Tíminn - 21.04.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.04.1938, Blaðsíða 2
64 TÍMINN sinum og gaf tungu sinni lausan tauminn um þau undur og stórmerki, sem hann skyldi sýna, ef honum auðnaölst að drottna yíir íjársjóðum Sibiriu og frjóökrum og vitazgjöfum Ukraine. í ræðu, sem hann hélt í þeirri sömu viku, henti það líka, að hann fórnaði höndum til himlns og hrópaði, að hann þakkaði guði fyrir að hafa gefið sér Þýzkaland og Þjóðverjar mættu þakka guði fyrir að hafa gefið þeim Hitler. Mörgum mun finnast þetta heimskuleg fram- koma, en áhrif þessara orða urðu þó ekki á þann veg, þegar Hitler sagði þau. Hitler er draumóramaður í einu og öllu. Hann vígir fána, við- heldur fornum siðvenjum og lætur fram fara hátíðlegar at- hafnir á hinu íornhelga Brokks- fjalli. Hann vitnar oft til ein- herja og krossferðariddaranna. Sjálfur myndi hann kjósa að vera í senn Friðrik mikli og Siegfried. í skrifstofu hans í Munchen hanga fjórar myndir af Friðriki mikla. Roberts heldur þvi fram, að Hitler eigi ekki beina hlutdeild í illvirkjum þeim, sem hafa íylgt í spor brúnliðanna. Mann- dráp, handtökur og kúgun séu ekki ráð, sem runnin séu undan hans rifjum. Að kvöldi þess 30. júni 1934, þegar margir af elztu fylgismönnum hans voru drepn- ir á grimmilegan hátt, á hann að hafa setið og grátið yfir hljóm- list, er hann hlýddi á. Voru það krókodílatár? Roberts svarar því neitandi. Tónleikarnir gengu honum að hjartarótum og slepptu ekki, tökum sínum, en hryðjuverkin voru honum gleymd. Þau voru framkvæmdir Görings á meðan ríkisleiðtoginn iét sig dreyma...... Það er samstarf manna sem Hitlers og Görings, er gert hefir nazismann að veruleika. Hitler gat meo engu móti innt af höndum hin verri verk, en Gö- ring og hans menn hefðu aldrei getað sett á flokkinn hinn leyndardómsfulla helgiblæ, sem frá Hitler er kominn. Ef þeir hefðu reynt það, myndu þeir hafa orðið að athlægi. Það er ógerlegt að hugsa sér Hitler, án bakstuðnings hins kerfisbundna flokks, en flokkurinn hefði heldur aldrei hafizt á legg, án Hitlers. Tillitslausir raunsæismenn, sem byggja traust sitt á fall- byssum 'og sprengjum, geta verið harðlr í horn að taka, en hugsæismenn, gráir fyrir járn- um, eru þó margfallt hættulegri. Stjórnarstefna Mussolinis, hin markvissa stefna raunsæis- mannsins, er allrar fordæming- ar verð. En maður getur þó á- vallt gert sér í hugarlund, hvernig Mussolini muni bregð- ast við málunum. Með Hitler er þessu á hinn bóginn á annan veg fariö. Hjá honum má vænta undarlegustu straumhvarfa. Háttalag hans daginn, sem júnimorðin voru framin, er beinlíniseinkennandi fyrir hann. Það mun sanni nærri, að þá hafi legið við borð, að herfor- ingjar og önnur stórmenni úr hernum misstu höfuð sín, í stað Heinz og Röhm og félaga þeirra. Sú er skoðun Roberts, að allt lif Hitlers sé flótti frá veruleik- anum, viðleitni til að gefa sig á ! vald vil og dul hugaróranna. | Tilfinningarnar heyja innbyrðis stríð. Hann kemur fram sem hinn mikli endurlausnari Þýzkalands. Á næsta augnabliki er hann yfirkominn af