Tíminn - 21.04.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 65 sennilega merkasti þátturinn úr endurreisnarsögu þessa tímabils. Æfintýriö frá íslandi til Brazilíu er ritaö af vísindalegri nákvæmni og djúpum skilningi á aldarhætti og ástæðum þeirra tíma. Það bregður sterkri birtu á stuttan en merkilegan kafla úr sögu þjóðarinnar. Þ. B. f Lára Friöbjarnarðóttir Þann 18. nóvember 1937 and- aðist að sjúkrahúsi Akureyrar frú Lára Friðbj arnardóttir frá Þúfnavöllum í Hörgárdal. Hún var fædd 24. des. 1897. Foreldr- ar hennar, Friðbjörn Björnsson og Stefanía Jónsdóttir, hafa um langt skeið-búið að Staðar- tungu 1 Hörgárdal, og er heim- ili þeirra að góðu einu þekkt, þar um sveitir í foreldrahúsum dvaldi Lára sál. þar til árið 1917, að hún gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Eið Guðmundsson frá Þúfnavöllum. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi og hin mahnvæn- legustu. Það er eigi ætlun þess, er rit- ar þessar línur, að skráfesta æfisögu þessarar látnu ágætis- konu; heldur benda með fáum orðum á, hve mörg alþýðukona vinnur sín þýöingarmiklu störf, oft án þess því sé gaumur gef- inn. Þvi er einnig haldið fram, að íslenzk alþýða sé ómann- blendnari og dulari, en rétt sé og dragist þar af leiðandi meir frá félagslifi en vera ætti. Um Láru sál. mátti með sanni segja, að hún valdi sér fáa vini, en hún var líka vinum sinum meira en almennt gerist; frjáls- lyndi hennar og víðsýni i skoð- unum greindi hver sem hana tók tali, þótt hún blandaði sér lltt í dægurþras og hávaða um- hverfisins. Frá sinu takmarkaða ytra umhverfi sá hún: „vitt of veröld“ og eygði marga hug- sjón, sem öðrum duldist. Fi'egnin um andlát frú Láru mun hafa komið ættingjum og vinum nokkuð á óvart. Fleirl höfðu hugsað, að líísfjör henn- ar sigraði alla erfiðleika og veikindi. Þeim, sem hér eiga hlut að máli, verður því erfltt að fella sig við, að þessi heil- brigða starfskona skyldi svo sviplega burtkölluð. í þessu sambandi þykir rétt að geta þess, að fyrir nokkrum árum í baráttunni vlð þessa veiki er nú þegar búið að eyða ná- lægt milljón krónum af al- mannafé, auk þess, sem ein- staklingar hafa misst og aldrei fá bætt. Vaxa mönnum að vonum í augum slík fjárútlát með hlið- sjón af árangrinum, sem feng- izt hefir. Og enn má búast við stórum, jafnvel stærri útgjöld- um, ef haldið yrði uppteknum hætti 1 þessu máll. Ég álít, að það sé kominn timi til og enda siðferðileg skylda íslenzkra stjórnarvalda, að hlutast til um, að þetta mæðiveikisfargan sé tekið til frekari rannsóknar og á annan veg en verið hefir. Þá fyrst megi vænta betri árangurs og að trúnni á íslenzka sauðfjár- rækt, sem var og verður grund- völlurinn undir efnalegri af- komu bænda í flestum byggð- um þessa lands, verði bjargað við. Reykjavík, 1. aprll 1938. Sig. Ein. Hlíðar dýralseknir. var Lára lögð á sjúkrahús Ak- ureyrar og í það sinn komst hún svo nærri landamærum llfs og dauða, að henni fannst sem hún sæl tjald dregið frá og þeirri sýn er birtist henni að tjaldbaki gleymdi hún aldrei; svo dýrðleg og björt var hún. Vandamenn og vinir, fjær og nær, vona, að sýnin dýrðlega hafi birzt henni þá hún flutti yfir á landið ókunna, og sú von sefar allan söknuð. Þá verð- ur einnig ljúft að minnast sam- verustundanna mörgu, og telja sig auðugri eftir að hafa mátt lifa og starfa með konu, sem átti svo mikið af glaðværð og hafði mesta ánægju af að reynast sínum