alþýðu- flokksins sé á móti því. Um þetta segir Alþýðublaðið 8. jan: „í undirbúningi bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna .... hefir það sýnt sig, að viðhorí og framboð flokkanna eru talsvert önnur en í landsmálunum.“ Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, hefir neitað að vera á hinum sameiginlega framboðslista í Rvík. Rétt þykir að ljúka þessu yfir- liti með því að skýra frá þvl, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thprs, birti á gamlaárs- dag sína venjulegu áramóta- hugleiðingu í Morgunblaðinu, þar sem rlfjaðir eru upp ýmsir pólitiskir viðburðli' liðins Ars. Athygli vekur það, að 1 skýrslu þessari er hvergi minnist á hlna frægu „breiðfylkingu allra ís- lendinga", sem þó mátti teljast aðal-„innlegg“ þessa flokksfor- manns í stjórnmálabaráttu árs- ins. Er það og i fullu samræmi við eftirmæli þau um sjálfan sig, er flokkur sá, er nefndi sig „Bændaflokk", birti 18. des. s. 1. Yfriliti þessu má svo ljúka með þeim tíðindum, sem flest- um mun þykja ánægjulegust og mikilsverðust, að allan þennan mánuð hefir verið einmunatíð um land allt, alauð jörð víðast i byggðum og bílíært milli lands- fjórðunga í sjálfu skammdeg- Inu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.