Tíminn - 12.05.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1938, Blaðsíða 4
78 TÍMINN Bændur sem gera innkaup sm í Reykjavík, ættu aðkysma sér verdla^ vort á^ur en gseir lesta kaup annars- staðar Uppfeoi Ár 1938, miðvikudaginn 1. júní kl. 1 e. h. verður, eftir beiðni Guðmundar Snorrasonar, opinbert uppboð sett og haldið að Gufu- nesi í Mosfellshreppi, og þar selt ef viðunandi boð fæst: 1. Búpeningur: Nautgripir, sauðfé, vagnhestar, stóðhross og hænsn. 2. Heyvinnuvélar og vagnar. 3. Búshlutir allskonar. Greiðslufrestur til 15. september. Uppboðsskilmálar verða birt- ir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 11. maí 1938. Bergur Jénsson. Utan úr hcímí (Frh. af 1. siðu.) og Þjóðverja, gáfu Englendingar Eystrasalt eftir sem „opna leið“ raunverulega, þó ekki væri það formlega. En Eystrasalt er, hern- aðarlega séð, orðið þýzkt innhaf. Rússneski flotinn og pólski flot- inn eru báðir þýðingarlitlir gegn þýzka flotanum. „Lyklar Eystrasalts“ hafa ver- ið fjöregg hins danska hlutleysis. Það kann að vísu að verða rætt um hvort Danmörk eigi að loka beltunum og Eyrarsundi með virkjum, en þetta er svift þeim þunga, er það áður hafði. Þýzka- land getur af eigin rammleik lokað Eystrasalti. Þjóðverjum er umhugað um að Danmörk yrði hlutlaus, ef stór- veldin legðu út í stríð. Þeir haga sinni stefnu í utanríkismálum á þann veg, að sem minnst hætta verði á að önnur lönd noti sér Danmörku sem árásarsvið á Þýzkaland, eftir áliti leiðandi manna danskra í utanríkismál- um. Þetta er einmitt vegna hinn- ar miklu hervæðingar Þjóðverja í Schleswig-Holstein. Ef maður lítur á kortið, þá sér maður hversu eðlilegt er að óska þess, séð frá þýzku sjónarmiði. Gerum ráð fyrir að Danmörk ætti stóra flugvelli af nýjustu gerð, með víggirtum neðanjarðarskýlum fyrir flugvélar og stóran flota sprengjuflugvéla. Þetta myndu Þjóðverjar telja hótun gegn sér og hegða sér samkvæmt því. En Þjóðverjar eru sannfærðir um að Danmörk muni verða hlutlaus. Líti maður á hlutina frá sjónar- miði þýzkra nazista, getur maður skilið' hver freisting það yrði öðr- um ríkjum, ef Danmörk hefði yf- ir slíkum tækjum að ráða, að helga sér þau og nota gegn Þýzkalandi. Flugvellir og flug- vélar af þeirri gerð, sem getið er hér rétt á undan, eru sem sé mjög hættuleg árásarvopn. Danir reyna líka að gera Þjóð- verja ugglausa um þetta atriði Það þarf ekki mikla athugun til að sjá, að Danir forðast að afla sér árásarvopna. Allur ■I danski vígbúnaðurinn er til varna en ekki sókna. Danir kaupa byssur til varna gegn skriðdrekum en ekki skriðdreka, ! og þeir útvega sér loftvarnabyss- ur en ekki loftflota. Þeir hafa byggt stóran flugvöll við Tönder. En hann er alls ekki til þess fall- inn, að þaðan séu gerðar árásir, Til þess skortir nauðsynlegan herbúnað o. s. frv. Leiðandi menn um dönsk ut- anríkismál reyna, ekki einungis í oröi heldur og í verki, að koma í veg fyrir að Þjóðverjum detti í hug að Danir muni afla sér árás- artækja, er nota mætti gegn Þýzkalandi, og sem væru það sterk, að öðrum ríkjum, er ættu í deilum við Þýzkaland, gæti þótt borga sig að komast yfir þau. Grein, sem fyrir skömmu birt- ist í Völkischer Beobachter, og fjallar um síðustu fjárveitingu Dana til landvarna, er mjög eft- irtektarverð í þessu