Tíminn - 17.05.1938, Blaðsíða 2
80
TÍMINN
Tímamannabréf
„Sá himin, sem er hruninn“.
Þegar stríðið skall á sumarið
1914, var bóndi á Héraði, sem
keypt hafði jörð og bú fyrir einu
ári í skuld um 4000 krónur. En
um haustið 1915 hafði hann
fullborgað þessa skuld, og átti
inni í sparisjóði. Verðhækkun-
in mikla hafði gert kraftaverk.
Verðhækkunin gerði þetta
kraftaverk út um allan heim.
Allir, sem áttu jarðir, hús, eða
vörur, urðu miklu auðugri en
áður. Allir, sem unnu fyrir
kaup, fengu margfalt meira fé
milli handa. Þeir þóttust líka
vera orðnir auðugir. Svo leið
stríðið. Milljónir af mönnum
út um allan heim, sem áður
voru fátækir, héldu að þeir
myndu allt af geta lifað eins og
ríkir menn.
Svo lauk stríðinu, og í stað
þess kom kreppa. Sumarið 1920
voru íslendingar aftur orðnir
fátækir. En nú hafði þjóðin
myndað nýjar og dýrar venjur.
Hún vildi ekki klífa niður stig-
ann. Og 1921 var tekið 10
milljóna króna lán í Englandi
til þess að þjóðin gæti haldið
áfram að lifa eins og fyr.
Skömmu seinna var tekið 8
milljóna króna lán, og síðan 10
milljónir. Þá kom ný kreppa,
og síðan hún byrjaði, hafa
lán verið tekin utanlands, og
margar milljónir hafa gengið til
að hylja í bili hallann á at-
vinunreksri landsmanna.
Núverandi fjármálahiminn
íslendinga var byggður 1914.
Þá byrjuðu íslendingar að taka
nýjar og dýrar venjur um alla
lífshætti. í fyrstu bar stríðs-
gróðinn uppi þennan himin.
En síðan 1921 hafa lánin verið
viðbótarstoð.
Önnur þýðingarmikil atriði
koma til greina. í þrjú ár hefir
verið aflabrestur. Stórfeld
lokun markaða, og nánasta
frændþjóð íslendinga eyðir 10
milljónum kr. úr ríkissjóði til
að fella saltfisk okkar á heims-
markaðinum. Skæð fjárpest
eyðir bústofni bænda í sjö
sýslum.
Þetta eru miklir erfiðleikar, en
þó léttari heldur en hinar
miklu kröfur, sem eru arfur frá
himnaríki stríðsáranna.
í Reykjavík er stórkostlegur
.fjöldi karla og kvenna, sem
ekki vill vinna að framleiðsl-
unni, og hins sama gætir í öðr-
um stærri bæjum. Jafnhliða
gerir þetta fólk mikar kröfur
um alla eyðslu, um hús, fatnað,
mat, vín og tóbak, skemmtanir
o. s. frv. Þessi sýki færist um
landið. Kommúnistar kenna
verkamönnum, að þeir eigi að
gera miklar kröfur og láta lítið
í staöinn. Þaö er þeirra þáttur
í því mikla strafi, að halda við
himnaríki stríðsáranna.
En einn góöan veðurdag
kemst þjóðin að þeirri niður-
stöðu, að þessi himin, sem ís-
lndingar eignuðust 1914, sé á-
hættuíbúð, og að þar fari að
verða lífshætta fyrir þá, sem
þar búa. Þá gerir ég ráð fyrir
að margir vilji heldur flytja
} ofan á jörðina og búa þar, frem-
j ur en að eiga á hættu að fylgja
með himni stríðsgróðans, þegar
hann fer að nálgast fasta und-
irstöðu.
Vandinn fyrir íslendinga er
að flytja ofan a jörðina og
byrja þar nýtt landnám. Þar
byrja menn að lifa af gæðum
landsins sjálfs, á kjöti, fiski,
síld, grænmeti og mjólk. Þá
verður víni og tóbaki fórnað
til að geta fengið sér föt úr ís-
lenzkri ull og ísenzkum skinn-
um, reist sér skjólgóð hús úr
íslenzkum efnum að mestu
leyti.