nánustu dyggur förunautur. Á legstað svo trúrra þjóna, ritar samtíðin óafmáan- legu letri, vísuorðin alkunnu, að: ------orðstírr deyr aldrigi hveim er sér góðan getr. E. Um samgöngubætur Upphreppar Árnessýslu vestan Hvít- ár, Grímsnes, Laugardalur og Biskups- tungur munu taldir að hafa góð sam- gönguskilyrði, þar sem að þjóivegir liggja um þá, og er því ekki að neita að svo sé að sumarlagi, en þó vill oft verða misbrestur á því að vetrarlagl, þegar snjóþyngsli koma mlkil og gætir þess oftast mest á vissum köflum vegarins, og er því haldið fram að vegurlnn hafl verið óhyggilega lagður eftir landslagi miðað við vetrarumferð, og mun þetta allmjög eiga sér stað víðar en á leiðinni yfir Hellisheiði, og má til nefna þjóð- veginn yfir Grímsnesið, á leiðinni sunnan fyrir Alvíðru í Ölvesi og aust- ur fyrir Svínavatn í Grímsnesl á ýms- um köflum. Snjóþyngsli eru oftast mest á Lyngdalsheiðl milli Borgai' og Svina- vatns, þar sem vegurinn liggur. Að lík- indum mætti allmikið bæta úr þessu með verstu kaflana þar, ineð því að gjöra nokkra afleggjara þar út af veg- inum, á betri staöi, og losna með því við þykkustu snjóskaflana á veginum. Sama gæti átt sér stað með veginn yfir hraunið og hjá Alviðru. En eins og menn vita, geta allir vegir oröið snögg- lega ófærir fyrir bíla og vagna. En þar sem nú er svo komið högum manna hér í sveitum sérstaklega vegna dag- legra mjólkurflutninga, en teppa á flutningum afar skaðleg svo að allt mögulegt þarf að gera til að verjastþví i lengstu lög. Og vegna þessarar snjó- hættu á þjóðveginum lieyrist nú að allmargir setji von sína á það að brú verði sett á Hvitá, nálægt Kiðjabergi og að vegur verði lagður um hana ná- lægt Hraungerðí, af þjóðveginum og svo áfram á þjóðveginn hjá Borg hér í Grímsnesi, enda er þetta snjólétt svæði og myndi lengst verða fært, en þetta myndi kosta mikið fé og ekki ljúkast á skömmum tíma nema mikið kapp væri lagt á með það. Þá kemur einnig til greina sýsluvegur sá, sem nú hefir verið lagður austur um Grímsnesið frá Borg að Sólheimum, barnahælinu. Veg- ur þessi er 10 kilómetrar og liggur með bæjaröð á því svæði og hafa hans bein not nú sem stendur 10 heimili væri þessi vegur nú framlengdur um kringum 4 kílómetra, væri hann kom- inn alla leíð á þjóðveginn milli Svína- vatns og Bjarnastaða, og til fullra af- nota fyrir bæina Kringlu og Bjarna- staði. Og af því að hann liggur á snjóléttasta plássi myndi hann cft verða fær þótt ófært væri yfir kaflann áðurneínda yfir Lyngdalsheiði, og gæti því í snjóþyngsla tilfellum komið að notum fyrir þrjá áðurnefnda hreppa, og gæti þar reynst betri krókur en kelda. Var því næstliðið ár leitað til sýslu- nefndar Árnessýslu með framlag til þessa vegar frá Sólheimum og á þjóð- veginn, af hrepsnefndinni hér eftir á- skorun nokkurra hreppsbúa, en sýslu- nefndin sá sér ekki fært að leggja fram fé til vegarins 1 það sinn, jafn- vel þótt boðið væri fram af einstakl- ingum 500 kr. til byrjunar, en væntan- lega tekur hún þessu máli betur á næsta sýslufundi ef möguleikar eru fyr- ir hendi. Og til frekari skýringar á þessu máli um Sólheima brautina er hér látln fylgja greinagerð sú, sem lögð var fram síðastliðið ár um vegihh þó má þar viðbæta að héraðslæknirinn, sem hefir skyldu að heimsækja barna- heimilið mánaðarlega hefir einnig skorað á hreppsnefndina hér að fá bættan veg þangað frá þjóðveginum, þar sem afleggjari nú er gerður áleið- is að