Tíminn - 27.05.1938, Page 2

Tíminn - 27.05.1938, Page 2
84 TÍMINN Atvínnuskilyrðí aldraðra sjómanna Jónas Jónsson flutti á síðasta þingri eftirfarandi þingsályktunartillögu um rannsókn á atvinnuskil- yrðum aldraðra sjó- manna: „Efri deild Alþingis á- lyktar að skora á ríkis- stjórnina að skipa nú þegar þriggja manna nefnd, ólaunaða. eftir tilnefningu þingflokk- anna, til að rannsaka at- vinnuskilyrði aldraðra sjómanna og gera tillög- ur um framtíðarskipu- iag I því efni“. Sjóimmnskan cins cg' hernaður. í greinargerðinni segir svo: íslenzka þjóðin hefir lifað af landbúnaði í nálega tíu aldir, en með tilkomu hraðvirkra at- vinnutækja hafa myndazt lífsskilyrði fyrir mikinn hluta íslenzku þjóðarinnar á sjávar- bakkanum við fiskveiðar. En at- vinnan á sjónum er þó bundin þeim erfiðleikum hér á landi, að hún er eins og hernaður, þar sem menn eru ekki fullgildir til starfsins, nema meðan þeir eru á léttasta skeiði. Við störf í sveitinni dregur eldra fólkið sig að vísu smátt og smátt í hlé frá erfiðustu störfunum, eftir því sem orkan dvínar. En þar er ætíð nóg létt verkefni við hend- ina handa eldra fólkinu, og þau störf eru svo nátengd hinu daglega sveitalífi, að engin brotalöm verður í æfi sveita- fólks, þó að yngri kynslóðin taki við ábyrgðinni og mesta erfið- inu af eldra fólkinu. En þessu er allt öðruvísi varið með sjómennina á stóru vélbát- unum, línubátunum, togurun- um og millilandaskipunum. Við hin erfiðu störf eru sjómenn hlutgengir þar meðan þeir eru á léttasta skeiði. En þegar æfin fer að halla, eru slitnu sjó- mennirnir látnir þoka úr sessi fyrír yngri og hraustari mönn- um. Og þá kemur hinn mikli vandi fyrir öldruðu sjómennina. — Hvaða atvinnu eiga þeir að stunda eftir að þeir eru orðnir lítt færir til að sinna venjuleg- um framleiðslustörfum við sjómennsku? Fram að þessu hefir ekki verið litið á þennan vanda sjómannastéttarinnar frá almennu sjónarmiði. Ég minnist ekki að hafa nokkurn- tima séð nokkuð ritað um þetta efni í hinum mörgu ritgjörðum, sem skrifaðar eru og hafa verið ritaðar á undanförnum árum um kjör og lífsbaráttu íslenzkra sjómanna. Því meiri ástæða er nú til að taka málið til gagn- gerðrar athugunar, þar sem hér á hlut að máli ein hin fjölmenn- asta og þýðingarmesta stétt landsins. Kjor sjóiiianiisiiis. Skyldur þeirra íslendinga, sem starfa í landi, við sjó- mannastéttina, eru ekki litlar. Starf fiskimannsins við strend- ur íslands er álíka hættulegt eins og meðalstyrjöld. Starfið er auk þess sérstaklega erfitt og , mjög stopult. Sjómaðurinn er langdvölum burtu frá heimili sínu og vandamönnum. Ef at- vinnan er í betra lagi, er sjó- i maðurinn að nokkru leyti eins og framandi maður í augum sinna eigin barna. Þau sjá hann koma í skyndi á heimilið og hverfa jafn fljótlega aftur. Vegna fjarverunnar er sjómað- urinn á þann hátt óhjákvæmi- lega sviptur miklu af þeirri á- nægju, sem foreldrar njóta af samvistum við börn sín á upp- eldisárunum. Ef litið er á dag- lega aðbúð sjómanna á hafinu, þá er hún vitanlega hvergi nærri góð. í vélbátunum og minni gufuskipum er íbúð há- seta og fiskimanna ef eðlilegum ástæðum mjög þröng og óvist- leg. En því miður má segja hið sama um hin flest stærri skip, nema varðskipið Ægi. Þar er í- búð sjómannanna í sæmilegu ■ lagi, nema að baðherbergi, sem hásetarnir áttu að fá, er gagns- lítið. Ég hefi oft undrazt á hin- um myndarlegu, íslenzku milli- landaskipum, hve íbúð háset- anna er frámunalega léleg, og ekki einu sinni hirt um að hafa snotra borðstofu þeirra vegna, sem hásetar gætu gert að eins- konar