Tíminn - 03.06.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1938, Blaðsíða 2
88 TÍMINN s. t Einar H. Kvaran Þann 28. maí var borinn til grafar í höfuöstaðnum maður, sem um langan aldur hefir verið höfuðsmaður í menningarbar- áttu íslendinga, ljóðskáld, leik- ritaskáld, söguskáld, blaðamað- ur, stjórnmálamaður og leiðtogi í vissum þætti íslenzkra trú- mála. Þetta allt var Einar Hjör- leifsson Kvaran. Einar dvaldi á unglings- árum sínum hjá sr. Hjörleifi föður sínum í einni fegurstu og blómlegustu byggð landsins, Vatnsdalnum, og hann bar alla æfi merki þessarar byggðar. í skáldskap, með ritblæ sínum og félagsmálastarfsemi var hann að eðlisfari og lundarlagi tals- maður hinnar miklu feguröar. Gegnum langt lif og marghátt- aða baráttu um nálega öll hin helztu viðfangsefni þjóðar, sem var í örum vexti, er Einar Kvaran sannur sonur þeirrar byggðar, sem er í einu einna mildust og einna fegurst af öll- um sveitum á íslandi. Það er nokkuð erfitt fyrir þá, sem nú eru á æskuskeiði á ís- landi, að átta sig á því hvað þeir íslendingar, er nú eru á áttræð- isaldri hafa séð og lifað. Þegar Einar Kvaran fæddist var ísland einskonar hreppur í Danmörku. Svo að segja allir íslendingar voru sveitamenn. Reykjavík var örlítið þorp, þar sem áttu heima nokkrir erlendir kaupmenn, I. Um nokkur undanfarin ár hafa gestir sem koma í bæinn veitt eftirtekt stóru víðitré, sem skyndilega byrjaði að dreifa úr mikilli laufkrónu mitt á græn- um velli við stjórnarráðsbygg- inguna. Þetta tré hefir verið kallað líftré núverandi stjórn- arflokka. Það á sér stutta en nokkuð eftirtektarverða sögu. Skömmu eftir að Tr. Þ. hafði myndað Pramsóknarráðuneyti með hlutleysi AlþýÖuflokksins haustið 1927, kom Héðinn Valdi- marsson upp í stjórnarráð og tilkynnti ríkisstjórninni, að hann þyrfti að láta gera nokkr- ar breytingar á húsum í mið- bænum, vegna Olíuverzlunar- innar, og að þá yrði að eyði- leggja mikið víðitré, sem lengi hefði staðið þar í húsagarði. Hann bauðst til að gefa land- inu þetta tré, ef unnt væri að nokkrir erlendir og íslenzkir embættismenn og fáeinir sjó- menn, sem leituðu sér bjargar á opnum smábátum, þegar veð- ur leyfði. Þá var enginn vegar- spotti til á landinu, enginn brú yfir vatnsföllin, ekkert skip, enginn skóli nema lærði skól- inn í Reykjavík. í þúsund ár hafði íslenzka þjóðin búið dreifð í byggðum landsins í torfbæjum, og haldiö við andlegri orku sinni með hinni erfiðu en fjölþættu baráttu við náttúru landsins og með því að iðka hinar þjóðlegu bókmenntir. Fjölnismenn höfðu endurfætt móðurmálið, Jón Sig- urðsson hafði með æfilangri baráttu sameinað íslendinga um þá kröfu, að þeir ættu að vera frjáls þjóð í frjálsu landi. Einar Kvaran vaknaði til starfsins á þeim tíma, þegar þjóðlifið byrj- aði að ná margháttaðri fjöl- breytni í skjóli hins nýfengna frelsis, sem fengið var með hinni pólitísku baráttu. Og svo und- arlega vildi tii að þó að Einar Kvaran væri að eðlisfari mikill friðarmaður og myndi hafa ver- ið kærast að eyða aldri sínum eins og Tennyson við skáldskap á hlýrri og fagurri strönd um- vafinn af litfögrum og angandi