Ef þjóðin gerir þetta, mun
hún geta haldið eignarréttin-
um á landi sínu, verndað frels-
ið og framtíð barna sinna.
^ Á næstu árum flytur þjóðin
. úr himni svikullar verðhækk-
unar og stríðsgróða og niður á
þá jörð, sem forfeður okkar
hafa átt og starfað á í meira
en þúsund ár.
J. J.
I Hús úr víkur-
i steini
Kristján Guðmundsson fram-
kvæmdarstjóri Pípuverksmiðj -
unnar i Reykjavík hefir gert at-
hyglisverða tilraun. Er hún í því
fólgin, að hann hyggst að nota
einangrunarhæfileika vikurs til
þss að gera timbur óþarft til
húsagerðar, að undanskildu því
sem fer í hú'rðir og glugga. Hef-
ir hann reist rúmgott íbúðar-
hús með þessum hætti. Fer hér
á eftir lýsing á þessari tilrauna-
húsagerð.
„Hús þetta er eingöngu byggt
úr vikri, bæði útveggir, inn-
veggir, sperrur og þak. Stærð
þess er 9X16 metrar, eða að
flatarmáli 150 fermetrar. Það er
ein hæð með lágu risi. Kjallari
er undir því hálfu.
Útveggir hússins eru hlaðnir
úr vikur-holsteini, 50 sm. löng-
um, 20 sm. háum, og 24 sm.
þykkum. Innveggir eru gerðir
úr vikursteini af sömu stærð, en
15 sm. þykkir. Steinarnir eru
múraðir saman með hræru úr
vikursandi og- sementi. Útvegg-
irnir voru í haust kústaðir að
utan með leðju úr fínum sandi
og sementi, meö íblönduðu
vatnsþéttunarefni. Hafa þeir í
vetur reynst að vera algerlega
vatnsheldir. — Innfletir veggj-
anna eru slétthúðaðir meö fín-
um vikursandi. Og eru þá til-
búnir að málast eða veggfóðr-
ast.
Kosti húsveggja úr vikur-
steini, umfram t. d. steinsteypu,
telur Kr. G. vera:
1. Ódýrari.
2. Miklu hlýrri. Útveggur úr
vikurholsteini þarf ekkert ein-
angrunarlag innan á sig, því
hann einn út af fyrir sig ein-
angrar meira en steinsteypu-
veggur, með venjulegu einangr-
unarlagi.
3. Einangrar betur fyrir há-
vaða (lofthljóði).
4. Einangrar betur fyrir
höggum (viðkomuhljóði).
5. Léttur í meðförum, samt
nægilega sterkur.
6. Sparar alla timburnotkun
til mótagjörðar.
7. Sparar trésmíðavinnu.
8. Fljótlegra að byggja úr
honum.
9. Múrhúðunin bindur sig vel
við, og springur ekki.
10. Minni þensla við hita-
breytingar.
11. Hægt að negla í veggina.
12. Ef til kæmi að rífa vegg-
ina, er hægt að gera það án
þess að steinninn brotni. Hann
heldur því sínu verðmæti.
Húsveggir sem þannig yrðu
byggðir eingöngu úr einangrun-
arsteini, myndu henta mjög vel
fyrir allar srnærri byggingar,
svo sem sveitabýli. Þó leyfir
buröarþol steinsins, að byggð
séu úr honum tveggja hæða hús.
Gólf hússins og loft er úr
steinsteypu.
Sperrur og þakklæðning er
úr vikri. Er það gert á þann
hátt, að yfir þvera loftplötuna,
með 1 meters millibili, eru
hlaðnir, sperrulagaðir bálkar úr
vikurplötum. Þakklæöningin er
úr vikurplötum, 8 sm. þykkum,
50 sm. breiðum og 1 m. löngum.
Endar platanna mætast á
miðjum sperrum, og eru þær
múraðar fastar. En hliðarkant-
ar platánna falla saman, í nót
og fjöður.
