Tíminn - 27.05.1938, Qupperneq 4

Tíminn - 27.05.1938, Qupperneq 4
TÍMINN 86 — .............. ...... i ....- .............. ■- ------ Hvar eru f i víð staddir (Framhald af 1. siðu.) húsakynni með minni efnis- kaupum. Byggja minna af dýr- um húsum og þó umfram allt að finna leiðir til þess að nota innlent byggingarefni. Það er á- kaflega sennilegt, að þjóðinni muni alltaf reynast erfitt að sjá sér fyrir viðunanlegu hús- næði, ef því nær allt byggingar- efnið þarf að kaupa frá öðrum löndum. Ég efast um, að hægt væri að vinna þjóöinni nokkurt þarfara verk en það, að koma í almenna notkun hentugu, inn- lendu byggingarefni. Hvaða gagu hefii* orSið að hiuum uýju framkvæmdnm. Ekki verður um það deilt, að framkvæmdir hafa verið stór- felldar undanfarið og mikið af eigin fé þjóðarinnar í þær lagt. í því sambandi hlýtur sú spurning að vakna, hvernig þessar fram- kvæmdir hafi reynst, til þess að létta lífsbaráttu þjóðarinnar og skapa möguleika fyrir því að þjóðin lifi menningarlífi, fjár- hagslega sjálfstæð. Vegirnir, brýrnar, mjólkurbú- in, frystihúsin, jarðræktin o. fl. framkvæmdir skapa bókstaf- lega grundvöllinn fyrir rekstri landbúnaðarins, án þeirra væri sá atyinnuvegur ekki sú þjóðar- stoð, sem hann er nú. Vegna þeirra hefir matvælafram- leiðsla í landinu stóraukizt. Frystihúsin, síldarbræðslurnar o. fl. framkvæmdir við sjóinn hafa einnig skapað möguleika fyrir sjávarútveginn, sem smátt og smátt bæta vonandi þeim atvinnuvegi að einhverju leyti hrun þorskveiðanna. Iðnfyrirtækin nýju hafa veitt fjölda fólks atvinnu og spara væntanlega verulega gjaldeyri í framtíðinni. Yfir þeim fram- kvæmdum hvílir þó sá skuggi, að vörur þessara fyrirtækja eru 1 mörgum tilfellum of dýrar og áhrif þeirra á aðrar atvinnu- greinar, sem framleiða til út- flutnings, þvi ekki æskileg. Er það vandamál, sem krefst mik- illar athygli. íbúðarhúsabyggingarnar eru að sjálfsögðu nauðsynlegar, veita aukin þægindi, en mikill vafi er á því, að jafn ört hafi mátt að fara í þeim málum og nauðsyn þjóðarinnar fyrir bætt húsakynni hefir hrundið mönn- um til. En hvað sem sagt verður um einstakar framkvæmdir undan- farinn hálfan annan áratug, þá eru það þó þær, sem hafa gert þjóðinni það kleift að standast hrun þorskveiðanna undanfarin ár, án þess að skuldir þjóðarinnar hafi hækk- að verulega eða skortur orðiö lífsnauðsynja. Sést þetta glöggt af nokkrum tölum. 1933 var seldur saltfiskur til annara landa fyrir 30.6 millj. — 1934 fyrir 24.2 millj. — en síð- astliðið ár fyrir einar 16 millj- ónir króna. 1933 námu þorskafurðir alls 74.7% af heildarútflutningi þjóðarinnar, en 1937 47.7%. Síðustu árin 3 hefir verið var- ið til nýrra fyrirtækja ca. 20 milljónum króna eða nærri jafnmiklu og á 10 næstu árum á undan. Skuldir þjóðarinnar hafa samkvæmt heimildum Hagstof- unnar verið sem hér segir síð- ustu árin: 1934 ....... 83.7 millj. 1935 ....... 91.3 — 1936 ....... 