sambandi. Greinin segir aö Þjóðverjar hafi ekkert við það að athuga að Dan ir afli sér „hlutleysis-hernaðar- tækja“. Þar er og tekið fram, að meðal nazista sé þetta ekki talin hótun við Þýzkaland. Stauning forsætisráðherra hef ir tekið útvarpsræðu Sandlers á þá leið, að Svíar væru mótfallnir norrænu varnarbandalagi. Það verður ekki tekið til með- ferðar hér, hvort Stauning hefir þarna á réttu að standa, en þessi túlkun hans er táknandi. Leið- togar danskra utanríkismála óska ekki eftir norrænu varnar- bandalagi. Stauning gat þess í hinni víðfræðu Sund-ræðu sinni, hinni víðfrægu Lund-ræðu sinni, að Danmörk vildi ekki vera „varðhundur Norðurlanda". hundur Norðurlanda. En hversvegna ekki? Jú, Danir óttast að Þjóðverjar myndu misskilja norrænt varn- arbandalag, telja það dulda hót- un við sig og aðeins leik á skák- borði stórveldanna Danir vilja ekki eiga á hættu neinn grun í þessa átt, hversu fjarstæður sem hann væri. Þetta er ástæðan fyrir því aö Danir taka svo kuldalega afstöðu til hugmyndarinnar um varnarbandalagið. Þeim, sem fylgjast með í blöð- um Dana, mun Ijóst að Danir eru ákaflega þögulir um allt.sem snertir sambúðina við Þýzka- land. Dönsk blöð forðast að birta nokkuö þaö, um þýzkan vígbún- að, sem kunni að vera viðkvæmt. Þau ræða mál Suður-Jótlands svo lítið sem unnt er og þegja alveg um kjör danskra manna innan þýzku landamæranna. Mál Suður-Jóta á að salta og reynt er eftir megni að forðast alla árekstra út af því. Sumum kann að virðast að dönsk blöð gangi of langt í þessari laun- ung sinni, en það er einkamál Dana. Ástæðan fyrir þessari stefnu Dana er sú, að þeir telja að Danir þurfi ekkert að óttast af hálfu Þjóöverja, ef þeir aðeins séu nógu hlutlausir, og láta ekk- ert á sér bæra. Þeta gengur svo langt, að í dönskum blöðum er | ekki sagt frá þó þýzkar flug- j vélar fljúgi yfir danskt land, nema ef slys verður. Það hefir nokkrum sinnum komið fyrir, í að þýzkum hernaðarflugvélum hefir hlekkst á í danskri land- helgi, og þá hafa verið birtar frásagnir um slysin og annað ekki. Þeim hugmyndum skýtur upp á einstöku stöðum í Danmörku, að það, hve Danmörk framleið- ir mikið af landbúnaðarvörum kunni að hafa áhrif á viðhorf Þjóðverja til Dana á stríðstím- um. Þetta eru hugmyndir og verð- ur því ekki farið nánar út í það, en þess aðeins getið að þær eru til. Það er ekki ætlunin með þessari grein að ræða hvort þessi stefna Dana sé rétt eða röng, hvort stefna dönsku blað- anna sé ætíö skynsamleg frá lýöræðislegu sjónarmiði, eða hvort þessi bjartsýni Dana — um að þeim takist að standa utan við stríð milli stórveld- anna — sé fyllilega réttmæt. Ætlunin var einungis að varpa ljósi á staðreyndir, og gera grein fyrir því, sem mótaði stefnu Dana. Víðavangtir (Frh. af 1. slðu.) skógi á sæti í fjárhagsnefnd. Stefán hafði, ásamt fulltrúum stjórnarflokkanna skrifað undir nefndarálit um það, að ríkið ábyrgðist 80% af lánsfjár- hæðinni. Er það orðið að venju á síðari árum, að ríkið taki ekki ábyrgð á stærra hlutfalli fyrir bæjar- eða sýslufélög, þótt um stórframkvæmdir sé að ræða. Borgarstjóri upplýsti að ekki þyrfti nema helming lánsfjár- ins, sem beðið var um ábyrgð á, til kaupa á erlendu efni og er- lendri verkfræðiaðstoð. Sjálft Morgunblaðið hafði talið rétt að helming