blómum, þá höguðu atvikin því svo að hann varð alla æfi liðs- maður í flestum meiri háttar herferðum, sem háðar voru í landi hans, frá því hann varð flytja það á annan stað. Mér leizt vel á þessa hugmynd að freista að bjarga fallegu, gömlu tré í trjásnauðum bæ, og þegar jörð var frosin um haust- ið flutti Daníel Daníelsson tréð með miklu af jarðvegi á slétta grund utan við skrifstofu for- sætisráðherra. Það þótti mjög vafasamt hvort tréð myndi lifa þennan flutning og var ýmsu um það spáð. Og í hugum gam- ansamra manna var tré það, sem Héðinn Valdimarsson gaf og ég lét flytja að stjórnarráð- inu, einskonar tákn um hina nýju samvinnu tveggja flokka, sem í fyrsta sinn tóku að sér forustu landsmálanna sameig- inlega. En næsta vor laufgað- ist víðitréð og varð mikil bæj- arprýði og svo fór hin næstu vor, en mjög var litið í þá átt sem tréð stóö, þegar viðir voru að grænka á vorin. Það var tal- stúdent og þar til hann var kominn á elliár. Matthías Joch- umsson hefir sagt að æskan sé hin fyrsta hríð. Þegar Einar Kvaran er ungur stúdent i Kaupmannahöín, gerist hann með Hannesi Hafstein og Gesti Pálssyni baráttumaður þeirrar nýju skáldskaparstefnu, real- ismans svonefnda, sem þá lagði undir sig löndin undir áhrifum Darwinismans og hinna miklu náttúrufræðilegu upp- götvana á 19. öldinni: Nokkru síöar berst Einar Kvaran til Vesturheims með hinum fjöl- menna íslenzka landnemahóp og er þar um stund ritstjóri annars íslenzka blaðsins og forustu- maður í andlegu lífi vestan hafs. Hann kemur heim aftur, þegar dr. Valtýr Guðmundsson breytir íslenzkri stjórnmálastarfsemi úr þrálátri baráttu um form, í líf- rænar samkomulagstilraunir við sambandsþjóðina. Hann verður ritstjóri ísafoldar með áhrifa- mesta blaðamanni þeirrar ald- ar, og þeir gera ísafold lang- áhrifamesta blaðið sem þá var til í landinu. Þegar stjórnin flyt- ur inn í landið og Hannes Haf- stein verður fyrstur ráðherra á íslandi fer Einar Kvaran norð- ur til Akureyrar og stýrir þar um nokkur ár blaði fyrir sam- herja sína, sem hófu sterka and- stöðu gegn stjórn Hannesar Hafstein og felldu hana eftir harða og þýðingarmikla kosn- ingabaráttu 1908. Á Akureyri var á þessum árum mikil sókn í íslenzku þjóðlífi. Páll Briem var þar amtmaður, en Guð- mundur Hannesson, frjálslynd- ur og umbrotagjarn læknir, Amtmaðurinn var einn af helztu leiðtogunum í hinni efnalegu umbótabaráttu landsmanna. Læknirinn var einn af hinum fyrstu skilnaðarmönnum á ís- landi og ritaði þá bók sína „Aft- urelding", þar sem túlkaðar voru djörfustu pólitísku kröf- urnar, sem hin nývaknaða þjóð gerði um rétt sinn og framtíðar- lífsskilyrði. Einar Kvaran var nákominn vinur og starfsbróðir beggja þessara manna og um stutt árabil mátti segja, að for- usta margra hinna merkustu mála væri á Akureyri í höndum þessara þriggja manna. Þegar Einar Kvaran flutti aft- ur frá Akureyri til Reykjavíkur, urðu stefnumót í æfi hans. Hann tók minni og minni þátt í stjórn- málum, en sneri sér í þess stað að nýjum andlegum viðfangs- efnum. Hann var mikill áhuga- maður í liði templara og bann- manna. En alveg sér í lagi gerð- ið, að