Kringlu og BJarnastöðum. Þar sem hann verður að fara þrefalt lengri veg með því að fara þjóðveginn vest- ur að Borg og svo sýsluveginn þaðan að Sólheimum, sama gildir einnig er um læknisvltjanir er að ræða frá þar nálægum bæjum. Læt ég svo greinargerðina skýra þetta mál nánar. O-rímsnesingur. Vegna þess að nauðsyn ber til, að íá áfram á sýsluveginum, Hverakotsbraut, eða Sólheimabraut, alla leiðina um Kringlu og Bjarnastaði, á þjóðveginn, þar sem nú er verlð að gjöra afleggj- ara að Bjarnastöðum og Kringlu norð- an að heimillsveg, með styrk af vega- vinnu hreppslns, en mest frá nefndum bæjum. Og af nauðsyn þessa máls höfu£n vér nokkrir viðkomandi menn átt fund með okkur, og viljum út af þvi reyna að skýra í nokkrum atriðum umbætur þær, er fengjust i samgöngum með þessum vegakafla. Og er þá fyrst, að mjólkurflutnings- bílar, sem flytja mjólk, bæði úr Tung- um og Grimsnesi, verða nú að fara alla leið að Borg og svo þaðan að Ormsstöðum og Hömrum, allt að 8 kilómetra veg, og sömu leið til baka, en myndu, ef að sambandsvegur væri kominn, fara um bæina Bjarnastaði og Kringlu, Sólheima og Hamra, og svo röðina áfrarn að Borg, á þjóðveglnn aftur. Þetta væru stórþægindi, sparn- aður fyrir bílana og minna slit á veg- inum, allir flutningar að og frá barna- heimilinu Sólheimar yrðu þá mikiu auðveldari. Þar sem einnig áætlunar- bílar myndu oft fara um veginn, og flytja bæði fólk og vörur, er þeir gætu haldið alla leiðina áfram, hvort sem væri austur eða suður, einnig gætu þar líka verið not af mjólkurbílum, og allir bæir á leiðinni hefðu not af því að áætlunarbílar gengi eftir þessum vegi vissa daga 1 hverri viku. En svo kemur eitt atrlðl ennþá til greina, og er það stór atriði. Allir sem til þekkja vita að oft getur orðið ófært af snjóþyngsl- um á þjóðveginum milli Minni-Borgar og Svínavatns á vetrum, þótt þessi leið sé vel fær, og væri því mikið ör- uggara fyrir bílana að geta farið þessa leið, og fyrir alla mjólkurframleiðend- ur, sem þann veg þurfa að flytja mjólk sina, og snertlr þetta atriði, auk Grims nessins, Laugardalinn, Biskupstungur og jafnvel efstu bæi í Hrunamanna- hreppi, er bílar þaðan ganga um veg- inn. Lengd hins umrædda vegar, hefir verlð mæld af þeim Jóni Ingvarssyni verkstjóra og séra Guðmundi á Mos- felli, og reyndlst að vera 5 kilómetrar, og hefir nú verið lögð áðurnefnd braut frá þjóðveginum um einn kílómeter, og er því ekki ólagt nema 4 kílómetrar. Leiðin má heita að vera öll mýrlendi, rótargott og keldulitið, eitt smágil, sem auðvelt er að brúa (Kringlugil). Ofan- íburðarskilyrði eru þannig, að vlð þjóð- veginn er nægur ofaníburður og svo við vegarstæðið hjá Kringlu, einnig talið nálægt vegarstæðinu milli Kringlu og Sólheima, og svo þar sem vegurinn endar við Sólheima, mega þvi ofaní- burðarskilyrðin heita fremur góð. Þar sem nú er svo komlð að næstum er búið að íullgera Hverakots- eða Sólheimabrautina, sem eru fullir 10 kílómetrar að lengd, með ágætri brú yfir Grjótá. Þá væntum vér svo skiln- ings og velvilja með þetta málefni hjá þeim hlutaðegiendum, sem fjármála- völdin hafa tll framlaga í sýsluvegi, og sem eru viðkomandi hreppsnefnd, sýslunefnd og vegamálastjóri, að vér væntum hinna beztu undirtekta, og þá fyrst og fremst að hin háttvirta hrepps nefnd Grímsneshrepps taki mál þetta að sér með áhuga, og leggi það fyrlr næsta sýslufund, með sinum kröftug- ustu meðmælum, og sömuleiðis hjá