Yfir allan vikurþakflötinn er
límdur sterkur þakpappi meö
bráðnu asfalti, festist hann svo
vel við, að frekar klofnar papp-
inn, en hann náist af. — Síðan
er 'bráðnu asfalti strokið yfir
pappann, og á meðan það er
heitt og óstrokið, er stráð í það
sandi, sem getur verið með ýms-
um litum. Sandurinn hefir það
hutverk að verja þakið fyrir
veðrun, og að veita því sér-
stakan lit.
Meö slíku þaki sparast allt í
senn: Timbur, þakjárn og
málning."
Gerir Kristján sér vonir um,
að hér sé fundin leið, sem farin
verði hvarvetna á landinu, þar
sem náð verði í vikur með hóf-
legum kostnaði. En vikur er í
ríkum mæli fyrir hendi í nánd
við Eyrarbakka, á Rangárvöll-
um, í Þjórsárdal og Fnjóskadal.
Þá er það einn meginkostur
að margur maðurinn getur með
fyrirhyggju unnið að því aö
steypa steinana í framtíðarbú-
staðinn — í hjáverkum.
Ættír - stéttír
Ágrip af ræðu, sem Guðbrandur
Magnússon flutti á Rangæinga-
móti í vetur.
Fólk það sem upphaflega nam
hér land, fluttist ekki hingað
fyrir þá sök, að það kæmi sér
ekki við í heimalandi sínu, svo
það gæti lifað þar menningar-
lífi. Margt af þessu fólki kaus
að yfirgefa ætt og óðöl fremur
en að beygja sig undir yfirráö
einvaldskonungs, sem um þetta
leyti braust til valda í landi
því, sem það flutti frá.
Óefað er þetta meðfram skýr-
ing á því, að hér var lifað
athyglisverðu menningarlífi
fyrstu fjórar aldirnar.
Frá þessum tíma eru hinar
rómuðu bókmenntir, sem í senn
hafa verið okkar mesti hróður
og öruggasta landvörn.
En svo tók að syrta að.
Ættirnar tóku að berjast um
yfirráðin í landinu og þá jafn-
framt aröinn af striti fólksins.
Ásælni erlendra þjóðhöfðingja
fylgdu í sporaslóðina. Landið
komst undir erlend yfirráð.
Andlegri starfsemi hnignaði.
Arðurinn af striti þjóðarinnar
rann nú í gegnum óhagstæð
verzlunarviðskipti til erlendra
ríkja, og stóð þetta um fullar
sex aldir.
Viðreisnarbaráttan verður
ekki rakin hér, almenningi er
hún kunn. En hitt er vert að
benda á, að elztu núlifandi
menn muna þann dag, þegar
við endurheimtum réttinn yfir
hinum svokölluðu „sérmálum“
okkar frá „yfirþjóðinni". Helm-
ingur þjóðarinnar var fulltíða
þegar við fengum heimastjórn
og íslenzkan ráðherra. En að-
eins um tæp 20 ár höfum við
verið stjórnarfarslega sjálf-
stæð þjóð.
Miklu hefir verið komið í verk
hér á landi síðan við fengum
sjálfsforræði aö nýju. Hlýtur
það að leiða til bjartsýni um
framtíðina.
Þegar við gerum okkur jafn-
framt grein fyrri því, að við
eigum hlutfallslega stærra land
en flestar aðrar þjóðir, að land-
ið er enn lítt numið, að um-
hverfis landið eru ein hin veiði-
sælustu fiskimið, að gróður-
moldin er hér í bezta lagi, garð-
ræktin að miklu leyti í bak-
höndinni, jafnvel kornrækt og
vissulega nytjameiri jarðhita-
rækt, þá bendir þetta í sömu
átt.
Loks vitum við að notin af bú-
fénaðinum er unnt að stórauka
með ræktun og kynbótum, að
vatnsaflið er ótakmarkað, en
vísindalegar rannsóknir í þágu
atvinnulífs nú fyrst að hefjast.