andstæöingar Framsókn- armanna gættu þess vel, á hverju vori, hvort fullt líf væri í trénu, eða rætur þess væru byrjaðar að visna og blöðin að falla. Alveg sérstaklega var gætt að þessu þingrofsvorið 1931, þegar Héðinn Valdimars- son hafði dregið Alþýðuflokk- inn í fullkomið samstarf við Sjálfstæðismenn móti Fram- sóknarflokknum. Tréð vaknaði seint þetta vor, en lifnaði þó. Framsóknarflokkurinn hélt samt velli í kosningunum og „líftréð" hélt áfram að blómg- ast í skjóli við stjórnarráðið. En brátt fóru að koma sprungur í bolinn, um það leyti sem Ás- geir Ásgeirsson tók við forustu . í Framsóknarflokknum, en Daníel Daníelsson sá við því og setti styrkar taugar milli veik- ustu greinanna. Tréð rétti sig aftur við, þegar batnaði sam- ist hann með Haraldi Níelssyni forgöngumaður um rannsókn dularfullra fyrirbrigða, og undir handleiðslu þeii'ra varð spírit- isminn tiltölulega áhrifameiri á íslandi, heldur en í öðrum lönd- um. Var sízt að furða þó að mik- ið léti undan átökum þessara tveggja manna, þar sem annar var langmestur tilþrifamaður og mælskumaöur um trúarleg efni, sem þjóðin hefir eignast síðan á dögum Jóns biskups Vídalíns, en hinn maðurinn víð- lesið og vinsælt skáld, og auk þess einn hinn snjallasti og rit- íimasti deilumaður, sem þá var uppi með þjóðinni. Meðan þeir Haraldur Níelsson og Einar Kvaran stóðu í fylkingarbrjósti hlið við hlið í fylkingu spiritista var sókn frá þeirra hálfu, en við fráfall Haraldar,-og þegar aldur færðist yfir skáld þeirra Vatns- H dælanna hætti rannsóknir dul- arfullra fyrirbrigða að verða Is- ' lendingum verulegt hugðarmál. Þeir þættir í æfi Einars Kvar- J! an, sem nú hafa verið stuttlega j| raktir, eru að vísu þýðingar- miklir og merkilegir, en þó myndi allskjótt fenna yfir nafn hans í hinni öru nútímaþróun þjóðarinnar, við hlið fjölmargra annara merkra og þjóðnýtra manna, ef ekki kæmi til greina skáldskapur hans, sem lengi mun skipa honum varanlegt sæti í hinni ódauðlegu fylkingu íslenzkra listamanna. Einar Kvaran hefir gert nokk- ur leikrit og snotur og list- ræn ljóð. En þar er þó ekki meg- in þýðing hans sem rithöfundur, heldur við skáldsagnagerð hans, einkum þó smásögurnar, þar sem hann er í fararbroddi meðal íslenzkra skálda. Ef litið er yfir hina f j ölbreyttu skáldsagnagerð Einars Kvarans sést hve vel hann hefir fylgt hinni vitru ráðleggingu Goethes til skálda og listamanna: Þú skalt fylla huga og hjarta með áhugaefnum samtíðarinnar, og þá munu verkin fylgja. í sögum Einars Kvarans endurspeglast samtíðarbarátta íslendinga. í einni fyrstu og allra fullkomn- ustu smásögunni, sem hann rit- aði, lýsir hann fátæka, íslenzka sveitapiltinum, sem leitar vestur um haf, eftir unnustunni, og felur vonbrigði sín, einstæðings- skap og harm úti á grassléttunni miklu, í fjarlægri heimsálfu, innan um fólk, sem hann ekki skilur og ekki hiröir um örlög hans. Þá koma allmargar smá- sögur úr umbótabaráttu ís- lenzkra byggða. E. Kvaran er til- tölulega ungur maður þegar sig- komulag milli núverandi stjórn- arflokka, en sýndi aukin ald- ursmerki, þegar Héðinn Valdi- marsson hóf hernaö sinn