vegamálastjóra, einnig treystum vér sýslunefndarmanni vorum að flytja málið á sýsluíundi og vinna þvi þar fylgi. Vér bætum svo hér við til frekari skýi-ingar: Bæir þeir, sem liggja við þennan veg í heild eða hafa hans bein not, eru þessir: Brjámsstaðír, Stærribæjarhverfi, Eyvik, Ormsstaðir, Vatnsnes, Gislastaðir, Hamrar, tvíbýl- ið, Sólheimar, Kringla og Bjarna- staðir, 13 heimili alls. Áætlunarbílar, sem nú flytja fólk eða vörur á nefnda bæi, verða að skilja hvorttveggja eftir við veginn hjá Borg, eða hafa sérstak- an móttökustað á Minni-Borg fyrir flutning, sem ekki má liggja úti, fólk, sem kemur með bílunum verður að ganga eftir veginum 10 kílómetra að Sólheimum, og sömuleiðis þaðan á bíl, að Mínni-Borg, og sama er með flutn- ing til og frá, að það er mjög óþægi- legt. Bílar, sem hafa fólk og flutning i Tungur eða Laugardal, geta ekki f*r- ið svona langan útúrkrók og sömu leið til baka Það segir sig sjálft, að all- miklir flutningar eru að og frá þess- um bæjum, en þó sérstaklega barna- hælinu, þar sem fólkstalan ■getur orðlð hátt upp í hundrað manns á sumrum, og að sjálfsögðu væri bílaeigendum gerður stórgreiði með því að geta haft áætlunarferðir um þennan veg, oj þyrfti að geta orðiö sem fyrst. Vér væntum þess, að með framan- skráðri greinargerð, megl það verða ljóst að afnotin af hinum langa vegi, sem búið er að fullgera að mestu leyti, myndu margfaldast með þeirri viðbót, sem hér er farið fram á, og óskum vír að hreppsnefndin láti skjal þetta fylgja væntanlegu erindi sínu um máltð tól sýslunefndar. Sólheimum, 10. janúar 1937. O-unnar Oddsson, BjarnastöSum, Sigurjón aislason, Kringlu, Sesselja H. Sigmundsdóttir, Sólheimum Kolbeinn Jóhannesson, Byvlk, Þorbjörn Bjarnason, OrmsstöBum, ÞórSur Jónsson, Vatnsnesi Jóhannes Jónsson, Hömrum, auðmundur Bjarnason, Seli, Bjarni auömundsson, Seli, Eyjóljur Ou6- mundsson, Seli, (vœntanlegir ábúsnd- á Hömrum), Jón Þorkelsson, BrjámsstöBum. Jón Sigurjónssonv, Minnibœ, Ouöjón Jónsson, Stœrribœ, Þorsteinn Þorvaldsson, Oislastööum, Jóhannes Einarsson, Eyvík. Um niðurskurð á mæðiYeikisvæðinu Eftir sr. Guxmar Árnason Æsustöðum í vetur ritaði hr. Páll Zop- hóníasson grein 1 Tímann um mæðiveikina og framkvæmdir í sambandi við hana. Óskaði hann eftir, að sem flestir létu uppi álit sitt um hvernig snú- izt skyldi við veikinni á þessu árl. Furðu fáir hafa orðið við þessari ósk, sem stafar eflaust meðfram af því, hve málið er margbrotið og vandleyst á all- an hátt. Ég ætla mér heldur ekki að ræða málið hér al- mennt, heldur aðeins láta uppi skoðun mína um það hvað gjöra beri á j aðarsvæðunum, þ. e. milli Blöndu og Héraðs- vatna og Hvítár og Þjórsár í sumar og á næsta hausti. Því frekar vil ég gjöra það, sem ég hygg að ég sé ef til vill í minni- hluta — eins og sakir standa. En þetta er álit mitt í sem styztu máli. Ef að útrýma á veikinni úr landinu, (eða gjöra fyllstu til- raun til þess), og ef verja á héruðin, sem enn verða að telj- ast ósýkt, þá virðist mér nlð- urskurður vera eina lelðln. En ef svo er, þá sýnlst mér að lít- il ástæða sé til þess að draga hann, heldur beri að byrja þeg- ; ar að hausti að skera niður á | fyrgreindum jaðarsvæðum, en haustið eftir það fé, sem þá er ; eftir á sýktum og grunuðum svæðum. Og á enginn að fá að flytja inn kindur á svæðið fyr en niðurskurðinum er lokið. Ég veit það jafn vel og aðrir, að miklir erfiðleikar eru bundn- ir við niðurskurðinn, en um það