sálar- kvöl, efasemdum um réttmæti gerða sinna og þungum harmi. Hann lifir hinni líðandi stundu, leggur trúnað á allt, sem hann fullyrðir og leggur æðis- lega áherzlu á allt, sem hann segir og gerir. Með því hrífur hann fólkið kan^ske mest. Hitt er annað mál, að það hend- ir iðulega, að hann segi eitt í dag og annaö á morgun. En honum er alltaf jafn mikil al- vara, alltaf laus við undirferli í ræðum sínum. En sjálfsblekk- ingin hefir órofið vald yfir hon- um. Það er mælt, að Hitler geti talað um allt, sem undir sólinni sé. Og áður en hann hefir lengi talað, er hann gripinn af ákafa trúboðans, um hvaða efni svo sem ræða hans fjallar. Því hefir verið haldið fram, að Hitler eigi yfir jái’nvilja að ráða. Roberts, og reyndar marg- ir fleiri, draga það stórum í efa. Hitler taki oft ákaflega skyndi- legar ákvarðanir, til þess að sannfæra sjálfan sig um þrótt sinn og styrkleika og binda enda á óvissuna og hikið, sem leynist innra með honum. Þessi háttsemi hans er vero nokkurr- ar athygli. Sjálfur hefir Hitler látið svo um mælt, að sér íalli þungt aö taka fastar ákvarðanir. Þess má lí-ka sjá mörg ljós tíæmi. Það liðu margir mánuðir áður en hann lét til skarar skríða gegn Röhm. Það er viðurkennt í Þýzkalandi, að ræður Hitlers mótist mest af viðhorfi þess manns, sem síðast talaði við hann. Hann er sjálfur laus 1 rásinni, því er hann svo áhrifa- gjarn. Hann hefir ekki þrek til að kynna sér hið raunverulega ástand og lætur sér nægja ein- hverja fábrotna útskýringu. Hitler verður auðveldlega frá sér numinn af hljómleikum, hersöngvum, hersýningum og því, sem hann sjálfur eða aðrir hafa sagt. Þessi skapgerð er á- stæðan til þess, að hann getur ekki flutt rökfasta ræðu. Fyrr en varir er hann kominn inn á nýjar brautir fyrir einhver augnabliks áhrif. Það hendir oft, að hann þagnar í miðri röksemdafærslu. í flestum til- fellum er þar með útrætt um það, sem talað skyldi um. Áð- ur fyrr hætti hann oft alveg í miðri ræðu og settist niður. Eitt- hvað hafði truflað hann. Ræður hans éru mjög ankringislegar aflestrar, en þessa finnur mað- ur ekki til, þegar maður heyrir þær fluttar. Hið mikla áhrifanæmi Hitlers hefir verið honum styrkur sem áróðursmanni, en að sama skapi hættulegt sem ríkiskanzlara. Hann á auðvelt með að hrífa á- heyrendur sína. Hann skírskot- ar til tilfinninga þeirra, en ekki skynsemi. Hann dregur sig ekki í hlé, þótt hugur hans sé allur í uppnámi. Hann tárfellir oft. Hann grét fyrir réttinum 1924, þegar hann var dómfelldur. Hann grét yfir stormsveitarfor- ingjum sínum, þegar þeir gerðu uppreisn 1930, sömuleiðis yfir Gregor Strasser, þegar flokkn- um var í voða stefnt 1932. Þá æddi hann um gangana í gisti- húsinu, sem hann bjó í og hót- aði að fremja sjálfsmorð. Hann hefir margsinnis hótað að taka sig af lífi eða ofurselja sig böðl- inum. ,,Hafi ég gert axarsköft, þá krossfestið mig“, sagði hann eitt sinn við flokksbræður sina. Það er sitt af hverju slcrafaö um líferni Hitlers. Roberts vísar á bug öllum slíkum sögum um æfintýri foringjans. Það sé ó- sennilegt, að maður, sem er