heimili, lesið þar, hlustað á útvarp og hvílt sig eftir erfiði dagsins. En svo er að sjá, sem þessari lilið málsins hafi verið veitt lítil eftirtekt hingað til, en ,, vonandi breytist þetta er ný ,, skip verða byggð á næstu árum. Starf sjóiiiaiiiisius vamnctUf. Fyrir nokkrum árum sagði er- lendur maður við mig á þá leið, að sér þætti Reykjavík furðu- legur bær. Hér væru um 30 þús. manns, sem lifðu að mestu af sjónum. En fiskimennirnir væru ekki nema eitt þúsund. En frumvinna þessara manna myndaði þó undirstöðu allrar annarar atvinnu í bænum. Þessi athugasemd er nógu rétt og nógu tæmandi til að sanna þýð- ingu sjómannsstarfsins fyrir kaupstaði landsins og kauptún. Bændastéttin og sjómennirnir eru hlið við hlið í fremstu skot- gröfum hinnar daglegu fram- leiðslubaráttu. En starf og erf- iði sjómannanna hefir ekki æ- tið verið viðurkennt og metið svo sem vera ber, og ætti að verða breyting í því efni og það sem fyrst. Það er höfuðáhugamál nálega allra sjómanna í öllum löndum, að geta þegar aldur færist yfir þá eignazt heimili í landi og starfað með sinum nánustu vandamönnum. Ég hugsa mér, að það verði verkefni þeirrar nefndar, sem hér um ræðir, að mæta óskum sjómannanna í þessu efni. Hér eru til þess mörg skilyrði. Landrými er nóg, hveraorka mikil ónotuð og fossaafl. Jafnframt er nú af al- efli unnið að því að framleiða ódýrt og hentugt byggingarefni í smáhýsi hér á landi, og vonir góðar um mikinn árangur. Á þessu og mörgu fleira mun væntanleg nefnd byggja tillög- ur sínar um ný heimili og heppilega atvinnu handa sjó- mönnum, sem hverfa í land frá hinni nauðsynlegu en hörðu at- vinnubaráttu á hafinu. Ef ekki verður unnt að ganga frá tillögu þessari á Alþingi nú í þetta sinn, mun ég snúa mér til flokksstjórna þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og vænti, að þær muni þá velja menn í nefnd til að sinna þessu máli. Sílfurrefaræktín Silfurrefaskinn eru mjög fall- eg og hafa því jafnan verið eftirsótt, einkum meðan þau vóru fágæt. Fyrir 30 árum kost- uðu falleg silfurrefaskinn marg- falt það verð, sem nú fæst fyr- ir þau. Hefir verðið verið sífall- andi, eftir því sem framleiðslan hefir aukizt, eins og skiljanlegt er. Framleiðsla skinna, sem seld eru á heimsmarkaðinum. hefir þrefaldazt 5 síðustu árin. Árið 1937 voru seld alls 900.000 silfurrefaskinn á heimsmark- aðnum bg áttu Norðmenn þriðj- unginn. Meðalverð á skinnum Norð- manna, sem seld vóru síðastlið- inn vetur, var rúmar 100 kr. Fengu bændur að meðaltali milli 80 og 90 kr. fyrir skinnin að frádregnum sölukostnaði og eru úrkastsskinn þá ekki með- talin. Blað norska bændaflokks- ins, „Nationen“, flytur mjög ítarlegar skýrslur um allt sem viðkemur refarækt og skinna- sölu Norðmanna, eins og yfir- leitt um allt sem lýtur að land- búnaði og verzlun með landbún- aðarvörur. í vetur birtist í blað- inu skýrsla um fóðrun refa frá búnaðarskóla einum í Noregi. Kostaði ársfóðrið handa ref tæpar 35 kr. Telja Norðmenn að reíarækt borgi sig ekki með nú- verandi verðlagi, ef ársfóðrið fer nokkuð að ráði fram úr þessu. Eiga Norðmenn í mestu erfið- leikum með að afla refafóðurs. Refaeign þeirra er um 400.000, og þar sem hverjum ref eru ætl- uð um 300 gr. af kjöti á dag, þarf um 120 tonn af kjöti á dag til að fóðra alla refi Norðmanna. Síðan silfurrefaskinn urðu svona ódýr, geta allir veitt sér þau. Það er þess vegna ekki orð- ið svona sprengfínt að ganga með silfurref um hálsinn, eins og það var fyrir nokkrum árum. Þar að auki er byrjað að eftir- líkja silfurrefi. Reyndar eru eftirlíktu skinnin auðþekkjan- leg, en