Við höfum ausið upp miklum
afla á síðari árum, en við höf-
um ekki unnið verðmikla vöru
úr veiðinni. Alt til þessa höfum
við goldið geysi fjárhæðir til
vinnulauna í önnur lönd fyrir
vinnu, sem okkur einkum á síð-
ustu árum vantaði sjálf og vor-
um fær um að ynna af hendi.
Allt mætti þetta auka okkur
bjartsýni og trú á framtíððina.
Er þó ótalið enn, það sem mest
er um ve'rt.
En það er íólkið sjálft, sem
landið byggii'.
Bendir ýmislegt til að það búi
yfir manndómi í góðu lagi, sé
góður stofn. Við héldum mikla
hátíð á þúsund ára afmæli Al-
þingis. Það sem þar vakti mesta
athygli erlendra gesta, var
fókið sjálft, framkoma þess og
yfirbragð.
Við hin miklu veiðivötn í
Kanada hefir það komið í ljós
við athugun á hagskýrslum um
nokkurt árabil, að íslendingar
sem veiðarnar stunduðu, voru
44% af veiðimannafjöldanum,
en höfðu hinsvegar aflað 80%
af veiöimagninu.
En þótt þessu sé svona farið,
er það þá nóg til þess að við
megum vera örugg um farnaö
okkar litlu. en þó um svo margt
vel settu þjóðar.
Því miður — ekki örugg!
Hnattstaðan skapar okkur
nokkurt öryggi gagnvart ásælni
erlendra þjóða. En við megum
þó vera vel á verði. Fjárhags-
lega verðum við að geta greitt
hverjum sitt.
Ekki er hætt við að ættirnar
leiði yfir okkur nýja Sturunga-
öld, sem leitt geti til frelsis-
sviftingar og erlendrar áþjánar.
En stéttirnar mega þá ekki
gera það heldur!
Átök stéttanna um arðinn af
því sem aflað er, hljóta að
vekja nokkurn ugg, og aðferðir
þær, sem þær beita.
Þau vandamál verða allir.
hugsandi rnenn á hverjum tíma
að freista að leysa af yfirsýn
og með heildarhag fyrir augum.
Og ekki megum við einblýna
svo á fjárhagslega eftirtekju
eina, að við gleymum þeim
hutum, sem æðri eru, svo sem
bókmenntum okkar aö fornu
og sköpun annara nýrra.
Gætum við frelsis okkar og
fjárhagslegs sjálfstæðis, en
stillum átökum stéttanna í hóf
betur en ættanna áður, ættu að
vera fyrir hendi skilyrði mik-
illar bjartsýni um framtið
þjóöarinnar. G. M.
FískaHinn
Fiskaflinn á öllu landinu
var orðinn 15. þ. m. um
25.664 smál., en var á sama
tma í fyrra um 21.785 smál.
í einstökum verstöövum var
aflinn orðinn þessi í smálestum:
Vestmannaeyjar 1938 5729
Stokkseyri 260
Eyrarbakki 58
Þorlákshöfn 194
Grindavík 816
Hafnir 232
Sandgerði 1584
Garður, Leira 595
Keflavík, Njarðvk. 2843
Vatnsl.str., Vogar 128
Hafnarfj., togarar 2274
Hafnarf., önnur skip 709
Reykjavík, togarar 4319
Rvík, önnur skip, 529
Akranes 1776
Sandur 183
Ólafsvík 136
Vestfirðir 2287
Noi’ðurland 432
Austfirðir 514
1937
3716
231
64
152
592
194
1169
573
2191
92
2422
281
4055
856
1499
222
89
1679
744
911
I „ramma“ Morgunblaðsíns
Mbl. flutti nýlega á sérstak-
lega áberandi hátt og aúðsýni-
lega með sérstakri gleði þá frétt, i
að auglýst væri í Englandi eftir
vanskilaskuldum íslendinga.