lánsfjárins yrði afl- að hjá Reykvíkingum sjálfum. En svo er borgarstjóri og flokk- ur hans orðinn aumur í þessu máli, að hann taldi að minna nægði ekkí en að ríkissjóður á- byrgðist hvern eyri sem taka þyrfti að láni til hitaveitunnar. Til þess að koma þessu til vegar, var Stefán Stefánsson settur í stofufangelsi úti í bæ, fékk ekki að koma á þingfundi, sakir þess að hann hafði bundið sig með undirskrift undir nefndarálitið. En Þorsteinn Briem var kúgað- ur til að greiða atkvæði þvert á hina skjalfestu skoðun þessa eina „opinbera" flokksbróður síns í þinginu. Er til þess tekið, að Briem hafi ekki verið hár í sæti, þegar hann greiddi þetta atkvæði — svo sem á stóð. Og svo heldur Þorsteinn Briem að hann og flokkur hans sé ekki ' pólitískt dauður! Reið allar gerðir, svo sem: Kvenhnakkar, Spaðahnakkar, Járnvirkjahnakkar, Trévirkja- hnakkar og Drengjahnakkar. Beizli, Svipur, Hestahöft og alls- konar Ólar tilheyrandi reiðtygja- og aktygjasmíði. — Mittis- belti og glímubelti. — . . Aktygi, mjög sterk og þægileg við alla erfiða keyi’slu, jarð- yrkju og heyvinnu. — Hnakktöskur og Þverbakstöskur. Einig Hliðartöskur, Veiðitöskur, Innheimtumannatöskur, Skólatösk- ur og Skjalatöskur ávalt fyrirliggjandi. Allar aðgerðir fljót og vel af hndi leystar. Vönduð vinna og efni. Sérlega lágt verð. Pantanir afgreiddar fljótt og sam- vizkusamlega út um allt land gegn póstlcröfu. Gísli Sígui’bjjörnsson söðiasmiður, Laugavegi 72.--------Sími 2099. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðján EDDA h.f. vinnudeilum", er allmikil end- urbót á lögunum frá 1925. Þar eru ákvæði um að skipta land- inu í 4 sáttaumdæmi og veröur sáttasemjarinn í Reykjavíkur- umdæmi jafnframt ríkissátta- semjari. En merkilegustu á- kvæði þess kafla eru ákvæði 32. gr. um atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu frá sáttasemj- ara, sem sniðin er eftir dönskum lögum, sem hafa þótt gefast vel. Ef færri en 35% af félagsmönn- um hafa greitt atkvæði um til- löguna, þarf meira en helming atkvæða til að fella hana og verður sá hluti að stækka eftir því sem þátttakan minnkar. En taki ekki 20% þátt í at- kvæðagreiðslu, telst tillaga sáttasemjara samþykkt, hvern- ig sem atkvæði falla. Eru þessi ákvæði sett til þess að tryggja þaö, að örlítill minnihluti fé- lags geti eigi, þrátt fyrir miðl- unartillögu, haldið áfram vinnudeilu, ef til vill þvert of- an í mikinn meirihluta félags- manna. IV. kafli, „um félagsdóm", er um sérstakan dómstól, til þess að dæma í réttarágreiningi, þ. e. a. s., um skilning á samningi eða samnings- eða lagabrot að- ila. Reynt er að ganga svo frá skipun dómstólsins, að sem mest trygging sé fyrir að hann verði hvorttveggja, vel dómbær að þekkingu með þvi að hafa einn dómara frá hvorum aðila, Vinnuveitendafélags íslands og Alþýðusambands íslands, í dómnum, og óhlutdrægur, með þvi að hæstiréttur skipi 2 menn í dóminn, og tilnefni 3 menn, sem ráðherra velur úr. Loks eru sektarákvæði í V. kafla. Ég hefi nú gert grein fyrir höfuðatriðunum í frumvarp- inu, svo og helztu atriðum úr löggjöf annara þjóða um þessi efni. Ég vil benda mönnum al- veg sérstaklega á það, að hér er engan veginn lagt til að dómstóll verði stofnaður til þess að dæma um hagsmunaágreining, þ. e. a. s. deiluna