þó aðeins ef maður sér þau nálægt sér. Er mikið af þessum eftirliktu skinnum til sýnis í gluggum loðskinnaverzl- ana, einkum í Englandi, og kosta y2—V3 minna en venjuleg silfurrefaskinn. Af því, sem að framan greinir er það augjóst mál, að bændur hér á landi verða að gæta allr- ar varúðar í refaeldismálunum. Fyrst og fremst verða þeir að vera samkeppnisfærir við Norð- menn og aðra um gæði skinn- anna, og í öðru lagi verða þeir að vera fyllilega samkeppnis- færir um framleiðslukostnað. Takist þetta, getur skinnafram- leiðsan orðið bændum að gagni, en annars ekki. Á meðan því nær allir yrðl- ingar, sem fæðast hér á landi, eru seldir til lífs, er mjög áríð- andi að þeir, sem leiðbeina bændum um refaeldi, séu ekki sjálfir eigendur refabúa, því þá er hætt við, að þeir verði grun- aðir um hlutdrægni í starfi sínu, enda freysting fyrir þá, sem refaeldi stunda, að hvetja til útbreiðslu, á meðan lifdýrin eru seld fyrir sjöfalt eða áttfalt það verð, sem fást mundi fyrir skinnin ef dýrunum væri lógað. J. Á. fítsfcrafraiifafl-Koiiinirféttw Hugsandi menn, úr öllum ábyrgum stjórnmálaflokkum, hafa áhyggjur af hinum hrað- vaxandi kostnaði við fátækra- framfæri Reykjavíkurbæjar, og eru á einu máli um það, að hugs- unarháttur fólks sé stórlega breyttur, frá því sem áður var, þegar um er að ræða að þiggja af sveit. Barátta Alþýðuflokks- ins á sinum tíma, fyrir því, að slíkt skyldi ekki varða sviftingu atkvæðisréttar, orkaði hér miklu um. Skal ekki í efa dregið, að leiðtogarnir, sem fyrir þessu beittust hafa gert þetta af góð- um hug, þótt öðrum þræði hafi þeir hugsað sér að hlutaðeigend- ur mundu ekki gleyma hverjum þeir ættu að þakka réttarbótina, þegar þeir á sínum tíma gengju að kjörborðunum. Hitt mun formælendur ekki hafa grunað, að hafður kynni að verða í frammi áróður, í póli- tísku augnamiði, til þess að fá menn til að segja sig til sveitar. En fyrir þessu eru sannanir, a. m. k. í Vestmannaeyjum. Þar höfðu kommúnistar sig í frammi á þennan hátt. Aðferðin olli hneykslun, og er ekki vitað til að gengið hafi undirskriftaskjöl í þessu skyni í öðrum bæjarfé- lögum. En það sannar ekki, að menn hafi ekki verið hvattir af þessum sama flokki til þess að nota sér sem fullkom- legast hina lögskipuðu fram- færsluskyldu. Þótt enginn hlutur sé sjálf- sagðari en það, að þeir, sem sak- ir æsku, elli eða lamaðs vinnu- þreks, njóti styrktar frá sveitar- félagi, þegar styrk er ekki ann- arsstaðar að fá, þá er hitt eng- anveginn holl tízka, að enginn munur sé gerður á því hvort fólk, sem öðru vísi stendur á fyrir, er á sveitarframfæri eða ekki. Og ekki þurfa hinir róttæku fulltrúar alþýðusamtakanna, að setja upp neinn vandlætingar- svip, þótt hugsandi menn láti í ljós þá skoðun, að rétt væri að láta fátækrastyrk varða missi atkvæðisréttar hér á landi, meðan flokksbræður þeirra t. d. í Frakklandi, þar sem þeir hafa lengi farið með meirihlutavald, ekki hafa séð sér fært að veita konum atkvæðisrétt! Hitt er annað mál, úr því sem komið er, hvort ekki verði látið við sitja, og reynt að forða frá spillingu, sem af þessu kynni að hljótast, með því, að lögbjóða að allt fátækraframfæri skuli fram- kvæmt fyrir opnum tjöldum á þann hátt, að almenningur geti átt greiðan aðgang að því, hverj- ir það eru, sem opinbers fram- færis njóta á hverjum tíma. En þessa hefir ekki verið kost- ur hér í höfuðstaðnum, þar sem þess er þó mest þörfin sakir mannmergðarinnar og minnstr- ar, gagnkvæmrar, persónulegrar kynningar. Að sjálfsögðu hlýtur öllum að koma saman um, að á allan hátt þurfi að fyrirbyggja