Með þessu vildi Mbl. undirstrika,
að fjármálaráðherra Framsókn-
arflokksins heföi ekki tekizt bet-
ur en þetta. Þarna lægi opin
sönnun fyrir um vanmátt ríkis- !
stjórnarinnar. Og Mbl. setti j
þessa frétt í „ramma“ og með
stóru og feitu letri, til þess að
sem mest bæri á vitneskjunni um
vanmátt landsins.
Bretar fara öðruvísi aö í þessu
efni. Hjá þeim er enginn gleið-
gosaskapur eða illgirni í málinu.
Þeir eru glöggir fjármálamenn
og þeir safna skýrslum um
skiptin við ísland eins og annað |
sem skiptir máli fyrir hag lands-
ins. En þeir taka beínlínis fram,
að það eigi ekki að telja „óvissar
skuldir". Ef brezkir kaupmenn
hafa lánað sérstökum svika-
hröppum í viðskiptamálum á ís-
landi, og þeir eru því miður
nokkrir til, eins og Mbl. veit, þá 1
á ekki að telja þá með. Bretinn
safnar aðeins upplýsingum við-
víkjandi gjaldeyrismálum og
hann gerir það eins og hans var
von og vísa á sinn rólega og
áreitnislausa hátt.
Nokkuö annað er að segja um
frammistöðu Mbl. Ritstjórar
þess vita vel, að Framsóknar-
menn geta látið þá kenna
aflsmunar í blöðum sínum
á Alþingi, á mannfundum
og hvar sem er, ef þeir vilja.
Það er hægt að snúa orku aðal-
flokkanna í landinu í hörkubar-
áttu um leið og grasiö byrjar aö
gróa, meðan hinir bláu og hvítu
reykháfar fegra höfnina fyrir
aðgerðir afvegaleiddra stýri-
manna, meðan Norðmenn
veita 10 milljónum króna til að
undirselja íslenzka fiskframleið-
endur í Suðurlöndum og meðan
pestin drepur bústofn bænda í
sjö sýslum.
Ef aðstandendur Mbl. vilja
„hita“ iandslýðnum með bar-
áttu af þessu tægi, þá stendur
alls ekki á Framsóknarmönnum.
En þeir byrja ekki leikinn. En
þeir myndu heldur ekki hætta
honum fyrr en hið grunnfæra á-
rásarliö Mbl. hefði fengið fulla
vitneskju um, hvaða aðstöðu það
hefir með málstað sinn til að
byrja þvílíkt innanlandsstríð.
Flokksmenn Mbl. í bæjarstjórn
Rvíkur telja sér hag í að fá ríkis-
ábyrgð vegna lántöku til hita-
veitunnar. Segjum að Alþingi
veiti ábyrgðina, að bærinn fari
að leita fyrir sér um lán að nýju.
Eru líkur til að borgarstjóra
gangi betui', ef það er útmálað
sem allra mest af aðstandendum
málsins hér á íslandi, að ísland
sé í hinum hörmulegustu vand-
ræöurn? Heldur Mbl. að gleði-
hreimurinn í rödd þess, feita
auglýsingaletrið og ramminn um
hina ýlctu frásögu um erfiðleika
í viðskiptum, muni verða vængir
fyrir Pétui' borgarstjóra, þegar
hann kemur á tröppur erlendra
banka með fjárbeiöni Rvíkur?
Hitaveitulánið og gjaldeyrislán
ríkisstjórnarinnar verða til um-
ræðu á Alþingi næstu daga. —
Heldur Mbl að þaö bæti fyrir
flokki þess, með framkvæmd
þessa máls, ef langdregnar um-
ræður veröa um bæði málin, þar
sem Sjálfstæðismenn reyna með
öllum i’áðum aö sýna fram á að
ríkiö hafi fyrirgert öllu trausti
erlendis, en Framsóknarmenn
taki aftnr baráttu Sjálfstæðis-
rnanna fyrir hitaveituláninu
sömu góðgjarnlegu tökum? Þar
væri lögð áherzla á undirbúning
málsins, leyndina, ferðirnar út
og milli landa, yfirlýsingar
heima fyrir, djarfleg blaðaum-
mæli, kosningaloforð, o. s. frv.