90.3 — Hafa skuldirnar þannig hækkað um ca. 6.6 milljónir eða sem svarar kostnaði við Sogsvirkjunina eina. Skýrsla um skuldir í árslok 1937 liggur ekki fyrir, en þar sem verzlunar- jöfnuður var hagstæður um 7.2 milljónir ætti heildarupphæðin ekki að breytast verulega. Hinsvegar hafa fastar skuldir lækkað, en verzlunarskuldir aukizt vegna gjaldeyrisskorts, og liggja þær kröfur eins og mara á gjaldeyrisverzlun landsmanna. FramtífSarhorfui*. Þrátt fyrir gj aldeyrisvand- ræði yfirstandandi tíma og erfitt útlit eins og sakir standa vegna aflabrests og af fleiri á- stæðum, þá bendir reynsla undanfarinna ára — þeirra erfiðustu, sem þjóðin hefir reynt á siðari tímum — ákveðið til þess, að við þurfum ekki að kvíða framtíðinni — en auðvit- að þó því aðeins, að með ráð- deild og dugnaði séu notaðir þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru. Allt er undir því komið að þessir möguleikar séu notaðir til hins ítrasta, að framleiðsl- an stöðvist hvergi og að viö séum samkeppnisfærir við aðra á erlendum mörkuðum. Undanfarið hafa erfiðleikar þorskveiðanna verið gífurlegir og eru enn. — Aflabresturinn hefir þar verið verstur, þá markaðslokunin og sú óskap- lega verðlækkun á fiski, sem orðið hefir vegna samkeppni á hinum þröngu mörkuðum, þar sem aðalkeppinautarnir fá stórfelldan ríkisstyrk til þess að geta boðiö vöruna niður. Enda þótt reynt hafi verið að koma til hjálpar sjávarútveg- inum, þá hefir það ekki megn- að að bæta úr þessum vandræð- um og niðurstaðan orðið sú, að atvinnureksturinn hefir dregizt saman. Það oorgar sig ekki að stunda veiðarnar nema þegar fiskvonin er mest — borgar sig ekki að nota nema „ungann úr vertíðinni". Niðurstaðan er því meiri rýrnun heildarþorskaflans, en jafnvel sjálf fiskfæðin á mið- unum undanfarið hefir gefið tilefni til. í raun réttri má segja, að ástandið í þessum efnum hafi verið svo óvenjulegt undanfar- in ár, að af því verði varla al- menn ályktun dregin um fram- tíðarástand þessara mála, og þá einkum vegna þess, að reikna verður með meiri fiskigengd en verið hefir. Hinsvegar er ó- mögulegt að segja hve lengi getur varað það ástand á salt- fiskmarkaðinum, sem nú er, og ef til vill ekki varlegt að reikná með skjótum breyting- um til bóta. Undanfarin ár hafa þorsk- veiðarnar dregizt saman eins og rakið hefir verið og má aö mörgu leyti telja að til þess liggi alveg sérstakar ástæður, sem sumar geta orðiö varan- legar. En því miður er það svo, að ekki virðast notast allir framlelðslu- og atvinnumögu- leikar við sjávarsíðuna, jafnvel þótt eigi séu slíkar sérástæður fyrir hendi. Til dæmis má nefna sölu á óverkuðum saltfiski úr landinu, sem fer vaxandi í hlutfalli við heildaraflann, vegna þess að framleiðandinn fær hlutfalls- lega meira fyrir fiskinn þannig. Ufsi er seldur blautsaltaður, þótt markaður væri fyrri hann fullverkaðan. Vinna við verkun fer þá auðvitað minnkandi, einkum í dýrari bæjunum og gjaldeyrir tapast. Fullhart mun á því að karfa- veiðar geti orðið stundað- ar, þótt afli væri mikill, og tal- ið er að vart muni borga sig að stunda síldveiðar á sumum tegundum veiðiskipa okkar, nema verð sé mjög hátt. Allt eru þetta ærin vandamál og umhugsunarefni þeim, sem skilja það, að framleiðslan er undirstaðan undir öllu öðru, og að það er þjóðarnauðsyn að notast geti allir möguleikar til þess að afla þjóðinni raun- verulegra tekna. Það verður að hafa vakandi auga á því, að ekki skapist hér það ástand til frambúðar, að það „borgi sig ekki“ að stunda þá bjargræöisvegi, sem frá öndverðu hafa verið undir- staða fjárhagslegrar afkomu þjóðarinnar, eða aðra, sem nýrri geta talizt, og líklegir eru til þess að bæta afkomu henn- ar. Aldrei hefir verið lagt fram meira fé en undanfarin ár til styrktar atvinnuvegum landsmanna beinlínis, enda þörfin meiri en oft áður. Fram- sóknarflokkurinn hefir ávalt haft glöggt auga fyrir þörfum framleiðslunnar. Mun svo verða hér eftir