það, að at- kvæðisréttur styrkþega valdi úr- slitum um það, eftir hvaða stefnumiðum fátækramálum og öðrum sameiginlegum málum er stjórnað. En allt bendir til, að til þessa dragi um hinn íslenzka höfuð- stað, ef honum þegar í dag er þá ekki beinlínis stjórnað á ábyrgð hinnar umræddu „réttarbótar“ Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar Reykjavík og hefir til þess hrein- an meirihluta. Á síðasta kjör- tímabili mátti heita að þessi meirihluti héngi í hári. Flokkur- inn hafði þá aðeins eins atkvæðis meirihluta í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sí- fellt verið að tapa fylgi alstaðar á landinu — nema i Reykjavík. Við síðustu bæjarstjórnar- kosningar jók hann fylgi sitt svo, að nú hefir hann þriggja at- kvæða meirihluta í bæjarstjórn. Hvað veldur? Sjálfstæðisflokkurinn náði að kalla nákvæmlega sama at- kVæðamagni við alþingiskosn- ingarnar í fyrrasumar, án þess að „lántaka" Péturs kæmi þar neitt við sögu. Fátækraframfæri Reykjavík- ur mun nú nema um 2 milljón- um króna á ári. Fyrir hverjar kosningar og jafnvel að staðaldri, rekur Sjálfstæðisflokkurinn skipuleg- an áróður sér til fylgisauka hér í bænum. Úthlutun 8 milljón króna styrktarfjár, á einu og sama kjörtímabili, til kjósend- a n n a, gæti verið skýring á því, að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki minnkandi f höfuð- staðnum, eins og annarsstaðar í landinu, heldur raxandi, án þess að um nokkra mlsnotk- un þyrfti að vera að ræða. Ferð nm Borgarfjörð Eftír Jónaa Jónsson í Borgarfirði eru þrír bæir mjög nafntogaðir að fornu og nýju. Það eru Reykholt, Saurbær á Hvalfjarðarströnd og Hvann- eyri. Skömmu eftir að Alþingi var slitið í vor, kom ég á alla þessa bæi, og það sem bar þar fyrir augu af nýjum framkvæmdum, sýnir að mínum dómi, hvað þjóð- in er starfsöm og vakandi, þrátt fyrir kreppu og markaðshrun. Því aö það, sem gerist á þessum sögufrægu stöðum er, að ég hygg, táknandi fyrir þjóðina alla og sjálfbjargarviðleitni hennar. í Saurbæ er nú verið að undir- búa Hallgrímskirkju, en það mun verða dýrasta og vandaðasta kirkja, sem enn hefir verið reist í lúterskum sið' á íslandi. Gjafir til byggingarinnar eru orðnar yfir 100 þús. kr. Teikningarnar eru fullbúnar frá hendi Guðjóns Samúelssonar. Gert er ráð fyrir, að kirkjan verði reist á þremur árum, og verkið hafið annað- hvort í vor eða næsta sumar. Byggingarnefnd Hallgríms- kirkju hefir valið þessu stórhýsi stað mitt á túninu í Saurbæ, of- an við gömlu kirkjuna. Þar mun kirkjan gnæfa hátt og sjást ná- lega alstaðar frá bæjum við Hvalfjörö. Nefndin hefir girt mikið svæði utan um hina vænt- anlegu kirkju, í samráði við skógræktarstjóra, og búið undir, að þar verði fallegur trjágarður. Gert er ráð fyrir að breyta þjóð- veginum, svo að hann líggi yfir túnið á Saurbæ, neðan við kirkj- una, þannig að vegfarendur líti upp til þessa veglega minnis- merkis. Öll byrjun þessa verks bendir á að Hallgrímskirkju- byggingin í Saurbæ muni marka spor í sögu íslenzku kirkjunnar. Á Hvanneyri er hið mikla skólabú nú rekið í sambandi við skólann og vegna hans. Um 25 piltar verða bæði í vor og sumar á Hvanneyri til að nema verk- lega búfræði. Margir menn héldu að það væri ógætilegt af Fram- sóknarflokknum, að gera þá breytingu, sem nýlega hefir verið samþykkt á Alþingi fyrir hans atbeina, að skylda búfræðinem- endur til að stunda verklegt nám eitt sumar á bændaskólunum. Aðsóknin hefir ekki minnkað, heldur þvert á móti. Aldrei hefir verið jafn fast leitað eftir að komast í bændaskólana, eins og nú síðan sumarvinna var lögboð- in