Sjálfsagt gætu fleiri mál dregizt
inn í. Mér þykir ákaflega ósenni-
legt, að Mbl.menn telji þessa
, málsmeðferð, þegar allt kemur
■ til alls, henta þeim eða landinu.
Þegar Pétur borgarstjóri kom
heim, án þess að hafa fengið lán
handa bænum, tók ég móti hon-
um meö illindalausri alvöru. Ég
sýndi með rökum fram á allmörg
missmíði, sem verið höfðu á með-
ferð málsins, en ég benti á naúð-
syn landsins og bæjarins að gera
ekki óvinafögnúð úr erfiðleikum
bæjarstjórnai'meirihlutans. Al-
þýðublaðið reyndi að taka málið
gömlu tökunum. En úr því var'ð
ekki neitt. Málsmeöferð sú, sem
ég benti á, var viðurkennd af
öilum þorra manna, sem rétt og
eðlileg. Og þrátt fyrir yfirsjón
I Mbl., verðui' þessari aðferð fylgt
! af Framsóknarflokknum. Þaö
verður reynt að bjarga hita-
veitumálinu með því lágmarki af
höi'kudeilum, sem minnst vei'ður
hægt að komast af með, eins og
málefni standa til. Framsóknar-
menn eru og vei’ða ófáanlegir til
að skaða landið til að ná sér
niðri á pólitískum andstæðingum
og keppinautum.
En að öðru leyti vil ég í fullri
góðsemi benda Mbl. á að það er
algerlega vonlaus barátta að
ráðast á ríkisstjórnina fyrir yfir-
færsluvandræðin. Því meir sem
það mál er krufið til mergjar,
mun sannast svo að ekki verður
um deilt, að í’íkisstjórnin hefir
gert sitt ítrasta til að draga úr
innflutningi, en að Mbl. og nokk-
ur hluti af liði þess, vei’zlunar-
stéttin, hefir sótt á að hafa sem
mestan innflutning og minnstar
hömlur. Sú staöreynd, að ísland
hefir fram að þessu getaö borgað
lífsnauðsynjar og læknisdóma
handa börnum sínum, þrátt fyrir
aflaleysi og markaðsleysi og
undirboð Norömanna á síðustu
árum, sannar óumdeilanlega í
hvílíkan voða hefði verið stefnt,
ef gáleysi nánustu vina Mbl.
hefði ráðið urn innflutninginn.
í öðru lagi ætti Mbl. að vera
fullljóst, að ef svo mikið er hrós-
að sigri yfir gjaldeyrisörðugleik-
unum, að það hindrar gjaldeyr-
islántöku, þá hlýtur sá ósigur að
bitna alveg sérstaklega á þeim
hluta verzlunarstéttarinnar, sem
verzlar meö annað en lífsnauð-
synjar. í þeim þi’engingum sem
geta komið yfir þjóðina af völd-
um pestarinnar, aflaleysis, mark
aösleysis og milljónaframlags
Norðmanna í undirboð, hlýtur
svo að fara, að nauösynjavöru-
innflutningur verði látinn sitja
fyrir öllu öðru, og að þeir hlutað-
eigendur, sem Mbl. hefir ef til
vill ætlaö að gleðja, muni verða
manna fúsastir til að vanþakka
íramkomu Mbl. í þessu máli. Því
að í atvinnuþrengingum, eins og
þeim, sem nú standa yfir, myndi
hver ríkisstjórn, jafnvel sú, sem
skipuð væri þrem glysvarnings-
kaupmönnum, neyöast til að af-
skipta slíka hluti um innflutning
og láta matvöru sitja fyrir til-
haldsvai’ningi.
Þegar ég var í London 1930 og
íslandi stóðu opnar dyr um vel
undii’búna lántöku í einum af
fimm stærstu bönkurn Englands,
auk þess banka, sem að lokum
veitti lánið, þá fékk ég með
hverjum pósti blöð að heiman,
þar sem fullyrt var að ríkið væri