veröur ekki deilt, að það er róttækasta og eins og stend- ur eina leiðin, sem von er um að fær reynist, til þess að út~ rýma veikinni. í öðru lagi finnst mér miklu skynsamlegra, að láta það fé,sem nú fer til varna, sem aðeins eru til að tefja fyrir útbreiðslu veiklnnar elns og t. d. nú er komið við Blöndu, ; ganga upp í skaðabætur til ; þeirra manna, sem skorið verð- ur niður hjá. Þvl eins og nú er komið hag landbúnaðarins, þá hlýtur ríkið með einhverjum ráðum að bæta fjáreigendum svo upp tjón það, er þeir bíða af völdum mæðiveikinnar, að þeir geti endurreist búskap sinn .við svipaðar aðstæður og nú. Ella er vlst, að meirihluti þessara bænda flosnar upp, og mikill hluti fólksins flytur burt — í kaupstaðina. Og rennur þá ekki minna styrktarfé úr ríkis- sjóði því til handa með at- vinnuleysisstyrkjum o. fl. :• í þriðja lagi ætti það að vera ' öllum auðsætt, að ef niður- skurður fer fram, er bezt að það verði sem fyrst. Betri er hálfur skaði en allur fyrir þá bændur, sem eiga enn fé, sem hægt er að skera niður, en rotnar ekki niður í móunum. Og því minna þarf rikið að greiða í skaðabætur, sem menn fá meira fyrir þann bústofn, sem tekinn verður. Enginn skaði er meiri en sá, að missa féð á vorin og sumrin eftir allan þann kostnað, sem eldi þess hefir haft í för með j sér yfir veturinn. Það ætti því jafnvel að vera fyrsta áhugamál þeirra er á jaðarsvæðunum búa, að féð yrði skorið sem fyrst. En þá er þvi borið við, að þetta fé sleppi ef til vill við veiklna. Þá er því til að svara, að veikin hefir sýnilega út- breiðsí milli Blöndu og Hér- aðsvatna árið sem leið, og það hafa verið mestu varnarmis- tökin fram að þessu, að alltaf hefir verið gripið of seint til varnarráðstafana, og of mjög horft í að lóga fénu eins og t. d. á Vindhæli. Ef horfið er að niðurskurði, verður að skera hlífðarlaust niður á öllu hinu grunaða svæði, og ekki leyfa að ein kind sé þar eftir uppistandandi. Á það að vera tiltölulega hægur \ vandi. Ég ætla ekki að þessu sinni að ræða hve miklar skaðabæt- ; ur ríkið virðist verða að greiða, \ né hvernig. Ég undirstryka það ! eitt, sem ég sagði almennt um það mál, að eigi að halda við i byggð í héruðunum, mega kjör 1 manna almennt ekki versna að neínum mun frá.því, sem var áður en mæðiveikin kom til sögunnar. Og þó styrkurinn gangi eflaust að mestu til kaupa á nýjum bústofni á sín- um tíma, þá getur hann og að nokkru goldizt í annari mynt, t. d. hækkuðum jarðabótastyrk, aukinni vegavinnu (t. d. á Vatnsskarði) o. s. frv. En að lokum vil ég sérstak- lega leggja áherzlu á eitt at- riði, sem sé það, að engir fái kindur á niðurskurðarsvæðinu, fyr en allt er skorlð nlður. Ég hefi heyrt því fleygt, að sumir hugsi sér, að við sem bú- um milli Blöndu og Héraðs- vatna, fáum þegar að hausti að kaupa gimbrarlömb, ef skor- ið verður niður. En þetta er að minni hyggju hið mesta óráð, og raunar óverjandi að hverfa að því ráði. Fyrst er á það að líta, að það tekur svo langan tíma að lóga fénu að haustinu, að óþægilegt verður að flytja fé hingað aft- ur, og er það þó minnsta at- riði, sem mælir gegn þessu. Hitt er þyngra á metunum, að það tekur undlr það árið að ganga úr skugga um, að allt fé sé dautt á svæðinu. Bæði getur kind og kind liíað af i afréttinni fram á vor og menn skotið fé undan, sem ekki kemst upp um fyr en seint og síðar- meir, þó varla sé gerandi ráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.