fyrir nemendur á Hólum og Hvanneyri. í sambandi við breytingu á lögum bændaskólanna er gert ráð fyrir að auka íþróttanámið á Hvanneyri og gera það fjöl- breyttara. í ráði er að færa leik- fimishúsið og stækka á þann hátt skólagarðinn, þar sem brjóstmynd Halldórs Vilhjálms- sonar verður reist næsta ár. Jafnframt verður gerður stein- steyptur kjallari undir leikfimis- salinn og verður þar mikil og rúmgóð vinnustofa fyrir búfræð- ingana. Þegar búið er að færa leikfimishúsið, sést betur en áður aðalhlið skólabyggingarinnar frá 1920, og njóta húsin á Hvann- eyri sín þá enn betur en nú. En mesta framtíðarmál skól- ans á Hvanneyri er hitaveita og rafstöð við Andakílsfossa. Svo heppilega vill til, að í aðeins fjögra km. fjarlægð frá Hvann- eyri eru miklar heitar lindir, 45 —50 stíga heitar. Uppsprettan er nokkuð hærri en húsin á Hvann- eyri, en hallinn er lítill og vatnið ekki svo heitt sem æskilegt væri. Örskammt frá uppsprettunni eru Andakílsfossar. Þar má gera stóra rafveitu, en líka byggja litla rafveitu. Sennilega er bezt fyrir Hvanneyri að fá sina eigin rafstöð við Andakílsfossa, mið- aða við þörf skólans, og að jafn- framt því yrði heita vatnið leitt heim að Hvanneyri. Komið hefir til orða að nota rafmagnið til að auka straumhraða heita vatns- ins, og ef til vill að hita vatnið i 70 stig áður en það streymir inn í leiðsluna. Með þessu móti yrði unnt að hita Hvanneyri, bæði mannabú- staði og peningshúsin, með heitu vatni. Auk þess myndu rísa þar gróðrarskálar og sundlaug fyrir skólann. Fjárpestin hefir herjað Borg- arfjörð meira en flest önnur hér- uð, ekki sízt í Andakílnum. — Skólastjórinn á Hvanneyri, Run- ólfur Sveinsson og nálega allir bændur í hreppnum, gerðu þá félag með sér um að koma upp stóru refabúi, sem starfrækt er á Hvanneyri. í Reykholtsdalnum hafa flestir bændur af sömu á- stæðum byrjað að reisa mikla gróðurskála við hverina í Reyk- holti. Þessi dæmi sýna, hve myndarlega fólkið fylkir sér til varnar gegn afleiðingum pestar- innar. íþróttaskilyrði eru hin beztu á Hvanneyri. ísar eru oft lengi á engjunum neðan við túnið og nota piltar þá til skautaferða. Sundlaug ungmennafélagsins, með nægu heitu vatni er í 4 km. fjarlægð, og er Runólfur Sveins- son nú, með nokkrum styrk úr rikissjóði að endurbæta hana. Þar er vel heit stofa, og ætla Hvanneyringar að nota hana bæðl við sundlaugina og sem skíðaskála. Því frá þessum stað er örskammt upp í Skarðs- heiði, og þar eru nú um miðjan maí betri skíðabrekkur heldur en hægt er að fá nokkurstaðar í ná- grenni Reykjavíkur. Það er eng- inn vafi á því, að Hvanneyri verður í náinni framtið einn hinn bezti sklðastaður á Suður- landi. Þannig eru skilyrðin nú á Hvanneyri. En miklu verða þau betri þegar heita vatnið hefir verið leitt heim í skólann og sundlaug gerð heima á Hvann- eyrartúni. Eitt af því, sem mér þykir sennilegt að gert verði til umbóta á Hvanneyri, er að byggja eina hæð ofan á hið 11 mikla og fræga fjós. Steingólfið er til. Það þarf ekki annað en útveggi og að lyfta þakinu hærra. Þá myndi koma til notk- unar geisimikið húsrúm, m. a. fyrir vinnustofur og margvísleg- ar rannsóknir, þegar skólinn stækkar og vex fiskur um hrygg. Hvanneyri er nú í örum vexti. Skilyrðin eru mikil og góð, fram- tak mikið og trú á stórlega batn- andi hag landbúnaðarins á ís- landi. Næst er komið að Reykholti. Guðjón Samúelsson húsameist- ari var í förinni, vegna skipu- lagsnefndar, til að gera tillögur um framtíðarskipulag bygginga á bæ Snorra Sturlusonar. Reyk-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.