slíkum hlekkjum vafinn, sem Hitler, myndi voga út á þá braut. En tæpast er þó slík röksemd nein sönnun. Eplin fögru hafa margra freistað, sem ekki hafa verið of sterkir á svellinu. Ro- berts heldur því fram, að hneigöir hans í þessa átt séu ekki ríkar. Sú fullyrðing, að hann neyti hvorki víns né kjöt- metis og líti enga konu girndar- auga kann að vera sönn. Hug- órar hans og ímyndanir fylla þá allan hans hugarheim. Ríkiskanzlarinn þýzki les á- kaflega lítlð. Engin bók finnst í sölum hans í Munchen. Hið ritaða orð hefir aldrei verið honum neitt. Jafnvel á meðan hann sat hnepptur i fangelsi, hafði hann enga löngun til að lesa. Hann sniðgengur alveg hin frægustu ritverk og hann hittir sjaldan hina gömlu vini sína og félaga í stjórnmálabaráttunni. Roberts bendir loks á eitt at- riði í háttsemi Hitlers, sem margir aðrir hafa líka veitt at- hygli. Sé Hitler spurður um eitt- hvað, freistar hann ætíð und- ankomu með dálítilli ræðu og það jafnt, þótt hægt sé að svara spurningunni með einu orði. Honum finnst hann að „Æfintýrið frá íslandi til Bra- zilíu“, heitir merk bók, nýút- komin. Höfundur hennar er Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rit- höfundur og skáld, en útgefandi Sigurgeir Friðriksson bókavörð- ur. Meginþáttur þessa æfintýris gerist fyrir 70 árum síðan, er 4 menn úr uppsveitum Þingeyj- arsýslu yfirgefa ættland sitt og þjóð og flytja til Brazilíu. Fyrir 70 árum var það engin smáræðis ákvörðun fyrir norð- lenzkan bónda, að flytja sig norðan frá heimskautsbaug og til suðurhvels jarðar, en ástæð- ur til þess voru líka margar og þungar. Miðað við tímalengd virðast 70 ár aftur á bak ekki mikil fjarlægð. Og þó er það óraleið, miðað við þær breyt- ingar, sem orðið hafa á þeirri tíð. Fyrir 70 árum var enginn akvegur til hér á landi. Þá var meginþorri þjóðarinnar bænd- ur og torfhús voru einu bygg- ingarnar, sem þekktust þá í sveitinni. Póstgöngur voru stop- ular og langt á milli, og víða komu skip ekki oftar en tvisvar á ári, og öll eign erlendra manna. Verzlun landsins var þá mestöll í höndum erlendra selstöðuverzlana og voru þær sem kunnugt er, illa þokkaðar; iseldu dýrar vörur og oft skemmdar, en guldu afurðir j bænda lægsta verði. En fyrir 70 árum var þó að j rísa fyrsta morgunglæta hins nýja tíma. Þjóðin var að vakna minnsta kosti standa föstum fótum á meðan hann talar. Umhverfis Hitler er síféllt sterkur varðhringur, hvort sem hann er heima, flytur ræður eða ferðast. Slikt lif myndi koma hverjum manni úr skorð- um. Hann umgengst fáa menn. Hann fær fátt að heyra nema álit ofstopasamra áróðurs- manna og herforingjanna. Hann lifir einmana í hugar- heimi sínum, eins og björn 1 hýði, og reynsla áróðursmanns- ins er hans eini vegvísir. Það er sorglegt, að framtíð Þýzkalands og friðurinn í heiminum skuli ramba á slíkri tæpu. Örlög mannkynsins hvíla nú á einum manni í langt um ríkara mæli heldur en á dögum gömlu ein- valdanna. til dáða. Trúin á landið var þó enn dauf og lömuð. Eldgos og ísaár, fellivetur og hungur- ! dauði voru enn nálægir gestir. ! En