sjálfa um kaup og kjör. Yfirleitt eru allar lýðræð- isþjóðir horfnar frá því ráði, því hann hefir, eins og ég hefi áður sagt, reynst mjög óvinsæll hjá báðum aöiljum vinnu- deilna. Ég vil einnig benda á það, að Framsóknarflokkurinn hefir frá því íyrsta verið mót- fallinn því að slíkur fastur dóm- stóll í vinnudeilum sé settur á stofn i landinu og ávalt talið það hið mesta óráð. Árin 1923 og 1925 bar Bjarni Jónsson frá Vogi fram frumvarp um gerð- ardóm í kaupgjaldsþrætum, þar sem svo var til ætlazt, að dóm- urinn ákvæði kaup og kjör verkamanna, ef eigi næðust samningar með þeim og at- vinnurekanda. Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn lögðu algerlega á móti þessu frumvarpi, en Framsóknarfl. bar hinsvegar fram frumvarp að núgildandi lögum um sátta- semjara. Á þinginu 1929 kom enn fram frumvarp um vinnu- dóm í kaupgjaldsþrætum, en sætti enn mótstöðu vinstri þingflokkanna og komst eigi fram. Ennfremur hefir Fram- sóknarflokkurinn ávalt staðið öndverður gegn því, að sett verði á stofn ríkislögregla, til þess að skakka leikinn í vinnu- deilum, en viljað efla hina al- mennu lögreglu, án þess að hún mætti skipta sér af vinnudeil- um. Ég er fyrir mitt leyti sann- færður um það, að allur fjöldi fólks í landinu, hvort sem eru atvinnurekendur eöa verka- menn og aðrir launþegar, opin- berir starfsmenn eða bændur og búalið, muni við rólega yfir- vegun komast að raun um það, að sú tilraun, sem verið er að gera með frumvarpi þessu, til þess að leiða vinnudeilurnar inn á farsælari brautir og fá frið- samlega lausn á þeim, sé sjálf- sögð og réttmæt. Og alveg sér- staklega vil ég vara verkamenn og sjómenn við því, aö taka til greina, að óathuguðu máli, æs- ingaskrif og ræöur, sem miða að því að æsa menn gegn frum- varpinu, því samkvæmt reynslu annara þjóða af samskonar og líkum ákvæöum, er það full- víst, að engum eru þau meira til hags, en einmitt verkamönnun- um sjálfum. Þessu til stuðnings má benda á það, sem Sigfrid Hansen, ritari sænska verka- mannasambandsins, segir í bréfi til milliþinganefndarinn- ar um vinnulöggjöf, að þrátt fyrir það þótt sænskir verka- menn hafi 1928 stofnað til alls- herjar mótmæla gegn frum- varpi um vinnusamninga og dómstól i réttarágreiningi, óski þeir nú eftir að hafa kynnst lögunum í framkvæmd, ekki eftir afnámi þeirra. Það er auð- vitað eigi ætlun mín aö fullyrða nokkuð um það, að eigi séu smíöagallar á frumvarpi þessu, né búast við því, að eigi geti, jafnvel fljótlega, reynst þörf á að breyta því að meira eða minna leyti, eftir því sem reynslan kennir við framkvæmd laganna. En hitt er ég sann- færður um, aö það er full á- stæða fyrri allA þjóðina að fagna yfir því, að þessi tilraun til réttlátrar vinnulöggjfar skuli vera fram komin, og menn megi treysta því, að hún verði til góðs, með þeim endurbótum og breytingum, sem reynslan kann að sýna að síðar þurfi á henni að gera. Þótt telja megi víst, að frum- varp þetta verði að lögum á þessu þingi, þar sem 4 þing- flokkar virðast ráðnir í, að fylgja því, þá er vitanlega mis- munandi sjónarmið manna og afstaða til ýmsra ákvæða frum- varpsins. Sumum mun vafa- laust þykja frumvarpiö ganga of skammt að sumu leyti í því, að reyna að girða fyrir vinnu- stöðvanir, öðrum ef til vill að öðru