sem hingað til. Eysteinn Jónsson. Gjalddagfí Tímans er fyrsta júní. — Greiöið blaðið til afgr. eða inn- heimtumanna blaðsins út um land. : Innheimtumenn! : Gerið skil til afgr. og ► svarið bréfum hennar sem : allra fyrst. Allir Fram- : sóknarmenn eru Tíma- [ menn. — Allir Tímamenn [ lesa, kaupa og borga Tím- | ann. i :mmmm:mmmmmmmmmmm> A víðavangi Svona er þá sagan af Tótu. í hvert sinn sem útsvarsskráin kemur fyrir augu almennings hér í Reykjavík, þá eiga hin háu útsvör að dómi íhaldsblaðanna jafnan að vera ríkisstjórn og þingmeirihluta að kenna. En við allar kosningar er það hinsvegar viðkvæði þessara sömu blaða, að það sé Sjálfstæðis- flokknum að þakka, hvað fjár- hagur Reykjavikur sé góður! Sjálfstæðisflokkurinn, meiri- hlutaflokkurinn í bæjarstjórn- inni, tiltekur að sjálfsögðu fjár- hæðina sem jafna skal niöur í hvert sinn. Fjármálaráðuneytið hefir ný- lokið athugun sem leiðir í ljós, að tolla- og skattatekjur ríkis- sjóðs voru árin 1925—34 að með_ altali 100 kr. á mann í landinu, en sambærilegar tekjur Reykja- víkur, þ. e. útsvör og fasteigna- skattur, voru 88 kr. að meðaltali á mann í bænum. Á síöustu þremur árum hafa þessar álögur ríkissjóðs hækkað um 9 krónur á mann, en í Rvík hafa þær á sama tíma hækkað hvorki meira né minna en um 35 kr. á mann aö meðaltali. Útsvörin hækka! Gjaldendum fækkar! Á síðasta ári hefir fólkinu í Reykjavík fjölgað um 800. Útsvörin, sem lögð eru á bæj- arbúa, hafa hækkað um 200 þús. krónur. En gjaldendunum sem á er lagt, fækkaði um 400! . Ekki að undra, þótt einhverj- um þyki að álögurnar hafi þyngst ónotalega í höfuöborg Péturs Halldórssonar. Stórútgerö var aðalundir- stöðuatvinnuvegur Reykjavíkur til skamms tíma. Nú virðist „út- gerð“ stjórnmálaflokka á at- kvæði þurfalinga vera orðið eitt aðaleinkennið á „athafnalífi“ Reykj avíkurbæj ar. Kommúnistar gengu með und- irskriftaskjöl, þar sem menn sögðu sig til sveitar. Síðan freist- uðu þeir að „skipuleggja" þessa nýju „stétt“. En hætt er við að sjálfstæðisflokkurinn, sem að- stöðu hefir til að úthluta 8 mill- jónum króna í styrk til kjósend- anna á einu kjörtímabili, rói þó í fengsælustu verstöðinni. Útsvörin hækka, fólkinu fjölgar, gjaldendum fækkar, stórútgerð minnkar, fátækra- framfæriö vex og — þótt und- arlegt sé, atkvæðatala flokksins, sem ábyrgðina ber á hinni und- arlegu stjórn, sem viðhöfð er á Reykjavíkurbæ. Spilling af lágu tægi. Morgublaðiö skrifar nýlega um „spillingu á hærri stööum“ og þykist styðjast við heimildir Magnúsar guðfræðiprófessors, sem endurskoðað hafi lands- reikninginn 1936. Bein sönnun fyrir því, hversu hinn leitandi guðsmaður hefir farið bónleiður til búðar, er sú staðreynd, að eitt af dæmisögunum um „spillingu" á hærri stöðum er sú, að Ey- steinn Jónsson hafi gjört land- inu reikning fyrir 200 króna bíl- kostnaði, og án þess að láta fylgiskjöl fylgja! Þetta mun vera árskostnaður ráðherrans í innanbæjarbifreið- ar, sem hér er tilfærður. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að Eysteinn Jónsson hafi hallað á ríkissjóð með þessum reikningi. Mundi ekki hitt sönnu nær, að hann hafi stórlega hallað á sjálfan sig í þessum fjárskiptum og sjá menn ekki í hendi sér, að erfitt hefði verið fyrir ráðherr- ann,' að aðgreina nákvæmlega einkanot sín út úr bifreiðareikn- ingunum. Annars mætti þessi vesæla at_ hugasemd og áreitni Morgunbl. við fjármálaráöherra verða til þess, að alþingi sæi svo um, að ráðherrastólunum, hverjum um sig, fylgdi héreftir bifreið til af- nóta þeim, sem í þessa stóla verða settir. En nú fylgir slíkt tímasparandi hjálpartæki aðeins stól forsætisráðherra. Jafnframt mætti almenningur í landinu hafa þann metnað, að krefjast þess af þingfulltrúum sínum, að ráöherralaunin íslenzku yrðu ekki til lengdar 6 þús. krónum undir meðalforstjóralaunum 23 einkafyrirtækja í höfuðstaðnum. Utan úr heimi línis í heimsbaráttunni gegn bolsévismanum. Goebbels er efalaust hættu- legasti maður Evrópu, einmitt fyrir það, hvað hann er bráð- gáfaöur og lævís, og vegna þeirra meðala, er hann gæti gripið til. Ég hefi hvergi í Þýzkalandi heyrt talað hlýlega um hann. Allir óttuðust hann og allir játuðu að flokkurinn j gæti ekki komizt af án hans. Þannig er hann maðurinn, sem fullur fyrirlitningar á fólk- inu, vinnur að því að gera 66 milljónir manna eindregnar og fá þær til að hugsa og fram- kvæma eins og hann býður frá sínu almáttuga útbreiðslumála- ráðuneyti. Þó maður sjái hann á maður ómögulegt með að segja til um aldur hans. Þetta er táknrænt á vissan hátt, því að öfl þau, sem hann er fulltrúi fyrir, hafa verið uppi meðal mannanna frá ómunatíð. Hitler er sanngjarn bæði við Göring og Goebbels, enda þótt hann sjái sennilega ókosti þeirra. í hvert sinn er ég gat þess í Þýzkalandi, að hægara mundi að ná samkomulagi við önnur lönd, ef þeir væru sviftir völd- um, var mér svarað, að Hitler Geldíng á lombum og húsdýrum Engín blssðmg1 Hin nýja tegund af Hörundiö er algerlega óskaddaö. Engin skýkingarhætta. Gelding- una má framkvæma á hvaða tíma árs sem vill. Engin eftir- köst. Auðvelt að nota fyrir hvern sem er. — Nýja tegundin er út- búin með haki til að halda kólf- inurn, svo hann getur ekki runnið und- an tönginni. Ekkert opið sár. Engin mistök. Sparar tíma og vinnu. „BURDIZZO“ geldingartöngum, uppfundin og síðan 1910 aðeins framleidd af Dr. N. Bur- dizzo, sem er frumkvöðull að nútíma geldingaraðferðum. Fyrii' lomb kr. 50,00 fiyrís* kálfa — 66,00 Myndalisti og verðlisti fæst endurgjaldslaust hjá einkaumboðsmanni vorum fyrir ísland: H.í. Efnagerð Reykjavíkur P. O. Box 897, Reykjavik. Annast kaup og sölu alls- konar verðbréía Bezta MoRBtóbakið ©r Irá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um unntóbakð Fœat allastaðar. Reykjavik. Sími 1249. Slmnefnl: Sláturfólag. Niðursuðuverksmiðja. BjúgnagerO. Reykhús. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og bezt úrval á landinu. % Hangikjöt, ávalt nýreykt, viöurkennt fyrir gæði. Froslð kjöt allskonar, fyrst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútlma- kröfum. | Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. mundi halda í þá, jafnvel þó hann gæti komizt af án þeirra, þar sem þeir væru meðal elztu áhangenda hans. Nafn Ernst Röhm virðist gleymt! Hitler hefir hingað til sýnt, að hann kann að meta hjálp þeirra, og jafnvel þó hann vildi bregða trúnaðinum, verður hann að játa, að þeir hafa einmitt þá hæfileika, sem hann vantar sjálfan. Einn á til það sem hina vantar, og klíkan verður þess vegna sterkari en hver einstakl- ingur út af fyrir sig'. TrúloSunar- hrínga stníðar Jón Dalmannsson gull- smíður, Vitastíg 20, Reykjavik Gúmmílímíð ,Grettír, reynist bezt. Sá, sem einu sinni hefir not- að það, biður aldrei um annað. Gúmmílímgerðiii Grettir, Laugaveg 76.» ' Sími 3176.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.