landsmenn sættu sig ekki lengur við að láta örlögin ein ráða, víkingslundin gamla er að vakna á ný og útþráin, sem alltaf hefir verið sterk í íslend- ingum, fer að beinast til nýrra landnáma. Æfintýrið frá íslandi til Brazilíu er merkilegur þáttur úr menningarsögu þjóðarinnar um leið og það er harmsaga flestra þeirra manna, sem rás viðburðanna sleit úr rótgrón- um jarðvegi íslenzks sveitalífs, og bar til fjarlægrar og fram- andi heimsálfu. Slík er saga Jónasar Hallgrímssonar frá Víðikeri, bónda á fimmtugs- aldri. Hann yfirgefur bújörð sína eftir að fénaður hans hef- ir fallið í vorharðindum, og ári síðar leggur hann á stað í hina miklu æfintýraför. Heima á íslandi skilur hann eftir konu ! og þrjú börn ung, í þeirri von ! að geta greitt götu þeirra og annara, sem ákveðið hafa að , koma síðar. — En það er enginn j hægðarleikur að komast til j Brazilíu, og árin líða. — Jónas Hallgrimsson þolir ekki lofts- lag hins nýja lands. Heilsan bilar og atvinnan er stopul og léleg. Hann þráir konu og börn heima á íslandi, en fær ekki að gert. í draumum sínum er hann alltaf heima. Hann reikar þá milli bæja um lynggrónar heiðar Þingeyjarsýslu og heim- sækir ættingja og vini. En hann á aldrei eftir að sjá þá aftur í vöku. Hann deyr suður í Brazi- líu og síðasta bréfið, sem hann skrifar konunni, kemst aldrei til skila. Svipuð er saga Jónasar Bárð- dal. Hann yfirgefur heitmey sína, en bíður hennar þó í rúm- lega þrjú ár. Sjálfan mun hann skorta farareyri til þess að hverfa heim aftur. Hann fær fáar fréttir að heiman, og svo er að sjá, sem bréfum hans sé sjaldan eða ekki svarað, enda munu bréfaskrift.ir ekki hafa verið list almennings á þeim tímum, síst kvenna. Hann fest- ir þá ráð sitt konu af þýzkum ættum, en talið er þó, að hann muni ætið hafa séð eftir sinni fyrri heitmey, og þegar ár líða gerist hann dulur í skapi og einrænn.----------Fjörutíu ár- um síðar er ungur barnakenn- ari staddur á afskekktu sveita- heimili í einni af uppsveitum Þingeyjarsýslu. Hann vefur saman landakort sín, en á rúmi í baðstofunni situr gömul kona hvít fyrir hærum og spinnur. Hún er að jafnaði dul og fá- skiptin og yrðir ógjarnan á ó- kunnugt fólk að fyrra bragði. Þá ýtir hún frá sér rokknum, geng- ur til kennarans og spyr: Hvar er Brazilía? — Það er hin gamla festarmey Jónasar Bárðdal. . Tveir landskunnir menn koma mjög við sögu þessa æfln- týris, þó hvorugur sé í hópl hinna nýju landnámsmanna, en það eru þeir Einar Ásmunds- son í Nesi og Jakob Hálfdánar- son á Grímsstöðum. Þeir eru báðir forráðamenn í héraðlnu og leita margir til þeirra trausts og ráða. Báðir eru þeir hlynnt- ir nýju landnámi, og Einar hef- ir orðið upphafsmaður Brazi- líuferða til þess að forða mönn- um frá landnámi í Grænlandi, sem þá hefir komið til athug- unar. Telur hann óráðlegt að flytja úr „köldu landi í kald- ara land“, og að lítil gæfa hafi fylgt hinu fyrra landnámi þangað. Mörg bréf, sem þeir hafa skipzt á Jakob og Elnar, eru birt í bókinni. Hvorugur þeirra hefir notið skólamennt- unar, en lærdómur þeirra og þekking er þó