leyti of langt. En um það ættu allir þeir að geta orðið sammála, sem vilja þjóð vorri vel, að verkbönn og verkföll eru þeim verst, sem í þeim standa, atvinnurekendum og verka- mönnum eða launþegum. Og yfirleitt er það svo um vinnu- stöðvanir, eins og annan ófrið, að oftast bíða hvorirtveggju ó- friðaraðiljanna í raun og veru ósigur. Það er oft sagt, að betri sé „mögur“ sátt en feitur „pro- cess“. Það er reynsla mín, af málarekstri manna, sem ég í starfi mínu hefi kynnst, að yf- irleitt er mikill sannleikur fólginn í þessu orðtaki. En sama þykist ég sannfærður um, að þeir menn, sem af eigin reynd hafa Kynnst verkfölum og verkbönnum, muni yfireitt geta tekið undir, að minnsta kosti í þeim tifellum, þegar vinnustöðvun hefir staðið lang- an tíma eða haft mikla eyði- leggingu verðmæta í för með sér. Það hefir verið sagt af einum andmælanda þessa frumvarps hér á þingi, að rangt sé að rik- issjóður taki á sig þann kostn- að, sem frumvarpið kann að hafa í för með sér. Þótt kostn- aðarauki verði vitanlega nokk- ur, verða menn að athuga það, að þótt löggjöfin ekki yrði til að hindra nema örfáar stöðv- anir á nauösynjastarfi í þjóðfé- laginu, myndi kostnaðaraukinn margendurgreiðast með því. Tjónið, sem hlýzt af vinnu- stöðvunum, er oft svo gífurlegt, bæði fyrir aðilana sjálfa og þjóðfélagiö í heild, að það getur oft valdið hundraðfaldri þeirri takmörkuðu upphæð, sem sam- kvæmt þessu frv. má verja ár- lega í því skyni að leitast verði við að fá með lægni og festu friðsamlega lausn á vinnudeil- um og fyrirbyggja vinnustöðv- anir. Það er því gott dæmi um rökþrot og lélegan málstað and- mælenda frv., að þeir skuli grípa til slíkra röksemda eins og þeirra, að telja eftir þennan nauðsynlega en smávægilega kostnaö, sem verja á til þess að hindra margfalt meira tjón. Andmælendur frv. gengu á það lagið að reyna að æsa menn gegn frv. með því að telja þeim trú um, að hér sé um einhver ,,þrælalög“ eða „kúgunarlög“ að ræða. Þeir vita þó afar vel þessir menn, og þá ekki sízt hv. 3. þm. Rvíkur, sem hefir alltaf viðurkennt og viðurkenndí síð- ast við aðra umræðu þessa máls, að hann áliti rétt að setja lög um sáttatilraunir í vinnu- deilum og félagsdóm um réttar- ágreining, að með frv. þessu er alls ekki um það að ræða, að koma á fót dómstóli, sem dæmi um hagsmunaágreining, þ. e. kaup og kjör eða yfirleitt að í frv. séu nokkur ákvæði, sem hindri nauðsynlegar vinnu- stöðvanir. Hér er aðeins gerð tilraun til þess að setja hófleg- ar og skynsamlegar leikreglur fyrir vinnudeiluxnar, sem ein- göngu geta orðið til góðs fyrir alla, sem að þeim standa, og þjóð vorri í heild sinni. Ég hika því eigi við að fullyrða, að and- staða Héðins Valdimarssonar og kommúnistanna gegn frv. á ekki rót sína að rekja til sann- færingar um óréttmæti frv., heldur stafar hún eingöngu af löngun þeirra til þess að nota þetta mál með rangsnúningi og röngum skýringum til æs- inga og agitationar gegn Al- þýðuflokknum, sem í fullu sam- ræmi við fyrri afstöðu sína til málsins, og þar á meðal afstöðu Héðins Valdimarssonar, meðan hann var Alþýðuflokksmaður, og í samræmi við afstöðu bræðraflokka þeirra á Norður- löndum, hafa lýst sig fylgjandi inálinu. Útbreiðið „Tímann“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.