að nýju á hendur Framsóknar- flokknum. Telja má óvíst um framtíð viðitrésins í sinni nú- verandi mynd, en nægan lífs- þrótt hygg ég muni vera í grein- um þess til að láta upp af því vaxa mörg ný tré og það vona ég að veröi gert á komandi ár- um. II. „Líftréð“ hefir að minnsta kosti verið táknrænt um íslenzk stjórnmál. Um nokkuð mörg undanfarin ár hafa tveir flokk- ar, aðallega skipaði r bændum landsins og verkamönnum, haft samvinnu af og til um mörg mál og breitt ásýnd landsins. Und- ir þeirra forustu hefir gengið yfir landið stórfelld umbóta- alda. íslendingar hafa lagt meginstund á að verða nútíma- þjóð, og að bjarga eins miklu og bjargað varð af verðmætum fyrri alda. Þessi breyting hefir verið djúptæk og að flestu leyti í samræmi við stórhug lands- urgleði fór um alla þjóðina yf- ir hinni fyrstu stórbrú, sem reist var yfir eina af meginelfum landsins, og baráttan um brúna kom inn í skáldskap hans. í Ljtla-Hvammi angar grængresið úr Vatnsdalnum og hin glaða ró bóndans, sem finnur að hann er virkur þáttur í að reisa við land og þjóð. Eftir aldamótin byrjar hið mikla landnám í Reykjavík. Þá lýsir Einar Kvaran lóða- og húsabraskinu, áhættuspili vax- andi útgeröar og að lokum heldur spíritisminn innreið í sögur hans. samhliða því aö hann gerist baráttumaður fyrir rannsókn dularfuLlra fyrir- brigða. Með þessum hætti hafa skáldsögur Einars Kvaran ekki einungis listrænt gildi, heldur eru þær þar að auki heimild um bylgjur og boöaföll í andlegu lífi þjóðarinnar alla starfstíð hans. Það er hér ekki staður eða stund til að gagnrýna og rit- dæma skáldskap Einars Kvar- an. Það verk bíður seinni tíma, þegar rituð verður bókmennta- saga yfirstandandi tíma. En í hugum samtíðarmanna sinna hefir hann um langa stund ver- ið einn af leiðtogunum í hinni margháttuðu endurvakningu þjóðarinnar. Hann hefir verið þýðingarmikið skáld og skipar þar virðulegan sess í bókmennt- um þjóðar sinnar. Hann hefir verið leiðtogi landa sinna í and- legum málum í hópi íslenzkra námsmanna í Khöfn, meðal ís- lendinga í Vesturheimi, norður á Akureyri á þeim tíma þegar Eyfirðingar settu nýjan svip á verzlun og viðskipti í landinu, en lengzt af hefir hann starfað í höfuðstaðnum, þar sem áhrifa hans hefir gætt á varanlegan hátt í margháttaðri þátttöku í starfi rithöfunda og í opinberu lífi. Á blómaöld Grikkja voru hin miklu skáld íþróttamenn og her- menn, og athafnamiklir borgar- manna. Hitt er annað mál, að svo gagngerðu umróti hljóta að fylgja ýmiskonar óhöpp og mis- stigin spor, því að svo fer jafn- an þegar löng kyrrstaða gei'ir mikla þróun óhjákvæmilega á skömmum tíma. Samstarf Framsóknarmanna og Alþýðuflokksins var gott á Alþingi 1928, og eftir það þing liggur stórkostlega mikið af þýðingarmikilli umbótalöggjöf. Frá 1929 er allmikið nýtilegt löggjafarverk, en þó miklu minna. — Leiðtogar Alþýðufl. telja, að frá þeirra hendi hafi samstarfinu raunverulega verið slitið 1929, og svo mikið er víst, að árangurinn af löggjafar- starfinu fór minnkandi 1930 og 1931. Þá tók við algerð kyrr- staða í tvö ár. En upp úr kosn- ingunum 1934 myndaðist aftur athafnatímabil