hið mesta furðu- efni. Báðir lesa þeir og skrifa dönsku og þýzku, en auk þess er Einar vel fær í frönsku, og hefir jafnvel eitthvað gluggað i portúgölsku. — Síðar stofnar Jakob Hálfdánarson fyrsta kaupfélag á íslandl og er það Æfintýrí Brazílíuiaranna Lungnadrep og „mæðíveíkí“ Eftir Sigurð E. Hlíðar dýralækni Ég geri ráð fyrir því, að ýms- um þyki það einkennilegt og næsta eftirtektarvert, að þar, sem „mæðiveikin" svokallaða hefir reynst sérstaklega ban- væn, þá er ávalt sagt, að lungnadrepið eða lungnapestin hafi þar einnig verið að verki. En svo er að sjá á öllu, sem að ráðstöfunum lýtur, að enn sé mönnum óljóst, hvert samband sé milli þessara sjúkdóma. Þeir menn, sem einna ákveðnast halda því fram, að „mæðiveik- in“ sé nýr, áður óþekktur sauð- fjársjúkdómur á íslandi, segja, að lungnadrepið taki hinar mæðiveiku kindur og valdi dauða þeirra í stórum stíl. Að minu áliti er þessi staðhæfing ekki aðeins hæpin, heldur og með öllu röng. Ég hefi ekki far- ið dult með þá skoðun mína, að hér sé ekki um tvo, heldur einn og hinn sama sjúkdóm að ræða. Ég hefi haldið því fram, að hin svokallaða „mæðiveiki" væri ekki sjálfstæður eða nýr sjúk- dómur hér á landi, heldur framhald eða síðara stig ann- ars sjúkdóms, sem landlægur hefir verið um langan aldur, n. 1. lungnadrepsins, og hefi ég fært rök fyrir því. Þess vegna ! taka hinar mæðiveiku kindur ekki lungnadrepið, heldur mætti segja, að upp úr lungna- drepi eða lungnapest komi „mæðiveiki". Um þetta meginatriði þessa máls skrifaði ég á síðastliðnu sumri helzta sérfræðingi Þjóð- verja í sauðfjársjúkdómum, próf. dr. Th. Oppermann, við Dýralæknaháskólann í Han- nover, og lýsti íyrir honum þeim sjúkdómseinkennum og vefja- breytingum, sem einkum eru á- berandi. Sagðíst ég álíta, aö lungnadrepið eða lungnapestin væri sami sjúkdómurinn og þekktur er, einkum í sauðfé og svínum, um allan heim og nefnist á fagmáli: Hæmorr- hagisk septicæmi, en að „mæði- veikin" svokallaða væri ekki annað né meira en seinni þátt- ur þessa sjúkdóms, eða hln „chroniska" mynd hans. í svar- bréfi sínu, dags. 3. sept. s. 1., segist prófessorinn vera alveg á sama máli og ég í þessu at- riði, en þess ber þó að gæta, að hann hafði aðeins mína skríf- legu umsögn að styðjast við. Þvi hefír verið mjög haldið að mönnum, að „mæðiveikin" sé sama og Suður-afríkska sauðfjárveikin „Jaagziekte", og halda nú ýmsir dauðahaldi 1 þessa skoðun. Ég hefi ekki get- að aðhyllst hana, því ég tel hana fjarstæðu eina, og þá fyrst og fremst vegna þess, að með- göngutími „mæðiveikinnar" er talinn í mánuðum eða jafnvel árum, en meðgöngutími „Jaag- ziekte" er aðeins 3—5 dagar., Dauðsföll af völdum „mæði- veikinnar“ eru talin afar mörg, jafnvel kollfellir á sumum heimilum, en úr „Jagziekte" drepast aðeins 1,6 af hundraði. „Mæðiveikin“ er talin taka fé bæði vetur og sumar, en „Jaag- ziekte" er aftur á móti bundin við vetrarmánuðina. Og loks er vert að minna á það, að þessi veiki á að hafa borizt til lands- ins með einum ákveðnum kara- kúlhrút úr 17 karakúlkindahóp, sem hingað fluttist frá Þýzka- landi árið 1933. Þar eð hvergi er þess getið í eldri eða yngri dýralækningahandbókum, sem ég hefi náð í, að „Jagziekte“ hefði nokkurntíma gert vart við sig í Þýzkalandi, leitaði ég upplýsinga þar að lútandi hjá próf. Oppermann, og lýsir hann því yfir, að þessi veiki hafi aldrei gert vart við sig í Þýzka- landi og þar af leiffandi sé úti- lokað, að hún hafi getað borizt þaðan til íslands. — En þrátt fyrir það, er nú látið í veðri vaka hér heima, að veikl þessi hafi lengi verið í Þýzkalandi, án þess að menn hefðu haft hugmynd um það. — Trúleg staðhæfing, eða hitt þó heldur. Furðu bíræfin vörn í málinu, þegar á það er litið, að í hlut á þjóð, sem almennt er talin bezt mennt, beint vísindalega séð, á dýralækninga sviðinu. Til þess nú að geta fengið úr þvl skorið, hvort ég hefði rétt fyrir mér í því, að lungnadrep- ið í islenzku sauðfé væri sami sjúkdómurinn og „Hæmorrha- gisk septicæmi" í sauðfé er- lendis, sendi ég í vetur lungu úr ám, sem drepizt höfðu, úr lungnadrepi, til rannsóknar á Rannsóknarstofu Dýralækna- háskólans í Hannover. (Próf. dr. Miessner). Og í bréfi dags. 10. marz þ. á., er mér tilkynnt, að „Hæmorrhagisk septicæmi" hafi valdið dauða ánna. Því er þar með slegið föstu, að lungna- drepið er „Hæmorrhagisk septi- cæmi“. Að mínu álití er með þessu mikið fengiö, en eftir er þá að sanna, að „mæðiveikin" sé ekki sjálfsiæður og áður ó- þekktur sjúkdómur í sauðfé hér á landi, heldur aðeins þáttur annars sjúkdóms, sem sé lungnadrepsins. Flestum fjár- mönnum mun vera það kunn- ugt, að mæði er ekkert sérein- kenni þessarar veiki, en svo er nú komið, að rolla má varla blása úr nös, svo að ekki veki það grun um „mæðiveiki". — Menn hafa hlotið að hafa orð- ið varir við mæði í sauðfé hér á landi áður en þessi „nýi“ sjúkdómur kom til sögunnar, og þó verður þaö ekki talin sönnun minum málsstað. Sama er að segja um nasarennsli og annarleg hljóð í lungum. Hins- vegar eru útlit lungnanna og vefjabreytingar í þeim, einkum í lungnablöðrunum, talin mest auðkennandl. Þó að ég hafi áður séð lungu með slíkum ummerkjum, bæði úr sauðfé og svínum norðan- lands, þá verður það ekki talin sönnun mínu máli, til þess eru of margir Tómasar hér á landi. En við þvl er ekkert að segja. Það verður að teljast afar eðll- legt. Hinsvegar veit ég, að nægileg sönnunargögn eru til, er geti kveðlð niður þær regln- vitleysur, sem ríkja hér á landi í þessu máli og helzt lítur nú út fyrir að stefni íslenzkri sauðfjárrækt um ófyrirsjáan- lega langan tíma 1 hreinan voða. Það eru ekki sönnunar- gögnin, sem vantar, heldur ó- hlutdræga, sérfróða dómara. Af því sem að framan er sagt, er ég sannfærður um það, að rétta leiðin sé: Fyrst og fremst að draga úr eða kveða lungnadrepið niður, að svo miklu leyti, sem hægt er, með þeim ráðum, sem þekkt eru og bezt hafa reynst með öðrum þjóöum, og þá um leið muni mæðiveikisvofan rokin út í veð- ur og vind og aldrei koma aft- ur í þeirri hræðilegu mynd, sem nú er látin snúa að íslenzk- um sauðfjáreigendum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.