utan um hina margbreyttu löggjöf um afurða- söluna og sjálfstæðisbaráttu í fjármálunum út á við. En eftir tvö ár byrjaði fylking Alþýðu- flokksins að svigna, samstarfs- viljinn að minnka og þingið í fyrravetur og þingin tvö í vet- ur, sem leið, hafa verið athafna- ar á málþingum í Aþenu. Svo hefir og verið háttað lífsferli Einars Kvaran og margra af samtíðarmönnum hans. Þeir hafa verið landnámsmenn í nýj- um sið. Þeir hafa byggt sér bjálkahús, rutt merkur, brotið ógróna jörð og ræktað nýja akra. Sú kynslóð, sem nú erfir landið á erfitt með að átta sig á þessu fjölþætta starfi. Hún á erfitt með að sjá skóginn fyrir trjánum sem næst standa. En þegar fjær dregur, þegar saga siðustu sextiu ára viðreisnar- starfs á íslandi veTöur rituð, þá gætir víða áhrifa prestssonarins úr Vatnsdalnum, sem fór ungur að heiman, félítill og með veila heilsu. Hann hóf starf sitt þeg- ar ísland var undir kúgunarhæl J erlendrar stjórnar, þegar hafís lukti um landíö ár eftir ár, en | þúsundir af börnum landsins leituðu undan hungri og harð- rétti til framandi lands. Einar Kvaran lét ekki bugast af þess- um erfiöleikum. Hann lagði út á þá erfiðustu braut að vera emb- ættislaus andans maður á ís- landi, blaðamaður, rithöfundur, skáld og forvígismaður tor- skildra og lítið vinsælla nýjunga eins og bindindis og spiritisma, í landi þar sem þá var almennt talið ómögulegt að sjá fjölskyldu farborða nema í framleiðslubar- ,, áttunni eða við hin fábrotnu ,, launuðu störf í þágu landsins. En Einari Kvaran lánaðist þessi áhættuför. Hann náði háum aldri. Hann innti af höndum mikið dagsverk. Síðustu áratug- um æfinnar eyddi hann svo að segja jöfnum höndum í heimi skáldskapar og við að afmá úr hugum íslendinga allan kvíða um að gröfin myndi nokkra eiginlega markalínu milli jarð- heima og hinna eilífu heim- kynna. Og nú hefir hið aldur- hnigna skáld ekið í eldlegum vagni yfir þessi landamerki. lítil, svo að ekki sé meira sagt. Innanlands ófriðurinn í Al- þýðuflokknum hefir valdið mestu um það, svo sem vænta mátti, þar sem stjórnin studd- ist þar við eldgíg í mannlegum málum. Þeir, sem hafa Alþingis- tíðindin við hendina, geta séð á bókunum vott um starfhæfni þingsins. í B-deildinni eru um- ræður um frv., sem ná fram að ganga, en í C. og D. deild eru umræður um írv., sem falla eða daga uppi. Frá kjörtímabilinu 1927—’31 er B-deildin frá 1928 beinlínis risavaxin, en heftin, sem lúta að dauðum málum af- ar lítil. Þetta sýnir að þingstörf- in voru lífræn og þróttmkiil. En eftir því, sem leiðir skildu meir og meir með stjórnar- flokkunum, minnkaði umræðu- parturinn um hin lífrænu mál, en kirkjugarður Alþingistíð- indanna varð því umfangs- meiri. Nákvæmlega sömu sögu segja Alþingistíðindin frá 1934 til 1937. Nú er það eitt af höf- uðverkefnum þingflokkanna að bæta og breyta svo vinnubrögð- um þingsins, að þar gæti minna en áður þess óþarfa en dýra J. J. HAVNEM0LLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkennda R U G M J ö L I OG H V E ITI Meiri vörugœði ófáanleg S.I.S. skíptir eingöngu við okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.